Nýr íslenskur tölvuleikur frumsýndur í desember

Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers, 1. desember.
Solid Clouds forsýnir nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers, 1. desember. Ljósmynd/Aðsend

Tölvuleikurinn Starborne Frontiers verður forsýndur 1. desember á fjárfestadegi íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds.  

Leikurinn mun koma út á næsta ári en þetta er annar tölvuleikur félagsins, sem var stofnað í Reykjavík árið 2013, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. 

Starborne Frontiers er hannaður fyrir farsíma en einnig er hægt að spila hann á borðtölvu.

„Um er að ræða hlutverkaleik þar sem spilarinn setur sig í hlutverk flotaforingja sem safnar og uppfærir flota til að kanna, skipuleggja og sigra Starborne alheiminn sem er fullur af spennu og bardögum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert