Stórlax land í Dölunum

Veiðimaður hampar stórlaxinum við Höfðafljót í gærkvöldi.
Veiðimaður hampar stórlaxinum við Höfðafljót í gærkvöldi. hreggnasi

Risahængur kom á land í gærkvöldi úr Laxá í Dölum og er hann jafnframt stærsti lax sumarsins úr ánni.

Það var 105 cm hængur sem veiddist í Höfðafljóti en ekki kom fram hvaða flugu sá stóri tók.

Haustin geta verið gjöful í Laxá auk þess að það er oft sá tími þegar stærstu laxar sumarsins eru dregnir þar að landi. Það rigndi talsvert í Dölunum um mánaðamótin síðustu og tóku veiðitölur þá talsverðan kipp aftur, en eftir mjög góða veiði framan af sumri þá róaðist hún talsvert þegar kom fram í ágúst.

Tæplega 1.000 laxar eru komnir á land þannig að líklegt er að áin sigli því yfir meðalveiði síðustu 30 ár sem er um 1.100 laxar.

Til viðbótar við þann stóra frá því í gær hefur tekist að landa tveimur öðrum risahængum, 104 cm úr Helgabakka sem veiddist í upphafi veiðitímans og 102 cm sem kom úr Svartafossi undir lok ágúst.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert