Dapurt í Blöndu annað árið í röð

Vongóður veiðimaður kastar í Blöndu í gærmorgun. Lítið er komið …
Vongóður veiðimaður kastar í Blöndu í gærmorgun. Lítið er komið af laxi og núllaði opnunarhollið á fyrsta degi þrátt fyrir ágæt skilyrði. ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson

Laxveiði hófst í Blöndu í gær. Enginn lax kom á land á fyrsta degi og er það svipuð staða og var í opnun í fyrra. Reyndir veiðimenn sem opnuðu Blöndu í fyrra sögðu þá að þeir hefðu aldrei farið í gegnum opnunardag í ánni án þess að landa fiski.

Einungis átta laxar eru gengnir í gegnum teljarann í Blöndu og ljóst að lítið er komið af laxi í ána. Félagið Starir tók við ánni eftir að Lax–á sagði sig frá leigusamningi um ána sumarið 2019. Þá var fyrirkomulagi breytt og eingöngu leyfð veiði á flugu og skylduslepping sett á. Nýir leigutakar sögðu að taka myndi nokkur ár fyrir stofninn að ná sér á nýjan leik.

Veiði í Blöndu hefur sveiflast mikið í gegnum árin en fara þarf aftur til ársins 1994 til að finna jafn litla veiði og var síðasta sumar í Blöndu. Heildarveiðin í fyrra var 418 laxar og sumarið 2020 var hún 475 laxar. Lélegasta ár í Blöndu var 1994 þegar veiðin nam 357 löxum og árið áður var hún 404 laxar og 1992 var hún upp á 432 laxa. Þetta eru fimm lélegustu árin í Blöndu frá árinu 1974, ásamt 1989 þegar hún fór aðeins í 375 laxa, ef marka má vef Landssambands veiðifélaga, angling.is. Rétt er að hafa í huga að árið 1998 fór Blanda svo í tæplega tvö þúsund laxa.

Blönduunnendur vonast til þess að um tímabundna niðursveiflu sé að ræða og þó svo að lítið kunni að vera af tveggja ára laxi, sem mætir fyrr en smálaxinn, þá er sá síðarnefndi spurningamerki þar til líður fram í júní.

Metopnun var í Blöndu sumarið 2016. Opnunarhollið landaði 99 löxum og þar af komu 34 á fyrstu vakt. 164 laxar voru farnir í gegnum teljarann. Þetta sumar var veiðin í Blöndu 2,386 laxar. Öll árin frá 2016 hefur veiðin minnkað jafnt og þétt.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert