Félagar í SVFR fá gjafabréf upp í veiðileyfi

Jón Þór Ólason er formaður stjórnar SVFR. Tilkynnt var um …
Jón Þór Ólason er formaður stjórnar SVFR. Tilkynnt var um gjafabréfið í dag og tímabundna niðurfellingu inngöngugjalda í félagið. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur tilkynnti í dag að allir félagsmenn fái 10.000 króna gjafabréf sem nýtist við kaup á veiðileyfum á ársvæðum félagsins á tímabilinu 10. - 25. maí.

Elliðaárnar eru þó undanskyldar og ekki er hægt að nýta gjafabréfið til lækkunar á veiðileyfum sem þegar hafa verið keypt.

Þá tilkynnti stjórnin einnig að inntökugjöld í félagið verði felld niður til 25. maí.

Karl Lúðvíksson með 78 sentímetra físk úr Langá. Hún er …
Karl Lúðvíksson með 78 sentímetra físk úr Langá. Hún er eitt af þeim veiðisvæðum sem í boði eru hjá SVFR. Ljósmynd/Aðsend

Í frétt sem SVFR hefur sent frá sér vegna þessa, segir: „Með gjafabréfinu og niðurfellingu inntökugjalda vill félagið koma til móts við félagsmenn sem hafa vafalaust ekki farið varhluta af ríkjandi samfélagsaðstæðum. Það er heldur ekkert launungarmál að ástandið kemur illa við Stangaveiðifélag Reykjavíkur en unnið er að því að koma félaginu klakklaust í gegnum storminn. Starfsmenn og stjórn er fullviss um að það takist, ekki síst ef félagsmenn leggjast á árar með félaginu. Hagsmunir félagsmanna og Stangaveiðifélagsins eru samofnir og því nýtist það sem hér hefur verið kynnt báðum vel.

Allar nánari upplýsingar um útfærsluna og hvernig nota á gjafabréfið er að finna á heimasíðu SVFR og á facebook siðu félagsins.

SVFR býður upp á mörg áhugaverð veiðisvæði í silungi, laxi og sjóbirtingi. Hér gæti einnig verið kjörið tækifæri fyrir áhugasama sem vilja næla sér í afslátt að ganga í félagið og kanna hvaða veiðisvæði eru í boði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert