Súddi spáir að Jökla slái met í sumar

Súddi tekst á við vænan lax á Hólaflúð í Jöklu …
Súddi tekst á við vænan lax á Hólaflúð í Jöklu í fyrra. Ljósmynd/Helga Vignisdóttir

Sigurður Staples, eða Súddi veiðivörður í Breiðdalsá og nágrenni spáir því að Jökla fari langt yfir þúsund laxa í sumar. Fram til þessa hefur mesta veiðin í ánni verið um 850 laxar. Síðustu tvo ár hefur Jökla farið á yfirfall í byrjun ágúst og þar með orðið óveiðandi.

Súddi byggir þessa spá sína á því að vatnsstaðan í Hálslóni er nú mun lægri en til að mynda í fyrra. Um leið og Hálslón fyllist þá rennur um yfirfallið og áin litast og verður mun vatnsmeiri.

Sigurður Staples eða Súddi bíður suðlægari átta og hlýinda, þá …
Sigurður Staples eða Súddi bíður suðlægari átta og hlýinda, þá fer hún að gefa sig. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er allt önnur staða núna. Það lítur út fyrir að vatnsstaðan sé eins og gerist í meðal ári og þá ættum við að geta veitt megnið af ágúst mánuði,“ sagði Súddi í samtali við Sporðaköst í morgun. Hann segir að það hafi verið grátlegt að horfa upp yfirfallið koma svo snemma tvö ár í röð.

„Til dæmis í fyrra þá var veiðin mjög góð í júlí og fór vaxandi. Svo var laxinn að hellast inn í byrjun ágúst og þá kom yfirfallið. Ég er handviss um að ef þetta verður eðlilegt ár með tilliti til vatnsbúskaps, þá erum við að fara langt yfir þúsund laxa,“ fullyrðir Súddi.

Jökla er ein af mest spennandi laxveiðiám landsins og er að stórum hluta ókönnuð með tilliti til veiðistaða. Áin er fiskgeng um níutíu kílómetra leið inn á hálendið. 

„Já það er fullt af stöðum sem enn eru ókannaðir,“ sagði Súddi.

Fyrsta bleikjan sem veiddist í tilraunaferð Súdda. Þessi mældist 53 …
Fyrsta bleikjan sem veiddist í tilraunaferð Súdda. Þessi mældist 53 sentímetrar. Ljósmynd/Súddi

Bleikjuveiðin í Breiðdalsá hófst í gær en sökum leiðinda veðurs hafði enginn prófað enn. Súddi fór sjálfur í smá tilraunaveiði rétt fyrir opnun og náði tveimur fallegum bleikjum 53 sentímetra og 48. „Nei ég borðaði þær ekki. Ég sleppi öllu sem er yfir 45 sentímetrar. Það er svo mikilvægt að halda þessari stóru bleikju í ánni svo að hún hrygni og viðhaldi þessum stofni.“

Nú bíður hann eftir suðlægari áttum og aðeins meiri hlýindum, þá fer hún að gefa sig fyrir austan.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira