Beint: Kolefnishlutleysi 2030 - Hvernig?

Frá Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í fyrra.
Frá Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árlegur loftlagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar fer fram í dag, en yfirskrift fundarins í ár er „Kolefnishlutleysi 2030 - Hvernig?“ Á fundinum flytja meðal annars borgarstjóri og umhverfisráðherra ávörp, en sjá má streymi hér að neðan.

Fundurinn er nú haldinn í sjöunda sinn. Fyrsti fundurinn var haldinn í kjölfar þess að rúmlega 100 forstjórar fyrirtækja skrifuðu undir Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar þar sem þau settu það fram að þau myndu draga úr losun og úrgandi og birta opinberlega gögn um þá vegferð. 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 • Fundarstjóri: Nanna Elísa Jakobsdóttir viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði hjá Samtökum iðnaðarins
 • Stefán Örn Snæbjörnsson, kjörinn Ungur umhverfissinni 2021 -2022 af Ungum umhverfissinnum
 • Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
 • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur
 • Tómas N. Möller formaður Festu
 • Kolefnishlutleysi í rekstri – hvað er það og hvernig forðumst við grænþvott? Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfisins hjá Umhverfisstofnun
 • Opinber innkaup og útboð – hvernig geta áherslur og kvaðir í opinberum útboðum nýst í vegferðinni að kolefnishlutleysi?
  Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála á skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar
 • Við höfum sett okkur markmið um kolefnishlutleysi – hvað erum við að gera?
  Dæmisögur fyrirtækja sem hafa undirritað Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar. 
  • Science Based Targets Initiative aðferðarfræðin – Marel
   Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla
  • Kolefnishlutlaus framleiðsla og vottun frá B-corporation – 66° Norður
   Bjarney Harðardóttir, Head of Brand
 • Hvernig mælum við losun frá rekstri og virðiskeðju og setjum fram aðgerðaráætlun?
  Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri Vínbúðanna og fulltrúi í sérfræðingahóp um Loftslagsmæli Festu
 • Stóra og mikilvæga verkefnið – Innleiðum hringrásarhagkerfi. Úrgangsmál fyrirtækja.
  Freyr Eyjólfsson – verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu
 • Dæmisögur fyrirtækja sem hafa undirritað Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar.
  • Kolefnishlutleysi í steinsteypu – Hornsteinn
   Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfismála
  • Hlutverk stafrænnar þjónustu í átt að kolefnishlutleysi – Júní
   Guðmundur Sigurðsson, hönnunarstjóri

Fundurinn stendur til klukkan 16:00.

mbl.is