Greinar föstudaginn 25. ágúst 1995

Forsíða

25. ágúst 1995 | Forsíða | 257 orð

Deneche enn grunaður

FRANSKA lögreglan telur enn að Alsírbúinn, sem var handtekinn í Stokkhólmi, sé sekur um sprengjutilræðið í París 25. júlí og vefengir þá niðurstöðu sænsku lögreglunnar að hann hafi þá verið í Svíþjóð. Meira
25. ágúst 1995 | Forsíða | 575 orð

Kínverjar vísa Harry Wu af landi brott

KÍNVERJAR vísuðu kínversk- bandaríska andófsmanninum og mannréttindafrömuðinum Harry Wu úr landi í gær, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann hafði verið dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir njósnir, og var sagt að hann væri á leið til San Francisco. Meira
25. ágúst 1995 | Forsíða | 162 orð

Króatar bíða með að beita hervaldi

MATE Granic, utanríkisráðherra Króatíu, sagði í gær að Króatar væru reiðubúnir að beita ekki hervaldi í grennd við Dubrovnik við Adríahaf um sinn meðan Bandaríkjastjórn reyndi að koma á friði í löndum gömlu Júgóslavíu. Hann sagði þó að Króatar myndu grípa til hernaðaraðgerða ef til stórsóknar kæmi af hálfu Bosníu-Serba á svæðinu. Meira
25. ágúst 1995 | Forsíða | 48 orð

Ostrø borinn til grafar

HANS Christian Ostrø var borinn til grafar í Tønsberg í Noregi í gær. Aðskilnaðarsinnar í Kasmír á Indlandi rændu Ostrø í byrjun júlí og myrtu hann með grimmilegum hætti um miðjan þennan mánuð. Tveir Bretar, Bandaríkjamaður og Þjóðverji eru enn á valdi mannræningjanna. Meira

Fréttir

25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 117 orð

122 teppasalar í boðsferð til Íslands

122 FINNSKIR byggingavörukaupmenn eru staddir hér á landi dagana 24. ágúst til 28. ágúst í boði finnska heildsölufyrirtækisins Varitukku Oy að tilstuðlan Teppabúðarinnar. Teppabúðin og Varitukku Oy eru umboðsaðilar fyrir Armstrong World Industries Ltd., hvort í sínu landi. Mikið samstarf er með norrænum umboðsaðilum Armstrong og er hingaðkoma Finnanna liður í því samstarfi. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 220 orð

3-4 milljarða minni halli

HORFUR eru á batnandi afkomu sveitarfélaganna á þessi ári og er reiknað með að hallinn á rekstri þeirra verði þrír til fjórir milljarðar króna í stað sjö milljarða í fyrra, að því er fram kemur í nýútkomnum hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, er meginástæðan sú að sveitarfélögin hafa dregið úr útgjöldum. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 489 orð

Aukin raforkunotkun í Evrópu

NORDEL, samtök raforkuframleiðenda á Norðurlöndum, héldu fund á Hótel Sögu í gær. Þar voru mættir fulltrúar raforkuframleiðenda á Norðurlöndum auk forseta UCPTE, sem eru hliðstæð samtök í Evrópu, og forseta Eurelectric, sem eru samtök raforkuframleiðenda Evrópusambandsins. Rædd voru tengsl og viðskipti með raforku mill Norðurlandanna og Evrópu. Meira
25. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 151 orð

Áhugi skólamanna á gæðastjórnun aukist

FJÖLMENN ráðstefna um gæðastjórnun í menntakerfinu verður haldin á Akureyri í dag og á morgun. Alls eru 250 þátttakendur skráðir og fleiri á biðlista. Ráðstefnan verður sett kl. 9 í dag, föstudaginn 25. ágúst, en byrjað verður að afhenda ráðstefnugögn klukkutíma fyrr. Meira
25. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 165 orð

Ákærði sæti öryggisgæslu

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur kveðið upp dóm í máli manns sem stakk annan með eldhúshnífi í anddyri heimilis hins síðarnefnda á Akureyri 28. mars sl. Hinn ákærði er dæmdur ósakhæfur en honum er gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 160 orð

Árangurslaus fundur

ÁRANGURSLAUS samningafundur var haldinn með fulltrúum Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði og samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gær, en boðað hefur verið til annars fundar hjá ríkissáttasemjara kl. 17 í dag. Náist samningar ekki á þeim fundi skellur á verkfall ófaglærðs starfsfólks á sjúkrastofnunum í Hafnarfirði á miðnætti í nótt. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

Bergingspuntur til uppgræðslu

HAFIN er þresking á beringspunti, túnvingli, melgresi og lúpínu á Mýrdalssandi en undanfarin níu ár hefur verið unnið mikið átak í uppgræðslu á sandinum þegar þjóðvegurinn var færður sunnar á sandinn. Byrjað var á sá melgresi til skjóls og síðan hefur fleiri tegundum verið bætt við en búið er að sá u.þ.b. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 55 orð

Bjalla fældi þjóf á brott

BROTIST var inn í Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu í fyrrinótt. Styggð kom að þjófunum og var engu stolið. Lögreglan fékk tilkynningu um innbrotið rétt fyrir kl. 5. Gluggi á húsinu hafði verið spenntur upp og farið inn, en þjófarnir forðað sér þegar bjalla í þjófavarnarkerfi lét til sín heyra. Meira
25. ágúst 1995 | Smáfréttir | 31 orð

DR. JOHN Lupien, forstjóri fyrir Food Policy and Nutrition de

DR. JOHN Lupien, forstjóri fyrir Food Policy and Nutrition deild FAO heldur tvo fyrirlestra á vegum landbúnaðarráðuneytisins í fundarsal Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Keldnaholti, föstudaginn 1. september nk. Hefjast þeir kl. 9 og 11. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 77 orð

Ekið af vettvangi

EKIÐ var á hross á Norðurárbrú í Skagafirði, á þjóðvegi nr. 1, í fyrrinótt. Ökumaður ók af vettvangi þrátt fyrir að bifreiðin hefði auðsjáanlega orðið fyrir nokkru tjóni, m.a. hefur vatnskassi hennar eyðilagst. Hrossið drapst og var skilið eftir á brúnni. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 442 orð

Embætti héraðsdýralækna hugsanlega lagt niður

SAMKEPPNISRÁÐ telur nauðsynlegt að lögum um dýralækna verði breytt á þann veg að dýralæknum verði sköpuð þau skilyrði að samkeppni í atvinnugreininni sé möguleg á jafnræðisgrundvelli. Ráðið tekur undir tillögur landbúnaðarráðuneytisins um að ríkisvaldið gæti lagt niður starfsemi héraðsdýralæknaembættanna í núverandi mynd, eða niðurgreitt sambærilega starfsemi sjálfstætt starfandi dýralækna. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 458 orð

Erfiðast að fá vinnu á Suðurnesjum

ATVINNULEYSI á landinu er hlutfallslega mest á Suðurnesjum en minnst á Vestfjörðum og Austurlandi samkvæmt tölum félagsmálaráðuneytis. Nærri helmingur atvinnulausra er búsettur í Reykjavík. Fjöldi atvinnuleysisdaga á landinu öllu í júlí jafngildir því að 5.436 manns hafi að meðaltali verið atvinnulausir í mánuðinum. Hins vegar voru 6.039 manns skráðir atvinnulausir í lok júlímánuðar. Meira
25. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 317 orð

Fiskurinn fluttur til vinnslu á Bakkafirði

Þórshöfn-Nokkuð góð veiði hefur verið hjá handfærabátum síðustu daga en milli 25 og 30 trillur gera út frá Þórshöfn nú í sumar og er meiri hlutinn aðkomubátar, víðs vegar af landinu. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 484 orð

FÍB óskar eftir tilboðum í bílatryggingar

FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda hefur ákveðið að óska eftir tilboðum í bifreiðatryggingar félagsmanna sinna. Félagið stefnir að því að safna yfirlýsingum frá a.m.k. 10 þúsund bíleigendum þar sem þeir lýsa sig reiðubúna til að skipta um tryggingafélag ef hagkvæmara tilboð bjóðist. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 170 orð

Fleiri í lánshæfu námi en áður en færri taka lán

UMSÓKNUM um námslán hefur ekki fjölgað þó að flest bendi til þess að fleiri nemendur séu í lánshæfu námi en áður. Samkvæmt upplýsingum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna hafa borist 4.532 umsóknir um nám hérlendis, 2.728 í Háskóla Íslands og 1.804 í sérskóla. Umsóknir um lán til náms erlendis eru nú samtals 1.822 en voru fyrir tveimur árum 1.948. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Flugan á lofti

TÆPLEGA eitt þúsund laxar hafa veiðst í Laxá í Aðaldal það sem af er sumrinu. Þar af hafa rúmlega tíu laxar verið tuttugu pund eða þyngri. Veiðitíminn í ánni er frá 10. júní til 9. september. Í bókinni Landið þitt, Ísland, segir að Laxá í Aðaldal sé talin frá upptökum til ósa ein jafnfallegasta á landsins. Hún rennur úr Mývatni og fellur um Laxárdal og Aðaldal og út í Skjálfandaflóa. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 217 orð

Flugmálastjórn kaupir flughermi

FLUGMÁLASTJÓRN hefur samið við Canadian Commercial Corporation um kaup á ratsjárhermi fyrir skóla flugumferðarþjónustunnar. Ratsjárhermirinn kostar 13 milljónir króna, en Flugmálastjórn mun kaupa vélbúnað hermisins hér á landi og er áætlað að hann kosti 3,5 milljónir til viðbótar. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

Fokker á Bíldudal

FOKKER-flugvél hafði ekki sést í langan tíma á Bíldudal þegar Flugleiðir hf. fóru að venja komur sínar þangað í sumar. Flugleiðir hafa notað flugvöllinn í Fossafirði í Arnarfirði á meðan flugvöllurinn á Patreksfirði er lokaður, en verið er að leggja á hann olíumöl. Nýbúið er að leggja olíumöl á flugvöllinn í Fossafirði. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 183 orð

Frjálst verð á kindakjöti í áföngum

VIÐRÆÐUR um nýjan búvörusamning í sauðfjárframleiðslu eru nú hafnar á ný að loknum sumarleyfum, en að sögn Ara Teitssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, er vonast til þess að nýr samningur líti dagsins ljós á næstu vikum. Samkomulag hefur tekist um hvernig staðið verður að verðlagningu kindakjöts, og er þá verið að ræða um að gefa verðið frjálst í áföngum. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 817 orð

Gegn hleypidómum og vanþekkingu

SERVAS eru alþjóðleg samtök fólks sem vill stuðla að auknum skilningi milli þjóða, vinna gegn hleypidómum og vanþekkingu og leggja sitt af mörkum til að friður ríki í heiminum. Í félaginu er fjöldi einstaklinga og félagasamtaka frá yfir eitt hundrað löndum. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 336 orð

Gervihnettir fylgjast með ferðamönnum

Á VEGUM Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík og Radíómiðunar hf. er verið að setja upp eftirlits- og öruggiskerfi fyrir ferðalanga í óbyggðum sem gerir kleift að fylgjast með ferðum manna og bregðast við ef eitthvað fer úrskeiðis. Eftirlitið fer þannig fram að ferðamenn geta leigt senda og nema gervihnettir sendingar frá sendunum og staðsetja þá með 300 metra nákvæmi. Meira
25. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Gítartónlist leikin frá Spáni og Suður-Ameríku

EINAR Kristján Einarsson gítarleikari heldur tónleika á Norðurlandi nú um helgina. Á laugardag leikur hann í Bárðardal þar sem heimamenn halda töðugjöld. Á sunnudag kl. 16 verða tónleikar í félagsheimilinu að Breiðumýri í Reykjadal og á þriðjudagskvöld í Dalvíkurkirkju kl. 20.30. Meira
25. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 245 orð

Góð mæting í umferðarfræðslu grunnskólanna

BÖRN og foreldrar hafa sótt umferðarfræðslu af miklum áhuga í grunnskólum Akureyrar síðustu daga. Fræðslan er á vegum Umferðarráðs, lögreglunnar og skipulagsnefndar Akureyrar. Að sögn Maríu Finnsdóttur hjá Umferðarráði hefur mætingin verið mjög góð og ekki síður hjá foreldrum en börnum. Meira
25. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 297 orð

Herinn hættir nauðungarflutningum

HER Zaire hefur hætt að flytja flóttafólk frá Rúanda nauðugt til heimalandsins og hermennirnir hafa farið úr flóttamannabúðum við landamæri ríkjanna, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna í gær. Meira
25. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 279 orð

Hundadagahátíð Torgara

Húsavík-Hundadagagleði átthagafélags Torgara á Húsavík fór fram samkvæmt áætlun hinn 19. ágúst og í hinu fegursta veðri eins og ákveðið! hafði verið og stóð hátíðin frá kl. 17.00 og fram á nótt. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 750 orð

Hægt hefði verið að fá undanþágu frá tolli

BJÖRN Hermannsson tollstjóri segir að ef eftir því hefði verið leitað þá hefði verið hægt að fá undanþágu frá því að borga toll af skútu Frakkans Mathieu Morverand í allt að eitt ár eftir að hún kom hingað til lands. Skútan var seld á uppboði í mars 1992. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 186 orð

Ísfélagið bíður í hlutabréf í Búlandstindi

ÍSFÉLAG Vestmannaeyja hefur gert tilboð í hlutabréf Gunnarstinds á Stöðvarfirði og Þróunarsjóðs sjávarútvegsins í Búlandstindi á Djúpavogi. Um er að ræða 44% hlut í fyrirtækinu sem Ísfélagið gerir tilboð í en auk þess hefur Ísfélagið boðið öðrum hluthöfum að kaupa hlut þeirra í fyrirtækinu. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 250 orð

Íshröngl og leir á tugum hektara við Nauthaga

FERÐAFÓLK sem átti leið um Þjórsárver síðastliðinn föstudag varð þess vart að vatn hafði sprengt sér leið undan Nauthagajökli við Ólafsfell, sennilega daginn áður, og rutt sér leið yfir nokkra tugi hektara svæðis með tilheyrandi leir- og jakaburði vestur í Miklukvísl sem rennur um Nauthaga. Meira
25. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 332 orð

Ísraelar og PLO semja um vatn

ÍSRAELAR sögðust í gær hafa náð rammasamningingi við Frelsissamtök Palestínu (PLO) um rétt Palestínumanna til vatnsnotkunar, sem ætti að auðvelda samninga um stækkun sjálfstjórnarsvæðis PLO. Í yfirlýsingu frá ísraelska landbúnaðarráðuneytinu í gær segir að í kjölfar rammasamningsins hafi frekari viðræðum um vatnsréttindi verið frestað þar til rætt verður um endanlega stöðu Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 219 orð

Kirkjuráðsþing norrænna kaþólikka

NORRÆNT þing kaþólskra kirkjuráða er haldið í Hafnarfirði dagana 23.­28. ágúst. Þetta er samnorrænt þing nefnda þeirra sem eru ráðgefandi í hverju kaþólsku biskupsdæmi þar sem bornar eru saman bækurnar um starfið í hinum ýmsu biskupsdæmum, allt frá Norður- Noregi til Danmerkur. Þingið sitja nær fimmtíu fulltrúar hinna ýmsu biskupsdæma, þar af tíu frá Íslandi. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Landflóttinn er dæmi um misheppnaða stjórnarstefnu

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir að ungt fólk sem að undanförnu hefur flust frá Íslandi sé með brottflutningnum að segja álit sitt á atvinnustefnu og skattastefnu stjórnvalda. Ungt fólk sé að tapa trú á því þjóðfélagi sem stjórnvöld séu að skapa. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 526 orð

Laxá í Kjós að rétta hlut sinn

ALLT stefnir nú í að Laxá í Kjós nái fjögurra stafa tölu á ný, en einhver minnsta veiði allra tíma var í ánni í fyrra, rétt um 700 laxar, enda bæði illa selt í ána og fátt um laxa. Nú er öldin önnur, mikill lax er í ánni, enn eitthvað að ganga, og komnir væru mun fleiri laxar á land ef erfið skilyrði hefðu ekki hvað eftir annað sett strik í reikninginn. Gengur vel.. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 201 orð

Lánaði Emerald Air 90 millj.

FRAMKVÆMDASTJÓRI Lífeyrissjóðs bænda hefur látið af störfum eftir að ljóst varð að hann hafði veitt flugfélaginu Emerald Air verulegar fjárhæðir að láni án samþykkis og vitneskju stjórnarmanna. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 370 orð

Leggja áherslu á samstarf vinstrimanna

STEINGRÍMUR J. Sigfússon og Margrét Frímannsdóttir, sem bæði bjóða sig fram til formanns í Alþýðubandalaginu, sögðu á opnum kynningarfundi á Ísafirði, að stefna bæri að nánari samvinnu vinstrimanna. Steingrímur J. sagðist vera tilbúinn til að skoða sameiginlegt framboð vinstriflokkanna og gekk að sumu leyti lengra en Margrét í yfirlýsingum um þetta efni. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 312 orð

Markaðurinn verið opinn erlendum félögum

MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Sambandi íslenskra tryggingarfélaga: "Íslenskur vátryggingamarkaður hefur um áratugaskeið verið opinn. Erlend vátryggingafélög hafa löngum haft heimild til að bjóða þjónustu sína hér á landi t.d. með starfrækslu umboðs. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 208 orð

Með ýmiss konar þýfi í bílnum

LÖGREGLAN stöðvaði bifreið í Kollafirði í fyrrinótt, eftir ábendingu lögreglunnar í Borgarnesi, sem hafði borist kvörtun um annarlegt ástand ökumanns og farþega. Í bílnum fannst ýmiss konar þýfi, sem síðar kom í ljós að var úr íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi, og að auki hanskar, vasaljós, kúbein og skrúfjárn. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 234 orð

Myndband kom upp um þjófana

STULDUR fjögurra unglingspilta í Hafnarfirði á BMW-bifreið endaði háðulega þegar þeir uppgötvuðu að maður, sem stóð með myndbandsvél sína úti á svölum, var að festa stúss þeirra við bílinn á filmu. Lögreglan skoðaði upptökuna og bar kennsl á drengina, sem viðurkenndu að þeir hefðu velt fyrir sér að krefja eiganda bílsins um lausnarfé. Meira
25. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 248 orð

Neita orðrómi um veikindi

AÐSTOÐARMENN Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, reyndu í gær að kveða niður orðróm um að forsetinn ætti við veikindi eða drykkjusýki að stríða eftir að hann lét ekki sjá sig á flugsýningu í Moskvu, eins og til stóð. Meira
25. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | -1 orð

Nygren kemur sér á framfæri

HVORKI Jan Nygren samræmingarráðherra né Mona Sahlin varaforsætisráðherra hafa tjáð sig skorinort um hvort þau hyggist bjóða sig fram í formannssæti Jafnaðarmannaflokksins, þegar Ingvar Carlsson lætur af störfum í mars. Enn sem komið er eru það helst þau sem nefnd eru sem hugsanlegir frambjóðendur. Þykir hreinn og beinn Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð

Nýja þyrlan í sjúkraflug

NÝJA þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti konu sem slasaðist í bílveltu skammt vestan við Króksfjarðarnes í gærkvöldi og flutti á Borgarspítalann. Var konan minna slösuð en talið var í fyrstu. Meira
25. ágúst 1995 | Smáfréttir | 73 orð

NÝ PÓSTNÚMERSKRÁ á vegum Pósts og síma er komin út.

NÝ PÓSTNÚMERSKRÁ á vegum Pósts og síma er komin út. Henni verður dreift til póst- og símastöðva þar sem hún mun fást án endurgjalds. Í skránni eru ekki eingöngu upplýsingar um póstnúmer heldur má þar t.d. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Óðinn kominn í Smuguna

VARÐSKIPIÐ Óðinn kom í Smuguna í gærmorgun. Að sögn Kristjáns Þ. Jónssonar skipherra hafði ekki verið beðið um læknisaðstoð ennþá en þeir hafi mest verið að dreifa vörusendingum til skipanna Óðinn fór með mikið af vörum til íslensku skipanna í Smugunni, bæði veiðarfæri og varahluti. Kristján sagði að fyrstu klukkustundirnar í Smugunni hafi farið í að koma þessum hlutum til skila. Meira
25. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Ómaklega vegið að Kristjáni

FORSVARSMENN Fiskverkunar Jóhannesar og Helga hf. á Dalvík hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna vantrauststillögu á Kristján Ólafsson forseta bæjarstjórnar sem borin var upp á fundi bæjarráðs nýverið. Í yfirlýsingunni er lýst fullum stuðningi við Kristján. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 416 orð

Rekstrarhallinn 92,8 milljónir króna

HALLI varð af rekstri Útgerðarfélags Akureyringa hf. fyrstu sex mánuði ársins sem nemur 92,8 milljónum króna. Þrátt fyrir þetta tap eru forsvarsmenn félagsins bjartsýnir á að reksturinn batni til muna á seinni hluta ársins og markmiðið er að félagið verði rekið með hagnaði á árinu. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 588 orð

Rekstur borgarinnar ekki breyst

GUNNAR Jóhann Birgisson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að þegar rætt sé um að hallinn á borgarsjóði hafi minnkað, þá sé sú umræða með öfugum formerkjum vegna þess að ekkert hafi breyst í rekstri borgarinnar annað en það að skattar hafi verið hækkaðir og gerðar hafi verið meiri kröfur til borgarfyrirtækja sem nú skili meiri arði en nokkru sinni fyrr. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 154 orð

Samkomulag um afnot

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og John J. Sheehan hershöfðingi, yfirmaður Atlantshafsflotastjórnar Atlantshafsbandalagsins (SACLANT), undirrituðu í gær samkomulag um afnot íslenskra stjórnvalda af hafnarmannvirkjum Atlantshafsbandalagsins í Helguvík. Meira
25. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 441 orð

Segir Íraka hyggja á innrás í Kúveit

KÚVEITSKIR embættismenn hrósuðu í gær Hússein Jórdaníukonungi fyrir gagnrýni hans á Saddam Hússein, forseta Írak, og sögðu gagnrýnina marka þáttaskil í stefnu Jórdana gagnvart stjórnvöldum í Baghdad. Í ræðu sem konungurinn flutti á miðvikudagskvöld sakaði hann Saddam um að ætla að ráðast inn í Kúveit á ný, Meira
25. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 353 orð

Sérfræðingar ESB og Frakka funda

KJARNORKUSÉRFRÆÐINGAR Frakka hittu starfsbræður sína frá Evrópusambandinu í gær, fimmtudag, og lögðu fram gögn sem þeir sögðu sanna að kjarnorkuvopnatilraunir Frakka í S-Kyrrahafi muni ekki hafa nein umhverfisspillandi áhrif. Meira
25. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 122 orð

Sprenging í miðborg Helsinki

BÍLASPRENGJA sprakk í miðborg Helsinki klukkan hálf eitt í morgun að staðartíma. Lögregluþjónn særðist lítillega í sprengingunni, sem skildi eftir sig stórt gat í jörðinni, að sögn Tommis Melenders, fréttamanns finnsku fréttastofunnar STT. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Starfshópur brýnir sjálfstæðiskonur

UNDANFARIN misseri hafa sjálfstæðiskonur í Reykjanesi hist til að ræða stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Sérstakur hópur var valinn þessu máli til framdráttar og vilja þær konur sem hann skipa eindregið hvetja flokkssystur sínar til að gefa kost á sér í þau embætti sem kosið verður um á Landsfundi 3.­5. nóvember nk. Meira
25. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 162 orð

Starfshópur skipaður

BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur skipað fjögurra manna starfshóp til að gera tillögur um stefnumörkun varðandi leyfi til reksturs vínveitinga- og skemmtistaða í bænum. Í hópnum sitja Jakob Björnsson, Sigríður Stefánsdóttir, Alfreð Almarsson og Hallgrímur Ingólfsson. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Stikur á jöklaleiðir

FÉLAG leiðsögumanna hefur rætt það í sínum hóp hvort ástæða sé til þess að stika leiðir á jöklum til að auka öryggi ferðamanna. Þórarna Jónasdóttir formaður félagsins segir að félaginu hafi ekki borist kvartanir um að öryggi sé ábótavant í ferðum á Vatnajökul. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 229 orð

Sundbakkahelgi í Viðey

FRAMUNDAN er Sundbakkahelgi í Viðey. Hún er haldin á hverju sumri og þá er Viðeyingafélagið með opið hús og kaffisölu austur á Sundbakka, en svo er nefndur austurhluti eyjarinnar, gegnt Gufunesi. Saga hans er merkur þáttur í atvinnusögu Íslendinga í upphafi 20. aldar. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 351 orð

Söfnun til styrktar konum og börnum í neyð

RAUÐI kross Íslands gengst fyrir fjársöfnun sunnudaginn 3. september, til styrktar konum og börnum sem búa við neyð í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu og í afskekktum héruðum Víetnam. Sjálfboðaliðar ganga í hús um allt land með sérmerkta söfnunarbauka og rennur söfnunarféð óskipt til hjálparstarfsins. Meira
25. ágúst 1995 | Miðopna | 1083 orð

Söguleg ferð Gamla-Péturs

50 ár frá fyrsta áætlunarflugi til Kaupmannahafnar Söguleg ferð Gamla-Péturs Í dag er haldið upp á það með athöfn í Kaupmannahöfn að hálf öld er liðin síðan Catalina- flugbátur Flugfélags Íslands sem bar einkennisstafina TF-ISP, hélt í fyrstu Kaupmannahafnarför sína. Meira
25. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 433 orð

Um ormagöng í tíma og rúmi

FÓLKI kann að verða kleift að ferðast um tíma og rúm til fjarlægra staða í alheimnum, og ef til vill mæta þar geimverum, segir í ritgerð sem Konunglega Stjörnufræðifélagið breska mun birta í næsta mánuði. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 264 orð

Valkostir vegarstæðis mældir

UMFERÐARÖRYGGISNEFND Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Akraness - UMBA - samþykkti á fundi sínum 19. ágúst sl. að mæla valkosti Vegagerðarinnar varðandi val á vegstæði undir fyrirhugaðan veg frá Bæjarsveit að Kleppjárnsreykjum. Nefndinni barst erindi frá íbúum í Reykholtsdalshreppi varðandi umsögn um fyrirhugaða vegagerð. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 448 orð

Við erum stjórnlausir ef við lendum í brælu

NORSKA strandgæslan neitaði á miðvikudag frystiskipinu Hrafni Sveinbjarnarsyni GK að leita til hafnar í Noregi vegna vélarbilunar. Togarinn var að veiðum í Smugunni á þriðjudag þegar alvarleg bilun varð í forþjöppu við aðalvél skipsins og ákvað skipstjórinn þá að halda áleiðis til Noregs til viðgerðar. Meira
25. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 497 orð

Viðhorfskönnun við Sjúkrahús Skagfirðinga

NÝLEGA VAR kynnt viðhorfskönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði 28.-31. mars síðastliðinn og náði til 600 íbúa í Skagafirði. Alls fengust svör frá 422 af þeim 600 sem voru í úrtakinu og er það 70,3% svarhlutfall. "Fullnægjandi samræmi er milli skiptingar úrtaksins og Skagfirðinga eftir aldri, kyni og búsetu. Meira
25. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 213 orð

Vill sameiginlegan gjaldmiðil

ANTONIO Guterres, foringi stjórnarandstöðuflokks sósíalista í Portúgal, sem á mests fylgis að fagna meðal portúgalskra kjósenda um þessar mundir samkvæmt skoðanakönnunum, sagði í viðtali við dagblaðið Diario Economico í Lissabon að hann óskaði þess að sjá sameiginlegan evrópskan gjaldmiðil verða að veruleika hið fyrsta. Meira
25. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 410 orð

Yfirlýsing frá Samskipum

SÍÐASTLIÐINN sólarhring hefur átt sér stað ítarleg umfjöllun í fjölmiðlum um málefni sem tengjast skútu sem á sínum tíma var flutt með skipi Samskipa hf. frá Hull til Íslands. Í þessari umfjöllun hefur ítrekað verið gefið í skyn að rangt hafi verið staðið að málum af hálfu skipafélagsins. Af þessu tilefni vilja Samskip hf. koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum. Meira

Ritstjórnargreinar

25. ágúst 1995 | Staksteinar | 328 orð

1000 - 1500 ný störf 1.000 til 1.500 ný störf verði til hér á landi í ár. Eftirspurn eftir vinnu vex þó enn meira. Atvinnuleysi

1.000 til 1.500 ný störf verði til hér á landi í ár. Eftirspurn eftir vinnu vex þó enn meira. Atvinnuleysi 1995 er 5,5% á móti 5,3% í fyrra. Framboð ogeftirspurn TÍMINN segir í forystugrein: "Samkvæmt nýlegri könnun Hagstofunnar um vinnumarkaðinn mun störfum fjölga eins mikið á þessu ári og áætlanir gerðu ráð fyrir eða a.m.k. 1.000 - 1.500 störf. Meira
25. ágúst 1995 | Leiðarar | 599 orð

EFNAHAGSLEGT JAFNVÆGI Í VEÐI

leiðari EFNAHAGSLEGT JAFNVÆGI Í VEÐI ÍKISSTJÓRNIN og þingflokkar hennar munu á næstunni þurfa að kljást við erfiðasta verkefni sitt, frágang fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár. Meira

Menning

25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 111 orð

Bjarni og Astrid sýna

BJARNI Jónsson sýnir olíumálverk og vatnslitamynd á Hótel Selfossi, 26. ágúst til 10. september. Myndefnið er sótt í þjóðlíf fyrri tíma, einkum í líf og störf á tímum áraskipanna. Meðal þekktustu verka Bjarna eru flestar skýringateikningar ritverksins Íslenskir sjávarhættir, myndir í kennslubækur og orðabók Menningarsjóðs. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 243 orð

Blek- og vatnslitamyndir Lu Hong

SÝNING á blek- og vatnslitamyndum eftir Lu Hong verður opnuð í Gallerí Fold við Rauðarárstíg á morgun, laugardag, kl. 15. Í kynningarhorni gallerísins verða sýndar myndir eftir Gunnar Á. Hjaltason. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 428 orð

Danskir dagar vel heppnaðir

Stykkishólmi- Það var líf og fjör í Stykkishólmi um síðastliðna helgi. Markaðsráð Stykkishólms stóð fyrir dagskrá í bænum undir nafninu Danskir dagar sem á að minna á að í Stykkishólmi hér áður fyrr voru mikil dönsk áhrif og gekk það meira að segja svo langt að sagt var að Hólmarar töluðu dönsku á sunnudögum. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 132 orð

EYJAGRAFÍK

Á MORGUN, laugardag, kl. 16 verður opnuð í sýningarsal grafíkfélagsins að Tryggvagötu 15, sýning á grafíkverkum sex norrænna myndlistarmanna. Sýningin ber yfirskriftina "Eyjar". Myndlistarmennirnir sem eru allir frá eyjum eru: Mari Elisabet Stefánsdóttir og Nanna Sjöström frá Álandseyjum, Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 301 orð

Færir Þjóðarbókhlöðunni bókagjöf

STOFNUN Dante Alighieri á Íslandi færði Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni að gjöf safn bóka Dante síðastliðinn miðvikudag. Hér er um að ræða þrjár vandaðar heildarútgáfur á Gleðileiknum guðdómlega (la Divina Commedia) eftir ítalska skáldið Dante Alighieri (1265-1321) sem talinn er á meðal helstu meistaraverka heimsbókmenntanna. Meira
25. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 300 orð

Hagman fetar bataveginn

SEM kunnugt er gekkst leikarinn góðkunni Larry Hagman undir lifrarígræðslu í fyrradag. Aðgerðin tókst vel og er Larry nú á góðum batavegi. Dr. Leonard Makowka, yfirmaður líffæraígræðsludeildar Cedars-Sinai sjúkrahússins sem framkvæmdi aðgerðina, Meira
25. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 32 orð

Handan ágangs PATRICIA Arquette l

PATRICIA Arquette leikur aðalhlutverk í myndinni "Beyond Rangoon", eða Handan ágangs. Myndin var frumsýnd síðastliðinn þriðjudag og hér sjáum við Patriciu mæta til frumsýningarinnar ásamt vini sínum, Nicholas Cage. Meira
25. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 129 orð

Hálfníræð og hamingjusöm

KATHERINE Hepburn, gullaldarleikkonan fræga, hefur leikið í 50 kvikmyndum og hlotið fern Óskarsverðlaun. Hún er þrátt fyrir það ekki heltekin af leiklistinni. "Margir taka hana afar, afar alvarlega," segir hún. "Ég geri það ekki. Ég sé ekki að leiklistarhæfileikar séu áhugaverðari en myndlistarhæfileikar. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 59 orð

Hermann Ingi sýnir í Nönnukoti ÞESSA dagana stendur yfir málverkasýning í Kaffihúsinu Nönnukoti, í Mjósundi í Hafnarfirði, á

ÞESSA dagana stendur yfir málverkasýning í Kaffihúsinu Nönnukoti, í Mjósundi í Hafnarfirði, á myndum Hermanns Inga Hermannssonar, en hann er Hafnfirðingum að góðu kunnur fyrir tónlistarflutning í Fjörukránni. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 125 orð

Hundrað ár frá fæðingu Ragnheiðar Jónsdóttur

RAGNHEIÐUR Jónsdóttir rithöfundur fæddist 9. apríl 1895 og eru því á þessu ári liðin hundrað ár frá fæðingu hennar. Ragnheiður bjó og starfaði í Hafnarfirði um árabil. Hafnarfjarðarbær hefur látið gera bronsafsteypu af brjóstmynd af Ragnheiði eftir tengdason hennar, Gest Þorgrímsson myndhöggvara. Meira
25. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 169 orð

Konungurinn enn á toppnum

UM síðustu helgi tóku Sambíóin teiknimyndina Konung ljónanna aftur til sýninga eftir nokkurt hlé. Myndin var síðasta jólamynd bíóanna, og er hún ein vinsælasta kvikmynd allra tíma í veröldinni. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 87 orð

Kraftaverkamyndir á Sóloni SÝNINGU Valdimars Bjarnfreðssonar í Gallerí Sóloni Íslandus, sem staðið hefur yfir frá 12. ágúst,

SÝNINGU Valdimars Bjarnfreðssonar í Gallerí Sóloni Íslandus, sem staðið hefur yfir frá 12. ágúst, lýkur næstkomandi fimmtudag 31. ágúst. Valdimar, sem er fæddur 1932, hefur haldið málverkasýningar meðal annars í Reykjavík og í Hafnarfirði. Meira
25. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 95 orð

Laugarásbíó sýnir myndina Major Payne

LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á gamanmyndinni Major Benson Winifred Payne. Með aðalhlutverk fara Kamon Wayans og Kary Parsons. Myndin segir frá Major Payne sem tók þátt í öllum stærstu bardögunum í Írak, Panama og Kúvæt. En núna hefur hann útrýmt öllum vondu mönnunum og ekkert er eftir nema að þjálfa hóp vandræðadrengja sem vilja gera allt til að losna við hann. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 166 orð

Leikár LR hafið

LEIKÁR Leikfélags Reykjavíkur hófst þriðjudaginn 22. ágúst. Megineinkenni vetrarstarfsemi er fjöldi nýrra íslenskra leikverka, en þar fyrir utan er boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Ýmsar nýjunar verða í starfseminni, s.s. tónleikaröð, hádegisleikhús í forsal, höfundasmiðja, leiksýning í veitingabúðinni, barnastarf og margt fleira. Meira
25. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 66 orð

Lífseigur Dínó

SKEMMTUN til heiðurs gamla söngvaranum Dean Martin var haldin í Leikhúskjallaranum fyrir skemmstu. Bar hún yfirskriftina Enn lifir Dínó og margir landsfrægir söngvarar spreyttu sig á lögum gamla meistarans. Mæltist það vel fyrir hjá gestum, sem voru fjölmargir. Morgunblaðið/Halldór RÚNAR "í Hárinu" FreyrGíslason, Jóhann G. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 231 orð

Ljóðlist frá Litáen

Í LITÁEN er mikill bókmenntaáhugi og ljóðlist sérstaklega höfð í hávegum. Norræna deildin við Háskólann í Vilnius er öflug og þar má segja að íslenska gegni lykilhlutverki. Forníslenska er undirstaða norrænunáms en líka er kennd norska og sænska. Lárus Már Björnsson skáld og þýðandi dvaldist í Vilnius í sumar í því skyni að þýða á íslensku ljóð eftir lítáisk skáld. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 585 orð

MYNDFLÍSAR

HLYNUR Hallsson er ungur myndlistarmaður sem eins og flestir myndlistarmenn láta sig rýmið varða sem þeir sýna verk sín í. Nú stendur yfir sýning Hlyns í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi þar sem hann gerir sýningarrýmið sjálft að umfjöllunarefni og ummyndar í eitt allsherjar verk. Gólf salarins er klætt flísum sem Hlynur myndaði, fjölfaldaði og "flísalagði" veggi salarins með. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 127 orð

Myndir í römmum

SÝNING á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82, Vitastígsmegin, verður opnuð nú á laugardag kl. 16. Sýningin ber yfirskriftina Myndir í römmum. Þorvaldur stundaði nám við Nýlistadeild MHÍ og Jan van Eyck Akademie í Hollandi á árunum 1983-1990. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 208 orð

Myndir úr ólíkum efnum

Í LISTASAFNI Sigurjóns Ólafssonar verður opnuð sýning á verkum norsku textíllistakonunnar Grete Borgersrud á morgun, laugardag. Listakonan hefur undanfarin fimmtán ár unnið textílverk með útskurðarsaumi (applikation) þar sem form og myndir úr ólíkum efnum eru saumuð á grunndúk. Meira
25. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 277 orð

Nef fyrir þrjá

SPÆNSKA leikkonan Rossy De Palma er þrítug að aldri. Hún er þeirrar náttúru að hún týnist ekki í mannfjöldanum, enda gerir hún ekki tilraun til þess. Nefinu á henni hefur verið lýst sem "ódauðlegri hönnun" sem beri skapara okkar fagurt vitni, en það á vafalaust sinn þátt í vinsældum Rossy. "Ég vil líta út eins og kvikmyndastjarna," segir hún af sannfæringu. Meira
25. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 160 orð

Nýtt nafn í Hollywood

CLARE Woodgate hafði mikinn áhuga á að leika hlutverk Stellu í Hugh Grant-myndinni "An Awfully Big Adventure". Hún talaði við framleiðendur myndarinnar, en þeir voru að leita að óþekktri leikkonu og vildu því ekki gefa henni tækifæri, þar sem hún átti að baki nokkrar sjónvarpsmyndir í bresku sjónvarpi. Þar að auki var Stella frá Liverpool, en Clare aftur á móti frá London. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 199 orð

Oddi prentar fyrir Guggenheim og Metropolitan

PRENTSMIÐJAN Oddi hefur undanfarið verið að prenta bók og bæklinga fyrir listasöfnin Guggenheim og Metropolitan í New York. Annars vegar er um að ræða bók um tilurð og byggingu Guggenheimsafnsins en það var stofnað árið 1937. Safnbyggingin var svo reist á árunum 1956-1960 en hún var teiknuð af F.L. Wright sem er einn fremsti arkítekt 20. aldar. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 235 orð

Ráðstefna um fornsögur Borgfirðinga og Mýramann

DAGANA 26. og 27. ágúst nk. gangast Stofnun Sigurðar Nordals og heimamenn í Borgarbyggð fyrir ráðstefnu um Egils sögu Skalla- Grímssonar, Bjarnar sögu Hítdælakappa og Gunnlaugs sögu ormstungu í Hótel Borgarnesi. Um tvö hundruð manns hafa skráð sig til þátttöku í ráðstefnunni. Meira
25. ágúst 1995 | Tónlist | 521 orð

Samspil og ljóðalestur

Flytjendur; Einar, Geir, Lárus, Ómar og fl. Þriðjudagur 22. ágúst. UNDIRRITUÐUM fannst, undir tveggja og hálfs tíma dagskrá í gömlu Iðnó, hann vera skakkur maður á röngum stað, vegna þess að honum var ætlað að mæta til þess að tjá sig síðar um tónlistarflutning kvöldsins. Tónlistarþátturinn tók aftur á móti u.þ.b. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 29 orð

Síðasta sýningarhelgi Bjargar og Gunnars TVEIMUR málverkasýningum í Gerðarsafni, sýningu Bjargar Örvar, "Tákn um siðferðisþrek"

Síðasta sýningarhelgi Bjargar og Gunnars TVEIMUR málverkasýningum í Gerðarsafni, sýningu Bjargar Örvar, "Tákn um siðferðisþrek" í vestursal og sýningu Gunnars Karlssonar í austursal, lýkur nú á sunnudag, 27. ágúst. Meira
25. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 201 orð

Spennumyndin Congo frumsýnd

HÁSKÓLABÍÓ, Sambíóin, Álfabakka og Borgarbíó Akureyri hafa tekið til sýninga bandarísku spennumyndina Congo sem gerð er eftir metsölubók Michaels Crichtons, höfundar Jurassic Park. Í aðalhlutverkum eru Dylan Walsh, Tim Curry, Laura Linney og Ernie Hudson. Leikstjóri er Frank Marshall. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 122 orð

Sýning og ný vinnustofa

BJARNI Þór Bjarnason heldur myndlistarsýningu að Stillholti 23 á Akranesi og með henni er jafnframt opnuð ný vinnustofa listamannsins. Á sýningunni eru um 30 verk, sem unnin eru í olíu á striga, dúkþrykk á handunninn pappír og akrýl. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 60 orð

Sönglög og íslensk þjóðlög SÍÐUSTU tónleikarnir í tónleikaröð Grindavíkurkirkju verða næstkomandi sunnudag, 27. ágúst, kl. 18. Á

SÍÐUSTU tónleikarnir í tónleikaröð Grindavíkurkirkju verða næstkomandi sunnudag, 27. ágúst, kl. 18. Á tónleikunum koma fram Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngkona og Davíð Knowles Játvarðsson píanóleikari. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 61 orð

Söngtónleikar að Laugalandi SIGNÝ Sæmundsdóttir söngkona og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari halda tónleika að Laugalandi í

SIGNÝ Sæmundsdóttir söngkona og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari halda tónleika að Laugalandi í Holtum, föstudagskvöldið 25. ágúst kl. 21. Á efnissrká tónleikanna eru íslensk og norræn lög eftir ýmsa höfunda meðal annars Peter Heise, Carl Nielsen, E. Grieg, J. Sibelius, Árna Thorsteinsson, Björgvin Guðmundsson o.fl. Einnig eru á efnisskránni nokkur Vínarljóð eftir R. Stolz. Meira
25. ágúst 1995 | Menningarlíf | 106 orð

Teppi með náttúru og fuglum

TEXTÍLKONAN Heidi Kristiansen opnar sýningu í anddyri Safnahúss Vestmannaeyja á laugardaginn kl. 14. Á sýningunni verða um 20 myndteppi unnin í aplikasjon og quilt. Myndefnið er einkum sótt í íslenska náttúru og fugla- og dýralífið. Meira
25. ágúst 1995 | Tónlist | 482 orð

Tíminn þýtur

Martial Nardeau, Peter Tompkins og Jóhannes Andreasen léku verk eftir Goossens, Arnold, Blak, Patterson og Kalliwoda. Þriðjudagurinn 22. ágúst, 1995. TÓNLEIKARNIR hófust á tríói fyrir flautu, óbó og píanó, eftir hljómsveitarstjórann Eugéne Goossens, er hann samdi fyrir bróður sinn, Léon, en sá var hins vegar frægur óbóleikari. Meira
25. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 50 orð

Van Damme í hnapphelduna

LEIKARINN Jean-Claude Van Damme, sem þekktur er fyrir flest annað en ljúfmennsku á hvíta tjaldinu, virðist vera ljúfur sem lamb í einkalífinu. Hann kvæntist unnustu sinni, Darcy, í gær. Systir leikarans gaf þau saman í ráðhúsi Brussel-borgar. Hér sjáum við hin hamingjusömu hjón yfirgefa ráðhúsið. Meira

Umræðan

25. ágúst 1995 | Velvakandi | 468 orð

Af hlaupandi hetjum

ENN EITT Reykjavíkurmaraþonið er að baki. Þúsundir mættu til leiks. Það var íslenskt sumarveður. Erlendir gestir með áratuga keppnisreynslu að baki höfðu aldrei lent í öðru eins. Margir þeirra steyptu yfir sig gulglærum plastpokum þar sem klippt hafði verið úr fyrir hendur og haus. Íslendingar báru sig vel: "Þetta er gott fyrir gróðurinn". Já, það er oft gott að vera gróður á Íslandi. Meira
25. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1152 orð

Athugasemd varðandi skrif um aðstöðu leikmeðferðar á Barnaspítala Hringsins

ÞANN 9. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu áhugaverð grein eftir leikskóla- og grunnskólakennara Barnaspítala Hringsins og voru þar greinargóðar upplýsingar um mikilvægi leikmeðferðar og grunnskólastarfs fyrir börnin á spítalanum. Meira
25. ágúst 1995 | Aðsent efni | 633 orð

Félagsstarf í grunnskólum

EKKI er langt síðan að Íslendingar kynntust því að eiga tómstundir. Fyrstu áratugi aldarinnar voru það fyrst og fremst börn og unglingar sem nutu þeirra vegna skólagöngu, þéttbýlismyndunar og minni atvinnuþátttöku. Með uppgangi skátahreyfingarinnar og ungmennafélaganna í byrjun aldarinnar urðu til vísar að félagsmálaskólum. Meira
25. ágúst 1995 | Velvakandi | 518 orð

Flatey á betra skilið Þórði E. Halldórssyni:

Í FYRRAKVÖLD 20. ágúst kl. 20.35 sýndi Ríkissjónvarpið 15 mínútna þátt Magnúsar Magnússonar um það sem dagskrárfréttin nefnir "Fjallað um líf og starf eyjamanna, en í Flatey snýst allt um fisk, sel, fugl og önnur hlunnindi sem sjórinn gefur." Sem innfæddur Breiðfirðingur og íbúi þar til 18 ára aldurs hlakkaði ég mjög til að sjá "heimildarmynd" frá Flatey. Meira
25. ágúst 1995 | Aðsent efni | 806 orð

Gerum ýtrustu kröfur um mengunarvarnir

SKIPULAG ríkisins hefur kynnt fyrirhugaða stækkun álvers Íslenska álfélagsins hf í Straumsvík og mat á umhverfisáhrifum vegna hennar. Tillaga að framkvæmd verksins og skýrsla lá frammi hjá Skipulagi ríkisins, á bæjarskrifstofum Hafnarfjarðar og á bókasafni Hafnarfjarðar. Meira
25. ágúst 1995 | Velvakandi | 245 orð

Hvar fæ ég sveppinn? ANNA Magnúsdóttir hringdi og vildi fá upplýsing

ANNA Magnúsdóttir hringdi og vildi fá upplýsingar um hvar hægt væri að nálgast "mansjúríusveppinn" margumtalaða. Ef einhver getur veitt henni þessar upplýsingar þá er síminn 554 6992. Tapað/fundiðÚr týndist INEX dömuúr með dagatali og brúnni leðuról týndist líklega í Laugarneshverfi eða á leiðinni frá Síðumúla niður í Laugarneshverfi sl. mánudag. Meira
25. ágúst 1995 | Aðsent efni | 827 orð

Í þessum orðum

GEÐVEIKI er einn þeirra sjúkdóma sem fylgt hafa mannkyninu frá örófi alda. Hippokrates frá Kos lýsti sjúkdómnum á 4. öld f. Kr. Einkennin eru enn þau sömu ­ orsökin óljós. Að vísu ekki eins og þá, samt er enn sorglega lítið vitað um eðli sjúkdómsins. Geðklofi kemur oft fram um kynþroskaaldur karla og yfirleitt síðar hjá konum. Meira
25. ágúst 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Lokum Tindum og byggjum stærri fangelsi!

NÝLEGA var sagt frá því í sjónvarpsþætti að eiturlyfjafíklar í New York væru 600.000 talsins. Það svarar til að í Reykjavík væru fíklarnir um sex þúsund. Um 300 sprautufíklar eru nú skráðir í Reykjavík en kunna að vera talsvert fleiri. Enn vantar þó upp á að hryllingurinn í New York og víðar í stórborgum eigi sér hliðstæðu í Reykjavík, hvað sem seinna verður. Meira
25. ágúst 1995 | Aðsent efni | 500 orð

Mývatnssveitin á að vera eign okkar allra

Í JÚNÍMÁNUÐI var enn einu sinni sagt frá því í fjölmiðlum að bændur í Mývatnssveit hefðu rekið fé á afrétt of snemma að mati Landgræðslunnar, þar sem gróður væri næstum enginn kominn og svæðið yrði því fyrir skemmdum. Það er að verða árviss ósómi í fallegustu sveit landsisn. Meira
25. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1351 orð

Saga Sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu 1874­1989

MEÐ Tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi frá 4. maí 1872 var mælt svo fyrir að í hverri sýslu landsins skyldi vera sýslunefnd, skipuð einum fulltrúa úr hverjum hreppi auk sýslumanns, sem skyldi vera oddviti nefndarinnar. Auk þess var sýslunefnd sett verksvið og ákveðinn tekjustofn og mörkuð ákveðin staða í því kerfi stjórnvalds og framkvæmda sem þá tíðkaðist í landinu. Meira
25. ágúst 1995 | Aðsent efni | 988 orð

Siðleysi ­ vanhæfni

Í MORGUNBLAÐINU, föstudaginn 18. ágúst sl., skrifar Baldur Hannesson, framkvæmdastjóri Fínpússningar sf., furðulega grein sem hann kallar siðleysi eða vanhæfi borgarstjóra. Nú ætla ég ekki að svara fyrir borgarstjóra enda er hann fullfær um það þótt mér þyki ólíklegt og fyrir neðan hans virðingu að svara slíkum þvættingi og þar kemur fram. Meira
25. ágúst 1995 | Velvakandi | 505 orð

UMARIÐ, sem senn er liðið, hefur ekki verið sólríkt á höf

UMARIÐ, sem senn er liðið, hefur ekki verið sólríkt á höfuðborgarsvæðinu. Og synd væri að tala um koppalogn í landnámi Ingólfs. Hvass- og votviðri oftar en ekki. Sanníslenzk veðrátta. Hliðholl þeim sem selja sól og suðurstrendur. En fleiri yggla brúnir en veðurguðir. "Konur eiga að hvessa klærnar. Meira
25. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1210 orð

Við eigum hagsmuna að gæta

Í MORGUNBLAÐINU 10. ágúst er grein eftir Guðfinn Johnsen tæknifræðing LÍÚ er hann nefnir Sjálfvirkur sleppibúnaður fyrir gúmmíbáta. Grein þessi á að vera svargrein við greinum sem ég undirritaður og Árni Johnsen skrifuðum í Morgunblaðið 28. og 29. júlí sl. Mun ég gera hér nokkrar athugasemdir við þessi skrif G.J. og fleira sem tengist þessu máli. Meira

Minningargreinar

25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 547 orð

Anna Sigríður Sigurðardóttir

Amma hefur fengið hvíldina eftir erfið veikindi. Hún var södd lífdaga. Allt frá því að afi dó fyrir rúmu ári, fann hún lítinn tilgang með jarðvistinni. Nú í dag verða jarðneskar leifar Önnu ömmu lagðar til hinstu hvílu við hlið Helga afa í kirkjugarðinum að Prestbakka. Nú eru þau sameinuð að nýju. Minningarnar um afa og ömmu í Guðlaugsvík leika um hugann við þessi tímamót. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 248 orð

Anna Sigríður Sigurðardóttir

Minningabrot úr bernskunni leita á hugann þegar ég sest niður til að skrifa kveðjuorð til ömmu. Lítil stúlka í heimsókn í sveitinni dauðskelfd við hunda og húsdýr er tekin undir verndarvæng ömmu og fær griðarstað með búið sitt í sparigarðinum hennar. Leikur í eldhúsinu í Guðlaugsvík, það er svo freistandi að kíkja aðeins í hveitiskúffuna og moka bara pínulítið með stóru hveitiskóflunni. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 513 orð

Anna Sigríður Sigurðardóttir

Amma mín, Anna Sigríður Sigurðardóttir frá Guðlaugsvík lést að morgni 18. ágúst eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Í dag verður hún lögð til hinstu hvílu hjá eiginmanni sínum til rúmlega sextíu ára, Helga Skúlasyni, er dó fyrir rúmu ári og litla drengnum þeirra honum Ragúel er lést í bernsku. Ein af mínum fyrstu æskuminningum úr sveitinni hjá ömmu og afa er úr stóra eldhúsinu. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 623 orð

Anna Sigríður Sigurðardóttir

Komið er að kveðjustund, hún amma mín er dáin. Þrátt fyrir háan aldur hennar og erfið veikindi síðustu vikurnar er sárt að kveðja. Sumir segja að sorgin sé náðargjöf, því að einungis sá sem elskað hefur getur syrgt. Og sá sem hefur elskað á margar góðar minningar og margt að þakka. Ég á margar góðar minningar um hana ömmu og ég á henni óendanlega margt að þakka. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 250 orð

ANNA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR

ANNA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Anna Sigríður Sigurðardóttir frá Guðlaugsvík var fædd á Akureyri 3. júlí 1907. Anna andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 18. ágúst 1995. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóksali f. 1874, d. 1923, og fyrri kona hans Ólafía Guðríður Ragúelsdóttir, f. 1877, d. 1914. Alsystur Önnu voru Rakel, f. 1900, d. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 420 orð

Arnór óskarsson

Þegar Addi var 5-6 ára gamall fluttist hann með fjölskyldu sinni að Eyri í Gufudalssveit þar sem foreldrar hans höfðu fest kaup á hálfri jörðinni. Hann ólst þar upp í stórum systkinahópi og fór snemma að hjálpa til við skepnuhirðingu og öll þau störf er tilheyra búskap í sveit. Sautján ára gamall fór hann fyrst að heiman og vann við vegagerð á sumrin en hjá bændum í sveitinni yfir vetrartímann. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 279 orð

Arnór Óskarsson

Langri samfylgd og góðu samstarfi er nú lokið, þar sem enginn skuggi hefur fallið á. Hlýr hugur, trúmennska og fáguð framkoma voru einkenni látins vinar míns, Arnórs Óskarssonar frá Eyri. Auk náms í barnaskóla sveitarinnar naut Arnór skólavistar í Héraðsskólanum í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og síðar í Bændaskólanum á Hólum. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 426 orð

Arnór Óskarsson

Arnór Óskarsson vinur minn er látinn. Hann ólst upp með foreldrum sínum á Hyrningsstöðum til sex ára aldurs, þá fluttust foreldrar hans að Eyri í Gufudalssveit. Þar ólst hann upp í stórum systkinahópi til fullorðinsára. Eyri í Gufudalssveit er talin góð jörð en þau hjón fengu til ábúðar af jörðinni fyrstu árin, síðar alla jörðina. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 156 orð

ARNÓR ÓSKARSSON

ARNÓR ÓSKARSSON Arnór Óskarsson frá Eyri (Addi) fæddist á Hyrningsstöðum í Reykhólasveit 27. júlí 1914. Hann lést á Landspítalanum að kvöldi 10. ágúst sl. Foreldrar Arnórs voru hjónin Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 1. apríl 1888, d. 16. janúar 1981, og Sumarliði Óskar Arinbjörnsson, f. 14. desember 1889, d. 25. júní 1954. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 688 orð

Ásgeir B. Erlendsson

Hann Ásgeir vinur minn Erlends, vélstjóri er dáinn. Sá mikli sannleikur er felst í að þeir sem einu sinni heilsast þeir muni á endanum kveðjast er manni jafn óbærilegur í mannlegri eigingirni og hann er óumflýjanlegur. Verk Skaparans sér enginn fyrir. Fyrir rúmum 20 árum var ekki óalgengt að vélstjórar á vertíðarbátum ynnu um stund milli úthalda í vélsmiðjum. Og þannig kynntist ég Geira. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 239 orð

Bjarni Björgvin Guðmundsson

Í dag er við kveðjum elsku afa okkar, viljum við þakka honum allar góðu samverustundirnar. Afi var búinn að vera veikur í mörg ár en minningin um hvernig hann var áður en hann veiktist lifir með okkur. Alltaf var jafn gaman að koma til ömmu og afa í Mosó og átti afi sinn þátt í því að gera þær stundir eftirminnilegar. Afi var ævinlega svo glaður að sjá okkur og var alltaf í góðu skapi. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 144 orð

Bjarni Björgvin Guðmundsson

Það er í dag sem ég kveð vin og stjúpföður, Bjarna Björgvin Guðmundsson. Ég vil þakka honum fyrir þann tíma sem við áttum saman, þann trúnað og það vinarþel er hann sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Ég vil einnig þakka honum hve vel hann reyndist móður minni og systkinum þegar hann sameinaðist fjölskyldu okkar. Við hlið móðir minnar stóð hann sem klettur í hafi, traustur og tryggur. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 519 orð

Bjarni Björgvin Guðmundsson

Mislöng er mannana ævi. Sumir fara fljótt, aðrir fá að vera lengur. Gæfan er mönnunum misjöfn. Ekki er annað hægt að segja um minn elskulega stjúpföður Bjarna Björgvin Guðmundsson en að gæfan hafi verið honum hliðholl í lífinu að mestu leyti. Reyndar missti hann fyrri konu sína Guðbjörgu Þorsteinsdóttir árið 1972, en með henni átti hann góða ævi þar til hún lést. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 314 orð

Bjarni Björgvin Guðmundsson

Aldurhniginn og nærverugóður heiðursmaður hefur kvatt þetta líf eins hæversklega og hann lifði því. Bjarna Guðmundssyni kynntist ég 1967 eða fyrir hartnær 28 árum, þegar ég hóf störf hjá Pósti og síma undir hans stjórn. Bjarni stundaði sjómennsku í fyrstu, en 1941 hófst langur og farsæll starfsferill Bjarna hjá Pósti og síma við bifreiðarekstur. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 289 orð

Bjarni Björgvin Guðmundsson

Hann Bjarni frændi minn, yngsti bróðir hans pabba, lést 16. þ.m. eftir erfið og langvinn veikindi. Mér finnst eins og ég hafi þekkt Bjarna allt mitt líf, svo ríkan sess skipaði hann í huga mér þegar ég var barn að aldri á Akureyri og hann kom í árlega sumarheimsókn til foreldra minna og flutti með sér æfintýrablæ úr heimsborginni, Reykjavík, til okkar á Akureyri. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 195 orð

BJARNI BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON

BJARNI BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Bjarni fæddist í Reykjavík 20. maí 1918. Hann lést 16. ágúst síðastliðinn á Hrafnistu í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristján Bjarnason og Sólveig Steinunn Stefánsdóttir. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 981 orð

Björg Einarsdóttir rithöfundur

Það að verða sjötugur er nánast að koma að leiðarsteini, þar sem talin eru gengin ár, og því eins konar viðmiðun á lífsleiðinni. Björg Einarsdóttir, rithöfundur og bókaútgefandi, er sjötug í dag, 25. ágúst 1995. Hún er fjórða í röðinni okkar systkinanna, barna Einars Þorkelssonar, skrifstofustjóra Alþingis og konu hans Ólafíu Guðmundsdóttir. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 539 orð

Bragi Brynjólfsson

Dáinn, horfinn! Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson) Með nokkrum orðum langar okkur að kveðja elsku afa okkar. Þó að við finnum fyrir söknuði vitum við að honum líður betur eftir harða baráttu við veikindi sín og nú hefur hann hlotið langþráða hvíld. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 387 orð

Bragi Brynjólfsson

Afi er dáinn. Eftir veikindi sem höfðu hrjáð hann í nokkra mánuði, lét líkaminn loks undan og kvaddi hann okkur að kvöldi 18. ágúst. Upphaf veikindanna má rekja aftur til ársins 1989 er afi þurfti að gangast undir hjartaaðgerð í London, en hann náði sér aldrei fullkomlega eftir það. Hann átti þó sex góð ár eftir sem hann naut í faðmi fjölskyldu og vina. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 382 orð

BRAGI BRYNJÓLFSSON

BRAGI BRYNJÓLFSSON Bragi Brynjólfsson fæddist á Akureyri 6. ágúst 1916. Hann lést á Borgarspítalanum 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafía Einarsdótir frá Tannstaðabakka í Hrútafirði f. 23. ágúst 1877 d. 5. apríl 1960 og Brynjólfur Jónsson trésmiður frá Bálkastöðum í Hrútafirði f. 10. maí 1875 d. 15. janúar 1957. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 105 orð

Gísli Einar Guðnason

Í minningu föður míns. Ó, sláttumaður, því slærðu svona fast? Sligað nokkra sakleysingja gast. Sérhver sál er drottinn tekur syrgir önnur ­ Er það last? Þennan mann þú máttir geyma, miklu lengur hérna heima. Án þess meiða nokkurn mann meðan leiða leyfðir hann litla hönd og láta dreyma. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 360 orð

Jakob Frímannsson

Jakob Frímannsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, er látinn. Undirritaður varð mjög snortinn við þessa fregn, enda áttum við Jakob heitinn lauslegt tal saman í síma á níutíu og fimm ára afmæli hans í október sl. Undirritaður átti þess kost um árabil að starfa náið með Jakobi Frímannssyni. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 26 orð

JAKOB FRÍMANNSSON

JAKOB FRÍMANNSSON Jakob Frímannsson fæddist á Akureyri 7. október 1899. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 8. ágúst síðastliðinn og fór útförin fram 22. ágúst. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 246 orð

Magnús Guðmundsson

Magnúsi kynntist ég fyrir tæpum 20 árum. Hann hafði ungur verið til sjós, m.a. á Jóni forseta og einnig unnið í Bretavinnunni í Kaldaðarnesi. Síðar gerðist hann bóndi í Mykjunesi og bjó þar í rúmlega þrjátíu ár, þar til þau hjónin fluttu til Reykjavíkur. Jafnhliða búskapnum tók hann mikinn þátt í félagsmálum, sat í ótal nefndum, m.a. í hreppsnefnd, sýslunefnd og á stéttarsambandsþingum. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 153 orð

MAGNÚS GUÐMUNDSSON

MAGNÚS GUÐMUNDSSON Magnús Guðmundsson fæddist að Mykjunesi í Holtum 16. janúar 1918. Hann lést í Landspítalanum 15. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gróa Einarsdóttir, sem átti ættir sínar að rekja frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd og Þverá á Síðu, og Guðmundur Tómasson frá Miðkrika í Hvolhreppi, eyfellskrar ættar. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 363 orð

Ólafía Jónsdóttir

Fullorðin kona hefur lokið ævigöngu. Farin heilsu, södd lífdaga. Kærkominni hvíld náð eftir strit langrar ævi, hrumleika og einsemd sem ellinni fylgir. Við samferðamennirnir stöndum eftir, vitandi að okkar stund nálgast, í óvissu en von um endurfundi. Á slíkri stund sækir að tregi - við hefðum átt að nota tímann betur - koma oftar, hlusta, fræðast, gleðjast yfir því að eiga hvert annað að. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 1100 orð

Ólafía Jónsdóttir

Hún er óðum að týnast yfir móðuna miklu aldamótakynslóðin. Fólkið sem ruddi brautina og bjó í haginn fyrir okkur sem nú erum komin um og yfir miðjan aldur. Fólkið sem sá ævintýrin gerast og upplifði þá mestu byltingu sem gerst hefur í landinu á einum mannsaldri. Móðursystir mín, Ólafía Jónsdóttir, var ein í þessum hópi. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 103 orð

ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR

ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR Ólafía Jónsdóttir fæddist í Reynisholti í Mýradal 3. júlí 1902. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 18. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Oddný Ólafsdóttir, f. 1862 í Reynisholti, d. 1950 í Reykjavík, og Jón Pálsson Scheving, f. 1858 á Hellum, d. 1951 í Reykjavík. Systkini Ólafíu voru: Sigurbjört Sigríður, f. 1894, d. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 287 orð

Ólafía Jónsdóttir - minning.

Þegar kynslóðir hverfa verður tilvist þeirra hluti sögunnar. Það er eitt af lögmálum hins lifandi lífs og óumflýjanlega dauða. Mjög er mismunandi hversu miklum breytingum sögusviðið tekur í tímans rás, stundum ríkir kyrrstaða en á móti koma örar breytingar, sem oftast eru kallaðar framfarir. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 282 orð

Sigurður Guðnason

Okkur strákana hans Ninna og hennar Steinu á Álftanesinu, Ívar Örn og mig, langar til að senda þér, elsku Sigurður afi á Hellissandi, síðustu kveðjuna okkar með þessum fáu línum. Mamma sagði okkur um daginn, að nú væri Sigurður afi farinn til Guðs og liði nú miklu miklu betur heldur en síðustu vikurnar þegar hann var svo mikið veikur á spítalanum á Akranesi. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 217 orð

SIGURÐUR GUÐNASON

SIGURÐUR GUÐNASON Foreldrar Sigurðar voru Solveig Hjörleifsdóttir frá Hofsstöðum í Staðarsveit og Guðni Jóhann Gíslason frá Saurum í Helgavatnssveit. Foreldrar hans fluttust frá Bakkafirði á árinu 1942 og settust að í Stykkishólmi. Sigurður átti tvær systur eldri en hann, Kristjönu og Helgu, sem eru báðar látnar. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 299 orð

Svanhildur Sigurðardóttir

Aldraður maður sem Valdimar Jónsson hét frá bænum Rein undir Akrafjalli hafði stundum hjálpað til vð heyskap, hafði hann beðið Svönu og Odd um að taka sig inn á heimili þeirra en vegna plássleysis var það ekki hægt, þegar þau fluttu að Kolsholti tóku þau hann með sér og önnuðust hann eins og föður sinn allt þar til hann lést í hárri elli. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 147 orð

SVANHILDUR SIGURÐARDÓTTIR

SVANHILDUR SIGURÐARDÓTTIR Svanhildur Sigurðardóttir fæddist á Stafnesi í Miðneshreppi í Gullbringusýslu 24. apríl 1911. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon, ættaður úr Rangárþingi, og Guðbjörg Illugadóttir frá Litla Lambhaga í Leirársveit. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 284 orð

Valborg Línberg Kristjánsdóttir

Í minningu um móður mína: Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjórna hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 82 orð

VALBORG LÍNBERG KRISTJÁNSDÓTTIR

VALBORG LÍNBERG KRISTJÁNSDÓTTIR Valborg Kristín Línberg Kristjánsdóttir, Strandgötu 32, Neskaupstað, var fædd í Reykjavík þann 26. ágúst 1932. Valborg lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 17. ágúst 1994. Hún var dóttir hjónanna Kristjáns Þórsteinssonar, ættaður vestan af Öndverðarnesi og Sigríðar Þórarinsdóttur úr Reykjavík. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 253 orð

Þórey Magnúsdóttir

Við systkinin viljum í fáum orðum minnast elskulegrar Eyju ömmu okkar sem andaðist að morgni 20. ágúst sl. Á tímamótum sem þessum er margs að minnast, á fyrstu árum okkar bræðra áttum við heimili hjá ykkur afa á Austurveginum, þar sem þú varst ávallt vakin og sofin yfir velferð okkar. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 308 orð

Þórey Magnúsdóttir

Við skulum vera góð hvort við annað óhrædd Ekki endilega til þess að búa til framtíð það er hægt að ræna okkur framtíðinni Við skulum vera góð hvort við annað vegna þess að lífið er fortíð (Sveinbjörn I. Baldvinsson) Í Selfossrútunni situr lítil dökkhærð stúlka. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 211 orð

ÞÓREY MAGNÚSDÓTTIR

ÞÓREY MAGNÚSDÓTTIR Þórey Magnúsdóttir fæddist á Orustustöðum á Brunasandi V.-Skaft. 13.janúar 1918. Hún lést á sjúkrahúsi Suðurlands 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Katrín Sigurlaug Pálsdóttir og Magnús Jón Sigurðsson bændur á Orustustöðum og var Þórey fimmta í röð 12 barna þeirra. Meira
25. ágúst 1995 | Minningargreinar | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

25. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 315 orð

20,6 milljóna króna tap

SKAGSTRENDINGUR hf. var rekinn með 20,6 milljóna króna tapi fyrstu sex mánuði ársins. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að afkoman sé óviðunandi og stefnt sé að því að lækka skuldir um a.m.k. 500 milljónir með sölu eigna án þess að framlegð minnki. Meira
25. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 157 orð

80 milljóna hagnaður hjá Olís

OLÍUVERSLUN Íslands skilaði 80,4 milljóna króna hagnaði eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður 81,6 milljónum eftir skatta. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, segist vera þokkalega ánægður með árangurinn það sem af er ári. "Arðsemi eigin fjár fyrstu sex mánuðina er 8,3% og veltufjárhlutfallið var 1,3 í lok júní. Meira
25. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 492 orð

Arctic Air tekur Boeing 727 á leigu

ARCTIC AIR hefur gengið frá samningum við breska flugrekstrarfyrirtækið IAG um leigu á vélum fyrir reglulegt flug félagsins milli Lundúna og Keflavíkur. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gærmorgun hefur Arctic yfirtekið þann hluta starfsemi Emerald Air sem snýr að leiguflugi á milli Íslands og Bretlandseyja. Meira
25. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 206 orð

Góð sala á Windows 95

FYRSTA eintakið af Windows 95 á Íslandi seldist hjá Gagnabanka Íslands eina mínútu yfir miðnætti í fyrrinótt, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. Að sögn Óskars Torfa Viggóssonar, hjá Gagnabankanum var salan um nóttina ágæt og í gærmorgun hafi um 20 eintök verið seld. Annars virðist sem Windows 95 hafi selst nokkuð vel á fyrsta söludegi þess í gær. Meira
25. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 159 orð

HHÍ semur við Yddu og Gott fólk

HAPPDRÆTTI Háskóla Íslands hefur skipt um auglýsingastofu eftir að hafa verið um árabil hjá auglýsingastofunni Argusi. Auglýsingastofurnar sem Happdrætti Háskólans hefur samið við eru tvær. Þar er um að ræða auglýsingastofuna Yddu sem mun sjá um gerð auglýsinga fyrir flokkahappdrætti og Gott fólk sem mun sjá um auglýsingar fyrir Happaþrennuna. Meira
25. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 181 orð

Röntgenskuggaefni lækkar um 11% í útboði

ÚTBOÐ Ríkiskaupa á röntgenskuggaefni fyrir Ríkisspítala og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sem fór fram nýlega, lækkaði verð á efninu um rúm 11%. Í kjölfar útboðsins var gerður tveggja ára samningur um kaupin við tvö seljendur; Omega Farma ehf. um kaup á lágþrýstu röntgenskuggaefni og meðseglanlegu röntgenskuggaefni, og Stefán Thorarensen hf. um kaup á háþrýstu röntgenskuggaefni. Meira
25. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Uppselt hjá Hydro Texaco

ÞAð tók ekki daginn að selja upp skuldabréfin í almennu útboði danska olíufélagsins Hydro Texaco A/S. Útboðið hófst í gærmorgun og um miðjan dag í gær voru öll bréfin, samtals að nafnverði 260 milljónir króna, uppseld. Meira

Fastir þættir

25. ágúst 1995 | Dagbók | 106 orð

ÁRA afmæli. Í dag föstudaginn 25. ágúst verður áttræð

ÁRA afmæli. Í dag föstudaginn 25. ágúst verður áttræð Dagmar Ólafsdóttir, Reynimel 58, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Jónmundur Guðmundsson, vélstjóri frá Sigurstöðum á Akranesi, en hann er látinn. Aðalheiður tekur á móti vinum og vandamönnum á morgun laugardaginn 26. ágúst að Skipholti 50 A milli kl. 15 og 18. Meira
25. ágúst 1995 | Dagbók | 28 orð

Ljósmyndari: Kristján Maack.BRÚÐKAUP.

Ljósmyndari: Kristján Maack.BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júlí í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Inga Jytte Þórðardóttir og Ólafur Már Ólafsson. Heimili þeirra er í Hátúni 33, Reykjavík. Meira
25. ágúst 1995 | Dagbók | 419 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærdag kom Mælifell

Reykjavíkurhöfn: Í gærdag kom Mælifellog búist við að hann færi út í gærkvöld. Þá fóru Southella, Dettifoss, Úranus og japanski togarinnShinei Maru. Þýska skútan Roald Amundsen sem komið hefur til hafnar af og til í sumar kom í gær og fer út eftir helgi. Ottó N. Meira

Íþróttir

25. ágúst 1995 | Íþróttir | 114 orð

Átökin eru hafin

ÁTÖKIN um verðlaunagrip bikarmeistara KSÍ hófust í gær á blaðamannafundi Knattspyrnusambandsins, en þá tókust þjálfarar liðanna sem leika til úrslita - Fram og KR - á um verðlaunin sem afhent verða eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn eftir að liðin hafa leitt saman hesta sína. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 267 orð

Bærilegt eftir slæma byrjun

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akranesi, og Björgvin Sigurbergsson, Íslandsmeistarinn úr Keili, hófi í gær keppni á Evrópumóti áhugamanna sem fram fer á El Prat golfvellinum við Barcelona á Spáni. Völlurinn er par 72 "skógarvöllur sem er fljótur að refsa manni ef höggin eru ekki nákvæm," sagði Birgir Leifur í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 216 orð

EM í sundi

Evrópumeistaramótið í sundi í Austurríki. 200 m bringusund karla: 1.Alexandre Tkatchev (Rússlandi) 2.14,69 2.Steven West (Bandaríkjunum) 2.15,41 3.Akira Hayashi (Japan) 2.15,48 4.Yiwu Wang (Kína) 2.16,08 5.Nathan Thomson (Bandaríkj.) 2.17,21 400 m fjórsund kvenna: 1. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 70 orð

Eydísi gekk ekki nógu vel

EYDÍS Konráðsdóttir keppir á Evrópumeistaramótinu í sundi og hefur þegar keppt í tveimur greinum. Í gær keppti hún í 100 metra baksundi og synti á 1.07,60 sem er talsvert frá hennar besta en Íslandsmet hennar er 1.06,00. Hún varð í 25. sæti af 27. keppendum. Á miðvikudaginn synti hún 200 metra skriðsund á 2.08,97, en Íslandsmetið er 2.06,23. Hún varð í 31. sæti af 34 keppendum. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 344 orð

Franziska van Almsick leyfði sér að þerra tárin

Franziska van Almsick þurrkaði tárin og setti upp sitt fegursta bros þegar hún vann tvenn gull til viðbótar á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í Austurríki þessa dagana - sigraði í 400 metra skriðsundi og 4×100 metra skriðsundi með þýsku sveitinni. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 203 orð

HELGARGOLFIÐSveitakeppnin Sveitakeppni

Sveitakeppni öldunga fer fram í Grafarholtinu á laugardag og sunnudag. Sveitakeppni unglinga fer fram á Akureyri og Sauðárkróki og lýkur á sunnudag. Hafnarfjörður Opna Sparisjóðsmótð verður hjá Keili á laugardag. 18 holur með og án forgjafar. Mosfellsbær Opna Top Flite mótið verður á laugardag. 18 holur með og án forgjafar. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 148 orð

Hraðmót hjá Völsurum

Körfuknattleiksmenn eru farnir að huga að væntanlegum vetri og um helgina gangast Valsmenn fyrir hraðmóti í körfuknattleik að Hlíðarenda, mótið byrjar í dag og því lýkur á sunnudaginn með úrslitaleik sem hefst kl. 20.30. Tíu lið taka þátt og er þeim skipt í tvo riðla, í A-riðli leika Grindavík, Keflavík, KR, Þór og Tindastóll en í B-riðli ÍA, Valur, Skallagrímur, ÍR og Njarðvík. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 85 orð

Í kvöld Íslandmótið í knattspyrnu 2. deild karla kl. 18.30 AkureyrarvöllurÞór - KA FylkisvöllurFylkir - Víðir BorgarnesSkallag.

Íslandmótið í knattspyrnu 2. deild karla kl. 18.30 AkureyrarvöllurÞór - KA FylkisvöllurFylkir - Víðir BorgarnesSkallag. - Vík. KópavogsvöllurHK - ÍR 3. deild kl. 18.30 HúsavíkVölsu. - Höttur Leiknisv. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 131 orð

Liverpool leikur gegn Sunderland

DREGIÐ var í 2. umferð ensku deildarbikarkeppnina í gær og hér á eftir má sjá hvaða lið leika. Watford - Bournemouth Oxford - Queen's Park Rangers Wimbledon - Charlton Birmingham - Grimsby Tranmere - Oldham Cardiff - Southampton Sheff. Utd. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 235 orð

MARCO Rossi,

MARCO Rossi, varnarleikmaður hjá Sampdoría, er farinn til Mexíkó, til að ræða við forráðamenn America, sem vilja fá hann til liðsins. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 109 orð

Nýr erlendur leikmaður til Blika

BREIÐABLIK hefur fengið nýjan erlendan leikmann til að leika með fyrstu deildar liði kvenna hjá félaginu, en Penny Peppas, sem lék með liðinu í fyrra er gegnin til liðs við Grindavíkurstúlkur. Hin nýji leikmaður heitir Betsy Harris og er 23 árta, 179 sentimetrar og mikil langskytta. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 610 orð

Segir FIFA hafa sofið á verðinum í markaðsmálum

Lennart Johansson, formaður Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur lagt til róttækar breytingar á markaðsmálum alþjóða knattspyrnu og eru knattspyrnusambönd annarra álfa sammála hugmyndum hans en Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, finnst að sér vegið. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 258 orð

Skaginn fær um 18 milljónir

SKAGAMENN gætu dottið í lukkupottinn í dag þegar dregið verður í fyrstu umferð UEFA keppninnar. Búið er að skipta þeim 64 liðum sem eftir eru í átta hópa þannig að það er ljóst á móti hvaða liðum Skagamenn geta hugsanlega lent. Þau tvö lið sem koma beint inn í keppnina án forkeppni í hópi ÍA eru Monakó frá Frakklandi og Bröndby frá Danmörku. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 95 orð

Tveir skelltu sér holu í höggi

TVEIR ungir kylfingar náðu draumahöggum sínum á Íslandsmótinu í sveitakeppni í golfi unglinga sem hófst á Akureyri í gær. Það merkilega við þetta var að þeir voru saman í ráshópi og gerðu þetta á 18. holunni. Fyrstur á teig var hinn 16 ára gamli Bergur Sverrisson frá Selfossi og notaði hann járnkylfu númer 6 og beint í. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 71 orð

Þjóðverjar koma á 50 ára afmælið

KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands á 50 ára afmæli eftir tvö ár og er sambandið þegar farið að undirbúa afmæli sitt. Eggert Magnússon formaður KSÍ tilkynnti í gær að eftir langar og strangar viðræður hefðu samningar tekist um að þýska landsliðið í knattspyrnu spili hér á landi á afmælinu og fer leikurinn fram 20. ágúst. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 620 orð

Þrefalt hjá Keili í sveitakeppninni

KYLFINGAR í Keili í Hafnarfirði gátu svo sannarlega glaðst um síðustu helgi þegar sveitir þeirra sigruðu í 1. deild karla og kvenna og B-sveit þeirra í 2. deild karla. Sem sagt þrefaldur sigur hjá Keilisfólki og glæsilegur árangur. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 247 orð

Ætla að vinna tvöfalt

ÚRSLITAMÓT bikarmeistarakeppni torfæruökumanna verður á morgun í Grindavík og hefst kl. 14.00. Allir bestu torfæruökumenn landsins verða meðal keppenda og eiga 5-6 ökumenn í báðum flokkum góða möguleika á titli. Keppendur í flokki götujeppa munu aka á skófludekkjum, sem er ólíkt því sem gerist á Íslandsmótinu. Meira
25. ágúst 1995 | Íþróttir | 11 orð

(fyrirsögn vantar)

25. ágúst 1995 | Íþróttir | 323 orð

(fyrirsögn vantar)

Evrópukeppni bikarhafa Undankeppnin - síðari leikir: Batumi í Georgíu: Dynamo Batumi - Obilic (Júgóslavíu)2:2 Machutadze (65.), Mudzhiri (82. vsp.) - Vilotovich (8.), Popovich (32.). 25.000. Dynamo Batumi vann 3:2 samanlagt. Meira

Úr verinu

25. ágúst 1995 | Úr verinu | 255 orð

Reykjavík er kvótahæsta verstöðin

VERSTÖÐIN Reykjavík er með mesta botnfiskkvótann. Kvóti skipa sem þar eiga heimahöfn hefur aukist um meira en fjórðung milli ára í þorskígildum reiknað. Vestmannaeyjar voru kvótahæsta verstöðin fyrir ári en kvótinn þar hefur minnkað milli ára svo Reykjavík og Akureyri, sem einnig hefur bætt við sig kvóta, hafa skotist upp fyrir. Meira
25. ágúst 1995 | Úr verinu | 547 orð

Ætla að reisa efnahag við með sjávarútvegi

DR. IMELDA Sousa, forstöðumaður hafrannsóknarstofnunnar Mósambík, kom til landsins á þriðjudag ásamt skipaskoðunarstjóra landsins, Raoul Dias. Tilgangur heimsóknarinnar er, að sögn Imeldu, að skoða togarann Feng og kynna sér rækju- og fiskvinnslur í landinu. Stjórnvöld í Mósambík ætla að reisa efnahag landsins við með sjávarútvegi eftir áralangar styrjaldir. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 79 orð

8 milljónir áBaleraeyjurnar á síðasta ári

Í Boarding segir nýlega frá því að alls hafi átta milljón ferðamanna heimsótt spönsku eyjarnar Majorka, Minorca og Ibiza á árinu 1994 og var það 15,3% aukning miðað við árið á undan. Af gestunum voru 7,2 milljónir útlendingar og Bretar eru flestir einstakra þjóða. Aftur á móti hefur Þjóðverjum fækkað nokkuð. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 81 orð

90% Bangladeshageta fengið gott vatn

Í tímaritinu Far Eastern Economic Review var nýlega birtur listi yfir prósentuhlutfall íbúa í sjö löndum Suður-Asíu sem hafa aðgang að hreinu og ómenguðu vatni. Niðurstöðurnar komu nokkuð á óvart en þar segir að 90% íbúa Bangladesh geti nálgast hreint vatn og 80% Pakistana. Í Indlandi er hlutfallið ríflega 70%, 43% í Nepal og á Sri Lanka og 20% í Búrma. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 164 orð

Bakpokar eru í tísku við öll tækifæri

GRUNNSKÓLANEMAR eru ekki þeir einu sem bera bakpoka í vetur. Þótt hliðarveski og töskur haldi enn velli eiga bakpokar auknum vinsældum að fagna hjá öllum aldurshópum, að sögn afgreiðslufólks í tískuverslunum. Þeir fást í ýmsum stærðum, gerðum og litum úr öllum mögulegum efnum; striga, lakki, leðri, satíni og næloni. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 316 orð

Bensíndæla sett upp á Árbæjarsafn

HANDKNÚIN bensíndæla frá því skömmu eftir stríð verður afhent Árbæjarsafni á mánudaginn. Það er Olíuverslun Íslands sem gefur dæluna og sér um að setja hana upp. Ofan á dælunni verður lukt, eins og var í gamla daga og hringtorg verður lagt í kringum hana. Einnig er unnið að því að fá gamlan bensínstöðvarkofa úr Hrísey og ráðgert er láta bíl frá sama tíma standa við dæluna á opnunartímum. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 762 orð

Bilað" flug

FARÞEGAR í flugi Lufthansa nr. 4386 frá Stuttgart til Parísar söfnuðust að útgönguhliðinu klukkustund fyrir brottför. Tíminn var nægur og hann leið fljótt yfir reyfaranum. Þegar brottfarartíminn rann upp var tilkynnt: Seinkun, vélin biluð, beðið eftir varahlut, næstu fréttir eftir klukkustund, gerið svo vel að fá ykkur drykki. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 553 orð

Dansað frá Úralfjöllum til Atlantshafs

AGINN var strangur og vinnuálagið mikið í ballettskólum Sovétríkjanna. Sex daga vikunnar þurftu börnin að vakna klukkan sjö. Dagurinn hófst á því að þau voru látin skúra gólfið í svefnherbergjunum og taka til. Klukkan níu byrjaði kennslan. Auk ballettsins voru nemendur látnir læra venjulegar skólagreinar og stundum voru einnig ballettæfingar á kvöldin. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 535 orð

Flóðfolöld, bangsar og litlir gíraffarheimsótt í Kaupmannahöfn

DÝRAGARÐURINN í Kaupmannahöfn skartar sínu fegursta á sumrin. Kemur þar ekki aðeins til frísklegur gróðurinn sem klæðir alla borgina á þessum tíma, heldur einnig yngstu íbúar garðsins sem eru flestir orðnir nógu stórir til þess að vera til sýnis og gleðja gesti með ungæðislegum ærslum. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 339 orð

Færri til Bandaríkjanna og Englands en fleiri til Norðurlanda

TÖLUVERÐ breyting hefur orðið á umsóknum um námslán fyrir veturinn 95/96 miðað við tvö síðustu ár. Samtals hafa 6.354 nemendur sótt um námslán í vetur, þar af 4.532 til náms á Íslandi, en í fyrra sótti 6.541 nemandi um, og fyrir veturinn 93/94 lágu fyrir 6.647 umsóknir. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 393 orð

Guðsorð að ryðja sér til rúms á alnetinu

Guð er ekki kominn með tölvupóst en engu að síður er orð Guðs farið að ryðja sér rúms á alnetinu. Hægt er að kalla upp ýmsar helgimyndir á tölvuskjáinn til að komast í samband við sinn raunverulega söfnuð. Prestar í Bandaríkjunum segja árangurinn vera góð andleg heilsa og vellíðan safnaðarbarnanna. Grein um þetta birtist í bandaríska blaðinu Longevity fyrir nokkru. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 135 orð

Gulf Air ágóðu róli

GULF AIR flutti um 2,4 milljónir farþega frá janúar til og með júnímánuði og er það 4% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Stefna flugfélagsins er að bæta við áfangastöðum og auka þjónustu við farþegana að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Segir þar að sl. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 399 orð

Hann var með útgerð og verkar nú harðfisk og hákarl

VESTFIRSKUR harðfiskur þykir af mörgum lostæti og eru dæmi um að höfuðborgarbúar og aðrir landsmenn panti sér fisk um langan veg til þess geta bitið í ekta vestfirskan harðfisk. Finnbogi Jónsson er eini harðfiskverkandinn á Ísafirði og þurrkar ýsu, steinbít og þorsk, en einnig verkar Óskar Friðbjarnarson harðfisk og hákarl á Hnífsdal. Verkaður með gamla laginu Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 272 orð

Íslensk þjóðtrú ísænskri heimildarmynd

FYRIR skömmu voru hér á landi þrjár sænskar konur að kanna aðstæður fyrir gerð heimildamyndar um íslenska þjóðtrú. Þær Eva Tillberg, Marie-Louise Jarnebrink og Anna Skogsberg eru nýútskrifaðar úr námi í gerð heimildarmynda frá Norræna lýðháskólanum í Biskopsamö í Svíþjóð og völdu Ísland sem sitt fyrsta viðfangsefni í kvikmyndagerðinni. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 192 orð

Jökull á Fimmvörðuhálsi?

FIMMVÖRÐUHÁLS var hulinn jökli fram yfir aldamót en hann hopaði á hlýindaskeiði á fyrri hluta þessarar aldar, allt fram á sjötta áratuginn. Síðan hefur jökullinn aftur verið að sækja í sig veðrið og ef fram heldur sem horfir má búast við að gangan yfir Fimmvörðuháls, ein vinsælasta gönguleið landsmanna, liggi að hluta yfir jökulís. Frá þessu segir Helgi Björnsson í tímaritinu Jökli. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 259 orð

Konur, áfengi og tíðahringurinn

ÞÓTT áhrif áfengis séu mismunandi eftir einstaklingum virðast þau öllu óútreiknanlegri hjá konum en körlum. Hollensk rannsókn bendir til að skýringin sé af líffræðilegum toga og hormónar kvenna valdi mismunandi áhrifum áfengis á konur eftir því hvenær í mánuðinum þær neyta veiganna. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 432 orð

Líbanon

BRADT-útgáfufélagið í Bretlandi á lof skilið fyrir ferðabækur sínar. Í fyrsta lagi eru þær handhægar og ekki of miklar um sig, þær eru ódýrar og í þriðja lagi leggur Bradt sig eftir að gefa út bækur um lönd utan alfaraleiða. Fyrir fáa, mundi þá einhver segja. En eins og allir vita sem vilja eru ferðahættir manna að breytast víðast hvar um heiminn. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 375 orð

Myndir á tíkall, og lesið úr Þórbergi

NÝLEGA fengu nokkrir íbúar í vesturbænum boðskort á listsýningu sem haldin var með óhefðbundnum hætti í garðstofu í raðhúsi við Aflagranda. Nína Hjördís Þorkelsdóttir er einn aðstandanda sýningarinnar en hún er sex ára og mjög efnileg myndlistarkona. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Sex ára sigling frá Síberíu til Íslands

REKAVIÐUR hefur löngum reynst Íslendingum vel í trjálausu landinu. Hann berst okkur frá barrskógabeltinu í Rússlandi eftir áralangt volk í norðlægum höfum. Í nýjasta hefti tímaritsins Jökull segir Ólafur Eggertsson jarðfræðingur frá rannsóknum sínum á árhringjum í rekaviði sem miða að því að finna uppruna hans og rekleiðir. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Sjávarfang fyrir heila og hjarta gegn krabbameini og sýkingum

VILTU lýsistyggjó, spurði japanskur vísindamaður franskan á fituráðstefnu í Reykjavík. Þar var komið saman í sumar fólk sem vinnur í ýmsum löndum að rannsóknum á fituefnum. Þegar hefur aðeins verið sagt frá ráðstefnunni í Daglegu lífi, en hafsjór fitu úr pínulitlum lífverum og hlunkstórum fiskum er enn eftir. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 683 orð

Sjómenn fortíðarheimsóttir í Ósvör

SJÓMENNIRNIR hafa líklega róið út í góða veðrinu og eru væntanlegir á hverri stundu með aflann. Einn sjóarinn hefur orðið eftir og tekur á móti gestum klæddur fullum skrúða, skinnfötum sem eru sérstaklega verkuð í fitu og lýsi svo þau verði vatnsþétt. Sjómaðurinn gestrisni er safnvörðurinn Geir Guðmundsson, íklæddur sjógalla af gömlu gerðinni. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 112 orð

Stena hótel orðið grænt

STENA hótelið í Friðrikshavn í Danmörku er fyrsta hótelið þar í landi sem uppfyllir kröfur um "græna lykilinn" eftir að miklar breytingar voru gerðar á því fyrir 60 milljónir DKR. Hótelið tók í fyrra í þátt í orkusparandi keppni meðal alþjóðlegra hótela og náði viðurkenningu þar. Hótelið er miðsvæðis í bænum og mikil áhersla er lögð á reyklaus herbergi og veitingahús með hollustufæði. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1076 orð

Stór rass, lafandi brjóst og froskalegar varir þykja sums staðar mikið augnayndi Í Úkraínu þyk-ir

FEGURÐARDROTTNINGAR, kvikmyndastjörnur og tískusýningarstúlkur, sem dáðar eru fyrir fríðleik og yndisþokka á Vesturlöndum, myndu trúlega ekki baða sig í sömu aðdáun meðal ýmissa ættbálka í Afríku. Þar þættu þær í hæsta máta kynleg fyriræri enda ríkja önnur viðhorf yfirleitt til fegurðar og kynþokka en í hinum vestræna heimi. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 55 orð

Talandibjórflöskur

BJÓRDRYKKJUMENN geta búist við nýstárlegum glaðningi á næstunni. Kanadískt fyrirtæki hefur sótt um einkaleyfi á útbúnaði til að láta bjórflöskur tala. Lítill kubbur í flöskuhálsinum fer af stað þegar tapinn er tekinn af flöskunni og segir vinningshöfum í keppni bjórframleiðandans frá því að þeir hafi hlotið verðlaun. Frá þessu segir í tímaritinu New Scientist. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 134 orð

Viðurkenning til Kowata

MIKIL aukning japanskra ferðamanna til Íslands hefur vakið mikla athygli og ferðamálasérfræðingar þakka það ekki síst starfi landkynningarskrifstofu Flugleiða og ferðamálaráðs í Tókíó í Japan en yfirmaður hennar er Alex Kowata. Í nýjasta hhefti Flugleiðafrétta er sagt frá því að Flugleiðir hafi veitt Kowata viðurkenningu fyrir ötult og árangursríkt starf. Meira
25. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 133 orð

Öruggari myndatökur

ÞVÍ er haldið fram að geislun vegna tannmyndatöku sé skaðlaus. Hins vegar er gott að losna við alla óþarfa geislun. Ný tækni gerir nú tannlæknum kleift að nota tölvutækni við myndatökuna svo geislunin verður tíu sinnum minni en ella. Frá þessu er sagt í bandaríska tímaritinu Longevityfyrir skömmu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.