Grét eftir hvern lax sem hún landaði

Ástríðuveiðikonan Tiggy Pettifer er heltekin af Íslandi og veit ekkert betra en að koma í heimsókn á eyjuna í norðri sem er eitt síðasta vígi laxins. Hún var gestur Sporðakasta í síðustu þáttaröð. Neðan við fossinn Faxa í Tungufljóti átti hún magnaða stund. Hver laxinn á fætur öðrum kom á eftir hitchinu hjá henni.

Tiggy er starfsmaður AST Atlantic Salmon Trust sem vinnur að verndun atlantshaflaxins og hún hefur miklar áhyggjur af framtíð laxins. Á öllum vígstöðvum virðist hann vera að gefa eftir og því miður hafa stofnar verið á niðurleið nánast hvert sem litið er. 

Tiggy lítur á Ísland sem Mekka laxins en áttar sig líka á því að einnig hér á hann undir högg að sækja. Hún er afar hlý og tilfinningarík manneskja og hver lax kallar fram tár hjá þessari baráttukonu.

Hér fylgir stutt myndbrot af fyrsta laxinum sem hún landar í Íslandsheimsókn árið 2019. Þá var liðið meira en ár síðan hún landaði síðast laxi. Heimaslóðirnar á Norður-Englandi voru ekki að gefa enda á laxinn erfitt uppdráttar þar.

Steingrímur Jón Þórðarson annaðist kvikmyndatöku, drónaflug og klippingu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira