Fljótaá á almennan markað

Hulda Orradóttir með stórlax úr Fljótaá.
Hulda Orradóttir með stórlax úr Fljótaá. Orri Vigfússon

Á veiðisíðunni veida.is er greint frá því að Fljótaá í Fljótum er komin á sölu á vefnum, en áin var lengi vel í höndum Orra heitins Vigfússonar sem hafði mikið dálæti á henni.

Fljótaá er í Holtshreppi í nágrenni Siglufjarðar og  kemur úr Stífluvatni og er nálægt 8 km að lengd. Veiðisvæði árinnar er hins vegar um 5 km langt með 65 merktum veiðistöðum. Meðal­veiði í gegn­um árin er um 150 lax­ar og allt að 2.000 bleikj­ur.

Metlaxveiði var sumarið 1990 þegar 355 laxar veiddust en sumarið 1994 veiddust í rúmlega 7.000 bleikjur það sumarið.

Aðgengi að ánni þykir almennt gott og er auðveldlega hægt að fara um á fólksbílum en sums staðar er smá gangur að veiðistöðum. Veitt er á 4 stangir og er ánni skipt i 4 svæði og er veitt á eina stöng á hverju þeirra.

Frá Fljótaá.
Frá Fljótaá. Orri Vigfússon
Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is

Sporðaköst, 3. þáttaröð 1996

Velja þátt: 1 2 3 4 5 6