Fínt í Deildará og hnúðlax á land

Ánægður veiðimaður með 93 cm úr Símahyl.
Ánægður veiðimaður með 93 cm úr Símahyl. Ljósmynd/Aðsend

Ágætis gangur hefur verið í Deildará á Sléttu í sumar og eru leigutakar sáttir við gang mála. Þá kom fyrsti hnúðlaxinn þar á land í gær.

Að sögn Freys Guðmundssonar sem annast leigu árinnar þá er sumarið í heildina búið að vera gott og í gærkvöldi var búið að skrá 110 laxa í bók. Það  hefur verið gott jafnvægi á milli stórlaxa og smálaxa og nokkrir yfir 90 cm komið á land og sést til enn stærri laxa. Þá er laxinn orðinn vel dreifður um alla á.

Hópur veiðimanna sem var að klára tveggja daga veiði í hádeginu náði átta löxum  á tvær stangir og var sá stærsti 93 cm úr Símahyl. Til viðbótar kom fyrsti hnúðlaxinn á land en þeir hafa verið í talsverðu mæli í mörgum veiðiám norðaustanlands í sumar og gert veiðimönnum misjafnlega lífið leitt. Hnúðlaxinn tók hálfstommu rauða Snældu á veiðistaðnum Vinkill.

Freyr kvaðst lítið hafa frétt af Ormarsá í sumar en hún er þarna í næsta nágrenni. Vissi þó að sum hollin hefðu ekki veitt mikið og önnur fengið allt að 54 laxa eftir fjögurra daga veiði.

Hnúðlaxinn úr Deildará.
Hnúðlaxinn úr Deildará. Ljósmynd/Aðsend
Stórlax sem kom á land úr Deildará í síðasta holli.
Stórlax sem kom á land úr Deildará í síðasta holli. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.

Skoða meira