Gæðum misskipt á opnunardegi

Fyrsti laxinn úr Víðidalsá og Fitjá í gær. Jóhann Hafnfjörð …
Fyrsti laxinn úr Víðidalsá og Fitjá í gær. Jóhann Hafnfjörð Rafnsson veiddi hann í Kerhólsrennum í Fitjá. Ljósmynd/JRH

Það var stór opnunardagur í laxveiðinni í gær. Hér er að finna yfirlit yfir hvernig gekk og hverju opnanir skiluðu. Við byrjum í borginni en Elliðaárnar opnuðu í gær við trylltan fjölmiðladans, eins og ávallt. Þegar upp var staðið komu ellefu laxar á land þennan fyrsta dag. Af þeim voru tveir tveggja ára laxar en níu smálaxar. Hundasteinar gáfu fjóra laxa, Breiðan þrjá, Árbæjarhylur tvo og Hraun og Símastrengur sinn hvorn. Fjórir veiddust fyrir hádegi og sjö á seinni vaktinni.

Arnar Gauti Guðmundsson með opnunarlaxinn úr Laxá í Aðaldal sem …
Arnar Gauti Guðmundsson með opnunarlaxinn úr Laxá í Aðaldal sem veiddist á Mjósundi. 86 sentímetrar. Ljósmynd/JHB

Lífleg opnun var í Víðidalsá og veiddust alls átta laxar. Fjórir fyrir hádegi og fjórir á seinni vaktinni. Allt voru þetta tveggja ára fiskar og dæmi um lús og jafnvel halalús. Það ánægjulega við þessa opnun er að fiskar veiddust á þremur af fjórum svæðum árinnar og er fiskur því aðeins farinn að dreifa sér. Stærsti fiskur dagsins var 94 sentímetra hrygna sem Þorsteinn Sverrisson veiddi í veiðistaðnum Dæli.

Ungur veiðimaður með lax sem hann veiddi í Hundasteinum í …
Ungur veiðimaður með lax sem hann veiddi í Hundasteinum í Elliðaánum í gær. Staðurinn gaf fjóra laxa. Samtals komu ellefu laxar á land sem er frábær opnunardagur. Ljósmynd/SVFR

Margir biðu spenntir eftir opnunardeginum í Laxá í Aðaldal eftir að nokkuð hafði sést af fiski á neðsta svæðinu, bæði í Bjargstreng og í Kistukvíslinni. Skilyrði voru frekar leiðinleg að sögn Jóns Helga Björnssonar Laxamýrarbónda. Einn lax kom á land og veiddist hann á Mjósundi og mældist 86 sentímetrar. Tók hann Sunray og það var Arnar Gauti Guðmundsson sem veiddi hann. Á sama tíma er Mýrarkvíslin að greina frá veiddum löxum nánast daglega. Þannig veiddist 75 sentímetra hrygna í Brúarhyl  og svo misstu sömu veiðimenn annan lax í Túnapolli og eru margir gapandi yfir laxveiðinni í júní í Mýrarkvísl.

Ilmur María Þórarinsdóttir með 77 sentímetra lax úr Dagmálahyl úr …
Ilmur María Þórarinsdóttir með 77 sentímetra lax úr Dagmálahyl úr Deildará. Þessi er búinn að vera nokkurn tíma í ánni. Ljósmynd/FG
Til samanburðar. Þessi veiddist í Holtunum í Deildará í gær. …
Til samanburðar. Þessi veiddist í Holtunum í Deildará í gær. Gunnar Þórarinsson með nýgenginn 68 sentímetra lax. Ljósmynd/FB


Deildará og Fljótaá opnuðu í gær og skiluðu báðar tveimur löxum á opnunardegi. Athygli vekur í Deildará að laxinn var mættur þar mjög snemma og var staðfest að lax sást stökkva þar 29. maí. Annar laxinn sem veiddist var enda farinn að taka umtalsverðan lit á meðan að hinn var silfurbjartur.

Ívar Rúnarsson með enn einn laxinn úr Mýrarkvísl. Þessi mældist …
Ívar Rúnarsson með enn einn laxinn úr Mýrarkvísl. Þessi mældist 75 sentímetrar og veiddist í Brúarhyl. Bróðir hans Eyþór missti svo annan í Túnapolli. Ljósmynd/MÞH
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Laxá í Dölum Stefán Sigurðsson 24. júní 24.6.
102 cm Laxá í Aðaldal Dagur Ólafsson 24. júní 24.6.
104 cm Þverá Snorri Arnar Viðarsson 15. júní 15.6.
105 cm Laxá í Leirársveit Pétur Óðinsson 13. júní 13.6.
Veiðiárið 2021:
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.

Skoða meira