Facebook og Instagram liggja víða niðri

Notendur samfélagsmiðlana Facebook og Instagram hafa verið í vandræðum með …
Notendur samfélagsmiðlana Facebook og Instagram hafa verið í vandræðum með að skrá sig þar inn. Ljósmynd/Getty

Samfélagsmiðlarnir Facebook, Instagram og WhatsApp liggja niðri víða í Bandaríkjunum og Evrópu. Þá hefur einnig verið greint frá bilunum í Brasilíu. Þúsundir tilkynninga hafa borist frá óþolinmóðum notendum.

Fjölmiðillinn RT greinir frá.

Myndin sýnir hvaðan flestar tilkynningarnar berast, frá Norður-Ameríku og Evrópu.
Myndin sýnir hvaðan flestar tilkynningarnar berast, frá Norður-Ameríku og Evrópu. Ljósmynd/DownDetector

Af gögnum frá vefsíðunni DownDetector má sjá mikinn aukinn fjölda tilkynninga um bilanir á fyrrnefndum samfélagsmiðlum. Flestar kvartanir virðast koma vegna Instagram.

Twitter-notendur eru líkt og ávallt með puttann á púlsinum og hafa verið duglegir að tísta um vandræðin meðal annars undir myllumerkinu #instagramisdown.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert