Góður morgun í Elliðaánum

<span><span><span><span>Góð veiði er í Elliðaánum þessa dagana enda er mikið af laxi í ánni og laxinn er kominn upp um alla á.</span></span></span></span> <span><span><span><span><br/></span></span></span></span> <span><span><span><span>Í skeyti frá Ólafi E. Jóhannssyni Formanni Árnefndar var morguninn í morgun frábær en 17 löxum var landað og nokkrir í viðbót sem sluppu.  </span></span></span></span>

Hirtu veiðimenn 8 þessara laxa sem þýðir að allar stangir náðu kvótanum. 9 löxum var sleppt. 6 fiskar fengust á maðk en 11 á flugu, flestir á smáa svarta Frances túbu. Þannig fengust í morgun laxar m.a. í Hundasteinum, Hrauni, Símastreng, Neðri Kistu og í Höfuðhyl sem allir eru í efri hluta Elliðaánna. Óvenju vænir laxar eru að veiðast í Elliðaánum í sumar. Þannig var stærsti laxinn í morgun 81 cm. langur, en honum var sleppt. Sá stærsti sem náðst hefur í sumar var 91 cm. og 6,9 kg segir Ólafur.  Ennþá eru laus leyfi í haustveiðina og leyfin má nálgast á www.svfr.is

<span><span><span><span> </span></span></span></span>
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.
100 cm Nesveiðar Anna Margrét Kristinsdóttir 19. júlí 19.7.

Skoða meira