Hofsá og Selá með fimm hvor í morgun

Albert Jónsson með 93 sentímetra hæng úr Fossi 2, í …
Albert Jónsson með 93 sentímetra hæng úr Fossi 2, í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Veiði hófst í Hofsá og Selá í Vopnafirði í morgun. Að sögn Gísla Ásgeirssonar hjá Veiðiklúbbnum Streng voru skilyrði eins og best verður á kosið, gott veður og vatn í rúmlega meðallagi í báðum ánum. Í Hofsá var fimm löxum landað á morgunvaktinni og nokkrir misstir.

Julia Ratcliffe tekst á við fyrsta laxinn í Selá. Hann …
Julia Ratcliffe tekst á við fyrsta laxinn í Selá. Hann kom á land með dyggri aðstoð Gísla Ásgeirssonar. Ljósmynd/Aðsend

Svo skemmtilega vildi til að í Selá var líka fimm löxum landað og nokkrir misstir. Julia Ratcliffe veiddi þann fyrsta í Selá. Í Hofsá landaði Albert Jónsson 93 cm hæng í Fossi 2. Mest voru þetta tveggja ára laxar og vel haldnir.

Selá var ein aflahæsta laxveiðiáin í fyrra og með einna mestu veiði per stöng. Seiðamælingar í fyrra voru mjög jákvæðar fyrir báðar árnar og má búast við góðum smálaxagöngum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira