Virði Apple fór niður fyrir billjón dali

Tim Cook, forstjóri Apple, á kynningarfundi fyrirtækisins 30. október sl.
Tim Cook, forstjóri Apple, á kynningarfundi fyrirtækisins 30. október sl. AFP

Markaðsvirði bandaríska tæknirisans Apple féll niður fyrir eina billjón Bandaríkjadala um stund í gær, þegar hlutabréfaverð félagsins lækkaði um 7%, þrátt fyrir að afkoma þess hafi aldrei verið jafngóð.

Það vakti mikla athygli þegar markaðsvirði fyrirtækisins skaust í fyrsta sinn upp fyrir billjón dali í byrjun ágústmánaðar, en Apple varð fyrsta fyrirtækið til þess að ná því marki. Ein billjón samsvarar milljón milljónum.

Tekjur fyrirtækisins hafa aukist um 20% á milli ára og hagnaður þess enn meira, eða um 31%. Þessa hækkun má að hluta rekja til ákvörðunar fyrirtækisins um að hækka verðið á símtækjum sínum.

Þó eru blikur á lofti hvað varðar söluspár næstu mánaða og það var það sem olli því að hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu eftir lokun markaða í gær, en Apple telur að fyrirtækið mun selja vörur fyrir 89-93 milljarða bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi. Fyrirtækið seldi vörur fyrir 88,3 milljarða Bandaríkjadala á sama tímabili í fyrra og þessi nýja spá olli einhverjum vonbrigðum.

Hlutabréfin féllu svo enn meira eftir að Apple sagði að það ætlaði að hætta að birta upplýsingar um eigin sölutölur, þ.e. hversu mörg stykki af hverri vöru eru seld á heimsvísu. Stjórnendur Apple verja þá ákvörðun og segja að sölutölurnar séu ekki lengur góður mælikvarði á fjárhagslega heilsu fyrirtækisins.

Frétt BBC um málið

mbl.is
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...