Hundrað laxa holl og hundraðkall

Arnór með mjóslegnu hrygnuna sem mældist 102 sentímetrar.
Arnór með mjóslegnu hrygnuna sem mældist 102 sentímetrar. Ljósmynd/AÍG

Hollið í Laxá í Dölum sem fékk skyndilega kraftgöngu af laxi í ána, er komið í 110 laxa á fimm vöktum. Veitt er á sex stangir í Dölunum og þetta er eitt af bestu hollum í sumar í íslenskri á.

Í dag voru að veiðast lúsugir laxar í fossinum Þegjanda í Laxá og er það undrunarefni þeirra sem vel þekkja til.

Í Mjóhyl í morgun veiddist nokkuð sérstakur lax. Það var hrygna sem tók flugna Collie dog númer sextán. Þessi hrygna mældist 102 sentímetrar og það var við hæfi að hún veiddist í Mjóhyl.

Arnór Ísfjörð Guðmundsson setti í og landaði þessum fyrsta hundraðkalli í Dölunum í sumar.

Hún er svakalega mjó?

„Já það er rétt, Við vorum að ræða þetta í dag og við höldum að þetta sé endurkomufiskur sem hafi hrygnt í fyrra. En ég skal segja þér það að ég var í fimmtíu mínútur að slást við hana. Hún kunni öll brögðin sem eru í boði og hún var mjög klók,“ sagði Arnór í samtali við Sporðaköst.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.
101 cm Víðidalsá Rögnvaldur Guðmundsson 12. september 12.9.
103 cm Ytri - Rangá Adrian Stauss 8. september 8.9.

Skoða meira