Veiðiafrek sem seint verður jafnað

Teddi með tröllið úr Súdda sem tók Green Dumm púpu.Þessi …
Teddi með tröllið úr Súdda sem tók Green Dumm púpu.Þessi silungur veiddist í apríl í vor. Ljósmynd/HBE

Það draumur margra laxveiðimanna að veiða lax sem mælist hundrað sentímetrar eða meira. Á hverju ári veiðast nokkrir slíkir á Íslandi en þetta eru sjaldséðar skepnur og það er eitt að setja í hann og annað að ná að landa honum.

Sjóbirtingar hafa farið stækkandi á Íslandi síðari ár, eftir vaxandi veiða og sleppa fyrirkomulag. Það kemur fyrir að sjóbirtingar veiðist sem ná hundrað sentímetra markinu, en það er afar fátítt og gerist ekki á hverju ári.

Þetta er veiðiafrek sem ekki margir munu upplifa. Teddi eins …
Þetta er veiðiafrek sem ekki margir munu upplifa. Teddi eins og hann er kallaður er sá eini sem Sporðaköst vita um sem hefur veitt bæði sjóbirting og lax sem ná hundrað sentímetrum. Ef þeir eru fleiri væri gaman að heyra af því. Ljósmynd/Aðsend

Að sami veiðimaður landi bæði hundrað sentímetra laxi og sjóbirtingi er þess vegna afar ólíklegt. En við vitum um einn veiðimann sem þegar hefur hakað við þetta ótrúlega afrek. Þetta er Theodór K. Erlingsson, leiðsögumaður meðal annars við Laxá á Ásum. Í vor landaði hann hundrað sentímetra sjóbirtingi í Tungulæk. Það var stórfrétt á sínum tíma þegar slíkur ofurfiskur veiðist.

Sporðaköst birtu myndir af fiskinum sem var vel haldinn og þykkur og flottur. Hann veiddist 11. apríl og tók fluguna Green í veiðistaðnum Súddi. Þetta var fjörutíu mínútna viðureign upplýsti Teddi í samtali við Sporðaköst á sínum tíma.

Árið 2016 hafði Teddi landað 103 sentímetra laxi í Laxá í Hrútafirði. Sá tók fluguna Collie Dog í veiðistaðnum Stekkjarfljóti, og fylgir mynd af honum með fréttinni.

Eins og fyrr segir þekkjum við ekki fleiri dæmi um að veiðimenn hafi afrekað þetta en ef svo er væri gaman að frétta af því. Og hvað ætti þessi klúbbur að heita?

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira