Playstation 5 væntanleg í lok næsta árs

Playstation 5 er væntanleg fyrir jólavertíðina á næsta ári.
Playstation 5 er væntanleg fyrir jólavertíðina á næsta ári. AFP

Japanska raftækjafyrirtækið Sony tilkynnti í dag að næsta kynslóð Playstation-leikjatölvunnar, Playstation 5, muni koma á markað fyrir jólavertíðina 2020. Hún mun leysa fjórðu kynslóð leikjatölvanna af hólmi, en Playstation 4 kom fyrst á markað árið 2013.

Samkvæmt Jim Ryan, forstjóra Sony, er ein helsta nýjung leikjatölvunnar ný gerð af fjarstýringu, sem mun leggja meira upp úr því að spilarar finni fyrir því sem karakterar þeirra í tölvuheiminum eru að fást við.

Ryan segir að fjarstýringin muni bjóða upp á snertiskynsendurgjöf (e. haptic feedback) til þess að færa spilara ennþá nær leiknum.

Í dag titra fjarstýringar Playstation 4 í höndum leikmanna er þeir aka á veggi í bílaleikjum, þegar þeir eru skotnir í skotleikjum eða verða fyrir tæklingum í fótboltaleikjum, en Ryan segir að nýja fjarstýringin muni auka áþreifanleika og búa til meiri stigsmun á þessum atburðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert