Brotist inn á aðganga að samfélagsmiðlum

Fjarskiptastofa varar við óprúttnum aðilum sem stela aðgöngum að samfélagsmiðlum.
Fjarskiptastofa varar við óprúttnum aðilum sem stela aðgöngum að samfélagsmiðlum. AFP/Fred TANNEAU

ISNIC hefur gefið út viðvörun vegna innbrota á aðganga einstaklinga að samfélagsmiðlum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá CERT-IS, netöryggissveitar á vegum Fjarskiptastofu.

Innbrotsaðilarnir eiga að hafa komist yfir netföng þeirra sem notuð voru til að skrá aðganganna.

Ekki er vitað hvernig innbrotsaðilarnir vissu hvaða netföng voru notuð til að stofna aðganganna en þó er vitað um að slíkar upplýsingar hafi komið fram í gagnalekum.

ISNIC hefur í varúðarskyni lokað lénum ef skráning þeirra telst ekki fullnægjandi eða er metin varasöm.

Einstaklingar skoði hvort þeir hafi enn aðgang

CERT-IS bendir á að helstu leiðir til að verjast stuldi á aðgangi sé að athuga hvort einstaklingar hafa enn aðgang að þeim netföngum sem notuð voru til að stofna aðganga eða hvort lén sé núna í eigu annarra.

Þá getur tveggja þátta auðkenning komið í veg fyrir yfirtöku þó það geri það ekki í öllum tilfellum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert