Auknar efasemdir um veiða/sleppa

Inga Lind Karlsdóttir veiðimaður hefur vaxandi efasemdir um að fyrirkomulagið veiða/sleppa í laxveiðiám beri þann árangur sem vonast var eftir. Hún gerir upp sitt veiðisumar í Sporðaköstum og það var langt sumar. Hún var byrjuð strax í vor að veiða sjóbirting í grimmdargaddi en með bros á vör.

Hún hefur áhyggjur af stöðunni eins og hún blasir við eftir enn eitt lélega laxveiðisumarið.

Inga Lind situr í stjórn Icelandic Wildlife Fund, eða Íslenska náttúruverndarsjóðsins sem hefur það að megin markmiði að standa vörð um villta íslenska stofna ferskvatnsfiska. Þar undir fellur að sjálfsögðu laxinn, bleikja og sjóbirtingur en einnig ferskvatnsfiskar í vötnum.

Inga Lind hefur miklar áhyggjur af þeirri hættu sem sjókvíaeldi er að skapa fyrir þá fiska sem ganga í ferskvatn. Þá bendir hún á að þetta eldi er nú að fara að stigmagnast og þá eykst hættan enn.

Inga Lind var gestur Sporðakasta í myndveri og við gerðum upp veiðisumarið 2021.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.
102 cm Vatnsdalsá Sigurður Héðinn 11. september 11.9.
100 cm Eystri-Rangá Hilmar Ingimundarson 10. september 10.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Rögnvaldur Örn Jónsson 8. september 8.9.
101 cm Laxá í Aðaldal Nils Folmer Jörgensen 30. ágúst 30.8.
102 cm Kjarrá Jake Elliot 30. ágúst 30.8.

Skoða meira