Apple sektað fyrir að hægja á iPhone

Apple þarf að greiða 25 milljónir evra í sekt.
Apple þarf að greiða 25 milljónir evra í sekt. AFP

Tæknirisinn Apple hefur verið sektaður um 25 milljónir evra fyrir að hægja á eldri iPhone tækjum án þess að upplýsa neytendur um það. Frönsk stofn­un sem rann­sak­ar svika­mál gegn neyt­end­um (DGCCRF) kvað upp úr um sektina. BBC greinir frá. 

Stofnunin sagði enn fremur að neytendur hefðu ekki verið varaðir við. Árið 2017 viðurkenndi Apple að hafa hægt á nokkrum gerðum af iPhone-símum en tilgreindi að ástæðan fyrir því væri að „lengja líf“ tækjanna. Viðskiptavinir Apple hafa lengi rennt í grun að fyrirtækið beitti þessum bellibrögðum til þess eins að neytendur keyptu nýjustu gerðina af símanum um leið og sú eldri færi að hægja á sér.  

Í tilkynningu frá fyrirtækinu sagðist það hafa náð að leysa málin með eftirlitsstofnuninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert