Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ítrekað er að bannað er að veiða bleikju af smábátum á Pollinum við Akureyri. Segir jafnframt að þeir sem virði ekki bannið geti átt von á að verða kærðir til lögreglu. Pollurinn er skilgreindur að hluta sem ósasvæði Eyjafjarðarár. Bleikjuveiði í ánni hefur átt mjög undir högg að sækja síðustu ár og er nú vart orðin svipur hjá sjón miðað við það sem þekktist áður. Á facebooksíðu Veiðifélagsins er þetta bann ítrekað eins og fyrr segir. Hér að neðan má sjá hluta af þeirri færslu sem vakið hefur blendin viðbrögð.
„Vegna umræðu um bann við bleikjuveiðum af smábátum á Pollinum (ósar Eyjafjarðarár) vill Stjórn Veiðifélagsins koma eftirfarandi á framfæri:
Þetta fyrirkomulag var sett í kjölfarið á því að Fiskistofa hótaði að loka ánni fyrir allri veiði nema stjórn Veiðifélagsins kæmi á ábyrgu veiðistjórnunarkerfi á Pollinum enda tilheyrir hann ósasvæði Eyjafjarðarár skv. ósamati frá 2002 (selta sjávar mæld of fl.) og ná ósarnir alla leið að Hallandssnesi. Þetta er því ekki einhver geðþótta ákvörðun veiðifélagsins heldur beinhörð fyrirmæli Fiskistofu sem við verðum að hlýða ellegar eiga það á hættu að ánni verði skellt í lás.“
Líflegar umræður hafa orðið um þetta bann og hafa ýmsir orðið til að gagnrýna það. Hins vegar hefur Veiðifélag Eyjafjarðarár upplýsingar frá því í fyrra sem félagið segir að sýni að þarna sé stunduð rányrkja, eins og þeir kjósa að kalla það. Um þennan þátt segir í yfirlýsingu Veiðifélagsins;
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Richard Jewell | 9. ágúst 9.8. |