Greinar laugardaginn 1. júlí 1995

Forsíða

1. júlí 1995 | Forsíða | 111 orð

Bandaríkin undanskilin?

SAMNINGAMENN Evrópusambandsins, ESB, hafa fengið stuðning áhrifamikilla aðildarríkja að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO, við þá hugmynd, að gerður verði alþjóðasamningur um aukið frelsi í fjármálaþjónustu en án þátttöku Bandaríkjanna. Meira
1. júlí 1995 | Forsíða | 93 orð

Óeirðir í Jerúsalem

SHIMON Peres, utanríkisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, munu halda fund í kvöld og reyna að ná samkomulagi um aukin völd stjórnar Arafats á hernumdu svæðunum en samkvæmt fyrri samningum átti sá áfangi að nást ekki síðar en í dag. Meira
1. júlí 1995 | Forsíða | 135 orð

Reynir að friða þingið

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, vék í gær tveimur ráðherrum úr ríkisstjórninni auk yfirmanns leyniþjónustunnar. Forsetinn vonast augljóslega til, að brottvikning eða afsögn þessara manna nægi til, að þingið felli vantrauststillögu á stjórn Víktors Tsjernomyrdíns forsætisráðherra sem greidd verða atkvæði um í annað sinn í dag. Meira
1. júlí 1995 | Forsíða | 339 orð

Serbar andvígir þátttöku Þjóðverja í friðargæslu

ÞÝSKA þingið staðfesti í gær með 386 atkvæðum gegn 258 þá tímamótaákvörðun ríkisstjórnar Helmuts Kohls kanslara að senda 1.500 menn úr flughernum og herflugvélar til aðstoðar friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Bosníu. Ellefu þingmenn sátu hjá en niðurstaðan er talin sigur fyrir stjórn Kohls sem hefur aðeins 10 sæta meirihluta á þingi. Talsmaður Júgóslavíu, þ.e. Meira
1. júlí 1995 | Forsíða | 283 orð

Yfirmenn bornir þungum sökum

YFIRMENN verslunarhúss í Seoul í Suður-Kóreu, sem hrundi skyndilega á fimmtudag, vissu um hættuna og flúðu án þess að vara aðra við, að því er húsvörður í húsinu segir. Fullyrðir hann að klukkustundu áður en húsið hrundi, hafi yfirmönnunum verið tilkynnt um að húsið væri að hrynja og að þeir hafi þá þust út úr byggingunni. Meira

Fréttir

1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 187 orð

3 milljarða fjárfesting

VERIÐ er að athuga möguleika á stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og gætu framkvæmdir hafist strax á næsta ári. Að sögn Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Íslenska járnblendifélagsins, er verið að skoða vandlega möguleika á umtalsverðri stækkun verksmiðjunnar. Til greina komi að bæta við einum ofni með u.þ.b. 45 þús. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

400 reiðhjólum stolið

NÆR fjögur hundruð reiðhjól hafa horfið eigendum sínum á höfuðborgarsvæðinu það sem af er árinu. Flestir reiðhjólaþjófnaðir eru á sumrin, svo búast má við að þessi tala eigi enn eftir að hækka. Á einum sólarhring, frá fimmtudagsmorgni til föstudagsmorguns, var tilkynnt um hvarf tíu reiðhjóla vítt og breitt um umdæmi Reykjavíkurlögreglunnar. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 241 orð

Afgreiðsla dóms- gerða Héraðsdóms tók rúman mánuð

AFGREIÐSLA á dómsgerðum frá Héraðsdómi Reykjavíkur vegna máls Málfríðar Þorleifsdóttur, sem slasaðist alvarlega þegar hún festist í drifskafti dráttarvélar, tók aðeins rúman mánuð frá því beiðni um dómsgerðirnar barst frá lögmanni Vátryggingafélags Íslands, að sögn Friðgeirs Björnssonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Meira
1. júlí 1995 | Landsbyggðin | 275 orð

Agli á Hnjóti veittur veglegur styrkur

RÓTARÝHREYFINGIN á Íslandi hélt árlegt umdæmisþing á Ísafirði um síðustu helgi, hið 49. í röðinni. Þingið var fjölsótt en vel á annað hundrað gestir sóttu Ísafjörð heim af þessu tilefni, þar af nokkrir erlendir fulltrúar hreyfingarinnar. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 1025 orð

Allir silfurgripirnar frá víkingaöld utan einn

NIÐURSTÖÐUR nákvæmrar rannsóknar danskra og sænskra sérfræðinga á þjóðminjasafni Dana á 43 silfurmunum úr silfursjóði sem fannst við Miðhús í Egilsstaðahreppi haustið 1980 eru ótvíræðar að mati þjóðminjaráðs. Rannsóknin leiddi í ljós að efnasamsetning silfurs í öllum sjóðnum á sér hliðstæður í óvefengdum silfursjóðum frá víkingaöld. Meira
1. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 507 orð

Aukin harka í málflutningi frambjóðenda

AUKIN harka færðist í baráttuna um embætti leiðtoga breska Íhaldsflokksins í gær þegar áskorandinn, John Redwood, lýsti yfir því að John Major forsætisráðherra gæti aldrei leitt flokkinn til sigurs í næstu þingkosningum. Þessu svaraði Major með yfirlýsingu í þá veru að flokksmenn þyrftu ekki að velkjast í vafa um að þeir myndu láta í minni pokann fyrir Verkamannaflokknum yrði skipt um leiðtoga. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 455 orð

Áhrif meiri en stefnt var að

DAVÍÐ Þór Björgvinsson, lögfræðingur hjá EFTA-dómstólnum í Genf, segir í grein í Úlfljóti, tímariti laganema, sem út kemur í næstu viku, að áhrif þess réttarkerfis, sem komið hafi verið á fót með samningnum um Evrópskt efnahagssvæði, kunni að verða önnur og meiri en stefnt var að. Meira
1. júlí 1995 | Miðopna | 1465 orð

Bestu liðin eins góð og kostur er

Áhugamenn virðast á því að knattspyrnan sem 1. deildarliðin hafa boðið uppá í sumar sé að mörgu leyti góð. Margir töldu Íslandsmótið í fyrra ekki sérlega skemmtilegt, en nú er annað upp á teningnum. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 305 orð

Birting í fjölmiðlum óheimil eftir kærufrest

UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir það ótvírætt og óumdeilt að heimilt sé að birta opinberlega upplýsingar úr skattskrá. Hins vegar gildi aðrar reglur um álagningarskrá. Ekki sé hægt að takmarka aðgang fjölmiðla að henni né reisa skorður við heimild þeirra til að birta efni hennar á meðan hún liggi frammi almenningi til sýnis. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 670 orð

Biskup lendir í óeirðum í Betlehem

BISKUP Íslands, herra Ólafur Skúlason, og Viðar Víkingsson, kvikmyndagerðarmaður, lentu á milli tveggja elda í átökum á milli mótmælenda úr röðum araba og ísraelskra hermanna í gær. Biskup segir þá aldrei hafa verið í beinni hættu en eftir á að hyggja hafi þetta verið óþægileg lífsreynsla. Meira
1. júlí 1995 | Miðopna | 1285 orð

BÍLASTRÍÐIÐ SEM BÁÐIR UNNU

EINHVERRI heiftarlegustu viðskiptadeilu Bandaríkjamanna og Japana lauk með sátt á miðvikudag, þegar samninganefndir þjóðanna komust að málamiðlun um bílaviðskipti. Samkomulagið var innsiglað í Genf einungis nokkrum klukkustundum áður en setja átti refsitolla á sumar tegundir japanskra bíla í Bandaríkjunum. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Björk á "topp 40"

BREIÐSKÍFA Bjarkar Guðmundsdóttur, Post, fór beint í 32. sæti bandaríska vinsældalistans sem birtur er í Billboard tímaritinu, 1. júlí útgáfunni. Þetta er það hæsta sem íslenskur listamaður hefur náð. Plata Bjarkar hefur fengið góða dóma í bandarískum blöðum og þannig er í þessu sama hefti Billboard dómur þar sem segir meðal annars að lög plötunnar séu ævintýraleg, en um leið aðgengileg. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 402 orð

Boðið upp á ársnám á framhaldskólastigi

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ og Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi hafa gert með sér samkomulag um að FVA bjóði upp á eins árs nám á framhaldsskólastigi í Reykholti. Um nokkra nýlundu mun vera að ræða í framhaldsskólakerfinu, þar sem nemendur geta lokið almennum áföngum framhaldsnáms en auk þess fjölbreyttum valáföngum með sérstakri áherslu á að efla hæfni nemenda til samskipta og sjálftraust þeirra. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 158 orð

Breytt verka- skipting

ÞINGVALLANEFND hefur ráðið framkvæmdastjóra til að hafa með höndum rekstur þjónustumiðstöðvar og tjaldstæða á Þingvöllum og sjá um framkvæmdir og eftirlit í þjóðgarðinum. Þjóðgarðsvörður hefur sinnt þessum störfum en vegna umfangs þeirra var ákveðið að ráða til þess sérstakan starfsmanna. Á hverju ári eru talsverðar framkvæmdir í þjóðgarðinum, m.a. Meira
1. júlí 1995 | Landsbyggðin | 166 orð

Bygging íþróttahúss hafin

Vaðbrekku, Jökuldal-Fyrsta skóflustunga að nýju íþróttahúsi við Brúarásskóla í Hlíðarhreppi var tekin fyrir nokkru. Athöfnin hófst með því að Jón Steinar Elísson, oddviti Tunguhrepps, flutti stutt ávarp. Fram kom í máli hans að 15 ár eru liðin frá því að Brúarásskóli tók til starfa og vel við hæfi á þeim tímamótum að hefja byggingu íþrótthúss við skólann. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 537 orð

BÆJARBÚAR STILLTU SAMAN KRAFTA SÍNA

"HÚN ER að koma, þarna er hún." "Hvar, hvar?" "Þarna í svarta bílnum." "Jaaaá, þarna, nú sé ég hana, sjáðu, þarna er forsetinn!" Eftirvæntingin leynir sér ekki meðal ungviðsins á Seyðisfirði þegar þjóðhöfðinginn heimsækir bæinn þeirra í tilefni af 100 ára afmælishátíðinni. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 560 orð

Ekki vitað að stærri skriður hafi fallið

MIKIÐ tjón varð í Sölvadal inn af Eyjafirði þegar stór aurskriða féll úr Hólafjalli í námunda við bæinn Þormóðsstaði síðdegis á fimmtudag. Hún hreif með sér rafstöð ofan bæjarins og olli miklum skemmdum á túnum. Tvíbýli er að Þormóðsstöðum og voru tveir heima á öðrum bænum, bóndinn og sonur hans. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Enn lægra bensín

KOMIÐ hefur í ljós að verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu á bensínstöðvum Olís í Hafnarfirði, Akranesi og í Borgarnesi er ódýrast. Verð á 92 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslunni er 64,90 krónur, eða 40 aurum ódýrara en í öðrum sjáfsafgreiðslum, 95 oktana bensín kostar 67,20 krónur og munar þar 30 aurum miðað við aðra og loks 98 oktana sem kostar 70,70 krónur og þar munar 20 aurum. Meira
1. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 420 orð

"Erfiðast að hætta leit en heyra hróp úr rústunum"

BJÖRGUNARMENN í Seoul í Suður-Kóreu búast við hinu versta er þeir hefjast handa við að fjarlægja stærstu hlutana úr braki verslanamiðstöðvar sem hrundi í fyrradag. Hafa sumir þeirra giskað á að yfir 200 manns hafi farist. Í gær höfðu 63 lík fundist en 246 manna var saknað. Ríkissjónvarpið fullyrðir hins vegar að 95 lík hafi fundist og um 1.000 manns hafi slasast. Meira
1. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 181 orð

ESB hefur viðskiptaviðræður við S-Afríku

EVRÓPUSAMBANDIÐ hóf formlega viðræður um langtíma viðskiptasamninga við suður-afrísk stjórnvöld í gær. ESB býður Suður- Afríku annars vegar fríverzlunarsamning og hins vegar aðild að sumum þáttum Lomé-samkomulagsins, sem er áætlun ESB-ríkja til stuðnings þróunarríkjum í Afríku, Karabíska hafinu og Kyrrahafinu. Meira
1. júlí 1995 | Fréttaskýringar | 2979 orð

Fjórar stórvirkjanir á 30 árum Stofnun Landsvirkjunar fyrir 30 árum var upphafið að miklu átaki til uppbyggingar á Íslandi með

SEM við sitjum í fundarherbergi Landsvirkjunar, þar sem hann hefur eytt löngum stundum sl. 30 ár, er Jóhannes Nordal fyrst spurður um það sem á brennur nú, horfurnar á stækkun álversins í Straumsvík og áhrif Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 187 orð

Fjölskylduhátíð og skógræktardagur

SKÓGRÆKT ríkisins og Skeljungur halda um helgina fjölskylduhátíð á Shell-stöðvunum á Gylfaflöt í Grafarvogi og við Brúartorg í Borgarnesi auk þess sem Skógardagur verður í Vaglaskóli á Norðurlandi. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 362 orð

Flugmaðurinn látinn þegar að var komið

FLUGVÉLIN TF-VEN fórst í norðanverðri Geitahlíð, skammt suður af Kleifarvatni, síðdegis í gær. Flugmaðurinn, sem lést, var einn í vélinni. Það var fjögurra manna leitarflokkur úr Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði sem fann vélina um kl. 19.00 í gærkvöldi. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 180 orð

Forsætisráðherra til Namibíu og Litháen

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, hefur þegið boð dr. Sam Nujoma, forseta Namibíu, um að koma ásamt eiginkonu sinni, frú Ástríði Thorarensen, í opinbera heimsókn til landsins dagana 4. til 7. júlí nk. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Fór út af á mótorhjóli

MAÐUR á mótorhjóli lenti út af veginum við Múlafjall í Hvalfirði rétt fyrir klukkan ellefu í fyrrakvöld. Maðurinn var á leið til Reykjavíkur ásamt tveimur öðrum mönnum á mótorhjólum. Hann mun hafa misst stjórn á hjólinu og lent út af veginum. Meira
1. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 268 orð

Frakkland vill lengri reynslutíma

FRAKKLAND hefur tekið sér einhliða rétt til að halda áfram landamæraeftirliti, eftir að önnur aðildarríki Schengen-samkomulagsins höfnuðu tillögu Frakka um að framlengja reynslutíma samkomulagsins um hálft ár. Sex Schengen-ríki fella því niður eftirlit á innri landamærum sínum að fullu og öllu í dag, en Frakkar grípa til sérstakrar greinar í Schengen-samningnum um "aðlögun að aðstæðum". Meira
1. júlí 1995 | Landsbyggðin | 161 orð

Fyrra árs reikningar samþykktir

Húsavík-Ársreikningar bæjarsjóðs Húsavíkur og fyrirtækja hans voru við síðari umræðu samþykktir á bæjarstjórnarfundi síðasta þriðjudag júnímánaðar sem jafnframt var síðasti fundur fyrir tveggja mánaða sumarleyfi. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 351 orð

Gengur vel í Ytri Rangá

Stóri straumurinn hefur ekki alls staðar skilað laxatorfum. Víða hefur glæðst mjög, en annars staðar er enn dauft og drungalegt, s.s. í ám í næsta nágrenni Reykjavíkur. Má þar nefna Leirvogsá og Úlfarsá sem hafa aðeins gefið örfáa laxa hvor. Rangársvæðið líflegt... Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 421 orð

Glumdi og söng í öllu þegar skriðurnar féllu

"Það eru varla til orð til að lýsa þessu," segir Egill Þórólfsson, bóndi á Þormóðsstöðum í Sölvadal um tvær aurskriður sem féllu nálægt bæ hans á fimmtudag og færðu í kaf rafstöð bæjarins og hluta túna. Egill var heima við ásamt tvítugum syni sínum þegar ósköpin dundu yfir og segir hann að miklar drunur hafi fylgt skriðuföllunum þannig að "það glumdi og söng í öllu". Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Gripir frá víkingaöld

NIÐURSTÖÐUR nákvæmrar málmfræði- og stílfræðilegar rannsóknar danskra og sænskra sérfræðinga á danska þjóðminjasafninu leiða í ljós að allir gripir í silfursjóðnum frá Miðhúsum beri skýr einkenni víkingaaldarsmíði, utan einn sem talinn er vera frá 19. eða 20. öld. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Gróðursett í Vinaskógi

AÐALFUNDI Norræna garðyrkju sambandsins sem haldinn var hér á landi lauk í gær. Formenn aðildarfélaganna á Norðurlöndum ásamt nokkrum fulltrúum komu við í Vinaskógi og gróðursettu formennirnir eitt tré fyrir hönd síns félags. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 279 orð

Gróðursæll aldingarður

KNÚIN AF ævintýraþrá hélt Íris Edda Eggertsdóttir, sem rekið hefur gistihús og hárgreiðslustofu í Reykjavík, til smáþorpsins Gungvala í S-Svíþjóð í haust. Hún vissi þá ekki hvað beið hennar en í dag opnaði hún gistihús í nýuppgerðri gamalli brautarstöð í hjarta Blekinge-héraðsins, sem Svíar nefna aldingarð Svíþjóðar. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Gæðastjórnun á heyöflun

MYNDBÆR HF. hefur nýlokið við gerð myndar sem heitir Gæðastjórnun í heyöflun. Handritið vann Bjarni Guðmundsson og veitti Bændaskólinn á Hvanneyri og bútæknideild RALA aðstoð við gerð myndarinnar. Gæðastjórnun í heyöflun er fyrsta myndbandið um gæðastjórn í framleiðsluhluta landbúnaðarins. Meira
1. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 38 orð

Gönguferð um Oddeyri

FYRSTA gönguferð um Oddeyri á vegum Minjasafnsins á Akureyri verður farin á morgun, sunnudaginn 1. júlí kl. 13.00. Gengið verður frá Gránufélagshúsunum við Strandgötu um elsta hluta eyrarinnar. Þátttaka í gönguferðunum er fólki að kostnaðarlausu. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 376 orð

Heilbrigðisráðherra segist engu lofa

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir að fjárlaganefnd hafi ekki veitt heimild fyrir þetta ár til þess að breyta vaktakerfi á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala og ekki sé hægt að lofa fjármunum til þess að svo megi verða næsta ár. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Heimsmeistaramótssætin ráðast í lokaumferðinni

Evrópumótið í opnum flokki og kvennaflokki, 17. júní til 1. júlí Vilamoura. Morgunblaðið. ÞAÐ verða margar neglur nagaðar upp í kviku þegar síðustu spilin falla á grænu borðin í Vilamoura í dag. Sjaldan hefur baráttan um fjögur efstu sætin verið jafnhörð á Evrópumótum í brids og margar þjóðir eiga möguleika á að ná þeim á lokasprettinum. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 251 orð

Heitavatnsskortur truflaði hljóðritun Sinfóníunnar

HLJÓÐRITUN á þremur tónsmíðum Páls Pampichlers Pálssonar í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands lauk í gær. Verkin koma út á geisladiski með haustinu. Það er austurríska útgáfufyrirtækið Lotus sem gefur diskinn út og dreifir honum á alþjóðlegum markaði. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Hjólreiðahátíð á Hvolsvelli

HJÓLREIÐAHÁTÍÐ verður haldin í dag og á morgun á Hvolsvelli og verður hjólað bæði frá Reykjavík og Vík. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, ræsir keppendur í Reykjavík frá ölgerð Egils Skallagrímssonar klukkan 8.00 og Ísólfur Gylfi Pálmason, alþingismaður, ræsir keppendur frá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi kl. 9.00. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

Hólarnir ultu fram "Það vor

"Það voru stórir og afskaplega fallegir hólar í fjallinu og þeir bara ultu fram eins og þeir lögðu sig," segir Petrea Hallmannsdóttir, húsfreyja á Þórmundsstöðum í Sölvadal. Skriðan sem féll var er um einn kílómetri að lengd og um hálfur kílómetri að breidd. Skýringin á skriðuföllunum er að sögn Halldórs G. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 164 orð

Krísuvíkursamtökin fá tvær milljónir

RAUÐA krossdeildir í Reykjaneskjördæmi færðu Krísuvíkursamtöknunum tvær milljónir að gjöf í Krísuvík þann 28. júní. Skilyrði gjafarinnar er að fénu verði varið til hitaveituframkvæmda á staðnum svo nýta megi jarðvarma til að hita upp skólahúsið. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 58 orð

Lakkeyði hellt yfir bíl

BÍLL var stórskemmdur á bílastæði við Krummahóla og brotist var inn í tvo bíla á sama stæði. Lögreglunni var tilkynnt í gærmorgun að útvarpi og geislaspilurum hefði verið stolið úr tveimur bílum, en skemmdarvargar höfðu hellt lakkeyði yfir þann þriðja og stundið göt á hjólbarða hans. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 113 orð

Laufskálar í Rimahverfi

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, afhenti þeim Gústafi Ólafssyni og fulltrúa Guðrúnar Arnardóttur, viðurkenningu í samkeppni um nafn á nýjum leikskóla í Rimahverfi, sem verið er að reisa. Þau áttu bæði hugmyndina að nafninu Laufskálar. Meira
1. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Listasumar

SÝNING á lágmyndum eftir Jón Gunnar Árnason opnar á Listasafninu á Akureyri og einnig sýning á verkum eftir hinn þekkta tékkneska listamann Jan Knap. Leikritið Lofthræddi örninn hann Örvar, gestaleikur Þjóðleikhússins sýnt í Deiglunni kl. 11.00 og 17.00. Björn Ingi Hilmarsson leikur öll hlutverkin og segir söguna með látbragði, söng og dansi. Aðgangur kr. 600. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 126 orð

Menningardagskrá á Ingólfstorgi

EINS og fram hefur komið munu 28 íslensk ungmenni fara utan 4. júlí nk. til að taka þátt í baráttu ungmenna víðs vegar úr Evrópu gegn auknu kynþáttahatri, óvild í garð nýbúa og skorti á umburðarlyndi. Verkefnið felur í sér þátttöku í Evrópskri ungmennalestinni og Evrópsku ungmennavikunni í Strassborg. Meira
1. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Messur

AKURERYARPRESTAKALL: Messað verður í kapellu Akureyrarkirkju á morgun sunnudag kl. 11.00. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöld, laugardagskvöld kl. 20.30. Vakningarsamkoma, ræðumaður Samúel Ingimarsson, á sunnudag kl. 20.00. Bænasamkoma kl. 20.30 næstkomandi föstudag, 7. júlí. KAÞÓLSKA KIRKJAN, við Eyrarlandsveg 26: Messur í dag, laugardag kl. 18. Meira
1. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 355 orð

Mikið manntjón í flóðum í Kína

HUNDRUÐ manna hafa látist og geysilegt tjón orðið á stórum landsvæðum í miklum flóðum í Austur- Kína. Er því spáð að flóðin muni færast enn í aukana vegna úrkomu og að manntjón verði meira. Fréttum af manntjóni ber ekki sama. Að sögn embættismanns í Jiangxi-héraði voru 194 látnir í gær og var búist við að sú tala myndi hækka verulega. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 117 orð

Möguleikar Íslendinga úr sögunni

ÍSLENSKA bridslandsliðið tapaði af sæti á næsta heimsmeistaramóti þegar það fékk aðeins 13 stig í næst síðustu umferð Evrópumótsins í brids í gærkvöldi. Þegar aðeins einum leik er ólokið á mótinu er íslenska liðið í 7. sæti og vantar 21 stig upp í fjórða sætið. Þótt liðið vinni síðasta leikinn með mesta mun í dag er það nánast útilokað að það dugi til að ná fjórða sætinu. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 271 orð

Niðurstaðan breytir engu um málshöfðun

"ÞAÐ er mikill léttir að endir er kominn á allavega þennan þátt," sagði Hlynur Halldórsson í Miðhúsum í Egilsstaðahreppi, eftir að niðurstaða danska þjóðminjasafnsins um silfursjóðinn frá Miðhúsum var birt. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 212 orð

Nýr leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins

SVEINN Haraldsson er nýr leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins. Sveinn hefur starfað á Morgunblaðinu sem prófarkalesari og hóf nýlega að skrifa greinar um leiklist í blaðið. Auk þess hefur hann starfað við kennslu. Sveinn lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands 1987 með ensku sem aðalgrein og sagnfræði sem aukagrein. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 147 orð

Nýr stígur í Heiðmörk

NÝR göngustígur hefur verið lagður í Heiðmörkinni fyrir ofan Vífilsstaði. Tveir hópar unglinga úr Reykjavík ásamt þremur flokksstjórum og táknmálstúlki hafa lagt stíginn og var hann opnaður formlega í gær. Göngustígurinn er tæplega eins kílómetra langur og tengir saman elsta svæði skógræktarinnar og eitt af þeim nýjustu. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 410 orð

Óttast um öryggi skólabarna vegna aukinnar bílaumferðar

ÍBÚAR í Laugarneshverfi eru að safna undirskriftum á lista vegna fyrirhugaðrar byggingar barnaheimilis á lóð gæsluvallar í hverfinu. Telja íbúar í grennd við lóðina að bílaumferð inn í hverfið muni aukast stórlega og vilja að barnaheimilið verði annað hvort reist annars staðar eða fært til á lóðinni svo umferð beinist annað. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 273 orð

Reyndu að svíkja út tryggingu öðru sinni

RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur upplýst tilraun til fjársvika, en par á þrítugsaldri tilkynnti innbrot og þjófnað á innbúi og ætlaði að leysa til sín tryggingarféð, um 3 milljónir króna. Á síðasta ári fékk parið greiddar 2,7 milljónir vegna þjófnaðar á innbúi, en nú hefur komið í ljós að bæði innbrotin voru sviðsett. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 241 orð

Rígaþorskur á land

Morgunblaðið/Sigurgeir FISKINES SU 65 landaði þessum rígaþorski í Vestmannaeyjum í gær. Það er Stefnir Davíðsson, starfsmaður Fiskmarkaðar Vestmannaeyja, sem heldur á fiskinum sem er 159 sm. Hann vóg aðgerður 43 kg en sennilega hefur hann verið um 52 kíló óslægður. Þetta er hængur veiddur á handfæri austur á Vík af Vigni Garðarsyni. Meira
1. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 346 orð

Ríkið ræður meirihluta FAR

FARI svo að Den norske Bank kaupi fjármálastofnunina Vital og Norgeskreditt kaupi Kreditkassen, verður rúmlega helmingur fjármálamarkaðarins í Noregi kominn undir yfirstjórn fjármálaráðuneytisins. Den norske bank og Norgeskreditt hafa heyrt undir ríkið síðan bönkunum var komið til bjargar eftir að þeir römbuðu á barmi gjaldþrots fyrir um tveim árum síðan. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 507 orð

Samið um 11,4% launahækkun

SAMNINGAR náðust í kjaradeilu fimm stéttarfélaga yfirmanna á farskipum og viðsemjenda þeirra um kl hálf fjögur í fyrrinótt þegar nýir kjarasamningar voru undirritaðir með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Verkfalli yfirmanna var þá frestað til 1. ágúst eða þar til kynningu á samningunum og talningu úr atkvæðagreiðslu um þá er lokið. Meira
1. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 331 orð

Samkomulag í Hong Kong BRETAR og Kínverjar

BRETAR og Kínverjar komust í gær að samkomulagi um byggingu flugvallar í Hong Kong en þjóðirnar hafa deilt hart um fjármögnunina í fimm ár. Eftir tvö ár munu Bretar láta yfirráðin yfir Hong Kong af hendi til Kínverja. Hafa samskipti þjóðanna verið afar stirð en íbúar nýlendunnar vonast til þess að samkomulagð sé til marks um að þau fari batnandi. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 355 orð

Seðlabanki fylgir eftir lækkun skammtímavaxta

FORVEXTIR og vextir á endurhverfum ríkisvíxlakaupum, sem eru algengasta viðskiptaform Seðlabankans við innlánsstofnanir, lækka um 0,3 prósentustig frá 1. júlí nk. samkvæmt ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Eftir breytingarnar verða forvextir reikningskvóta 6,1% í stað 6,4% áður, en ávöxtun í endurhverfum ríkisvíxlakaupum 7,0% í stað 7,3% áður. Meira
1. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 214 orð

Selurinn heldur niðri fisk stofnum

STJÓRNVÖLD í Kanada hafa birt skýrslu um vöxt selastofnsins við austurströndina og áhrif hans á fiskstofnana. Kemur þar fram, að selafjöldinn hafi tvöfaldast frá því á áttunda áratugnum þegar umhverfisverndarsinnar hófu baráttu gegn veiðunum og fullyrt er, að selurinn komi í veg fyrir, að fiskstofnarnir nái að rétta úr kútnum. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 275 orð

Sjúkling- arnir eiga völina

NÝ REGLUGERÐ um ávísun lyfja tekur gildi í dag og leysir af hólmi svokallað R/S kerfi. Reglugerðin gefur sjúklingum kost á að spara með því að velja ódýr samheitalyf. Samkvæmt reglugerðinni er lyfjafræðingum skylt að kynna sjúklingum þann möguleika að velja ódýrt samheitalyf í stað þess sem læknirinn hefur ávísað, sé það fyrir hendi. Meira
1. júlí 1995 | Landsbyggðin | 117 orð

Skólagarðarnir taka til starfa

Húsavík-Skólagarðar Húsavíkur, sem starfað hafa um áratuga skeið, hófu starfsemina síðasta þriðjudag júnímánaðar og þetta árið eru nemendur um 50 talsins. Umsjón hefur Sigríður Sigurjónsdóttir sem veitt hefur skólagörðunum forstöðu sl. 16 ár. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 806 orð

Slæmt ef þingið er ekki í góðu áliti hjá þjóðinni

Alþingishúsið verður opið almenningi í dag frá kl. 12 á hádegi til kl. 16 og munu þingmenn og ráðherrar taka þar á móti gestum í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fyrsta fundi hins endurreista Alþingis, en þingið kom saman til fyrsta fundar 1. júlí 1845. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 377 orð

Spennandi að fá að kynnast starfi kínversks skurðlæknis

ERFITT er að segja til um hversu löng aðgerðin verður sem kínverski læknirinn dr. Zhang Shaocheng og dr. Halldór Jónsson, yfirlæknir bæklunardeildar Landspítalans munu gera á baki Hrafnhildar Thoroddsen í næstu viku, en hún slasaðist alvarlega í bílslysi árið 1989 og hefur að mestu verið bundin í hjólastól síðan. Meira
1. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 435 orð

Stemmningin eins og á ættarmóti

"ÞETTA ER alltaf jafn gaman og alltaf jafn erfitt," sagði Örn Ingi Gíslason sem rekur Sumarlistaskólann á Akureyri, nú fjórða árið í röð og lætur engan bilbug á sér finna, ætlar að minnsta kosti að vera að til ársins 2010. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 346 orð

Tæp 15 ár frá fundi Miðhúsa- silfurs

HJÓNIN Hlynur Halldórsson og Edda Björnsdóttir tilkynntu Þjóðminjasafni að þau hefðu fundið nokkra silfurmuni við bæ sinn Miðhús 31. ágúst 1980. Þór Magnússon þjóðminjavörður og dr. Kristján Eldjárn könnuðu fundarstaðinn daginn eftir og taldi Þór daginn sérstakan happadag í íslenskri menningarsögu. Meira
1. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 402 orð

Vaxandi ágreiningur milli Bandaríkjanna og Evrópu

VAXANDI hætta er á, að ágreiningurinn, sem er með Bandaríkjastjórn og ríkisstjórnum Evrópuríkjanna um málefni Bosníu, leiði til þess, að gæsluliðið verði kallað þaðan án aðstoðar Atlantshafsbandalagsins, NATO. Var það haft eftir háttsettum manni í franska varnarmálaráðuneytinu í gær. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 189 orð

Verkefnisstjórn lýkur undirbúningi

TIL AÐ ljúka undirbúningi framkvæmdar á flutningi grunnskólans til sveitarfélaganna 1. ágúst á næsta ári hefur menntamálaráðherra skipað verkefnisstjórn sem hefur yfirumsjón með verkefninu. Áhersla lögð á að góð samvinna náist Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 202 orð

Verkfalli frestað til 1. ágúst

VERKFALLI yfirmanna á kaupskipum og ferjum var frestað í fyrrinótt þegar nýir kjarasamningar fimm farmannafélaga í Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og viðsemjenda þeirra voru undirritaðir í húsnæði ríkissáttasemjara. Farskip létu strax úr höfn eftir að verkfalli hafði verið frestað. Meira
1. júlí 1995 | Landsbyggðin | -1 orð

Verslun með útisvistarvörur

Egilsstöðum-Kristófer Ragnarsson og Guðmundur Gunnlaugsson hafa opnað nýja verslun, Austfirsku Alpana, á Egilsstöðum. Í versluninni fást alhliða sport- og útivistarvörur, s.s. reiðhjól, útivistar- og göngufatnaður, ferðavörur, skófatnaður, skíðavörur, útileguvörur. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 235 orð

Vissum ekki hvort skriðan hefði fallið á bæinn

"VIÐ vorum staddir í fjallinu ofan við Draflastaði, sem eru á milli Þormóðsstaða og Eyvindarstaða þegar skriðan féll," sagði Halldór G. Pétursson jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri, sem var ásamt Þorsteini Sæmundssyni jarðfræðingi á snjóflóðadeild Veðurstofu Íslands í Sölvadal síðdegis á fimmtudag. Meira
1. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 314 orð

Þaulhugsað bankarán vekur aðdáun í Þýskalandi

BANKARÆNINGJARNIR, sem á miðvikudag komust undan með milljónir marka eftir að hafa þegið lausnarfé fyrir gísla í banka einum í Berlín, virðast hafa horfið sporlaust. Ræningjarnir fengu fimm milljónir marka í lausnargjald fyrir 16 gísla og tæmdu hirslur útibús Commerzbank í hverfinu Zehlendorf. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Þórir og Gísli í Ölkjallaranum

ÞEIR Þórir Baldursson og Gísli Helgason leika ljúfa tónlist í Ölkjallaranum við Skólabrú sunnudagskvöldið 2. júlí frá kl. 22 - 01. Þeir Þórir og Gísli hafa unnið nokkuð saman, en lítið spilað opinberlega hér á landi. Þeir munu leika ljúfa tónlist, frumsamda og eftir aðra. Þórir leikur á hljómborð, en Gísli á blokkflautur. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 236 orð

Ævintýralegt flóð

"ÞETTA er sjón sem líður manni seint úr minni," sagði Hrólfur Eiríksson bóndi á Eyvindarstöðum í Sölvadal sem varð vitni að því er skriðan kom niður eftir Núpsá. Hann var þá staddur fast niður á bökkunum við eyðibýlið Seljahlíð. Meira
1. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

MORGUNBLAÐINU í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað "Pappírsblað". Í blaðinu eru kynntar nýjungar í sorphirðu á stór-Reykjavíkursvæðinu. Meira

Ritstjórnargreinar

1. júlí 1995 | Leiðarar | 534 orð

150 ÁR FRÁ ENDURREISN ALÞINGIS LÞINGI Íslendinga, sem

150 ÁR FRÁ ENDURREISN ALÞINGIS LÞINGI Íslendinga, sem talið er stofnað á Þingvöllum árið 930, var formlega lagt niður árið 1800 og hafði þá raunar ekki verið nema dómstóll um alllangt skeið. Meira
1. júlí 1995 | Staksteinar | 293 orð

»Sigur umhverfissinna - og þó NORSKA dagblaðið Aftenposten segir ákvörðun Shell-o

NORSKA dagblaðið Aftenposten segir ákvörðun Shell-olíufélagsins um að hætta við að sökkva borpallinum Brent Spar í Atlantshaf mikinn sigur fyrir umhverfisverndarsinna - sem þó sé óvissu háður. Vandamálið hverfur ekki Meira

Menning

1. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 135 orð

Björk ekki athyglissjúk

NÝLEGA birtist viðtal við Björk Guðmundsdóttur í bandaríska vikublaðinu "Entertainment Weekly". Í viðtalinu er hún meðal annars kölluð "undrabarn sem gaf út metsöluplötu á Íslandi 11 ára að aldri". Í viðtalinu segist Björk vera miður sín vegna nýlegs viðtals við hana. Þar var sagt að hún hefði tekið "Post" upp á Bahamaeyjum til að forðast að hitta söngkonuna Madonnu. Meira
1. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 66 orð

Duncan með B.A. próf

FRÁ því er sagt í nýjasta hefti bandaríska tímaritsins Rolling Stone að Duncan Jones hafi útskrifast með láði frá Wooster menntaskólanum í Ohio í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Duncan, sem er sonur rokkgoðsins Davids Bowie, er kominn með B.A. gráðu, en í frásögn tímaritsins er ekki tekið fram í hvaða námsgrein það var. Meira
1. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 51 orð

Eftirsóttir rúllandi steinar

GÖMLU rokkhestarnir í Rolling Stones hafa neitað að semja og flytja titillag næstu James Bond myndar, Goldeneye. Engin ástæða var gefin upp, en talið er líklegt að þeir hafi einfaldlega of mikið að gera þessa dagana, en þeir eru um þessar mundir í Voodoo- tónleikaferð sinni um Evrópu. Meira
1. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 121 orð

Elsti bróðirinn skilinn útundan

BRÆÐURNIR Noel og Liam Gallagher í hljómsveitinni Oasis eru ekki einu afkvæmi foreldra sinna. Þeir eiga eldri bróður, Paul, sem er atvinnulaus og býr heima hjá móður sinni. Hann segist elska bræður sína, "vegna þess að þeir hafa rétta viðhorfið, rétta útlitið og bestu tónlistina". Meira
1. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 174 orð

Herbert opnar ísbúð í Svíþjóð

ÍSLENSKA poppstjarnan, Herbert Guðmundsson, opnaði nýlega ísbúð í Norrkøping í Svíþjóð. Herbert flutti til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni á síðasta ári. "Ég var náttúrulega ekkert á því að "fara á sósíalinn" og fannst tilvalið að opna ekta íslenska ísbúð, þar sem engin slík er í Svíþjóð," segir Herbert. Meira
1. júlí 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Jazzað úti og inni

Jazzhátíð í Kaupmannahöfn 7.-16. júlí Jazzað úti og inni Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. JAZZUNNENDUR eiga í vændum góða skemmtun í Kaupmannahöfn í júlí, meðan jazzhátíð borgarinnar stendur yfir. Tónleikar verða víða um borgina, jafnt utan dyra sem innan, þar sem bæði innlendir og erlendir hljóðfæraleikarar koma fram. Meira
1. júlí 1995 | Menningarlíf | 104 orð

Jónas Árnason og Keltar í Kaffileikhúsinu Í KAFFILEIKHÚSINU í dag, laugardag og á mánudag mun Jónas Árnason koma fram með

Í KAFFILEIKHÚSINU í dag, laugardag og á mánudag mun Jónas Árnason koma fram með hljómsveitinni Keltum og syngja kviðlinga sína í írskum búningi. Jónas hefur ort mörg kvæði við írsk og skosk þjóðlög, kvæði sem mörg hver eru úr leikritum eins og "Þið munið hann Jörund" og einnig kvæði sem standa ein og sér. Meira
1. júlí 1995 | Menningarlíf | 84 orð

Kvartett í Grindavík TÓNLEIKAR hafa verið haldnir í Grindavíkurkirkju síðastliðna þrjá sunnudaga. Er þetta liður í átaki til að

TÓNLEIKAR hafa verið haldnir í Grindavíkurkirkju síðastliðna þrjá sunnudaga. Er þetta liður í átaki til að auka fjölbreytni í bæjarlífinu yfir sumartímann og einnig að gefa ferðafólki tækifæri á því að staldra við í kirkjunni, skoða hana og hlýða á tónlist. Meira
1. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 59 orð

Loren fær kínverskan kennara

SOFFÍA Loren, leikkonan góðkunna, er gefin fyrir kínverskan mat. Fyrir skömmu borgaði hún kínverskum kokki eina milljón króna fyrir að ferðast frá Kína til heimilis hennar í Genf og kenna henni að elda á kínverskan máta. Einnig fær hún kennslu í að borða með prjónum, sem jú hlýtur að vera grunnurinn að góðri kínverskri máltíð. Meira
1. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 156 orð

Murphy reynir að endurvekja frægðina

LEIKARINN langleggjaði, Eddie Murphy, mun leika í spennumyndinni "Metro", sem emmyverðlaunahafinn Thomas Carter leikstýrir. Murphy er um þessar mundir að vinna að myndinni Brjálaði prófessorinn, eða "The Nutty Professor". Í "Metro" leikur Murphy sjálfumglaðan lögreglumann sem reynir að frelsa gísla úr höndum mannræningja. Meira
1. júlí 1995 | Menningarlíf | 260 orð

Nýjar bækur

VEGNA 20 ára afmælis Sumartónleika í Skálholtskirkju er komið út rit með tólf greinum og viðtölum um ýmsar hliðar tónlistarinnar sem snerta Skálholt beint og óbeint. Ritið heitir Sem niður margra vatna með vísan í Opinberun Jóhannesar: "Og ég heyrði rödd af himni sem nið margra vatna..." Sr. Sigurður Sigurðsson fylgir ritinu úr hlaði með ávarpsorðum. Meira
1. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 227 orð

Prinsinn fær inngöngu í Eton

SONUR Karls Bretaprins og Díönu prinsessu af Wales, Vilhjálmur, sem er þrettán ára gamall, hefur staðist inntökupróf í Eton skólann. Eton skólinn er einn virtasti skóli Englands og hefur margt fyrirmenna sótt hann í gegn um langa sögu hans. Af þeim má nefna tuttugu forsætisráðherra Bretlands auk skáldsins fræga, Georges Orwell. Meira
1. júlí 1995 | Menningarlíf | 68 orð

Salka Valka á ensku NOKKRAR sýningar á leiklestrinum úr Sölku Völku á ensku verða í Kafflileikhúsinu, Hlaðvarpanum Vesturgötu 3b

NOKKRAR sýningar á leiklestrinum úr Sölku Völku á ensku verða í Kafflileikhúsinu, Hlaðvarpanum Vesturgötu 3b í júlímánuði. Leikhópurinn Draumasmiðjan verður með sýningar á laugardögum og sunnudögum kl. 16 og er fyrsta sýningin í dag laugardag. Meira
1. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 78 orð

Sálin snýr aftur

Í TILEFNI útkomu geislaplötunnar Sól um nótt hélt Sálin hans Jóns míns útgáfutónleika í Tunglinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Sálin lagði upp laupana fyrir nokkrum árum, eftir að hafa verið ein vinsælasta hljómsveit landsins í áraraðir. Félagarnir eru hins vegar byrjaðir á ný, eins og sannaðist rækilega í Tunglinu á fimmtudagskvöld. Meira
1. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 31 orð

Súkkulaði í felubúningi

ÞEGAR styrjöldin á Balkanskaga hófst fyrir fjórum árum tók sælgætisframleiðandi nokkur sig til og breytti umbúðum súkkulaðistykkis síns. Það ber nú nafnið "Cro Army" og er klætt í felubúning. Meira
1. júlí 1995 | Menningarlíf | 225 orð

Svart-hvít Íslandsbók

FYRSTA Íslandsbókin í áraraðir með svart-hvítum ljósmyndum var gefin út í Sviss um miðjan júní. Svissneski ljósmyndarinn Marco Paoluzzo tók myndirnar á ferðum sínum um landið 1992 og 1993 og gefur sjálfur út bókina. Hún er unnin hjá Flashback Publications í Nidau í Sviss. Illugi Jökulsson, rithöfundur, skrifar inngangsorðin í bókinni. Þau eru á þýsku, ensku og frönsku en bókin heitir ísland". Meira
1. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 71 orð

Sveitastemning

SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 25. júní stóð Danssmiðjan fyrir "kántríballi" á Ömmu Lú. Ballið var haldið í kjölfar námskeiðs sem aðstandendur hennar héldu nýlega. Mættu nemendur til að dansa þá dansa sem þeir höfðu lært á námskeiðinu. Á staðnum voru meðlimir dansfélags á Keflavíkurklúbbi, "The Top of the World Two Step Club". Einnig voru haldnar danssýningar. Meira
1. júlí 1995 | Menningarlíf | 344 orð

Sælgæti

Það er alltaf spennandi að sjá verk nýútskrifaðra myndlistarmanna og hvað þeir hafa að sýna og segja frá enda er fjölbreytileikinn þar allsráðandi. Þrír slíkir sýna nú þessa dagana málverk á Mokka kaffi á Skólavörðustíg. Það eru þeir Úlfur Grönvold, Kristján Björn Þórðarson og Gunnar Þór Víglundsson og kalla þeir sýninguna Póst Neó Geó. Meira

Umræðan

1. júlí 1995 | Aðsent efni | 839 orð

Aldrei meira atvinnuleysi

ÍSKYGGILEGAR tölur um atvinnuástandið í landinu halda áfram að koma fram í dagsljósið. Nýlega birtust tölur um atvinnuleysið í maímánuði og sýna þær svo ekki verður um villst að borið saman við maímánuð á sl. ári og árin þar á undan er atvinnuleysið meira en nokkru sinni. Sérstakar áhyggjur vekur vaxandi atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Meira
1. júlí 1995 | Aðsent efni | 1505 orð

Fiskveiðistefnan tillögur til úrbóta

Þetta stendur í gildandi löggjöf um fiskveiðistefnuna og um það eru flestir Íslendinga sammála. Hvernig við íbúar landsins afhendum ákveðnum aðilum þessa auðlind til ávöxtunar og nýtingar er sá þáttur sem ekki hefur náðst um víðtækt samkomulag. Yfirleitt eru svokallaðir hagsmunaaðilar eða stjórnmálamenn að ræða þessi mál en minna heyrist frá hinum almenna eiganda fiskimiðanna, þ.e. Meira
1. júlí 1995 | Velvakandi | 315 orð

Fjölskylduhelgi í Langadal

Ferðafélag Íslands óskar að koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttaflutnings undanfarið um tjaldstæði í Þórsmörk. Um þessa helgi, 30.6.-2.7., er fjölskylduhelgi á umráðasvæði þess í Langadal, en ekki samkoma unglinga. Frétt Morgunblaðsins miðvikudaginn 28. júní, þar sem m.a. Meira
1. júlí 1995 | Aðsent efni | 1407 orð

Fyrsta íslenska prestafélagið 150 ára

ÞANN 1. júlí 1845, fyrir réttum hundrað og fimmtíu árum, voru 5 prestar af Snæfellsnesi og einn leikmaður, Bessastaðastúdent, sem á þeim árum var jafngildur guðfræðikandidat, saman komnir að Staðastað hjá þáverandi prófasti Snæfellinga, sr. Pétri Péturssyni, sem seinna varð Prestaskólakennari og síðar biskup Íslands. Meira
1. júlí 1995 | Aðsent efni | 658 orð

Gráglettni alþingis um mannréttindamál

Á liðnu hausti, nánar tiltekið 24. nóvember 1994, var í Hæstarétti Íslands kveðinn upp dómur í máli mínu nr. 385/1992. Var meginniðurstaðan sú að fella málið niður fyrir Hæstarétti. Í forsendum dómsorðsins segir: "Samkvæmt þessu verður ekki komist hjá því að beita ákvæðum 6. mgr. 17. gr. laga nr. Meira
1. júlí 1995 | Aðsent efni | 892 orð

Hugleiðing um endurheimt votlendis

EITT brýnasta verkefni í umhverfismálum á Íslandi um þessar mundir, er að endurheimta eða endurhæfa eitthvað af því víðáttumikla votlendi sem ræst hefur verið fram á láglendi á síðustu áratugum. Að mati undirritaðs kemur mikilvægi þessa verkefnis næst á eftir uppgræðslu og stöðvun landeyðingar. Meira
1. júlí 1995 | Aðsent efni | 704 orð

Hver á að borga?

EINS og flestum er kunnugt hefur ferðaþjónusta á Íslandi vaxið nær stöðugt undanfarin ár. Atvinnugreinin hefur orðið sífellt umsvifameiri og öðlast nú æ meiri þýðingu fyrir þjóðarbúskapinn. Segja má, að íslensk ferðaþjónusta standi í dag á vissum krossgötum. Meira
1. júlí 1995 | Aðsent efni | 984 orð

Iðnnemasetur

FÉLAGSMENN Iðnnemasambands Íslands (INSÍ) eiga rétt á dvöl á iðnnemasetri á meðan þeir stunda nám. Iðnnemasetur eru leiguhúsnæði í eigu Félagsíbúða iðnnema (FIN). Iðnnemasetrin eru bæði einstaklingssetur og fjölskyldusetur.Einstaklings- og paraherbergi Einstaklingssetrin eru gistiheimili með frá 8 einstaklings- og paraherbergjum upp í 15 einstaklings- og paraherbergi. Meira
1. júlí 1995 | Velvakandi | 431 orð

ISTÖK við undirbúning lagatexta til prentunar í Alþingistíðindum ha

ISTÖK við undirbúning lagatexta til prentunar í Alþingistíðindum hafa nú kostað ríkissjóð um tuttugu milljónir króna í skaðabætur til smábátaeigenda, sem var synjað um veiðileyfi vegna mistakanna. Sennilega getur ekki öllu dýrkeyptari prentvillur. Hins vegar komu fréttir af þessu máli Víkverja ekki sérstaklega á óvart. Meira
1. júlí 1995 | Velvakandi | 484 orð

íkverji hefur lengi furðað sig á því hversu illa vega

íkverji hefur lengi furðað sig á því hversu illa vegaframkvæmdir og viðgerðir eru merktar, hvort sem það er í þéttbýli eða á þjóðvegum. Sérstaklega er þetta bagalegt þegar fólk er á einhverjum hraða, t.d. á þjóðvegum eða á stofnbrautum þéttbýlis þegar komið er án nokkurrar fyrri viðvörunar að vegaframkvæmdum sem stundum eru ókláraðar heilu dagana. Meira
1. júlí 1995 | Aðsent efni | 797 orð

Kaupferð fyrir 100 árum

NÆSTUM 100 ár eru nú liðin frá því langafi minn, Guðmundur Halldórsson, fór í kaupferð þá sem skráð var eftir frásögn hans og fyrst birtist í Sjómannablaðinu Ægi í nóv-des. hefti árið 1944. Þessa hrakningarsögu las ég, þá barn, en hún hefur verið mér minnisstæð æ síðan og mikið fannst mér til um hetjuskap langafa og skipsfélaga hans í þessari erfiðu ferð. Meira
1. júlí 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Kvörtun Félags garðplöntuframleiðenda

Nýgerður samningur Skógræktarfélagsins við bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur farið illilega fyrir brjóstið á Félagi garðplöntuframleiðenda. Kemur þetta fram í sjónvarpsviðtali föstudaginn 16. júní s.l. og í viðtali í Morgunblaðinu 20. júní við sama stjórnarmann í Félagi garðplöntuframleiðenda, Gunnar Hilmarsson, sem er í forsvari fyrir gróðarstöð í Hafnarfirði. Meira
1. júlí 1995 | Aðsent efni | 1933 orð

Lifun eigin augna Það er sitthvað að vera með aðdróttanir, en annað að setja fram skoðanir sínar byggðar á reynslu og yfirsýn,

Ég tók ekki eftir skrifi skólastjórnar MHÍ strax, enda þá önnum kafinn og fletti einungis lauslega í dagblöðum, en utanaðkomandi vöktu athygli mína á pistlinum og var ég þá búinn að svara skrifum Björgvins Sigurgeirs Haraldssonar í blaðinu sama dag, annars hefði ég svarað um leið. Meira
1. júlí 1995 | Aðsent efni | 832 orð

Lofsverður árangur kvenna í atvinnumálum

Á SL. 5 árum hefur ríkissjóður lagt 145 milljónir króna til að stuðla að sérstöku átaki í atvinnumálum kvenna. Fá verkefni sem ríkið hefur lagt fjármagn til á undanförnum árum til nýrra atvinnutækifæra, hafa nýst eins vel og lagt eins góðan grunn að nýjum atvinnutækifærum. Stuðlar að mikilli fjölbreytni Þessir fjármunir hafa runnið til margskonar þróunarverkefna s. Meira
1. júlí 1995 | Aðsent efni | 1491 orð

Lýst er eftir hrauni

UMHVERFISMÁL eru í brennidepli, landeyðing hér á landi er með því mesta sem þekkist í heiminum og stöðvun gróðureyðingar er afar brýnt verkefni. Þjóðin er að vakna til vitundar um ástandið, það sýnir áhugi almennings á hverskyns ræktun og uppgræðslu. Meira
1. júlí 1995 | Velvakandi | 202 orð

Samstarf Náttúruverndarráðs og einkaaðila

VÍSAÐ er til opins bréfs Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd, sem barst Náttúruverndarráði 16. júní sl., um átaksverkefni Ferðamálaráðs og Eimskipafélags Íslands hf. "Fossar í fóstur". Náttúruverndarráð þakkar Sjálfboðaliðasamtökunum þann áhuga og vilja í verki sem samtökin hafa á undanförnum árum sýnt til þess að stuðla að vernd íslenskra náttúru. Meira
1. júlí 1995 | Aðsent efni | 1011 orð

Skólastjóri í skriftarham

GUÐMUNDUR Oddsson, skólastjóri í Kópavogi, fer stórum á síðum Morgunblaðsins þriðjudaginn 30. maí sl. Honum er tíðrætt um sjálfskipaða "talsmenn" foreldra og telur málflutning þeirra vafasaman. Í greininni gagnrýnir hann m.a. kröfur foreldra um lengri viðveru barna og kennara í skólum. Meira
1. júlí 1995 | Velvakandi | 980 orð

Sólargeislar hversdagsins

Sólargeislar hversdagsins Guðmundi Magnússyni: HVERNIG bregðast menn við gagnrýni og hvað gera þeir þegar upp koma vandamál? Sjálfur er ég bundinn hjólastól og hef verið það í nær átján ár. Meira
1. júlí 1995 | Aðsent efni | 718 orð

Sumartónleikar í Skálholtskirkju 20 ára

Á LAUGARDAGINN kemur, 1. júlí, hefst í Skálholtskirkju 20 ára afmælishátíð tónlistarhátíðarinnar Sumartónleikar í Skálholtskirkju. Hátíðin verður sett kl. 14 og mun sóknarprestur Skálholts, sr. Guðmundur Óli Ólafsson, halda hátíðarræðu og leiknir verða konsertar fyrir 3 og 4 sembala eftir J. S. Bach. Kl. Meira
1. júlí 1995 | Velvakandi | 344 orð

Tapað/fundiðPeningapyngja fannst í Háskólabíói STÚLK

STÚLKA hringdi í Háskólabíó bæði laugardag og sunnudag sl. til að vitja pyngjunnar sinnar sem hún hafði tapað þar, en hún hafði ekki fundist. Nú er hún fundin og er stúlkan beðin um að hafa samband aftur við miðasöluna. Úr tapaðist GYLLT karlmannsúr af gerðinni Delma tapaðist laugardaginn 24. júní sl., líklega á göngustíg frá Ægisíðu að Nauthólsvík. Meira

Minningargreinar

1. júlí 1995 | Minningargreinar | 159 orð

Auðunn Ingi Hafsteinsson

Það hefur ávallt verið kátur hópur skólasystkina úr árgangi 1957 frá Barna- og gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki sem hefur nokkrum sinnum komið saman til að minnast góðra daga. Í dag söknum við eins úr þessum hópi, Auðuns Hafsteinssonar eða Audda eins og hann var kallaður af okkur. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 127 orð

AUÐUNN INGI HAFSTEINSSON

Auðunn Ingi Hafsteinsson fæddist 27. október 1957. Hann lést af slysförum 26. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hafsteinn Hannesson, f. 6.5. 1936, og Elsa Valdimarsdóttir, f. 19.12. 1937, búsett á Sauðárkróki. Systkini Auðuns Inga eru Hildur, f. 15.3. 1962, og Hafdís, f. 17.10. 1965. Auðunn kvæntist Ólöfu Þórhallsdóttur, f. 15.8. 1956. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 501 orð

Edda Pétursdóttir

Við sviplegt fráfall móður minnar er stórt skarð höggvið í fjölskylduna. Áfallið er enn meira, þar sem veikindi höfðu ekki hrjáð hana. Hraustleg og þróttmikil var hún til hinstu stundar. Það má með sanni segja að hennar skapadægur rann upp fyrirvaralaust. Margs er að minnast um góða og fórnfúsa konu. Hún ólst upp í Fjörunni á Akureyri í einkar samheldinni fjölskyldu. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 136 orð

Edda Pétursdóttir

Það sem ég man helst um ömmu er það að hún var alltaf glaðvær og mjög gestrisin og hafði alltaf tíma fyrir alla. Fyrir tveimur árum fór hún með mig til Mallorca í þrjár vikur og áttum við þar góðar stundir saman. Við fórum í verslunarferðir, á ströndina og út að borða á kvöldin. Hún var alltaf svo góð við mig og aðra og hafði alltaf eitthvað fyrir stafni. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 120 orð

EDDA PÉTURSDÓTTIR

EDDA PÉTURSDÓTTIR Edda Pétursdóttir var fædd á Akureyri 23. október 1931. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Þorvaldsson og Kristjana Steinþórsdóttir. Systkini Eddu eru: María, Þorvaldur, Stella Bryndís og Guðmundur Rafn, öll búsett á Akureyri. Börn Eddu eru: 1) Inger L. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 508 orð

Eiríka Anna Friðriksdóttir

Eiríka var frá barnsaldri tékkneskur borgari. Hún hét fullu nafni Erika Anita Maria Louisa Spitzer en tók sér nafnið Eiríka Anna Friðriksdóttir þegar hún hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 1955. Hún kom til Íslands árið 1950 og kynntist ég henni þá, enda bjuggum við þá í sama húsi og auk þess þekkti ég fyrir mann hennar, Karel Vorovka, síðar séra Kári Valsson, Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 64 orð

EIRÍKA ANNA FRIÐRIKSDÓTTIR

EIRÍKA ANNA FRIÐRIKSDÓTTIR Eiríka fæddist 3. apríl 1911 í Essen í Þýzkalandi. Hún lést 5. júní síðastliðinn. Eiríka fluttist kornung með foreldrum sínum til Tékkóslóvakíu og var tékkóslóvakískur ríkisborgari. Hún lauk háskólaprófi í hagfræði í Prag og starfaði víða sem hagfræðingur. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 697 orð

Guðmundína Pétursdóttir

Kæra frænka mín. Nokkru áður en þú kvaddir þennan heim, heimsótti ég þig á Sjúkrahúsið á Ísafirði, eins og ég gerði svo oft þegar ég átti leið þar um og þá söngstu með mér, eins og þú hafðir gert alla ævina, bæði þér til gleði og hugarhægðar. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 84 orð

GUÐMUNDÍNA PÉTURSDÓTTIR Guðmundína Pétursdóttir fæddist á Laugum í Súgandafirði 18. mars 1908 og lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á

GUÐMUNDÍNA PÉTURSDÓTTIR Guðmundína Pétursdóttir fæddist á Laugum í Súgandafirði 18. mars 1908 og lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 87 ára gömul 6. maí 1995. Foreldar hennar voru Pétur Sveinbjörnsson bóndi á Laugum og kona hans Kristjana Friðbertsdóttir. Hún var elst barna þeirra hjóna. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 416 orð

Guðmundur Friðriksson

Í dag er til moldar borinn frá Melstaðakirkju móðurbróðir minn, Guðmundur Friðriksson, og langar mig að minnast hans nokkrum orðum. Foreldar hans bjuggu alla tíð á Stóra-Ósi ásamt fjórum föðursystkinum hans. Á Stóra-Ósi var mannmargt og glaðvært heimili í þjóðbraut og mikill gestagangur, þar var spilað á hljóðfæri og mikið sungið, oft var spilað á spil og fylgdi mikið fjör. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 58 orð

GUÐMUNDUR FRIÐRIKSSON

GUÐMUNDUR FRIÐRIKSSON Guðmundur Friðriksson var fæddur á Stóra-Ósi, Miðfirði, 28. maí 1923. Hann lést í Borgarspítalanum 25. júní síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ingibjargar Þorvaldsdóttur og Friðriks Arnbjarnarsonar og var yngstur af tólf systkinum, þar af var einn hálfbróðir og einnig átti hann eina uppeldissystur. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 168 orð

Guðrún Arngrímsdóttir

Til langömmu okkar, Guðrúnar Arngrímsdóttur, og líka til Randíar ömmu, Gunnars afa og Bíbíar ömmu. Við hlustuðum á lag sem er eins og Gunnar afi sagði okkur að himnaríki væri þegar hann var á lífi og amma dó, Stefán afi sagði þetta líka þegar Bíbí amma dó. Það segja allir þetta þegar einhver deyr. En núna er langamma líka dáin eins og Gunnar afi, Randí amma og Bíbí amma. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐRÚN ARNGRÍMSDÓTTIR

GUÐRÚN ARNGRÍMSDÓTTIR Guðrún Arngrímsdóttir fæddist á Hellissandi 10. október 1901. Hún lést á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 12. júní sl. Guðrún var jarðsungin í kyrrþey að ósk sinni. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 85 orð

HERMANNIA SIGRÍÐUR ANNA MARKÚSDÓTTIR

HERMANNIA SIGRÍÐUR ANNA MARKÚSDÓTTIR Hermannía Markúsdóttir fæddist í Fagurhól í Landeyjum 5. nóvember 1901. Hún lést 19. maí síðastliðinn að Kumbaravogi. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Helgadóttir og Markús Sigurðsson trésmiður. Hún var elst af sjö systkinum. Hermannía giftist Karli Moritz, en hann lést 1944. Börn hennar eru. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 468 orð

Hermannía Sigríður Anna Markúsdóttir

Með nokkrum orðum vil ég minnast hennar ömmu minnar, sem nýverið kvaddi þennan heim. Mín fyrsta minning um ömmu mína er minning lítillar fjögurra ára stúlku. Í bítið einn bjartan vormorgun fór lítil stúlka á fætur. Hún læddist léttum fótum fram í eldhúsið með stóran, rauðan konfektkassa undir hendinni. Í honum geymdi hún dýrustu gullin sín. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 593 orð

Hermann Torfason

Ég kynntist Hermanni vini mínum er ég kom inn í skipshöfn nýsköpunartogarans Ólafs Jóhannessonar frá Vatneyri við Patreksfjörð, en þar var Hermann einn af skipverjum. Síðan hafa leiðir okkar Hermanns legið að miklu leyti saman. Hann fluttist með mér hingað til Akraness og saman sigldum við inn á Krossvík á togaranum Akurey 5. febrúar 1955. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 30 orð

HERMANN TORFASON

HERMANN TORFASON Hermann Torfason fæddist á Suðureyri við Tálknafjörð 26. apríl 1921. Hann lést á heimili sínu á Akranesi 6. júní og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 14. júní. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 211 orð

Ingibjörg Jóhannsdóttir

Elskuleg ömmusystir mín Ingibjörg Jóhannsdóttir er látin. Þrátt fyrir háan aldur og versnandi heilsufar kom fráfall hennar mér og öðrum nokkuð á óvart. Ég gladdist þó yfir að hún hafði getað haldið upp á níræðisafmælið aðeins rúmri viku fyrir andlátið og hitti vini og gamla nemendur sem henni þótti svo vænt um. Ingibjörg frænka var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 717 orð

Ingibjörg Jóhannsdóttir

Nú er horfin sjónum okkar kæra vinkona Ingibjörg frá Löngumýri. Við stöndum hljóð í huga einni drengskaparkonunni færri og minningar sækja á hugann. Hún rétti alltaf alla höndina til vináttu og því handtaki var aldrei sleppt. Því þakka ég vináttu og tryggð í hálfa öld. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 647 orð

Ingibjörg Jóhannsdóttir

Kær vinkona mín, Ingibjörg frá Löngumýri, hefur kvatt þennan heim eftir langan og giftudrjúgan æviferil. Ekki óraði mig fyrir því að ég væri að kveðja hana í síðasta sinn þegar ég heimsótti hana í tilefni af níræðisafmæli hennar hinn 1. júní sl. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 258 orð

Ingibjörg Jóhannsdóttir

Ingibjörg Jóhannsdóttir kvaddi með þeirri reisn sem einkennt hefur líf hennar alla tíð. Nokkrum dögum fyrir andlátið fagnaði hún fjölda vina og ættmenna sem glöddust með henni á 90 ára afmæli hennar. Hún ávarpaði gesti sína og þakkaði alla vinsemd og vináttu og þakkaði drottni sínum fyrir þá góðu ævi sem hún taldi sig hafa átt. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 42 orð

Ingibjörg Jóhannsdóttir

Hinsta kveðja frá nemendum í Skagafirði Hittum við þig haustið kalt, hikandi með rjóðar kinnar. Handtakið var okkur allt, augun spegill sálar þinnar. Lífsins göngu lokið er, laus við alla byrði. Kæra senda kveðju þér, konur úr Skagafirði. Erla Jónsdóttir. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 564 orð

Ingibjörg Jóhannsdóttir

Kjarnakonan og mannvinurinn Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri í Skagafirði er farin yfir móðuna miklu. Langri og gifturíkri ævi er lokið. Ingibjörg var afburðagreind, víðsýn og haldin fróðleiksþorsta. Hún tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands og hugur hennar stóð til meira náms, en á fyrri hluta þessarar aldar var ekki auðvelt fyrir fátæka bóndadóttur að fara í langskólanám. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 30 orð

INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR

INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR Ingibjörg Jóhannsdóttir hússtjórnarkennari fæddist á Löngumýri í Skagafirði 1. júní 1905. Hún lést á Borgarspítalanum 9. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 19. júní. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 1379 orð

Óskar Þorsteinsson

"Er árin færast yfir, vaxa sviði og sár. Með hverri nótt sem nálgast, falla fleiri tár..." (Davíð.Stef.) Elskulegur móðurbróðir minn, Óskar Þorsteinsson, er látinn 87 ára að aldri. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 202 orð

Óskar Þorsteinsson

Fimmtudaginn 22. júní bárust mér þær fréttir að afi minn væri dáinn þrátt fyrir að ég hafi haft töluverðan tíma til að undirbúa mig undir þessa fregn, þá stakk hún mig gífurlega og ég fann fyrir miklum tómleika. Amma mín var vön að vitna í Job þegar eitthvað bjátaði á og sagði þá: "Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins." Þessi orð vil ég nú gera að mínum. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 183 orð

ÓSKAR ÞORSTEINSSON

ÓSKAR ÞORSTEINSSON Óskar Þorsteinsson fæddist í Vestmannaeyjum þann 22. mars 1908. Hann lést á Elliheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Sigurðsson, verslunarmaður frá Oddakoti í Vestur- Landeyjum, f. 30.7. 1875, d. 5.8. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 755 orð

Pétur Eiðsson

Mig langar með örfáum orðum að minnast frænda míns, Péturs Eiðssonar. Alltaf er sárt að horfa á eftir ættingjum sínum og vinum falla frá í blóma lífsins. Fyrst er eins og tilfinningarnar dofni og maður neitar að trúa en að lokum veðrur raunveruleikinn ekkert flúinn sem ófrávíkjanleg og bláköld staðreynd. Þá fyrst koma hinar eiginlegu tilfinningar í ljós, sársauki ­ söknuður. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 558 orð

Pétur Eiðsson

Það getur verið erfitt að sætta sig við, að uppáhalds frændi og vinur skuli vera farinn á vit forfeðra sinna, einkum þegar maður hugsar til þess hvernig andlát hans bar að. En mig langar þó til að kveðja og minnast þessa góða drengs með þessari stuttu grein. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 30 orð

PÉTUR EIÐSSON

PÉTUR EIÐSSON Pétur Eiðsson fæddist á Snotrunesi í Borgarfirði eystra 18. september 1952. Hann lést á Egilsstöðum 29. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bakkagerðiskirkju 3. júní. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 201 orð

Pétur Eiðsson - viðb

Dauðinn er og verður alltaf óvæntur, en stundum... já, það er skrýtið þetta korter sem við köllum líf, stundum breytist það í fimm mínútur. Æ, Pétur minn, æ, Pétur! Hvers vegna? Hvers vegna? Bréfið frá þér er ekki nema vikugamalt, þar er vorkoman í sjónmáli, í nýju húsi með nýja sýn...nýtt líf... Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 767 orð

Pétur Eiðsson - viðb

Þegar ég var á Borgarfirði eystra veturinn 1985 ­ 1986, bjó Pétur Eiðsson á Snotrunesi. Trúlega hef ég hvergi komið oftar en þar þennan vetur. Ég þekkti þennan frænda minn vel frá fyrri tíð, en nú kynntist ég honum enn betur. Kannski get ég sagt að ég hafi kynnst honum eins vel og kostur var á þegar jafn dulur maður og Pétur var annars vegar. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 303 orð

Sigfríður Elímundardóttir

Margar góðar minningar koma í hugann er við setjumst niður og hugsum um allar góðu stundirnar sem við áttum með Siggu. Það voru forréttindi að fá að kynnast henni. Hún var mikið líkamlega fötluð, en sjaldan eða aldrei hvarflaði það að okkur að eitthvað væri að henni Siggu. Hún gekk í öll inniverk, las, spilaði og vann eins og við hin. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 754 orð

Sigfríður Elímundardóttir

Breiðafjarðar byggðin kær, blessuð vertu stundir allar. Okkar ljúfi bernsku bær, brattar hlíðar eyjar, sær, engi, tún og elfan tær, elska drottins til þín kallar. Breiðafjarðar byggðin kær, blessuð vertu stundir allar. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 73 orð

SIGFRÍÐUR ELÍMUNDARDÓTTIR

Sigfríður Elímundardóttir fæddist 24. ágúst 1906 á Stakkabergi í Dalasýslu og lést á Ellideild spítalans á Akranesi þann 22. júní. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Guðmundsdóttir og Elímundur Þorvarðsson. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 318 orð

Valgerður Ingigunnur Jónasdóttir

Mig langar með örfáum orðum að minnast Valgerðar Jónasdóttur, sem verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju í dag. Þegar undirritaður flutti af Vatnseyrinni inn á Geirseyri, á að giska ellefu til tólf ára, voru tilfinningarnar allblendnar, þá fannst manni Geirseyrin í órafjarlægð og það sem kannski var enn verra, þar bjuggu erkifjendurnir. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 306 orð

Valgerður Ingigunnur Jónasdóttir

Valgerður Ingigunnur Jónasdóttir fæddist á Patreksfirði 13. maí 1910. Hún lést á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Vestmannaeyjum 18. júní sl. Valgerður giftist 10.10. 1936 Sigurjóni Jóhannssyni sjómanni og verkamanni. Sigurjón lést 30. október 1991. Meira
1. júlí 1995 | Minningargreinar | 494 orð

Valgerður Ingigunnur Jónasdóttir

Einn dag fórstu að heiman. Og hús þitt stóð hnípið við veginn og beið. Og vindurinn dansaði fram hjá og hló inn um glugga og dyr: Svo varð nótt, svo varð haust, svo varð vetur. Og hús þitt stóð hnípið og beið. (Steinn Steinarr) Meira

Viðskipti

1. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 141 orð

Aukin óvissa

VIÐGERÐIR eru orðnar stærri hluti af verkefnum byggingarfyrirtækja á Íslandi, jafnframt því sem vaxandi óvissa er með verkefni hjá fyrirtækjunum. Þetta kemur fram í könnum sem Samtök iðnaðarins gerðu um ástand og horfur í byggingariðnaði. Í könnuninni kom fram að fyrirtækin sjá yfirleitt ekki langt fram í tímann með verkefni. Meira
1. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 472 orð

Fjárfesting upp á 2,5-3,5 milljarða

FORSVARSMENN Íslenska járnblendifélagsins íhuga nú möguleika á stækkun verksmiðjunnar á Grundartanga og gætu framkvæmdir hafist strax á næsta ári ef af stækkun verður. Að sögn Jóns Sigurðssonar, Meira
1. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 201 orð

Flugfélög samþykkja aukna skaðabótaskyldu

FLUGFÉLÖG heims eru reiðubúin að stórhækka hámarksupphæð þá sem þau greiða þegar farþegar slasast eða týna lífi að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA) Undirritaður hefur verið í Washington samningur 67 flugfélaga, sem miðar að því að afstýra gífurlegum fjárútlátum á borð við margra milljóna dollara skaðabætur, Meira
1. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Jarðhitaverkefni í Rúmeníu í augsýn

ÍSLENDINGAR eru í forystuhlutverki í tveimur nýjum rannsóknarverkefnum sem samþykkt voru í gær á ráðherrafundi Evreka-vísindaáætlunarinnar í Interlaken í Sviss. Verkefnin lúta að þróun aðferða til að nýta jarðhita í Rúmeníu og að þróun á nýrri tækni til að endurnýta vatn og varma í lokuðu fiskeldiskerfi. Meira
1. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 347 orð

Verð dagblaðapappírs til trafala út öldina

PAPPÍRSKOSTNAÐUR er nálægt því að vera í hámarki í heiminum og verður bandarískum dagblöðum til trafala að minnsta kosti út öldina að sögn framkvæmdastjóra þeirra. Á þessu ári einu mun rekstrarkostnaður Gannett, New York Times, Knight-Ridder, Meira
1. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Verð The Times hækkar um 5 pens

VERÐIÐ á The Times verður óvænt hækkað um fimm pens í 25 pens 3. júlí vegna hækkunar á verði dagblaðapappírs. The Times er helzta dagblað fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs og hratt af stað verðstríði vandaðra blaða í Bretlandi fyrir tveimur árum. Keppinauturinn The Daily Telegraphkostar 30 pens. Meira

Daglegt líf

1. júlí 1995 | Ferðalög | 206 orð

Fjallvegir landsins óðum að opnast

FJALLVEGIR landsins eru óðum að opnast og er orðið jeppafært í Eldgjá og Fjallabaksleið nyrðri úr Skaftártungu í Eldgjá og Landmannalaugar að vestan, en þar á milli er enn ófært. Þá er Kjalvegur fær og fært er upp í Veiðivötn og Jökulheima. Einnig er fært í Kverkfjöll og um Dómadal í Landmannalaugar. Kaldidalur er í þann mund að opnast og fyrir helgi verður fært í Öskju. Meira
1. júlí 1995 | Ferðalög | 129 orð

Fjölskylduhelgi

UM helgina verða fjölskyldur einkar velkomnar á Laugarvatn enda hefur verið unnið að því að efla staðinn sem kyrrlátan áningarstað fjölskyldufólks. Lóa Ólafsdóttir, forstöðumaður tjaldsvæðisins segir að unglingar 16 ára og yngri verði að vera í fylgd með fullorðnum og mikið sé lagt upp úr því að börn eða unglingar séu ekki með vín á svæðinu og sé þá vísað frá. Meira
1. júlí 1995 | Neytendur | 222 orð

Forðist steinolíu og ísvara á kolagrillið

EITTHVAÐ hefur verið um að fólk noti steinolíu og ísvara til að kveikja í kolum á grilli í stað þess að nota hefðbundna grillolíu. Það er hinsvegar varasamt og getur beinlínis verið hættulegt. Elín Gunnhildur Guðmundsdóttir efnafræðingur á eiturefnasviði Hollustuverndar mælir ekki með notkun steinolíu eða ísvara á kolagrillið og segir að grillolían sé æskilegri. Meira
1. júlí 1995 | Ferðalög | 210 orð

Gistiheimilið Norðurfirði opnar um helgina

NÝTT gistiheimili verður opnað í Norðurfirði á Ströndum um helgina. Gistiheimilið í Norðurfirði er til húsa í fyrrum verbúð rétt við höfnina. Þar er boðið upp á svefnpokapláss og uppábúin rúm og morgunmat. Að sögn eigandans Bergþóru Gústafsdóttur hentar gistiheimilið vel 15-20 manna hópum. Meira
1. júlí 1995 | Ferðalög | 189 orð

Hekla komin á safn

Á sýningunni er saga Heklu og Heklugosa rakin með texta, teikningum, gömlum Heklumyndum, ljósmyndum, jarðfræðikortum, vikur- og hraunsýnum og á ýmsan annan hátt. Um jarðfræðiþáttinn sá Haukur Jóhannesson jarðfræðingur, jarðfræðikort gerði Sigurgeir Skúlason landfræðingur en Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður hannaði sýninguna og sá um uppsetningu hennar. Meira
1. júlí 1995 | Bílar | 233 orð

Kanna markað fyrir Jaguar jeppa

MARKAÐSRANNSÓKNIR hafa hafist í Bretlandi vegna hugsanlegrar smíði á Jaguar jeppa sem gengur undir vinnuheitinu LUX. Hópi Jaguar eigenda voru sýndar tölvuunnar myndir af þremur útfærslum af jeppa, allt frá Ford Explorer með Jaguar merkinu til mun róttækari hugmynda, svipuðum þeim sem greint var frá á þessum síðum í febrúar síðastliðnum. Meira
1. júlí 1995 | Neytendur | 200 orð

Mikill verðmunur á ís

ÍS ER aðalgotterí árstíðarinnar hvað sem líður sól og blíðu því það er sjálfsagður þáttur í mannlífinu á sumrin að fá sér ís á góðviðrisdögum. Neytendasíðan kannaði í vikunni verð hjá nokkrum íssölum í Reykjavík. Meira
1. júlí 1995 | Ferðalög | 123 orð

Minnisvarði um Sölva

ÝMISLEGT er um að vera í Skagafirði á næstunni sem ferðamenn þar ættu að huga að. Í dag 1.júlí verður afhjúpaður minnisvarði um Sölva Helgason í Lónkoti í Sléttuhlíð eins og sagt hefur verið frá í blaðinu. Sléttuhlíð var fæðingarsveit Sölva eða Sólonar Íslandus eins og hann kallaði sig. Meira
1. júlí 1995 | Neytendur | 223 orð

Nýr veitingastaður í Kringlunni

VEITINGASTAÐUR og kaffihús verður innan fárra vikna opnað í horninu framan við Hagkaup, þar sem ostabúðin var áður. Mirabelle á staðurinn að heita og Skúli Þorvaldsson, annar eigendanna, ráðgerir opnun um miðjan júlí. Hann segir enga veitingasölu fyrir í þessum enda hússins, en umferð heilmikla og líf á torginu framan við Hagkaup. Meira
1. júlí 1995 | Bílar | 144 orð

Saab til Bílheima í haust

FYRSTU Saab bílarnir sem hingað koma til lands eftir að Bílheimar hf. fengu umboð fyrir merkinu koma til landsins í september. Bílarnir, sem er af árgerð 1996, verða á verði frá 1,869 þúsund kr. til 2.875 þúsund kr. Verðbilið milljón Meira
1. júlí 1995 | Neytendur | 634 orð

Tískufötin af háaloftinu og flóamarkaðnum Fyrir fáeinum árum var hægt að gera reyfarakaup á Flóamarkaði Hjálpræðishersins eða í

BBæði seljendur og kaupendur eru meðvitaðir um gildi notaðra fata. Verðið hefur hækkað og fleiri eru um hituna. Það er fátíðara en áður að heilum fötum sé hent. Tískan er nær alltaf uppsuða úr eldri tísku og þess vegna má búast við því að gömlu fötin verði aftur nothæf. Nokkrar verslanir bjóða notuð föt við hlið hinna nýrra. Meira
1. júlí 1995 | Bílar | 319 orð

Tveggja sæta Tulip rafbílar

PSA (Peugeot og Citroen) telur að framtíðin liggi í tveggja sæta rafbílum sem brúi bilið milli almenningssamgangna og hefðbundinna fólksbíla. Samsteypan hefur smíðað hugmyndabílinn Tulip sem er stytting á franska hugtakinu Transport Urbain Libre Individuel et Public. Í bílnum er að finna tvær verkfræðilegar nýjungar, þ.e. þráðlausa rafhleðslu og yfirbyggingu úr frauðkjarna og trefjagleri. Meira
1. júlí 1995 | Neytendur | 119 orð

Tært kjötseyði

TÆRT kjötseyði, eða consommé, eins og það er oft nefnt, á mjög oft við sem forréttur. Það er best sé það gert úr heimalöguðu soði og í Súpubók Matar- og vínklúbbs AB er bent á að gott soð megi gera með því að hægsjóða kjöt eða bein. Til dæmis kjúklinga- eða fiskbein og fiskhausa, ásamt ilmríku grænmeti og kryddjurtum. Einnig má gera soð úr grænmeti og kryddjurtum. Meira
1. júlí 1995 | Ferðalög | 380 orð

Upplýsingamiðstöð og ný Eyjamynd

UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ ferðamála í Vestmannaeyjum var opnuð í stækkuðu og endurbættu húsnæði og er nú um helmingi stærri en áður og mun betri aðstaða er fyrir alla sem koma þangað. Þá var kynntur nýr bæklingur um Vestmannaeyjar sem ferðaþjónustumenn í Eyjum hafa sameinast um að gera og ný kvikmynd um uppbygginguna í Eyjum frá goslokum til dagsins í dag. Meira
1. júlí 1995 | Neytendur | 150 orð

Útleiga á tjöldum og viðlegubúnaði

Sportleigan gefur viðskiptavinum sínum bæði kost á að leigja útbúnaðinn og kaupa.Til leigu eru tjöld af öllum stærðum og gerðum, svefnpokar, ferðadýnur, bakpokar, og annar viðlegubúnaður. Að sögn forsvarsmanna hennar hefur aukist úrval af samkomu- og skemmtitjöldum s.l. ár. Meira
1. júlí 1995 | Bílar | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

REYNSLUAKSTUR Á PEUGEOT 306 SL - KRAFTMIKLIR SPORTBÍLAR FRÁ BANDARÍKJUNUM - ALKÓHÓLMÆLIR FYRIR ÞÁ ÖKULEYFISSVIPTU - HVERNIG FARNAST FJÖLNOTABÍLUM Í E Meira

Fastir þættir

1. júlí 1995 | Fastir þættir | 110 orð

BRIDS Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids Mið

Miðvikudaginn 28. júní var spilaður mitchell-tvímenningur í sumarbrids og mættu 28 pör. Úrslit urðu þessi: N/S riðill Sigurður B. Þorsteinss. - Sverrir Ármannss. 316Jóhannes Ágústsson - Friðrik Friðriksson310Unnur Sveinsd. - Inga Lára Guðmundsd.294Guðjón Bragason - Ólafur Steinason288A/V riðill Halldór M. Sverriss. Meira
1. júlí 1995 | Fastir þættir | 152 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids

Mánudaginn 26. júní mættu 30 pör í sumarbrids. Spilaðar voru 15 umferðir með 2 spilum á milli para í mitchell- tvímenningi. Úrslit urðu þessi: N/S riðill Jón Hersir Elíasson - Guðrún Jóhannesdóttir507Guðlaugur Sveinsson - Lárus Hermannsson487Guðmundur Baldursson - Sverrir Ármannsson472Garðar Garðarsson - Eyþór Jónsson459A/V Meira
1. júlí 1995 | Fastir þættir | 1008 orð

FRÍMSÝN 95

Í ÞÆTTI 27. apríl sl. var sagt allrækilega frá frímerkjasýningu, sem þá stóð fyrir dyrum í tengslum við landsþing Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara. Sýning þessi nefndist FRÍMSÝN 95 og var haldin í nýreistu Safnaðarheimili Háteigssóknar dagana 5.­8. maí. Þar sem sýningin var ekki stór í sniðum fór nokkuð vel um hana í þessum húsakynnum. Meira
1. júlí 1995 | Fastir þættir | 443 orð

Guðspjall dagsins: Hinn týndi sauður. (Lúk. 15.)

Guðspjall dagsins: Hinn týndi sauður. (Lúk. 15.) »ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á messu í Laugarneskirkju kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Kvöldmessa kl. 21. Eigum hljóða stund í kirkjunni eftir annríki helgarinnar. Fjölbreytt tónlist. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Meira
1. júlí 1995 | Fastir þættir | 830 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 803.

803. þáttur Kaupa-Héðinn í Njálu er merkileg og eftirminnileg persóna. Í 23. kafla sögunnar segir meðal annars: "Þar riðu menn í móti þeim og spurðu hver sá væri inn mikli maður er svo lítt var sýndur, en förunautar hans sögðu að þar var Kaupa-Héðinn. Þeir sögðu að þá var eigi ins verra eftir von, er slíkur fór fyrir. Meira
1. júlí 1995 | Dagbók | 607 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Dettifoss, Reykjafoss

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Dettifoss, Reykjafoss og Mælifell. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær komu Haraldur Kristjánsson, Geminiog Lagarfoss kom inn frá Straumsvík og fer á morgun. Þá fór Svanurút í gærkvöld. Meira

Íþróttir

1. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD KARLA

3. DEILD KARLA LEIKNIR 7 5 1 1 16 7 16VÖLSUNGUR 7 5 1 1 16 7 16DALV´IK 7 3 4 0 13 7 13ÆGIR 7 3 1 3 10 10 10B´I 6 2 3 1 7 7 9SELFOSS 7 3 0 4 12 17 9 Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 112 orð

Besti árangur ársins DERRICK Adkins frá Bandar

DERRICK Adkins frá Bandaríkjunum náði besta tíma ársins í 400 m grindahlaupi á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Luzern í Swiss á þriðjudaginn þegar hann hljóp vegalengdina á 47,68 sek. Adkins átti fyrir besta heimstíma ársins, 47,70 sek. Þá náði Mark Crear, Bandaríkjunum, besta tíma ársins í 110 m grindahlaupi þegar hann hljóp á 13,02 sek. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 124 orð

Bæði Þórsliðin í 8-liða úrslit ÞÓR fr

ÞÓR frá Akureyri, sem leikur í 2. deild, er eina félagið sem á tvö lið í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu. "Ég er að sjálfsögðu afar ánægður með þann árangur sem við Þórsarar höfum náð," sagði Nói Björnsson þjálfari Þórs við Morgunblaðið eftir sigur ungmennaliðs félagsins, 23 ára og yngri, gegn jafnöldrunum úr ÍA á Akranesi í gærkvöldi. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 109 orð

Eftir góða sókn Þórs upp hægri kantinn á 50. mínútu kom

Eftir góða sókn Þórs upp hægri kantinn á 50. mínútu kom sending fyrir markið. Varnarmaður ÍA skallaði knöttinn frá en hann féll beint fyrir fætur Hreins Hringssonar, sem skaut þrumuskoti rétt innan vítateigs, Árni Gautur markvörður ÍA hafði hendur á knettinum en það var ekki nóg. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 192 orð

Eigum möguleika á sigri

Ef allt fer vel og engin óhöpp verða eigum við jafnvel möguleika á að ná í fyrsta eða annað sætið," sagði Jón Arnar Magnússon, sem verður í eldlínunni um helgina þegar 2. deild Evrópubikarkeppninnar fer fram á Laugardalsvelli. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 71 orð

Fimm á NM öldunga í frjálsum FIMM frjáls

FIMM frjálsíþróttamenn frá Íslandi verða meðal keppenda á Norðurlandamótinu í frjálsum fram fer um helgina í Kajaani í Finnlandi. Þau sem keppa eru Árný Heiðarsdóttir, Ólafur Unnsteinsson, Hafsteinn Sveinsson, Ólafur J. Þórðarson og Þórður B. Sigurðsson. Fimm Íslendingar verða einnig meðal keppenda á Heimsmeistaramótinu sem fram fer 13. til 23. júlí í Buffaló í Bandaríkjunum. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 134 orð

Frjálsíþróttaþjálfara HSK sagt upp FRJÁLSÍÞRÓTTAN

FRJÁLSÍÞRÓTTANEFND Héraðssambandsins Skarpéðins (HSK) hefur sagt Slapokas Vítmantas frá Litháen upp störfum en hann hafði starfað sem þjálfari frjálsíþróttafólks í héraðinu frá því í október. Að sögn Valgerðar Auðunsdóttur, formanns frjálsíþróttanefndar HSK, var það erfið ákvörðun að segja þjálfaranum upp. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 426 orð

"Getum blandað okkur í baráttuna á toppnum"

EVRÓPUBIKARKEPPNI í tugþraut karla og sjöþraut kvenna, 2. deild, fer fram á Laugardalsvelli um helgina og hefst keppni báða dagana klukkan 10. Þar keppir karlalið Íslands í riðli með Dönum, Írum, Slóvenum og Lettum en kvenfólkið með Lettum, Írum og Dönum. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 317 orð

ÍA U23 - Þór U231:2 Akranesvöllur, 16-liða úrslit bika

Akranesvöllur, 16-liða úrslit bikarkeppni KSÍ, föstudaginn 30. júní 1995. Aðstæður: Suð-vestan strekkingur og völlurinn blautur. Mark ÍA U23: Bjarni Guðjónsson (78.). Mörk Þórs U23: Hreinn Hringsson (50., 74.) Gult spjald: Heimamennirnir Unnar Valgeirsson (35.), Viktor Viktorsson (85.), báðir fyrir brot. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 474 orð

Júgóslavar á siglingu

JÚGÓSLAVAR, Litháar, Króatar og Grikkir eru komnir í undanúrslit Evrópukeppninnar í körfuknattleik sem fram fer í Aþenu. Jugóslavar, sem urðu heimsmeistarar árið 1990 en voru síðar settir í alþjóðlegt keppnisbann, sýndu í gær að þeir eru ákveðnir í að snúa aftur á toppinn. Þeir sigruðu Frakka 104:86 og áttu ekki í nokkrum vandræðum með það. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 330 orð

"Kátir voru karlar"

ÞÓRSARAR hafa heldur betur komið á óvart í bikarkeppninni í ár og er annarar deildar liðið komið með tvö lið í átta liða úrslit. Í gærkvöldi vann ungmennalið Þórs ungmennalið ÍA 1:2 á Skipaskaga og mætir Fram í 8-liða úrslitum. Akureyringarnir voru að sjálfsögðu ánægðir að leikslokum og fögnuðu að hætti Skagamanna - "Kátir voru karlar" hljómaði um vallarhúsið á Akranesi. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 134 orð

KNATTSPYRNAUnglingarnir til Færey

LANDSLIÐ 18 ára og yngri leikur vináttulandsleik við jafnaldra sína frá Færeyjum í Tóftum á morgun klukkan tvö. Liðið hefur verið valið og er skipað eftirtöldum leikmönnum: markverðir eru Gunnar Sveinn Magnússon, Fram og Tómas Ingason, Val, aðrir leikmenn, Rúnar Ágústsson, Fram, Sigurður Elí Haraldsson, Fram, Valur Fannar Gíslason, Fram, Þorbjörn Atli Sveinsson, Fram, Árni Ingi Pjetursson, Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 145 orð

KÖRFUKNATTLEIKURJúgóslavar á leið á to

JÚGÓSLAVAR hafa ekki þurft að leika af fullum krafti enn sem komið er í Evrópukeppninni í körfuknattleik sem fram fer í Aþenu, en eru þó taldir með besta liðið. Í gær sigruðu þeir Frakka nokkuð örugglega í 8- liða úrslitum og mæta heimamönnum í dag í undanúrslitum. Á myndinni má sjá Predrac Danilovic skora gegn Thiery Gadou frá Frakklandi. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 89 orð

Morceli með besta tíma ársins í 1.500 m

NOUREDDINE Morceli, heimsmethafi í 1.500 metra hlaupi frá Alsír, náði í gær besta tíma ársins í greininni á móti í Pétursborg í Rússlandi. Morceli hljóp á þremur mínútum 32,45 sekúndum. Aðeins Morceli sjálfur hafði hlaupið hraðar á árinu, en hann fór vegalengdina á 3.32,99 mín. í Sevilla 3. júní. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 304 orð

Ríkharður og Rútur í landsliðshópinn

Tvær breytingar hafa verið gerðar á landsliðshópi Íslands sem mætir Færeyingum á Neskaupstað á morgun kl. 14. Sigurður Jónsson frá Akranesi getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og Þorvaldur Örlygsson, leikmaður Stoke, gaf heldur ekki kost á sér, en í þeirra stað koma Ríkharður Daðason úr Fram og Rútur Snorrason úr Eyjum. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 485 orð

Slakt á Norðurlandamótinu

Íslensku landsliðin í golfi urðu í neðsta sæti, bæði karlar og konur, á Norðurlandamótinu sem lauk í Svíþjóð í gær. Fyrir tveimur árum lék íslenska karlaliðið á 670 höggum og varð í þriðja sæti, nú leikur liðið á 37 höggum meira og endar í fimmta og síðasta sæti. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 406 orð

Stefnir í uppgjör Seims og Jörfa

Allt stefnir í spennandi uppgjör milli Seims frá Víðivöllum fremri í Fljótsdal og Jörfa frá Höfðabrekkku á fjórðungsmóti austfirska hestamanna, sem haldið er á Fornustekkum, því litlu munar á þeim eftir forkeppnina. Seimur, sem keppir fyrir Freyfaxa, hefur vinninginn, er með 8,69 en Jörfi, sem keppir fyrir Hornfirðing, er með 8,64. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 185 orð

Tennis

Wimbledon-mótið Fimmti keppnisdagur: Einliðaleikur karla, þriðja umferð: Michael Joyce (Bandaríkjunum) - Chris Wilkinson (Bretlandi) 5-7 6-4 7-6 (7-3) 6-4 14-Todd Martin (Bandaríkjunum) - Derrick Rostagno (Bandaríkjunum) 6-3 4-6 4-6 6-2 6-4 Aaron Krickstein (Bandaríkjunum) - Tomas Carbonell (Spáni) 6-7 (2-7) 7-5 5-7 6-3 Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 418 orð

UM HELGINAFrjálsar Evrópubikarkeppnin í f

Frjálsar Evrópubikarkeppnin í fjölþraut á Laugardalsvelli, 2. deild, fyrsti riðill. Í karlaflokki keppir Ísland, Írland, Slóvenía, Lettland og Danmörk og í kvennaflokki Ísland, Írland, Lettland og Danmörk: Laugardagur 10.00 100 m hlaup karla 10.40 Langstökk karla 10.45 100 m grindarhlaup kvenna 11.30 Hástökk kvenna 12.10 Kúluvarp karla 13. Meira
1. júlí 1995 | Íþróttir | 593 orð

Þórsarar eiga einir tvö lið í átta liða úrslitum

Dregið var í átta liða úrslit bikarkeppni KSÍ í hádeginu í gær, en leikirnir fara fram 11. og 12. júlí. Nöfn fimm fyrstu deildar liða voru í brúsanum þegar dregið var, tvö lið úr annari deild og eitt unglingalið. Aðeins einn fyrstu deildar leikur verður, ef svo má að orði komast, Valsmenn fá Grindvíkinga í heimsókn. Meira

Sunnudagsblað

1. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 805 orð

Ástríður og ævintýri

UNGUR maður (Johnny Depp) tekur sér stöðu á ystu brún auglýsingaksiltis á þaki fjörutíu hæða stórhýsis. Hann er með grímu fyrir andlitinu, skikkjuklæddur, mundar sverð og kveðst vera Don Juan, mesti elskhugi í heimi sem hafi táldregið á annað þúsund konur. Nú vill hann stytta sér aldur af því að hann hefur tapað ástinni sinni einu og finnst hann ekki hafa neitt að lifa fyrir. Meira
1. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 1007 orð

Tragísk goðsögn í lifanda lífi

ÞAÐ verður tæpast um það deilt að Marlon Brando er einn hæfileikaríkasti og dáðasti leikari sem bandarískur kvikmyndaiðnaður hefur af sér getið. Í þeim 35 kvikmyndum sem hann hefur gert á 40 ára ferli hefur þessi 71 árs gamla stórstjarna skapað sumar af eftirminnilegustu persónum kvikmyndasögunnar, svo sem Don Corleone í Guðföðurnum. Meira

Úr verinu

1. júlí 1995 | Úr verinu | 465 orð

Eikarbáturinn Hrönn í ferðir um Skjálfanda

BRÆÐURNIR Hörður og Árni Sigurbjarnarsynir á Húsavík eru stórhuga menn. Þeir keyptu í júní í fyrra eikarbátinn Hrönn frá Grenivík og hafa nú breytt honum í glæsilegt skemmtiskip og gefið því nafnið Knörrinn. Hyggjast þeir bræður bjóða fólki og ferðalöngum upp á skemmtisiglingar um Skjálfandaflóann í sumar. Meira
1. júlí 1995 | Úr verinu | 370 orð

Íslensk fyrirtæki hafa lítinn áhuga á þátttöku

SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN Inrybprom-95 verður haldin í St. Pétursborg í Rússlandi dagana 15. til 20.júní. Sýningunni er ætlað að kynna vélar og tæki fyrir útgerð, fiskvinnslu og fiskafurðir og það nýjasta sem er í boði vegna framleiðslu og pökkunar. Sýningin er haldin með stuðningi rússneska sjávarútvegsráðsins og ríkisstjórnarinnar og hefur formaður fiskveiðiráðsins, V.F. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

1. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 291 orð

Yfirlit: Suð

Yfirlit: Suður af landinu er 1.028mb hæðarsvæði sem hreyfist lítið. Yfir austurströnd Grænlands er lægðardrag sem fer austur. Spá: Norðvestlæg átt, yfirleitt kaldi. Við vestur- og norðurströndina verður skýjað með köflum en léttskýjað annars staðar. Meira

Lesbók

1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 3594 orð

AÐ AKA Í SÁTT VIÐ LANDIÐ SITTStyttir kaflar úr bók sem kom út fyrir jól 1994 og heitir: Jeppar á fjöllum. Með tilliti til þess

ÞÖGN!Eftir GUÐMUND P. ÓLAFSSON Landslag er sjaldan hlutlaust fyrirbæri. Augað sér um það. Línur í landslagi, birta og litir, fjölkynngi, hljóð og kraftur náttúrunnar - allt þetta sameinast og sundrast og opinberast sífellt sem augnayndi eða saga, kunni menn að lesa á landslag og láta landið segja sér sögur. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 751 orð

Að blóta á íslensku

Höfundar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir, Illugi Jökulsson og Guðrún S. Gísladóttir. Tónlistarflutningur: Helga Þórarinsdóttir. Hljóðupptaka: Georg Magnússon. Leikendur: Guðrún S. Gísladóttir, Helga Þórarinsdóttir. Raddir: Erlingur Gíslason, Gérard Lemarquis, Sigurbjörg Árnadóttir, Illugi Jökulsson, Broddi Broddason. Fimmtudagur 29. júní. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1534 orð

Af nógu að taka þrátt fyrir endalok kommúnismans Milan Richter hefur undanfarin tvö og hálft ár verið sendiráðunautur Slóvakíu á

MIÐ-EVRÓPA er gamalgróið menningarsvæði og Milan Richter á rætur að rekja í þennan jarðveg. Hann er gyðingur af slóvakískum ættum, ljóðskáld og mikilvirkur þýðandi. Undanfarið tvö og hálft ár hafa þó menningarstörfin legið í láginni, því hann hefur verið sendiráðunautur Slóvakíu í Noregi og á Íslandi, með aðsetur í Ósló. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 72 orð

Afturhvarf Adams

Þegar maðurinn féll í Eden grét himnaríki. Sál hans, huldist myrkri. En síðar snéri hann sér til Drottins með allar syndir sínar, fékk þær fyrirgefnar og er á Himnum, hjá Guði sínum. Hlátur Sólin hló og baðaði út örmum sínum faðmaði landið og smellti kossi á vanga þess. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 689 orð

Aldrei hefurverið jafn mikilþörf á sjón-rænni menntun

Að njóta lista eiga ekki að vera forréttindi hinna fullorðnu. Einlægur listnjótandi getur allt eins verið 9 ára eða 50 ára. Mörg dæmi eru um það að ákveðin sjónrænræn reynsla hafi verið sumum einstaklingum nokkurs konar opinberun og jafnvel skipt sköpun í lífi viðkomandi. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1301 orð

Altæk vél

Árið 1950 skrifaði enski stærðfræðingurinn Alan Turing (1912­1954) grein sem hann kallaði "Computing Machinery and Intelligence". Í þessari grein velti hann því fyrir sér hvort hægt sé að forrita tölvu þannig að hún fái mannsvit. Hann ræddi ýmis hugsanleg rök gegn hugmyndinni, hafnaði þeim öllum og stakk upp á aðferð til að skera úr um hvort tölva geti hugsað eins og maður. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1860 orð

Andlegtferðalag

Síðastliðið sumar fór ég ásamt vinkonu minni í ferð sem hefur á afgerandi hátt auðgað líf okkar og breytt. Við höfðum lesið grein um indverskan andlegan meistara sem er kona og heitir Mata Amritanandamayi (Móðir eilífrar alsælu) í yoga-tímariti. Við skrifuðum til höfuðstöðva hennar í Evrópu sem eru í Frakklandi (Maison Amrita, B.P. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 357 orð

Auglititil auglitis

Í upphafi sagði Guð: Láti jörðin af sér spretta græn grös. Þá varð til gróið land, ­ græn tún, ­ engi og móar, holt og hæðir, ­ allt opið, engin hindrun, ­ hvorki girðingar né gaddavír. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 65 orð

Bréf til þín

Ég vil eignast sólina og sendi bréf til þín í gegnum skýin Þér vil ég flytja fegurstu ljóð um ástina í fyllingu tunglsins Úr mínum innstu hugskotum hafði ég þig úr fyllingu draumsins Því ljósið sem slökknaði kveiktir þú í fyllingu tímans Og á fjarlægum stað þegar kvæðið endar sitjum við saman ég og þú í fyllingu Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 373 orð

Fjölskyldumyndir Jans Knaps

Á SUMARSÝNINGU Listasafnsins á Akureyri, verða í vestursal sýnd verk tékkneska listamannsins Jans Knaps. Jan Knap fæddist í Chrudimi í þáverandi Tékkóslóvakíu árið 1949, lærði arkitektúr í Prag og listmálun í Düsseldorf en flutti þá til Bandaríkjanna þar sem hann bjó og starfaði að list sinni í áratug uns hann flutti til Evrópu á ný, Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 423 orð

Frumflytur nýtt kórverk eftir Jón Nordal

SÖNGHÓPURINN Hljómeyki mun frumflytja Requiem, nýtt kórverk eftir Jón Nordal, á fyrstu tónleikunum á tuttugu ára afmælishátíð Sumartónleika í Skálholtskirkju í dag. Aldasöngur, annað verk eftir sama tónskáld, verður jafnframt á efnisskránni en Hljómeyki frumflutti það einnig á sínum tíma. "Það er alltaf tilhlökkunarefni að fá nýtt verk frá Jóni. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 731 orð

Heimsfrægir í Færeyjum

SEXTÍU ár eru liðin frá fyrstu utanferð Karlakórs Reykjavíkur og þá voru Færeyjar fyrsti viðkomustaðurinn í ferð um Norðurlönd. Það var því kominn tími til að sækja Færeyinga heim á ný og það gerði kórinn um hvítasunnuhelgina, dagana 1. til 4. júní sl. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 367 orð

Hér var gríðarstór maður í gærkvöldi

STÓRSÖNGVARARNIR Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson syngja þessa dagana í sama óperuhúsinu, Ríkisóperunni í Hamborg; Kristján í Aidu eftir Verdi en Kristinn í Rakaranum í Sevilla eftir Rossini. "Ég komst að því þegar ég var að undirbúa mig fyrir fyrstu sýninguna að Kristinn væri að syngja hérna líka," segir Kristján. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1265 orð

Hvar eru sumarupplýsingarbest geymdar?

VIÐ höldum sjálfum okkur þjóðhátíð. Tilefnið er við sjálf í upphafinni mynd. Við drögum fram það sem við erum stoltust af og viljum að einkenni okkar og aðgreini frá öðrum. Sagan, bókmenntirnar, ættjarðarljóðin, dæmi um dugnað okkar, samhygð og hreysti ferðast þennan dag um landið og miðin á öldum ljósvakans, á rás hins hugsandi manns. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1950 orð

Í húsum skáldsins

ÞAÐ fyrsta sem vekur athygli ferðalangsins þegar stigið er út úr lestinni á brautarstöðinni í Stratford, er hve skipulega er tekið á móti ferðamönnum. Varla hefur verið numið staðar fyrr en hafin er kynning á þeim möguleikum sem bjóðast. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð

Í leik með blænum

Það var logn og leit vel útmeð daginn lóan kom í gær og kynnti sig. Himinninn var fagur og hlýjan sunanblæinn hálfangaði til að leika sér við mig. Blessað vorið burtu kallar beiskju og sorg blómin klæða í sumarskrúða dal og hól. Og á mína skuggum skreyttu skýjaborg skín hin bjarta heiða morgunsól. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 123 orð

Íslensk tunga

Þeir sem lesa ei neitt nema númer í símaskránni og nýjustu tilboð frá pítsu- og kjúklingastöðum og fregnir af gestum á einni eða annarri kránni og æsingafréttir og ljósmyndasíður í blöðum, Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 78 orð

Kvöld í Vogum

Sólin þokast sína leið í vetur siglir dagsins birta, inn í nótt þessi tími er þreyttum manni bestur þá er allri veröldinni rótt. Lognið hvíta, litatöfrum slungið lofar skýjunum að spegla sig Í voginum, þar sem vorljóðið er sungið svo vetrarkvíðinn yfirgefi þig. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 496 orð

Lágmyndir og rýmisverk Jóns Gunnars

SUMARSÝNING Listasafnsins á Akureyri verður opnuð laugardaginn 1. júlí klukkan 16.00. Aðalhluti sumarsýningarinnar eru verk hins kunna listamanns Jóns Gunnars Árnasonar (1931-1989). Sýndar verða einkum lágmyndir Jóns Gunnars og nokkur rýmisverk hans. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 318 orð

Listahátíð í Lundi

MIKIL menningarhátíð var haldin í Lundi fyrir skömmu, þar sem þátt tóku eingöngu listamenn frá staðnum. Sælkerar af öllum listgreinum fundu á dagskránni eitthvað við sitt hæfi. Boðið var upp á meðal annars dans, ljóð, tón-, leik- og myndlist, veggjakrot o.fl. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 802 orð

Listkennslaog lífsþroski

Almenn lífsgildi ættu að vera kjölfesta í öllu námi og uppeldi. En hvað eru lífsgildi? Eru þau hin sömu fyrir alla? Mat manna á hvað eru lífsgildi er oft bundið reynsluheimi viðkomandi en samkvæmt Aristóteles og fleiri heimspekingum er líf án menningar afskræming lífsins. Upphafleg merking orðsins "kúltúr" eða menning er dregin af orðinu að rækta eða skapa. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 518 orð

Maðurinn sem ekki var til

BÓKASAFNSFRÆÐINGAR National Geographic voru furðu lostnir þegar skyndilega fóru að streyma inn bréf þar sem spurst var fyrir um ljósmyndarann Robert Kincaid en mynd hans af yfirbyggðri brú í Iowa átti að hafa birst á forsíðu tímaritsins í maí 1966. Susan Canby, yfirbókavörður, leitaði fram og aftur í spjaldskrá safnsins. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 406 orð

MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Kjarvalsstaðir "Íslensk myndlist" til 10. september. Safn Ásgríms Jónssonar Vormenn í ísl. myndlist til 31. ágúst. Ásmundarsafn Stíllinn í list Ásmundar fram á haust. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Gunhild Skovmand til 7. ágúst. Gerðarsafn Verk Gerðar Helgadóttur til 16. júlí. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 379 orð

Mikka á stofuvegginn

ÞEIR sem ekki kunna að meta hefðbundin listaverk ættu ef til vill að verða sér úti um teiknimyndir á veggina heima hjá sér. Úr nógu er að velja, hvort sem menn eru hrifnir af sígildum teiknimyndum úr smiðju Disneys eða vilja halda sig við nútímann og horfa framan í þá kumpána Beavis og Butthead. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 83 orð

Minning lagsins

minning lagsins leggst í þína sál og söngur þess sem söng ómar þegar nóttin með netin svört bíður þess sem berst með haustsins vindi og værðin færist nær og hvergi heyrist hljóð en söngur þess sem söng og lék þann tón sem hljómar tær sem tár þegar þú hefur vakað langan veg og lífið líður hjá býr í þinni sál þó öll þín Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Nútímaútgáfa mannslíkamans

ÞAÐ tíðkast á tvíæringnum að setja upp yfirlitssýningu af einhverju tagi. Sú viðamesta í ár var aldarafmælissýningin Identitá e alteritá", sem Jean Clair, sígagnrýndur framkvæmdastjóri tíværingsins, setti saman, með það efst í huga að sýna hvernig mannslíkaminn hefði verið meðhöndlaður í listum undanfarna öld. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 384 orð

Ný sýn á Wordsworth

HÁÐSÁDEILA eftir Willam Wordsworth fannst nýlega á skoska landsbókasafninu, 200 árum eftir að hún var samin. Skoska skáldið varð þekktast fyrir náttúrustemmningar sínar en verk Wordsworths og S.T. Coleridges Lyrical Ballads" markaði upphaf rómantísku stefnunnar í enskum bókum. Af lestri háðsádeilunnar má vera ljóst að Wordsworth var afar ósáttur við þá spillingu sem réð ríkjum á þessum tíma. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 407 orð

Ofbeldi í óperunni

VÍNARÓPERAN er vart söm eftir tvær rafmagnaðar frumsýningar fyrr í þessum mánuði. Það eitt að um frumsýningar var að ræða í hinum íhaldssama óperuheimi Vínarborgar var afar óvenjulegt, en það sem kom óperugestum þó fyrst og fremst í opna skjöldu var það hversu ofbeldisfullar sýningarnar voru, að því er segir í The European. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1092 orð

Sjón ­ skilningur ­ teikning

TEIKNING er ein af undirstöðuþáttum myndlistar. Öll heilbrigð börn teikna. Með aukinni þekkingu á myndsköpun barna og unglinga hafa margir velt fyrir sér mikilvægi hennar fyrir vitsmuna- og tilfinningaþroska einstaklingsins. Samanburður á teikningum barna á mismunandi aldri og frá ólíkum löndum sýnir að hægt er að rekja ákveðið þróunarferli sem tengist þroska vitsmunanna. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 71 orð

Skák

Tilvist mín hér er tilefni að skák sem tefla þau lífið og maðurinn með ljáinn. Að líkum mun lífið að lokum verða mát og lífsmáttur jarðar endurheimta náinn. Leiðarlok munu þá lögformlega skráð lifandi dauður bústað mínum rúinn. Andanum festir enginn hendur á upphafs síns leitar. Jarðvist mín er búin. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 3060 orð

Sumar-dósentinn

HÁSKÓLI Íslands var formlega stofnaður á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. Mikil hátíðahöld fóru fram í Reykjavík þann dag og víðar, t.d. á fæðingarstað Jóns á Hrafnseyri þar sem afhjúpaður var bautasteinn Jóns. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 275 orð

Sýnd í skipakví í Kaupmannahöfn

"GUDRUNS 4. sang", ný ópera eftir Hauk Tómasson tónskáld, verður frumflutt í Kaupmannahöfn í lok júlí á næsta ári í tengslum við mikla menningardagskrá í borginni, en Kaupmannahöfn verður menningarborg Evrópu árið 1996. "Það koma mun fleiri til með að heyra þetta verk en hin verkin mín," segir Haukur en þetta er stærsta verkefnið sem hann hefur ráðist í til þessa. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 644 orð

Tökum til hendinni

Vladimir Ashkenazy er mikill áhugamaður um byggingu tónlistarhúss á Íslandi. Í samtali við Orra Pál Ormarsson lætur hann í ljós áhyggjur af gangi mála í þeim efnum og kveðst reiðubúinn að leggja hönd á plóginn svo draumurinn geti orðið að veruleika. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 110 orð

Umhyggja -brot

Merlar mánaskin mararflöt, léttum vindi vakinn. Glampa geislabrot, gulli er stráð á sæ hausts á kyrru kvöldi. Dimmt er húmið hljótt, hvíslar góða nótt þeim er heima heyrir. Sælt er að nóttu svefn drukkinn í sæng að hvílast. Þó eru ei allir innan húsa lífs á bjartri braut. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 70 orð

Vísur

Er sem dáðir himna dýrðar drjúpi, er glaðnar land og sær. Birtast í skjóli raddir skýrar, skínandi himindögg, fjær og nær. Undra fagur dýrðar, dagur dvelja láttu, sumar frítt; geisla þína gullna skína gegnum litla hjartað mitt. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð

Vor

Ilmur af mjúkri mold ylur frá himins kyndli mjúkur blær í lofti og myrkir fjötrar bráðna sem fönn á foldu. Hjarta mitt fagnar því sólin strauk hlýrri hendi sinni um tárvotan vanga minn í dag hughreysti mig og sagði: Vorið er komið sumarið er í nánd. Meira
1. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 96 orð

Þýðing

Flögrandi blöð hjá gyðjum lyga og lista litskreytir ekki töfrapensill minn svo títt og stöðugt sem tryggur pappírinn vildi. Því, fagra vinkona, blýantur þinn á bréfi biður mig stundum fyrir sín leyndarmál: Þögula sorg og gleði sem dagarnir gleymdu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.