Rúmlega 11 laxar á stöng á dag í Eystri-Rangá

Veitt í Eystri-Rangá.
Veitt í Eystri-Rangá. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Miklu meira veiðist í Eystri-Rangá en öðrum laxveiðiám landsins þessa dagana; síðustu vikuna veiddust 1.470 laxar í ánni sem er meira en heildarveiði sumarsins í öllum öðrum ám en Ytri-Rangá og er þó ekki mikið minna en veiðst hefur þar, munar ekki nema um 350 löxum. Á miðvikudagskvöldið höfðu veiðst nær 6.800 laxar í Eystri-Rangá og fellur veiðimetið í ánni eflaust á næstu dögum en það er frá 2007, 7.473 laxar. Mesta sumarveiði í ár hérlendis var þó í Ytri-Rangá ári síðar, 14.315 laxar.

Veiði í Rangánum byggist á hafbeitarlaxi og hefur veiðst afar vel í þeirri eystri í allt sumar. Meðalveiði á stöng þessa síðustu viku var rúmir 11 laxar á dag en þetta var aflahæsta vika sumarsins og skiptir þar miklu að 20. ágúst var leyft að byrja að veiða með maðki og spún sem er nú beitt auk veiðiflugnanna sem réðu ríkjum fram að því.

Að sögn Gunnars Skúla Gunnarssonar staðarhaldara eru leiðsögumenn við ána orðnir vanir því að þurfa sífellt að vera að háfa laxa fyrir viðskiptavini. „Það var sérstakalega mikil veiði fyrstu dagana eftir maðkaopnun en síðan róaðist það og núna er flugan að gefa best og er mjög sterk.

Það er kvóti, má halda fjórum smálöxum á vakt.“

Gunnar segir öll svæði árinnar vera virk. „Þau eru misgóð eins og gengur en það veiðist á öllum svæðum,“ segir Gunnar. Og veiðimenn eru lukkulegir. „Heldur betur,“ segir hann. „Og líka allir þeir erlendu veiðimenn sem komu þrátt fyrir Covid. Þeir sem komu fengu fína veiði og voru hamingjusamir yfir að hafa tekið sénsinn á að koma.“ Veitt er í Eystri-Rangá til 15. október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira