Veðja milljörðum á land í „Metaverse"

Fyrirtækið Tokens.com keypti einnig stafrænar fasteignir og land fyrir 2,4 …
Fyrirtækið Tokens.com keypti einnig stafrænar fasteignir og land fyrir 2,4 milljónir dollara á síðunni Decentraland sem er keppinautur The Sandbox. Marco Verch

Sú hugmynd að eyða hundruðum milljóna í kaup á fasteign eða landi í sýndarveruleikaheimi hefur varla hvarflað að mörgum.

Nýjustu fréttir um svokallaðan „Metaverse“, hafa leitt til þess að fjárfestar eru byrjaðir að veðja gríðarlegum fjárhæðum á stafrænar fasteignir.

„The Metaverse“ er sú spá að framtíð mannkynsins muni mestmegnis eiga sér stað í sýndarveruleikaheiminum sem mun kallast því nafni. 

Í þessari viku Keypti félagið Republic Realm stafrænar fasteignir og land á síðunni The Sandbox fyrir 4,3 milljónir dollara sem samsvarar rúmlegum hálfum milljarði króna.

Fyrirtækið Tokens.com keypti einnig stafrænar fasteignir og land fyrir 2,4 milljónir dollara á síðunni Decentraland sem er keppinautur The Sandbox.

100 milljónir dollara bara í síðustu viku

Fyrirtæki eru ekki þau einu sem eru að veðja á framtíð í þessum „Metaverse“ en landið Barbados hefur tilkynnt að það ætli að opna sendiráð í Decentraland og verða þannig fyrsta sendiráðið í þessum framtíðar heimi.

Þessi gríðarlegi áhugi á „The Metaverse“ hófst þegar móðurfyrirtæki Facebook breytti nafninu sínu i Meta platforms og tilkynnti áform sín um það að einblína á framleiðslu sýndarveruleikagleraugna.

Samkvæmt gögnum frá rafmyntasíðunni Dapp, þá hefur land í sýndarveruleikaheimum selst fyrir meira en 100 milljónir dollara í síðustu viku ef litið er til fjögurra stærstu sýndarveruleika vefsíðnanna: The Sandbox, Decentraland, CryptoVoxels og Somninum Space.

mbl.is