Brann að mestu upp í gufuhvolfinu

Því hafði verið spáð að geimstöðin myndi brenna upp í …
Því hafði verið spáð að geimstöðin myndi brenna upp í gufuhvolfi jarðar. Mynd/Úr myndskeiði AFP

Kínverska geimstöðin Tiangong-1 féll til jarðar í Suður-Kyrrahafinu laust eftir miðnætti eftir að hafa brunnið að mestu upp í gufuhvolfi jarðar, að sögn kínversku geimferðastofnunarinnar. 

Stjörnufræðingurinn Jonathan McDowell taldi að geimstöðin hefði komið til jarðar norðvestur af Tahítí.

„Mestur hlutinn brann upp eða hvarf,“ sagði Geng Shugan, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, og bætti við að Kínverjar hafi látið Sameinuðu þjóðirnar vita af stöðu mála.

„Við vitum ekki til þess að yfirborð jarðar hafi skemmst.“

Tiangong-1 var skotið á loft í sept­em­ber árið 2011. Var hún skref í metnaðarfullu geim­ferðaverk­efni Kín­verja sem vilja hafa mannaða geim­stöð á braut um jörðu um árið 2022. Tiangong-1, eða Hin him­neska höll eins og hún er kölluð, bilaði hins veg­ar árið 2016. 

Þegar í sept­em­ber það ár var ann­arri stöð skotið á loft, Tiangong-2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert