Hofsá á ný á meðal þeirra bestu

Hjálmar Hjálmarsson leikari búinn að setja í hann í Bláhyl …
Hjálmar Hjálmarsson leikari búinn að setja í hann í Bláhyl í Hofsá í sumar. Þúsundasti laxinn var færður til bókar í gær. Ljósmynd/ES

Þúsundasti laxinn var færður til bókar í Hofsá í Vopnafirði í gær. Svo góð hefur veiðin ekki verið í Hofsá frá árinu 2013, þegar 1160 laxar veiddust. Árin þar á milli voru erfið í Hofsá og höfðu margir áhyggjur af þróun mála í henni.

Það eru því gleðifréttir að þessi magnaða fluguveiðiá skuli á nýjan leik skila fjögurra stafa tölu.

Það hafa níu laxveiðiár komist í fjögurra stafa tölu þetta sumarið á móti einungis fimm sumarið 2019. Hvorugt árið telst gott ár þegar horft er til laxveiði, en þó var sumarið 2020 snöggtum betra en í fyrra.

Magnús Viðar Arnarson með nýgenginn september lax úr lokahollinu í …
Magnús Viðar Arnarson með nýgenginn september lax úr lokahollinu í Hofsá. Ljósmynd/Strengur

Þegar horft er til þeirra aðgerða sem gripið var til í Hofsá síðustu ár er ljóst að sleppingar á laxi upp fyrir ófiskgengan Foss og gröftur á hrognum hefur skilað árangri. Hofsá varð fyrir miklum búsifjum í flóðum árin 2013 og 2014 en virðist nú loksins búin að jafna sig eftir þær hamfarir.

Einar Falur Ingólfsson blaðamaður ræddi við Jón Magnús Sig­urðar­son bónda á Ein­ars­stöðum og formann Veiðifé­lags Hofs­ár, í ágúst og sáu menn þá í hvað stefndi. „Við finn­um vel að Hofsá er að detta í sitt gamla góða far,“ segir Jón Magnús. „Smá­lax­inn hef­ur vantað síðustu ár en nú er hann mætt­ur og bæt­ist við öfl­ug­an stór­laxa­stofn­inn sem læt­ur sig ekki vanta.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira