Landaði 11 kílóa urriða og missti stærri

Cezary Fijałkowski með 96 sentimetra og ellefu kílóa urriðann sem …
Cezary Fijałkowski með 96 sentimetra og ellefu kílóa urriðann sem hann veiddi í nótt. Hann missti mun stærri fisk sem hann telur að hafi verið fimmtán til sextán kíló. Ljósmynd/Aðsend

Hann landaði ellefu og níu kílóa urriðum og fimm smærri í Lambhaganum í Þingvallavatni í gærkvöldi og nótt. Hann setti í mun stærri fisk sem sleit hjá honum tuttugu punda taum. Það var Cezary Fijałkowski sem lenti í þessum ævintýrum. Hann hefur mikla reynslu af veiðum í Þingvallavatni og veit alveg hvernig stærstu urriðarnir haga sér. „Ég hef stærst fengið 16 kílóa urriða, það var árið 2009. Fiskurinn sem ég missti í gær var svakalega sterkur og ég var búinn að slást við hann í kortér þegar hann tók mikla roku og sleit tuttugu punda tauminn,“ sagði Cezary í samtali við Sporðaköst í morgun.

Þetta eru flugurnar sem hann er að taka urriðann á …
Þetta eru flugurnar sem hann er að taka urriðann á í Þingvallavatni. Þær fást í Veiðihorninu í nokkrum útfærslum. Ljósmynd/Aðsend

Öflugar græjur nauðsynlegar

Hann sagði að gærkvöldið hefði verið fullkomið í urriðaveiðina. Búið að vera hlýtt um daginn og þá væri fiskurinn mjög líflegur um kvöldið og fram á nóttina. „Þessi ellefu kílóa tók hjá mér rétt fyrir miðnætti og ég var alveg hálftíma að landa honum. Maður verður að vera með sterka tauma og öflugar græjur til að takast á við þessa fiska. Ég er með Sage X-stöng og Rod Sage X og Rio Single Handed Spey Intermediate 3D-línu númer átta. Hjólið er Sage Spectrum LT og ég hef verið að veiða á flugur sem Marek Imerski hnýtir en eru mín hönnun. Þessar flugur eru seldar í Veiðihorninu og virka svakalega vel í urriðann.“

Hann segir gærkvöldið hafa verið einstaklega fallegt. Góð birta frá tunglinu og stöku norðurljós dönsuðu um himininn.

Ellefu kílóa fiskurinn var 96 sentimetrar að lengd og bróðir hans sem var níu kíló var 92 sentimetrar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert