Apple gagnrýnt fyrir „barnakláms-kerfi“

Frá Apple kynningu.
Frá Apple kynningu. AFP

Tæknirisinn Apple hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir nýtt kerfi sem greinir efni tengt barnaníði á tækjum bandarískra notenda. 

Þetta kemur fram í umfjöllun BBC

Tæknin skannar hvort myndir samsvari þekktu barnaníðsefni áður en hægt er að vista þær í skýjalausn Apple, iCloud.

Áhyggjur eru uppi um að tæknina á bak við kerfið sé hægt að útvíkka og misnota til persónunjósna, þá sérstaklega opinberra njósna á eigin borgurum.  

Will Cathcart, stjórnandi WhatsApp, kallaði tæknina mjög varhugaverða á twitterreikningi sínum. 

Fram hefur komið að Apple áætlar að nýjar útgáfur iOS og iPadOS, sem koma eiga út síðar í ár, muni geyma nýja kóða til að takmarka umferð barnaníðsefnis en jafnframt viðhalda friðhelgi notenda. 

Kerfið mun senda frá sér tilkynningu, finni það svörun við barnaníðsefni, sem er síðan yfirfarin af fólki. Í kjölfarið verður hægt að gera ráðstafanir til að afvirkja reikning notandans og tilkynna hann til lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert