Greinar fimmtudaginn 23. nóvember 1995

Forsíða

23. nóvember 1995 | Forsíða | 105 orð

Afsagnar flokksformanns krafist

ÖLL spjót standa nú á hinum nýja formanni norska Hægriflokksins, Per Ditlev-Simonsen, eftir að hann var dæmdur til að greiða um 5 milljónir ísl. kr. í sekt vegna skattsvika. Hafa andstæðingar hægrimanna krafist þess að formaðurinn segi af sér vegna málsins. Meira
23. nóvember 1995 | Forsíða | 187 orð

Khasbúlatov leiðtogaefni

RÚSLAN Khasbúlatov, gamall erkióvinur Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, hefur verið tilnefndur sem leiðtogaefni í héraðskosningum í Tsjetsjníju, sem haldnar verða samhliða kosningum til neðri deildar rússneska þingsins 17. desember. Meira
23. nóvember 1995 | Forsíða | 330 orð

Stukku fram af svölum í skelfingu

SNARPUR landskjálfti reið í gær yfir Miðausturlönd, frá Líbanon til landamæra Súdans, og varð að minnsta kosti sex manns að bana. Að minnsta kosti 24 slösuðust og skemmdir urðu á byggingum í Ísrael, Jórdaníu og Egyptalandi. Jarðskjálftafræðingar voru ekki sammála um styrk skjáltans, en hann var áætlaður frá 5,7 stigum á Richterskvarða til 7,2 stiga. Meira
23. nóvember 1995 | Forsíða | 380 orð

Talsmenn Bosníu-Serba reiðir Serbíuforseta

LEIÐTOGAR Serbíu, Króatíu og Bosníu sneru í gær heim frá Dayton í Ohio til að kynna þjóðum sínum nýgerðan friðarsamning. Almenningur hefur víðast hvar fagnað honum, þrátt fyrir að efasemda gæti um hvort það muni leiða til raunverulegs friðar. Meira

Fréttir

23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 840 orð

10,7% til ríkisstarfsmanna en 7% til ASÍ ASÍ hefur bent ríkisstjórninni á níu atriði sem stangast á við yfirlýsingu

Þjóðhagsstofnun virðist staðfesta að munur sé á samningum starfsmanna ríkisins og ASÍ 10,7% til ríkisstarfsmanna en 7% til ASÍ ASÍ hefur bent ríkisstjórninni á níu atriði sem stangast á við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana 21. febrúar. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

Aðalfundur Minja og sögu

AÐALFUNDUR Minja og sögu verður haldinn í Þjóðminjasafni Íslands fimmtudaginn 23. nóvember og hefst kl. 17 stundvíslega. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundastörf. Að þeim loknum flytur Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur erindi með litskyggnum sem hún nefnir: Skráning kirkjugripa á vegum Þjóðminjasafns Íslands. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 81 orð

Afmælishátíð í Miðbæ

VERSLUNARMIÐSTÖÐIN Miðbær í Hafnarfirði veður eins ár helgina 24.­26. nóvember. Í tilefni afmælisins verður haldin afmælishátíð í húsinu þessa daga ásamt því að verslanirnar munu bjóða viðskitpavinum sínum sérstakan afmælisafslátt þessa daga. Meira
23. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 628 orð

Afskipti Bandaríkjanna af deilunni réðu úrslitum

VIÐRÆÐURNAR í Dayton í Ohio voru endapunkturinn á margra mánaða starfi bandarískra sendimanna að því að koma á friði í Bosníu. Allt fram yfir síðustu áramót hafði Bandaríkjastjórn haldið sig fremur til hlés hvað varðar afskipti af átökunum þótt hún hafi stundum fundið alvarlega að því hvernig Evrópuríkin tóku á málunum. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 454 orð

ASÍ telur skorta á efndir af hálfu ríkisvaldsins

ÁGREININGUR er milli ríkisstjórnarinnar og forystumanna ASÍ hvort ríkisstjórnin hafi staðið við þá yfirlýsingu sem hún gaf í tengslum við undirritun kjarasamninga í febrúar í fyrravetur, en yfirlýsingin var önnur af tveimur forsendum samninganna. Meira
23. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 347 orð

Áhersla á aukið vægi Glerárhverfis

BYGGINGANEFND Akureyrar hefur sent skipulagsdeild bæjarins hugleiðingar um drög að markmiðssetningu aðalskipulags Akureyrar 1995­2015 og um fleiri skipulags- og byggingamál. Þar er lagt til að lögð verði áhersla á að auka vægi Glerárhverfis í bænum m.a. Meira
23. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 33 orð

Ávísun á einkavæðingu

JOZEF Oleksy, forsætisráðherra Póllands, heldur hér á einkavæðingarávísun, sem hann keypti í banka í Varsjá í gær. Eru ávísanirnar liður í áætlun ríkisstjórnarinnar um að einkavæða meira en 500 ríkisfyrirtæki. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Bílslysum fækki um 20%

Í ályktunartillögunni eru raktar niðurstöður nefndar um umferðaröryggi og meðal annars lagt til að tekið verði upp punktakerfi í sambandi við skrár um ökuferil og kanna hvort niðurfelling skatta á öryggisbúnaði ökutækja gæti leitt til aukins umferðaröryggis. Meira
23. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 388 orð

Bjerregaard stappar stálinu í Sahlin

MONA Sahlin hefur fengið bréf frá skilningsríkri danskri stallsystur, sem hvetur hana eindregið til að halda áfram í stjórnmálum, eins og ekkert hafi í skorist, að því er Svenska Dagbladet greinir frá. Meira
23. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 91 orð

Bombay verður Mumbai

INDVERSKA stjórnin ákvað í gær að breyta nafni stórborgarinnar Bombay og mun hún heita Mumbai héðan í frá. Bombay er aðalfjármálamiðstöð landsins og þar hefur hinn öflugi kvikmyndaiðnaður landsins aðsetur sitt. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Bruni í skemmu

NOKKRAR skemmdir urðu þegar eldur kom upp í 300 til 400 fm stálgrindarhúsi á Reyðarfirði um kl. 24.30 aðfaranótt miðvikudags. Eigandi hússins varð var við eldinn og gerði slökkviliðinu viðvart. Útkallið var fyrsta útkalla sameinaðs slökkviliðs Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Meira
23. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 79 orð

Brúarframkvæmdir á Fjallsá á Breiðamerkursandi

Hnappavellir-Nú eru hafnar framkvæmdir við nýja brú á Fjallsá á Breiðamerkursandi með því að vinnuflokkur Vegagerðarinnar undir stjórn Jóns Valmundssonar brúarsmiðs er farinn að reka niður staura undir stöplana. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 358 orð

BSRB vill sömu hækkanir og ASÍ

ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, segir að ef launanefnd ASÍ og VSÍ ákveði að hækka laun á almennum markaði verði sú hækkun einnig að ganga til opinberra starfsmanna. Hann segir fjármálaráðherra margoft hafa lýst því yfir að ríkisvaldið hafi fylgt sömu launastefnu og mörkuð hafi verið á almennum markaði. Meira
23. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 260 orð

Búist við framboði Solana

FASTLEGA er búist við því að spænska stjórnin muni gera opinbert framboð Javier Solana, utanríkisráðherra Spánar, í stöðu framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, NATO, á næstu dögum. William Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að of snemmt væri að eigna Solana embættið. Sagði hann að verið væri að íhuga"þrjá til fjóra frambjóðendur" til viðbótar. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð

Börn leikhússins í Regnboganum

Á HVERJUM fimmtudegi í Regnboganum eru haldnar sýningar á vegum Kvikmyndasafns Íslands á klassískum kvikmyndum. Í kvöld kl. 19 og 21 verða sýningar á "Les Enfant du Paradis" eða Börn leikhússins eftir Marcel Carné frá árinu 1945. Meira
23. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

Djass í Deiglunni

YNGSTA kynslóð djassleikara á Akureyri kemur fram á tónleikum í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið, 23. nóvember en þeir hefjast kl. 20.30. Þarna eru á ferðinni nemendur Alþýðutónlistardeildar Tónlistarskólans, en djasstónlist hefur skipað stóran sess í deildinni frá upphafi og þar eru margir efnilegir hljóðfæraleikarar. Meira
23. nóvember 1995 | Smáfréttir | 165 orð

DREGIÐ var í happamiða og umferðarleik Aðalskoðunar hf.

DREGIÐ var í happamiða og umferðarleik Aðalskoðunar hf. 3. nóvember sl. en efnt var til leikjanna í tilefni af fyrstu útgáfu á fréttabréfinu Aðallega sem fyrirtækið gefur út. Meira
23. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 233 orð

Dregur úr efnahagsbata í ESB

DREGIÐ hefur efnahagsbata í ríkjum Evrópusambandsins (ESB) í kjölfar kreppunnar á árunum 1992-93, að því er fram kom í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um ástand og horfur í efnahagsmálum sambandsins, sem birt var í gær. Meira
23. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Ekið á eldri mann

EKIÐ var á gangandi vegfaranda, eldri mann á Hjalteyrargötu við Bílasölu Norðurlands síðdegis í gær. Maðurinn hafði ætlað að fjarlægja plötu sem fokið hafði út á götuna þegar ekið var á hann, en bílstjóri varð hans ekki var fyrr en um seinan samkvæmt upplýsingum varðstjóra lögreglunnar á Akureyri. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð

Ekki raðgreiðslur

BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur gert athugasemd við fyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins frá í gær um raðgreiðslur VISA í sambandi við sölu á eign Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, til eiganda Hótel Borgar. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 127 orð

Ekki valdabarátta

NEFND, sem skipuð er af heilbrigðisráðherra um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, aftekur að valdabarátta eigi þátt í því að nefndin hefur lagt fram kæru til ríkissaksóknara á hendur landlækni vegna meintra brota á fóstureyðingalöggjöf og almennum hegningarlögum. Slíkt megi skilja af yfirlýsingum landlæknis í fjölmiðlm. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 242 orð

Flóttamannaáð skipað

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi í gær að skipa nýtt flóttamannaráð til næstu fjögurra ára. Að sögn Páls Péturssonar félagsmálaráðherra verður hlutverk þess að leggja til við ríkisstjórn heildarstefnu er varðar móttöku á flóttamönnum, hafa yfirumsjón með framkvæmd á móttöku þeirra og veita stjórnvöldum umsögn um einstök tilvik eftir því sem óskað verður. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 271 orð

Frásagnir af snjóflóðum styðjast við lítið

"NIÐURSTAÐAN sýnir að heimildargildi frásagna af snjóflóðum er ákaflega takmarkað, ef ekki er til af þeim ljósmynd eða þau hafi verið mæld með einhverjum hætti," segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ísafirði, um niðurstöður rannsóknar lögreglu á sannleiksgildi frétta af snjóflóði á Engjaveg á Ísafirði um 1950. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 322 orð

Gagnkvæmt tryggingakerfi jafni sveiflur

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, reifaði hugmynd um gagnkvæmt tryggingakerfi fiskveiðiríkja í norðurhöfum á Fiskiþingi í gær. Samkvæmt því myndu Íslendingar t.d. fá heimild til að veiða í norskri eða rússneskri lögsögu þegar þorskstofninn í íslenskri lögsögu væri í lægð eins og núna og Norðmenn og Rússar fá heimild til veiða í íslenskri lögsögu þegar dæmið snerist við. Meira
23. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 167 orð

Gamla kirkjan í Stykkishólmi endurbyggð

Stykkishólmi-Gamli bæjarkjarninn í Stykkishólmi hefur tekið miklum breytingum hin síðari ár. Búið er að endurnýja og endurbyggja allmörg hús og setja þau fallegan svip á bæinn. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 193 orð

Georgíumennirnir farnir

GEORGÍUMENNIRNIR tveir, sem ákærðir voru fyrir að hafa nauðgað tveimur konum um borð í Atlantic Princess í Hafnarfjarðarhöfn í júní, fóru í gærkvöldi af landi brott. Mennirnir fá að fara samkvæmt samkomulagi milli lögfræðings þeirra, Sigmundar Hannessonar, og dómsmálaráðuneytis, fangelsisyfirvalda og útlendingaeftirlits. Meira
23. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 592 orð

Hafa ekki framfylgt lögum

Ísafirði-Forsvarsmenn Flugfélagsins Ernis á Ísafirði hafa ákveðið að hætta rekstri félagsins og mun Hörður Guðmundsson að öllum líkindum hefja störf hjá Altanta. Hann flytur með sér eina af flugvélum Ernis, setja aðra á sölulista og leigja þá þriðju til útlanda. Mun stefnt að því að þessar breytingar verði um áramótin. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 55 orð

Hannes Hlífar er efstur

HANNES Hlífar Stefánsson er efstur, með 6 vinninga eftir sjö umferðir, í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands, sem stendur yfir um þessar mundir. Jóhann Hjartarson er með vinninga og eina frestaða skák. Efst í kvennaflokki er Ína Björg Árnadóttir með fjóra vinninga eftir fjórar umferðir. Áttunda umferð verður tefld í dag. Meira
23. nóvember 1995 | Smáfréttir | 54 orð

HARMONIKULEIKARINN Hrólfur Vagnsson og slagverksleikarinn

HARMONIKULEIKARINN Hrólfur Vagnsson og slagverksleikarinn Pétur Grétarsson halda tónleika í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja í kvöld, fimmtudagksvöld, og hefjast þeir kl. 20. Þeir félagar hafa undanfarna daga haldið kynningar í skólum Reykjanesbæjar og eru tónleikarnir í kvöld lokin á þeim kynningum. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 147 orð

Heima á ný

TVÆR ær frá Sæbóli á Ingjaldssandi heimtust nýlega, önnur eftir tveggja ára útigang á Fjallaskaga sunnan við Barða og hin skilaði sér ekki í fyrravetur. Á Sæbóli III búa Guðmundur, Guðni og Steinunn Ágústsbörn. Guðmundur og Guðni segja að sú hyrnda sé í tveimur reifum eftir árin tvö og hún sé geysilega stygg. Sú kollótta skilaði sér með lambi en hrúturinn hefur drepist. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Hverfismálþing vesturbæinga

HVERFISMÁLÞING húmanista verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn 25. nóvember nk. kl. 14 undir kjörorðinu: Vellíðan í vesturbænum. Til málþingsins er boðið íbúum vesturbæjar. Málþingið er liður í hverfisverkefni húmanista í þessu hverfi og samanstendur af hverfisblaðinu Granna, áðurnefndu málþingi, samskiptamiðstöð og málefnahópum. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 788 orð

Íslendingar geta verið stoltir

"ÉG HEFI fundið fyrir miklum velvilja hjá Íslendingum gagnvart þróunarstarfinu í Namibíu," segir Björn Björnsson, skipstjórnarkennari við nýstofnaðan sjómannaskóla í Walvis Bay í Namibíu. Björn kom til Íslands um seinustu mánaðamót vegna snjóflóðsins sem féll á Flateyri en stjúpfaðir hans Þórður Júlíusson fórst í snjóflóðinu. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 125 orð

Í vari við Núpsskóla

STEFNI ÍS hafði ekki tekist að draga Orra ÍS til hafnar á Ísafirði í gærkvöldi. Stefnir tók Orra í tog eftir að hann hafði orðið fyrir vélarbilun á miðunum út af Vestfjörðum um hádegi á þriðjudag. Skipin urðu að leita vars við Núpsskóla í Dýrafirði um sexleytið í gærmorgun. Meira
23. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 234 orð

John Major vill leiðtogafund sem fyrst

STJÓRNVÖLD í Bretlandi leggja nú fast að stjórn Írlands að fallast á að forsætisráðherrar ríkjanna komi saman sem fyrst, hugsanlega á föstudag, til að freista þess að blása lífi í samningaumleitanir um framtíð Norður-Írlands. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Jólakort Styrktarfélags vangefinna

SALA er hafin á jólakortum Styrktarfélags vangefinna. Að þessu sinni er um þrjár myndir að ræða eftir listakonuna Sólveigu Eggerz Pétursdóttur og hinar eru eftir Ásbjörgu Elínu Kristjánsdóttu, Söshu Elmu Normannsdóttur og Skúla Má Jónsson, sem öll eru nemendur í Safamýrarskóla. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 372 orð

Komu frá Grænlandi í sjúkraflugi

TVÍBURAR, sem fæddust tveimur mánuðum fyrir tímann voru sóttir til Grænlands sl. þriðjudagskvöld. Grunur lék á að annar þeirra væri kominn með sýkingu, auk þess sem hann átti í erfiðleikum með öndun. Drengirnir litlu eru nú á vökudeild Landspítalans. Annar þeirra var settur í öndunarvél á leiðinni til Íslands og var áfram í öndunarvél á vökudeild þar til í gær. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 183 orð

Kynnig á lagningu vegar yfir Fljótsheiði

KYNNING stendur yfir hjá Skipulagi ríkisins og á skrifstofu Reykdælahrepps og hjá oddvita Ljósavatnshrepps á lagningu hringvegar frá Fosshóli við Skjálfandafljót yfir Fljótsheiði að vegamótunum við Aðaldalsveg. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 405 orð

Langvarandi óánægja með Reykjavíkurflugvöll

Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði á þriðjudag að flugmenn væru farnir að forðast Reykjavíkurflugvöll og sagði ráðagerðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að skera framkvæmdafé flugmálaáætlunar niður um 48%. Flugráð hefur ályktað að í óefni stefni nái tillagan um niðurskurð fram að ganga. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 98 orð

Leikræn tjáning í Ævintýra- Kringlunni

LEIKRITIÐ Tanja tatarastelpa verður sýnt í Ævintýra-Kringlunni, 3. hæð í Kringlunni laugardaginn 25. nóvember. Leikritið hefst kl. 14.30 og kostar 300 kr. á sýninguna. Ólöf Sverrisdóttir leikkona leikur Tönju en hún samdi þáttinn fyrir nokkrum árum og flutti á leikskólum borgarinnar. Í dag verður boðið upp á leikræna tjáningu kl. 17 og er hún innifalin í barnagæslu. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 305 orð

Leynd eykur tortryggni

FRUMVARP um að binda starfsemi og fjárreiður stjórnmálaflokka lögum hefur verið lagt fram á Alþingi. "Öllum má ljóst vera að leynd í kringum fjármál stjórnmálaflokka er til þess eins að auka tortryggni almennings," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Þjóðvaka í Reykjavík, þegar hún mælti fyrir frumvarpinu. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 56 orð

Listasafnið gefur út 3 kort

ÚT ERU komin hjá Listasafni Íslands þrjú ný litprentuð listaverkakort af íslenskum verkum í eigu safnsins. Kortin eru til sölu í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7. Eftirtalin kort eru gefn út í ár: Gunnlaugur Scheving Búðin, Ásgrímur Jónsson Hekla 1909 og Baldvin Björnsson Togarar við bryggju 1937­39. TOGARAR við bryggju eftirBaldvin Björnsson. Meira
23. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 219 orð

Lítill munur á fylkingunum

VERULEGA hefur dregið úr stuðningi við að leyfa hjónaskilnaði í Írlandi en þjóðaratkvæðagreiðsla um það mál verður á föstudag. Um 45% kjósenda segjast nú ætla að segja já en 42% ætla að krossa við neiið. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Menningarkvöld Breiðabliks

UNGMENNAFÉLAGIÐ Breiðablik í Kópavogi efnir til menningarkvölds í Félagsheimili Kópavogs annað kvöld, föstudaginn 24. nóvember, og hefst það klukkan 20:00. Um er að ræða árlegt menningarkvöld knattspyrnudeildar Breiðabliks. Í frétt frá deildinni segir að fram muni koma tónlistarmenn, en síðan fer fram málverkauppboð, þar sem boðin verða upp málverk eftir þjóðkunna listamenn. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 631 orð

Mikill kippur í sölu sjónvarpstækja

MIKILL kippur hefur orðið í sölu á sjónvarpstækjum. Verslunarstjórar hjá sjónvarpstækjaverslunum tengja góða sölu við tilkomu nýju sjónvarpsstöðvanna. Sérstaklega mikið hefur selst af litlum sjónvarpstækjum í fríhöfninni í Keflavík. Páll Magnússon sjónvarpsstjóri Sýnar segir að viðbrögð við tilboði Stöðvar 2 og Sýnar hafi verið sterk og nú þegar hafi um 1.000 manns pantað áskrift. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Minnt á nauðsyn þess að draga úr drykkju

BINDINDISDAGURINN verður haldinn næstkomandi laugardag, 25. nóvember. Þá er skorað á alla landsmenn að sleppa allri áfengisneyslu og með því er verið að leggja áherslu á heilbrigða og gæfuríka lífshætti, segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum Bindindisdagsins. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 277 orð

Misjafnar eftir stéttarfélögum

MISJAFNT er eftir stéttarfélögum hvort greiddir eru dagpeningar úr sjúkrasjóðum ef foreldrar missa niður launaða vinnu vegna veikinda barna sinna. Einnig eru upphæðir þessar misháar og sömuleiðis hámark greiðslna á hverju ári. Innan ASÍ er nú starfandi vinnuhópur sem hefur það verkefni að samræma vinnureglur sjúkrasjóða innan sambandsins. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Mótmæla kjarnorkutilraunum

SAMTÖK herstöðvaandstæðinga krefjast þess að stjórnvöld upplýsi hvort kjarnorkuvígbúnaður sé eða hafi einhvern tímann verið hér á landi eða í íslenskri landhelgi. Þetta kemur fram í ályktun, landsráðstefnu samtakanna nýlega. Á ráðstefnunni voru einnig samþykkt mótmæli gegn kjarnavopnatilraunum Kínverja og kjarnorkusprengingum Frakka í S-Kyrrahafi. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 513 orð

Mótmæla öllum hugmyndum um nýja auðlindaskatta

SAMÞYKKT var að "mótmæla harðlega öllum hugmyndum um nýja auðlindaskatta" á fiskiþingi í gær. Ályktunin endurspeglar þá skoðun fiskiþings að þær greiðslur sem sjávarútvegurinn þurfi að standa straum af í Þróunarsjóð sjávarútvegsins séu dulbúinn auðlindaskattur. Meira
23. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 126 orð

Nauðsynlegt að styðja umbóta- og lýðræðisþóun í Rússlandi

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti framsögu um Rússland og andsvar Íslands, Noregs og Liechtenstein um öryggismál í Evrópu á fundi utanríkisráðherra ríkja sem aðild eiga að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) í Brussel í fyrradag. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Nóatún kaupir fyrrum húsnæði Jóns Loftssonar hf.

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að selja eigendum Nóatúns ehf., hluta húseignar borgarsjóðs við Lágholtsveg 20 eða Hringbraut 121. Söluverð er 17,5 milljónir króna. Í erindin borgarlögmanns til borgarráðs kemur fram að borgarsjóður hafi eignast húseignina árið 1991 og að seljandinn hafi verið Jón Loftsson hf. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð

Nýir eigendur Hemlastillingar ehf.

ÁSGRÍMUR og Sigurður Pálssynir hafa tekið við rekstri bílaverkstæðisins Hemlastillingar ehf., Súðarvogi 14, ásamt systkinum sínum Margréti og Þorgeiri Pálsbörnum. Hemlastillingar var stofnað árið 1967 og býður verkstæðið upp á allar almennar viðgerðir, t.d. hemla-, púst- og kúplingsviðgerðir og hemlaprófanir og rennir diska og skálar. Meira
23. nóvember 1995 | Smáfréttir | 37 orð

NÝR eigandi hefur tekið við hársnyrtistofunni Salon Paris, Ma

NÝR eigandi hefur tekið við hársnyrtistofunni Salon Paris, María Una Óladóttir, og lærði hún á Hár og snyrtingu. Torfi Geirmundsson verður áfram samstarfsaðili á stofunni. Þau verða með opið frá kl. 9­18 virka daga og kl. 10­14 laugardaga. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 265 orð

Nýr vegur lagður frá Jökulsá á Fjöllum

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða lagningu hringvegar, Jökulsá á Fjöllum - Biskupsháls. Um er að ræða 13,3 km veg frá Jökulsá á Fjöllum suður yfir Biskupsháls. Markmiðið er að auka umferðaröryggi og tryggja greiðari samgöngur á milli Norður- og Austurlands. Meira
23. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 239 orð

Nægur efniviður fæst í arinviðarkubba

ARINVIÐUR er í vaxandi mæli framleiddur hjá Skógrækt ríkisins í Vaglaskógi. Viðurinn er seldur á bensínstöðvum og stórmörkuðum, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Framleiðslan er um 80 t. á ári. Meira
23. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 36 orð

Orri Harðarson með tónleika í heimabyggð

ORRI Harðarson og hljómsveit hans halda tónleika í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fimmtudaginn 23. nóvember kl. 21. Á tónleikunum mun Orri kynna lög sín af nýja geisladisknum Stóri draumurinn. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 648 orð

Óeðlilegar sveiflur og titringur vegna rokktónleika

ÁUllevi-leikvanginum í Gautaborg, Svíþjóð, voru haldnir stærstu rokktónleikar á Norðurlöndum á árunum 1976 til 1985. Við tónleika Bruce Springsteen 8. og 9. júní 1985 mynduðust óeðlilegar sveiflur og titringur í jarðvegi, áheyrendapöllum og þaki leikvangsins. Þetta gerðist þegar um sextíuþúsund tónleikagestir hoppuðu og dönsuðu í takt við tónlistina. Meira
23. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 182 orð

Óeðlilegt að bærinn reki myndbandaleigu

ÞÓRARINN B. Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði á fundi bæjarstjórnar Akureyrar að það væri í hæsta máta óeðlilegt að bærinn tæki þátt í að reka myndbandaleigu og vísaði til myndbandaútlána Amtsbókasafnsins. "Ég taldi að þarna væri eingöngu fræðsluefni, en komst að því að þarna er hægt að leigja venjulegar hasarmyndir," sagði Þórarinn. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 202 orð

Óvíst hvenær úrskurður liggur fyrir

MÁLFLUTNINGUR fór fram fyrir Félagsdómi í gær um frávísunarkröfu verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði vegna stefnu VSÍ gegn Baldri til ógildingar á uppsögn kjarasamninga. Að loknum málflutningi var málið dómtekið en óvíst er hvenær úrskurður verður kveðinn upp. Meira
23. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 277 orð

Peres vill ljúka friðarviðræðum SHIMON Peres,

SHIMON Peres, forsætisráðherra Ísraels, hvatti Sýrlendinga í gær til þess að leiða til lykta þær friðarviðræður þjóðanna sem forveri hans í embætti, Yitzhak Rabin, var frumkvöðull að. Peres lét þessi orð falla á ísraelska þinginu í gær og eru sögð kunna að leysa þann hnút sem viðræður þjóðanna voru komnar í. Meira
23. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 262 orð

Ríkið kaupir æskuheimili McCartneys

BRESKA þjóðminjaráðið hefur fest kaup á bæjaríbúðinni sem bítillinn Paul McCartney er alinn upp í. Þjóðminjaráðið hefur eftirlit með mörgum af elstu og sögufrægustu húsum Bretlands. Íbúðin, sem er þriggja herbergja, er í rauðu múrsteinshúsi við Forthlin Road í Allerton í Liverpool. Meira
23. nóvember 1995 | Miðopna | 334 orð

Róttækur uppskurður

GENGIÐ hefur á ýmsu en hagfræðingar um allan heim hafa undanfarinn áratug hrósað stjórnvöldum á Nýja-Sjálandi hástöfum fyrir einstaklega skynsamlegar ráðstafanir sem myndu í fyllingu tímans bera árangur. Efnahagsumbæturnar hófust í raun með valdatöku Verkamannaflokksins 1984. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Rætt um framtíð Sorpu

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að borgarstjóri tilnefni fulltrúa Reykjavíkurborgar í nefnd til viðræðna við nágrannasveitarfélögin um breytingar á rekstrar- og eignarfyrirkomulagi Sorpu með það fyrir augum að breyta fyrirtækinu í hlutafélag. Auk þess verði kannaður áhugi annarra aðila á að taka þátt í rekstrinum. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 498 orð

Samgönguráðherra hyggst reyna að halda sjúkravél á Ísafirði

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra lýsti yfir því í gær að hann hygðist ræða við Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra um að sjúkraflug héldist á Vestfjörðum í ljósi frétta um að starfsemi Flugfélagsins Ernis á Ísafirði flyttist til Reykjavíkur. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 52 orð

Samskip almenningshlutafélag

HLUTHAFAR Samskipa hf. hafa hug á að leysa til sín hlutafjáreign Hofs sf. í félaginu að fjárhæð 40 milljónir króna, en bjóða bréfin til sölu á almennum markaði næsta vor eftir aðalfund félagsins. Stefnt er að því að breyta félaginu í almenningshlutafélag og skrá hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 375 orð

Seldust fyrir 22,5 milljónir

HEILDARSALA á íslensku frímerkjasafni Rogers A. Swanson, sem haldið var á laugardag í Bandaríkjunum, nam um 22,5 milljónum króna að sögn George G. Birdsall, eiganda Northland Auctions uppboðsfyrirtækisins sem bauð safnið upp fyrir ekkju Swansons. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

SGuðmundur Gíslason kjörinn heiðursfélagi Bílgreinasambandsins

LÝST var kjöri heiðursfélaga á afmælishátíð Bílgreinasambandsins í Reykjavík sl. laugardag. Var það Guðmundur Gíslason, stofnandi Bifreiða og landbúnaðarvéla en hann hefur allt frá árinu 1945 starfað að bílainnflutningi. Þá var Björn Ómar Jónsson sæmdur gullmerki sambandsins fyrir störf sín í þágu þess. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Sjálfsbjörg mótmælir niðurskurði í heilbrigðiskerfi

ALMENNUR félagsfundur Sjálfsbjargar mótmælir harðlega þeim niðurskurði í heilbrigðiskerfinu, sem áætlaður er samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1996. Sérstaklega er vakin athygli á að í fjárlögum sé ætlað að fella niður það ákvæði að bætur almannatrygginga fylgi almennum launasamningum, að áætlað sé að lækka heildargreiðslur til heimildarbóta, að tekið verði upp innritunargjald á sjúkrahús, Meira
23. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 244 orð

Skógakirkja byggð með verklagi fyrri alda

Holti Fyrir nokkru var hafist handa við að reisa Skógakirkju. Byrjað var á þriðjudegi og flaggað fimmtudaginn 18. nóvember þegar allur grindarviður með skakkskífum og sperrum hafði verið settur saman með geirneglingu og trénöglum að hætti fornrar byggingahefðar. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 152 orð

Smáfiskaskilja verði tekin í notkun

SKORAÐ var á sjávarútvegsráðuneytið að hlutast til um að togskip tækju í notkun smáfiskaskilju í fiskitroll á Fiskiþingi í gær. Í rökstuðningi við ályktunina kemur fram að Norðmenn hafi þróað og gert tilraunir með smáfiskaskilju síðustu sex ár og það hafi gefist vel. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Stjörnustríðsmyndirnar á myndbandi

STJÖRNUSTRÍÐSMYNDIRNAR þrjár eru nú komnar út á sölumyndböndum á vegum Sammyndbanda. Um er að ræða sérstaka viðhafnarútgáfu þar sem hvort tveggja mynd og hljóð hafa verið skerpt og aðlöguð að ýtrustu kröfum dagsins í dag. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 55 orð

Tekjur af ferðafólki minnka

SAMKVÆMT útreikningum Seðlabanka Íslands drógust tekjur af ferðaþjónustu saman um 1% á háannatímanum, í júlí, ágúst og september, miðað við sama tíma í fyrra. Þannig hefur þróunin algjörlega snúist við frá því á fyrri helmingi ársins þegar gjaldeyristekjur í greininni jukust um 25% en tekjuaukningin fyrstu níu mánuðina nemur 14%. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Trúfræðslunámskeið í Skálholti

TRÚFRÆÐSLUNÁMSKEIÐ verður haldið í Skálholti dagana 8.­9. desember. Námskeiðið er öllum opið. Það hefst með kvöldtíð, föstudaginn 8. desember, kl. 18 og lýkur því síðdegis laugardaginn 9. Yfirskrift námskeiðsins er: Jólin og helgihald jólanna. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 272 orð

Vannýttir stofnar kannaðir

SKORAÐ var á stjórnvöld að beita sér í auknum mæli fyrir því að kannaðir verði möguleikar íslenskra fiskiskipa til veiða á vannýttum tegundum innan landhelginnar og í úthafinu á Fiskiþingi í gær. Auk þess liggur sú tillaga fyrir að kannaðir verði möguleikar á að fá erlend skip inn í íslenska fiskveiðilögsögu til að rannsaka veiðimöguleika á eftirtöldum tegundum: kolmunna, spærlingi, túnfiski, Meira
23. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 182 orð

Vara við frestun tollabandalags við Tyrki

HERVE de Charette utanríkisráðherra Frakka varaði Evrópuþingið við því í gær að fresta atkvæðagreiðslu um tollabandalag Evrópusambandsins (ESB) og Tyrkja. Sagði hann það fjarstæðu að tengja málið kröfunni um að Tyrkir geri bragarbót í mannréttindamálum. Meira
23. nóvember 1995 | Miðopna | 2561 orð

Vil fremur virðingu almennings en ást hans

Ruth Richardson, fyrrverandi fjármálaráðherra Nýja-Sjálands Vil fremur virðingu almennings en ást hans Nýsjálendingar hófu fyrir rúmum áratug umbótatilraunir í efnahagsmálum sem vakið hafa athygli um allan heim. Meira
23. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 243 orð

Vill hörku gegn BosníuSerbum

RÍKIN, sem ætla að halda uppi í friðargæslu í Bosníu, verða að vera því viðbúin að beita Bosníu-Serba hörðu til að koma í veg fyrir, að þeir hleypi öllu í bál og brand á nýjan leik. Lét David Owen lávarður og fyrrv. sáttasemjari Evrópubandalagsins svo um mælt í gær. Meira
23. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 203 orð

West sek um 10 morð

ROSEMARY West var fundin sek í gær um 10 morð og dæmd til ævilangrar fangelsisvistar. Er hún þar með einhver mesti fjöldamorðingi í breskri sögu ásamt manni sínum, Frederick West, en hann stytti sér aldur í fangelsi. Meira
23. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 279 orð

Örtröð við bryggjur bæjarins

SAUTJÁN stór fiskiskip, bæði nótaskip og togarar, hafa verið eða eru að landa sjávarfangi á Akureyri og í gær var hreinlega örtröð við bryggjur bæjarins. Skipin hafa komið að landi með gífurleg verðmæti og er aflaverðmæti þeirra fleiri hundruð milljónir króna. Meira
23. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

Örvar hjartslátt

"ÞAÐ nötraði allt og skalf," sagði Ída Jónsdóttir sem var að vinna á pósthúsinu í Grímsey en þar fundust nokkrir jarðskjálftakippir eftir hádegið í gær. Ída sagði einn kippinn áberandi stærstan og mestan Óttar Jóhannsson, sem býr í nýlegu timburhúsi í Grímsey, sagði skjálftana ekki leyna sér. "Þetta voru svo stuttir kippir að það haggaðist ekkert hér. Um kl. 13. Meira

Ritstjórnargreinar

23. nóvember 1995 | Leiðarar | 519 orð

FJÖREGGIÐ ER FISKUR ORNSTEINNINN að afkomu og eignum Íslen

FJÖREGGIÐ ER FISKUR ORNSTEINNINN að afkomu og eignum Íslendinga á 20. öldinni er að langstærstum hluta sjávarfang. Það eru auðlindir sjávar sem gera landið byggilegt. Það eru því slæm tíðindi þegar Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir á fiskiþingi, að alvarlegasta vandamálið í sjávarútvegi sé slæm umgengni við sjávarauðlindina. Meira
23. nóvember 1995 | Staksteinar | 337 orð

»Leiðrétting launa SKAMMUR tími er til stefnu til að komast að viðunandi nið

SKAMMUR tími er til stefnu til að komast að viðunandi niðurstöðu í launanefnd fulltrúa atvinnurekenda og landssambanda ASÍ. Að öðrum kosti mun fjöldi verkalýðsfélaga hugsa sér til hreyfings. Þetta segir m.a. í málgagni ASÍ. Víðtæk sátt Meira

Menning

23. nóvember 1995 | Bókmenntir | 812 orð

Að finna sig

Eftir Steinunni Sigurðardóttur. Mál og menning. Reykjavík, 1995. 371 bls. NÚTÍMINN, tími sem kennir sig við núið, hlýtur að vera tími sem er heltekinn af sjálfum sér. Það sama á við um nútímamanninn, mann sem kennir sig við nútímann; hann hlýtur að vera heltekinn af sjálfum sér, uppfullur af sjálfum sér. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 143 orð

Allt milli himins og jarðar

LJÓÐABÓKIN Í auga óreiðunnar eftir Einar Má Guðmundsson er komin út. Í þessari nýju ljóðabók tekur Einar upp þráðinn frá fyrstu ljóðabókum sínum, Er nokkur í kórónafötum hér inni og Sendisveinninn er einmana, sem komu út 1980. Meira
23. nóvember 1995 | Kvikmyndir | 332 orð

Á flótta frá raunveruleikanum

Leikstjóri Antonia Bird. Hanfrit Paula Milne. Aðalleikendur Drew Barrymore, Chris O'Donnell, Kevin Dunn, Joan Allen, Kevin Dunn, T.J. Lowther, Amay Sakasitz. Bandarísk. Touchstone 1995. ÞEGAR best lætur minnir þessi litla vegamynd örlítið á Thelmu og Louise, söguhetjurnar eru ástfangnir menntaskólakrakkar, Casey Roberts (Drew Barrymore) og Matt Leland (Chris O'Donnell), Meira
23. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 56 orð

Árshátíð Karlakórs Reykjavíkur

KARLAKÓR Reykjavíkur hélt árshátíð sína í Víkingasal Hótels Loftleiða nýlega. Góður rómur var gerður að skemmtiatriðum sem framreidd voru af Karlakórnum og Stormsveit hans sem flutti sjómannalög og önnur létt lög. Morgunblaðið/ÁsdísSTORMSVEITIN bregður á leik. LAUFEY Ólafsdóttir, Friðrik S. Meira
23. nóvember 1995 | Myndlist | -1 orð

Bautasteinar

Iréne Jensen. Opið þriðjudaga til laugardaga frá 13-18. Sunnudaga 14-18. Lokað mánudaga til 6. desember. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ ER mjög til umhugsunar hve erlendir öðlast fljótt tilfinningu fyrir ýmsum sérkennum og tímahvörfum í íslenzku þjóðfélagi, sem heimamenn sjálfir láta sig minna varða, jafnvel yfirsést með öllu. Meira
23. nóvember 1995 | Kvikmyndir | 562 orð

Blóðregn

Blóðregn KVIKMYNDIR HÁSKÓLABÍÓ FYRIR REGNIÐ(Before the Rain) Leikstjóri og handritshöfundur Milcho Manchevski. Tónlist Anastasia. Kvikmyndatökustjórn Manuel Teran. Aðalleikendur Katrin Catlidge, Rade Serbedzija, Gregoire Colin, Labina Mitveska. Makedónía/Bretland/Frakkland 1994. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 89 orð

Bókmenntavaka á Hótel Ísafirði

MENNINGARMIÐSTÖÐIN Edinborg og bókaútgáfan Mál og menning - Forlagið standa fyrir bókmenntavöku á Hótel Ísafirði laugardaginn 25. nóvember. Þar lesa eftirtaldir höfundar úr nýútkomnum verkum sínum: Einar Már Guðmundsson, Í auga óreiðunnar, Eyvindur P. Eiríksson, Meðan skútan skríður, Kristín Marja Baldursdóttir, Mávahlátur, og Súsanna Svavarsdóttir, Skuggar vögguvísunnar. Tómas R. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 166 orð

Dularfull taska

ÚT er komin ný bók eftir Guðrúnu Helgadóttur og nefnist hún Ekkert að þakka! Sagan segir frá Evu og Ara Sveini sem komast óvænt yfir tösku sem skuggalegir náungar á flótta undan lögreglu henda út um bílglugga. Innihaldið kemur á óvart. Hvað gera hugmyndaríkir krakkar við svona tösku? Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 731 orð

Fender Stratocaster, Gibson, Burns...

NÚTÍMAGÍTAR á uppruna sinn á Spáni á 16. öld en þar náði hann miklum vinsældum og varð reyndar þjóðarhljóðfæri Spánverja. Gítarinn náði mikilli útbreiðslu um Evrópu strax á 17. öld og á 19. öld var gítar orðinn helsta hljóðfæri áhugamanna. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 137 orð

Finnski karlakórinn Esmila syngur í Hallgrímskirkju

FINNSKI karlakórinn Esmila (Espoon Mieslaulajat - Karlakór Espoo) heldur tónleika í Hallgrímskirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir finnsku tónskáldin Selim Palmgren, Armas Järnfelt og Kaj- Erik Gustafsson, en eftir hann verður frumflutt á þessum tónleikum "Jóla-Trilogi". Auk þess íslensk þjóðlög og messa eftir Gounod. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 80 orð

Forstöðumaður Straums

SVERRIR Ólafsson myndlistarmaður hefur frá og með 1. nóvember síðastliðinn verið ráðinn til að veita Listamiðstöðinni í Straumi og Höggmyndagarði Hafnarfjarðar forstöðu. Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar mælti með ráðningu Sverris í starfið. Meira
23. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 74 orð

Fríkball Verzlinga

ÝMSAR furðuverur voru samankomnar á Ingólfscafé á miðvikudagskvöldið, en þá héldu Verzlingar árlegt fríkball sitt. Í tilefni af því mættu þeir í viðeigandi gervum og skemmtu sér almennt vel. Páll Óskar var á efri hæð en danstónlistin dunaði á neðri hæð. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Morgunblaðsins. Meira
23. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 64 orð

Grandi 10 ára

GRANDI hf. hélt árshátíð sína og 10 ára afmælishóf síðastliðið föstudagskvöld. Heiðursgesturinn, Davíð Oddsson forsætisráðherra, hélt hátíðarræðu og hljómsveitin Karma spilaði fyrir dansi. Daginn eftir var fjölskyldudagur og þá heimsótti fjöldi fólks húsnæði Granda. Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓN G. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 64 orð

Guðríður Símonardóttir gerir víðreist

LEIKRIT Steinunnar Jóhannesdóttur, Heimur Guðríðar, síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms, er nú sýnt í safnaðarsal Hallgrímskirkju. Heimur Guðríðar verður sýndur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, sunnudagskvöldið 26. nóvember, en þar er leikritið látið gerast og í Blönduóskirkju mánudaginn 27. nóvember. Meira
23. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 70 orð

Háskólakonur og kvenstúdentar

HAUSTFUNDUR Félags íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélags Íslands var haldinn í október á Hótel Holti í Reykjavík. Þar snæddu félagskonur fiskisúpu með brauði og hlýddu á Jón Böðvarsson íslenskufræðing flytja erindi um ástir í Íslendingasögunum. Fullt var út úr dyrum á fundinum og félagar voru ánægðir eins og sést á meðfylgjandi myndum. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 169 orð

Hjúkrunarkona í stríðinu

HIN hljóðu tár, ævisaga Ástu Sigurbrandsdóttur er komin út. Ásta ólst upp við kröpp kjör í Flatey og Reykjavík, lærði hjúkrun í Danmörku á árum síðari heimsstyrjaldar, varð þar ástfangin af þýskum hermanni og gerðist síðan hjúkrunarkona skammt fyrir utan Berlín í lok stríðsins. Meira
23. nóvember 1995 | Bókmenntir | 1093 orð

Innsæi, tilfinning, ljóðræna

eftir Nínu Björk Árnadóttur. Iðunn 1995 ­ 127 síður. 3.053 kr. NÍNA Björk Árnadóttir hefur sent frá sér aðra skáldsögu sína, sú heitir Þriðja ástin. Á þessu ári á Nína Björk þrjátíu ára skáldskaparafmæli og getur blásið á mörg kerti því út hafa komið átta ljóðabækur og ein ævisaga eftir hana og að minnsta kosti ellefu leikverk hafa verið sett á svið. Til hamingju Nína Björk. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 116 orð

Jólasögur eftir Guðberg

JÓLASÖGUR úr samtímanum eftir Guðberg Bergsson er komin út. Bókin hefur að geyma sex frásagnir af samskiptum nútíma Íslendinga og Jesúbarnsins. "Þetta eru sannarlega óvenjulegar jólasögur, ritaðar af alkunnri gamansemi og listfengi höfundar," segir í kynningu. Meira
23. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 111 orð

Laugarásbíó sýnir myndina Feigðarboð

LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Feigðarboð eða "Never Talk to Strangers". Í aðalhlutverkum eru Rebecca DeMorney og Antonio Banderas. Sarah Taylor er virtur afbrotafræðingur sem starfar með stórhættulegum glæpamönnum og fjöldamorðingjum. Fyrir tilviljun hittir hún ókunnugan mann, Tony Ramirez, sem er afar heillandi. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 99 orð

Lofthræddi örninn í heimsókn á Barnaspítala Hringsins

NÝLEGA fór Björn Ingi Hilmarsson leikari í heimsókn á Barnaspítala Hringsins á vegum Þjóðleikhússins og flutti einleikinn Lofthræddi örninn hann Örvar. "Það hefur verið fastur liður hjá Þjóðleikhúsinu, þegar því hefur verið við komið, að leikarar í barnaleikritum heimsækja börn á sjúkrahúsum og reyna að stytta þeim stundirnar með einhverju móti. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 183 orð

Lúðrasveitin Svanur á 65 ára afmæli

LÚÐRASVEITIN Svanur var stofnuð 16. nóvember 1930 og er því 65 ára þessu ári. Í Svaninum eru um 35 hljóðfæraleikarar sem flestir eru á aldrinum 14-35 ára. Einn dyggasti félaginn er Gísli Ferdinandsson skósmiður sem hefur verið flautuleikari í Svaninum í 48 ár. Stjórnandi er Haraldur Á. Haraldsson. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 35 orð

Óskar sýnir á Café Læk

NÚ stendur yfir sýning Óskars Guðnasonar tónlistarmanns frá Höfn á Hornafirði á Café Læk. Á sýningunni eru olíumálverk af þekktum gítargúrúum o.fl. með abstrakt ívafi, undir yfirskriftinni "Hann Óskar sér". Meira
23. nóvember 1995 | Kvikmyndir | 375 orð

Prinsinn í Mossad

Kvikmyndahátíð Regnbogans og Hvíta tjaldsins. Leikstjóri: Eric Rochant. Aðalhlutverk: Christine Pascal, Moshe Yvgy, Yossi Banai og Jean- Francois Stevenin. Frakkland. 1994. Enskt tal. FRANSKA njósnamyndin Föðurlandsvinirnir gefur athyglisverða og kaldranalega innsýn í starfsaðferðir ísraelsku leyniþjónustunnar, Mossad. Meira
23. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 61 orð

Roseanne í essinu sínu

ROSEANNE er góðkunningi íslenskra sjónvarpsáhorfenda. Hún er mikil á velli og fyrirferðarmikil á sínu bandaríska alþýðuheimili sem er sögusvið samnefndra þátta um hana og hennar þrýstna eiginmann og börn þeirra. Meira
23. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 69 orð

Samhugur í Gerðubergi

NOKKRIR þátttakendur í félagsstarfi aldraðra í Gerðubergi hafa ekki látið sitt eftir liggja í að aðstoða Flateyringa vegna náttúruhamfaranna sem dundu þar yfir í haust. Þeir hafa safnað fötum og fleiru og sýnt þannig samhug sinn í verki og senda um leið Flateyringum góðar kveðjur. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 68 orð

Samsöngur karlakóra

KARLAKÓR Selfoss og Karlakór Rangæinga koma í heimsókn til Hafnarfjarðar og syngja í Víðistaðakirkju ásamt Karlakórnum Þröstum laugardaginn 25. nóvember kl. 17. Er þetta í þriðja skipti sem kórar þessir koma fram saman, en haustið 1993 stofnuðu kórarnir til samstarfs og héldu samsöng á Hvolsvelli. Aftur sungu þeir saman í fyrra á Selfossi. Meira
23. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 71 orð

Skemmtun að norðan

ÞÁ SEM þyrstir í að berja norðlenska skemmtikrafta augum ættu að fjölmenna á Hótel Ísland föstudagskvöldið fyrsta desember. Þar munu koma fram þrír kórar að norðan, Rökkurkórinn, Lóuþrælar og sönghópurinn Sandlóur . Einnig mun Jóhann Már Jóhannsson söngvari taka lagið, Hjálmar Jónsson alþingismaður fer með gamanmál og hagyrðingar láta gamminn geisa. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 130 orð

Slegið á létta strengi

ÚT ER komin bók í flokknum Lífsgleði. Í þessari bók eru frásagnir sex Íslendinga sem líta um öxl, rifja upp liðnar stundir og lífsreynslu. Þórir S. Guðbergsson skráði. Þeir slá á létta strengi í minningum sínum: Daníel Ágústínusson: Eyrarbakki bernsku minnar og hreppstjóri Jón í Mundakoti, Fanney Oddgeirsdóttir: Frá Grenivík, góðu fólki og frægu óperuhúsi í Mílanó, Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 78 orð

Steinskálar í Listhúsi 39

MYNDHÖGGVARARNIR Einar Már Guðvarðarson og Susanne Christensen halda sýningu á skálum sem flestar eru höggnar í íslenskar steintegundir. Sýningin er í sýningarrýminu bakatil í Listhúsi 39, sem er gegnt Hafnarborg. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 23 orð

Steinvör í Kænunni

Steinvör í Kænunni UM ÞESSAR mundir stendur yfir sýning Steinvarar Bjarnadóttur í Kænunni, Óseyrarbraut 2, Hafnarfirði. Um er að ræða vatnslitamyndir úr íslenskri náttúru. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 26 orð

Sýningum Jóns og Erlu að ljúka

Sýningum Jóns og Erlu að ljúka SÝNINGUM Jóns Gunnarssonar og Erlu B. Axelsdóttur í Hafnarborg lýkur nú á mánudag, 27. nóvember. Sýningarnar eru opnar frá kl. 12­18. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 36 orð

Sýningu Tinnu að ljúka

SÝNINGU Tinnu Gunnarsdóttur í Gallerí Greip lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru sófar, borð og hillur. Tinna hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og í Bretlandi og er þetta þriðja einkasýning hennar. Meira
23. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 105 orð

Tvær hendur

LEIK- og söngkonan Barbra Streisand er að vinna að mynd um Yitzhak Rabin fyrrum leiðtoga Ísraels og Yasser Arafat leiðtoga PLO. Myndin er gerð fyrir sjónvarp og verður sýnd á næsta ári. Hún ber nafnið "Two hands that shook the world" eða Tvær hendur sem skóku heiminn. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 52 orð

"Umbreytingar Á næstu grösum

ARNGUNNUR Ýr sýnir smáverk á matstofunni Á næstu grösum, Laugavegi 20b, dagana 25. nóvember til 15. desember. Nefnist sýningin "Umbreytingar" og er um landfalsanir að ræða. Matstofan er opin frá kl 11.30 til 14 og 18 til 22 virka daga og 18 til 22 sunnudaga. Lokað á laugardögum. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 982 orð

Uppþot af hrifningu

KERI-LYNN Wilson heitir ung kanadísk kona, hávaxin, hárprúð og heillandi. Hún er hljómsveitarstjóri og í kvöld mun hún, með dyggri aðstoð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leiða gesti í Háskólabíói á vit verka eftir þrjá af meisturum tónbókmenntanna, Ravel, Haydn og Beethoven. Einleikari á tónleikunum verður bandaríski píanóleikarinn Frederick Moyer. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 123 orð

Yfirlitsrit um bókmenntir

GEFIÐ hefur verið út yfirlitsrit um íslenskar bókmenntir á fyrri hluta þessarar aldar: Bók aldarinnar ­ íslenskar bókmenntir 1901­1950 eftir Bjarka Bjarnason. Bókin er skrifuð í "fréttastíl" og birt er í réttri tímaröð ýmislegt það sem varðar íslenskar bókmenntir á fyrri hluta aldarinnar, svo sem ritdómar, auglýsingar, frásagnir af menningar- og bókmenntaviðburðum, ritdeilur, Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 117 orð

Þrettánda skáldsaga Birgittu

ANDLIT öfundar eftir Birgittu H. Halldórsdóttur er komin út. Sagan fjallar um Jóhönnu, unga stúlku sem búsett er í Reykjavík. Hún er gædd dulrænum hæfileikum, fjarskyggni, sem gert hefur henni lífið leitt en hún telur sig hafa losnað við. Dag einn sér hún sýn. Hún bjargar barni frá drukknun og fyrr en varir er hún flækt í atburðarás, þar sem hún fær engu ráðið. Meira
23. nóvember 1995 | Menningarlíf | 98 orð

Ævisaga Erlings grasalæknis

BÓKIN Erlingur grasalæknir eftir Gissur Ó. Erlingsson segir frá lífi og starfi manns sem hér á landi átti drýgri þátt en flestir aðrir þessarar aldar menn í því að endurvekja notkun lífgrasa og önnur úrræði, sem kynslóðirnar hafa þróað frá aldaöðli til græðslu mannlegra meina, eins og stendur í kynningu. Meira

Umræðan

23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 459 orð

Akandi tímasprengja

ÞVÍ hefur oft verið haldið fram að líklega færi lítið fyrir starfi lögreglunnar ef ekki væri til áfengi og fíkniefni - enda flest afbrot tengd vímuefnum af einhverjum toga. "Til fjandans með fíkniefnin," er slagorð sem notað hefur verið í baráttunni við þennan mikla vágest og er þar einkanlega átt við ólögleg fíkniefni. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 157 orð

Á áratug heilans 1990-2000

Á sama tíma og allar þjóðir í hinum vestræna heimi, á hinum svokallaða "áratug heilans", keppast við að veita fé til rannsókna og meðferðar á vefrænum taugasjúkdómum þá er framlagið hér á Íslandi að loka taugadeild Landspítalans frá því í júní. Vísindasjóður Íslands hefur veitt fé til faraldfræðilegrar rannsóknar á Parkisonsveiki og er hún nú í fullum gangi. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1085 orð

Biosphere 2

TIL LANGS tíma var borgin Tucson í Arizona ríki aðallega þekkt fyrir þrennt. Fyrst ber að nefna mexíkósku áhrifin í borginni, enda er aðeins rúmlega klukkutíma keyrsla þaðan að landamærum Mexíkóríkis. Auk þess er Tucson þekkt fyrir gífurlega hita. Í mörgum hlutum borgarinnar í sumar komst hitinn t.d. iðulega upp í fimmtíu stig þegar hann var sem mestur. Meira
23. nóvember 1995 | Velvakandi | 579 orð

Börn með þroskafrávik í leikskólanum ­ hvað verður um þau?

HAUSTIÐ 1996 verður flutningur skóla yfir til sveitarfélaganna að veruleika. Þá mun aukast til muna sú þjónusta sem sveitarfélögin þurfa að inna að hendi við þessar stofnanir. Nú þegar er leikskólinn rekinn af sveitarfélögunum að stórum hluta, en þó ekki þeim hluta sem að sérkennslu snýr. Þar hefur menntamálaráðuneytið staðið undir kostnaði hingað til. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1207 orð

Eina tryggingu gegn ofbeldi, takk!

ÞOLENDUR ofbeldisbrota á Íslandi sem kæra verknaðinn þurfa að hafa eftirlit með og sjá um að krefja brotamenn um bætur. Margoft hefur komið í ljós að eftir að dómur hefur fallið í máli tjónþolenda hefur reynst erfitt að heimta bæturnar. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 438 orð

Enn um leiðakerfið

ARTHUR Morthens, stjórnarformaður SVR, skrifar grein í Morgunblaðið 17. nóvember þar sem hann fjallar m.a. um grein mína frá 15. s.m. Ekki er þó hægt að kalla grein Arthurs svargrein enda víkur hann sér fimlega undan því að svara alvarlegustu gagnrýninni í grein minni. Meira
23. nóvember 1995 | Velvakandi | 500 orð

Erfitt að finna eigendur reiðhjóla Í DÁLKUM Velvakanda er oft

Í DÁLKUM Velvakanda er oft leitað eftir upplýsingum um týnd reiðhjól og leiðann yfir horfnum kjörgrip má lesa út úr ákalli ungra eigendanna. Oft finnast þessi hjól því sá sem valdur er að hvarfinu hefur aðeins tekið það til handargagns til að komast bæjarleið þar sem hann skilur það eftir í reiðileysi. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1051 orð

Er þörf á að endurskoða vinnulöggjöfina?

HELSTA markmið vinnulöggjafar er að tryggja vinnufrið í landinu, lögin eiga að tryggja það að af árekstrum milli aðila vinnumarkaðarins hljótist sem minnst tjón fyrir atvinnulífið í landinu. Lögin um stéttarfélög og vinnudeilur (lög nr. 80/1938) hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 913 orð

Færeyingar, sannir vinir í raun

ENN einu sinni hafa vinir okkar og nágrannar í Færeyjum sýnt hug sinn til okkar í verki. Þegar hörmungaratburðir þeir, sem öllum eru í fersku minni, dundu yfir Flateyri, brugðust Færeyingar fljótt við og söfnuðu milljónatugum til hjálpar þeim sem áttu um sárt að binda. Meira
23. nóvember 1995 | Velvakandi | 398 orð

Gilda sömu lög fyrir alla á Íslandi?

Á FERÐUM mínum um heiminn hef ég verið svo lánsamur að hitta fólk af ýmsu þjóðerni sem ég hef getað fræðst af um mannlífið í löndum þess, sögu þess, menningu og ýmislegt af því tagi. Meðal annarra hef ég hitt nokkra einstaklinga frá Georgíu, landi sem við Íslendingar þekkjum lítið til og höfum ekki átt mikil samskipti við. Meira
23. nóvember 1995 | Velvakandi | 439 orð

ÍKVERJI gekk í gagnfræðaskóla á þeim tíma sem ekki þótti

ÍKVERJI gekk í gagnfræðaskóla á þeim tíma sem ekki þótti ástæða til að kenna piltum matreiðslu. Síðan æxluðust mál svo að matartilbúningur lenti á annarra herðum á heimili Víkverja. Hans kunnátta takmarkaðist við að rista brauð og hella kornfleksi á disk. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1000 orð

Krafan um hámarksafrakstur

"HÁMARKSAFRAKSTUR" er hugtak sem kalla má ríkjandi í efnahagslífi Vesturlanda, ekki síst vegna hinnar miklu samkeppni frá láglaunalöndum. Nútíma tækni gerir það að verkum að framleiðslan leitar þangað sem hún er hagkvæmust og eina svar iðnríkjanna til að standast samkeppni frá láglaunalöndunum er að tæknivæðast sem mest og losa sig við hlutfallslega dýrt vinnuafl. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1056 orð

Kvótakerfi í lækningum

Í MORGUNBLAÐINU 24. október sl. birtist frétt undir fyrirsögnini: Umsóknum tveggja lækna hafnað og var efnislega á þessa leið: Samráðsnefnd skipuð fulltrúum úr samninganefnd sérfræðilækna og samninganefnd Tryggingastofnunar ríkisins hefur hafnað umsóknum tveggja ungra sérfræðilækna um samning við Tryggingastofnun á þeim forsendum að ekki hafi verið sýnt fram á að þörf sé á fleiri læknum í Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 430 orð

Leifur heppni og árið 2000

Í MORGUNBLAÐINU 15. þ.m. er mynd af myndastyttu í Boston og er af Norðmanninum Leifi Eiríkssyni. Norðmenn hafa af dugnaði og á markvissan hátt unnið að því að festa þá skoðun í Bandaríkjunum að Leifur heppni Eiríksson, sá er fyrstu norrænna manna kannaði strendur Norður-Ameríku, hafi verið Norðmaður. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1092 orð

Mosfellsbæingar, vaknið þið!

HVERNIG stendur á því að hvað eftir annað þurfa ábúendur þessa lands að verða fórnarlömb kúgunar og yfirgangs ráðamanna? Hvað þarf til þess að þessir sömu háu herrar hætti nú að líta niður á okkur sauðsvartan almúgann og hlusti einu sinni á hvað við höfum að segja. Vegagerð ríkisins áformar breytingar á núverandi Vesturlandsvegi frá borgarmörkum Reykjavíkur og að Þingvallavegi. Meira
23. nóvember 1995 | Velvakandi | 503 orð

Móðurskip jafnaðarmanna

VIÐ jafnaðarmenn í Hafnarfirði fögnum stækkun álvers í Hafnarfirði og nýjum atvinnutækifærum sem eru að skapast með tilkomu nýrrar jafnaðarmannastjórnar í Hafnarfirði. Má þar nefna flutning aðalstöðva Sölusamtaka íslenskra fiskframleiðenda til Hafnarfjarðar, sem mun auka heildarveltu hafnfirskra fyrirtækja um 10 milljarða króna auk flotkvíar sem væntanlega mun auka skipaumferð um Meira
23. nóvember 1995 | Velvakandi | 237 orð

Neyðarlínan hf. sparar

MARGIR hafa fundið þörf hjá sér að láta ljós sitt skína um Neyðarlínuna undanfarna daga og bent á markverðar staðreyndir. Eitt er það sem mér hefur ekki fundist koma nógu vel fram og ætla ég því að troða mér í þennan gáfumannahópi. Fullyrði ég að Neyðarlínan hf. sparar stórfé. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1083 orð

Olíuverslun og samkeppni

TIL að mæta samkeppni og styrkja stöðu Olís vegna byggingar olíustöðvarinnar í Laugarnesi hafði Héðinn tekið inn nýja hluthafa 1946. Nú var kjarni viðskiptanna ekki lengur bundinn við viðskipti við kaupfélögin, heldur var staða félagsins í opinni samkeppni á frjálsum markaði. Framsókn studdi og beindi viðskiptum til Olíufélagsins hf., og þróunin varð sú, að Sjálfstæðisflokkurinn studdi Shell. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 308 orð

Sjálfstæðiskonur, gerum okkur gildandi innan flokksins, flokknum til framdráttar

TIL AÐ auka hlut kvenna í starfi Sjálfstæðisflokksins verða sjálfstæðiskonur að ganga til leiks af fullri alvöru á öllum sviðum. Málefnanefndir á vegum flokksins, sem starfa milli landsfunda og skila áliti sínu fyrir landsfund, Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 911 orð

Skoðun og skoðunarreglur stórra ökutækja á Íslandi

Á UNDANFÖRNUM vikum og mánuðum hafa ítrekað borist fréttir af slysum þar sem stór ökutæki hafa komið við sögu. Hefur verið um að ræða allt frá minniháttar óhöppum til hörmulegra slysa. Ástæða er því til að staldra aðeins við og athuga hvernig skoðunarmálum stórra ökutækja er háttað á Íslandi. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1246 orð

Skóli - til hvers?

Á UNDANFÖRNUM vikum hafa birst hér í blaðinu fimm greinar eftir mig um skólamál. (29. ágúst, 30. ágúst, 12. sept., 5. okt. og 12. okt.). Í grein þeirri sem hér fer á eftir eru teknar saman helstu niðurstöður umræðunnar og lagðar fram tillögur um úrbætur. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 879 orð

Skrímslið

AF HVERJU lætur fólk teyma sig á asnaeyrunum? Af hverju lætur fólk taka frá sér sjálfsákvörðunarréttinn? Af hverju vaknar fólk upp við það einn daginn að það hefur ekki lengur tök á eigin málum? Það er vegna þess að fólk er í glímu við ægilegasta skrímsli nútímans. Þetta skrímsli er annars eðlis en ofbeldishetjur bíómyndanna. Það drepur ekki með berum höndunum eða byssum. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1176 orð

Skömmtunarstjóri ríkisins, ekki meir...

ÁRATUGUR er langur tími í lífi einstaklings ­ en ekki í pólitík. Nú er bráðum áratugur liðinn frá því að Alþýðuflokkurinn setti það á stefnuskrá sína að innheimta bæri veiðileyfagjöld fyrir afnotarétt af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, í stað þess að úthluta kvóta ókeypis. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 495 orð

Spurning til íslenskra fjölmiðla

UM ÞESSAR mundir er mikil "gróska" í sjónvarpsmálum. Stofnaðar eru sjónvarpsstöðvar og félög til að reka þær, og bera fyrirtækin hvert öðru þjóðlegra nafn. Íslenska útvarpsfélagið og Íslenska sjónvarpið. Þetta er blómlegur atvinnuvegur. Meira að segja svo blómlegur að alþjóðlegur banki treystir sér til þess að fjárfesta í honum. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 704 orð

Um her og heiður

Á 19. öld stóð sem hæst sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Hún fól í sér ýmsa merka atburði, þ.ám. Þjóðfundinn, sem átti sér stað sumarið 1851. Þar börðust Jón Sigurðsson, Jón Guðmundsson, Hannes Stephensen og fleiri ágætir menn fyrir því að Ísland endurheimti sjálfstæði sitt. Meira
23. nóvember 1995 | Aðsent efni | 956 orð

Um yfirgang kennslufræðisinna

Í BLAÐAGREIN, sem birtist í Morgunblaðinu fyrir stuttu (Kemur málfræðin aftur?), nefndi ég m.a. ofurþunga uppeldis- og kennslufræðanna, sem einhverjir áhrifamenn í fræðslumálageiranum hafa alllengi notað sem síu eða nálarauga á stétt framhaldsskólakennara með þeim árangri að hún hefur misst álit og því miður einnig sjálfsvirðingu. Meira

Minningargreinar

23. nóvember 1995 | Minningargreinar | 295 orð

Einar Jóhannesson

Í lífsins garði vaxa blóm gul og rauð og blá eitt er lítið annað stórt einum leyfist annar ekki má. Þau eiga öll sín leyndarmál sem enginn vita má ein er rós af herrans náð önnur bara vesöl baldursbrá. Þau dreymir sumarlangt um meira sólskin lengri dag safaríka jörð betra líf á betri stað. Meira
23. nóvember 1995 | Minningargreinar | 404 orð

Einar Jóhannesson

Horfinn er af sjónarsviðinu góður félagi og merkur framfarasinni í íslenskum sjávarútvegi. Einar Jóhannesson hefur um árabil gert marga góða hluti er varða veiðar á ýmsum sjávardýrum og þá sér í lagi veiðar á botnlægum dýrum. Hann vann mikið brautryðjandastarf í hönnun og framleiðslu á skeldýraplógi sem hefur nánast valdið straumhvörfum í hörpudisksveiðum hér á landi. Meira
23. nóvember 1995 | Minningargreinar | 30 orð

EINAR JÓHANNESSON

EINAR JÓHANNESSON Einar Jóhannesson fæddist á Gauksstöðum í Garði 28. maí 1937. Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 8. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 18. nóvember. Meira
23. nóvember 1995 | Minningargreinar | 235 orð

Haraldur Ágústsson

Haraldur Ágústsson, stórkaupmaður í Reykjavík, var kvæntur Steinunni Helgadóttur afasystur minni og alnöfnu. Margar minningar hrönnuðust upp í huga mínum þegar móðir mín hringdi og sagði mér að hann Haraldur minn væri dáinn. Aldrei gleymi ég heimsóknum til Steinu og Haraldar á þeirra fallega heimili á Blómvallagötu 2 og þeim hlýju móttökum sem ég fékk þar. Meira
23. nóvember 1995 | Minningargreinar | 451 orð

Haraldur Ágústsson

Eins og getið er um í framangreindu ágripi var Haraldur Ágústsson Snæfellingur að ætt og uppruna, nánar tiltekið fæddur og uppalinn í Stykkishólmi. Foreldrar hans Ágúst Þórarinsson og Ásgerður Arnfinnsdóttir sem og börn þeirra öll voru mannkosta- og hefðarfólk sem áttu sér merk ættartengsl bæði hér heima og vestur í Ameríku. Meira
23. nóvember 1995 | Minningargreinar | 587 orð

Haraldur Ágústsson

Við andlát og útför Haraldar Ágústssonar, fyrrv. stórkaupmanns, leita margar og ljúfar minningar á hugann. Fyrir 50 árum höguðu örlögin því svo, að ég undirritaður giftist í sömu fjölskyldu og þeir bræður Haraldur og Sigurður Ágústsson í Stykkishólmi. Þeir voru ólíkir um margt en báða prýddi alla tíð meðfædd og sérstæð kurteisi, sem vakti virðingu og aðdáun allra, sem þeim kynntust. Meira
23. nóvember 1995 | Minningargreinar | 835 orð

Haraldur Ágústsson

Óðum fækkar þeim, sem voru leikbræður í Stykkishólmi fyrir um þrem aldarfjórðungum. Heita má, að við Jóhann Rafnsson séum nú einir eftir úr þeim hópi, þegar Haraldur Ágústsson er fallinn frá. Bubbur hét hann alltaf í okkar hópi, hvort heldur við vorum að leik eða í einhverju bjástri. Einn var sá leikur, sem mikið var iðkaður og Bubbur fékkst naumast til að taka þátt í en það var skeljastríð. Meira
23. nóvember 1995 | Minningargreinar | 252 orð

Haraldur Ágústsson

Þegar ég frétti andlát vinar míns, Haraldar Ágústssonar, þá var mín fyrsta hugsun, loksins er hann kominn til Steinu frænku sem varð bráðkvödd úti í London árið 1979. Það var mikið áfall fyrir okkur öll, eins og systkinabörn hennar, enda alltaf góð heim að sækja. Meira
23. nóvember 1995 | Minningargreinar | 398 orð

Haraldur Ágústsson

Fyrir nálega aldarfjórðungi eignaðist ég þau Steinunni Helgadóttur og Harald Ágústsson að tengdaforeldrum. Ágúst, sonur þeirra, varð maðurinn minn og foreldrar hans tóku mér sem dóttur. Betri tengdaforeldra er ekki hægt að hugsa sér. Steinunn kvaddi þennan heim langt um aldur fram hinn 23. nóv. Meira
23. nóvember 1995 | Minningargreinar | 208 orð

HARALDUR ÁGÚSTSSON

HARALDUR ÁGÚSTSSON Haraldur Ágústsson stórkaupmaður, sem andaðist í fyrstu viku þessa mánaðar í Reykjavík, var fæddur 9. mars 1907 í Stykkishólmi. Foreldrar hans voru Ágúst Þórarinsson verslunarstjóri og kona hans Ásgerður Arnfinnsdóttir. Systkini Haralds eru látin, en þau voru: Ingigerður, gift séra Sigurði Ó. Meira
23. nóvember 1995 | Minningargreinar | 373 orð

Sigríður Jóhanna Stefánsdóttir Kelley

Ég man vel þann dag fyrir 63 árum þegar ég eignaðist átta mánaða gamla "systur". Hún var yndisleg og falleg, brosmild og strax mikill gleðigjafi á heimilinu. Örlögin höfðu hagað því þannig, að þetta átta mánaða gamla barn missti báða foreldra sína í sama mánuðinum. Meira
23. nóvember 1995 | Minningargreinar | 96 orð

SIGRÍÐUR JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR KELLEY

SIGRÍÐUR JÓHANNA STEFÁNSDÓTTIR KELLEY Sigríður Jóhanna Stefánsdóttir Kelley (kölluð Sísí) var fædd í Reykjavík 20. júlí 1932. Hún lést á heimili sínu á Long Island 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Árnason, bóndi á Ásunnarstöðum í Breiðdal, og kona hans, Kristborg Kristjánsdóttir. Meira

Daglegt líf

23. nóvember 1995 | Neytendur | 622 orð

Danir njóta aðventuog eru þá búnirmeð jólaundirbúning

IDA Davidsen er fjórði ættliðurinn sem rekur veitingahús við Store Kongensgade í Kaupmannahöfn. Hún er nú stödd hér á landi í annað sinn til að setja upp danskt jólahlaðborð á Hótel Borg. Það var Oscar Davidsen sem opnaði veitingastað í sínu nafni árið 1888. Síðan hafa ættmenni hans rekið staðinn og breytt fornafni hans eftir því hver er í forsvari. Hann ber þó alltaf nafnið Davidsen. Meira
23. nóvember 1995 | Neytendur | 101 orð

Lög og reglur um neytendavernd kynntar

SAMKEPPNISSTOFNUN er þessa dagana að kynna lög og reglur um neytendavernd hér á landi því í kjölfar þess að EES-samningurinn gekk í gildi voru sett ný lög og reglur þar að lútandi. Sum þessara laga heyra undir samkeppnisyfirvöld og eitt af hlutverkum Samkeppnisstofnunar er að kynna neytendum hvað í þeim felst. Meira
23. nóvember 1995 | Neytendur | 332 orð

Neytendur hvattir til að fylgjast með verðmerkingum

SAMKVÆMT lögum ber öllum verslunareigendum á landinu skylda til að verðmerkja vörur hvort sem þær eru inni í verslunum eða í útstillingargluggum. Þrátt fyrir að þessar reglur hafi verið í gildi um langt skeið sýna kannanir að enn er langt í land með að verslunareigendur verðmerki allar vörur sínar með þessum hætti. Meira
23. nóvember 1995 | Bílar | 117 orð

Nissan Maxima SE 2,0 D 2.480.000 kr.

NISSAN Maxima kom fyrst á markaðinn árið 1989 og er 1996 árgerðin af annarri kynslóð. Maxima er með sjálfskiptingu og er hann búinn afl- og veltistýri, rafdrifnum rúðum, rafstýrðum útispeglum, bílbeltastrekkjara, samlæstum hurðum og líknarbelg. Styrktarbitar eru í hurðum og annar öryggisbúnaður er krumpusvæði, stýrisslá og ABS-hemlalæsivörn. Meira
23. nóvember 1995 | Neytendur | 721 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
23. nóvember 1995 | Neytendur | 215 orð

Tvö tonn af ýsu uppseld á tveimur tímum

Í GÆR, miðvikudag, var línuýsa á sérstöku tilboði hjá Fiskbúðinni Höfðabakka. Kílóverðið var 139 krónur og seldust birgðirnar upp á rúmlega tveimur klukkustundum. Venjulegt verð á hausaðri línuýsu er frá 300 og upp í 380 krónur. Meira

Fastir þættir

23. nóvember 1995 | Dagbók | 2863 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 17.-23. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Háaleitis Apóteki, Háaleitisbraut 68. Auk þess er Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
23. nóvember 1995 | Dagbók | 73 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudagin

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 23. nóvember, er áttræð Guðrún Jónsdóttir Hjartar, Flyðrugranda 8, Reykjavík. ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 24. nóvember, verður fimmtug Anna Lóa Marinósdóttir, Holtsbúð 22, Garðabæ. Meira
23. nóvember 1995 | Fastir þættir | 40 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstrendingafél

Staðan eftir 3 umferðir í Hraðsveitakeppni deildarinnar er eftirfarandi: Sveit Jónínu Pálsdóttur1921Sveit Þórarins Árnasonar1830Sveit Rósmundar Guðmundss.1814Sveit Leifs Kr. Meira
23. nóvember 1995 | Fastir þættir | 69 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar

Aðalsveitakeppni Bridsfélags Hafnarfjarðar hófst síðastliðinn mánudag og er staðan, að loknum tveimur umferðum, þessi: Sveit Guðlaugs Ellertssonar40Sveit Halldórs Einarssonar39Sveit Sigurjóns Harðarsonar35Sveit Drafnar Guðmundsdóttur34Sveit Júlíönu Gísladóttur30 Einungis 8 sveitir mættu til leiks við upphaf mótsins og verður reynt að fjölga þeim Meira
23. nóvember 1995 | Fastir þættir | 94 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

Fimmtudaginn 16. nóvember 1995 var spilað í 14 og 8 para riðlum. A-riðill Ingunn Bergburg - Vigdís Guðjónsdóttir183Þorleifur Þórarinsson - Gunnþórunn Erlingsd.181Þórarinn Árnason - Bergur Þorvaldsson180Sigurleifur Guðjónss. - Eysteinn Einarss. Meira
23. nóvember 1995 | Dagbók | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman10. júní sl. í Þingeyrarkirkju af sr. Kristni Jens Sigurþórssyni Ýlfa Einarsdóttir og Vigfús Tómasson. Heimili þeirra er að Fjarðargötu 36, Þingeyri. Meira
23. nóvember 1995 | Dagbók | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júlí sl. í Ísafjarðarkirkju af sr. Magnúsi Erlingssyni Fjóla Þorkelsdóttirog Heimir Snorrason. Heimili þeirra er á Langholtsvegi 27, Reykjavík. Meira
23. nóvember 1995 | Dagbók | 210 orð

LEIÐRÉTT Tæknifrjóvganir Í frétt um frumvarp um

Í frétt um frumvarp um tæknifrjóvganir í gær var sagt að samkynhneigðum og einhleypum yrði bannað að fara í þær. Því næst átti að standa að ákvæði um að aðeins gagnkynhneigðir ættu rétt á tæknifrjóvgun væri liður í að tryggja hag barnsins. Beðist er velvirðingar á að farið var rangt með það hverjir ættu rétt á tæknifrjóvgunum. Meira
23. nóvember 1995 | Dagbók | 573 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag kom Freri

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag kom Freri til löndunar og fór samdægurs. Þá fór líka Eldborgin. Í gær komFreyja til löndunar og væntanlegir til hafnar í gær voru væntanlegirGoðafoss, Mælifelliðog Stapafellið. Hafnarfjarðarhöfn: Í gærmorgun kom Lómurinn af veiðum. Meira
23. nóvember 1995 | Fastir þættir | 699 orð

Stefnir í einvígi Jóhanns og Hannesar

Fundarsal Þýsk-íslenska, Lynghálsi 10. Áttunda umferð fer fram í dag. Teflt er frá kl. 17 alla daga þar til mótinu lýkur á sunnudaginn. Aðgangur ókeypis. HANNES Hlífar Stefánsson er efstur í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands með sex vinninga af sjö mögulegum. Jóhann Hjartarson getur náð honum þar sem hann hefur fimm vinninga og á frestaða skák við Ágúst S. Karlsson. Meira
23. nóvember 1995 | Dagbók | 228 orð

Yfirlit: Ska

Yfirlit: Skammt austur af landinu er 985 mb lægð, sem þokast norðaustur. Yfir Grænlandi er 1030 mb hæð. Spá: Allhvass eða hvass norðan. Snjókoma eða éljagangur vestanlands, heldur hægari og þurrt syðra. Frost um nær allt land. Meira

Íþróttir

23. nóvember 1995 | Íþróttir | 26 orð

Aðalfundur knattspyrnudeildar Víkings í kvöld

AÐALFUNDUR knattspyrnudeildar Víkings 1995 verður í kvöld, fimmtudaginn 23. nóvember, klukkan 20 í hátíðarsal Knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni, Traðarlandi 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 300 orð

"Áfallið kveikti í okkur"

VÍKINGAR misstu lykilmann útaf á upphafsmínútunum gegn ÍR í Seljaskóla í gærkvöldi þar sem hann var ekki á leikskýrslu en í stað þess að leggja árar í bát unnu þeir sannfærandi 20:24. "Áfallið var mikið þegar við misstum Knút útaf en það kveikti í okkur hinum," sagði Víkingurinn Guðmundur Pálsson, sem átti stórleik. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 1350 orð

Áhorfendur á Bernabeu hylltu leikmenn Ajax

AJAX á titil að verja í Meistaradeildinni og það ætti ekki að reynast erfitt haldi það áfram að leika eins og gegn Real Madrid í gærkvöldi. Hollenska liðið fór hreinlega á kostum og 2:0 sigur var alltof lítill miðað við yfirburðina enda kunnu áhorfendur á Bernabeu, heimavelli Real, vel að meta snilli gestanna ­ stóðu upp að leikslokum og hylltu þá. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 199 orð

Boston á eftir breskum leikmönnum

NÝJA bandaríska deildin í knattspyrnu hefst í apríl á næsta ári og eru forsvarsmenn liðanna á eftir leikmönnum víða um heim. Boston hefur beint augum sínum til Bretlands að undanförnu og er John Aldridge nýjasta nafnið á óskalistanum en áður hefur félagið m.a. haft samband við Paul McGrath og Packie Bonner. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 351 orð

Bulls með sinn besta árangur

Michael Jordan sá til þess aðfaranótt miðvikudagsins að Chicago Bulls næði sínum besta árangri í upphafi tímabils, en liðið sigraði Dallas Mavericks 108:102 í framlengdum leik. Jordan gerði 36 stig og þar af sex í framlengingunni. Þar með hefur Bulls sigrað í átta leikjum og tapað einum en átti áður best 7-1 árið 1992-93, en það ár varð Chicago meistari. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 439 orð

Bætti Íslandsmetið í kúluvarpi um 87 sm

Mig langaði til að breyta til og æfa eitthvað annað en fótbolta og þá langaði mig mest til að æfa kúluvarp, en ég er enn í fótboltanum. En kúluvarpið er samt aðalgreinin mín því þar get ég verið einn og treyst á sjálfan mig," sagði Vigfús Dan Sigurðsson, 12 ára gamall Hornfirðingur, en hann setti um síðustu helgi glæsilegt Íslandsmet í kúluvarpi í flokki 11­12 ára á Nóvembermóti HSÞ. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 402 orð

Colin McRae yngsti heimsmeistarinn

Colin McRae fá Skotlandi sigraði í Breska konunglega rallinu í gær og tryggði sér þar með heimsmeistaratitilinn en þetta var síðasta keppnin í mótaröðinni að þessu sinni. Hann er 27 ára, yngsti heimsmeistarinn og fyrsti Bretinn til að standa á efsta stalli en hann var 36 sekúndum á undan Spánverjanum Carlos Sainz. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 165 orð

England ÚRVALSDEILDIN Í GÆRKVÖLDI: Chelsea -

England ÚRVALSDEILDIN Í GÆRKVÖLDI: Chelsea - Bolton3:2 (Lee 15., Hall 59., Newton 85.) - (Curcic 10., Green 68.) Áhorfendur: 17.495. Coventry - Manchester United0:4 -(Irwin 27., McClair 47. og 76., Beckham 57.). 23.400. Everton - QPR2:0 (Stuart 18., Rideout 37.) 30. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 273 orð

Er Protti nýr Rossi? SVO virðist sem n

SVO virðist sem nýr markakóngur sé að skjóta upp kollinum á Ítalíu. Hann hefur aldrei verið talinn sláni, 175 sentimetrar á hæðina, og það hefur ekki farið mikið fyrir honum, nema upp við mark andstæðinganna. Hann heitir Igor Protti og leikur með Bari í 1. deildinni. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 588 orð

FH-ingum féll allur ketill í eld í lokin

"LOKSINS, loksins, eftir afleita byrjun þá virðumst við vera að ná okkur á strik og nú er leiðn tekin upp á við," sagði Gunnar Andrésson, leikmaður UMFA eftir að hann og félagar höfðu lagt FH-inga sannfærandi að velli með 28 mörkum gegn 24 í í Kaplakrika í gærkvöldi, eftir að hafa haft undirtökin í leiknum lengst af. Staðan í háfleik var 15:13 Mosfellingum í vil. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 709 orð

FH - UMFA24:28

Kaplakriki: Íslandsmótið í handknattleik - 8. umferð miðvikudaginn 22. nóvember 1995. Gangur leiksins: 0:1, 3:3, 5:5, 5:7, 7:10, 11:10, 12:14, 13:15, 14:17, 17:19, 19:21, 22:21, 22:22, 23:22, 23:23, 23:25, 24:28. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 241 orð

Fimmtán með í byrjendaflokki

FIMMTÍU ungmenni tóku þátt í borðtennismóti í salarkynnum Borðtennisdeildar KR í gamla Hampiðjuhúsinu nýlega, þar af voru fimmtán í byrjendaflokki. Keppt var í fjórum flokkum, flokki byrjenda, 1. flokki karla og kvenna og 2. flokki karla. Í byrjendaflokki var æsispennandi keppni þar sem fimmtán einstaklingar af báðum kynjum tóku þátt. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 712 orð

Fjölbreytnin er alltaf í fyrirrúmi

ÍÞRÓTTASKÓLI eða námskeið fyrir börn á aldrinum þriggja til átta ára hefur víða rutt sér til rúms á undanförnu misserum. Einkum á þetta við höfuðborgarsvæðið og víða í íþróttahúsum geta börn og foreldrar þeirra komið og hreyft sig einu sinni til tvisvar í viku. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 164 orð

Framarar hafa rætt við Ólaf og Árna Gaut

EFTIR að Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður úr Fram, ákvað að leika með norska liðinu Brann hafa Framarar sett sig í samband við tvo markverði sem hugsanlega arftaka landsliðsmarkvarðarins. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 449 orð

Frjálsíþróttir

Nóvembermót HSÞ í frjálsíþróttum var haldið í íþróttahúsinu á Húsavík um síðustu helgi. Keppendur voru um sextíu og var árangur ágætur í flestum greinum. Meðal annars setti Vigfús Dan Sigurðsson, ÚSÚ, Íslandsmet í kúluvarpi 11 ­ 12 ára stráka. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 83 orð

Gísli setti þrjú Íslandsmet unglinga

GÍSLI Kristjánsson lyftingamaður úr ÍR setti þrjú Íslandsmet unglinga á opnu móti í ólympískum lyftingum hjá ÍR í Júdó-Gym fyrir skömmu. Hann lyfti 125 kg í snörun, jafnhattaði 165 kg og lyfti því 285 kg samanlagt. Í öðru sæti var Stefán R. Jónsson, FH, lyfti 187,5 kg samanlagt og þriðji Jón Bjarni Bragson, USAH, með 150 kg í samanlögðu. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 737 orð

"Gulldrengurinn" Del Piero

ÞEGAR Juventus ákvað að láta "kónginn" Roberto Baggio fara til AC Milan, vegna þess að liðið vildi ekki gera nýjan samning við Baggio á sömu nótum og gamli samningurinn var, voru forseti liðsins, Umberto Agnelli, og þjálfarinn, Marcello Lippi, fullvissir um að arftaki hans væri kominn. Það er hinn ungi Alessandro Del Piero, 21 árs sóknarleikmaður, sem var keyptur frá Padova 1993. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 369 orð

Handknattleikur Um síðustu helgi var 2. umferð leikin í 2. og 4. flokki karla og kvenna viðsvegar um land og urðu úrslit sem hér

Um síðustu helgi var 2. umferð leikin í 2. og 4. flokki karla og kvenna viðsvegar um land og urðu úrslit sem hér segir: 4.flokkur karla 1. deild - 2. umferð: KR - ÍR14:12 Fram - FH18:18 Valur - KR22:12 ÍR - Fram23:20 FH - Valur15:16 KR - Fram14. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 241 orð

Haukar rúlluðu yfir KR Haukaliðið átti ekki í min

Haukar rúlluðu yfir KR Haukaliðið átti ekki í minnstu erfiðleikum með slaka KR- inga, er liðin áttust við í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Leikurinn endaði með 13 marka mun, 23:36. "Það er erfitt að fara í svona leik. Þeir voru búnir að fá stig á móti Aftureldingu og við því ekki vissir hvar þeir stóðu. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 89 orð

Héðinn ekki tilbúinn "HÉÐINN er ekk

"HÉÐINN er ekki alveg tilbúinn og það hefði verið ósanngjarnt gagnvart honum að setja hann inn á í þessum leik eins og hann þróaðist," sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari FH, en Héðinn Gilsson er nú orðinn löglegur með FH-liðinu í handknattleik og var í fyrsta skipti á leikskýrslu í gærkvöldi gegn Aftureldingu. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 24 orð

Í kvöld

Körfuknattleikur Bikarkeppnin: Akranes:ÍA - ÍR20 Akureyri:Þór - Snæfell20.30 Nesið:KR - Keflavík20 Selfoss:Selfoss - Leiknir20.30 Strandgatan:Haukar - UMFN20 Smárinn:Breiðabl. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 29 orð

Íshokkí

Leikir þriðjudagsins: NY Rangers - Pittsburgh9:4 Boston - Winnipeg5:4 Florida - New Jersey4:3 Philadelphia - Los Angeles5:2 Toronto - St Louis5:2 Washington - San Jose3:2 Calgary - Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 524 orð

Íslenska glíman virðist vera í stöðugri sókn

"ÉG ER sannfærður um að það er hægt að ná til hóps barna með því að kynna íslensku glímuna fyir þeim. Glímusambandið hefur undanfarin ár heimsótt grunnskóla víðsvegar um landið og verið með glímukynningar og fengið mjög góðar undirtektir, einkum hjá þeim yngri. Það er kveikjan að því að ég tók þeirri áskorun að vera með glímuæfingar hjá Fjölni tvisvar í viku. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 340 orð

KA-menn ósigraðir

JÁ, víst eru KA-menn ósigraðir í 1. deildinni en eftir leiknum gegn Gróttu að dæma eru þeir ekki ósigrandi og það gæti sannast gegn Valsmönnum á laugardaginn taki þeir gulu og glöðu sig ekki saman í andlitinu. Leikur þeirra gegn Gróttu í gær var ekki sannfærandi en hrósa verður gestunum fyrir mikla baráttu, góða vörn og markvörslu. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 212 orð

Knattspyrna

Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Aþena: Panathinaikos - Álaborg2:0 (Alexis Alexoudis 1., George S. Georgiadis 38.). 33.000 Oporto: Porto - Nantes2:2 (Ljubimko Drulovic 11., Jose Carlos 56.) - (Reynald Pedros 3., 34.). 25.000. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 115 orð

KNATTSPYRNA/MEISTARADEILDIN

AJAX frá Hollandi, núverandi Evrópumeistari, fór á kostum í gærkvöldi gegn spænsku meisturunum í Real Madrid í Evrópukeppninni. Þó leikið væri á Santiago Bernabeu leikvanginum í Madrid var engu líkara en Hollendingarnar væru á heimavelli. Liðið fór á kostum og 2:0 sigur þess var allt of lítill miðað við gang leiksins. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 51 orð

Körfuknattleikur Bikarkeppni kvenna Njarðvík - Breiðablik60:59 Evrópukeppni meistaraliða Aþenu, Grikklandi: Panathinaikos -

Bikarkeppni kvenna Njarðvík - Breiðablik60:59 Evrópukeppni meistaraliða Aþenu, Grikklandi: Panathinaikos - Cibona Zagreb79:61 Stigahæstir: Dominique Wilkins 20, Nikos Economou 19, Miroslav Petsarski 12 - Vladan Alanovic 12, Drazen Mouladmerovic 11, Veljko Mrsic 8. NBA-deildin Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 176 orð

Landssamtök hjólreiðamanna

Hjólreiðamenn koma saman í kvöld til að stofna Landssamtök íslenskra hjólreiðamanna. Stofnfundurinn verður kl. 20 í húsakynnum Íþróttasambands Íslands í Laugardal. Hin nýju samtök verða samtök fyrir öll hjólreiðafélög og klúbba í landinu, en þess má geta til gamans að 15 þús. hjól eru flutt til landsins á ári hverju. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 251 orð

Le Saux sló samherja! GRAE

GRAEME Le Saux, bakvörður Blackburn og enska landsliðsins, var í sviðsljósinu í gærkvöldi en ef að líkum lætur á framkoma hans í Moskvu eftir að koma honum í koll. Snemma leiks ætlaði hann að ná boltanum en David Batty, samherji hans fór af stað í sama tilgangi og lentu þeir saman. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 184 orð

Paul Gascoigne vandar fæðuvalið H

HINN skrautlegi knattspyrnumaður Paul Gascoigne, sem nú leikur með Glasgow Rangers, hefur sagt skilið við ruslfæði og bjór og er þetta liður í því að ná fyrra formi á knattspyrnuvellinum. Í nýlegu viðtali við heilsutímarit segist hann ekki hafa bragðað bjór í marga mánuði. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 128 orð

Porca aftur á leið til Vals

SALIH Heimir Porca, sem hefur leikið með KR-ingum síðustu tvö keppnistímabil, er á leið til Vals samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins. Porca er ekki alveg ókunnugur að Hlíðarenda því hann lék með Val árið 1992 og varð þá m.a. bikarmeistari með liðinu og var valinn í lið ársins í lokahófi knattspyrnumanna það ár. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 70 orð

Rioch vill fá Thatcher í vörnina hjá Arsenal

BRUCE Rioch, yfirþjálfari Arsenal, hefur mikinn áhuga á að fá varnarmanninn Ben Thatcher hjá Millwall og er talið að hann sé tilbúinn að greiða 1,5 millj. punda fyrir strákinn sem er 19 ára. Ef til kaupanna kemur liggur fyrir að Thatcher er ætlað að koma í staðinn fyrir Nigel Winterburn sem verður 32 ára í desember og hefur leikið með Arsenal síðan 1987. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 193 orð

Úrvalsdeild 10 400 10-

Úrvalsdeild 10 400 10-4 Milan 2316-5 2110 410 9-3 Parma 2217-6 2110 410 14-4 Lazio 1314-5 1910 Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 232 orð

Úrvalsdeild 14 70

14 700 18-2 Newcastle 42113-7 3513 610 17-5 Man. Utd. 31210-8 2914 421 9-4 Aston V. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 313 orð

Valur vann á Selfossi Heimamenn yfir mest allan tímann en meistararnir sigruðu með lokahnykk

SELFYSSINGAR töpuðu niður gullnu tækifæri til að ná sigri yfir Valsmönnum í gærkvöldi. Heimamenn voru yfir allan leikinn þar til í lokin að sóknarleikurinn hrundi og Valsmenn nýttu öll sín færi á lokamínútunum og gerðu 28 mörk gegn 27 mörkum Selfoss. Ólafur Stefánsson var bestur í liði Valsmanna, gerði 9 mörk. Einar Gunnar Sigurðsson í Selfossliðinu átti góðan leik og skoraði 8 mörk. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 0 orð

VÍKINGALOTTÓ:1821242644

VÍKINGALOTTÓ:182124264446+123545 Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 230 orð

Öruggt hjá Stjörnunni í Eyjum Stjarnan sigraði ÍB

Öruggt hjá Stjörnunni í Eyjum Stjarnan sigraði ÍBV nokkuð örugglega, 29:24, í Vestmannaeyjum og heldur því öðru sætinu í deildinni. Leikurinn, sem var lengstum ekki rismikill, var þó nokkuð jafn til að byrja með. Eyjamenn léku ágætlega framan af með Sigmar Þröst sterkan í markinu og frumkvæðið var þeirra fyrsta stundarfjórðunginn. Meira
23. nóvember 1995 | Íþróttir | 38 orð

(fyrirsögn vantar)

1. deild kvenna KR - Haukar20:19 Helga Ormsdóttir gerði 9 mörk fyrir KR og Brynja Steinsen 7. Auður Hermannsdóttir var markahæst í liði Hauka með 9 mörk og Hulda Bjarnadóttir kom næst með 7 mörk. Meira

Úr verinu

23. nóvember 1995 | Úr verinu | 404 orð

Aðstæður slæmar á loðnumiðum vegna hafíss og brælu

"AÐSTÆÐUR eru slæmar á loðnumiðunum," segir Kristján Kristjánsson, annar stýrimaður á Víkingi, en skipið landaði í gærmorgun 50 tonnum í Krossanesi og liggur við bryggju á Akureyri vegna brælu. Meira
23. nóvember 1995 | Úr verinu | 170 orð

Engin ein stjórnunarleið hentar öllum fiskveiðum

EKKERT er fjær sanni en að endanleg niðurstaða sé fengin í umræðuna um fiskveiðistjórnunina þó sumir áköfustu formælendur aflamarksleiðarinnar kunni að álíta svo, sagði Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Fiskifélagsins á fiskiþingi. Meira
23. nóvember 1995 | Úr verinu | 189 orð

Fiskifélagið minnist Davíðs Ólafssonar

STJÓRN Fiskifélags Íslands hefur ákveðið að minnast Davíðs Ólafssonar, fyrrum fiskimálastjóra, með útgáfu sérprentunar af Ægi sem helguð verður minningu hans, en Davíð lést í Reykjavík þann 21. júní sl. Útgáfunnar er að vænta innan skamms. Einar K. Meira
23. nóvember 1995 | Úr verinu | 345 orð

Óvissa um hlutverk Fiskifélagsins

STARFSEMI Fiskifélags Íslands hefur að mestu verið með hefðbundnu sniði á síðasta ári og vel hefur tekist að aðlaga félagið að gjörbreyttu umhverfi eftir stofnun Fiskistofu. Dregið hefur verið úr tilkostnaði, húsrýmið hefur verið minnkað og reynt hefur verið að sýna aðhald í rekstri. Meira
23. nóvember 1995 | Úr verinu | 141 orð

Sex skip lönduðu í Krossanesi

SEX skip lönduðu loðnu í Krossanesi í gær og fyrradag og voru þau öll með slatta, eða samtals um 920 tonn. Faxi RE kom með 375 tonn, Svanur RE 180 tonn, Þórður Jónasson EA 30 tonn, Sigurður VE 110 tonn, Guðmundur VE 180 tonn og Víkingur AK 50 tonn. Jóhann Pétur Andersen, framkvæmadastjóri Krossaness hf. Meira

Viðskiptablað

23. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 135 orð

Atómstöðin

Auglýsingastofan Atómstöðin mun sjá um allar auglýsingar fyrir sjónvarpsstöðina Sýn, en gengið var frá samningum þess efnis í vikunni. Fram til þessa hefur Íslenska auglýsingastofan séð um auglýsingar fyrir Sýn, sem og Stöð 3 en nú hefur Sýn flutt sig um set. Lánasýslan Meira
23. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 597 orð

Breytt viðhorf til ríkisrekstrar

RÍKISREKSTURINN hefur löngum verið gagnrýndur fyrir að vera óhagkvæmur og óskilvirkur og það ekki að ófyrirsynju. Stjórnmálamenn hafa óspart notað hugmyndaflug sitt til að bæta nýjum verkefnum á ríkissjóð og afla nýrra tekjustofna en lítt hugsað um að hagræða í þeim rekstri sem fyrir er. Meira
23. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 322 orð

Dagbók

VIÐSKIPTA- og hagfræðideildbýður til málstofu um afleiður í fjármálaviðskiptum föstudaginn 24. nóvember kl. 15­18 og laugardaginn 25. nóvember kl. 9­12. Frummælendur eru Ásgeir Þórðarson, VÍB, Bjarni Ármannsson, Kaupþingi, Jón Sigurgeirsson, Seðlabanka Íslands og Ólafur Ásgeirsson, Meira
23. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 2478 orð

Framleiðniaukningarundrið Fjármál á fimmtudegiVísbending er um að nýtt hagvaxtarskeið Íslendinga sé annars eðlis en hagvöxtur

Framleiðsla á mann á Íslandi hefur ekki breyst mikið á síðustu árum. Eftir kröftugan vöxt og tekjuaukningu árin 1984 til 1987 tók við stöðnunarskeið frá 1988. Efnahagslægð í viðskiptalöndunum sem hófst um svipað leyti hjálpaði ekki til og árin 1991 til 1993 lækkaði markaðsverð á sjávarafurðum um 25% um leið og draga þurfti meira úr aflaheimildum á Íslandsmiðum en dæmi voru Meira
23. nóvember 1995 | Viðskiptablað | -1 orð

Framtíð Saab óviss eftir tap

HAGNAÐUR Saab Automobiles 1994 hefur snúist í tap upp á 127 milljónir sænskra króna fyrstu níu mánuði ársins. Tölurnar gætu orðið enn verri, þegar árið verður gert upp. Tapið hefur vakið upp vangaveltur um framtíð fyrirtækisins, sem er í eigu bandaríska fyrirtækisins General Motors og sænska fjárfestingarfélagsins Investor, sem Wallenberg-fjölskyldan á. Meira
23. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 692 orð

Hræðsla starfsmanna við breytingar er eðlileg

Dr. Guðfinna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins LEAD Consulting í Bandaríkjunum kom hingað til lands í vikunni og hélt fyrirlestur um leiðir til árangurs í umbótastarfi í ríkisrekstri. Kjartan Magnússon hitti hana að máli. Meira
23. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 764 orð

HUGVITIÐ LEYST ÚR LÆÐINGI

ÞANN 28. nóvember nk. er væntanlegur hingað til lands Dr. Edward de Bono, einn fremsti sérfræðingur heims á sviði skapandi hugsunar. Hann mun halda námstefnu á vegum Stjórnunarfélags Íslands á Scandic Hótel Loftleiðum um það hvernig einstaklingar geta leyst hugvitið úr læðingi. Að mati Dr. Meira
23. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 273 orð

PlayStation á Íslandi

SKÍFAN hefur nú sett á markað hér á landi PlayStation sjónvarpsleikjaspilarann frá Sony. Hann hefur reyndar fengist hér síðan í september en formlegur útgáfudagur verður á laugardaginn. Sem kunnugt er stýrði Ólafur Jóhann Ólafsson markaðssetningunni á PlayStation þegar hann var forstjóri Sony Interactive Entertainment. Meira
23. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 377 orð

Samdráttur í tekjum af ferðamönnum

UM 3,9 milljarða króna afgangur varð á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt bráðabirgðatölum Seðlabankans. Á sama tíma í fyrra varð 4,4 milljarða afgangur. Í því sambandi vekur sérstaka athygli að tekjur í ferðaþjónustu drógust saman um 1% á háannatímanum, í júlí, ágúst og september, miðað við sama tíma í fyrra. Meira
23. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 673 orð

Samskipum verður breytt í almenningshlutafélag

HLUTHAFAR Samskipa hf. hafa hug á að leysa til sín hlutafjáreign Hofs sf. í félaginu að fjárhæð 40 milljónir króna, en bjóða bréfin til sölu á almennum markaði næsta vor eftir aðalfund félagsins. Stefnt er að því að breyta félaginu í almenningshlutafélag og skrá hlutabréf á Verðbréfaþingi Íslands. Meira
23. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 496 orð

Skýrr meðal hluthafa í nýju hugbúnaðarfyrirtæki í Eistlandi

UM næstu áramót tekur til starfa nýtt fyrirtæki í Eistlandi, Eis-Data Ltd. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkur, Skýrr, eiga 25% í fyrirtækinu á móti eistneskum og finnskum aðilum. Tilgangur með rekstrinum er m.a. Meira
23. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 433 orð

Starfsemin nú með öllu eftirlitslaus

STARFSEMI löggiltra endurskoðenda hér á landi er með öllu eftirlitslaus því hvorki er um að ræða eftirlit af hálfu Félags löggiltra endurskoðenda né hins opinbera. Þetta kom fram í ræðu Rúnars B. Jóhannssonar, löggilts endurskoðanda, á haustfundi félagsins sem haldinn var í Hveragerði í síðustu viku. Meira
23. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 1774 orð

Umrót í öryggisþjónustu

ÞAÐ er óhætt að segja að töluverðar hræringar hafi verið á markaði fyrir öryggisþjónustu að undanförnu. Þar ber hæst athugun samkeppnisyfirvalda á stofnun Neyðarlínunnar hf. sem mun annast rekstur neyðarvaktstöðvar fyrir landið allt. Athugunin leiddi ýmsar útgáfur samkeppnishindrana í ljós. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

23. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 296 orð

Stjörnuspá 23.11. Afmælisbarn dagsins: Þú ert fær á mörgum sviðum og sækir

Stjörnuspá 23.11. Afmælisbarn dagsins: Þú ert fær á mörgum sviðum og sækir fast að því marki sem þú setur þér. Láttu ekki smámuni villa þér sýn og tefja framgang áríðandi mála í vinnunni. Gamalt verkefni skýtur upp kollinum á ný. Gerðu ekki úlfalda úr mýflugu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.