Fjórtán á fyrstu vakt í Stóru-Laxá

Valgerður Árnadóttir með smálax sem veiddist í Stóru Laxá í …
Valgerður Árnadóttir með smálax sem veiddist í Stóru Laxá í morgun. Fjórtán fiskum var landað á fyrstu vaktinni. Ljósmynd/Aðsend

Svæði eitt og tvö í Stóru Laxá í Hreppum voru opnuð í morgun. Óhætt er að segja að magnið af fiski hafi komið viðstöddum á óvart. Fjórtán löxum var landað á morgunvaktinni og er þetta án efa ein af betri opnunum á neðstu svæðum Stóru-Laxár í manna minnum.

Hilmir Víglundsson með fallegan stórlax úr Stóru.
Hilmir Víglundsson með fallegan stórlax úr Stóru. Ljósmynd/Aðsend

Það vakti sérstaka athygli að veiðimenn náðu ekki að komast yfir allt svæðið því menn og konur festust í stöðum þar sem mikið var af fiski. Ein þeirra sem eru að veiða er Valgerður Árnadóttir Baldurssonar, með föður sínum. „Þetta var alveg ótrúlega magnað. Við fengum sex tökur í beit í Laxárholti og svo var Bergsnösin pökkuð af fiski. Ég átti ekki von á þessu,“ sagði Vala í samtali við Sporðaköst eftir að morgunvaktinni var lokið.

Reynsluboltinn, Árni Baldursson með enn einn laxinn.
Reynsluboltinn, Árni Baldursson með enn einn laxinn. Ljósmynd/Aðsend

Átta af fiskunum voru stórlaxar en einnig komu sex smálaxar á land. Ljóst er að Stóra-Laxá er í fínu standi í byrjun veiðitíma. „Þetta er skemmtilegasta opnun sem ég hef komið í. Það er svo mikil snilld þegar fiskurinn er svona dreifður,“ sagði Vala veiðikona sem gat varla beðið eftir að komast út aftur.

Opnun á efsta svæðinu fyrir nokkrum dögum var einnig mjög góð og ljóst að Stóra-Laxá mun bjóða upp á mörg ævintýri í sumar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert