Hofsá á ný á meðal þeirra bestu

Hjálmar Hjálmarsson leikari búinn að setja í hann í Bláhyl …
Hjálmar Hjálmarsson leikari búinn að setja í hann í Bláhyl í Hofsá í sumar. Þúsundasti laxinn var færður til bókar í gær. Ljósmynd/ES

Þúsundasti laxinn var færður til bókar í Hofsá í Vopnafirði í gær. Svo góð hefur veiðin ekki verið í Hofsá frá árinu 2013, þegar 1160 laxar veiddust. Árin þar á milli voru erfið í Hofsá og höfðu margir áhyggjur af þróun mála í henni.

Það eru því gleðifréttir að þessi magnaða fluguveiðiá skuli á nýjan leik skila fjögurra stafa tölu.

Það hafa níu laxveiðiár komist í fjögurra stafa tölu þetta sumarið á móti einungis fimm sumarið 2019. Hvorugt árið telst gott ár þegar horft er til laxveiði, en þó var sumarið 2020 snöggtum betra en í fyrra.

Magnús Viðar Arnarson með nýgenginn september lax úr lokahollinu í …
Magnús Viðar Arnarson með nýgenginn september lax úr lokahollinu í Hofsá. Ljósmynd/Strengur

Þegar horft er til þeirra aðgerða sem gripið var til í Hofsá síðustu ár er ljóst að sleppingar á laxi upp fyrir ófiskgengan Foss og gröftur á hrognum hefur skilað árangri. Hofsá varð fyrir miklum búsifjum í flóðum árin 2013 og 2014 en virðist nú loksins búin að jafna sig eftir þær hamfarir.

Einar Falur Ingólfsson blaðamaður ræddi við Jón Magnús Sig­urðar­son bónda á Ein­ars­stöðum og formann Veiðifé­lags Hofs­ár, í ágúst og sáu menn þá í hvað stefndi. „Við finn­um vel að Hofsá er að detta í sitt gamla góða far,“ segir Jón Magnús. „Smá­lax­inn hef­ur vantað síðustu ár en nú er hann mætt­ur og bæt­ist við öfl­ug­an stór­laxa­stofn­inn sem læt­ur sig ekki vanta.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert