Kaelin, Semenza og Ratcliffe hljóta Nóbelsverðlaun í læknisfræði

Bandarísku vísindamennirnir William Kaelin og Gregg Semenza og hinn breski Peter Ratcliffe fengu Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði í dag, fyrir rannsóknir sínar á því hvernig frumur nema og aðlagast tiltækileika súrefnis í mannslíkamanum.

Nóbelsnefnd Karólínsku-stofnunarinnar tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Stokkhólmi fyrir skemmstu. Í umsögn nefndarinnar segir að þeir Kaelin, Semenza og Ratcliffe hafi með rannsóknum sínum skapað grundvöll fyrir skilning á því hvernig súrefnismettun hafi áhrif á efnaskipti í frumum og lífeðlisfræðilega virkni.

Dómnefndin sagði uppgötvanir þeirra hafa leitt til þess að vinna sé farin af stað við lofandi nýjar leiðir til þess að takast á við blóðleysi, krabbamein og marga aðra sjúkdóma.

Sjá má upptöku af blaðamannafundinum hér að neðan.

Dómnefndin sagði uppgötvanir þremenninganna hafa leitt til þess að vinna ...
Dómnefndin sagði uppgötvanir þremenninganna hafa leitt til þess að vinna sé farin af stað við lofandi nýjar leiðir til þess að takast á við blóðleysi, krabbamein og marga aðra sjúkdóma. AFP
Frá blaðamannafundinum í Stokkhólmi í dag.
Frá blaðamannafundinum í Stokkhólmi í dag. AFP
mbl.is