Fljótaá á almennan markað

Hulda Orradóttir með stórlax úr Fljótaá.
Hulda Orradóttir með stórlax úr Fljótaá. Orri Vigfússon

Á veiðisíðunni veida.is er greint frá því að Fljótaá í Fljótum er komin á sölu á vefnum, en áin var lengi vel í höndum Orra heitins Vigfússonar sem hafði mikið dálæti á henni.

Fljótaá er í Holtshreppi í nágrenni Siglufjarðar og  kemur úr Stífluvatni og er nálægt 8 km að lengd. Veiðisvæði árinnar er hins vegar um 5 km langt með 65 merktum veiðistöðum. Meðal­veiði í gegn­um árin er um 150 lax­ar og allt að 2.000 bleikj­ur.

Metlaxveiði var sumarið 1990 þegar 355 laxar veiddust en sumarið 1994 veiddust í rúmlega 7.000 bleikjur það sumarið.

Aðgengi að ánni þykir almennt gott og er auðveldlega hægt að fara um á fólksbílum en sums staðar er smá gangur að veiðistöðum. Veitt er á 4 stangir og er ánni skipt i 4 svæði og er veitt á eina stöng á hverju þeirra.

Frá Fljótaá.
Frá Fljótaá. Orri Vigfússon
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert