Tíunda kynslóð Galaxy kynnt

Tíunda kynslóð Galaxy-símans frá Samsung var kynnt í London í gær en tíu ár eru síðan sá fyrsti kom á markað. Nýju símarnir nefnast Samsung Galaxy S10, S10+ og S10e.

Í byrjun kynningarinnar var kynnt til leiks ný tegund farsíma sem ber heitið Galaxy Fold. Fold er í raun sími og spjaldtölva í einu tæki, sími þegar hann er brotinn saman en spjaldtölva þegar bakhlið símans er flett frá eins og blaðsíðu í bók, segir í fréttatilkynningu.

S10-tækin fara í almenna sölu hjá Nova 8. mars næstkomandi en forsala hófst á vef Nova í gærkvöldi.

AFP

Samsung Galaxy S10 er stærri en S9 og eins er skjár nýja símans töluvert stærri. Hann verður fáanlegur í 2 litum, glansandi svörtum og hvítum, og á það líka við um S10+. S10e-útgáfan er ódýrari en hinar tvær og verða þau tæki fáanleg í þremur litum, það er svörtum, hvítum og grænum.

AFP

Sigurður Helgi Harðarson, innkaupastjóri hjá Nova, segir í fréttatilkynningu að margar nýjungar fylgi tíundu kynslóðinni. „Það sem er kannski einna mest spennandi í þeim efnum er að hægt er að hlaða tæki sem styðja þráðlausa hleðslu og er það einfaldlega gert með því að leggja til dæmis Galaxy Buds-heyrnartólin eða annað símtæki sem styður þráðlausa hleðslu ofan á s10-símana," segir Sigurður í fréttatilkynningu.

Önnur nýjung er að fingrafaraskanni er innbyggður í skjáinn til þess að aflæsa tækinu. 

Galaxy Buds.
Galaxy Buds. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert