Hollið í Laxá í Dölum sem fékk skyndilega kraftgöngu af laxi í ána, er komið í 110 laxa á fimm vöktum. Veitt er á sex stangir í Dölunum og þetta er eitt af bestu hollum í sumar í íslenskri á.
Í dag voru að veiðast lúsugir laxar í fossinum Þegjanda í Laxá og er það undrunarefni þeirra sem vel þekkja til.
Í Mjóhyl í morgun veiddist nokkuð sérstakur lax. Það var hrygna sem tók flugna Collie dog númer sextán. Þessi hrygna mældist 102 sentímetrar og það var við hæfi að hún veiddist í Mjóhyl.
Arnór Ísfjörð Guðmundsson setti í og landaði þessum fyrsta hundraðkalli í Dölunum í sumar.
Hún er svakalega mjó?
„Já það er rétt, Við vorum að ræða þetta í dag og við höldum að þetta sé endurkomufiskur sem hafi hrygnt í fyrra. En ég skal segja þér það að ég var í fimmtíu mínútur að slást við hana. Hún kunni öll brögðin sem eru í boði og hún var mjög klók,“ sagði Arnór í samtali við Sporðaköst.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
101 cm | Lagarfljót | Jóhannes Sturlaugsson | 2. október 2.10. |
100 cm | Stóra - Laxá | Vigfús Björnsson | 30. september 30.9. |
102 cm | Laxá í Aðaldal | Aðalsteinn Jóhannsson | 19. september 19.9. |
103 cm | Víðidalsá | Rob Williams | 17. september 17.9. |
101 cm | Stóra - Laxá | Jim Ray | 16. september 16.9. |
102 cm | Víðidalsá | Svanur Gíslason | 15. september 15.9. |
101 cm | Miðfjarðará | Stebbi Lísu | 14. september 14.9. |