„Þetta var ótrúlegt!“

William Shatner ræðið við Jeff Bezos, stofnanda Blue Origin, eftir …
William Shatner ræðið við Jeff Bezos, stofnanda Blue Origin, eftir lendinguna í vesturhluta Texas. AFP

„Þetta var ótrúlegt!“ sagði leikarinn William Shatner, eftir að hafa farið út í geiminn með geimflauginni Blue Origin.

Shatner, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Star Trek sem gerast einmitt úti í geimnum, er níræður Kanadamaður.

Ferðalagið tók ellefu mínútur út fyrir gufuhvolf jarðar og aftur til baka í eyðimörkina í bandaríska ríkinu Texas.

Jeff Bezos, stofnandi Blue Origin, tók á móti Shatner við komuna til jarðar. „Það sem þú hefur veitt mér er magnaðasta lífsreynsla sem hægt er að ímynda sér. Ég er stútfullur af tilfinningum í kringum það sem gerðist,“ bætti Shatner við.

Shatner fær viðurkenningu frá Bezos við lendinguna.
Shatner fær viðurkenningu frá Bezos við lendinguna. AFP
mbl.is