Segist hafa krukkað í erfðaefni fósturs

Prófessorinn segist hafa breytt erfðaefni fósturvísanna.
Prófessorinn segist hafa breytt erfðaefni fósturvísanna. AFP

Miklar efasemdaraddir hafa kviknað í kjölfar fullyrðinga kínversks vísindamanns um að hann hafi aðstoðað við fyrstu erfðabreytingu barns.

Prófessorinn He Jiankui heldur því fram að hann hafi breytt erfðaefni (DNA) í fósturvísum tvíburastúlkna sem fæddust svo fyrir nokkrum vikum. Sagði hann breytinguna felast í því að hindra að þær geti mögulega smitast af HIV-veirunni.

Þessar fullyrðingar prófessorsins, sem m.a. voru birtar í frétt AP-fréttastofunnar, vöktu gríðarlega hneykslan og reiði jafnt frá vísindaheiminum sem almenningi. Slíkar genabreytingar eru stranglega bannaðar í flestum löndum.

Í frétt BBC um málið segir að genabreytingar gætu mögulega aðstoðað við að útrýma sjúkdómum. En sérfræðingar telja að með því að fikta í erfðamengi fósturs sé hægt að valda miklum skaða, ekki aðeins fyrir viðkomandi einstakling heldur einnig fyrir framtíðar kynslóðir sem gætu erft þær breytingar sem gerðar eru á erfðamenginu.

Prófessorinn kínverski hlaut menntun sína í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum og starfar nú á rannsóknarstofu í suðurhluta Kína. Hann segir í myndbandi sem hann hefur birt að vinna hans miði að því að búa til börn sem muni ekki þjást af sjúkdómum frekar en að búa til börn sé búi yfir ákveðnum útlitseinkennum eða greind.

Aðrir sérfræðingar segja að hafi He prófessor gert þetta hafi hann gengið of langt. „Það eru margar leiðir færar til að koma í veg fyrir HIV-sýkingu í heilbrigðum einstaklingum,“ bendir einn þeirra á. „Þessi tilraun [prófessorsins] setur heilbrigð börn í hættu af engri raunverulegri ástæðu.“

mbl.is
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...