Maðkaopnanir gáfu yfir 800 laxa

Frá Eystri-Rangá. Þar er nú leyft blandað agn. Maðkur og …
Frá Eystri-Rangá. Þar er nú leyft blandað agn. Maðkur og spúnn hafa gefið vel frá mánaðamótum. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Maðkaopnanir í Rangánum, bæði ytri og eystri gáfu ríflega átta hundruð laxa. 435 var landað í Ytri-Rangá, síðustu viku og í Eystri-Rangá komu 380 laxar á land. Báðar árnar opnuðu fyrir blandað agn um mánaðamótin.

Ytri-Rangá er með mestu veiðina það sem af er sumri, eða 2.822 laxa. Hún er nú þegar komin yfir heildarveiði síðustu tveggja ára, en veiðin er samt dræm miðað við það sem hún hefur verið að gefa ef þessi þrjú ár eru undanskilin.

Eystri-Rangá er með tæplega 2.600 laxa og telst það ágætt meðal ár í Eystri-Rangá ef horft er rúman áratug aftur í tímann. Árið í fyrra þegar hún gaf ríflega níu þúsund laxa er undtantekning og besta veiði sem hefur verið þar.

Miðfjarðará er í þriðja sæti, samkvæmt angling.is, sem er vefur Landssambands veiðifélaga og tekur vikulega saman heildartölur úr flestum laxveiðiám. Í Miðfirði hafa verið bókaðir 1.428 laxar og stefnir hún í að vera á pari við síðustu tvö ár.

Norðurá er komin í 1.337 laxa og er það betri veiði en bæði árin 2019 og 2020, gáfu.

Þverá/Kjarrá er meðl um tólf hundruð fiska og þriðja lélega sumarið þar.

Haffjarðará er í sjötta sæti með 839 laxa, Þá kemur Urriðafoss í Þjórsá en þar hafa ekki verið skráðir margir laxar síðari hluta sumars.

Laxá í Kjós, Selá í Vopnafirði og Langá eru svo allar með rétt rúmlega sjö hundruð laxa. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.
102 cm Vatnsdalsá Sigurður Héðinn 11. september 11.9.
100 cm Eystri-Rangá Hilmar Ingimundarson 10. september 10.9.

Skoða meira