Toyota fjárfestir í Uber

Frumgerð af sjálfkeyrandi bifreið bandaríska fyrirtækisins Uber.
Frumgerð af sjálfkeyrandi bifreið bandaríska fyrirtækisins Uber. AFP

Japanski bílaframleiðandinn Toyota ætlar að fjárfesta 500 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 53 milljörðum íslenskra króna, í bandaríska fyrirtækinu Uber. Fjárfestingin mun beinast að fjöldaframleiðslu sjálfakandi bíla, sem fyrirtækin hyggjast þróa í sameiningu.

Í umfjöllun BBC um málið segir að áætlanir geri ráð fyrir að bílstjóralausu ökutækin verði notuð í þjónustu Uber, sem víða hefur náð fótfestu á leigubílamarkaði, þrátt fyrir að félagið tapi peningum án afláts. Fjárfesting Toyota er talin til marks um að fyrirtækin tvö ætli að ná í skottið á keppinautum sínum, í þróun sjálfkeyrandi bíla.

Í fréttatilkynningu sem BBC vitnar til segir að hugbúnaður frá báðum fyrirtækjum verði nýttur í ökutæki sem framleidd verði af Toyota og að bílaflotinn verði byggður á smárútum Toyota af Sienna-gerð. Gert er ráð fyrir því að afurð samstarfsins verði komin í prófun árið 2021.

Tæknideildir Toyota og Uber munu sameina krafta sína, til að ...
Tæknideildir Toyota og Uber munu sameina krafta sína, til að ná í skottið á keppinautum. Skýringarmynd/Uber

Uber hefur átt í vandræðum með þróun sjálfkeyrandi bíla. Tækniblaðamaður BBC í Norður-Ameríku, Dave Lee, segir að augljóst hafi verið að fyrirtækið þyrfti á utanaðkomandi hjálp að halda, en að samstarfið geti líka orðið Toyota til hagsbóta og sé jafnvel frábært tækifæri fyrir japanska bílaframleiðandann.

„Frá því var greint fyrr í þessum mánuði að Uber væri að verja 1-2 milljónum Bandaríkjadala á degi hverjum í þróun sjálfkeyrandi tækni,“ skrifar Lee og lætur svo að því liggja að útkoman hafi ekki verið frábær, því hingað til hafi starfsemin haft í för með sér eitt banaslys, mjög dýra lögsókn og lítinn sjálf-akstur.

Umfjöllun BBC í heild sinni

mbl.is
ANDLITSBAÐ Á KR.7500 TIL JÓLA
Gefðu andliti þinu næringu í roki og rigningu kulda eða öðru sem á því mæðir. ...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...