Elon Musk afhjúpaði sitt eigið geimfar

Skipið er gríðarstórt en Musk segir að það geti farið …
Skipið er gríðarstórt en Musk segir að það geti farið hvert sem er í sólkerfinu. AFP

Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Teslu og geimfaraframleiðandans SpaceX, afhjúpaði í gær geimfar á vegum SpaceX.

Geimfarið er hannað til að flytja áhöfn og farm til tunglsins, Mars, eða hvert sem er í sólkerfinu og aftur til jarðar lóðrétt. Guardian greinir frá þessu.

Musk við afhjúpun geimskipsins.
Musk við afhjúpun geimskipsins. AFP

Stjörnuskip í 19.800 metra hæð

Musk hefur nefnt geimfarið Starship, eða Stjörnuskip. Í ræðu sem Musk hélt við afhjúpunina sagði hann að Stjörnuskipið ætti að hefjast á loft í fyrsta sinn eftir einn eða tvo mánuði og ná 19.800 metra hæð áður en það sneri aftur til jarðar. 

AFP

Ræðuna má sjá hér að neðan. Þar sagði Musk sömuleiðis að það væri mikilvægt fyrir lífvænleika geimferða að hægt væri að endurnota geimför og enn mikilvægara að mannkynið framlengdi meðvitund sína út fyrir Jörðina. 

Musk hélt ræðuna fyrir framan risavaxna geimskutluna sem er húðuð með endurspeglandi málmi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert