Greinar sunnudaginn 3. mars 1996

Forsíða

3. mars 1996 | Forsíða | 142 orð

Gonzalez spáð ósigri

FLEST bendir til þess að ríkisstjórn Felipe Gonzalez bíði ósigur í þingkosningum á Spáni í dag, sunnudag, og að endi verði þar með bundinn á þrettán ára valdatímabil sósíalista. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hafði þó fimmtungur kjósenda ekki enn gert upp hug sinn. Meira
3. mars 1996 | Forsíða | 395 orð

Hægriflokkarnir vinna stórsigur

BANDALAG tveggja hægriflokka í Ástralíu vann stórsigur í þingkosningunum í landinu í gær og batt enda á 13 ára valdatíma Verkamannaflokksins. Paul Keating, forsætisráðherra fráfarandi stjórnar, sagði þegar hann játaði sig sigraðan að hann myndi ekki gefa kost á sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins vegna ósigursins. Meira

Fréttir

3. mars 1996 | Óflokkað efni | 281 orð

112. Borges sagði um Oscar Wilde: "Uppistaðan í ver

112. Borges sagði um Oscar Wilde: "Uppistaðan í verkum hans er gleði". Sjálfur sagði Wilde að listin væri það alvarlegasta í heiminum "og listamenn einu persónurnar sem eru aldrei alvarlegar". Hann taldi sig ekki hafa lært neitt af öðrum en þeim sem voru yngri en hann sjálfur. Það varð honum dýrt spaug. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

26 manns greinst með salmonellu

ALLS hafa 26 manns greinst með salmonellusýkingu á Landspítalanum í byrjun vikunnar. Karl G. Kristinsson sýklafræðingur segir að hér sé því um stóra hópsýkingu að ræða. Enn er fjöldi sýna til ræktunar og niðurstöður væntanlegar á næstu dögum. Karl telur hugsanlegt að á bilinu 5-20 manns eigi eftir að greinast með sýkingu þannig að heildarfjöldi sýktra verði á bilinu 31-46 manns. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Atkvöld Taflfélagsins Hellis

TAFLFÉLAGIÐ Hellir stendur fyrir atkvöldi mánudaginn 4. mars nk. Tefldar verða 6 umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir og svo 3 atskákir en þannig lýkur mótinu á einu kvöldi. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 304 orð

Ákvæði um aðgengi nýrra sérfræðinga ófrágengið

EIN af ástæðunum fyrir því að ekki hafa náðst samningar á milli sérfræðilækna og Tryggingastofnunar ríkisins er að ekki hefur náðst samkomulag um orðalag í ákvæði um aðgengi nýrra sérfræðinga að samningnum, að sögn Sverris Bergmanns, formanns Læknafélags Íslands. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 475 orð

Ávirðingar á hendur biskupi

FJALLAÐ var um ávirðingar á hendur biskupi Íslands í stjórn Prestafélags Íslands, í siðanefnd félagsins og í kirkjuráði í síðustu viku. Ríkissaksóknari lýsti í vikunni því áliti sínu að ekki væri ástæða til opinberrar rannsóknar á uppruna og sannleiksgildi ásakananna eins og biskup hafði farið fram á. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 139 orð

Bókasafnið í Gerðubergi 10 ára

BORGARBÓKASAFNIÐ í Gerðubergi er 10 ára mánudaginn 4. mars nk. Í fréttatilkynningu segir að haldið verði upp á það með ýmsum hætti. 4.­8. mars verða daglega tónlistarviðburðir í safninu. Mánudaginn 4. mars koma nemendur úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og spila fyrir gesti safnsins. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Búnaðarþing hefst á mánudag

BÚNAÐARÞING verður sett í Súlnasal Hótels Sögu mánudaginn 4. mars nk. kl. 9. Setningin hefst með ávarpi formanns Bændasamtaka Íslands, Ara Teitssonar, en því næst flytur Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra ávarp. Reiknað er með að Búnaðarþing standi til laugardags 9. mars næstkomandi. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 488 orð

Dagbók Háskóla Íslands

Þriðjudagur 5. mars. Á vegum rannsóknastofu í kvennafræðum tala þær Stefanía Traustadóttir, félagsfræðingur á Skrifstofu jafnréttismála og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, félagsfræðingur hjá Vinnueftirliti ríkisins, um kynferðislega áreitni í tengslum við rannsókn Jafnréttisráðs og Vinnueftirlits ríkisins á kynferðislegri áreitni. Oddi, stofa 202, kl. 12-13. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Fræðslufundur í Vinafélagi Kópavogskirkju

NÝLEGA var Vinafélag Kópavogskirkju stofnað en meðal markmiða þess er að vinna að safnaðarstarfi og efla vináttu og samheldni innan Kársnessafnaðar. Mánudaginn 4. mars kl. 20 gengst félagið fyrir fundi í Safnaðarheimilinu Borgum en þar mun sr. Þorvaldur Karl Helgason fjalla um samskipti og samkomulag hjóna. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 170 orð

Gengið kringum Seltjarnarnes hið forna

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir raðgöngu í fimm áföngum og verður gengið í kringum Seltjarnarnes hið forna í leit að öndvegissúlum. Gengið verður hvert kvöld í vikunni 4. til 8. mars. Fyrsti áfanginn verður farinn mánudaginn 4. mars kl. 20 frá Skeljanesi, við Birgðastöð Skeljungs í Skerjafirði, og gengið vestur með ströndinni, eins og kostur er, að Bakkavör á Seltjarnarnesi. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 227 orð

Gosið 50 metra hátt

TILLAGA stjórnar Veitustofnana Reykjavíkurborgar að koma fyrir goshver í Öskjuhlíðinni hlaut jákvæðar undirtektir á sameiginlegum kynningarfundi, skipulagsnefndar, umhverfismálanefndar, ferðamálanefndar og fulltrúa frá Borgarskipulagi á föstudag. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 288 orð

Hafnasamlög stofnuð fyrir Suðurnes og Skagafjörð?

HUGMYNDIR um stofnun hafnasamlaga eru til skoðunar á nokkrum stöðum á landinu. Komið hefur fram að viðræður fara fram um hafnasamlög á Mið-Austurlandi og í Eyjafirði og nú er einnig til umræðu að stofna byggðasamlög um hafnirnar í Reykjanesbæ, Vogum og Garði og um hafnirnar á Sauðárkróki, Hofsósi og í Haganesvík. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 199 orð

Hjartaþræðing á Marín eftir páska

BANDARÍSKUR sérfræðingur í hjartasjúkdómum barna við Childrens' Hospital í Boston gerir hjartaaðgerð á Marín Hafsteinsdóttur, 10 mánaða frá Eskifirði, á Landspítalanum fljótlega eftir páska. Anna Óðinsdóttir, móðir Marínar, segir að enn hafi ekki verið ákveðin endanleg dagsetning aðgerðarinnar. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 237 orð

Innanlandsflugið verður áfram á Reykjavíkurflugvelli

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir ljóst að innanlandsflug verði áfram á Reykjavíkurflugvelli. Endurskoðuð flugmálaáætlun hefur verið lögð fram á Alþingi en þar er gert ráð fyrir að á næsta ári verði hafist handa við endurbyggingu vallarins og undirbúningur hafinn að byggingu nýrrar flugstöðvar. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 156 orð

Í fangelsi fyrir rangan framburð

HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt tvo menn á Djúpavogi til 1 og 3 mánaða fangelsisvistar fyrir rangan framburð fyrir dómi. Annar mannanna hafði verið ákærður fyrir ölvunarakstur og átti hinn að bera vitni í málinu. Þegar hann kom fyrir dóm sneri hann við framburði sem hann hafði gefið í þremur lögregluskýrslum og tók nú á sig brot hins. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

Kínverjar óska eftir álviðræðum

IÐNAÐARRÁÐUNEYTINU hefur borist skeyti frá kínverska ríkisfyrirtækinu CNNC, sem er stærsta málmvinnslufyrirtæki í Kína. Í skeytinu óskar fyrirtækið eftir því að íslensk sendinefnd komi til Kína í lok mars til viðræðna um hugsanlega starfsemi þess hér á landi. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Kynningin er í dag

HEIMSKLÚBBUR Ingólfs og Ferðaskrifstofan Príma hf. kynna starfsemi og nýútkominn ferðabækling á Hótel Sögu kl. 14-16 í dag, sunnudag. Kynning þessi fór ekki fram í gær, laugardag, eins og skilja mátti af frétt í Morgunblaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Myndsýningar verða í Ársal kl. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 402 orð

Lagt fram án samráðs við Lögmannafélagið

MARTEINN Másson, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, segir að ekkert samráð hafi verið haft við Lögmannafélagið varðandi frumvarp um lögmenn sem lagt hefur verið fram í ríkisstjórninni, þrátt fyrir að félagið hafi óskað eftir því fyrir þremur vikum síðan að frumvarpið yrði kynnt í stjórn félagsins áður en það yrði lagt fram í ríkisstjórn. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Morgunblaðið/Árni Sæberg

ÞAÐ lifnar yfir mannlífinu í vorveðri á miðjum vetri. Borgarbúar hrista af sér slenið og nota tækifæri til að vinna ýmis útiverk eins og að þrífa skítuga glugga. Veðurblíðuna rekur Ásdís Auðunsdóttir veðurfræðingur til heitra suðlægra vinda. Ásdís segir að veðrið haldist gott fram á föstudag. Syðra verði hitinn á bilinu 3 til 6 stig og enn hlýrra fyrir norðan og austan. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 3 orð

Morgunblaðið/Kristinn

3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 22 orð

Poppmessa

Poppmessa POPPMESSA verður í Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 20.30 í kvöld. Ranghermt var í blaðinu í gær að messan væri í Garðakirkju. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

Rabb um rannsóknir og kvennafræði

GUÐBJÖRG Linda Rafnsdóttir frá Vinnueftirliti ríkisins og Stefanía Traustadóttir frá Skrifstofu jafnréttismála gera grein fyrir aðdraganda og framkvæmd könnunar um kynferðislega áreitni á vinnustað. Rabbið verður á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands sem fer fram í stofu 202 í Odda kl. 12­13 þriðjudaginn 5. mars. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 279 orð

Stjórn ÚA vill kaupa 10% hlut í félaginu

STJÓRN Útgerðarfélags Akureyringa hefur lagt það til við bæjarstjórn Akureyrar, að ÚA fái heimild til kaupa á töluverðum hlut bæjarins í ÚA að loknu hlutafjárútboði upp á 150 milljónir króna að nafnvirði. Um er að ræða hlutabréf um 91 milljón króna að nafnvirði eða 10% hlut í félaginu eftir hlutafjáraukninguna. Raunverð þessa hlutar gæti verið um 300 milljónir króna. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 199 orð

Takmarkanir á vinnu vegna arnarvarps

FRAMKVÆMDIR við lagningu vegar yfir Gilsfjörð eru hafnar. Skilyrði um að ekki megi vinna við fyllingu úti á Gilsfirði á varptíma arnarins valda því að vinna þarf á vöktum allt sumarið 1997. Vegagerðin ákvað að taka frávikstilboði Klæðningar hf. sem hljóðar upp á tæplega hálfan milljarð króna en það gerir ráð fyrir styttingu verktíma um ár. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 225 orð

Ummælin óviðeigandi og órökstudd

"ÞAÐ ER eflaust mikið til í því að rekstur flestra ef ekki allra ríkisfyrirtækja megi bæta," sagði Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri sjálfstæðisflokksins og formaður bankaráðs Landsbankans, þegar borin voru undir hann ummæli, sem Gunnlaugur M. Sigmundsson, formaður nefndar er vinnur að frumvarpi um breytingu ríkisbankanna í hlutafélög, hefur látið falla um Landsbankann. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð

Umsóknarfrestur um kosningarétt í forsetakosningum útrunninn

UMSÓKNARFRESTUR íslenskra ríkisborgara, sem búið hafa erlendis í átta ár, um heimild til að halda kosningarrétti á Íslandi, rann út 1. desember síðastliðinn. Árið 1994 bárust 107 umsóknir til Hagstofu Íslands og árið 1993 voru umsóknirnar 125. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 223 orð

Unnið eftir útrunnum samningi

SAMNINGUR Læknavaktarinnar sf. við stjórn Heilsugæslunnar í Reykjavík rann út um síðustu mánaðamót. Gunnar Ingi Gunnarsson, talsmaður læknavaktarinnar, segir að á meðan læknarnir finni fyrir vilja stjórnvalda til að taka á verkaskiptingu lækna utan spítala verði unnið eftir hinum útrunna samningi. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 147 orð

Veirugabb á alnetinu

TÖLVUPÓSTNOTENDUR á alnetinu hafa undanfarið verið varaðir við því að hætta sé á tölvuveiru í póstinum. Veiran gengur undir nafninu "Good Times-veiran" og varað er við því að hún berist með tölvupósti. Langt er síðan ljóst var að um gabb er að ræða og því ekkert að óttast. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 376 orð

Viðræður um frið á N-Írlandi samþykktar

JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, og John Bruton, forsætisráðherra Írlands, ákváðu á miðvikudag að allsherjarviðræður um framtíð Norður-Írlands ættu að hefjast 10. júní. Þeir samþykktu einnig að fulltrúar Írska lýðveldishersins (IRA) gætu tekið þátt í viðræðunum ef samtökin féllust á vopnahlé. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 434 orð

Þrjú pör komust á verðlaunapall í sterkri danskeppni

OPNA Kaupmannahafnarkeppnin í dansi fer fram í lok febrúar ár hvert og er hún með stærstu og með sterkustu danskeppnum sem haldnar eru í Evrópu í dag. Dágóður hópur íslenskra dansara er nú nýkominn heim eftir þátttöku í þessari keppni, þar sem árangur Íslendinga var ákaflega góður. Meira
3. mars 1996 | Innlendar fréttir | 698 orð

Þúsund ára afmæli landafunda

Kristján Tómas Ragnarsson fæddist í Reykjavík 15. nóvember árið 1943. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1963 og prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1969. Á árunum 1970­ 1975 stundaði hann sérnám í endurhæfingarlækningum í New York, vann á Landspítalanum í Reykjavík til haustsins 1976, fór þá til stórborgarinnar að nýju, sem þá átti aðeins að vera í stuttan tíma, Meira

Ritstjórnargreinar

3. mars 1996 | Leiðarar | 447 orð

LANDVINNSLA ENDURSKIPULÖGÐ

LANDVINNSLA ENDURSKIPULÖGÐ MORGUNBLAÐINU í gær er frá því skýrt, að Útgerðarfélag Akureyringa hf. hyggist endurskipuleggja landvinnslu sína frá grunni. Gert sé ráð fyrir, að þær breytingar komi til framkvæmda í haust og að árangur þeirra sjáist þegar á næsta ári. Meira
3. mars 1996 | Leiðarar | 1921 orð

UM SÍÐUSTU HELGIvar fjallað hér í Reykjavíkurbréfi um úreldi

UM SÍÐUSTU HELGIvar fjallað hér í Reykjavíkurbréfi um úreldingu Mjólkursamlagsins í Borgarnesi og þá staðreynd, að Kaupfélag Borgfirðinga fékk greiddar 227 milljónir króna af almannafé til þess að úrelda mjólkurbúið, hélt eignunum og hefur við orð að hefja þar aðra drykkjarvöruframleiðslu í samkeppni við einkafyrirtæki í landinu. Meira

Menning

3. mars 1996 | Fólk í fréttum | 65 orð

Bítlaheimilið opnað

AÐDÁENDUR Bítlanna hafa loksins eignast samastað, þar sem Bítlaklúbburinn á Íslandi opnaði nýverið félagsheimili sitt að Garðastræti 2 í Reykjavík. Fjölmargir Bítlaaðdáendur mættu til opnunarinnar, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum ljósmyndara Morgunblaðsins. Meira
3. mars 1996 | Menningarlíf | 130 orð

Fyrirlestur um rússnesk íkon

DR. ULF Abel sérfræðingur í íkonum við Ríkislistasafnið í Stokkhólmi heldur fyrirlestur um rússnesk íkon næstkomandi mánudag kl. 17. Fyrirlesturinn mun einkum fjalla um íkonið sem helgimynd rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar, en einnig mun hann ræða um ýmsa listræna þætti þess og áhrif á nútímamyndlist. Að fyrirlestrinum loknum mun dr. Meira
3. mars 1996 | Tónlist | 405 orð

Glæsileg frumraun

Loftur Erlingsson og Ólafur Vignir Albertsson fluttu söngverk eftir Árna Thorsteinsson, Mahler, Ravel, Jón Ásgeirsson, Karl O. Runólfsson, Pál Ísólfsson, Wagner og Verdi. Fimmtudagurinn 29. febrúar, 1996. Meira
3. mars 1996 | Menningarlíf | 107 orð

Gospeltónleikar í Loftkastalanum

TÓNLEIKAR verða í Loftkastalanum mánudaginn 4. mars kl. 20 og kl. 22 og aftur miðvikudaginn 6. mars kl. 21. Yfirskrift tónleikanna er "Ég trúi á ljós" og eru þetta gospeltónleikar þar sem sungnir eru negrasálmar - gospel - blues og swing. Meira
3. mars 1996 | Menningarlíf | 174 orð

Grafísk ferðabréf Lars Munthes

DANSKI grafíklistamaðurinn Lars Munthe heldur fyrirlestur á dönsku sem ber heitið "Grafiske rejsebreve ­ nordisk identitet" í Norræna húsinu í dag kl. 16. Lars útskrifaðist frá Listaakademíunni í Árósum, grafíkdeild árið 1978. Hann hefur haldið hátt á þriðja tug einka- og samsýninga í heimalandi sínu og víðsvegar í Evrópu. Meira
3. mars 1996 | Menningarlíf | 62 orð

Jazz-kvintett Ragnheiðar í Listaklúbbnum

JAZZ verður í Listaklúbbnum mánudaginn 4. mars. Þá mun Jazz- kvintett Ragnheiðar Ólafs leika blöndu af þekktum "standördum" og norrænum og íslenskum jazzlögum. Jazz-kvintett Ragnheiðar Ólafs skipa Gunnar Gunnarsson, píanó, Gunnar Ringsted, gítar, Jón Rafnsson, kontrabassi, Matthías M.D. Hemstock, trommur, og Ragnheiður Ólafs, söngur. Meira
3. mars 1996 | Menningarlíf | 132 orð

Myndir um Tolstoj og Shostakovitsj í bíósal MÍR

Á SÝNINGARSKRÁ bíósalar MÍR, Vatnsstíg 10 í mars og apríl eru gamlar sovéskar kvikmyndir úr ýmsum áttum, flestar rússneskar. Tvær heimildarmyndir sem sýndar voru á síðastliðnu ári í tilefni þess að þá voru liðin 50 ár frá lokum styrjaldarinnar miklu í Evrópu, verða endursýndar nú í mars vegna áskorana; þ.e. mynd Romans Karmen um borgarastríðið á Spáni, 10. Meira
3. mars 1996 | Menningarlíf | 22 orð

Sigríður sýnir í Humarhúsinu

Sigríður sýnir í Humarhúsinu SIGRÍÐUR Rósinkarsdóttir opnar málverkasýningu í Humarhúsinu við Amtmannsstíg. Á sýningunni eru fimmtán vatnslitamyndir. Þetta er hennar áttunda einkasýning. Meira
3. mars 1996 | Menningarlíf | 168 orð

Skyggnimyndasýning í Ráðhúsinu

SKYGGNIMYNDASÝNING Óskar Vilhjálmsdóttur hefst í Ráðhúsinu við Tjörnina, Tjarnarsal, á sunnudag kl. 14. Á sýningunni eru 10.000 skyggnur. Þær þekja hluta af suðurglugga Tjarnarsalar þannig að allt ljós sem kemur inn í rýmið skín í gegnum þær. "Þegar dimmir snýst það við, því þá kemur ljósið að innan og varpar myndunum út á Tjörn. Þetta eru "notaðar" myndir, þ.e.a.s. Meira
3. mars 1996 | Fólk í fréttum | 109 orð

Sundkona mikil

GLORIA Reuben sló í gegn sem Jeanie Boulet, konan sem Eriq LaSalle féll fyrir í sjónvarpsþáttunum Bráðavaktinni, eða "ER". Í kjölfarið fékk hún hlutverk í tveimur stórmyndum; á móti Johnny Depp í "Nick of Time" og með Jean-Claude Van Damme í "Timecop". Hún hefur einnig haldið hlutverki sínu í Bráðavaktinni og þar með haft nóg að gera upp á síðkastið. Meira
3. mars 1996 | Menningarlíf | 594 orð

Sögur um mannlegar tilfinningar

ÞÝSKI brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik heldur þrjár sýningar í Gerðubergi í dag. Tvær fyrir börn og eina fyrir fullorðna. Barnasýningarnar heita Brúður, tónlist og hið óvænta og hefjast kl. 14 og 16. Sýningin sem ætluð er fullorðnum heitir Næturljóð og hefst kl. 20.30. Hann dvelur hér á landi til 18. mars og vill sýna sem víðast á þeim tíma. Meira
3. mars 1996 | Fólk í fréttum | 92 orð

Söngkeppni FB

SÖNGKEPPNI Fjölbrautaskólans í Breiðholti var haldin í Íslensku óperunni síðastliðinn miðvikudag. Keppnin var afar spennandi og höfðu dómarar á orði að valið hefði verið með eindæmum erfitt. Stella Guðný Kristjánsdóttir bar sigur úr býtum með lagið Himnaborg, í öðru sæti varð Hulda Rós Hákonardóttir með lagið Minningar og í því þriðja Þórunn Elfa Stefánsdóttir. Meira
3. mars 1996 | Menningarlíf | 66 orð

Tónlist í grátónum

EINAR Óli Einarsson heldur ljósmyndasýningu í Ljósmyndamiðstöðinni Myndási, Laugarásvegi 1, þar sem hann sýnir tónleikamyndir frá síðustu fimm árum. Myndirnar eru af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, þekktum og minna þekktum listamönnum. Meira

Umræðan

3. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 264 orð

Hjarta Reykjavíkur ­ stemmning

Hjarta Reykjavíkur ­ stemmning Steingrími St.Th. Sigurðssyni: HJARTA borgarinnar er Hótel Borg. Góð landkynning. Víkingur Jóhannes kenndur jafnan við hótelið reisti þetta töfrum slegna hús við Austurvöll ­ skapaði kraft og þokka, sem aldrei dvín. Sum hótel hér eru lítið annað en sjoppur án andrúmslofts. Meira
3. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 607 orð

Sjálfskipaður "listamaður" kveður sér hljóðs

TRYGGVI V. Líndal kveður sér hljóðs í lesendabréfi Morgunblaðsins fimmtudaginn 15. febrúar sl. Ekki veit ég deili á manninum umfram það sem fram kemur í ritsmíð hans, sem einkennist af hroka og dómgirni gagnvart þjóðmenningu Íslendinga og þó einkum hinu hefðbundna ljóðformi. Veitist höfundur að Guðmundi Guðmundssyni er látið hefur til sín heyra á undanförnum árum ­ nú síðast í Morgunblaðinu 8. Meira
3. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 541 orð

Sjálfstæði kirkjunnar

ÞAU átök er undanfarnar vikur hafa tröllriðið kirkjulegu starfi í Langholtssöfnuði benda ótvírætt á þá staðreynd að kristnihald í þessu landi er að komast á vonarvöl og kallar á breytingar sem verða að framkvæmast hið bráðasta. Meira

Minningargreinar

3. mars 1996 | Minningargreinar | 862 orð

Bjarne Paulson

Bjarne Paulson Bjarne Paulson og stjúpmóðir mín, Steinunn Bjarnadóttir frá Steinnesi, voru bræðrabörn. Kynni mín af Bjarne hófust, þegar hann varð sendiherra Dana á Íslandi í febrúar 1960. Þá var ég í menntaskóla og var fljótlega fenginn til þess að rifja upp með honum íslenskukunnáttu og hlaut á móti tilsögn í dönsku. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 439 orð

Bjarne Paulson

Bjarne Paulson Frá því að ég man fyrst eftir mér á æskuheimili mínu í Brautarholti, heyrði ég talað um frændfólkið í Kaupmannahöfn, en faðir minn og Bjarne voru bræðrasynir. Þó að Ólafur Ágúst Pálsson settist að í Kaupmannahöfn að námi loknu, var alla tíð mikið samband milli systkinanna frá Akri. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 422 orð

BJARNE PAULSON

BJARNE PAULSON Bjarne With Paulson, fyrrverandi sendiherra Dana á Íslandi, fæddist í Kaupmannahöfn 28. nóvember 1912. Hann lést í Ríkisspítalanum þar aðfaranótt laugardagsins 3. febrúar. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur A. Paulson (Ólafur Ágúst Pálsson), f. 3. mars 1863, d. 13. apríl 1941 og Ellen Paulson, fædd With, f. 24. mars 1883, d. 20. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 152 orð

Haraldur Sölvason

Elsku langafi, nú þegar þú ert ekki lengur hér, langar okkur að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar hjá ykkur langömmu í Hveró. Allar ógleymanlegu útilegurnar, sönginn þinn fallega, allan þinn hlýhug og kærleik. Þú varst svo góður, elsku langafi. Við systkinin geymum minninguna um þig í hjörtum okkar, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 479 orð

Haraldur Sölvason

Mig langar að minnast föður míns, Haraldar Sölvasonar. Hugurinn reikar til Siglufjarðar er pabbi var þá illa farinn af heilsuleysi að flétta hárið á litlu stelpunni sinni, sem þá var fimm ára, tilefnð var heimkoma mömmu af sjúkrahúsinu, þar sem hún hafði dvalist vegna lömunar. Á þessum tíma bjuggum við í svokallaða "litla húsi". Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 368 orð

Haraldur Sölvason

Haraldur lagði gjörva hönd á margt á sinni löngu starfsævi, þá þegar sem barn vakti hann yfir ám í Skagafirði. Hann tók þátt í síldarævintýrinu á Siglufirði, var m.a. kyndari í hinum ýmsu síldarbræðslum í tæp 40 sumur, var á sjó og stundaði búskap með allri annarri vinnu, vann lengi hjá Siglufjarðarkaupstað og Hveragerðisbæ eftir suðurkomuna. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 145 orð

HARALDUR SÖLVASON

HARALDUR SÖLVASON Haraldur Sölvason var fæddur 3. janúar 1904 að Kjartanstaðakoti í Viðvíkursveit í Skagafirði. Hann lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 20. febrúar sl. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Björnsdóttir og Sölvi Jóhannsson, sem lengi var póstur milli Sauðárkróks og Siglufjarðar. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 389 orð

Jóhann Hólm Jónsson

Nú er ástkær afi minn farinn frá mér. Alveg frá því að ég man eftir mér hefur mér þótt mjög vænt um minn ástkæra afa og sakna ég hans meir en orð munu nokkurn tímann fá lýst. Jói afi var alltaf mjög skemmtilegur og hreinskilinn. Ég svaf oft hjá ömmu og afa sem mér þótti mjög skemmtilegt, og er mér mjög minnisstætt þegar ég spilaði marías við afa sem afa þótti afar skemmtilegt spil. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 420 orð

Jóhann Hólm Jónsson

Það sækja að okkur ljúfar minningar, er við minnumst afa á Réttó, sem nú er látinn eftir langa og erfiða baráttu við veikindi. Erfitt er að sætta sig við þennan mikla missi því að nú hefur myndast stórt skarð í fjölskyldunni. Gott var að koma á Réttarholtsveginn, því að afi tók alltaf svo vel á móti okkur, enda var hann mjög gestrisinn og barngóður. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 413 orð

JÓHANN HÓLM JÓNSSON

JÓHANN HÓLM JÓNSSON Jóhann Hólm Jónsson fæddist í Stykkishólmi 4. júlí 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakotsspítala, að morgni 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björnína Sigurðardóttir, fædd á Harastöðum á Fellsströnd 22. október 1890 og Jón Jóhannes Lárusson, fæddur á Sólbergi í Stykkishólmi 14. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 75 orð

Jóhann Hólm Jónsson Elsku pabbi minn, nú ertu farinn frá mér og sjúkdómsstríði þínu lokið. Þú varst orðinn þreyttur á erfiðum

Elsku pabbi minn, nú ertu farinn frá mér og sjúkdómsstríði þínu lokið. Þú varst orðinn þreyttur á erfiðum veikindum og þráðir að fá hvíldina. Trúaður varstu og sannfærður um að líf væri eftir dauðann. Ég þakka þér allar góðu samverustundirnar sem við áttum saman. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 98 orð

Jóhann Hólm Jónsson Við fráfall elskulegs föður okkar er ýmislegs að minnast frá liðinni tíð, þegar leiðir skilja. Pabbi okkar

Við fráfall elskulegs föður okkar er ýmislegs að minnast frá liðinni tíð, þegar leiðir skilja. Pabbi okkar var mikill fjölskyldumaður alla tíð og bar hag okkar allra fyrir brjósti og segja má að fjölskyldan hafi verið honum allt. Barnabörnin voru alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá honum og fylgdist hann grannt með uppvexti og velferð þeirra. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 343 orð

Katrín Gunnarsdóttir

Katrín Gunnarsdóttir Mig langar til að minnast nýlátinnar heiðurskonu, Katrínar Gunnarsdóttur, og þakka fyrir gömul og góð kynni. Hún var um árabil kennari í Vestmannaeyjum og þar lágu leiðir okkar saman. Haustið 1934 réðst ég að Barnaskóla Vestmannaeyja til að hefja starf á nýjum vettvangi sem kennari. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 272 orð

Katrín Gunnarsdóttir

Katrín Gunnarsdóttir Við fráfall Katrínar Gunnarsdóttur kennara rifjast margt upp eftir 66 ára kynni. Mér er það minnisstætt þegar hún kom fyrst til dyra og bauð mig velkomna, þegar ég fór í fóstur til skólastjórahjónanna í Vestmannaeyjum. Daginn eftir færði hún mér fallega brúðu að gjöf til að gleðja mig. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 72 orð

KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Katrín Gunnarsdóttir var fædd 15. des. 1901 að Hólmum í Austur-Landeyjum. Hún lést 13. feb. 1996. Hún lauk

KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Katrín Gunnarsdóttir var fædd 15. des. 1901 að Hólmum í Austur-Landeyjum. Hún lést 13. feb. 1996. Hún lauk kennaraprófi 1925 og kenndi við barnaskólann í Vestmannaeyjum 1926-42. Hún giftist 24. maí 1935 Arthuri Emil Aanes vélstjóra, f. 3. sept. 1903, d. 8. nóv. 1988. Börn þeirra eru: Sigrún, f. 10. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 320 orð

Tryggvi Eiríksson

Kær bróðir minn er látinn, aðeins 74 ára. Hann varð fyrstur til að kveðja systkinahópinn af okkur sem urðum fullorðin. Minningarnar leita sterkt á hugann. Minningin um stóra bróður sem við dáðumst svo að og litum upp til. Hann var svo hávaxinn og glæsilegur. Það var stutt í glens og gáskafullan hláturinn þótt alvara lífsins væri líka tekin til athugunar. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 28 orð

TRYGGVI EIRÍKSSON

TRYGGVI EIRÍKSSON Tryggvi Eiríksson fæddist á Útverkum á Skeiðum 26. september 1921. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fíladelfíukirkjunni 1. mars. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 45 orð

Þorsteinn Guðmundsson

Lifendum, guð minn líknar þú, liðnum þú miskunn gefur. Veit huggun þeim, sem harma nú, hvíld væra þeim, er sefur. Góðir menn, drottinn, gef þú, að í góðra manna komi stað á öllu ráð einn þú hefur. (Sveinbj. E.) Bergþóra, Theodór og Ingunn Valgerður. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 242 orð

Þorsteinn Guðmundsson

Þorsteinn Guðmundsson var ákaflega traustur maður og fjölhæfur. Þau voru ófá skiptin, sem leitað var til hans eftir aðstoð eða ráðleggingum meðan hann rak fyrirtækið sitt, Vélsmiðjuna Steinar sf. Ævinlega brást hann við af ljúfmennsku, hvernig sem á stóð og leysti úr vandræðum manna. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 951 orð

Þorsteinn Guðmundsson

Mig langar að minnast föður míns í fáeinum orðum. Þegar litið er yfir farinn veg þá koma upp í hugann minningar tengdar honum frá bernskuárum mínum. Ég var ekki nema sex eða sjö ára gamall þegar ég fór í sveit til föðurömmu minnar og frænku á Másstöðum í Vatnsdal, þar sem pabbi ólst upp. Ég minnist þess hve gaman var að fá hann og mömmu í heimsókn í sveitina. Meira
3. mars 1996 | Minningargreinar | 316 orð

ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON

ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Þorsteinn Guðmundsson var fæddur í Hjarðardal í Dýrafirði 10. febrúar 1926 og ólst upp á Másstöðum í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Hermannsson bóndi og kennari í Hjarðardal, f. 25.3. 1881, d. 19.11. Meira

Daglegt líf

3. mars 1996 | Bílar | 210 orð

A3 ekki í Genf

AUDI hefur ákveðið að sýna ekki A3 hlaðbakinn á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Þess í stað sýnir Audi kraftmikla S8 útfærslu af A8 álbílnum. A3 verður hins vegar kynntur í Evrópu í júní en ráðgert er að framleiðslan hefjist í ágúst. Í haust hefst sala á Audi S4 í Evrópu. S stendur fyrir Sport. Bíllinn verður með Quattro sídrifi og kraftmeiri vélagerðum en A4. Meira
3. mars 1996 | Bílar | 367 orð

Brimborg tekur ekki breytta bíla upp í nýja

BRIMBORG hf., umboðsaðili Ford, Volvo, Daihatsu og Citroën, er hætt að taka breytta, notaða jeppa af dýrari gerðum sem greiðslu upp í nýja bíla. Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, segir að þetta sé gert vegna sölutregðu á breyttum jeppum. Brimborg ráðleggur viðskiptavinum að láta ekki breyta jeppum sínum. Ingvar Helgason hf. Meira
3. mars 1996 | Bílar | 138 orð

Concept I vorið 1997

CONCEPT I, ný Bjalla Volkswagen verksmiðjanna, verður komin í sýningarsali VW umboða víða um heim vorið 1997. VW hefur flýtt framleiðsluáætluninni um eitt ár og verður áætluð ársframleiðsla í fyrstu 100 þúsund bílar. Bíllinn verður framleiddur í Mexíkó, eins og núverandi Bjalla, og verður nýi bíllinn um þriðjungar af 350 þúsund bíla framleiðslugetu verksmiðju VW í Puebla. Meira
3. mars 1996 | Ferðalög | 864 orð

Eins og hver annar ferðamaður í ReykjavíkÞrátt fyrir að vera borgarbarn (eða því sem næst) alla sína tíð og flestum leiðum

Á ALÞJÓÐADEGI leiðsögumanna, 21. febrúar, sem að þessu sinni bar upp á öskudag, hugðist Félag leiðsögumanna bjóða nefnd, sem samgöngumálaráðherra skipaði til að fjalla um stefnumótun í ferðamálum til frambúðar, og nokkrum öðrum í útsýnisferð um Reykjavíkurborg. Á öskudag var blindbylur og því varð ekki úr ferðinni í það skiptið, en þess í stað haldið með hópinn kl. 17.30 síðastliðinn þriðjudag. Meira
3. mars 1996 | Ferðalög | 112 orð

FERÐIRUM HELGINAÚtivist

SUNNUDAGINN 3. mars verður farinn fjórði áfangi Landnámsleiðarinnar, raðgöngu Útivistar 1996. Farið verður með rútu frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 og komið við á Kópavogshálsi, Ásgarði í Garðabæ og Sjóminjasafninu í Hafnarfirði. Gangan hefst í Kúagerði við Vatnsleysuvík og verður farið eftir elstu fornleiðinni í átt til Hvaleyrar og gamla byggðarsvæðisins í Hafnarfirði. Meira
3. mars 1996 | Bílar | 215 orð

GM rafbílar í haust

GENERAL MOTORS hyggst hefja sölu á rafmagnsbílum síðar á þessu áriog verður þar með á undan keppinautum sínum, sem telja að enn sé of snemmt að hefja fjöldaframleiðslu á bifreiðum sem valda ekki loftmengun. Meira
3. mars 1996 | Ferðalög | 285 orð

Göngugarpará faraldsfæti innanlands og utan

Göngugarpará faraldsfæti innanlands og utanÍ ÁR hyggjast göngugarpar í samnefndum gönguklúbbi leggja meiri áherslu á ferðir innanlands en áður. Stefnt er að helgarferð 27.-28. apríl, en þá ætla göngugarpar að feta í fótspor Friðriks 8. Meira
3. mars 1996 | Ferðalög | 175 orð

Í stuttumáli

Kúba er einn af áfangastöðum Ferðaskrifstofu Reykjavíkur og Ferðaskrifstofu stúdenta næsta sumar í samstarfi við breskar og bresk-kúbverskar ferðaskrifstofur. Flogið er þangað með viðkomu í Lundúnum. Boðið er upp á fjölda skoðunarferða um Kúbu auk bílaleigubíla fyrir þá sem kjósa að ferðast á eigin vegum. Í höfuðborg Kúbu, Havana, er margt að sjá. Meira
3. mars 1996 | Bílar | 167 orð

Jarðgas hjá BMW

BMW er fyrstur bílframleiðenda í Evrópu til að hefja fjöldaframleiðslu á bíl sem er knúinn jarðgasi. Þetta verða bílarnir 316 Compact og 518 Touring sem fá þessar vélar og fá þá um leið nýtt heiti, 316g og 518g. Afl vélanna minnkar um 15% miðað við venjulegar bensínvélar þessara bíla en í útblæstrinum verður fjórðungi minna af koltvísýringi og 80% minna af ósóneyðandi kolefnum. Meira
3. mars 1996 | Ferðalög | 39 orð

KÚBA Kúba er ekki bara Kastró. Hún er l

Kúba er ekki bara Kastró. Hún er líka fræg fyrir romm og svera Havanavindla og dillandi tónlist sem enginn getur annað en dansað við. Þar er líka Finca Vigía, varðturninn, þar sem Ernest Hemingway bjó í tuttugu ár. Meira
3. mars 1996 | Ferðalög | 1001 orð

KÚBA Uppstoppuð dýrog bækur á heimiliNóbelsskáldsinsKúba er ekki bara Kastró þó sterk tengsl séu þar á milli í huga marga. Kúba

KÚBA Uppstoppuð dýrog bækur á heimiliNóbelsskáldsinsKúba er ekki bara Kastró þó sterk tengsl séu þar á milli í huga marga. Kúba er líka fræg fyrir romm og svera Havanavindla og dillandi tónlist sem enginn getur annað en dansað við, hvar sem er og hvenær sem er. Meira
3. mars 1996 | Bílar | 100 orð

Lakkskynjari

FÁTT veldur bíleigendum meiri leiða en lakkskemmdir á bílnum. Í fæstum tilfellum finnst nákvæmlega sami liturinn þegar skemmdin er lagfærð og lökkuð svo bíllinn verður skellóttur. Þýski lakkframleiðandinn Herberts GmbH hefur núna aukið líkurnar á því að viðgerð á lakki takist betur í framtíðinni en hingað. Fyrirtækið hefur þróað handhægt mælitæki með ljósnæmum skynjurum sem les lit bílsins. Meira
3. mars 1996 | Ferðalög | 90 orð

London22.-24. mars - Yfir

22.-24. mars - Yfir þrjátíu færustu sérfræðingarnir í Bretlandi og Frakklandi á sviði matar- og vínframleiðslu gefa gestum Covent Garden Market, London WC2, tækifæri til að bragða ókeypis á framleiðslu sinni. Hátíðin kallast"Best of Britain and France" Food Festival. Kaupmannahöfn21. mars til 2. Meira
3. mars 1996 | Ferðalög | 296 orð

Með Norrænu og eigin bíl út í heim

ÝMSIR möguleikar eru í boði fyrir þá sem vilja ferðast með Norrænu í sumar. Siglingar hefjast 6. júní og standa fram í september, og verður siglt til Færeyja, Danmerkur og Noregs. Norræna ferðaskrifstofan sem er með umboð fyrir Norrænu býður upp ýmsa bíl- og hótelpakka fyrir þá sem sigla með skipinu. Meira
3. mars 1996 | Bílar | 211 orð

Mini endurhannaður

MINI hefur verið framleiddur í 40 ár og er því fyrir löngu kominn í flokk klassískra bíla. Nú eru uppi ráðagerðir um að breyta algerlega útliti bílsins og búist við að nýr Mini hugmyndabíll verði kynntur árið 1998 og framleiðslubíll verði settur á markað ári síðar. Meira
3. mars 1996 | Bílar | 244 orð

Ný brú yfir Elliðaár og þrjár akreinreinar í hvora átt

LOKIÐ er samningum við verktaka um gerð breikkunar á Vesturlandsvegi frá Breiðhöfða vestur fyrir vestari ál Elliðaáa í Reykjavík. Verktaki er Völur hf. og Sveinbjörn Sigurðsson hf. Þetta kemur fram í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. Meira
3. mars 1996 | Bílar | 83 orð

Nýr Opel Astra

ÞRÁTT fyrir að enn séu tvö ár þar til nýjum Opel Astra verður hleypt af stokkunum eru þegar hafnar prófanir á bílnum. Þessi teikning af frumgerð bílsins sýnir að framendinn og afturendinn draga dám af stóra bróður, Vectra, sem hefur notið mikillar hylli frá því hann kom breyttur á markað á síðasta ári. Meira
3. mars 1996 | Bílar | 278 orð

Renault Next

RENAULT Next er frumgerð af tvinnbíl sem Renault verksmiðjurnar hafa hannað. Frumgerð bílsins er farin að renna um götur í Frakklandi og þykir bíllinn lofa góðu. Next er sérhannaður sem tvinnbíll, þ.e.a.s. bíll með bensínvél og rafvél. Renault hafði að leiðarljósi við hönnun bílsins að venjulegur bensínbíll nýtir aðeins 40% af vélaraflinu í um 80% umferðaraðstæðna. Meira
3. mars 1996 | Ferðalög | 303 orð

Sex þúsund Íslendingará Kanarí yfir veturinn

KANARÍEYJAR eiga auknum vinsældum að fagna hjá landanum yfir vetrarmánuðina og fram á vor. Farþegaaukningin miðað við árið í fyrra er um 30% hjá Flugleiðum og Heimsferðum, 60% hjá Samvinnuferðum/Landsýn og tæplega 40% hjá Úrvali/Útsýn. Ferðaskrifstofurnar og Flugleiðir bjóða upp á ferðir til eyjanna á tímabilinu frá 20. Meira
3. mars 1996 | Bílar | 62 orð

Smábíll BMW

ORÐRÓMUR hefur verið á kreiki um að BMW sé að vinna að hönnun nýs smábíls. Nú virðist sem þetta hafi verið staðfest því nýlega birtist í bandaríska vikuritinu Automobile Newsmynd af þessum nýja bíl sem er á stærð við Volkswagen Polo. Bíllinn mun keppa við tvo aðra þýska smábíla sem brátt fara í framleiðslu, þ.e. Audi A2 og Mercedes-Benz A-línuna. Meira
3. mars 1996 | Bílar | 1055 orð

SNýr og hljóðlátur Honda Accord með ríkulegum búnaði N

NÝR Honda Accord var kynntur hjá umboðinu, Gunnari Bernhard ehf. um síðustu helgi en Accord er meðalstór, rennilegur, fimm manna, framdrifinn fólksbíll, ágætlega hlaðinn búnaði og fáanlegur með tvær stærðir af vélum. Honda hefur nú alla burði til að sækja í sig veðrið á íslenskum markaði enda talsvert breið lína orðin fáanleg í Civic og Accord gerðunum sem eru bráðlaglegir bílar. Meira
3. mars 1996 | Ferðalög | 272 orð

Sumarbæklingur Ferðaskrifstofu Reykja-víkur kominn út

SUMARBÆKLINGUR Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, Komdu með í sumar og sól '96, er kominn út. Kennir þar ýmissa grasa en meðal nýjunga ferðaskrifstofunnar eru ferðir til lands andstæðnanna, eins og segir í bæklingnum, þe. til Kúbu. Meira
3. mars 1996 | Ferðalög | 212 orð

VERMEER Í HAAG

VERMEER-sýningin sem lengi hefur verið beðið eftir í Evrópu var opnuð í Mauritshuis-safninu í Haag í Hollandi 1. mars sl. Þetta er fyrsta stórsýningin sem er helguð Vermeer einum í Hollandi með 23 af 34 viðurkenndum verkum meistarans. Sýningunni lýkur 2. júní. Vermeer, sem er í hópi merkustu málara Hollands, var uppi 1632 til 1675. Meira
3. mars 1996 | Ferðalög | 476 orð

Þrammaðá þrúgum

SNJÓÞRÚGUR eru það nýjasta sem þarf að prófa. Vinsældir þeirra fara vaxandi í Alpalöndunum. Stór spor í snjó þóttu heldur dularfull fyrir nokkrum árum en nú vita allir að þar var bara einhver á snjóþrúgum á ferð. Kosturinn við snjóþrúgur er að það er hægt að ganga á þeim yfir ósnert, snævi þakin svæði án þess að sökkva í skafl. Meira

Fastir þættir

3. mars 1996 | Dagbók | 2645 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 1.-7. mars, að báðum dögum meðtöldum, er í Garðs Apóteki, Sogavegi 108. Auk þess er Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14. Meira
3. mars 1996 | Fastir þættir | 222 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson 43 stórmeistarar

MEISTARASTIGASKRÁIN er að koma út. Þar ber hæst að stórmeistararnir eru orðnir 43. Jón Baldursson er efstur á stigaskránni með 1.954 stig. Síðan koma í þessari röð: Guðlaugur R. Jóhannsson, 1.585, Örn Arnþórsson, 1.571, Aðalsteinn Jörgensen, 1.509, Valur Sigurðsson, 1.503, Guðmundur P. Arnarson, 1.487, Sigurður Sverrisson, 1.427, Ásmundur Pálsson, 1.377, Karl Sigurhjartarson, 1. Meira
3. mars 1996 | Fastir þættir | 59 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Aðalsveitakeppni félagsins lauk síðasta fimmtudag með yfirburðasigri sveitar Ragnars Jónssonar en auk Ragnars spiluðu í sveitinni Georg Sverrisson, Sigurður Ívarsson, Murat Serdar, Þórður Björnsson. Röðin var annars: Ragnar Jónsson260Vinir238Landssveitin236Ármann J. Lárusson224Sérsveitin213K.G.B. Meira
3. mars 1996 | Í dag | 493 orð

KATTTEKJUR ríkissjóðs á líðandi ári verð

KATTTEKJUR ríkissjóðs á líðandi ári verða rúmir 110 milljarðar króna, ef fjárlög ganga eftir, eða um 23% af áætlaðri landsframleiðslu, sem er 479 milljarðar króna. Ríkisbúskapurinn er sumsé alldýr á fóðrum. Meira
3. mars 1996 | Í dag | 172 orð

Kveikið ljósin VELVAKANDI var beðinn um að koma þeim vinsam

VELVAKANDI var beðinn um að koma þeim vinsamlegu tilmælum til áskrifenda að hafa útiljósin kveikt. Blaðburðarfólk ber blöðin út eldsnemma á morgnana og kveðst hrasa í myrkrinu eða sjá illa merkingar á húsum eða póstkössum. Þessum vinsamlegu tilmælum er hér með komið á framfæri. Meira
3. mars 1996 | Dagbók | 590 orð

Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss og Reykjafoss

Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss og Reykjafoss væntanlegir í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hrafn Sveinbjarnarson og Gnúpur fara í dag. Ólafur Jónsson fer á mánudag. Tasilaq kemur á mánudag. Mannamót ÍAK - Íþróttafélag aldraðra, Kópavogi. Meira

Íþróttir

3. mars 1996 | Íþróttir | 173 orð

Gretzky skoraði í fyrsta leik

Wayne Gretzky byrjaði vel með St. Louis Blues og skoraði í fyrsta leik sínum með liðinu aðfaranótt föstudags. Hann gerði annað markið þegar þrjár mínútur og 36 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta gegn Vancouver Canucks í Vancouver í Kanada en Alexander Mogilny jafnaði áður en yfir lauk. Meira
3. mars 1996 | Íþróttir | 142 orð

Heimsmeistari sýnir

Íslandsmótið í þolfimi fer fram í Laugardalshöll kl. 20.00 í kvöld. Heimsmeistari kvenna, Carmen Valderas frá Spáni, mun sýna á mótinu. Núna er enginn áskrifandi að gullinu í karlaflokki, enda Magnús Schewing ekki með, og keppnin verður því væntanlega hnífjöfn. Meira
3. mars 1996 | Íþróttir | 213 orð

Kynna á golfíþróttina betur í grunnskólum landsins

ÁRSÞING Golfsambands Íslands var haldið í Hlégarði fyrir skömmu og voru að venju fjölmög mál á dagskrá. Þingið samþykkti að verja fé til að kynna golfíþróttina í grunnskólum landsins og hefur Jón Karlsson gofkennari verið fenginn til verksins. Mikið var rætt um tölvuvæðingu og ákveðið að stefna að almennri tölvuvæðingu klúbbanna. Meira
3. mars 1996 | Íþróttir | 112 orð

Línur skýrast

Næst síðasta umferð 1. deildar karla í handknattleik fer fram í kvöld. Spennan er mikil á öllum vígstöðvum og eftir miklu að slægjast. Sigri ÍBV KR í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi og tapi Víkingur stigi gegn KA á Akureyri fellur Víkingur með KR. Meira
3. mars 1996 | Íþróttir | 74 orð

Markahæstir

Julian Duranona, KA184/65 Juri Sadovski, Gróttu164/69 Valdimar Grímsson, Selfossi152/60 Patrekur Jóhannesson, KA144/18 Sigurpáll Árni Aðalsteinss., KR121/35 Knútur Sigurðsson, Víkingi121/47 Gunnar B. Meira

Sunnudagsblað

3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 121 orð

17.500 höfðu séð "Heat"

ALLS höfðu 17.500 manns séð spennumyndina "Heat" í Sambíóunum eftir síðustu sýningarhelgi. Þá sáu 4.000 manns ævintýramyndina "Jumanji" fyrstu sýningarhelgina en hún er einnig í Stjörnubíói, 11.000 höfðu séð Peningalestina, sem einnig er í Stjörnubíói, 41.500 Ace Ventura 2, 23.000 Pocahontas, 2.500 Frelsum Willy 2, 1.000 manns sáu Bréfberann fyrstu helgina, 13. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 2214 orð

Bakhjarlar í heimabyggð eða ÚA líklegir kaupendur Umræðan um sölu hlutabréfa Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa er nú í

Bæjarstjórn Akureyrar hyggst selja hlut bæjarins í Útgerðarfélagi Akureyringa Bakhjarlar í heimabyggð eða ÚA líklegir kaupendur Umræðan um sölu hlutabréfa Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa er nú í hámæli. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 161 orð

Bannað að haldast í hendur

SKÓLASTJÓRI einn í Ástralíu hefur lagt bann við því að nemendur haldist í hendur. Hann kveðst leggja slíkt að jöfnu við "kynferðislegan verknað". Skólastjórinn, Mick nokkur Sheehan, sem stýrir framhaldsskóla í Hobart á Tasmaníu segir að það verði ekki liðið að ungmenni haldist í hendur á skólalóðinni. Slíkt atferli sé með öllu óviðeigandi. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 720 orð

DNA-rannsóknir, kortlagning gena, sjúkdóma og líftryggingar

DNA-rannsóknir eða rannsóknir á kjarnasýrunum sem geyma erfðastofna okkar, hafa verið nokkuð í fréttum að undanförnu. Þessi umfjöllun hefur verið um rannsóknir sakamála og spurninguna um það hvort hægt sé að tengja eitthvert lífsýni ákveðnum einstaklingi og þá með hve mikilli vissu. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 1372 orð

Enn er þörf fyrir Hvítabandið Fyrir Guð - heimilið - þjóðina. Þannig hljóða einkunnarorð Hvítabandsins, bindindis- og

Enn er þörf fyrir Hvítabandið Fyrir Guð - heimilið - þjóðina. Þannig hljóða einkunnarorð Hvítabandsins, bindindis- og líknarfélags sem stofnað var í apríl árið 1895 og er því rösklega hundrað ára gamalt. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 224 orð

Fólk

Kvikmyndafyrirtæki Friðriks Þórs Friðrikssonar, Íslenska kvikmyndasamsteypan, hefur keypt réttinn til að kvikmynda verðlaunaskáldsögu Einars Más Guðmundssonar, Engla alheimsins. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 3303 orð

FRAGMENTA ULTIMA

ÁRIÐ 1993 kom út hjá Almenna bókafélaginu það rit sem einna flestir höfðu beðið eftir frá hendi Sigurðar Nordals, Fragmenta ultima, eða "hinztu brotin". Eru þetta drög að Íslenzkri menningu II, sem aldrei var lokið af hálfu Sigurðar (nefnist hér Fornar menntir 2). Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 168 orð

FULLORÐINSRAPP

RAPPSVEITIN Pharcyde sló rækilega í gegn með fyrstu breiðskífu sinni, sem þótti byltingarkennd að mörgu leyti og höfðaði jafnt til rokkáhugamanna og rappara. Fyrir skemmstu kom út önnur skífa sveitarinnar sem stendur hinni síst að baki. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 612 orð

Fær hann aftur Óskarsverðlaun?

RICHARD Dreyfuss hefur, með hléum, verið framarlega í flokki bandarískra kvikmyndaleikara undanfarna tvo áratugi. Eftir að hann hafði leikið í þremur af vinsælustu kvikmyndum áttunda áratugarins og hlotið óskarsverðlaun 1977 lenti ferill hans í djúpri lægð í nokkur ár en þeir tímar eru að baki. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 3120 orð

Gagntekinn af tónlist Upptökustjórn er vandasamt verk, getur iðulega ráðið úrslitum hvort upptaka sé til þess fallin að vekja

TRYGGVI Tryggvason hefur búið í Englandi frá því hann var þriggja ára, en talar samt prýðilega íslensku. Hreimurinn er nokkuð stirður framan af en eftir því sem líður á samtalið verður honum liðugra um málbeinið og þó fyrir komi að hann þurfi að leita að orðum eða skilji ekki spurningu nema hún sé umorðuð, Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 845 orð

Grænmeti með hækkandi sól

VORIÐ nálgast óðum þó svo að norðangarrinn undanfarið hafi dregið eilítið úr vorhug manna. Vorjafndægur eru 20. mars, en eftir það nær birtan yfirhöndinni allt fram að Jónsmessu. Þó svo að grundirnar hér séu ekki farnar að gróa eru mörg teikn á lofti sem boða komu vorsins. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 45 orð

Gönguferð ekkju

FRANSKI leikstjórinn Louis Malle lést sem kunnugt er seint á síðasta ári. Eiginkona hans var leikkonan Candice Bergen og sést hún hér í göngutúr ásamt hundunum sínum. Hún tók andlát Louis mjög nærri sér og hefur ekki komið oft fram opinberlega síðan. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 115 orð

Hringjarinn með íslensku tali

NÝJASTA Disney-teiknimyndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum næsta sumar. Hún heitir The Hunchback of Notre Dame" og byggist á hinni frægu skáldsögu Victors Hugos um kroppinbakinn Quasimodo, hringjarann ólánsama í Maríukirkju. Myndin verður sýnd í Sambíóunum seinnipart ársins með íslensku tali. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 702 orð

Húsnæði í eigu ríkis og bæja

Umhverfismálaráðherra, Guðmundur Bjarnason sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi 7. febrúar síðastliðinn að áætlað væri að ljúka við endurbætur á húsnæði Umhverfisráðuneytisins fyrir mitt þetta ár. Þá verður fullt aðgengi hreyfihamlaðra að fyrstu hæð ráðuneytisins, en þar er afgreiðsla þess og fundasalir. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 1381 orð

Hver er siðferðisleg skylda fyrirtækja? Hlutverk og ábyrgð fyrirtækja hefur verið mikið til umræðu beggja vegna Atlantshafs

ÞAÐ KÆMI ekki á óvart að heyra sjónarmið af þessu tagi frá Tony Blair, leiðtoga Verkamannaflokksins. Nú eru þau hins vegar farin að heyrast í bandarískum stjórnmálum. Um allan hinn enskumælandi heim og jafnvel í Þýskalandi er fólk farið að spyrja sig grundvallarspurningar. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 112 orð

Í BÍÓ

EINS og oft áður um þetta leyti árs, þ.e. þegar Óskarskvöldið nálgast, er úrvalið í kvikmyndahúsum borgarinnar með besta móti. Margar kræsilegar myndir hafa verið frumsýndar að undanförnu og kvikmyndahátíð stendur yfir í Sambíóunum. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 172 orð

Íbúatala Gaza tvöfaldast

FJÖLDI íbúa á Gaza-svæðinu mun tvöfaldast á næstu 15 árum og verður það ekki til að bæta kjör þeirra sem þar halda til. Þetta kom fram í máli Hassans Abu Libdeh, sem stýrir Hagstofu sjálfsstjórnar Palestínumanna. Sagði hann að ný lýðfræðileg könnun sem gerð hefði verið á Gaza sýndi að þar byggju nú 934.000 manns og myndi sá fjöld tvöfaldast á næstu 15 árum. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 947 orð

Í SÍÐASTA Helgispjalli minntist ég á hvernig miklir listamen

Í SÍÐASTA Helgispjalli minntist ég á hvernig miklir listamenn geta farið framhjá samtíð sinni, gleymzt áratugum saman, en risið upp með nýjum kynslóðum. Þá eru þeir horfnir af sviðinu sem mest bar á - og eiga ekki afturkvæmt. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 793 orð

Kraftur auðmýktarinnar

Auðmýktin á ekki sjö dagana sæla. Hún er ekki kennd. Konum var hún eitt sinn kennd en oftast á röngum forsendum. Auðmýktin á sér ekki marga meðmælendur og það er synd, því hún getur áorkað miklu. Fólki er kennt að standa fast á sínu og láta ekki troða sér um tær. Það er gott að verjast þannig ranglætinu, en því miður hefur auðmýktin orðið undir í baráttu manna fyrir skerfi sínum. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 2620 orð

"Lífið er hrísgrjón"

Þ"ETTA hérna, China House, er svona rétt að komast á fæturna," segir hann þegar ég kem út til Novotel hótels sem er rétt við Kairóflugvöll. "Þú sérð að loftræstibúnaðurinn meðfram veggjunum er enn fóðraður með einangrunarpappír, Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 233 orð

Óútgefinn Zappa

FRANK Zapa er allur, en þó eru að koma út plötur með áður óútgefinni tónlist hans. Það er þó í öðrum anda en þear útgáfa vill hagnast á hræinu; fyrir skemmstu kom út safnplata með sjaldheyrðri og óútgefinni tónlist sem Frank Zappa setti saman skömmu áður en hann féll frá. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 136 orð

Palli einn í heiminum

FRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKIÐ Litla gula hænan mun nú í vor hefja tökur á nýrri íslenskri stuttmynd sem ber nafnið Palli einn í heiminum. Leikstjóri er Ásthildur Kjartansdóttir en handritið er eftir Jakob Andersen og byggist á samnefndri barnasögu sem lengi hefur notið vinsælda. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 673 orð

Ráðgjafar beðið

BÆJARSTJÓRN hefur beðið Landsbréf um faglega ráðgjöf vegna sölu hlutabréfanna í ÚA. Þeirrar ráðgjafar er beðið, að sögn Jakobs Björnssonar, bæjarstjóra, en hún er væntanleg um þessar mundir. Jakob segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvernig staðið skuli að sölu bréfanna, en hann vildi helzt að þau yrðu seld bakhjörlum í heimabyggð. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 301 orð

Risi í norðri?

HUGMYNDIN um að öll hlutabréf Akureyrarbæjar í ÚA verði seld Samherja, KEA og Lífeyrissjóði Norðurlands, gæti þýtt að á Akureyri yrði til langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og líklega í Vestur-Evrópu. Verði um nána samvinnu Samherja, ÚA og sjávarútvegsdeildar KEA, er þar kominn risi með aflaheimildir, sem svara til um 30. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 4355 orð

SÍÐUSTU FORVÖÐ ÞORVALDS GYLFASONAR

ÚT ER komin bókin "Síðustu forvöð" eftir Þorvald Gylfason hagfræðiprófessor, og hefur hennar verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, þar sem hún var kynnt af óvenjumiklum krafti, áður en hún kom út. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 1609 orð

Spillingin vegur þyngra en persónutöfrar Gonzalez Spánverjar tóku upp lýðræðislega stjórnarhætti eftir lát Francisco Francos

Þingkosningar eru á Spáni í dag og líklegt er að með þeim ljúki valdatíma sósíalista Spillingin vegur þyngra en persónutöfrar Gonzalez Spánverjar tóku upp lýðræðislega stjórnarhætti eftir lát Francisco Francos einræðisherra 1975 og á þeim tveimur áratugum, sem síðan eru liðnir, Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 141 orð

Stjörnurnar reyna við fugla

GOLFMÓT hinna frægu fór fram á Pebble Beach-golfvellinum fyrir skemmstu. Um parakeppni var að ræða og saman kepptu annars vegar Kevin Costner og Andy Garcia og hins vegar Bill Murray og Glen Campbell. Mótsstjóri var Clint Eastwood. Bill og Glen tryggðu sér sigur í mótinu með 20 metra löngu pútti Bills, sem klæddist smekkbuxum. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 384 orð

»Stökkpallur MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar standa fyrir dyrum, verða haldnar í

MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar standa fyrir dyrum, verða haldnar í lok mánaðarins og eins og vanalega hefur grúi skráð sig til leiks. Tilraunirnar núna eru þær fjórtándu, en ekki er fjarri lagi að á þriðja hundrað hljómsveita hafi tekið þátt í tilraununum og ásóknin verður æ meiri. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 1870 orð

UMHVERFISMÁLIN GÆLUVERKEFNIÐ

Stefán P. Eggertsson er 49 ára, fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, og nam byggingaverkfræði við Háskóla Íslands og Tækniháskólann í Lundi í Svíþjóð og lauk prófi þaðan 1971. Hann starfaði hjá Vatnsveitu Reykjavíkur í tvö ár en réðist þá til starfa hjá Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 3380 orð

Umræðan oft hlaðin tilfinningum

Umræðan oft hlaðin tilfinningum Umtalsverðar breytingar hafa orðið á skipan barnaverndarmála á Íslandi í kjölfar þess að Barnaverndarstofa tók til starfa á síðastliðnu ári, en tilgangurinn með stofnun hennar var að samræma stjórn barnaverndarmála í landinu. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 360 orð

Vatnsskortur fyrirsjáanlegur eftir þrjátíu ár

FÓLKSFJÖLGUN er nú það hröð að á næstu 30 árum mun hún leiða til skorts á ferskvatnsforða nema reynt verði að breyta neysluvenjum í landbúnaði, iðnaði og á heimilum, að því er bandarískir vísindamenn skrifa í tímaritið Science fyrir skömmu. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 3802 orð

VeguraðVirkinu

Í smalamennsku haustið 1990 fann einn leitarmanna álbút úr flugvél, innst í gili við rætur Eyjafjallajökuls. Viku síðar var smalinn kominn upp á glerhálan og sprunginn Jökulinn ofan við gilið, þar sem hann læddist einsamall um á ullarsokkum með broddstaf sér til stuðnings. Fyrir einskæra rælni fann hann heillegan hluta af vængenda með áletrun. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 96 orð

Woody Allen í Vín

BANDARÍSKI leikstjórinn og leikarinn Woody Allen er um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu ásamt New Orleans jazz-hljómsveit sinni. Allen hefur spilað einu sinni í viku með hljómsveitinni á krá á Manhattan í New York svo árum skiptir og hann segir að hljómsveitin kunni mörg hundruð lög. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 485 orð

Þarft framtak

ENGIN Kvikmyndahátíð Listahátíðar í Reykjavík var haldin á síðasta ári eins og hefði átt að vera en áform munu uppi um að endurvekja hana með nýju sniði og halda á hverju ári undir heitinu Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Kvikmyndahúsin hafa fyllt að nokkru leyti upp í eyðuna sem hún hefur skilið eftir nú síðast Sambíóin með Gullmolahátíð sinni. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 739 orð

Þrjátíu ára sinfónían

MYNDIN Mr. Holland's Opus fjallar um ævistarf Glenn Hollands, tónlistarmanns, sem ætlaði sér að stunda kennslu í nokkur ár áður en hann tækist á við þá köllun sína að semja ódauðlega tónlist. 1994 gengur Glenn Holland út úr skólanum sínum í síðasta sinn eftir 30 ára starf. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 572 orð

Æskulýðsdagurinn "Friður"

"Þetta hef ég talað til yðar, meðan ég var hjá yður. En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist." (Jóh. 14:25-27. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 270 orð

(fyrirsögn vantar)

MIKILL straumur erlendra hljómsveita verður hingað til lands á árinu. Fyrir stuttu hélt fremsta sveit Svía hér tónleika og Næst á dagskrá er Tony Sapiano sem leikur á einum tónleikum í Tunglinu, aukinheldur sem hann kemur fram á framhaldsskólaballi. Meira
3. mars 1996 | Sunnudagsblað | 167 orð

(fyrirsögn vantar)

MARGIR eru kallaðir en fáir útvaldir í danstónlistinni og í takt við gríðarlegur grósku falla flestir í gleymsku eftir eitt lag eða svo, en örfáir halda velli. Meðal þeirra lífseigustu eru félagarnir í Coldcut, sem reka DJ Food í samvinnu við þriðja mann. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.