107 sentímetra hrygna gekk í Laugardalsá

Hrygna sem mælist 107 sentímetrar gekk í Laugardalsá í nótt, nokkru eftir miðnætti. Mælingin er nákvæm og sjá má myndskeið af þessum tignarlega laxi, sem fylgir með fréttinni. Hin stórvaxna hrygna var ekkert að flýta sér í gegnum teljarann og dólaði í rólegheitum á vit æskustöðvanna.

Nokkru síðar gekk 86 sentímetra hrygna í gegnum sama teljara og var engu líkara en þar væri smálax á ferð.

Laxastofninn í Laugardalsá sem rennur í Ísafjarðardjúp getur orðið afar stórvaxinn. 9. júlí 2019 greindum við frá því að tveir hængar hefðu gengið í gegnum þennan sama teljara og mældist sá minni 105 sentímetrar en sá stærri hvorki meira né minna en 111 sentímetrar. Það er klárlega 30 punda lax.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert