Greinar föstudaginn 18. ágúst 1995

Forsíða

18. ágúst 1995 | Forsíða | 380 orð | ókeypis

17 manns særast í tilræði í París

SAUTJÁN manns særðust, þar af ellefu erlendir ferðamenn, þegar sprengja sprakk nálægt Sigurboganum í París á háannatíma í gær. Að sögn lögreglumanna á staðnum virtist sprengjan hafa verið í gashylki og dreifði 10 sm löngum nöglum yfir svæðið. Meira
18. ágúst 1995 | Forsíða | 313 orð | ókeypis

Kjarnorkutilraun fordæmd

RÍKISSTJÓRNIR víða um heim urðu í gær ókvæða við kjarnorkusprengingu Kínverja í tilraunaskyni í afskekktri eyðimörk í vesturhluta Kína. Hörðust voru viðbrögð Japansstjórnar, sem hótaði að draga úr þróunaraðstoð sinni við Kínverja. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði að kjarnorkutilraunin gæti skaðað samningaumleitanir um algjört bann við slíkum sprengingum. Meira
18. ágúst 1995 | Forsíða | 195 orð | ókeypis

Króatar kveikja í heimilum Serba

KRÓATÍSKIR hermenn og óbreyttir borgarar kveikja nú á skipulegan hátt í húsum, sem Serbar yfirgáfu á fjöldaflóttanum frá Krajina-héraði, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna. Embættismennirnir segja að frá því Króatíuher náði héraðinu á sitt vald hafi Króatar kveikt í tugum draugabæja í skefjalausri eyðileggingarherferð, Meira
18. ágúst 1995 | Forsíða | 218 orð | ókeypis

Meinað að hitta dæturnar

EIGINKONA Saddams Husseins Íraksforseta, Sajida, er nú komin aftur til Bagdad frá Amman og sagði dagblaðið The Daily Telegraph að jórdönsk yfirvöld hefðu meinað henni að hitta landflótta dætur sínar. Meira

Fréttir

18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 218 orð | ókeypis

1.000 fleiri atvinnulausir í júlí en í fyrra

ATVINNULAUSIR í júlímánuði voru 5.436 sem jafngildir 3,8% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi í júlímánuði ekki áður mælst jafnmikið. Atvinnulausir karlar voru 2.157 eða 2,6% og konur 3.279 eða sem jafngildir 5,5%. Að meðaltali eru um eitt þúsund fleiri atvinnulausir í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð | ókeypis

33. þing SUS sett í dag

ÞRÍTUGASTA og þriðja þing Sambands ungra sjálfstæðismanna verður sett í dag í húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri. Þingið stendur í þrjá daga. Guðlaugur Þór Þórðarson formaður SUS setur þingið um klukkan 18, en að því loknu munu Svanhildur Hólm Halldórsdóttir formaður Varðar á Akureyri og Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpa þingið. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð | ókeypis

36 tefldu í firmakeppni í Hafnarfirði FIRMAMÓT Skákfélags Hafnarfj

FIRMAMÓT Skákfélags Hafnarfjarðar var haldið laugardaginn 13. ágúst sl. í verslunarmiðstöðinni Miðbæ Hafnarfjarðar. Alls tóku 36 fyrirtæki þátt í keppninni. Úrslit urðu þau að jöfn í fyrsta sæti urðu Bedco & Mathiesen (Ágúst Sindri Karlsson) og Tryggvi Ólafsson, úrsmiður (Andri Áss Grétarsson). Hvalur hf. (Þorvarðar Fannar Ólafsson) varð í þriðja sæti. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

40% hækkun milli ára

VERÐ á rúllubaggaplasti til bænda er hátt í 40% dýrara í ár en það var í fyrra, en talið er að verðið hafi náð hámarki og fari jafnvel lækkandi þegar líður á haustið. Að sögn Jóhannesar Guðmundssonar hjá Ingvari Helgasyni hf., sem er einn stærsti innflytjandi rúllubaggaplasts hér á landi, kostar hver plastrúlla nú um 6.000 krónur með virðisaukaskatti, en í fyrra var verðið um 4. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 327 orð | ókeypis

Aðeins tegundir sem ekki eru unnar hér

LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ úthlutaði í gær ostatollkvótum sem auglýstir voru til umsóknar 28. júlí sl. Umsóknir bárust frá 11 fyrirtækjum um samtals 78.550 kíló, en til úthlutunar voru 18.000 kíló. Úthlutað var 19.000 kílóa tollkvóta á osti sem ekki er framleiddur hér á landi, en þau 1.000 kíló sem umfram eru koma af tollkvóta fyrir nóvember og desember. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 138 orð | ókeypis

Arnljótur Björnsson skipaður dómari

FORSETI Íslands hefur að tillögu dómsmálaráðherra skipað Arnljót Björnsson prófessor dómara við Hæstarétt Íslands frá 11. ágúst 1995. Arnljótur fæddist í Reykjavík 31. júlí 1934. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1954, kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1959 og stundaði framhaldsnám í sjórétti og vátryggingarétti við Norrænu sjóréttarstofnunina 1967 til 1968. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð | ókeypis

Aukin eftirpurn eftir æðardúni

EFTIRSPURN eftir æðardúni hefur aukist á nýjan leik eftir talsverða lægð í sölu og eftirspurn undanfarin þjú ár. XCO hf. í Reykjavík sem flutt hefur út æðardún í 20 ár, gerði nýverið samning um sölu á nokkur hundruð kílóum af æðardúni til Asíu. Eldri birgðir fyrirtækisins seldust hins vegar upp síðastliðið vor og býður það nú bændum 35. Meira
18. ágúst 1995 | Miðopna | 1190 orð | ókeypis

Áherzla á samstarf í umhverfismálum

FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlandanna lýstu á fundi sínum á Ilulissat í Grænlandi fyrr í vikunni yfir stuðningi við stofnun Norðurheimskautsráðs, og verða Norðurlöndin fimm stofnríki ráðsins ásamt Rússlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 174 orð | ókeypis

Áhorfendur tóku vel undir

ÞJÓÐSÖNGURINN var fluttur með nýstárlegum hætti á landsleik Íslendinga og Svisslendinga sl. miðvikudag. Í stað þess að leika þjóðsönginn af bandi var hann spilaður á hljómborð og tíu ungir leikarar leiddu sönginn. Textanum var dreift til áhorfenda, sem tóku vel undir. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 505 orð | ókeypis

Áhugi á vísindum hefur alls ekki dvínað

Í DAG er ein öld liðin frá fæðingu Eggerts Vilhjálms Briem, fyrrverandi flugmanns, uppfinningamanns og sjálflærðs eðlisfræðings. Eggert fæddist að Goðdölum í Skagafirði þann 18. ágúst árið 1895, sonur hjónanna Steinunnar Pétursdóttur og séra Vilhjálms Briem sóknarprests þar. Meira
18. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

Bermúda áfram nýlenda Breta

MIKILL meirihluti kjósenda á Bermúda vill að eyjarnar verði áfram bresk nýlenda, samkvæmt niðurstöðum almennra kosninga sem fram fóru á eyjunum á miðvikudag. Kjörsókn var 57%, en alls voru 38 þúsund manns á kjörskrá. Sjötíu og þrír af hundraði greiddu atkvæði gegn tillögu um að Bermúda lýsti yfir sjálfstæði, en 25% voru fylgjandi. Meira
18. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 168 orð | ókeypis

Bildt gagnrýnir Evrópustefnu

CARL Bildt, formaður sænska Hægriflokksins, gagnrýndi í vikunni stjórn jafnaðarmanna harðlega fyrir hvernig hún hefur haldið á málum innan Evrópusambandsins frá því að Svíar gerðust þar aðilar um áramótin. Á blaðamannafundi sagði hann nauðsynlegt að Svíar létu meira til sín taka en raunin hefðu verið til þessa innan ESB. Meira
18. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 465 orð | ókeypis

Bosníustjórn neitar að hitta Carl Bildt

HÁTTSETTIR embættismenn Bosníustjórnar neituðu í gær að hitta Carl Bildt, sáttasemjara Evrópusambandsins (ESB) og fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, og sögðu að friðartillögur hans væru úreltar. Króatar hafa einnig neitað að tala við Bildt og virðast tillögur Bandaríkjamanna nú vera efst á baugi í Bosníu og Króatíu. Meira
18. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 91 orð | ókeypis

Efast um áhrif AZT á alnæmi

BANDARÍSKIR vísindamenn birtu á miðvikudag niðurstöður rannsóknar, sem gerð var á 1600 sjálfboðaliðum með alnæmisveiruna og leiddi í ljós að lyfið AZT heldur sjúkdómnum ekki í skefjum þegar það er gefið á frumstigum hans. Meira
18. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 190 orð | ókeypis

Enn kvartað yfir ónæði

BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallaði á fundi sínum í gær um bréf Önnu Dóru Gunnarsdóttur og Eiríks Kristinssonar, Strandgötu 45, þar sem þau ítreka kvartanir yfir hávaða og ónæði frá veitingastaðnum Við Pollinn. Einnig er því mótmælt að öðrum veitingastað við Strandgötu verði veitt vínveitingaleyfi. Meira
18. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 188 orð | ókeypis

ESB vill eftirlit með kjarnorkutilraunum

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins vonast til að væntanlegur fundur kjarnorkusérfræðinga ESB-ríkja með frönsku stjórninni muni útkljá hvernig hátta megi heimsóknum embættismanna ESB til Mururoa-rifs, þar sem Frakkar framkvæma kjarnavopnatilraunir sínar. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 40 orð | ókeypis

Ferming í Breiðabólstaðarkirkju

Fermingarguðsþjónunsta verður í Breiðabólstaðarkirkju á Skógarströnd nk. sunnudag 20. ágúst kl. 14. Prestur er sr. Gunnar Eiríkur Hauksson. Fermd verður: Sólveig Anna Þorvaldsdóttir, búsett í Zagreb í Króatíu en heldur nú til á Breiðabólstað í Skógarstrandarhreppi. Meira
18. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 324 orð | ókeypis

Fjarkennsla fyrir 10. bekkinga á Bakkafirði í athugun

Í GRUNNSKÓLANUM á Bakkafirði er enginn 10. bekkur frekar en á mörgum smærri stöðum á landinu. Reglur kveða á um að nemendur skuli sækja skóla í sinni heimabyggð en það hugtak er teygjanlegt og oft um langan veg að fara í næsta skóla. Heimavistarskólar á grunnskólastigi hafa verið að lognast út af á síðustu árum og margir foreldrar eru ekki sáttir við að senda börn sín á fjarlægar slóðir. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð | ókeypis

Fjölskyldan í friðarumræðu

KYNNINGARKVÖLD Heimsfriðarsambands fjölskyldna verður haldið föstudaginn 18. ágúst kl. 20 að Hverfisgötu 65a. Í fréttatilkynningu segir að ræddar verði hugmyndir um hlutverk fjölskyldna í friðarumræðum en verið er að setja á laggirnar sams konar hreyfingu í mörgum löndum. Ennfremur verði sagt frá "World Culture and Sports Festival" og "Blessing 95" þar sem áætlað er að u.þ.b. 360. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 176 orð | ókeypis

Foreldraþing á Eiðum

LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli standa fyrir foreldraþingi á Eiðum síðustu helgina í ágúst, 26.­27. ágúst. Þar munu foreldrar nemenda í grunnskólum bera saman bækur sínar í skóla- og uppeldismálum. Einkum er vænst þátttöku foreldra á Austur- og Norðurlandi sem ekki áttu þess kost að sækja landsfund foreldra í Reykholti á Ári fjölskyldunnar 1994. Meira
18. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 144 orð | ókeypis

Frambjóðendur neitanjá"-inu

Njá-slagorð sænska Miðflokksins í kosningabaráttunni fyrir Evrópuþingskosningarnar 17. september hlýtur dræmar undirtektir leiðandi flokksmanna. Tveir helstu frambjóðendur flokksins eru báðir stuðningsmenn ESB og því ósáttir við að vera settir undir svo máttlaust slagorð. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð | ókeypis

Framkvæmdastjóri SÍV

FINNUR Sveinbjörnsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka. Hann tekur til starfa 1. september nk. Finnur Sveinbjörnsson er hagfræðingur að mennt. Hann lauk háskólaprófum í Englandi (B.Sc.(Econ), University of Leicester) og Bandaríkjunum (M.A. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 162 orð | ókeypis

Fræðslufundir um alþjóðlegar ættleiðingar

FÉLAGIÐ Íslensk ættleiðing hefur boðið til landsins danska sálfræðingnum Lene Kamm. Lene hefur undanfarin 7 ár haldið fyrirlestra fyrir fagfólk og foreldra á Norðurlöndunum auk þess sem hún hefur fengist við rannsóknir á högum útlendra barna sem ættleidd hafa verið til Danmerkur. Ákveðið hefur verið að hún haldi tvo fyrirlestra ­ fræðslufundi. Þann fyrri á föstudag, 25. Meira
18. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 208 orð | ókeypis

Færanlegar kennslustofur

Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í gær var lögð fram greinargerð frá félagsmálastjóra um skólavistun í Barnaskóla Akureyrar næsta skólaár og kostnaðaryfirlit um færanlegar kennslustofur frá byggingadeild. Þá var lögð fram ítrekun á afstöðu skólanefndar. Meira
18. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 73 orð | ókeypis

Gönguferð um Fossdal

SKIPULÖGÐ gönguferð í Fossdal undir fararstjórn verður farin næsta laugardag, 19. ágúst, farið verður frá Syðri Á. Þetta er fjórða ferðin í röð skipulegra gönguferða sem Ferðamálaráð Ólafsfjarðar og Skíðadeild Leifturs standa fyrir í sumar. Fossdalur er ystur af dölum Ólafsfjarðar og er mjög þægileg gönguferð þangað og útsýni gott bæði á leiðinni og eins í dalnum sjálfum, m.a. Meira
18. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 312 orð | ókeypis

Harðlínumaður ráðgjafi Jeltsíns

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, skipaði í gær harðlínumanninn Nikolaj Jegorov ráðgjafa sinn um innanríkismál. Ekki er nema mánuður síðan Jeltsín rak Jegorov úr embætti ráðherra þjóðabrota. Jegorov stjórnaði hernaði Rússa í Tsjetsjníju stuttlega en var vikið frá í júní ásamt Viktor Jerín innanríkisráðherra og Sergej Stepasjín, yfirmanni öryggismála í Rússlandi. Meira
18. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 72 orð | ókeypis

Hátíðarguðsþjónusta í Álftaneskirkju

HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA verður sunnudaginn 20. ágúst í Álftaneskirkju á Mýrum í tilefni af því að nú er endurgerð kirkjunnar lokið. Þá verður þess einnig minnst að á síðasta ári voru liðin 90 ár frá vígslu kirkjunnar. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð | ókeypis

Helgardagskrá í Viðey

VIKULEG laugardagsganga um Vestureyna verður á morgun, 19. ágúst. Hún hefst við kirkjuna kl. 14.15 og tekur rúmlega einn og hálfan tíma. Á sunnudag messar svo sr. María Ágústsdóttir kl. 14 með aðstoð Dómkórs og dómorganista. Sérstök bátsferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Eftir messu kl. 15.15 verður svo staðarskoðun. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð | ókeypis

Hofsjökli strokið

HOFSJÖKULL, skip Jökla hf., er nú í Reykjavíkurhöfn og verið að dytta að honum og mála. Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Jökla, segir að ágústmánuður sé einna rólegastur hvað flutninga varðar og því tækifærið gripið nú til þess að "strjúka" skipinu lítillega. Meira
18. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 94 orð | ókeypis

Hús utan um aðveitustöðvar

Grundarfirði-Í sumar hefur verið unnið að því að reisa nýstárleg hús utan um aðveitustöðvar, þær sem eru í bænum. Það er RARIK á Vesturlandi sem hafði forgöngu í því að hanna þessi hús sem Loftorka í Borgarnesi reisti úr einingum en Vírnet, einnig úr Borgarnesi, hannaði þökin. Þetta eru falleg hús og sóma sér betur en gömlu stöðvarnar sem voru utan í staurum. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð | ókeypis

Hvala- og fuglaskoðun að Eldey

FERÐAFÉLAG Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands efna sameiginlega til hvala- og fuglaskoðunarferðar út af Reykjanesi sunnudaginn 20. ágúst. Siglt verður skipinu Fengsæl frá Grindavíkurhöfn og verður haldið út að Eldey og víðar. Ferðin mun taka um 5 klst. og er brottför með rútu kl. 10 frá BSÍ eða mæting um borð í Fengsæli við Grindavíkurhöfn kl. 11. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð | ókeypis

Ísland í sjötta sæti af 174 löndum

ÍSLAND er sjötta land í röðinni í yfirliti um það hvar best er að lifa ef mið er tekið af lífslíkum, menntun og tekjuskiptingu. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um þróun, sem kynnt var í gær. Skýrslan er til undirbúnings ráðstefnunni í Peking og því eru þar margar upplýsingar er varða stöðu kynjanna. Þar kemur meðal annars fram að sænskar konur njóta mests jafnréttis. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 395 orð | ókeypis

Komust ekki í síma vegna ótta

"VIÐ læstum okkur inni og biðum á meðan þeir rótuðu frammi. Við ætluðum að hringja eftir hjálp, en fundum ekki lykilinn að skrifstofunni. Þegar allt var um garð gengið var lykillinn auðvitað á sínum stað, en við vorum svo hræddar að við fundum hann ekki, sama hvernig við leituðum," sagði Erna Magnúsdóttir, starfsstúlka í Botnsskála í Hvalfirði í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 467 orð | ókeypis

Kostnaður ríkissjóðs vegna húsnæðiskerfis 33 milljarðar frá 1988

KOSTNAÐUR ríkissjóðs vegna húsnæðiskerfisins nemur 33,4 milljörðum króna frá árinu 1988 miðað við verðlag seinasta árs, samkvæmt útreikningum Sambands ungra sjálfstæðismanna sem kynntir voru í gær. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 248 orð | ókeypis

Kýlaveiki í fiskeldi kallar strax á förgun

GÍSLI Jónsson fisksjúkdómalæknir segir að leggja verði alla áherslu á að einangra Elliðaárnar og koma í veg fyrir að kýlaveikin, sem nýlega fannst í laxi í ánum, berist í aðrar ár og fiskeldi. "Ég hef mestar áhyggjur af því að kýlaveikin berist í hafbeitarstöðvar. Við fylgjumst mjög vel með öllu sem gerist í stöðvunum. Meira
18. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 107 orð | ókeypis

Listasumar

Þorvaldur Þorsteinsson í Glugganum Vikuna 18.-24. ágúst sýnir Þorvaldur Þorsteinsson í Glugganum, sýningarrými Listasumars í verslunarglugga Vöruhúss KEA á Akureyri. Þar sýnir hann ljósmyndaseríu sem áður hefur birst almenningi undir nafninu "Svipmyndir úr safni ímyndaðrar heildar". Meira
18. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 298 orð | ókeypis

Lífdagarnir mislangir

NÚ STENDUR yfir á Akureyri óvenjuleg skúlptúrsýning í tengslum við Listasumar '95. Verk þessi má finna á nokkrum stöðum í bænum og þau eru ekki öll varanleg. Sum eru jafnvel með þeim hætti að þau grundvallast á þátttöku almennings. Sýningunni er aðallega komið fyrir á tveimur svæðum í bænum, Innbænum og í nágrenni Grófargils. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 318 orð | ókeypis

Lægsta grunnvatnsstaða í júní í tíu ár

GRUNNVATNSSTAÐA í vatnsbóli Reykvíkinga í júnímánuði hefur ekki verið jafnlág í a.m.k. 10 ár. Afar óvenjulegt er að grunnvatnsstaðan sé svona lág í júní, en hún nær að jafnaði lágmarki í ágúst. Ástæðan fyrir þessu er lítil úrkoma í vetur og vor. Síðustu vikur hefur mikið rignt og hefur grunnvatnsstaðan hækkað um 60 sentimetra síðan í júní. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 303 orð | ókeypis

Markmið um losun koltvísýrings nást vart

Markmið um losun koltvísýrings nást vart Hlutdeild olíu í upphitun húsa hefur lækkað úr 45% í 2% EKKI eru líkur á því að það markmið íslenskra stjórnvalda náist að losun á koltvísýringi vegna innlendrar eldsneytisnotkunar árið 2000 verði ekki meiri en hún var 1990. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 182 orð | ókeypis

Mál Sophiu Hansen rætt á þingi ÖSE

ÖSE-ÞINGIÐ er þingmannasamtök aðildarríkja ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Árlegur fundur ÖSE-þingsins var haldinn í Ottawa dagana 4.­8. júlí sl. Fulltrúar Alþingis notuðu tækifærið til að hitta tyrkneska starfsbræður sína. Fundur var haldinn miðvikudaginn 5. júlí og sátu hann Pétur H. Meira
18. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 54 orð | ókeypis

Minningarathöfn í El Salvador

BENDIK Eika, bróðir eins Norðmannanna, sem fórust þegar farþegaflugvél hrapaði í fjallshlíð í El Salvador fyrr í síðustu viku, setur hér norska fánann á slysstað. Sextíu og fimm manns fórust með vélinni og voru fimm Norðmenn þar á meðal. Svarti kassinn með upptökum úr stjórnklefa Boeing 737-vélarinnar hefur ekki fundist. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 125 orð | ókeypis

Nágrannar í fíkniefnamálum

FÍKNIEFNALÖGREGLAN fann mikið af fíkniefnum og þýfi við húsleit í tveimur íbúðum í sama húsi í austanverðri Reykjavík í gær. Fjórir karlmenn, 19-31 árs, voru handteknir og lagt hald á 190 grömm af hassi, 15 kannabisplöntur, 12,4 grömm af amfetamíni, 9 skammta af LSD og 50 grömm af hassblönduðu pípuskafi og tóbaki, afgang eftir hassreykingar, Meira
18. ágúst 1995 | Miðopna | 1315 orð | ókeypis

Norðmenn telja ekki þörf á sótthreinsun Lykilatriði í baráttu við kýlaveiki, eins og komin er upp í Elliðaám, er að fjarlægja

NORSKIR sérfræðingar í fisksjúkdómum telja ekki nauðsynlegt að sótthreinsa veiðibúnað í ám sem eru sýktar af kýlaveiki. Þeir segja lykilatriði í baráttu við sjúkdóminn að fjarlægja allan sýktan og dauðan fisk úr ánni um leið og hans verður vart. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 433 orð | ókeypis

Olíunotkun eykst um 21% á næstu 30 árum

SAMKVÆMT eldsneytisspá orkuspárnefndar er gert ráð fyrir að innlend notkun olíu vaxi hægt á næstu áratugum eða að hún aukist um 21% fram til ársins 2025. Notkun Íslendinga á olíu vegna flutninga milli landa er aftur á móti áætluð aukast mun meira eða um tæp 90% á sama tímabili, aðallega vegna aukins ferðamannastraums til landsins og vegna aukinna ferðalaga landsmanna til útlanda. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 40 orð | ókeypis

Opið hús hjá Brúðuleikhúsinu

ÍSLENSKA Brúðuleikhúsið hefur verið með opið hús allar helgar í sumar á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13­16 og er ókeypis aðgangur. Nú eru tvær helgar eftir. Brúðuleikhúsið er til húsa að Flyðrugranda á móti KR-vellinum. Meira
18. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 370 orð | ókeypis

Pakistanar segja Indverja ábyrga

ASEFF Ahmad Ali, utanríkisráðherra Pakistan, sakaði í gær indversk stjórnvöld um að standa að baki gíslatökunni í Kasmír til að kynda undir ófriði í þessum heimshluta. Fimm Vesturlandabúar voru teknir í gíslingu af kasmírskum aðskilnaðarsinnum í byrjun júlí og var einn þeirra, ungur Norðmaður, tekinn af lífi í síðustu viku. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 721 orð | ókeypis

Samningurinn hefur áhrif utan og innan lögsögu

Úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk á dögunum. Var það mál manna að það væri ekki síst formanni ráðstefnunnar, Satya N. Nandan, að þakka hve vel tókst til. Blaðamaður Morgunblaðsins hringdi í Nandan þar sem hann er á fundi á vegum Sameinuðu þjóðanna á Jamaika. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 199 orð | ókeypis

Skógardagur í Jafnaskarðsskógi

SKÓGARDAGUR Skógræktar ríkisins og Skeljungs hf. verður haldinn í Jafnaskarðsskógi við Hreðavatn laugardaginn 19. ágúst. Jafnaskarðsskógur er talinn vera eitt fegursta og ævintýralegasta skógarsvæði landsins og er þessi náttúruperla lítt þekkt þótt hún liggi við alfaraleið. Þetta er sjöundi skógardagurinn sem þessir aðilar hafa gengist fyrir og jafnframt sá síðasti á þessu ári. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 259 orð | ókeypis

Skúli Helgason flytur sig á Bylgjuna

SKÚLI Helgason, annar lengst starfandi starfsmaður Rásar 2, hefur ákveðið að ganga til liðs við Íslenska útvarpsfélagið. Skúli mun stjórna nýjum síðdegisþætti á Bylgjunni ásamt Snorra Má Skúlasyni, en þeir sáu sameiginlega um þætti á Rás 2 þegar hún hóf göngu sína árið 1983. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð | ókeypis

Spaugstofumenn á faraldsfæti

SPAUGSTOFAN á tíu ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni bregða spaugstofumenn undir sig betri fætinum nú í ágúst og ferðast hringinn í kringum landið með gleðidagskrá. Að sögn þeirra félaga er þetta þeirra framlag til að auka langlífi á landsbyggðinni, því eins og allir vita lengir hláturinn lífið. Meira
18. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 45 orð | ókeypis

Sprengjutilræði á Spáni

40 manns særðust í sprengjutilræði við byggingu þjóðvarðliðsins í Armedo í norðurhluta Spánar í gær. Enginn særðist þó alvarlega, en um 30 bílar eyðilögðust og rúður brotnuðu í nálægum húsum vegna sprengingarinnar. Talið er að Aðskilnaðarhreyfing Baska (ETA) hafi verið að verki. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 268 orð | ókeypis

Stolið fyrir tvær milljónir

ÞJÓFAR létu greipar sópa á Drangsnesi og Hólmavík í fyrrinótt. Á Drangsnesi var brotist inn í hraðfrystihúsið, verslun kaupfélagsins og söluskála Skeljungs og á Hólmavík í verslun kaupfélagsins. Lögreglan á Hólmavík telur líklegt að utanbæjarmenn í þjófnaðarleiðangri hafi verið á ferðinni og metur tjónið á hátt í tvær milljónir króna. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð | ókeypis

Sumarbústöðum séð fyrir vatni

ÍBÚAR á annað hundrað sumarbústaða í landi Fitja í Skorradal hafa nú tryggt sér meira og betra neysluvatn en áður, með því að koma tveimur 10 þúsund lítra vatnstönkum fyrir um 200 metra uppi í fjalli, ofan við bústaðina. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 688 orð | ókeypis

Tiltekin ákvæði fráleit

ALVARLEG slys hafa orðið við samningu reglugerðar um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum sem ráðherra félagsmála undirritaði 2. ágúst sl., að sögn Gunnars Torfasonar, formanns Matsmannafélags Íslands. Matsmannafélagið hefur nú sent félagsmálaráðuneytinu ítarlegar athugasemdir vegna þessarar reglugerðar, sem Gunnar segist vona að leiði til skjótra viðbragða af hálfu ráðherra. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 562 orð | ókeypis

Títuprjónn tekinn úr maga 10 mánaða barns

ÞRIGGJA sentímetra langur títuprjónn var fjarlægður úr 10 mánaða gömlu stúlkubarni á speglunardeild Borgarspítalans í lok júlí. Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, framkvæmdi aðgerðina. Hann þræddi segulstál í gegnum speglunartæki niður í maga barnsins. Eftir að segulstálið hafði gripið títuprjónshausinn var prjónninn dreginn út í gegnum speglunartækið. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 207 orð | ókeypis

Títuprjónn tekinn úr maga ungbarns með segulstáli

SEGULSTÁL var notað til að ná títuprjóni uppúr 10 mánaða gamalli telpu, Guðnýju Ljósbrá Hreinsdóttur, á speglunardeild Borgarspítalans nýlega. Aðgerðin tók aðeins fimmtán mínútur. Kyngdi títuprjóninum Meira
18. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 183 orð | ókeypis

Tsjetsjenskir skæruliðar afvopnast

LEIÐTOGAR tsjetsjenskra skæruliða héldu í gær áfram samningaviðræðum sínum við Rússa. Enn blossa bardagar upp öðru hvoru á afmörkuðum svæðum en sífellt fleiri skæruliðar afhenda Rússum vopn sín, líkt og kveðið er á um í samkomulagi sem undirritað var í lok síðasta mánaðar. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

Tveir laumufarþegar með Norrænu

TVEIR laumufarþegar voru um borð í Norrænu, sem kom til Seyðisfjarðar í gærmorgun. Voru þeir sendir áfram með ferjunni. Annar þeirra hafði keypt farmiða frá Björgvin í Noregi til Þórshafnar í Færeyjum en þegar sást til hans um borð eftir að lagt var úr höfn í Færeyjum áleiðis til Íslands vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu. Meira
18. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 151 orð | ókeypis

Tvöfalt afmæli á Djúpuvík

Í SUMAR eru liðin 60 ár frá því síldarverksmiðjan í Djúpavík tók til starfa og í júlí sl. voru liðin 10 ár frá opnun Hótels Djúpavíkur hf. og verður þess minnst helgina 18.-20. ágúst. Veisluhlaðborð verður á hótelinu föstudags- og laugardagskvöld og skemmtir Hörður G. Ólafsson, hljómlistarmaður frá Sauðárkróki, gestum meðan á borðhaldi stendur og síðar um kvöldið. Kl. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð | ókeypis

Valgeir Skagfjörð á Café Romance

VALGEIR Skagfjörð leikur og syngur föstudags- og laugardagskvöld á Café Romance. Valgeir mun syngja og leika gömul og ný sönglög bæði íslensk og erlend allt frá Hauki Morthens til Bruce Springsteen. Café Romance er opið frá kl. 20­3 um helgar en frá kl. 20­1 virka daga. Meira
18. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 151 orð | ókeypis

Vantrauststillaga á formann felld 2:1

ÁTÖK hafa blossað upp í bæjarpólitíkinni á Dalvík og á fundi bæjarráðs í gær var borin upp tillaga um vantraust á Kristján Ólafsson, formann bæjarráðs. Tillagan var felld með tveimur atkvæðum meirihlutans gegn einu atkvæði flutningsmanns minnihlutans. Meira
18. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 86 orð | ókeypis

Vargur í þúsundatali

Garði-Mjög mikið hefir verið um vargfugl í bænum undanfarna daga og eru tún undirlögð. Fuglinn sækir í ánamaðkinn sem kemur upp á yfirborðið í miklum rigningum sem verið hafa undanfarna daga og enda hinir síðarnefndu ævi sína þar með í tugþúsunda tali. Mest ber á grámávi og veiðibjöllu og er fuglinn svo kræfur í ætisleitinni að hann kemur inn í garða. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 391 orð | ókeypis

Varnargarðar ekki útilokaðir

GUÐJÓN Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, segir að varnargarðar hafi enn ekki verið útilokaðir fyrir ofan núverandi byggð í Súðavík. Öll áform manna þar vestra miðast þó við að varnargarðar verði ekki reistir heldur flytjist byggðin á svæði það sem skipulagt hefur verið innar í firðinum. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 278 orð | ókeypis

Viðbrögð valdið vonbrigðum

VINNUVEITENDASAMBAND Íslands mun í dag óska skriflega eftir fundi með fulltrúum starfsmanna í álverinu í Straumsvík við fyrsta tækifæri, en síðasti fundur aðila var á mánudaginn var. Þórarinn V. Meira
18. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 416 orð | ókeypis

"Þögul fórnarlömb stjórnvalda"

KÍNVERSKUM konum er rænt og þær seldar í þrælahald, neyddar til fóstureyðinga í samræmi við opinbera stefnu um eitt barn á hverja fjölskyldu og vinna við ömurlegar aðstæður þar sem ofbeldi er allsráðandi, segir í skýrslu sem mannréttindasamtök birtu í gær. Meira
18. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð | ókeypis

Ævintýraþrá

"FERÐIN með Óðni í Smuguna leggst vel í mig og ég hef aldrei verið sjóveikur svo það ætti ekki að setja strik í reikninginn," sagði Sigurpáll Scheving, læknir, sem í gær var að leggja lokahönd á undirbúning fyrir ferð varðskipsins í Smuguna. Meira

Ritstjórnargreinar

18. ágúst 1995 | Staksteinar | 329 orð | ókeypis

Einsleitar þjóðir?

HALLFRÍÐUR Þórarinsdóttir mannfræðingur fjallar um þjóðernishyggju í grein í nýju tímariti, Heiminum. Hreinar þjóðir eru ekki til HALLFRÍÐUR fjallar um þjóðernisátök víða um heim í grein sinni. Meira
18. ágúst 1995 | Leiðarar | 577 orð | ókeypis

LEIDARIFRUMKVÆÐI CLINTONS ILL Clinton, forseti Bandaríkjann

LEIDARIFRUMKVÆÐI CLINTONS ILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, sýnir pólitískt hugrekki, og um leið umtalsverða framsýni, er hann ræðst nú til atlögu við hina voldugu tóbaksframleiðendur Bandaríkjanna. Meira

Menning

18. ágúst 1995 | Menningarlíf | 729 orð | ókeypis

Að finna hinn rétta tón

HÓPUR ungra flautuleikara hefur einbeitt sér að flautuleik á námskeiðum í Skálholti þar sem kennd eru meðal annars veigamikil atriði varðandi tækni við að ná rétta tóninum úr hljóðfærinu og hraða. Það eru þrír kennarar í flautuleik sem standa fyrir námskeiðinu, María Cederborg, Kristín Guðmundsdóttir og Tristan Cardew. Meira
18. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 112 orð | ókeypis

Einnar konu maður

PATRICK Duffy, hjartaknúsarinn mikli sem lék Bobby Ewing í Dallas- þáttunum á sínum tíma, er heppnari í ástum í daglega lífinu en sjónvarpinu. Honum gekk oft á tíðum illa að viðhalda ástríðum hjónabands síns með Pamelu í Dallas, en í daglega lífinu hefur hann verið kvæntur sömu konunni, Carolyn, í 24 ár. Meira
18. ágúst 1995 | Menningarlíf | 146 orð | ókeypis

Í hverfulleikahefðinni

SIGURÐUR Árni Sigurðsson opnar málverkasýningu í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, nk. föstudag, 18. ágúst. Sýningin mun standa yfir til 13. september og verður opin á verslunartíma, frá kl. 10­18 virka daga. Meginuppistaða sýningarinnar eru 20 teikningar úr seríu sem heita "Leiðréttingar". Meira
18. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 348 orð | ókeypis

Í leit að fullkomnu poppi

"Twisturinn", önnur breiðskífa Vina vors og blóma. Vinirnir eru Þorsteinn G. Ólafsson söngvari, Birgir Níelsen trommuleikari, Gunnar Þór Eggertsson rafgítarleikari, Siggeir Pétursson bassaleikari og Njáll Þórðarson hljómborðsleikari. Þeim til aðstoðar við upptökur voru Ingólfur Sv., Sigurður Gröndal og Addi 800. Skífan gefur út. 60,58 mín. (43,28 mín.), 1.999 kr. Meira
18. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 83 orð | ókeypis

Joel og Brinkley saman á ný

FREGNIR herma að fyrirsætan Christie Brinkley, sem nýlega skildi við eiginmann sinn Rick Taubman eftir sjö mánaða hjónaband, hafi á ný tekið saman við skallapopparann Billy Joel. Hún var gift honum í nokkur ár, en skildi við hann í nóvember 1993. Að sögn tímaritsins Hello! flutti Brinkley inn til Joels aðeins nokkrum dögum eftir skilnaðinn við Taubman. Meira
18. ágúst 1995 | Menningarlíf | 213 orð | ókeypis

Keramiklistakona sýnir skordýr

Í SÝNINGARSAL Art-Hún hópsins verðu sýning á verkum bandarísku keramiklistakonunnar Regínu Gurland dagana 19. ágúst til 1. september. Regína Gurland, sem er 78 ára gömul, hefur vakið athygli vestan hafs fyrir óvenjulega notkun leirs við listsköpun. Sérstök tækni Meira
18. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 131 orð | ókeypis

Konungur ljónanna end- ursýnd í nokkra daga

SAMBÍÓIN hafa tekið aftur til sýninga í örfáa daga teiknimyndina Konungur ljónanna eða "The Lion King" eins og hún er nefnd á frummálinu. Teiknimyndin um Konung ljónanna er ein vinsælasta kvikmynd allra tíma og var vinsælasta kvikmyndin á Íslandi á síðasta ári, segir í fréttatilkynningu. Meira
18. ágúst 1995 | Menningarlíf | 185 orð | ókeypis

Landslag í Eden

NÝLEGA opnaði Sveinbjörn Blöndal listmálari sýningu á landslagsmyndum í Eden í Hveragerði. Myndirnar, sem eru 12 talsins, eru allar unnar með olíu eða akrýl á striga og eru myndefnin sótt í íslenska náttúru. Sveinbjörn stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1952-1953 undir handleiðslu Sigurðar Sigurðssonar og Sverris Haraldssonar m.a. Meira
18. ágúst 1995 | Menningarlíf | 122 orð | ókeypis

Leikhúslög

INGVELDUR Ýr heldur tónleika á Óháðu listahátíðinni í Iðnó í kvöld föstudag 18.8. kl. 20.30. Tónleikarnir bera yfirskriftina "Leikhúslög" og verða flutt lög úr ýmsum leikritum bæði íslenskum og erlendum, t.d. úr "Húsi skáldsins", "Ég er gull og gersemi", kabarettlög eftir Hjálmar H. Meira
18. ágúst 1995 | Menningarlíf | 229 orð | ókeypis

Leirlistamenn frá Danmörku

LAUGARDAGINN 19. ágúst kl. 15 verður opnuð í sýningarsölum Norræna hússins sýning á leirlist eftir dönsku leirlistamennina Bente Hansen, Karen Bennicke og Peder Rasmussen. Sýningin kemur hingað frá Listiðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn. Vakti hún mikla athygli þar og skrifuðu listgagnrýnendur mjög jákvæða umsögn um sýninguna. Bente Hansen Meira
18. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 128 orð | ókeypis

Lengsti samfelldi bíódagurinn í Stjörnubíói

STJÖRNUBÍÓ ætlar í dag, föstudag, að vera með sýningar kl. 13, 15, 17, 19, 21, 23 og 00.45 eftir miðnætti. Sérstök tilboð verða í gangi og fær 29. hver gestur frítt inn á Einkalíf og einnig er Stjörnubíó með tilboð á myndunum Æðri menntun, Fremstur riddara, Litlar konur og Ódauðleg ást. Miðaverð á þessar myndir er 209 kr. í tilefni af 209 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Meira
18. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 122 orð | ókeypis

Lifandi kyntákn

SEAN Connery hefur haft mikið að gera upp á síðkastið. Þegar miklum vinnutörnum lýkur, finnst honum gott að fara ásamt konu sinni, Micheline, til Costa del Sol á Spáni og hvíla sig á setri sínu. Hann fékk þó ekki mikinn frið í síðustu ferð sinni þangað, þar sem hann veitti blaðamanni tímaritsins Hello! viðtal. Meira
18. ágúst 1995 | Menningarlíf | 277 orð | ókeypis

Listahátíð í Iðnó

ÓHÁÐ listahátíð hefst í dag með landvættagöngu, götuleikhátíð, sem fer frá Skólavörðuholti og Hlemmi að Ingólfstorgi þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, setur hátíðina. Þema göngunnar, sem hefst kl. 14, tengist vættum, þursum og öðrum goðsagnaverum úr íslenskri þjóðtrú. Meira
18. ágúst 1995 | Menningarlíf | 81 orð | ókeypis

Líkaminn og girndin

MYNDIR girndarinnar nefnist sýning sem um þessar mundir er haldin í Helsingfors í Finnlandi. Hér er um að ræða alþjóðlega sýningu 24 þekktra ljósmyndara og er efnið líkaminn og hið líkamlega. Tveir íslenskir listamenn eiga verk á sýningunni, þeir Börkur Arnarson og Svanur Kristbergsson. Í tengslum við sýninguna eru umræðufundir sem nokkrir listamannanna eru þátttakendur í. Meira
18. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 165 orð | ókeypis

Lúxuslíf

IVANA Trump, sú gamla drottning, festi nýlega kaup á 105 feta lúxussnekkju sem að sjálfsögðu ber nafnið Ivana. Snekkjan kostaði hálfan milljarð króna og þrátt fyrir að vera fræg fyrir snilld sína við endurinnréttingar hyggst Ivana engu breyta í innviðum snekkjunnar. Það er svo sem skiljanlegt þegar litið er á myndir innan úr henni. Meira
18. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 75 orð | ókeypis

Mick Fleetwood í hnapphelduna

FYRSTA tilraun rokkarans Micks Fleetwoods til að kvænast unnustu sinni, Lynn Frankel, endaði með ósköpum þar sem faðir brúðarinnar lést úr hjartaáfalli á leiðinni í kirkjuna. Athöfninni var að sjálfsögðu aflýst, en núna, þremur mánuðum síðar, giftust þau með bros á vör þrátt fyrir slæmar endurminningar. Meira
18. ágúst 1995 | Bókmenntir | 638 orð | ókeypis

Niðjatal Orms í Fremri-Langey

Niðjatal Orms Sigurðssonar bónda í Fremri-Langey og kvenna hans Steinunnar Jónsdóttur og Þuríðar Jónsdóttur. Ættfræðistofa Þorsteins Jónssonar tók saman. Þjóðsaga hf, 1994-1995. Ættir Íslendinga. Niðjatal IX 1-6, 2.222 síður. Ritstjórn: Þorsteinn Jónsson. Meira
18. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 104 orð | ókeypis

Pamela ófrísk á ný

EINS og flestir muna missti Strandvarðaleikkonan Pamela Anderson fóstur nýlega. Stúlkan var mjög miður sín eftir atburðinn, en nú hafa sólargeislar hamingjunnar náð að skína á vel mótaðan líkama hennar. Svo virðist sem hún sé ófrísk á ný og eins og í fyrra skiptið var það eiginmaður hennar, Tommy Lee, sem frjóvgaði egg hamingju hennar. Þau eru í sjöunda himni. Meira
18. ágúst 1995 | Menningarlíf | 207 orð | ókeypis

Rannsóknarleiðangur varðskipsins Ingolfs

Dagana 18. ágúst til 8. september verðu þess minnst með sýningu í anddyri Norræna hússins að 100 ár eru liðin frá merkum rannsóknarleiðöngrum danska varðskipsins Ingolf til Íslands, Grænlands og Færeyja árin 1895 og 1896. Að sýningunni standa Zoologisk Museum í Kaupmannahöfn, Líffræðistofnun Háskóla Íslands og Norræna húsið. Meira
18. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 95 orð | ókeypis

Rod hvílir sig

LITLI silfurrefurinn Rod Stewart er um þessar mundir í tónleikaferðalagi til kynningar á nýútkominni plötu sinni, "A Spanner In The Works". Hann tók sér þó smáhlé til að vera með fjölskyldu sinni og eiginkonunni, fyrirsætunni Rachel Hunter. Börnin heita Renee (fjögurra ára), Liam (11 mánaða) og Ruby Rachel (sjö ára) sem Rod á með fyrirsætunni Kelly Emberg. Meira
18. ágúst 1995 | Menningarlíf | 99 orð | ókeypis

Síðasta sýningarhelgi Gunhildar

SÝNINGU á pappírsverkum Gunhildar Skovmand í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar lýkur sunnudaginn 20. ágúst. Listakonan, sem er vel þekkt í heimalandi sínu, hefur klippt myndir í pappír frá fjögurra ára aldri. Hún hóf sýningarferil sinn með sýningu á Charlottenborg árið 1931 og hefur haldið fjölda einkasýninga, meðal annars í Norræna húsinu í Reykjavík sumarið 1976. Meira
18. ágúst 1995 | Menningarlíf | 22 orð | ókeypis

Sólveig í Þrastarlundi

Sólveig í Þrastarlundi SÓLVEIG Eggerz opnar sýningu 20. ágúst á vatnslitamyndum og olíumyndum á rekaviði í Þrastarlundi. Sýningin stendur í hálfan mánuð. Meira
18. ágúst 1995 | Bókmenntir | 186 orð | ókeypis

Tímarit GLÆÐUR, tímarit um uppeldis- og skólamál,

GLÆÐUR, tímarit um uppeldis- og skólamál, er komið út. Tímaritið er gefið út af Félagi íslenskra sérkennara og kemur út tvisvar á ári. Í tímaritinu er jafnan að finna margvíslegar fræðilegar greinar um uppeldis- og skólamál á öllum skólastigum. Meira
18. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 53 orð | ókeypis

U2-drengir koma víða við

ÍRSKA poppsveitin U2 virðist vera vinsæl hjá kvikmyndaframleiðendum þessa stundina. Sem kunnugt er átti hún lagið "Hold Me, Thrill Me, Kiss Me, Kill Me" í Leðurblökumanninum að eilífu. Nú hafa Bono, söngvari og Barmur (the Edge) gítarleikari sveitarinnar samið titillag nýju James Bond-myndarinnar, Gullauga. Rokkamman Tina Turner syngur lagið. Meira
18. ágúst 1995 | Tónlist | -1 orð | ókeypis

Við slaghörpuna TÓNLIST Gerðarsafn

Sólrún Bragadóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari spjölluðu um tónlist og sungu íslensk og erlend lög. Miðvikudagur 16. águst 1995 FYRIR daga óperunnar voru söngþættir ofast fluttir sem persónulegt ávarp til gestgjafanna. Meira

Umræðan

18. ágúst 1995 | Velvakandi | 570 orð | ókeypis

AÐ vakti athygli skrifara í vikunni er hann heyrði fréttir þess efn

AÐ vakti athygli skrifara í vikunni er hann heyrði fréttir þess efnis að 1200-1400 Svisslendingar hefðu komið til landsins til þess að fylgjast með landsleik Íslands og Sviss í knattspyrnu í fyrrakvöld. Stemmningin í stúku Laugardalsvallarins hefur því trúlega verið alþjóðleg þó veðrið hafi verið rammíslenskt. Meira
18. ágúst 1995 | Velvakandi | 637 orð | ókeypis

Aftanáakstur og óðagot Sveini Ólafssyni: FYRI

FYRIR UM það bil tveimur árum ritaði ég bréf til blaðsins með ofangreindri yfirskrift. Nú hafa orðið ýmsir atburðir, sem áþreifanlega koma heim við það sem ég var að vara við. Auk þess hafa ýmsir aðilar fundið sig knúna til að skrifa um hætturnar í umferðinni sakir ógætilegs aksturs, óforsjálni og aðgæzluleysis ýmissa ökumanna, sem er bæði tímabært og fullkomin ástæða til að vekja athygli á. Meira
18. ágúst 1995 | Aðsent efni | 695 orð | ókeypis

Börn og mannréttindi

Í TILEFNI af þeirri umræðu sem hefur fylgt í kjölfarið á sýningu myndarinnar "Biðsalir dauðans" í ríkissjónvarpinu langar mig til að leggja orð í belg um mannréttindi barna. Ég læt það liggja á milli hluta hvað mér fannst um myndina sem heimildamynd en hún hlýtur að gefa tilefni til þess að alþjóðasamtök, sem láta sig varða mannréttindi og velferð barna, Meira
18. ágúst 1995 | Aðsent efni | 918 orð | ókeypis

Endurreisum Menningarsjóð

Endurreisum Menningarsjóð Leggja þarf niður styrki til sjónvarpsstöðvanna, segir Anna Th. Rögnvaldsdóttir, og beina þeim til sjálfstæðra framleiðenda. Meira
18. ágúst 1995 | Velvakandi | 507 orð | ókeypis

Ferðasaga úr Breiðafirði NÚ Í BYRJUN ágúst ákvað hluti af fjölskyldu

NÚ Í BYRJUN ágúst ákvað hluti af fjölskyldunni að nú skyldi skoða Flatey á Breiðafirði en minnstu munaði að það yrði Brjánslækur sem skoðaður var í staðinn. Lagt var af stað með flóabátnum Baldri frá Stykkishólmi miðvikudaginn 2. ágúst og fjölskyldan naut þess að horfa í kringum sig og ekki síst 6 ára hnáta, sem sá alltaf eitthvað nýtt, sem vakti athygli hennar. Meira
18. ágúst 1995 | Aðsent efni | 740 orð | ókeypis

Krjúptu með mér á Kili, Hermann

RÉTT nýkomin af fjöllum rakst ég á grein í MBL. 9. ágúst sl. eftir Hermann Sveinbjörnsson sem hann nefnir "Svört náttúruvernd". Greinin, sem er svar við grein eftir Hjörleif Guttormsson, er full af fúkyrðum og sleggjudómum. Þekkjandi Hermann sem hinn ljúfasta mann get ég mér þess til að greinin sé skrifuð í þeim tilgangi einum að efla umræðu og skoðanaskipti um náttúruvernd og ásýnd lands. Meira
18. ágúst 1995 | Velvakandi | 486 orð | ókeypis

Myglan í Mygludölum

Í MORGUNBLAÐINU frá 30. maí sl. er bréf frá Reyni Eyjólfssyni varðandi skýringu á nafninu Mygludalir, en tilefni bréfsins það sem ég sagði og ekki sagði í gönguför á Búrfell þann 17. s.m. Bréfritari er ekki sáttur við mína skýringu og er þá vissulega jafnt á komið með okkur að hvorugur er sáttur við skoðun annars. Meira
18. ágúst 1995 | Aðsent efni | 464 orð | ókeypis

Siðleysi eða vanhæfni borgarstjóra

Siðleysi eða vanhæfni borgarstjóra Þarf undirritaður forstjóri kannski að fara í kynskiptiaðgerð, spyr Baldur Hannesson, til að fá réttlætinu fullnægt. Ástæðan fyrir þessum skrifum er sú, að Reykjavíkurborg lagði nýju fyrirtæki í Rvk. Meira
18. ágúst 1995 | Velvakandi | 289 orð | ókeypis

Símaskráin ­ upplagt efni í gestaþrautir...

Í FYRIRSÖGN þessa pistils tek ég mér það bessaleyfi að seilast til orða sem Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur, notar í skarpri grein um símaskrána okkar "Nokkur orð um símaskrána" og birtist í Morgunblaðinu 12. ágúst sl. Meira
18. ágúst 1995 | Velvakandi | 219 orð | ókeypis

Spanskgræna við hæfi? Hrafnhildi Guðmundsdóttur:

BLAÐ ALLRA landsmanna birtir lesendum sínum mynd af því þegar hið nýja hús Hæstaréttar er hulið spanskgrænu, sem aðeins er framleidd á einum stað í öllum heiminum, minna mátti það ekki vera. Eins og konum birtast dómar þessarar "virðulegu" stofnunar í nauðgunarmálum og mismunun fólks til skaðabóta vegna kynferðis má segja að spanskgrænan sé mjög við hæfi, Meira
18. ágúst 1995 | Aðsent efni | 885 orð | ókeypis

UXI 95 frá sjónarhóli heilsugæslunnar

AÐ LOKINNI tónlistarhátíðinni UXI 95, sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri nú um nýliðna verslunarmannahelgi, þykir okkur undirrituðum ástæða til að gefa landsmönnum innsýn í þann þátt sem að okkur starfsfólki heilsugæslunnar sneri. Það var í júní sem fyrstu fréttir bárust af væntanlegri útihátíð á Kirkjubæjarklaustri, þeirri fyrstu sinni tegundar á staðnum. Meira

Minningargreinar

18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 168 orð | ókeypis

Áslaug Benjamínsdóttir

Nú er hún amma farin frá okkur, og við sem höfðum þekkt hana allt okkar líf. Eftir að afi dó fyrir tíu árum flutti amma úr Drápuhlíðinni í Seljahverfið til þess að geta verið nálægt okkur og mömmu og pabba. Hún kallaði okkur alltaf einu fjölskyldu sína, sem var alveg satt. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 718 orð | ókeypis

Áslaug Benjamínsdóttir

Ég minnist, þegar Gísli bróðir minn sagðist hafa hitt á balli stúlku með þau fallegustu augu, sem hann hafði séð. Hann giftist svo stúlkunni með fallegu augun sem við kveðjum í dag. Við Áslaug vorum jafn gamlar og fannst mér mjög gaman að fá jafnöldru mína í fjölskylduna, því að ég var yngst minna systkina, níu ár milli þess næsta, sem var Gísli. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 750 orð | ókeypis

Áslaug Benjamínsdóttir

Dagur er liðinn, dögg skín um völlinn, dottar nú þröstur á laufgrænum kvist. Sefur hver vindblær, sól Guðs við fjöllin senn hefur allt að skilnaði kysst. (St. Th.) Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 99 orð | ókeypis

ÁSLAUG BENJAMÍNSDÓTTIR

Áslaug Benjamínsdóttir var fædd í Reykjavík 10. september 1918. Hún lést á Landspítalanum 9. ágúst síðastliðinn. Áslaug var dóttir Valfríðar Gottskálksdóttur, f. 26. mars 1881 í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, dáin 26. febrúar 1951, og Benjamíns Guðmundssonar trésmiðs frá Leifsstöðum í Axarfirði, f. 19. september 1878, dáinn 2. febrúar 1924. Áslaug var einkabarn þeirra. 21. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 349 orð | ókeypis

Eggert V. Briem

Þá er kollegi Eggert V. Briem orðinn eitt hundrað ára og nær aldarfjórðungur frá því hann hóf að grúska í jöklafræðinni. Það var við upphaf Heimaeyjargossins þegar prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson þurfti að dveljast langtímum í Eyjum við hraunkælingu. Eggert fór þá að forvitnast um hvað þeir sem heima sátu á Raunvísindastofnun Háskólans voru að fást við. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 525 orð | ókeypis

Eggert V. Briem

Þegar menn settust að á biskupsstólum til forna og lögðu með sér fé, voru þeir aufúsugestir og kölluðust próventukarlar. Háskólinn hefur átt slíkan próventukarl í nær 40 ár. Eggert V. Briem kynntist prófessor Þorbirni Sigurgeirssyni á fyrstu dögum Eðlisfræðistofnunar Háskólans 1958. Þeir Þorbjörn og Eggert náðu vel saman. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 675 orð | ókeypis

EGGERT V. BRIEM

Fyrir Eggert móðurbróður minn er ein öld smástærð, enda eru vísindi sjónarhóll hans. Þegar hann er inntur eftir því, sem á daga hans hefur drifið, svarar hann kurteislega, en frekar áhugalaust. Þetta eru liðnir tímar. Það er framtíðin, sem skiptir máli. Hvað hægt er að læra af því sem liðið er, hvernig nýta megi reynslu og rannsóknir til að lifa af næstu öld. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 230 orð | ókeypis

J. Ragnhildur Brynjólfsdóttir

Elsku frænka, eins og þú varst alltaf kölluð af okkur og okkar fólki. Erfið er kveðjustundin svo fljótt eftir að við kvöddum mömmu. Aðeins var hálft ár á milli ykkar og það er okkar trú og huggun að hún mun taka á móti þér. Nú rifjast upp ýmislegt í huga okkar allra, allar þær ánægjustundir sem við áttum sem börn í jólaboðunum á Kleppsveginum, því jólaboðin þín frænka voru engum lík. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 519 orð | ókeypis

J. Ragnhildur Brynjólfsdóttir

Andlát náins ættingja kemur alltaf jafn illa við okkur, jafnvel þótt við vitum að hverju stefnir. Ég hélt að ég væri viðbúinn, en hver er það? Ragna frænka hefur alltaf verið til staðar síðan ég man fyrst eftir mér, hvernig á ég nú að sætta mig við það að hún sé það ekki lengur? Ég minnist þess þegar ég var lítill, mamma og Ragna voru alltaf svo samrýndar. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 535 orð | ókeypis

J. Ragnhildur Brynjólfsdóttir

Það ríkir vissulega hryggð meðal ættingja og vina Ragnhildar Brynjólfsdóttur nú þegar hún hefur kvatt þessa jarðartilvist. En jafnframt er hugurinn fullur þakklætis, bæði vegna þess að erfiðu veikindastríði er lokið og síðan vegna þeirra hugljúfu minninga sem allir sem hana þekktu geyma með sér. Ragna hafði oft á orði í sínum veikindum að hún væri mjög sátt við að kveðja. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 337 orð | ókeypis

J. Ragnhildur Brynjólfsdóttir

Þegar ég horfi til baka, þá kemur í ljós að margar af mínum bestu minningum eru tengdar Frænku. Oft tók hún mig með sér í ferðalög, þennan litla snáða sem vissi varla hvað sveit var. Hún fór með mig í Landeyjarnar og að Klausturhólum til Nínu frænku. En það var erfitt að kenna borgardrengnum sveitasiði, og þegar snáðinn uppgötvaði það að mjólkin kom úr kúnum þá drakk hann ekki mjólk í nokkur ár. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 723 orð | ókeypis

J. Ragnhildur Brynjólfsdóttir

Mig langar að minnast hennar ömmu Rögnu með nokkrum línum. Nú er hún komin til afa, sem hún heiðraði svo iðulega með blómi við myndina af honum öll þau ár sem hún bjó ein. Ég veit að henni líður þar vel. Mér er efst í huga þakklæti að hafa fengið að kynnast ömmu Rögnu. Hún var manneskja sem mikið er hægt að læra af. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 339 orð | ókeypis

J. RAGNHILDUR BRYNJÓLFSDÓTTIR

J. RAGNHILDUR BRYNJÓLFSDÓTTIR Jóhanna Ragnhildur Brynjólfsdóttir eða Ragnhildur eins og hún var kölluð fæddist á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd 28. október 1917. Hún andaðist á Landspítalanum 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Brynjólfur Ólafsson frá Uxahrygg í Landeyjum, f. 20 apríl 1875, d. 18. sept. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 72 orð | ókeypis

J. Ragnhildur Brynjólfsdóttir Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo

Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í móti til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf.ók.) Þín Berglind. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 322 orð | ókeypis

Pétur Jónsson

Pétur Jónsson ólst upp á glaðværu myndarheimili á Sólbergi í Bolungavík og var elstur sex systkina. Á heimilinu var myndarskapur og vinnusemi allsráðandi. Pétur var því ekki gamall þegar hann fór að hjálpa til við störfin. Hann hóf ungur sjómennsku og stundaði búskap um áratugaskeið. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 215 orð | ókeypis

Pétur Jónsson

Í dag kveðjum við Pésa frænda okkar með söknuði. Pétur, höfuð ættarinnar, átti um margt fjölbreytta ævi. Við kynntumst honum sem bónda, útgerðarmanni, landverkamanni, sumarbústaðareiganda og fjölskylduföður. Pési var hláturmildur og frábær frásagnargáfa hans, blönduð innileik og ómengaðri kímni, fékk alla sem á hann hlýddu til að brosa og hlæja með. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 691 orð | ókeypis

Pétur Jónsson

Það má segja að sorgin og gleðin hafi mæst þegar okkur bárust þær dapurlegu fréttir að föðurbróðir minn Pétur Jónsson hefði kvatt þetta líf 12. ágúst sl. Við vorum stödd í fallegri sveit, á Hrauni á Ingjaldssandi í brúðkaupi bróður míns og mágkonu. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 613 orð | ókeypis

Pétur Jónsson

Fallinn er nú frá góður frændi og mikill vinur, föðurbróðir minn Pétur í Meiri-Hlíð. Mínar bernskuminningar eru flestar tengdar honum. Ein sú fyrsta er að ég hafði komið seint heim á Sólbergi um kvöld frá Meiri-Hlíð, og hafði beðið mömmu að vekja mig snemma daginn eftir, því ég ætlaði að ná Pétri frænda við Kaupfélagið þegar hann kæmi með mjólkina morguninn eftir, Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 358 orð | ókeypis

PÉTUR JÓNSSON

PÉTUR JÓNSSON Friðrik Pétur Jónsson fæddist í Bolungarvík 21. mars 1921. Hann lést á Landspítalanum 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elísabet Bjarnadóttir húsmóðir, f. 9. maí 1895, d. 26. ágúst 1980, og Jón Guðni Jónsson, sjómaður, bóndi og verkstjóri í Bolungarvík, f. 20. janúar 1899, d. 5. janúar 1958. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 62 orð | ókeypis

Pétur Jónsson Mig litla kveðju langar til að senda þegar lýkur þinni veru hér á jörð, nú morgundöggin ljúfum geislum laugar

Mig litla kveðju langar til að senda þegar lýkur þinni veru hér á jörð, nú morgundöggin ljúfum geislum laugar litla húsið þitt við Seyðisfjörð. Og berjalyng í brekku hnípið stendur er birta dagsins skyndilega dvín. En þegar um Djúpið sólargeislar glitra með gleði í hjarta vil ég minnast þín. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 495 orð | ókeypis

Sigurbjörn Pétursson

Mig langar til að minnast elsku afa Bödda með nokkrum orðum. Mér finnst svolítið erfitt að ímynda mér að samverustundir okkar verði ekki fleiri og þeirra mun ég sárt sakna, en nú streyma um hugann góðar minningar og þá er stutt í brosið. Afi var ósköp heimakær svo að þegar ég leit inn þá var hann venjulega heima og var svona eitthvað að bauka eins og hann sagði sjálfur. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 662 orð | ókeypis

Sigurbjörn Pétursson

Hann var drengur góður - setning sem lýsir vel mági mínum og kærum vini, Sigurbirni Péturssyni tannlækni frá Hjalteyri, sem lést 10. þessa mánaðar og er í dag kvaddur hinztu kveðju. Drengskapur hans kom gleggst fram í umhyggju fyrir öðrum, hversu vel hann reyndist öllum sem til hans leituðu, lagði ríka áherzlu á að ekki hallaði á þá sem við hann skiptu, Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 493 orð | ókeypis

Sigurbjörn Pétursson

Að fæðast - lifa - deyja. Þessi áfangaskipti jarðneskrar tilvistar okkar fáum við engu ráðið um. Við vitum fullvel, að eitt sinn skal hver deyja. Engu að síður kveinkum við okkur, þegar dauðinn, sjálfur lokaáfanginn, kveður dyra og hrífur brott einhvern sem stendur okkur nær og okkur þykir vænt um. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 763 orð | ókeypis

Sigurbjörn Pétursson

Fundum okkar bar fyrst saman árið 1940, er við þreyttum inntökupróf og hófum síðan nám í Menntaskólanum á Akureyri. Hófst þá kunningsskapur er skjótt leiddi til ævilangrar og traustrar vináttu. Næsta áratuginn, urðu tengslin nánari við nám og störf. Við áttum athvarf hvor á annars heimili og eignuðumst þá hlutdeild hvor í annars fjölskyldu. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 249 orð | ókeypis

Sigurbjörn Pétursson

Elsku afi okkar Böddi er dáinn. Við eigum eftir að sakna hans mikið. Okkur dettur margt í hug þegar við minnumst hans, bæði hér í Reykjavík og ekki síður á Hjalteyri, því þar leið honum best. Við fiskverkunarborðið fyrir utan Péturshús stóð hann oft, milli þess sem hann kenndi okkur að dorga og bjó til færi handa okkur. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 381 orð | ókeypis

Sigurbjörn Pétursson

Mig langar til að minnast kærs frænda, móðurbróður míns, Sigurbjörns Péturssonar, eða Bödda eins og hann var kallaður af flestum. Böddi greindist með krabbamein fyrir nokkrum mánuðum og ekki reyndist unnt að snúa við þeirri þróun sem þá var hafin. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í nánu sambandi við Bödda og Jonnu, Jónínu Árnadóttur, konu hans. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 406 orð | ókeypis

Sigurbjörn Pétursson

Það var sérstakt að dvelja á Hjalteyri í sumar. Það var eins og eitthvað vantaði í þetta litla sjávarþorp við Eyjafjörð. Það var líka þannig, afi var ekki þar eins og venjulega þegar ég sótti þorpið heim. Hann átti við veikindi að stríða sem komu í veg fyrir að hann gæti farið norður og sinnt sumarverkunum. Sótt sjóinn og gert annað það sem hann var vanur að gera. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 206 orð | ókeypis

SIGURBJÖRN PÉTURSSON

SIGURBJÖRN PÉTURSSON Sigurbjörn Pétursson fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 20. desember 1926. Hann lést á Landakotsspítala 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Valrós Baldvinsdóttir, f. 1887, d. 1958 og Pétur Jónasson, f. 1880, d. 1943. Systkini hans voru: 1) Brynhildur, f. 1910, 2) Baldur, f. 1916, 3) Þór, f. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 664 orð | ókeypis

Sigurður Gísli Guðjónsson

Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt þótt hverfi sólin bjarta ég halla mér að þínu föðurhjarta. Ég lít í anda liðna tíð, er ég minnist góðs vinar og frænda, Sigurðar Gísla. Okkar kynni eru orðin löng, öll á einn veg ljúf og góð, ekki síst nú í seinni tíð, er slakna tók á lífsins amstri. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 738 orð | ókeypis

Sigurður Gísli Guðjónsson

Kvaddur er í dag góður vinur og samstarfsmaður í 29 ár. Ég man vel eftir þeim degi 1964 er Sigurður kom til mín og sótti um vinnu. Hann var hár vexti myndarlegur maður og bauð af sér sérstaklega góðan þokka. Ég ákvað að ráða hann til starfa sem skrifstofustjóra, starfi sem hann gegndi þar til hann hætti að eigin ósk fyrir einu og hálfu ári síðan. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 382 orð | ókeypis

Sigurður Gísli Guðjónsson

"Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 472 orð | ókeypis

Sigurður Gísli Guðjónsson

"Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín." (Úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran.) Þegar kær vinur er kvaddur koma upp í hugann margar góðar minningar, sem eru gulli dýrmætari. Það er 31 ár síðan ég kynntist þeim Sigurði og Hrefnu, þá höfðu þau keypt íbúð í sama húsi og við hjónin, á Háaleitisbraut 41. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 270 orð | ókeypis

Sigurður Gísli Guðjónsson

Tengdafaðir minn er látinn og ég sit og renni huganum yfir þann tíma sem ég þekkti þennan mæta mann. Sigurður Gísli var ekki asamaður. Hann gekk rólega um gólf, talaði hægt og af varkárni um hvert málefni. Undir rólegheitunum kraumaði hins vegar kímnin og átti hann til að lauma út úr sér, öllum að óvörum, einhverri lúmskri fyndni sem tók okkur hin yfirleitt dágóða stund að átta okkur á. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 217 orð | ókeypis

Sigurður Gísli Guðjónsson

Elsku afi okkar. Með þessum fáu orðum langar okkur til að minnast þín. Við höfum lengi kviðið þeim degi er þín nyti ekki lengur við og við finnum fyrir miklum söknuði í hjarta okkar. Við vitum þó að núna líður þér vel. Afi veiktist fyrir tæpu ári, en gerði ávallt lítið úr veikindum sínum. Hann leiddi alltaf samtalið á jákvæðari brautir. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 736 orð | ókeypis

Sigurður Gísli Guðjónsson

Með örfáum orðum langar mig að minnast látins vinar úr Arnarbælishverfinu. Hann hét Sigurður Gísli Guðjónsson, en var kallaður Diddi af kunnugum, og mun ég nota það gælunafn í þessari grein. Hann ólst upp hjá móður sinni, Valgerði Sigurbergsdóttur og fóstra Birni Sigurðssyni, en Björn var föðurbróðir minn. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 710 orð | ókeypis

Sigurður Gísli Guðjónsson

Góður vinur og bernskufélagi frá unglingsárum okkar í Arnarbælishverfi í Ölfusi hefur kvatt þetta jarðneska líf. Diddi, en svo var hann nefndur af kunningjum, hafði lítið af föður sínum að segja, en hálfs annars árs fór hann með móður sinni austur að Ósgerði í Arnarbælishverfi til bróður hennar, Steindórs og fjölskyldu hans. Þar dvöldu þau í góðu yfirlæti um tíma. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 215 orð | ókeypis

SIGURÐUR GÍSLI GUÐJÓNSSON

SIGURÐUR GÍSLI GUÐJÓNSSON Sigurður Gísli Guðjónsson var fæddur 21. nóvember 1924 í Reykjavík. Hann lést í Borgarspítalanum 8. ágúst sl. Sigurður var sonur Valgerðar Sigurbergsdóttur, Kirkjuferjuhjáleigu, Ölfusi, og Guðjóns S. Jónssonar stýrimanns, frá Giljum í Mýrdal. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 247 orð | ókeypis

Þórhildur Ingibjörg Sölvadóttir

Sár söknuður fyllti huga minn þegar ég frétti af andláti Þórhildar vinkonu minnar og langar mig til að minnast hennar með nokkrum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 32 árum þegar ég, þá ung og einstæð móðir leitaði eftir gæslu fyrir ársgamla dóttur mína. Átti ég því mikla láni að fagna að fá þessa einstöku konu til að gæta stúlkunnar minnar og síðar tveggja sona minna. Meira
18. ágúst 1995 | Minningargreinar | 54 orð | ókeypis

ÞÓRHILDUR INGIBJÖRG SÖLVADÓTTIR

ÞÓRHILDUR INGIBJÖRG SÖLVADÓTTIR Þórhildur var fædd í Kjartansstaðakoti í Skagafirði 29. febrúar 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur þann 20. júlí síðastliðinn. Hún var gift Guðna Brynjólfssyni, fæddur 18. maí 1903, dáinn 31. maí 1985. Þau eignuðust þrjú börn, Maríu, Sölva og Ingimar, d. 1992. Meira

Viðskipti

18. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 373 orð | ókeypis

Aðaláherslan á skuldbreytingu eldri lána

AÐ SÖGN forsvarsmanna þeirra verðbréfafyrirtækja sem hafa til skamms tíma boðið fasteignaveðlán til allt að 25 ára er jafn og stöðugur áhugi fyrir viðskiptum af þessu tagi hjá lántakendum. Mest hefur borið á því, að fólk taki þessi lán til að skuldbreyta skemmri og óhagstæðari lánum, helst á stærri eignum. Meira
18. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 119 orð | ókeypis

Lánin óháð dollar

"HEILDARÁHRIF lánsins eru á þann veg að það er nánast eins og við séum að greiða af láni í íslenskum krónum," sagði Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Íslenska útvarpsfélagsins í samtali við Morgunblaðið, er hann var ynntur eftir áhrifum hækkunar á gengi dollars á lán félagsins hjá Chase-Manhattan bankanum bandaríska. Meira
18. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 462 orð | ókeypis

Takmarkanirá útflutningií undirbúningi

VIRKIR-Orkint hf., Sementsverksmiðjan hf. og Jarðefnaiðnaður hf. hafa skrifað undir samkomulag um gerð hagkvæmnisathugunar á fullvinnslu vikurs hér á landi. Finnur Ingólfsson, iðnaðarráðherra, hefur ákveðið að styrkja verkefnið, en auk fyrrnefndra þriggja aðila eru þýsk fyrirtæki þátttakendur í því. Meira
18. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 96 orð | ókeypis

Verðhjöðnun í Bretlandi ýtir undir stöðuga vexti

VERÐBÓLGA í Bretlandi í júlí lækkaði um 0,5% í mánuðinum eða meira heldur en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta þykir ýta undir að vextir haldist stöðugir í næstu framtíð enda þótt seðlabankinn hvetji til vaxtahækkana. Verðbólgan í Bretlandi hefur nú haldist undir þremur prósentum undanfarna 22 mánuði og er það sagður besti árangur í verðbólgubaráttunni þar allt frá 1961. Meira
18. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 403 orð | ókeypis

Verðstríð á bandarískum tölvumarkaði

Tölvurisinn Compag Computer Corp. varpaði á miðvikudag sprengju inn á tölvumarkaðinn vestra þegar það tilkynnti um 25% verðlækkun á einmenningstölvum fyrirtækisins og sagði að búast mætti við að keppinautarnir myndu bregðast við með viðlíka hætti. Meira

Fastir þættir

18. ágúst 1995 | Fastir þættir | 699 orð | ókeypis

Andri Áss Grétarsson atskákmeistari Reykjavíkur

8.­10. ágúst 1995 ÚRSLITAKEPPNIN um titilinn atskákmeistari Reykjavíkur fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 dagana 8.-10. ágúst 1995. Andri Áss Grétarsson mætti Benedikt Jónassyni í úrslitum og sigraði með 1 vinningi gegn . Andri er því Atskákmeistari Reykjavíkur 1994. Meira
18. ágúst 1995 | Dagbók | 84 orð | ókeypis

ÁRA afmæli. Sjötíu og fimm ára verður í dag Sess

ÁRA afmæli. Sjötíu og fimm ára verður í dag Sesselja Guðmundsdóttir, Kleppsvegi 6, Reykjavík. Maki hennar er Ingólfur Sigurðsson. Þau verða að heiman. ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 18. ágúst, er Gunnar Jóhannsson, Blikabraut 10, Keflavík, sjötíu og fimm ára. Meira
18. ágúst 1995 | Fastir þættir | 96 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Dregið

Dregið var í fjórðu umferð bikarkeppni Bridssambands Íslands miðvikudaginn 16. ágúst en þá var öllum leikjum lokið í þriðju umferð. Í fjórðu umferð spila saman: 1. Sv. Estherar Jakobsdóttur ­ sv. Samvinnuferða­Landsýn 2. Sv. Hjólbarðahallarinnar ­ sv. Roche 3. Sv. Potomac ­ sv. VÍB 4. Sv. Sigurðar Vilhjálmssonar ­ sv. Meira
18. ágúst 1995 | Dagbók | 156 orð | ókeypis

Langanes

Ljósm. RH Þórshöfn. LanganesNÝVERIÐ var tundurdufli, sem rekja má til stríðsáranna, eytt áLanganesi í Norður-Þingeyjarsýslu. Langanes er skagi sem ligguraustan að Þistilfirði. Norðaustasti tangi landsins er á Langanesi ogheitir Fontur. Meira
18. ágúst 1995 | Dagbók | 363 orð | ókeypis

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fór Brúarfoss

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fór Brúarfoss. Ásbjörn fór á veiðar í fyrradag. Baldvin Þorsteinsson fór á veiðar í fyrradag. Bjarni Sæmundsson kom í gærmorgun. Skútan Roald Amundsen kom í gær. Faxi fór í gærmorgun. Helgafellið fór í gærkvöldi. Meira

Íþróttir

18. ágúst 1995 | Íþróttir | 88 orð | ókeypis

Ástralir missa PGA mót GOLFÍÞRÓTTIN í

GOLFÍÞRÓTTIN í Ástralíu varð fyrir áfalli í vikunni þegar Ástralir tilkynntu að ekki yrði haldið atvinnumannamót, PGA, í Ástralíu þetta árið. Ástæðan er sú að ekki tókst að safna nægu verðlaunafé, sem þarf að vera rúmar 9 milljónir til að atburðurinn haldi virðingu sinni að mati golfara. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 75 orð | ókeypis

Blikarnir fá góð-an liðsstyrkNÝLIÐAR Breiðabli

NÝLIÐAR Breiðabliks í úrvalsdeildinni í körfuknattleik hafa fengið góðan liðsstyrk. Bandaríkjamaðurinn Michael Thele, 23 ára, kemur til Blikanna í lok ágúst. Hann er 23 ára, tveggja metra skytta, sem skorar mikið af þriggja stiga körfum. Thele, sem er hvítur, lék með liði Christian-háskólans í Texas. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 89 orð | ókeypis

Eike Immel til Man. City

"HANN er leikmaðurinn sem við þurfum á að halda," sagði Alan Ball, framkvæmdastjóri Manchester City, eftir að hann var búinn að ganga frá kaupum á Eike Immel, markverði frá Stuttgart og fyrrum landsliðsmarkverði Þýskalands, á 400 þús. pund. Immel getur ekki leikið með City gegn Tottenham um helgina, vegna meiðsla. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 278 orð | ókeypis

Engar afsakanir ganga í Atlanta

Sjö ára gamalt heimsmet í sundi féll á Kyrrahafsmótinu á dögunum en mótið fór fram í Atlanta í Bandaríkjunum - í lauginni sem keppt verður í á Ólympíuleikunum á næsta ári. Gerð laugarinnar er þess eðlis að gert er ráð fyrir heimsmet falli þar í keppni þeirra bestu á Ólympíuleikunum. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 248 orð | ókeypis

Fimm í banni í 13. umferð FIMM leikme

FIMM leikmenn í 1. deild, sem voru reknir af leikvelli um sl. helgi, taka út leik leikbönn í kvöld og á morgun, þegar 13. umferðin fer fram. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld og þá verður Þórhallur Örn Hinriksson ekki með Breiðabliki gegn Fram í Kópavogi og Framarar leika án Josip Dulic og Nökkva Sveinssonar, sem var úrskurðaður í leikbann vegna fjögurra áminninga. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 179 orð | ókeypis

FRJÁLSÍÞRÓTTIRBætir Vala Norð-

REYKJAVÍKURLEIKARNIR í frjálsíþróttum verða í kvöld á Laugardalsvelli. Mótið hefst kl. 19 og stendur í tvær klukkustundir. Hin unga og efnilega Vala Flosadóttir verður meðal keppenda og keppir í bestu grein sinni, stangarstökki, en hún á Norðurlandameti í greininni - hefur hæst stokkið 3,80 metra - og auk þess keppir hún í hástökki. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 248 orð | ókeypis

Fyrrum Bretlandsmeistari keppir í alþjóðarallinu

BRETINN David Mann, meistari í bresku landskeppninni í rallakstri 1993 keppir, í alþjóðarallinu hérlendis í september. Keppnin verður 9.-11. september og eru sex erlendar áhafnir skráðar til leiks. David Mann ekur 300 hestafla fjórhjóladrifnum Toyota Celica, sem hann hefur keppt á í sex ár. "Ég ákvað að sleppa því að keppa í Bretlandi á þessu ári og koma frekar til Íslands. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 81 orð | ókeypis

Gamlir búningarteknir framUNGLINGALANDSLIÐIÐ í

UNGLINGALANDSLIÐIÐ í handknattleik, sem fer til Danmerkur í dag til að taka þar þátt í móti, verður að leika í gömlum búningum á mótinu. Ástæðan fyrir því er að búningarnir sem liðið átti að fara með, eru í Færeyjum. Það eru búningarnir sem 21 árs landsliðið lék í á Norðurlandamótinu, sem lauk um sl. helgi. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 267 orð | ókeypis

HELGAR-GOLFDjúpivogur Opið mót v

Djúpivogur Opið mót verður á velli GKD á Djúpvogi á laugardaginn og verða leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Hafnarfjörður Golfklúbburinn Keilir stendur fyrir opnu móti á velli sínum á laugardaginn. Keppt verður í fimm flokkum. Ræst verður út kl. 8. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 70 orð | ókeypis

Helmer óhress

ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Thomas Helmer hjá Bayern M¨unchen, er óhress með nýja hlutverkið sitt hjá liðinu, sem er það að hafa gætur á hættulegustu sóknarmönnum andstæðinganna. Helmer fékk þetta hlutverk þegar Thomas Strunz, sem var keyptur frá Stuttgart, var látinn í hlutverk Helmers, sem aftasti varnarmaður. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 63 orð | ókeypis

Higuita aftur hetja Atletico RENE Higui

RENE Higuita, hinn skrautlegi markvörður frá Kólumbíu, sem tryggði liði sínu sigur - með marki úr aukaspyrnu í sl. viku, var á ný hetja Atletico Nacional, þegar liðið vann River Plate frá Argentínu, 8:7, í seinni undanúrslitaleik liðanna í S-Ameríkubikarkeppninni, sem fór fram í Aregntínu. Higuita varði vítaspyrnu og skoraði úr einni sjálfur. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 464 orð | ókeypis

Húmorinn hefur ekki týnst í þokunni

"VIÐ erum staddir á hóteli rétt við flugbrautina og okkur hefur tekist að sjá brautarendann öðru hverju í dag," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik er Morgunblaðið náði tali af honum í Færeyjum í gær. Í Færeyjum er Þorbjörn veðurtepptur með 21 árs landsliði Íslands, en liðið tók þátt í Norðurlandamótinu þar um síðustu helgi. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 464 orð | ókeypis

Hörð keppni framundan

Nú fer í hönd mikill annatími hjá siglingamönnum því fram undan eru þrjú Íslandsmót. Í dag hefst keppni í Optimist-, Topper- og Europe-flokkum, en það eru kænuflokkar unglinga og keppa 12-15 ára krakkar á Optimist en 16 ára og eldri á Topper og Europe. Þá hefst keppni á kjölbátum á þriðjudaginn og að lokum á Laser- kænum um miðjan september. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 375 orð | ókeypis

IAAF vill 6,5 milljarða vegna sjónvarpsréttar

Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, vill fá 100 milljónir dollara (um 6,5 milljarða kr.) vegna sölu sjónvarpsréttar frá Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum næsta sumar. Alþjóða ólympíunefndin, IOC, segir að alþjóða sérsamböndin hafi þegar fengið greitt vegna málsins en Juan Antonio Samaranch, forseti IOC, Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 88 orð | ókeypis

Í kvöld KNATTSPYRNA 1.

KNATTSPYRNA 1. deild karla Grindavík:Grindavík - KR18.30 Kópav.:Breiðablik - Fram18.30 3. deild: Dalvík:Dalvík - Ægir18.30 Egilsstaðir:Höttur - leiknir18.30 Fjölnisv.:Fjölnir - Haukar18. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 223 orð | ókeypis

KNATTSPYRNAMilutinovic aftur landsl

Bora Milutinovic hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Mexíkó í knattspyrnu á ný og tekur hann við af Miguel Mejia Baron sem var sagt upp eftir tap gegn Bandaríkjunum á dögunum. Milutinovic, sem er 51s árs og fæddur í Júgóslavíu, var landsliðsþjálfari Mexíkó þegar liðið komst í átta liða úrslit Heimsmeistarakeppninnar í Mexíkó 1986 og er það besti árangur þjóðarinnar. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 159 orð | ókeypis

KNATTSPYRNASkór Van Bastens en

MARCO Van Basten, einn besti miðherji síðari tíma, tilkynnti í gær að hann myndi ekki leika knattspyrnu framar. Þessi hollenski landsliðsmaður, sem verið hefur á mála hjá AC Milan á Ítalíu síðustu árin, hóaði fréttamenn á fund sinn í Mílanó í gær og greindi frá þessari ákvörðun. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 106 orð | ókeypis

Landsliðið tekur þátt í móti í Austurríki

LANDSLIÐIÐ í handknattleik karla tekur þátt í fjögurra landa móti, sem fer fram í Austurríki í byrjun september - í Voitsberg við Graz. Þar keppa einnig landslið Austurríkis, Noregs og Ítalíu. Landsliðið heldur út 30. ágúst og kemur heim 3. september. Mótið er góður undirbúningur fyrir undankeppni Evrópukeppni landsliða. Ísland leikur fyrst gegn Rúmeníu - líklega 29. september í Rúmeníu og 1. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 245 orð | ókeypis

Leynir tapaði 0:3 fyrir GA

Sveitakeppni GSÍ í 1. og 2. deild karla og í 1. deild kvenna hófst í gær. Fyrstu deildarkeppnin fer fram á Hólmsvelli í Leiru, en 2. deildarkeppnin Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Keppni í 2. deild kvenna hefst á laugardaginn í Mosfellsbæ. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 77 orð | ókeypis

Rússarnir snúa aftur STANISLAV Cherches

STANISLAV Cherchesov, landsliðsmarkvörður Rússlands, er þriðji Rússinn sem heldur heim á leið á stuttum tíma, eftir að hafa farið til liðs í Vestur-Evrópu. Hann hefur gengið á ný til liðs við Spartak Moskva, eftir að hafa verið í herbúðum Dynamo Dresden í Þýskalandi. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 59 orð | ókeypis

Samhliðasvig í Kerlingarfjöllum

MÓT í samhliðasvigi, Fannborgarmótið, verður haldið í Kerlingarfjöllum á morgun, laugardag. Að sögn Valdimars Örnólfssonar byrjuðu þeir Kerlingarfjallamenn með samhliðasvig á svæðinu fyrir um tuttugu árum og ætla nú að endurvekja mótið. Þetta er næst síðasta helgin sem svæðið verður opið í sumar og að sögn Valdimars er mjög góður snjór til staðar, harður og góður keppnissnjór. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 41 orð | ókeypis

Sevilla og Celta áfram í 1. deild SEVIL

SEVILLA og Celta verða áfram í 1. deildarkeppninni á Spáni. Búið var að dæma liðin niður í 3. deild vegna fjármálaóreiðu. Liðunum var bjargað með því að fjölga liðum í deildinni úr 20 í 22. Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 533 orð | ókeypis

"Spennandi verkefni í Berlín"

"ÞAÐ er spennandi verkefni framundan hjá Herthu Berlín, sem er þekktasta lið Berlínarborgar - stefnan hefur verið tekin á sæti í fyrstu deildarkeppninni, enda telja menn ekki annað við hæfi en lið frá Berlín sé í keppni með bestu liðum Þýskalands," sagði Eyjólfur Sverrisson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem er á ný kominn til Þýskalands, eftir eins árs útivist í Tyrklandi, Meira
18. ágúst 1995 | Íþróttir | 195 orð | ókeypis

Þeir sem skalla knöttinn oft hafa lægri greindarvísitölu

KNATTSPYRNUMENN sem skalla knöttinn oftar en tíu sinnum í leik, hafa lægri greindarvísitölu en aðrir leikmenn. Þetta er niðurstaða rannsóknar Andrienne Witol prófessors í Richmond háskólanum í Bandaríkjunum og var niðurstaðan kynnt á ársþingi sálfræðinga sem haldið var í New York fyrir skömmu. Meira

Úr verinu

18. ágúst 1995 | Úr verinu | 180 orð | ókeypis

Ryðga eða grotna á fjörum

FJÖLDI ónýtra báta og stærri skipa liggur á fjörum um land allt. Bæði eru þetta skip sem lent hafa í óhöppum og rekið upp en í seinni tíð hefur það færst í vöxt að skip séu úrelt og þeim lagt með þessum hætti. Meira
18. ágúst 1995 | Úr verinu | 315 orð | ókeypis

Sömu störf á öðrum vettvangi

"ÞETTA er auðvitað allt annar vettvangur en störfin eru þau sömu," segir Sigurpáll Scheving læknir sem fer með varðskipinu Óðni til starfa fyrir íslenska sjómenn í Smugunni í Barentshafi. Brottför Óðins hefur verið frestað um einn dag, skipið fer klukkan 10 í fyrramálið. Sigurpáll hefur að undanförnu unnið á gjörgæsludeild Borgarspítalans og hyggur á framhaldsnám í haust. Meira
18. ágúst 1995 | Úr verinu | 95 orð | ókeypis

"Til sjós og lands"

TIL SJÓS og lands, ljósmyndasýning fréttaritara Morgunblaðsins, verður opnuð í kvöld á veitingastofunni Hafnarbarnum á Þórshöfn. Þar verða myndirnar 27. ágúst. Myndirnar á sýningunni eru verðlaunamyndir úr ljósmyndasamkeppni Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins. Hafa þær verið á ferð milli staða á landsbyggðinni undanfarna mánuði, síðast á Café Karolínu á Akureyri. Meira

Viðskiptablað

18. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 45 orð | ókeypis

Fjárfestingar Eimskips í sjávarútvegsgreinum

EIMSKIP hefur, í gegnum eignarhaldsfélag sitt, Burðarás hf., undanfarin misseri fjárfest í fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Nýverið jók félagið hlut sinn í Haraldi Böðvarssyni í 10,5%, en það átti áður 5%. Nafnverð hlutafjár Eimskip í þessum fyrirtækjum nálgast nú 200 milljónir króna. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 466 orð | ókeypis

Akstur um hraðbrautir kostar sitt

´A bílferð um Evrópu hentar oft best að aka eftir hraðbrautum til að komast leiðar sinnar. Aðrir vegir eru iðulega fallegri en geta verið seinfarnir og þreytandi. Þýska hraðbrautarkerfið er elst og fullkomnast. Þar má yfirleitt aka eins hratt og bíllinn kemst án þess að þurfa að borga fyrir að nota brautina. Frakkar og Ítalir rukka inn vegatolla á hraðbrautum sínum og takmarka hraða við 130 km. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 79 orð | ókeypis

Aukin umferð um Schiphol

FJÖLDI farþega sem fór um Schiphol-flugvöll í Amsterdam jókst um 8,8% fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Frá þessu segir í fréttatilkynningu frá flugvallaryfirvöldum. Samtals komu 11,5 milljónir manna á flugvöllinn. Fraktflutningar jukust enn meira, eða um 16,5%. Fyrstu sex mánuði ársins fóru því 474 þúsund tonn í fraktflutningum um Schiphol. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 230 orð | ókeypis

Ástríðan mikla

Í NÝJASTA hefti franska tímaritsins Geo er ítarleg umfjöllun um Ísland. Sagt er frá stjórnmálum, sögu, mannlífi og ferðamöguleikum. Rúmur fjórðungur blaðsins auk forsíðu er helgaður Íslandi. Geo kemur út í um 600 þúsund eintökum í Frakklandi og lesendur þess í hverjum mánuði eru 5-8 milljónir. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 219 orð | ókeypis

Áætlunarferðir um ferðamannastaði næsta sumar

NÆSTA sumar hefjast áætlunarferðir um helstu ferðamannastaði í Reykjavík á vegum Kynnisferða. Að sögn Kristjáns Jónssonar, frkvstj. er þetta reynt í tilraunaskyni en ef vel gengur má búast við að slíkar ferðir verði á hverju sumri og jafnvel einnig á öðrum árstímum ef ástæða þykir til. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 117 orð | ókeypis

Brjóstaminnkun fyrir karla

Æ FLEIRI karlmenn í Bandaríkjunum kjósa að láta minnka brjóstin á sér og fara í í brjóstaminnkunaraðgerð. Árið 1994 létu um tíu þúsund karlmenn þar í landi til skarar skríða en árið 1992 voru þeir einungis um fimm þúsund talsins sem fóru í slíka aðgerð. Í bandaríska tímaritinu Longevity er nýlega fjallað um nýja tækni sem lýtalæknirinn Gary J. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 195 orð | ókeypis

Bændur í haustferðir

SKIPULAGÐAR hafa verið tvær ferðir á vegum Bændaferða. Önnur er til Bretlands og hin um Móseldalinn og nokkrar líkur á þriðju ferðinni og þá til Írlands. Móseldalsferðin hefst þann 27. október og er flogið til Lúxemburgar. Ekið suður yfir Mósel og til þorpsins Leiwen. Gist verður þar hjá vín- og ferðaþjónustubændum í sjö nætur. Skoðunarferðir eru flesta daga, m.a. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 68 orð | ókeypis

Dýrt kampavín

ÞAÐ er í frásögur fært að flaska af kampavíni á Imperial hótelinu í Vínarborg kostaði ríflega 30 þúsund krónur. Þessi fræga flaska var borin fram og innihald drukkið gamlaárskvöld 1994 og nú hafa margar pantanir borist fyrir hið næsta þar sem gestir vilja bragða á drykknum. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 627 orð | ókeypis

Eyrarbakki

ÞEGAR ekið er um Þrengsli austur yfir fjall liggur vel við að aka um Óseyrarbrú við ósa Ölfusár. Brúin er sem næst á hinum forna ferjustað um ósinn. Eyrarbakki er með elstu þéttbýlisstöðum landsins og var um aldamótin meðal stærstu bæja landsins. Byggðin stendur aðallega við tvær götur sem liggja samhliða ströndinni. Sú sem nær er ströndinni er eldri. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 195 orð | ókeypis

Fólk 17-24 ára á aðild að þriðjungi slysa

Á síðasta ári slösuðust eða létust 1.485 einstaklingar í umferðinni hérlendis en það er 2,3% aukning frá árinu áður. Fólk á aldrinum 17-24 ára átti í um þriðjungi tilvika aðild að slysum árið 1994. Þessi sami aldurshópur er líka með hæst hlutfall þegar aldursdreifing alvarlegra slasaðra eða látinna í umferðinni er skoðuð. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 90 orð | ókeypis

Garðvinna er fyrirtaks líkamsrækt

ÞEIR sem eru iðnir við garðvinnu ættu að sjá mun á fötunum sínum eftir sumarið. Það er nefnilega hægt að brenna töluvert mörgum hitaeiningum við að puða í mold eða grasi. Ef unnið er t.d. við slátt eða verið að raka brennur viðkomandi nálægt 400 hitaeiningum á klukkustund. Fátt er hollara en nýtt grænmeti og því kostur að rækta það í garðinum sínum. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 129 orð | ókeypis

Góð aðstaða við Seljalandsfoss

AÐSTAÐA og aðkoma að Seljalandsfossi hefur nú verið stórbætt. Gerðir hafa verið göngustígar við fossinn og falleg brú verið reist yfir ána svo að nú er auðvelt að ganga undir fossinn sem er sérstök upplifun fyrir ferðamenn. Þá hefur verið komið upp góðu tjaldstæði við Hamragarða með sturtum og öllu tilheyrandi. Þar er einnig kaffisala. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1320 orð | ókeypis

Græna byltingin teygir anga sína til Íslands

SÚ UMHVERFISBYLTING sem orðið hefur hjá nágrönnum okkur á Norðurlöndum og í N-Evrópu er smám saman að ná til okkar. Þeir sem hafa verið í Danmörku nýlega hafa varla komist hjá því að reka augun í allar þær vörur í verslunum sem merktar eru í bak og fyrir "Økologi". Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 475 orð | ókeypis

Hveravellir aftur í alfaraleið

MIKIL umferð ferðamanna hefur legið um Hveravelli eftir að vegurinn þangað varð fólksbílafær og síðasta áin, Seyðisá, var brúuð í júlímánuði. Ferðafélag Íslands hefur staðið að uppbyggingu á svæðinu með tilliti til ferðamanna og hafa göngustígar og merkingar verið endurbættar, auk þess sem hægt er að gista þar á tjaldstæði félagsins eða í skálum þess. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 77 orð | ókeypis

Jökull kominn út

Jökull, tímarit Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands, kom út fyrir skömmu. Þar eru birtar greinar eftir ýmsa vísindamenn á sviði jarðvísinda og jöklarannsókna auk yfirlits yfir starfsemi félaganna. Meðal efnis nú er grein eftir Markús Á. Einarsson um samanburð hitafars á Íslandi og austurhluta Norður-Atlantshafs árin 1901-1990. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 136 orð | ókeypis

Líf og fjör á götu-markaði í Kringlunni

ÞAÐ var handagangur í öskjunni þegar götumarkaðurinn í Kringlunni opnaði í gær enda er hægt að gera reyfarakaup ef fólk vill leggja á sig að leita í örtröðinni. Þeir sem Daglegt líf gaf sig á tal við sögðust skemmta sér konunglega og gaman væri að gramsa og skoða sem flest. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 741 orð | ókeypis

Lúxuslíf á Renaissance

VIÐ komum inn á hótelsvæðið um kvöld og ljóskerin í garðinum vörpuðu ævintýralegum ljóma á umhverfið. Gosbrunnur í móttökunni og súlnagöng umhverfis minntu á sögur úr "Þúsund og einni nótt" enda mátti heyra daufan óm af arabískri magadanstónlist frá ströndinni. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 87 orð | ókeypis

Rússar gesta flestir í Finnlandi

FYRSTU fjóra mánuði ársins 1995 voru Rússar gesta flestir í Finnlandi og leystu þar með Svía af hólmi. Gengislækkun sænsku krónunnar hefur gert Finnland dýrara og Svíar hugsa sig því tvisvar um áður en þeir halda yfir í nágrannalandið. Þetta kemur fram í nýjasta flugblaði Finnair. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 130 orð | ókeypis

SérmerktirFlugleiðagripir

Í NÝJUSTU Flugleiðafréttumer sagt frá því að þeir sem hafa áhuga á geti keypt ýmsa muni og hluti sem eru merktir flugfélaginu eins og tíðkast hjá ýmsum flugfélögum. Eru það meðal annars mittistöskur, nafnspjaldaveski, T-bolir, skjalatöskur og fleira. Vala Jónsdóttir í auglýsingaeftirliti Flugleiða hefur umsjón með þessari litlu búð. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 136 orð | ókeypis

Stefnir í gott ár hjá flugfélögum

MÖRG flugfélög heims virðast stefna í hagnað í ár, en tölur júnímánaðar vekja ugg um að hagnaðurinn verði ekki eins mikill og spáð hefur verið að sögn kunnugra. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðasamtaka flugfélaga fjölgaði farþegum um 7% á fyrstu sex mánuðum ársins og frakt jókst um 13%. Sérfræðingar telja góðar horfur á 5. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 923 orð | ókeypis

Tvö hundruð lög og enn að semja

GUÐJÓN Matthíasson lagasmiður og harmonikkuleikari samdi fyrir skömmu tvöhundraðasta lag sitt. Daglegt líf fékk veður af því og blaðamaður var sendur á vettvang. En hann var of seinn; nóttina áður hafði andinn komið yfir Guðjón og enn eitt lagið bæst við. Guðjón hefur verið að spila og syngja í 45 ár en á nóg eftir enn. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 634 orð | ókeypis

Tvö hundruð lög og enn að semja

GUÐJÓN Matthíasson lagasmiður og harmonikkuleikari samdi fyrir skömmu tvöhundraðasta lag sitt. Daglegt líf fékk veður af því og blaðamaður var sendur á vettvang. En hann var of seinn; nóttina áður hafði andinn komið yfir Guðjón og enn eitt lagið bæst við. Guðjón hefur verið að spila og syngja í 45 ár en á nóg eftir enn. Meira
18. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 176 orð | ókeypis

Upplýsinga- og göngukort um Vestfirði

Á VESTFJÖRÐUM eru margar skemmtilegar gönguleiðir og segja má að allt svæðið sé kjörland göngufólks. Ekki þarf að fara langt frá þéttbýliskjörnum til að vera kominn út í ósnortna náttúru hárra fjalla, djúpra fjarða og kyrrðar. Á vegum Ferðamálasamtaka Vestfjarða hefur undanfarin þrjú ár farið fram vinna til að bæta úr þörf fyrir upplýsingar um gönguleiðir á svæðinu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.