Metlaxar í Blöndu og Hólsá

Gijs K Sipestein með stórlaxinn úr Hólsá, Eystri-bakka. Þessi mældist …
Gijs K Sipestein með stórlaxinn úr Hólsá, Eystri-bakka. Þessi mældist nákvæmlega hundrað sentímetrar. Ljósmynd/Kolskeggur

Neil Boyd kom í fyrsta skipti til Íslands um helgina. Hann var að mæta til veiða í Blöndu og setti hann í sinn fyrsta lax í gærmorgun, á Breiðunni að norðan. Eftir nokkur köst og umræður um hvar væri vænlegast að leggja fluguna fyrir laxinn, tók loks lax hjá Neil.

Kevin Boyd með hundraðkallinn sinn sem hann fékk í Blöndu …
Kevin Boyd með hundraðkallinn sinn sem hann fékk í Blöndu í gær. Ljósmynd/EK

Hann var með Sunray míkró kón undir og takan var ákveðin og Neil mátti hafa sig allan við. Eftir sögulega og stranga viðureign var virkilega stórum og fallegum laxi landað. Mæling sýndi slétta hundrað sentímetra. Hann var mældur aftur til staðfestingar og niðurstaðan var klár. Hundrað sentímetrar. Fyrsti lax Neils á Íslandi reyndist sem sagt hundraðkall.

Ben Sangster og leiðsögumaðurinn hans, Knútur Lárusson. Þessi er úr …
Ben Sangster og leiðsögumaðurinn hans, Knútur Lárusson. Þessi er úr Hólsá og tók fluguna Skógaá. Ljósmynd/Kolskeggur

Veiði í Blöndu hefur verið dræm það sem af er. Nú örlar á laxi sem er að koma inn og það styttist í næsta stóra straum sem er eftir fimm daga. Það er straumurinn sem ræður úrslitum fyrir norðurland.

Fyrir sunnan voru í það minnsta tveir veiðimenn í skýjunum. Það voru þeir Gijs Sipestein og Ben Sangster. Báðir voru við veiðar í Hólsá á Eystri-bakka og lönduðu þeir sitt hvorum hundraðkallinum. Báðir sléttir hundrað sentímetrar. Gijs fékk sinn á fluguna Skógá og Ben tók jafningja hans á Collie Dog túbu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert