Stórlax land í Dölunum

Veiðimaður hampar stórlaxinum við Höfðafljót í gærkvöldi.
Veiðimaður hampar stórlaxinum við Höfðafljót í gærkvöldi. hreggnasi

Risahængur kom á land í gærkvöldi úr Laxá í Dölum og er hann jafnframt stærsti lax sumarsins úr ánni.

Það var 105 cm hængur sem veiddist í Höfðafljóti en ekki kom fram hvaða flugu sá stóri tók.

Haustin geta verið gjöful í Laxá auk þess að það er oft sá tími þegar stærstu laxar sumarsins eru dregnir þar að landi. Það rigndi talsvert í Dölunum um mánaðamótin síðustu og tóku veiðitölur þá talsverðan kipp aftur, en eftir mjög góða veiði framan af sumri þá róaðist hún talsvert þegar kom fram í ágúst.

Tæplega 1.000 laxar eru komnir á land þannig að líklegt er að áin sigli því yfir meðalveiði síðustu 30 ár sem er um 1.100 laxar.

Til viðbótar við þann stóra frá því í gær hefur tekist að landa tveimur öðrum risahængum, 104 cm úr Helgabakka sem veiddist í upphafi veiðitímans og 102 cm sem kom úr Svartafossi undir lok ágúst.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is

Sporðaköst, 3. þáttaröð 1996

Velja þátt: 1 2 3 4 5 6