Stærðin skiptir ekki máli í Laxárdal

Ein fimmtán sentímetra löng straumfluga og svo litla púpan númer …
Ein fimmtán sentímetra löng straumfluga og svo litla púpan númer fjórtán. Báðar gáfu stórfiska með stuttu millibili. Stærðin skiptir ekki máli í Laxárdal, samkvæmt þessu. Ljósmynd/ÁKS

Skiptir stærðin máli? Þetta er vinsæl og klassísk spurning. Svörin eru mörg og ólík. En hér er komið svar við henni. Nei. Stærðin skiptir ekki máli. Allavega ekki í urriðanum í Laxárdal. Þeir félagar Árni Kristinn Skúlason og Benjamín Þorri Bergsson voru fyrir norðan að veiða og lönduðu þessum líka sleggjum í Ferjuflóanum. Fyrst fékk Benjamín Þorri 68 sentímetra fisk á Pheasent Tail númer fjórtán. Það er afskaplega nett púpa eins og sést á myndinni í lófa Árna Kristins. 

Árni Kristinn með 66 sentímetra urriða úr Ferjuflóa sem dansaði …
Árni Kristinn með 66 sentímetra urriða úr Ferjuflóa sem dansaði svo sannarlega fyrir þá félaga, eftir að hafa tekið fluguna Greased Lightning. Ljósmynd/BÞB

Hins vegar tók Árni Kristinn allt aðra stefnu og setti undir straumflugu sem kallast Greased Lightning eftir laginu í Grease, hinni vinsælu kvikmynd sem John Travolta sem Danny Zuko og Olivia Newton John í hlutverki Sandy Olsson, gerðu ódauðlega. Þessi fluga stendur undir nafni og er æði skrautleg. Árna Kristni telst til að hún sé um fimmtán sentímetrar að lengd.

Þegar þessi fullvaxna fluga lenti í Ferjuflóanum litu þeir hvor á annan, Árni og Benjamín, hálf skrítnir á svipinn. Nokkur stripp og stærðarinnar fiskur negldi fluguna. Hafi diskóið verið í forgrunnið í dans- og söngvamyndinni þá var þessi urriði enginn eftirbátur þar sem hann dansaði á sporðinum um Ferjuflóa í nokkur skipti.

Benjamín Þorri með 68 sentímetra fisk sem tók Pheasant Tail …
Benjamín Þorri með 68 sentímetra fisk sem tók Pheasant Tail númer 14. Ljósmynd/ÁKS

Þegar var kominn í háfinn var hann mældur 66 sentímetrar. En hvaða fluga er þetta Árni Kristinn?

„Ég fékk þessa flugu frá sænskum fluguhnýtara sem ég hitti á sýningu í Þýskalandi í vor. Ég ákvað svo að prófa hana í Ferjuflóanum og niðurstaðan er einföld. Stórar flugur eru málið,“ hló Árni Kristinn.

Félagar þeirra, Dagur Elí Svendsen og Magni Sigurðsson voru engir eftirbátar þegar kom að stóru urriðunum.

Flugan Greased Lightning er engin smá lufsa. Þessi dansaði um …
Flugan Greased Lightning er engin smá lufsa. Þessi dansaði um allan hyl. Ljósmynd/ÁKS

Veiðin í Laxárdal hefur verið með miklum ágætum í vor. Vörumerki svæðisins er ekki magn heldur stærð og svæðið hefur heldur betur staðið undir því. Eins og við sögðum frá eftir opnunina þá var mikill meirihluti urriða sem þá veiddist yfir sextíu sentímetrar og víst er að þeim hefur fjölgað hressilega. Þáa er eftir því tekið hversu þykkur og vel haldinn urriðinn er í Laxárdal.

Veiðin á svæðinu fyrir ofan, í Mývatnssveitinni byrjaði líka af miklum krafti og þar var einhver besta opnun sem menn hafa séð í langan tíma.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Laxá í Dölum Stefán Sigurðsson 24. júní 24.6.
102 cm Laxá í Aðaldal Dagur Ólafsson 24. júní 24.6.
104 cm Þverá Snorri Arnar Viðarsson 15. júní 15.6.
105 cm Laxá í Leirársveit Pétur Óðinsson 13. júní 13.6.
Veiðiárið 2021:
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.

Skoða meira