Magnaðar myndir af eldflaugarskotinu

Borgarstjóri Los Angeles deildi þessari mynd í gærkvöldi.
Borgarstjóri Los Angeles deildi þessari mynd í gærkvöldi.

Bandaríska fyrirtækið SpaceX náði að skjóta gervihnetti á sporbaug um jörðu í gærkvöldi, en Falcon 9-eldflaug fyrirtækisins var skotið á loft frá Vandenberg-flugherstöðinni við ströndina norðvestur af Los Angeles. Magnaðar myndir náðust eftir skotið, sem lýsti upp himininn á stóru svæði.

Fyrsti hluti eldflaugarinnar, sá sem kemur henni af stað í byrjun, náði að lenda aftur heill á jörðu niðri og verður því hægt að nýta hann aftur. Er um að ræða fyrstu slíku lendinguna á vesturströnd Bandaríkjanna, samkvæmt umfjöllun BBC.

Skotið átti sér stað klukkan 19:21 í gærkvöldi að staðartíma, eða klukkan 02:21 að íslenskum tíma.

Meðal þeirra sem deildu myndum af skotinu var borgarstjóri Los Angeles, Eric Garcetti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert