Netflix þróar ódýrari áskriftarleið með auglýsingum

Hingað til hefur Netflix lagt upp úr því að blanda …
Hingað til hefur Netflix lagt upp úr því að blanda ekki auglýsingum saman við vöru sína. Þessi áskriftarleið sem verður studd auglýsingum. Ljósmynd/Unsplash

Streymisveitan Netflix og tæknirisinn Microsoft, munu vinna saman að því að útbúa nýja og ódýrari áskriftarleið fyrir notendur Netflix. Sú áskrift verður þó með auglýsingum. 

Þessi áskriftarleið er svar Netflix við þeirri fækkun notenda sem hrjáði streymisveituna síðasta ár, en alls fækkaði áskrifendum um 200 þúsund.  

Hingað til hefur Netflix lagt upp með að blanda ekki auglýsingum saman við vöru sína. Þessi áskriftarleið sem verður studd auglýsingum, bætist við þær sem fyrir eru, og því geta þeir sem vilja, haldið áfram að horfa á auglýsingasnautt afþreyingarefni á Netflix. 

Hlutverk Microsoft verður að sjá um hönnun og rekstur á því sem við kemur auglýsingunum. 

„Þetta er enn á algjöru grunnstigi svo það á eftir að fara fram heilmikil vinna,“ segir Greg Peters, framkvæmdastjóri Netflix. 

Microsoft hefur lýst því yfir að með þessu munu auglýsendur einnig fá aðgang að gögnum um áhorfendur Netflix, sem geri þeim kleift að beina auglýsingum sínum að réttum markhóp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert