Greinar fimmtudaginn 28. mars 1996

Forsíða

28. mars 1996 | Forsíða | 395 orð | ókeypis

Breskir bændur þrýsta á um slátrun 850.000 gripa

Evrópusambandið setur alþjóðlegt bann en býður breskum bændum hjálp Breskir bændur þrýsta á um slátrun 850.000 gripa Brussel, London, París. Reuter. Meira
28. mars 1996 | Forsíða | 80 orð | ókeypis

Drottningarheimsókn

ELÍSABET Bretlandsdrottning kom í opinbera heimsókn til Tékklands í gær og tók Vaclav Havel, forseti landsins, á móti henni við opinbera athöfn í Pragkastala. Gekk Elísabet síðar yfir Karlsbrúna þar sem borgarbúar fögnuðu henni með breskum fánum. Meira
28. mars 1996 | Forsíða | 171 orð | ókeypis

Hillir undir nýja stjórn

NÝKJÖRIÐ þing á Spáni kom saman í gær og bendir flest til, að Katalóníuflokkurinn muni styðja stjórnarmyndun Þjóðarflokksins, sem bar sigur úr býtum í kosningunum og batt þar með enda á 13 ára valdatíma Sósíalistaflokksins. Meira
28. mars 1996 | Forsíða | 176 orð | ókeypis

Morðingi Rabins iðrast einskis

YIGAL Amir, 25 ára námsmaður og heittrúaður gyðingur, kvaðst í gær einskis iðrast eftir að hafa verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels. Hann sakaði dómarana um "sýndarréttarhöld". Meira
28. mars 1996 | Forsíða | 214 orð | ókeypis

Stækkun NATO er ógnun við öryggi Samveldisins

PAVEL Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í gær á fundi varnarmálaráðherra Samveldis sjálfstæðra ríkja, að stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO) ógnaði öryggi samveldisríkjanna meira en nokkuð annað og því bæri þeim að samræma afstöðu sína gegn stækkunaráformunum. Meira

Fréttir

28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 104 orð | ókeypis

4-33% hærri ráðstöfunartekjur

RÁÐSTÖFUNARTEKJUR manns sem starfar við verslun og þjónustu í Danmörku eru 4-33% hærri en verslunarmanns hér á landi ef miðað er við heildarlaun og munurinn er ennþá meiri, eða 18-44%, ef eingöngu er miðað við dagvinnulaun, þar sem vinnutími er lengri hér á landi en í Danmörku. Meira
28. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 178 orð | ókeypis

Aflaverðmætið um 80 milljónir króna

ÞÝSKI togarinn Eridanus, sem er í eigu Mecklenburger Hochseefischerei, dótturfyrirtækis ÚA, kom til Akureyrar í vikunni með fullfermi, eða um 320 tonn af frystum flökum eftir tæplega tveggja mánaða túr. Um 80% aflans eru þorskur og til viðbótar ufsi og ýsa og er aflaverðmæti togarans um 80 milljónir króna. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 1004 orð | ókeypis

"Afskaplega hissa á ákvörðuninni"

ANNA Margrét Magnúsdóttir, einn fulltrúa Íslands í tóndæmakeppninni Kontrapunkti, segist hafa verið "afskaplega hissa" þegar Sveinbjörn I. Baldvinsson, dagskrárstjóri hjá Sjónvarpinu, bað hana að víkja úr liðinu 6. mars síðastliðinn. Það hafi komið á óvart að Valdemar Pálsson fyrirliði skyldi ekki reyna að ná sáttum í kjölfar ágreinings innan hópsins um framgöngu í keppninni. Meira
28. mars 1996 | Landsbyggðin | 155 orð | ókeypis

A-listinn á norðanverðum Vestfjörðum

ALÞÝÐUFLOKKURINN, Jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur birt framboðslista sinn, A-listann, við sameiginlegar sveitarstjórnarkosningar sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum, sem fram fara hinn 11. maí næstkomandi. Listinn er þannig skipaður: 1) Sigurður R. Ólafsson form. Sjómannafél. Ísfirðinga, Ísafirði. 2) Björn E. Hafberg skólastjóri, Flateyri. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 360 orð | ókeypis

Ákvarðanir hreppsnefndar standa

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað kröfu þriggja íbúa í Reykhólahreppi um að ógilda ákvarðanir hreppsnefndar vegna þess að ólöglega hafi verið að þeim staðið. Ráðuneytið tekur hins vegar undir kröfur íbúanna um að efna beri til almenns borgarafundar vegna þess að tilskilinn fjöldi íbúa krafðist þess. Í kæru þremenninganna sem rituð er 14. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð | ókeypis

Bauð eina milljón

FJÖLMÖRG tilboð bárust í niðurrif á ratsjárskermum á Keflavíkurflugvelli fyrir varnarliðið. Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, forstjóra Sölu varnarliðseigna, voru tilboðin mjög mismunandi, allt frá því að tilboðsgjafar vildu fá 55 milljónir kr. í sinn hlut fyrir verkið en einn tilboðsgjafi bauðst til þess að greiða eina milljón kr. fyrir að fá verkið. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 186 orð | ókeypis

Bolir gegn fíkniefnum á Shell-stöðvunum

NEMENDUR í Myndlista- og handíðaskólanum hafa hannað boli fyrir unga fólkið, þar sem þemað er baráttan gegn fíkniefnum. Bolirnir verða til sölu á Shell-stöðvunum og rennur ágóði af sölunni óskiptur til stuðnings Jafningjafræðslu framhaldsskólanna. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 257 orð | ókeypis

Einn mannanna var staddur á Akureyri

EINN fjögurra manna á Egilsstöðum, sem 17 ára stúlka hefur kært fyrir nauðgun, hefur sýnt fram á við yfirheyrslur að hafa verið staddur á Akureyri þegar nauðgunin er sögð hafa átt sér stað. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins þykir ýmislegt benda til þess að fleiri mannanna fjögurra geti fært sönnur á fjarvist sína. Meira
28. mars 1996 | Landsbyggðin | 183 orð | ókeypis

Fegurðarsamkeppni Vesturlands í Ólafsvík

FEGURÐARSAMKEPPNI Vesturlands verður haldin í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík miðvikudaginn 3. apríl. Alls taka 13 stúlkur þátt í keppninni og hafa æfingar staðið yfir síðan í janúar. Að sögn Silju Allansdóttur, umboðsmanns keppninnar, verður kappkostað við að gera kvöldið sem glæsilegast og verða m.a. Magnús Scheving og Anna Sigurðardóttir með þolfimisýningu. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð | ókeypis

Ferjubryggja í Holti endurbyggð

LÆGSTA tilboð í endurbyggingu ferjubryggju í Holti í Önundarfirði er 11,5 milljónir kr. sem eru 81% af kostnaðaráætlun Vita- og hafnamálastofnunar. Lægstbjóðandi er Guðlaugur Einarsson ehf. Verkið er fólgið í því að endurbyggja fremri hluta bryggjunnar í Holti en hún er um 100 metra löng og upphaflega byggð árið 1958. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð | ókeypis

Fjórir teknir við innbrot

FJÓRIR menn voru handteknir skömmu fyrir hádegið á þriðjudag eftir að þeir höfðu brotist inn í tvær íbúðir við Hátún í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar voru mennirnir með í fórum sínum talsvert af varningi sem þeir höfðu stolið úr íbúðunum. Þeir náðust í nágrenni við innbrotsstaðina. Mennirnir hafa allir komið við sögu í svipuðum málum áðurþ Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 300 orð | ókeypis

Flökunarvél sótt með aðstoð lögreglu

STARFSMENN IceMac hf. fengu í gærkvöldi aðstoð frá lögreglunni í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi til að sækja fiskvinnsluvél í togarann Anyksciat frá Litháen, sem liggur við festar í Hafnarfjarðarhöfn. Nærri 30 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni. Ekki kom til átaka. Skipverjar á togaranum höfðu neitað að afhenda vélina og komið í veg fyrir að starfsmenn IceMac kæmust um borð. Meira
28. mars 1996 | Erlendar fréttir | 247 orð | ókeypis

Fólk varað við að snæða kindaheila

DÝRALÆKNISEMBÆTTIÐ í Færeyjum hefur varað Færeyinga við að snæða kinda- eða lambaheila vegna gruns um samhengis riðu í sauðfé og Creutzfeldt-Jacobs-veikinnar, en kindaheilar þykja sérstakt lostæti í Færeyjum. Meira
28. mars 1996 | Erlendar fréttir | 499 orð | ókeypis

Frakkar segja Schengen ófullnægjandi skref

MICHEL Barnier, Evrópumálaráðherra Frakklands, segir að Schengen-vegabréfasamkomulagið sé aðeins ófullnægjandi skref í átt til þess að tryggja innra öryggi og koma á raunverulegu ferðafrelsi á milli aðildarríkja Evrópusambandsins og að það sé ekki fullnægjandi. Meira
28. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 73 orð | ókeypis

Fráveituframkvæmdir á áætlun

ÞEIR unnu af kappi við að leggja yfirfallslögn frá nýrri skolpdælustöð á Torfunefsbryggju í sólskininu Pétur Halldórsson, Randver Karlesson, Eyþór Guðmundsson, Gunnþór Hákonarson og bílstjórarnir Viðar Pálmason og Ari Jónsson. Á meðan á framkvæmdum stendur er einungis hægt að nota aðra akrein Glerárgötunnar til norðurs. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð | ókeypis

Fræðsla um kynferðislega áreitni

TÍU stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi sem kveður á um viðbrögð við kynferðislegri áreitni í opinberum stofnunum og öðrum vinnustöðum. Samkvæmt ályktuninni verður ríkisstjórninni falið að skipa nefnd sem hafi það verkefni að beita sér fyrir að skipulega verði brugðist við málum sem varða kynferðislega áreitni og skipuleggja fræðslu um slíka áreitni. Meira
28. mars 1996 | Landsbyggðin | 215 orð | ókeypis

Fundur um fíkniefni í Hrísey

Hrísey-Lionsklúbburinn í Hrísey hélt almennan fund fyrir unga sem aldna í Grunnskólanum í Hrísey nýlega. Þar var fjallað um fíkniefnavandamál og voru framsögumenn á fundinum þeir Daníel Snorrason og Jóhannes Sigfússon frá rannsóknarlögreglunni á Akureyri. Fjölsóttur fundur gerði góðan róm að máli framsögumanna og taldi í því felast mörg góð varnaðarorð. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 136 orð | ókeypis

Fyrirlestur um sölumál handverksfólks

GUÐRÚN Hannele Henttinen flytur fyrirlestur í Norræna húsinu laugardaginn 30. mars nk. kl. 14 á vegum Heimilisiðnaðarskólans. Þessi fyrirlestur fjallar um sölu- og handverksmál handverksfólks og er fyrst og fremst ætlaður þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að koma handunninni vöru á markað. Áheyrendur munu fá góð ráð við markaðssetningu og ábendingar um sölumennsku. Meira
28. mars 1996 | Erlendar fréttir | 164 orð | ókeypis

Fæstir vita af ríkjaráðstefnunni

AÐEINS um 15% íbúa ríkja ESB vita að endurskoðun stofnsáttmála þess hefst í lok vikunnar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun á vegum framkvæmdastjórnar ESB. Danir voru bezt upplýstir um ríkjaráðstefnuna og höfðu 37% heyrt að hún ætti að hefjast á næstunni. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 340 orð | ókeypis

Gagnrýna Vegagerðina fyrir seinagang

Öryggi skólabarna við Nesjaskóla Gagnrýna Vegagerðina fyrir seinagang BÆJARSTJÓRI Hornafjarðar og bæjarfulltrúar gagnrýna Vegagerðina fyrir seinagang við gerð hraðahindrunar og gangbrautar á þjóðveginum milli Nesjaskóla og íþróttahúss sveitarinnar. Meira
28. mars 1996 | Erlendar fréttir | 55 orð | ókeypis

Geimganga við Mír

GEIMFARAR í bandarísku geimferjunni Atlantis fóru í gær í sex klukkustunda göngu um geimstöðina Mír. Þeim var m.a. ætlað að kanna hvort geimrusl ylli skemmdum á stöðinni og gangan þótti takast mjög vel. Á myndinni eru geimfararnir, Linda Godwin og Rich Clifford, að störfum við Mír, sem er 401 km yfir jörðu. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð | ókeypis

Gjaldskrá hækkar um 3%

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu stjórnar veitustofnana um 3% hækkun á gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1. apríl næstkomandi að telja. Fram kemur að hækkunin er til komin vegna hækkunar á gjaldskrá Landsvirkjunar. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 192 orð | ókeypis

Greiðsla bæjarins hækkuð

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur kveðið upp þann dóm að bæjarsjóður Hafnarfjarðar skuli greiða Einari Þorgilssyni & Co. h.f. rúmar 18 milljónir auk dráttarvaxta vegna eignarnáms á Einarsreit við Reykjavíkurveg. Bærinn hefur áður greitt rúmar 16,1 milljón vegna lóðarinnar. Að sögn Guðmundar Benediktssonar bæjarlögmanns hefur bæjarráð Hafnarfjarðar ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Meira
28. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 283 orð | ókeypis

Gæti orðið til að efna til óþarfa átaka

KÁRI Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norðurlands, segir að miðað við núverandi stöðu mála gæti framboð hans til forseta Alþýðusambands Íslands allt eins orðið til þess að efna til óþarfa átaka innan hreyfingarinnar. Hann geti því að óbreyttu ekki gefið kost á sér. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð | ókeypis

Hallgrímur og passíusálmarnir

FÉLAG íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag Íslands heldur mars-félagsfund sinn nk. fimmtudagskvöld 28. mars kl. 20.30. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 152 orð | ókeypis

Háskólafyrirlestur um kvennarannsóknir

DR. JANET Carlisle Bogdan, dósent í félagsfræði við Le Moyne háskóla í Syracuse í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur laugardaginn 30. mars í boði Rannsóknastofu í kvennafræðum og Námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Meira
28. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 130 orð | ókeypis

Heimsmynd stjarnvísindanna

HEIMSMYND stjarnvísindanna: Sannleikur eða skáldskapur?, er heiti á fyrirlestri dr. Einars H. Guðmundssonar dósents í stjarneðlisfræði sem hann flytur í stofu 24 í húsi Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti næstkomandi laugardag, 30. mars, en hann hefst kl. 13.15. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 30 orð | ókeypis

Héraðsdýralæknir settur

GUÐBJÖRG Þorvarðardóttir hefur verið sett héraðsdýralæknir á Hvolsvelli frá 1. maí næstkomandi. Fjórir sóttu um stöðuna auk Guðbjargar; Bergþóra Þorkelsdóttir, Gunnar Þorkelsson, Lars Hansen og Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 713 orð | ókeypis

Hjúkrunarráðgjöf handa fólki með þvagfæravandamál

GUNNJÓNA Jensdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingar eru nýkomnar frá námi við Háskólann í Gautaborg í Svíþjóð, útskrifaðar sem uroterapeutar, fyrstar Íslendinga. Þær eru með öðrum orðum hjúkrunarráðgjafar fyrir fólk með þvagfæravandamál. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 380 orð | ókeypis

Hlutavelta til styrktar fötluðum börnum

MORGUNBLAÐINU hefur borist bréf frá Bartolomeo Pianese, kennara í bænum Formia á Ítalíu og nemendum hans. Kennarinn hefur þegar skrifað nokkrum íslenskum fyrirtækjum og samtökum og óskað eftir aðstoð við Íslandskynningu sem nemendur hans hyggjast setja upp. Í tengslum við hana verður efnt til hlutaveltu og verður ágóðanum varið til styrktar fötluðum börnum í bekknum. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 379 orð | ókeypis

Hugmyndasamkeppni í gerð kennsluforrita

GRANDASKÓLI hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni í gerð kennsluforrita í íslensku, dönsku eða raungreinum fyrir 6-12 ára nemendur. Er þetta í fyrsta skipti sem opinber skóli á grunnskólastigi auglýsir á þennan hátt, að því best er vitað. Þrenn verðlaun verða veitt. samtals að upphæð 600.000 krónur. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 232 orð | ókeypis

Húsnæði stofnunarinnar ófullnægjandi

TRYGGINGARÁÐ hefur samþykkt samhljóða harðorða ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að minnast 60 ára afmælis Tryggingastofnunar ríkisins með því að bæta úr brýnum húsnæðisvanda stofnunarinnar. Í ályktun tryggingaráðs segir að húsnæði Tryggingastofnunar fullnægi ekki kröfum um aðgengi fatlaðra, aðkomu bifreiða, aðstöðu starfsfólks og geymslurými. Meira
28. mars 1996 | Erlendar fréttir | 105 orð | ókeypis

Hvíslazt á um EMU

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Frakklands og Þýzkalands, Theo Waigel og Jean Arthuis, hvíslast á við lok fundar síns í borginni Laval í Frakklandi. Báðum var mikið í mun að staðfesta vilja og getu ríkjanna til þess að uppfylla skilyrði fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi, EMU, á næsta ári. Ráðherrarnir samþykktu að stefna að gerð tveggja "stöðugleikasáttmála". Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð | ókeypis

Innflutningur ekki stöðvaður

INNFLUTNIGNUR á bresku gæludýrafóðri verður ekki stöðvaður fyrst um sinn, að sögn Brynjólfs Sandholt yfirdýralæknis. Að sögn Brynjólfs var ákvörðunin tekin í samráði við fóðureftirlitið eftir að í ljós kom að um niðursoðið fóður er að ræða, sem hitað er upp í 135, en það hitastig á að drepa smitefnið. Meira
28. mars 1996 | Erlendar fréttir | 67 orð | ókeypis

Í fangelsi fyrir tilraun til líknarmorðs

55 ára gömul norsk kona var sett í gæsluvarðhald til fjögurra vikna á þriðjudag vegna gruns um að hafa í tvígang reynt að fremja líknarmorð til að binda enda á þjáningar dauðvona móður sinnar. Konan er grunuð um að hafa reynt að gefa móður sinni of stóran skammt af morfíni og átt við dælu til að gefa verkjalyf í æð. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 309 orð | ókeypis

Íslendingarnir funda með lögmanni

LITHÁÍSKI togarinn Vydunas kom til hafnar í Klaipeda í Litháen í gær. Íslensku skipverjarnir fjórir funduðu með lögmanni við komuna til Litháens. Sjómannasamband Íslands hefur engin afskipti haft af máli litháíska togarans Vydunas, sem kallaður var heim til Litháen af eiganda sínum, Búnaðarbankanum í Litháen. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 496 orð | ókeypis

Kennarar segja svör stjórnvalda ófullnægjandi

EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að svar ríkisstjórnarinnar við bréfi kennara frá 18. mars sl. sé ófullnægjandi og kennarar komi ekki að vinnu við flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga við svo búið. Eiríkur hefur verið boðaður á fund í verkefnisstjórn um flutning grunnskólans í dag, en hann segist ekki ætla að mæta á fundinn. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð | ókeypis

Landhelgisgæsla Íslands minnist 70 ára afmælis

LANDHELGISGÆSLAN verður 70 ára á þessu ári. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti svo sem með sögusýningu í sumar og útkomu afmælisbókar. Sérstök afmælisnefnd hefur verið sett á laggirnar hjá Landhelgisgæslunni til að annast undirbúninginn og hana skipa Helgi Hallvarðsson skipherra, Stefán Melsted lögfræðingur og María Sólbergsdóttir fjármálastjóri. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð | ókeypis

Landlæknir rannsaki ávísanir 11 lækna

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur sent landlækni beiðni um að ávísunarvenjur 11 lækna, heilsugæslulækna og sérfræðinga, verði skoðaðar sérstaklega í framhaldi af því að fjórir menn á þrítugsaldri, sem grunaðir eru um umfangsmikil tryggingasvik í tengslum við sviðsett umferðarslys, Meira
28. mars 1996 | Fréttaskýringar | 514 orð | ókeypis

Landsbyggðarkvöld

MÚSÍKTILRAUNIR hófust fyrir tveimur vikum og síðustu átta hljómsveitirnar af þrjátíu keppa um að komast í úrslit sem verða á morgun. Eins og jafnan á loka tilraunakvöldi er margt um sveitir utan af landi, því það hentar eðlilega vel fyrir þær sem komast í úrslit að þurfa ekki að gera sér aðra ferð í bæinn. Meira
28. mars 1996 | Miðopna | 1355 orð | ókeypis

Leit að nýjum boðskap

ÞRAUTSEIGJA Bobs Doles bar loks árangur í gær er hann hlaut yfir 60% atkvæða í forkosningum repúblikana í Kaliforníu og tryggði sér öruggan meirihluta fulltrúa á landsfundinum sem kýs forsetaefni í San Diego í ágúst. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 424 orð | ókeypis

Lék með þríbrotið kinnbein

HELGA Bachmann leikkona hefur síðustu daga leikið í þremur leiksýningum þríkinnbeinsbrotin með glóðurauga, sem nær frá augabrún niður á háls. Helga leikur stórt hlutverk í leikritinu Þrjár konur stórar, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói sl. sunnudagskvöld. Helga segir að leikritið fjalli um þrjár stórbrotnar konur, en ein þeirra sé margbrotin. Hún segist tileinka konunum þessi beinbrot. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð | ókeypis

Lýst eftir munum og ljósmyndum

BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar mun í vor standa fyrir sýningu í sýningarsalnum Smiðjunni að Strandgötu 50 er tengist eftirstríðsárunum. Á Byggðasafni er lítið til af munum frá þessum árum og því auglýsir safnið eftir þeim. Sýningin verður aðallega byggð upp á eftirtöldum málaflokkum: Íþróttum, skemmtunum, tónlist, kvikmyndum, bílum, tísku og börnum. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð | ókeypis

Lægsta tilboð 58% af áætlun

LÆGSTA tilboð í styrkingu Akrafjallsvegar hljóðar upp á 30,5 milljónir kr., sem er 58% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Er þetta fyrsti áfangi í vegagerð vegna Hvalfjarðarganga. Umræddur vegur er frá Leyni við Akranes að aðkomuvegi ganga í landi Innra-Hólms, alls 5,7 km á lengd. Vegurinn verður styrktur og á hann lagt bundið slitlag. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð | ókeypis

Málþing um gæðastjórnun

MÁLÞING um gæðastjórnun í hjúkrun verður haldið fimmtudaginn 28. mars á vegum gæðastjórnunarnefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á Grand Hótel kl. 13­16.30. Á málþinginu verða kynnt ýmis gæða- og þróunarverkefni sem hjúkrunarfræðingar vinna að á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og hjúkrunarheimilum. Meira
28. mars 1996 | Erlendar fréttir | 582 orð | ókeypis

Morðingi Yitzhaks Rabins dæmdur í lífstíðarfangelsi

YIGAL Amir, 25 ára námsmaður og heittrúaður gyðingur, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um morðið á Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels. "Hann er einskis verðugur nema meðaumkunar því hann hefur glatað öllu sem ber vott um mannúð," sagði Edmond Levy, forseti réttarins, þegar hann kvað upp dóminn. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 180 orð | ókeypis

Nemenda- og styrktarsýning á Hótel Íslandi

NEMENDA- og styrktarsýning Dansskóla Jóns Péturs og Köru verður haldin á Hótel Íslandi laugardaginn 30. mars nk. Þar munu allir nemendur í barna- og unglingahópum skólans ásamt nokkrum fullorðinshópum koma fram með sýnishorn af því sem þeir hafa lært í vetur. Húsið opnar kl. 12 og hefst sýningin kl. 13. Meira
28. mars 1996 | Landsbyggðin | 161 orð | ókeypis

Ný fjárhús vígð að Grund í Reykhólasveit

Miðhúsum-Ný fjárhús voru blessuð af sr. Braga Benediktssyni prófasti laugardaginn 23. mars. En eins og kunnugt er féll snjóflóð á bæinn Grund 18. janúar 1995 en það var tveimur dögum eftir að snjóflóð féll í Súðavík og tók af öll útihús og húsbóndinn, Ólafur Sveinsson, fórst í snjóflóðinu en sonur hans, Unnsteinn Hjálmar, bjargaðist úr flóðinu. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

Opinn fundur um forsjármál barna

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, heldur opinn fund um forsjármál barna á Sólon Íslandus kl. 20.30 í kvöld, fimmtudagskvöldið 28. mars. Umræðuefnið verður m.a.: Staða forsjárlausra foreldra, réttur barnsins til umgengni við báða foreldra, staða föður og móður, afgreiðsla forsjármála hjá yfirvöldum o.fl. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð | ókeypis

Rabbfundur Fuglaverndarfélags Íslands

RABBFUNDUR um aðferðir við að fanga fugla til merkinga verður haldinn fimmtudaginn 28. mars kl. 20.30 í kaffistofu Náttúrufræðistofnunar við Hlemm. Þar munu reyndir merkingamenn segja frá aðferðum til að fanga fugla til merkinga. Myndir af nokkrum verða sýndar. Rætt verður um möguleikana á stofnun áhugahóps um fuglamerkingar. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 702 orð | ókeypis

Ráðstöfunartekjur eru 4-33% hærri í Danmörku en hér

RÁÐSTÖFUNARTEKJUR dansks verslunarmanns eru 4-33% hærri en verslunarmanns á Íslandi þegar tillit hefur verið tekið til greiðslu tekjuskatts og annars frádráttar, auk mismunandi verðlags í löndunum tveimur. Meira
28. mars 1996 | Erlendar fréttir | 73 orð | ókeypis

Reuter Nöktum "Davíð" hafnað EHUD Olme

EHUD Olmert, borgarstjóri Jerúsalem (t.v.), og Mario Primicerlo, borgarstjóri Flórens á Ítalíu, afhjúpa styttu af Davíð konungi eftir ítalska myndhöggvarann Andrea Del Verrocchio í Davíðsturni í vesturhluta Jerúsalem í gær. Ráðgert hafði verið að koma þar fyrir eftirlíkingu af styttu Michelangelos af Davíð en heittrúaðir gyðingar lögðust gegn því þar sem Davíð er þar sýndur nakinn. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 484 orð | ókeypis

Ríkislögmaður skoðar bótarétt

ENN eru fimm starfsmenn eldhúsa Landspítala frá vinnu vegna salmonellusýkingarinnar sem rakin er til seinasta bolludags, auk þess sem vitað er um að nokkrir einstaklingar utan Ríkisspítala glími enn við sýkinguna, að sögn Ingólfs Þórissonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Ríkisspítala. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 269 orð | ókeypis

Rúmlega 300 á biðlista á Vogi

RÚMLEGA 300 manns eru á biðlista eftir plássi á sjúkrastöðinni Vogi og hefur starfsfólk á stundum tekið við hátt á annað hundrað símtölum á dag, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Þórarinn segir jafnframt að undanfarið hafi ekki verið hægt að sinna umsóknum frá fólki sem ekki hafi farið í meðferð áður og séu 30-40 slíkar í bið. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 388 orð | ókeypis

Rækjuverð lækkar um 10-13% á skömmum tíma

"VERÐ á unninni rækju hefur lækkað að meðaltali um 10-13% frá því að það var hæst í nóvember, en lækkunin er minnst á stærstu rækjunni og meiri á þeirri minni," sagði Tryggvi Finnsson, formaður Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð | ókeypis

Sameiginlegt kosningasjónvarp

Sameiginlegt kosningasjónvarp RÍKISÚTVARPIÐ-Sjónvarp og Stöð 2 hafa náð samkomulagi um sameiginlega útsendingu á kosningadagskrá frá talningu í forsetakosningunum í júní næstkomandi. Jafnframt munu stöðvarnar bjóða frambjóðendum þátttöku í umræðuþætti sem sendur verður í beinni útsendingu á báðum stöðvunum kvöldið fyrir kjördag. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 234 orð | ókeypis

Sandey í brotajárn

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra klippti fyrsta járnbútinn af sanddæluskipinu Sandey síðdegis á þriðjudag. Skipabrot ehf., fyrirtæki Hringrásar hf., hlutar skipið niður í brotajárn til útflutnings. Ásmundur Þórðarson, markaðs- og kynningarfulltrúi Hringrásar og Skipabrots, segir að með aflmiklum tækjum taki verkið aðeins um eina viku. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

Sá týndi gaf sig fram

BÁTAÆFING björgunarsveitanna á Flateyri, Hnífsdal og Þingeyri var haldin á Flateyri um síðustu helgi. Tilkynnt var að þrír menn á báti hefðu orðið fyrir slysi á sjó úti og líklegt talið að þeir hefðu farið í sjóinn. Tveir fundust látnir en sá þriðji fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Talið var að hann hefði komist í land og voru því fjörur gengnar. Þannig gekk æfingin fyrir sig. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð | ókeypis

Sérbýli fatlaðra sýnt almenningi

LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp hafa á undanförnum árum haft heimild frá Húsnæðisstofnun ríkisins til að kaupa og byggja íbúðir sem samtökin hafa síðan leigt fötluðum. Tilgangur samtakanna með þessu hefur frá upphafi verið fyrst og fremst sá að stuðla að nýjungum í búsetumálum fatlaðra. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 878 orð | ókeypis

Síðasta hlýindaskeið skiptist í þrjá hluta

Almenningur les í ísinn í Perlunni um helgina Síðasta hlýindaskeið skiptist í þrjá hluta Rannsóknir á borkjörnum úr Grænlandsjökli hafa veitt mikilvægar upplýsingar um náttúru- og veðurfar til forna. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð | ókeypis

Sjómaður sóttur á hjólabát

BJÖRGUNARSVEIT Slysavarnafélagsins í Vík í Mýrdal sótti í gær sjómann sem slasaðist við vinnu sína í Jóni á Hofi ÁR-62. Báturinn var þá staddur austur í Meðallandsbug. Maðurinn hafði misst framan af fingri. Meira
28. mars 1996 | Erlendar fréttir | 145 orð | ókeypis

Sjö munkum rænt í Alsír SJÖ

SJÖ frönskum þagnarheitismunkum úr reglu trappista var rænt úr klaustri í Alsír í gær og eru bókstafstrúarmenn úr röðum múslimskra skæruliða grunaðir um verknaðinn. Í kjölfar þessa atburðar hafa frönsk stjórnvöld ítrekað þau tilmæli við franska borgara í Alsír að yfirgefa landið. Þegar var hafin leit að munkunum, en engar kröfur hafa borist frá mannræningjunum. Meira
28. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 255 orð | ókeypis

Skilið á milli faglegra og pólitískra ákvarðana

BREYTINGAR verða gerðar á afgreiðslum embættis byggingafulltrúa á Akureyri, en gengið var frá nýrri samþykkt fyrir embættið á síðasta bæjarstjórnarfundi. Um er að ræða tilraun til fjögurra ára sem Akureyrarbær gerir sem reynslusveitarfélag. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 391 orð | ókeypis

Skuldir Reykjavíkurborgar stefna í 16,7 milljarða

ÁRNI Sigfússon borgarfulltrúi sagði á ráðstefnu borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna að fylgdi R-listinn óbreyttri fjármálastefnu yrðu skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur 16,7 milljarðar í lok kjörtímabilsins. Óbreytt stefna þýddi að skuldir meðalfjölskyldu hækkuðu um 217 þúsund á kjörtímabilinu. Meira
28. mars 1996 | Erlendar fréttir | 215 orð | ókeypis

Staðfesta rétt til nafnleyndar

RÉTTUR blaðamanna til að sýna heimildarmönnum sínum þann trúnað að gefa ekki upp nöfn þeirra var viðurkenndur er Mannréttindadómstóll Evrópu breytti úrskurði bresks áfrýjunarréttar sem dæmt hafði blaðamann til að gefa upp heimildir sínar. Meira
28. mars 1996 | Miðopna | 1058 orð | ókeypis

Stefnt að sparnaði með auknu samstarfi

ÍSAMKOMULAGI Íslands og Bandaríkjanna um framkvæmd varnarsamnings ríkjanna, sem var gert opinbert fyrr í vikunni, er ákvæði um að halda áfram að reyna að draga úr kostnaði við rekstur varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Nefnd háttsettra embættismanna, sem starfað hefur að þessu verkefni, mun halda áfram störfum. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 555 orð | ókeypis

Stærsti hluti flotans ekki getað bætt sér skerðinguna

"ÞAÐ kemur mér mjög á óvart að sjávarútvegsráðherra skuli leyfa sér að segja að málið snúist um hagsmuni stórútgerðar gegn trillum," sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, í samtali við Morgunblaðið. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 107 orð | ókeypis

Stöðugur vöxtur í Skeiðará

HÆGUR en stöðugur vöxtur setti svip sinn á Skeiðará í gær að sögn Stefáns Benediktssonar þjóðgarðsvarðar í Skaftárfelli. "Það hefur greinilega bæst vatn í Gígkvísl sem var ekki í gær, en annað er í sjálfu sér ekki stórvægilegt," segir hann. Meira
28. mars 1996 | Landsbyggðin | 90 orð | ókeypis

Sumarsól að vetri

Flateyri-Það er ekki laust við að íbúar Flateyrar hafi fengið hálfgerðan "sumarfiðring" þegar þeir risu úr rekkju morgun einn fyrir skemmstu. Sólin skein sínum fagra geisla yfir fjörðinn og samhliða því jókst hitastigið. Fréttaritari greip því fegins hendi tækifærið og festi á filmu snemmbúna sumarsælu. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 274 orð | ókeypis

Sýknaðir af seladrápi

HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur sýknað tvo menn á Ísafirði af ákæru um að hafa í óleyfi fellt um 40 útseli í landi Skjaldarbjarnarvíkur á Ströndum haustið 1993 og tekið úr þeim kjálkana í óþökk og óleyfi landeigenda og valdið þeim og aðilum sem fengið höfðu heimild til að nytja sel á jörðinni miklu fjárhagstjóni. Meira
28. mars 1996 | Smáfréttir | 53 orð | ókeypis

SÝNING á feldskinnsjökkum frá Eggerti Jóhannssyni, feldskera

SÝNING á feldskinnsjökkum frá Eggerti Jóhannssyni, feldskera, peysum úr versluninni Íslenskum heimilisiðnaði, hönnuður Ásdís Birgisdóttir, og frá Foldu, hönnuður Eva Vilhelmsdóttir, verður haldin fimmtudagskvöldið 28. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð | ókeypis

Unglingamódel '96 krýnd í kvöld

ÚRSLIT í hinni árlegu Unglingamódelkeppni á vegum Módel '79 fara fram í Tunglinu í kvöld, fimmtudagskvöldið 28. mars. Á annað hundrað keppendur skráðu sig í keppnina en 26 stelpur og 10 strákar komust í úrslit og keppa um unglingamódel ársins '96. Allir þátttakendur verða kynntir ásamt því að taka þátt í tískusýningu frá Sautján, Spútník og Kjallaranum. Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 252 orð | ókeypis

Varavellir fyrir Orion-vélar á Akureyri og Egilsstöðum

ORION P-3 kafbátaleitarflugvélar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa fengið heimild til að nota flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum sem varaflugvelli, í stað þess að þurfa að lenda í Skotlandi ef Keflavíkurflugvöllur lokast. Þetta er liður í samstarfi Bandaríkjanna og Íslands um að lækka rekstrarkostnað varnarliðsins. Meira
28. mars 1996 | Erlendar fréttir | 509 orð | ókeypis

Vaxandi áhyggjur af stefnu Zjúganovs

TEIKN eru á lofti um að kjósendur í Rússlandi hafi vaxandi efasemdir um stefnu Kommúnistaflokks Rússlands og leiðtoga hans Gennadíj Zjúganovs, sem verður í framboði í forsetakosningunum í júní. Samþykkt Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, fyrr í mánuðinum þess efnis, að fordæma beri upplausn Sovétríkjanna virðist hafa lagst illa í kjósendur, Meira
28. mars 1996 | Innlendar fréttir | 191 orð | ókeypis

"Vil auka leikið efni"

SIGURÐUR Valgeirsson, ritstjóri Dagsljóss, hefur verið ráðinn deildarstjóri innlendrar dagskrárdeildar ríkissjónvarpsins. Sextán sóttu um stöðuna, en á fundi útvarpsráðs í gær fékk Sigurður fjögur atkvæði, Helgi H. Jónsson fréttamaður tvö atkvæði og Bryndís Schram, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, eitt atkvæði. Meira
28. mars 1996 | Landsbyggðin | 90 orð | ókeypis

Æfðu eftir GPS-leitarkerfi

HUNDRAÐ manns úr björgunarsveitum Slysavarnafélags Íslands á suðvesturhorni landsins, með 40 vélsleða, 6 snjóbíla og á annan tug sérbúinna bifreiða, tóku þátt í vetraræfingu á Mosfellsheiði með aðalstöðvar í Nesbúð í Grafningi. Æfð voru leitarkerfi byggð á GPS-staðsetningarkerfum og þótti æfingin takast í alla staði vel í fögru umhverfi Hengilsins í einstakri veðurblíðu. Meira

Ritstjórnargreinar

28. mars 1996 | Staksteinar | 294 orð | ókeypis

»Atvinnuleysi verzlunarfólks Á ÁRINU 1994 fengu yfir tvö þúsund verzlun

Á ÁRINU 1994 fengu yfir tvö þúsund verzlunarmenn í Reykjavík greiddar atvinnuleysisbætur, tímabundið. Þessi tala lækkar niður í rúmlega nítján hundruð 1955. Þá fengu 1.413 konur og 501 karl greiddar bætur. Þúsund atvinnulausir Meira
28. mars 1996 | Leiðarar | 650 orð | ókeypis

leiðari AUKNAR ÞORSKVEIÐIHEIMILDIR OKVEIÐI hefur ver

leiðari AUKNAR ÞORSKVEIÐIHEIMILDIR OKVEIÐI hefur verið á þorski á grunnslóð og hafa sjómenn kvartað yfir því, að þeir verði að forðast þorskinn vegna lítils kvóta og þess, að hann er uppurinn hjá þeim mörgum. Sjómenn hafa sagt, að "sjórinn sé gulur af mengun". Meira

Menning

28. mars 1996 | Menningarlíf | 396 orð | ókeypis

Bændur og Bretar

eftir Jónas Árnason. Leikstjóri: Bryndís Loftsdóttir. Leikendur: Haraldur Benediktsson, Ásta J. Magnúsdóttir, Guðjón Friðjónsson, Einar Karl Birgisson, Sigríður Matthíasdóttir, Þorvaldur Valgarðsson. Frumsýning Félagsheimilinu Hlöðum á Hvalfjarðarströnd 24. mars. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 121 orð | ókeypis

Dagskrá um sálmaskáldið Hallgrím

FÉLAG íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag Íslands heldur marsfélagsfund sinn nk. fimmtudagskvöld, 28. mars kl. 20.30. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 336 orð | ókeypis

Draumur að rætast

Fyrstu tónleikar ungs íslensks hljómsveitarstjóra á Íslandi Draumur að rætast GUÐNI EMILSSON er ungur hljómsveitarstjórnandi sem starfar sem aðalstjórnandi sinfóníuhljómsveitar æskunnar við háskólann í T¨ubingen í Þýskalandi; í kvöld mun Guðni stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrsta sinni en einleikari v Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 278 orð | ókeypis

Íslenskur Hamlet gistir menningarborg

Íslenskur Hamlet gistir menningarborg BANDAMENN frumsýndu Amlóða sögu í Danmörku í byrjun mánaðarins. Í hópnum eru Sveinn Einarsson leikstjóri, Guðni Franzson tónskáld, Elín Edda Árnadóttir búningahönnuður og Nanna Ólafsdóttir danshöfundur ásamt leikurunum Jakobi Þór Einarssyni, Stefáni Sturlu Sigurjónssyni, Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 163 orð | ókeypis

Karlakórinn Þrestir heldur vortónleika

KARLAKÓRINN Þrestir heldur vortónleika sína fimmtudaginn 28. mars kl. 20.30 og laugardaginn 30. mars kl. 17.00 í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Stjórnandi kórsins að þessu sinni er Sólveig S. Einarsdóttir og undirleikari Miklós Dalmay. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 201 orð | ókeypis

Konsert í Mosfellsbæ

Konsert í Mosfellsbæ LAUGARDAGINN 30. mars kl. 16 verða haldnir gítartónleikar í Mosfellsbæ. Tónleikarnir verða í sýningarsal Tolla í Kvosinni í gamla Álafosshúsinu. Það er gítardúettinn Icetone 4 2 sem spilar en dúettinn mynda gítarleikararnir Símon H. Ívarsson og Michael Hillenstedt. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 119 orð | ókeypis

Kór- og hljómsveitartónleikar

KÓR- og hljómsveitartónleikar verða haldnir í Ísafjarðarkirkju næstkomandi pálmasunnudag, 31. mars, kl. 14. Fram koma Barnakór Tónlistarskóla Ísafjarðar, kór Ísafjarðarkirkju, félagar úr kirkjukór Bolungarvíkur og kór Suðureyrarkirkju, Sunnukórinn og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna ásamt hljóðfæraleikurum frá Ísafirði. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 206 orð | ókeypis

Kraftmikil íslensk tónlist

Kraftmikil íslensk tónlist CAPUT-hópurinn lék nýlega í Kaupmannahöfn á 3. tónlistarbíenalnum í Den anden opera. Stjórnandi var Guðmundur Óli Gunnarsson. Caput flutti norræn verk, meðal þeirra íslensk, Elju eftir Áskel Másson og Árhring eftir Hauk Tómasson. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 29 orð | ókeypis

Kristbjörg höfundur ávarps

Kristbjörg höfundur ávarps KRISTBJÖRG Kjeld leikkona var höfundur ávarps í tilefni alþjóðaleikhúsdagsins sem birtist í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á því að nafn höfundar féll niður. Meira
28. mars 1996 | Fólk í fréttum | 152 orð | ókeypis

Kvenhetja

Kvenhetja MIRA SORVINO hlaut Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki. Hún er afar vinnusöm og dugleg og dreymir um að vinna með Luc Besson, Terry Gilliam og Martin Scorsese. Ferill hennar byrjaði þó ekki vel. Fyrsta prufan sem hún fór í var fyrir, að hennar sögn, hlutverk í hræðilega lélegri c-hryllingsmynd. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 124 orð | ókeypis

Nýjar bækur ÚT ER komin á vegum Tóna

ÚT ER komin á vegum Tóna og steina ný bók með 13 frumsömdum píanólögum fyrir börn eftir Elías Davíðsson. Bókin nefnist Káta sekkjapípan og er ætluð píanónemendum á fyrstu tveim árum. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 199 orð | ókeypis

Ný myndlistarverk í Borgarleikhúsi

OPNUÐ hefur verið ný myndlistarsýning í forsal Borgarleikhússins. Nú eru það tvö verk eftir Öldu Sigurðardóttur og Ragnhildi Stefánsdóttur sem koma fyrir augu leikhúsgesta. Verkin voru valin til sýninga að undangenginni hugmyndasamkeppni meðal félaga í Nýlistasafninu. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 84 orð | ókeypis

Ólöf sýnir í Smíðar & skart

NÚ stendur yfir sýning á málverkum Ólafar Oddgeirsdóttur sem er listamaður mánaðarins að þessu sinni í gallerí Smíðar & skart á Skólavörðustíg 16a. Á sýningunni eru verk unnin á tímabilinu 1995-1996 og eru þau unnin með blandaðri tækni, olíu og vaxi á striga. Ólöf lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994 úr málaradeild. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 68 orð | ókeypis

Síðasta sýning á "Þrenningu"

TVEIR dansarar Íslenska dansflokksins meiddust á æfingu á fimmtudaginn var. Eftir læknisskoðun er ljóst að viðkomandi dansarar verða komnir til fullrar heilsu í þessari viku. Því hefur verið ákveðið að síðasta sýning á "Þrenningu" fari fram föstudaginn 29. mars kl. 20 í Íslensku óperunni. Meira
28. mars 1996 | Fólk í fréttum | 872 orð | ókeypis

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

SVEITASETRIÐ BLÖNDUÓSI Hljómsveitin Sixties leikur föstudagskvöld en hljómsveitin er nú að leggja síðustu hönd á nýja hljómplötu sem kemur út í sumar. Boðið er upp á kvöldverð á 990 kr. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 107 orð | ókeypis

Spegillágmyndir í Gallerí Ingu Elínar

Í GALLERÍ Ingu Elínar, Skólavörðustíg 5, verða verk sem unnin eru nú á þorranum og góunni kynnt á föstudag milli kl. 17 og 19. Verkin eru spegillágmyndir þar sem hafið, frostið og birtan mynda órofa ramma um ásjónu þess er lítur. Meira
28. mars 1996 | Fólk í fréttum | 400 orð | ókeypis

Stórmynd í bígerð

GUÐMUNDUR Páll Ólafsson, náttúrufræðingur og rithöfundur, hefur verið búsettur í Stykkishólmi síðustu ár ásamt fjölskyldu sinni. Hann sást ekki mikið á ferðinni seinni hluta síðasta árs. Ástæðan var sú að hann hélt til í Prentsmiðjunni Odda og fylgdi eftir afkvæmi sínu, Ströndinni í náttúru Íslands, sem unnin var þar að öllu leyti. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 655 orð | ókeypis

Strengleikar

Verk eftir Madetoja, Bach, Rautavaara og Hafliða Hallgrímsson. Örn Magnússon, píanó; Kammersveit Seltjarnarness u. stj. Sigursveins K. Magnússonar. Seltjarnarneskirkju, sunnudaginn 24. marz kl. 20.30. ENGRI var nesjamennsku til að dreifa sl. sunnudagskvöld, þegar 16 manna strengjasveit mætti til leiks vestur í Seltjarnarneskirkju. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 53 orð | ókeypis

Sýningu í Gallerí Horninu að ljúka

SÝNINGU ÍVARS Török og Magdalenu M. Hermans á málverkum, grímum og ljósmyndum í Gallerí Horninu í Hafnarstræti 15 lýkur nk. sunnudag. Sýningin er sú fyrsta í Gallerí Horninu. Laugardaginn 6. apríl opnar svo Sigríður Gísladóttir sýningu á málverkum. Opið er í Gallerí Horninu alla daga frá kl. 11-23.30. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 56 orð | ókeypis

Sýningu Kristínar að ljúka

"HUGRENNINGAR" um mannslíkamann" sýningu Kristínar Reynisdóttur í Ráðhúskaffi, lýkur á laugardag. Kristín sýnir þar verk í þrívídd, unnin í gips, málm og orð á glugga. Sýningin er opin frá kl. 11-18 virka daga og frá kl. 12-18 um helgar. Kristín sýnir einnig á matstofunni Á næstu grösum og stendur hún til 12. apríl. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 464 orð | ókeypis

Tíðindalítil tilbrigði

Kristín Blöndal. Opið kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 31. mars. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ eru gömul sannindi og ný, að þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Spurningar um lífið og tilveruna og tilganginn með þessu öllu saman hafa brunnið á mönnum ­ listamönnum jafnt sem öðrum ­ frá ómunatíð. Meira
28. mars 1996 | Fólk í fréttum | 102 orð | ókeypis

Velgengni Hársins á Spáni

EINS OG skýrt hefur verið frá í blaðinu er nú verið að sýna uppfærslu Flugfélagsins Lofts á Hárinu í Barcelona á Spáni. Leikstjóri er Baltasar Kormákur og danshöfundur Ástrós Gunnarsdóttir. Hún tekur þátt í sýningunni og er enn á Spáni. Að sögn Ingvars H. Þórðarsonar, eins forsvarsmanna Lofts, ganga sýningar eins og í sögu. "Sýningar eru sjö á viku og spurn eftir miðum er mikil. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 591 orð | ókeypis

Vel heppnuð sýning í hráu umhverfi

TIL AÐ ná athygli fólks er kjörið að setja upp leiksýningu í húsi sem er umtalað. Þetta gerðu nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands sem sýna Strætið í fokheldu húsnæði Ársala eða í kvikmynda- og leikhússal Selfossbíós. Meira
28. mars 1996 | Fólk í fréttum | 111 orð | ókeypis

Vélsleðaferð fegurðardísa

Vélsleðaferð fegurðardísa UNDIRBÚNINGUR keppenda fyrir fegurðarsamkeppni Reykjavíkur, sem verður á Hótel Íslandi 12. apríl er í fullum gangi þessa dagana. Um helgina brugðu stelpurnar fimmtán sér í ferðalag á vélsleðum frá Sleggjubeinsskarði að Nesbúð á vegum Langjökuls hf. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 358 orð | ókeypis

VORBOÐI

Flytjendur Gradualekór Langholtskirkju, Kór Öldutúnsskóla og Skólakór Kársness. Stjórnendur Jón Stefánsson, Egill Friðleifsson og Þórunn Björnsdóttir. Í EFNISSKRÁ er ekkert að finna um það hvað tilefnið var að þrír ágætir unglingakórar hittust þetta þriðjudagskvöld og sungu fyrir aðstandendur og annað áhugafólk. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 412 orð | ókeypis

Wagner og íslensk fornrit

Wagner og íslensk fornrit RICHARD Wagner félagið á Íslandi, Félag íslenskra fræða og Norræna húsið héldu kynningarfund síðastliðið þriðjudagskvöld um tengsl Richards Wagner og tónsmíða hans við íslenskar bókmenntir. Fjórleikur Wagners, Niflungahringurinn, sækir efni sitt að verulegu leyti til íslenskra fornbókmennta. Meira
28. mars 1996 | Menningarlíf | 636 orð | ókeypis

Þér kæra sendi kveðju

Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas Ingimundarson fluttu íslensk söngverk. Þriðjudagurinn 26. mars 1996. SEM forleik við tónleikana greindi Jónas frá því, að þar sem á morgun (miðvikudag) væru 100 ár liðin frá fæðingu Þórarins Guðmundssonar, ætluðu hann og Sigrún að hefja tónleikana með því að syngja Þér kæra sendi kveðju, sem þau og gerðu með glæsibrag. Meira

Umræðan

28. mars 1996 | Aðsent efni | 692 orð | ókeypis

"Bókmenntakenningar síðari alda" og umfjöllun gagnrýnanda

RITDÓMUR um "Bókmenntakenningar síðari alda" eftir Árna Sigurjónsson, sem birtist í Morgunblainu 28. febrúar sl. vottar greinilega nauðsyn þessa fræðirits um kenningar og bókmenntasögu. Höfundur ritdómsins, Þröstur Helgason, er bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands. Meira
28. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 535 orð | ókeypis

Einkaréttur lækna til að mæla sjón verði afnuminn

AÐ undanförnu hafa spunnist umræður um einkarétt lækna til þess að mæla sjón fólks. Félag íslenskra sjóntækjafræðinga (FÍS) telur að núverandi kerfi sé gengið sér til húðar og styður þá breytingu á landslögum að sjóntækjafræðingar, sem hafa til þess viðurkennda menntun, fái að mæla sjón. Að okkar mati er rétt að miða við kröfur sem Nordisk Optisk Råd gerir til sjónmælinga. Meira
28. mars 1996 | Aðsent efni | 632 orð | ókeypis

Enginn á að sitja óvarinn í bíl, allra síst börn

SLYSUM á börnum í bílum hefur fjölgað hlutfallslega meira en slysum á gangandi börnum. Ef miðað er við meðaltal síðustu fimm ára slasast árlega 85 börn á aldrinum frá fæðingu til 14 ára sem farþegar í bílum hér á landi samkvæmt lögregluskýrslum, en 36 börn slasast sem gangandi vegfarendur. Meira
28. mars 1996 | Aðsent efni | 814 orð | ókeypis

Eru börnin okkar svefnvana?

FYRIR nokkru átti ég leið í stóra verslunarmiðstöð hér í bæ, þetta var rétt fyrir lokun og fátt um manninn enda klukkan að verða 21. Í stað þess venjulega kliðs sem mynast á svona stöðum, bergmálaði barnsgrátur um húsið, móðir ein armæðufull mjög reyndi allt sem hún gat til þess að sefa örþreytt barnið sitt, Meira
28. mars 1996 | Aðsent efni | 723 orð | ókeypis

Fiskistjórnun

HAFRANNSÓKNASTOFNUN er sennilega nauðsynlegasta og merkasta stofnun, sem Íslendingar reka. Þar starfa sérfræðingar, sem byggja upp hverskonar þekkingu landsins á undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, fiskveiðum, og umhverfi fisksins í hafinu. Meira
28. mars 1996 | Aðsent efni | 873 orð | ókeypis

Fjölskyldan ­ skólinn ­ samfélagið

UNDANFARIN fimm ár hafa grunnskólar átt kost á að bjóða nemendum og foreldrum þeirra að fást við námsefni sem allt í senn stuðlar að félags- og persónuþroska einstaklingsins, eflir samskiptahæfni hans og sjálfstraust og gerir honum grein fyrir þeirri áhættu sem felst í því að neyt tóbaks, áfengis og annarra fíkinefna. Meira
28. mars 1996 | Aðsent efni | 143 orð | ókeypis

Framtíð Staðarfells

ÞAÐ var mér sérstök ánægja að skrifa nýlega undir samkomulag við SÁÁ um framtíð meðferðarheimilisins að Staðarfelli í Dölum, ásamt þremur öðrum ráðherrum. Að Staðarfelli rekur SÁÁ meðferðarheimili fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og hefur starfsemin þar sannað gildi sitt í áraraðir. Starfsemin hefur notið velvilja nágranna og Dalamanna allra sem staðið hafa vörð um hana. Meira
28. mars 1996 | Aðsent efni | 699 orð | ókeypis

Hagsmunir þjóðfélagsins

AÐ UNDANFÖRNU hefur margt verið rætt og ritað, sem með einum eða öðrum hætti tengist umhverfismálum og náttúruvernd. Umræðan er þörf og tímabær og alveg sérstaklega þar eð þessi málefni varða grundvallarhagsmuni þjóðarinnar, ekki aðeins okkar sem nú lifum, heldur miklu fremur komandi kynslóða. Meira
28. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 243 orð | ókeypis

Hugleiðingar um Hvalfjarðargöng

NÚ þegar framkvæmdir eru að hefjast um hin umdeildu neðansjávargöng kemur ýmislegt í ljós, svo sem að hinar fornfrægu Geirsbeygjur hafa ekki gleymst, heldur er þeim ætlað veglegt hlutverk þarna niðri. Beygja á í þveröfuga átt við höfuðstefnu Þjóðvegar 1 (Vestur- og Norðurlandsveg) og síðan gerður viðsnúningur með hringtorgi á vegamótum aðkeyrslubrautar Akranesbæjar og Þjóðvegar 1. Meira
28. mars 1996 | Aðsent efni | 920 orð | ókeypis

Hverra er ábyrgðin?

AÐ UNDANFÖRNU hafa "forvarnir" verið mikið í umræðunni í þjóðfélaginu. Hefur fíkniefnaneysla unglinga aðallega vakið upp þá umræðu. Hugtak þetta skýtur upp kollinum annað veifið, sérstaklega þegar tilvist okkar er ógnað með jafn sjálfseyðandi efnum og fíkniefni eru. Meira
28. mars 1996 | Aðsent efni | 430 orð | ókeypis

Hver verður næst tekinn í rúminu?

TILEFNI þessara skrifa er grein, sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 22. mars sl. þar sem forstöðumaður Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík tjáir sig um slys það er átti sér stað hjá Brauðgerð Mjólkursamsölunnar á bolludaginn 19. febrúar sl. Meira
28. mars 1996 | Aðsent efni | 800 orð | ókeypis

Innanhússaðstaða fyrir frjálsíþróttir

LÖNG hefð er fyrir frjálsíþróttum hér á landi eins og annars staðar í heiminum og ekki margar greinar sem eiga sér eins langa hefð. Aðstaða fyrir iðkun frjálsíþrótta hér á landi yfir vetrarmánuðina, þ.e.a.s innanhússaðstaða, hefur lengi verið í brennidepli. Meira
28. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 111 orð | ókeypis

Kannast einhver við vísurnar?

"Þó messu hlýddi ég aldrei á ekki skyldi ég gráta þá ef hesti sæti ég hraustum á í hofmanns söðli þínum prédikun mundi ég ei passa uppá með presti í sínum með presti í skrúða sínum. Meira
28. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 199 orð | ókeypis

Lestur Passíusálmanna

ÞAÐ er vandi að lesa Passíusálmana vel. Einkanlega kemur það í ljós, þegar frá líður, að hvert okkar á sinn uppáhaldslesara og verður þá samanburðurinn erfiður, þegar við hann er jafnað. Mörgum þykir ofan í kaupið tilheyra, að þeir séu lesnir með sérstöku hljómfalli eða seim, sem sé í ætt við trúarlegan innileik og helgi sálmanna. Ég hlakkaði til að heyra Gísla Jónsson lesa Passíusálmana. Meira
28. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 716 orð | ókeypis

Mannanafnanefnd tímaskekkja!

FRELSI til þess að skíra börnin sín þeim nöfnum sem fólkið í landinu vill eru skorður settar, þannig að ef fólk vill skíra börnin þeim nöfnum, sem því þykir falleg og finnast ekki á skrá hjá mannanafnanefnd, er hægt að sækja um það hjá fyrrgreindri nefnd sem í flestum tilfellum hafnar nöfnunum sem sótt er um að skíra börnin. Meira
28. mars 1996 | Aðsent efni | -1 orð | ókeypis

Opið bréf til biskups Íslands Ólafs Skúlasonar

HERRA Ólafur Skúlason. Á vígsludegi mínum fyrir nær 13 árum afhenti biskup mér prestsembættið með þessum orðum: "Ég afhendi þér hið heilaga prests- og prédikunarembætti: Að prédika Guðs orð til iðrunar, afturhvarfs og hjálpræðis; að veita heilög sakramenti skírnar og kvöldmáltíðar; að hlýða skriftum og boða í Jesú nafni fyrirgefningu syndanna. Meira
28. mars 1996 | Aðsent efni | 743 orð | ókeypis

Óljóðafárið

ÉG VIL þakka Tryggva V. Líndal fyrir athugasemdir í Morgunblaðinu 15. febrúar sl. vegna skrifa minna um óljóð nýlega, sem hann stílar til "óljóðabanans GG". Vonandi að skoðanaskipti gætu orðið tilefni líflegrar umræðu um stöðu ljóðlistar. Hann segir m.a.: "Ötulustu ferskeytlubændur nútímans kunna lítið að meta hinn bundna kveðskap gullaldarskáldanna eða fornskáldanna íslensku". Meira
28. mars 1996 | Aðsent efni | 692 orð | ókeypis

Samkynhneigð er eðlileg

UNDIRRITUÐ hefur starfað við fræðslu, ráðgjöf og rannsóknir í kynfræðum (sexology) á Íslandi síðastliðin níu ár. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími og að mörgu leyti verið athyglisvert að kynnast þankagangi samlanda minna. Einu hef ég til dæmis tekið eftir. Meira
28. mars 1996 | Aðsent efni | 976 orð | ókeypis

Siðblindu embættismanna viðhaldiðmeð góðfúslegu leyfi almennings

FYRIR nokkrum árum gerðist sá sögulegi atburður í Íslandssögunni að nafntogaður Alþýðuflokksmaður og þáverandi stjórnarmaður í helstu áfengisvarnarsamtökum þjóðarinnar varð fertugur. Góðvini hans fannst tilefnið vera kjörið til þess að bjóða þessum áhugamanni um áfengisvandann ódýrt brennivín í veisluna. Meira
28. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 265 orð | ókeypis

Sönn ást getur beðið

ALLAR götur frá sjöunda áratugnum hefur "kynlífsbyltingin" haft áhrif, smátt og smátt, á menningarlegt, menntunar- og þjóðfélagslegt umhverfi okkar. Samt sem áður hefur þessi sjálfskipaða kynlífsfrelsun ekki gefið meiri kærleik í samfélag okkar. Meira
28. mars 1996 | Aðsent efni | -1 orð | ókeypis

Umbreytingartímabil

FYRIR um það bil ári las ég nýútkomna bók sem heitir Creative Menopause (skapandi breytingartímabil) eftir Farida Sharan. Í bókinni fjallar hún um "erfiðleika okkar við að finna einfalda lausn" á þessu tímabili í lífinu. Hver kona upplifir því þetta tímabil á sinn eigin hátt og engin ein leið hentar öllum. Að eldast er eins náttúrulegt og lífið sjálft. Meira
28. mars 1996 | Aðsent efni | 652 orð | ókeypis

Vandamáleða ástæðulaus ótti?

Á UNDANFÖRNUM 10­15 árum hefur orðið mikil fólksfækkun í mörgum sveitum um land allt. Fjölmargar blómlegar sveitir hafa á hverju ári þurft að sjá á eftir fólki yfirgefa heimabyggðina eða æskuslóðirnar. Ekkert bendir til að botni þessarar þróunar sé náð þrátt fyrir að sum ár fækki minna en áður eða það kunni að fjölga eitt árið eitthvað lítillega. Meira

Minningar- og afmælisgreinar

28. mars 1996 | Minningargreinar | 344 orð | ókeypis

Jónatan Jakobsson

Jónatan Jakobsson fæddist að Torfustaðahúsum í Miðfirði. Foreldrar hans, Jakob Þórðarson og Helga Guðmundsdóttir, voru að mestu miðfirskrar ættar. Þau bjuggu víðar en á einni jörð í Miðfirði, þegar búferlaflutningar voru tíðir og erfitt að fá jarðnæði. Jakob lést árið 1924. Jónatan var elstur sinna systkina, sem voru sex er upp komust. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 31 orð | ókeypis

JÓNATAN JAKOBSSON Jónatan Lárus Jakobsson var fæddur að Torfustaðarhúsum í Miðfirði 22. september 1907. Hann lést á Hrafnistu í

JÓNATAN JAKOBSSON Jónatan Lárus Jakobsson var fæddur að Torfustaðarhúsum í Miðfirði 22. september 1907. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Fossvogskirkju 21. mars. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 453 orð | ókeypis

María Sveinlaugsdóttir

Föðursystir okkar er dáin. Einhvern veginn finnst okkur, systkinunum, að Mæja frænka myndi alltaf vera til staðar á Akureyri, við gætum alltaf heimsótt hana þegar við kæmum norður og látið hana dekra við okkur í mat og atlæti. Þegar við fréttum andlát hennar fylltumst við söknuði og hugsuðum til þeirra ára þegar hún bjó á Laugargötunni. Heimili Mæju og Venna stóð okkur alltaf opið. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 603 orð | ókeypis

María Sveinlaugsdóttir

Í dag er til moldar borin á Akureyri María Sveinlaugsdóttir frá Sandhúsi í Mjóafirði sem lengi átti heimili í Laugagötu 2 á Akureyri. Með henni er horfin svipmikil kona sem átti sér merka ævi þótt hvergi sé hennar getið í bókum, frekar en er um svo margra aðra samferðamenn okkar. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 151 orð | ókeypis

MARÍA SVEINLAUGSDÓTTIR

MARÍA SVEINLAUGSDÓTTIR María Sveinlaugsdóttir var fædd í Sandhúsi í Mjóafirði 2. september 1915. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 21. mars síðastliðinn. María var dóttir hjónanna Rebekku Kristjánsdóttur, f. 4.6. 1889, d. 2.9. 1984, húsmóður, og Sveinlaugs Helgasonar, f. 5.2. 1890, d. 12.12. 1966, útgerðarmanns og smiðs. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 365 orð | ókeypis

Ragnar Guðleifsson

Starfsferill Ragnars var svo margþættur, að erfitt er að fylgja honum eftir í smágrein sem þessari. Eins og venja var á þeim tíma, þegar Ragnar ólst upp, stundaði hann hverja þá vinnu, sem til féll, bæði til lands og sjávar. Hann gekk á Kennaraskólann og lauk þaðan kennaraprófi árið 1933. Sem kennari starfaði hann samtals um 24 ár. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 330 orð | ókeypis

Ragnar Guðleifsson

Ragnar Guðleifsson fyrrverandi bæjarstjóri í Keflavík og verkalýðsleiðtogi þar er látinn. Hann var fæddur 1905. Ragnar ólst upp í mikilli fátækt en ungur að aldri var hann tekinn í fóstur af ömmu sinni, Valdísi Erlendsdóttur, og manni hennar, Sigurði Bjarnasyni verslunarmanni. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður fór hann í Kennaraskólann og lauk þaðan námi 1933. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 206 orð | ókeypis

Ragnar Guðleifsson

Það sló þögn á hópinn hér á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, þegar fréttir bárust um það að morgni föstudagsins 15. mars að okkar gamli formaður, Ragnar Guðleifsson, væri látinn. Við vissum að hvíldin var honum kærkomin og lengi hafði hann beðið eftir henni og því átti andlát hans ekki að koma okkur á óvart. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 1019 orð | ókeypis

Ragnar Guðleifsson

Nú er Ragnar Guðleifsson farinn. Leitun er að manni sem hefur unnið svo mikið ævistarf og eftir hann liggur. Þegar hann varð sjötugur héldu Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Kaupfélag Suðurnesja, Sóknarnefnd Keflavíkur og Bæjarstjórn Keflavíkur honum samsæti. Þar var hann tilnefndur fyrsti heiðursborgari Keflavíkur og heiðursfélagi verkalýðsfélagsins. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 371 orð | ókeypis

Ragnar Guðleifsson

Hann var bezti vinur föður míns og var aldrei kallaður annað en Ragnar í Keflavík á mínu bernskuheimili. Þeir voru samherjar í Alþýðuflokknum og Alþýðusambandinu. Það var því mikill samgangur milli heimilanna. Ég minnist Ragnars einkum frá 6. og 7. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 284 orð | ókeypis

Ragnar Guðleifsson

Í Spámanninum stendur skrifað: "Til eru þeir sem eiga lítið og gefa það allt. Þetta eru þeir, sem trúa á lífið og nægtir lífsins, og þeirra sjóður verður aldrei tómur." Ragnar Guðleifsson gaf allt sem hann átti. Hann gaf byggðarlaginu sínu og fólkinu alla sína starfskrafta í áratugi. Ekkert mannlegt var honum óviðkomandi. Hann gaf fátækum, sjúkum og einstæðingum af eignum sínum. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 366 orð | ókeypis

Ragnar Guðleifsson

Ragnar Guðleifsson sem jarðsunginn er í dag frá Keflavíkurkirkju, var hinn 27. nóvember 1975 kjörinn fyrsti heiðursborgari Keflavíkurkaupstaðar. Nafnbótina hlaut hann í tilefni sjötugsafmælis síns sem þakklætis- og virðingarvott samborgara sinna fyrir fórnfús og óeigingjörn störf í þágu byggðarlagsins um áratuga skeið. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 610 orð | ókeypis

Ragnar Guðleifsson

Við andlát vinar rifjast upp kynnin frá fyrri tíð. Þá koma þau glöggt fram í hugann og skýrast, þó að sambandið hafi um skeið ef til vill eitthvað legið í láginni. Þetta er reynsla flestra. Góð og jákvæð kynni hverfa ekki, þótt árin líði. Ragnar Guðleifsson var orðinn aldraður maður. Hann lifði langa og farsæla ævi svo að segja á sama staðnum. Slíkt er mikil hamingja. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 576 orð | ókeypis

RAGNAR GUÐLEIFSSON

RAGNAR GUÐLEIFSSON Ragnar Guðleifsson var fæddur 27. október 1905 í Keflavík. Hann lést 15. mars síðastliðinn í Víðihlíð í Grindavík. Foreldrar hans voru Guðleifur Guðnason, f. 8. sept. 1870 á Berustöðum í Holtahreppi, Árnessýslu, d. 5. júní 1950 á heimili sínu Íshússtíg 8 í Keflavík, og kona hans Erlendsína Marín Jónsdóttir, f. 7. nóv. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 284 orð | ókeypis

ÞURÍÐUR DALRÓS HALLBJÖRNSDÓTTIR

ÞURÍÐUR DALRÓS HALLBJÖRNSDÓTTIR Þuríður Dalrós Hallbjörnsdóttir fæddist að Bakka í Tálknafirði 22. febrúar 1905. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 19. mars síðastliðinn. Þuríður var yngsta barn hjónanna Hallbjarnar Eðvarðs Oddssonar, kennara og sjómanns á Suðureyri og Akranesi, f. 29.6. 1867 að Langeyjarnesi á Skarðsströnd, d. 16.6. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 444 orð | ókeypis

Þuríður Hallbjörnsdóttir

Að morgni 19. mars sl. andaðist á Hrafnistu í Reykjavík Þuríður Hallbjörnsdóttir frænka mín. Hún var tvíburasystir móður minnar og sem börn voru þær svo líkar í útliti að foreldrar þeirra urðu að auðkenna þær til aðgreiningar. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 143 orð | ókeypis

Þuríður Hallbjörnsdóttir

Fyrir okkur langömmubörnin lifir minningin um þessa góðu og glæsilegu konu í hjörtum okkar sem virðing fyrir lífinu og tilverunni í kring um okkur. Þrátt fyrir háan aldur gaf hún okkur tíma og sýndi hverju okkar áhuga. Hún kunni góð skil á högum okkar og var dugleg að spyrjast fyrir um þá. Ég minnist sérstaklega sem barn, heimsókna til langömmu. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 379 orð | ókeypis

Þuríður Hallbjörnsdóttir

Látin er í Reykjavík móðursystir mín, Þuríður Dalrós, eða Þura frænka eins og við nefndum hana öll. Hún var tvíburi við móður mína, Kristeyju, en þær voru fæddar að Bakka í Tálknafirði 22. febrúar 1905. Í minningunni frá æsku minni er Þura fallega frænkan úr Reykjavík sem var alveg eins og mamma, enda voru þær eineggja tvíburar og ákaflega líkar og samrýndar. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 309 orð | ókeypis

Þuríður Hallbjörnsdóttir

Elsku amma, stundin kom, stundin sem ég var búin að kvíða svo fyrir, kveðjustundin sem er svo óumflýjanleg. En ég veit að þú varst hvíldinni svo fegin og hafðir sjálf orð á því morguninn sem þú veiktist, enda ævi þín orðin löng og beinin lúin. Elsku amma mín, þín er sárt saknað því þú varst mér svo mikið, ekki bara besta amma í heimi, heldur líka besta vinkona. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 323 orð | ókeypis

Þuríður Hallbjörnsdóttir

Drottinn gef þú dánum ró, og hinum líkn sem lifa. Elskuleg móðursystir mín er látin. Alltaf erum við jafn óviðbúin og tómleikinn og tilhugsunin um að sjást ekki framar leitar sterkt á hugann. Þegar ég kom síðast í heimsókn til Þuríðar frænku minnar á Dvalarheimilið í Laugarásnum, var hún glöð og bara nokkuð hress og minnið ótrúlega gott. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 198 orð | ókeypis

Þuríður Hallbjörnsdóttir

Ástkær amma okkar er látin. Þó hún væri orðin vel fullorðin fannst okkur alltaf eins og hún yrði lengur á meðal okkar. Amma var falleg kona, fíngerð og glæsileg til fara. Hún bjó fjölskyldu sinni fallegt heimili og var annáluð fyrir smekkvísi. Lífsganga hennar var farsæl. Hún var sjálfstæð kona, greind og bjó yfir ríkulegri kímnigáfu. Amma var skemmtileg heim að sækja og góður gestgjafi. Meira
28. mars 1996 | Minningargreinar | 474 orð | ókeypis

Þuríður Hallbjörnsdóttir

Komið er að kveðjustund. Við sólarupprás 19. mars sl. kvaddi amma þessa jarðvist. Að baki átti hún langa og farsæla ævigöngu. Sjö ára gömul fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni frá Bakka til Suðureyrar við Súgandafjörð. Þær tvíburasystur luku skólagöngu frá Núpsskóla við Dýrafjörð árið 1922. Lá þá leið þeirra til Reykjavíkur, réðust meðal annars í vist og unnu við framreiðslustörf. Meira

Daglegt líf

28. mars 1996 | Neytendur | 542 orð | ókeypis

Kjötiðnaðarmenn keppa innbyrðis

KJÖTIÐNAÐARMENN hafa í mörgu að snúast þessa dagana því þeir eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir innbyrðis fagkeppni sem haldin verður í apríl á sýningunni MATUR 96 í Smáranum. Sveinar og meistarar keppa þar með hinar ýmsu framleiðsluvörur og nemar í iðninni keppa um fjölbreyttan skurð og úrvinnslu á lambaskrokkum. Meira
28. mars 1996 | Neytendur | 94 orð | ókeypis

Mjólkurofnæmi og sykursjúkt fólk

UM ÞESSAR mundir dreifir Móna páskaeggjum fyrir sykursjúka og fólk með ofnæmi fyrir mjólk auk hefðbundinna páskaeggja í verslanir um land allt. Framleiðsla Mónu á páskaeggjum fyrir sykursjúka hófst fyrir 10 árum þegar þess var farið á leit við fyrirtækið að gera egg fyrir sykursjúkan dreng. Meira
28. mars 1996 | Neytendur | 50 orð | ókeypis

Nýr appelsínudrykkur frá Sól hf.

SÓL hf. hefur sett á markað nýjan appelsínudrykk undir vörumerkinu Sólríkur. Drykkurinn inniheldur 49,9% hreinan ávaxtasafa. Ekki er notaður hvítur sykur í safann heldur einungis náttúrulegur ávaxtasykur og þrúgusykur. Engin rotvarnarefni eru í vörunni og er hún kælivara. Sólríkur er seldur í 1,5 lítra umbúðum. Meira
28. mars 1996 | Neytendur | 763 orð | ókeypis

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira

Fastir þættir

28. mars 1996 | Dagbók | 2684 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 22.-28. mars, að báðum dögum meðtöldum, er í Ingólfs Apóteki, Kringlunni. Auk þess er Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
28. mars 1996 | Í dag | 109 orð | ókeypis

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 28. mars

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 28. mars, er níutíu og fimm ára Þorgerður Einarsdóttir, frá Reyni í Mýrdal, nú búsett á elliheimilinu Hjallatúni, Hátúni 10, Vík í Mýrdal. Eiginmaður hennar varKjartan Einarsson, bóndi en hann lést árið 1970. Meira
28. mars 1996 | Fastir þættir | 62 orð | ókeypis

Bridsfélag Breiðhyltinga og Rangæinga Spilaður var 18 para Michell-

Spilaður var 18 para Michell-tvímenningur sl. þriðjusdag og urðu úrslit þessi í N/S: Baldur Bjartmarss. - Halldór Þorvaldss.27María Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 182Una Árnadóttir - Kristján Jónasson174Hæsta skor í A/V. Guðmundur Þórðarson - Valdimar Þórðarson220Geirlaug Magnúsd. - Torfi Axelsson201Áróra Jóhannesd. Meira
28. mars 1996 | Fastir þættir | 61 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Fljó

Úrslit á fyrsta kvöldi í Butlertvímenningi Bridsfélags Fljótsdalshéraðs sem jafnframt er firmakeppni. Okkar á milli: Einar Guðmundss. ­ UnnarJósepsson74Glókollur: Haraldur Sigmarsson ­ Guðjón Egilsson7297: Jón H. Guðmundss. ­ Hjörtur Unnarsson72Snæfell: Jón B. Stefánss. ­ Sigurjón Stefánss. Meira
28. mars 1996 | Fastir þættir | 102 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

Sunnudaginn 17. mars sl. var spilaður 17 para Mitchell með yfirsetu. N­S Halla Ólafsdóttir ­ Ingunn Bernburg243Þórarinn Árnason ­ Bergur Þorvaldsson243Sigurleifur Guðjónss. ­ Þorsteinn Erlingss.236A­V Fróði B. Meira
28. mars 1996 | Fastir þættir | 90 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frá Skagfirðingum o

EFTIR tvö kvöld af þremur í aðaltvímenningskeppni nýs félagsskapar á þriðjudögum, er staða efstu para orðin þessi: Gísli Tryggvason - Guðlaugur Nilsen149 Rúnar Lárusson - Lárus Hermannsson120 Gróa Guðnadóttir - Lilja Halldórsdóttir113 Gunnar B. Meira
28. mars 1996 | Fastir þættir | 151 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sveit Antons Harald

Sveit Antons Haraldssonar sigraði í Halldórsmóti þriðjudaginn 26. mars en þá lauk Halldórsmótinu sem var sveitakeppni með þátttöku 10 sveita. Úrslit urðu þessi: Sveit Antons Haraldssonar207Spilarar auk Antons, Pétur Guðjónsson, Sigurbjörn Haraldsson og Stefán Ragnarsson. Sveit Stefáns G. Meira
28. mars 1996 | Í dag | 69 orð | ókeypis

FIMMTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á bókmenntum, bréfaskr

FIMMTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á bókmenntum, bréfaskriftum, söng, tónlist, teiknun og íþróttum: Yukari Sugiharra, 14-19 Kakinokizaka, Hashimoto-shi, Wakayama-ken, 648, Japan. Meira
28. mars 1996 | Fastir þættir | 713 orð | ókeypis

Frakkar og Austurríkismenn meistarar

Evrópumót í parasveitakeppni og paratvímenningi í Monte Carlo í Mónakó dagana 18.-23. mars EVRÓPUMÓTINU í parakeppni og parasveitakeppni lauk í Monte Carlo um síðustu helgi og það er varla hægt að segja að úrslitin þar hafi komið á óvart. Engir íslenskir spilarar tóku þátt í mótinu að þessu sinni en alls spiluðu 84 sveitir í parasveitakeppninni. Meira
28. mars 1996 | Í dag | 421 orð | ókeypis

ÍKVERJI fagnar því að reykingum hefur víðast hvar verið útrýmt í alm

ÍKVERJI fagnar því að reykingum hefur víðast hvar verið útrýmt í almennu rými verslana, stofnana og fyrirtækja. Nú þurfa þeir, sem kæra sig ekki um tóbaksreykinn, ekki lengur að vaða hann hvar sem er og hvenær sem er. Sums staðar hafa reykingamenn sérstakt afdrep, en annars staðar er þeim vísað úr húsi, vilji þeir reykja. Meira
28. mars 1996 | Fastir þættir | 886 orð | ókeypis

Kasparov mistækur, Anand heillum horfinn

Búlgarinn Topalov sigraði Gary Kasparov í fyrstu umferð VSB stórmótsins í Hollandi, sem líklega verður sterkasta skákmót ársins. FJÖRLEG taflmennska hefur einkennt upphafið á stórmóti hollensku sparisjóðanna, VSB mótinu, því tíunda og síðasta í röðinni. Það kreppir mjög að toppskákmönnum þessa dagana því stórmótum fer fækkandi. Meira
28. mars 1996 | Í dag | 174 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT Röng tímasetning Rangt var farið

Rangt var farið með upphafstíma píanótónleika Einars Steen-Nöklebergs í Listasafni Íslands annað kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 en ekki 20.30 eins og stóð í frétt blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Misritun NAFN ljósmyndarans sem tók mynd af halastjörnunni sem birtist á bls. 10 í gær misritaðist. Meira
28. mars 1996 | Dagbók | 631 orð | ókeypis

Norræn heimilisiðnaðarsýning

Norræn heimilisiðnaðarsýning stendur nú yfir í Norræna húsinu og í kvöld kl. 20.30 verður sýning á selskinnsjökkum og peysum. Mannamót Hraunbær 105. Félagsvist fellur niður í dag. Vesturgata 7. Á morgun kl. 14 syngur kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík undir stjórn Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur létt lög. Meira
28. mars 1996 | Í dag | 156 orð | ókeypis

Tapað/fundið Hjól tapaðist BLÁTT drengjafjallahjól af ger

BLÁTT drengjafjallahjól af gerðinni Diamond Nevada 26 tommu hvarf frá Karfavogi fyrir u.þ.b. þremur vikum. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hjólið eru beðnir að hringja í síma 568-1748. Hjól tapaðist GRÆNT og hvítt karlmannsreiðhjól fannst við Laufásveg um sl. helgi. Eigandinn getur vitjað þess í s. 551-3362. Meira
28. mars 1996 | Fastir þættir | 69 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Þegar lokið er 15 umferðum í Barometerkeppni deildarinnar er röð efstu sveita eftirfarandi: Sigurður Ásmundss. - Jón Þór Karlsson147Friðjón Margeirsson - Valdimar Sveinsson141Halldór Svanbergs - Kristinn Kristinsson141Björn Arnórsson - Hannes Sigurðsson112Jónína Halldórsd. - Hannes Ingibergsson96 Bestu skor 25. mars sl. Meira

Íþróttir

28. mars 1996 | Íþróttir | 194 orð | ókeypis

1. deild 26 112

1. deild 26 1121 31-9 Milan 56113-8 5626 931 28-10 Juventus 53518-15 4826 941 28-13 Fiorentina 44413-11 4726 Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 297 orð | ókeypis

Badminton

Íslandsmeistaramót unglinga Íslandsmeistaramót unglinga í badminton var haldið á Akranesi helgina 16. og 17. mars, úrslit urðu sem hér segir. Hnokkar/tátur 12 ára og yngri: Einliðaleikur hnokka: Valur Þráinsson, TBR, sigraði Ólaf P. Ólafsson, Víkingi, 11/0, 11/0. Einliðaleikur táta: Tinna Helgadóttir, Víkingi, sigraði Halldóru E. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 177 orð | ókeypis

Björninn með sterkustu unglingana

Það var hart barist í spennandi úrslitaleik SA og Bjarnarins í 2. flokki laust eftir hádegi á sunnudag, en þetta var síðasti leikur Brynjumótsins. Sömu lið mættust í SR-mótinu helgina áður og þá sigraði Björninn. Heimamenn í SA ætluðu nú að jafna metin. Framan af var útlit fyrir að Skautafélag Akureyrar ætlaði að hreppa gullið. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 212 orð | ókeypis

EYJÓLFUR Sverrisson

EYJÓLFUR Sverrisson var í byrjunarliði Herta Berlin er liðið tók á móti Bielefeld og gerði markalaust jafntefli um sl. helgi. Eyjólfur lék allan tímann í vörninni gegn Fritz Walter, sínum gamla félaga hjá Stuttgart og fékk mjög góða dóma í blöðum. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 107 orð | ókeypis

FÉLAGSLÍFStuðningsklúbbur Stjörnunnar

Stofnfundur Stuðningsmannaklúbbs knattspyrnudeildar Stjörnunnar verður í Stjörnuheimilinu á föstudaginn og hefst kl. 20.45. Drottningamót Drottningamót kvenna í knattspyrnu verður haldið í íþróttahúsi Seltjarnarness á laugardaginn. Þátttaka tilynnist í síma 567-4004. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 133 orð | ókeypis

Fínt mót en kalt

HIÐ geysisterka lið Bjarnarins í 2. flokki er skipað mörgum reyndum köppum en þar eru líka strákar og stelpur sem eru nýlega byrjuð í íshokkí. Svavar Ottesen dró fram kylfuna í fyrra og hóf æfingar, en hann er Akureyringur að upplagi og vanur skautum. "Þetta er alveg stórskemmtileg íþrótt og ég held að ég sé allur að koma til. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 189 orð | ókeypis

FRAKKAR

FRAKKAR settu met í Br¨ussel, þegar þeir mættu Belgíumönnum í gærkvöldi í vináttulandsleik og unnu 2:0. Frakkar hafa leikið tuttugu leiki á síðustu 28 mánuðum, undir stjórn Aime Jacquet, án þess að tapa. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 282 orð | ókeypis

Fullreynt í fjórða sinn

Loksins tókst að halda Íslandsmót barna og unglinga í íshokkí á Akureyri um síðustu helgi, réttum mánuði á eftir áætlun. Eftir fádæma hlýindi og auða jörð kom frostakafli og sumum fannst reyndar nóg um 10 stiga frost í strekkingsvindi seinni mótsdaginn. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 1204 orð | ókeypis

Grindvíkingar reyna þriðja árið í röð

ÚRSLITARIMMAN í úrvalsdeildinni í körfuknattleik hefst í kvöld, en þá mætast Grindavík og Keflavík í fyrsta úrslitaleiknum og verður leikið í Grindavík í kvöld. Þetta er þriðja árið í röð sem Grindvíkingar komast í úrslitaleikina, en þeir töpuðu tvö síðastliðin ár fyrir Njarðvíkingum. Keflvíkingar hafa einnig tvívegis komist í úrslit og sigruðu í bæði skiptin ­ Val árið 1992 og Hauka 1993. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 129 orð | ókeypis

Hörð fallbarátta SE

SEX lið eiga eftir að heyja harða fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni, eins og sést hér á stöðunni til hliðar. Liðin sex eiga eftir að leika þessa leiki: WIMBLEDON: Nott. Forest (H), West Ham (Ú, Manchester City (H), Middlesbrough (Ú), Blackburn (Ú, Coventry (H), Southampton (Ú). MAN. CITY: Bolton (Ú), Manchester United (H), Wimbledon (Ú), Sheffield Wed. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 43 orð | ókeypis

ÍA áfram í úrvalsdeild

SKAGAMENN sigruðu Þór frá Þorlákshöfn, 105:89, í öðrum leik liðanna um úrvalsdeildarsætið í körfuknattleik í Þorlákshöfn í fyrrakvöld. Þar sem Skagamenn unnu fyrri leikinn einnig halda þeir sæti sínu í úrvalsdeildinni að ári, en Þór leikur áfram í 1. deildinni. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 46 orð | ókeypis

Í kvöld Körfuknattleikur Úrslit karla, 1. leikur: Grindavík:UMFG - Keflavík20 Handknattleikur Úrslit karla, 1. leikur: KA-hús:KA

Körfuknattleikur Úrslit karla, 1. leikur: Grindavík:UMFG - Keflavík20 Handknattleikur Úrslit karla, 1. leikur: KA-hús:KA - Valur20.30 Blak Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 106 orð | ókeypis

Íshokkí Skautasvellið á Akureyri, Íslandsmót barna og unglinga í íshokkí, 23. og 24. mars 1996. 4. flokkur: SA - Björninn6:1 SR

3. flokkur: SA - Björninn b17:1 Björninn a - SR a0:0 SA - SR b18:3 Björninn a - Björninn b6:0 SA - SR a10:0 SR b - Björninn b0:2 SA - Björninn a8:2 Björninn b - SR a0:5 Björninn a - SR b5:0 SR b - SR a0:17 Leikur um 3. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 134 orð | ókeypis

Íslandsmeistarar 5. flokks kvenna HÉR að

HÉR að ofan er A-lið Stjörnunnar. Efri röð f.v.: Karen Ýr Lárusdóttir, Steinunn Ósk Geirsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Signý Björgvinsdóttir, Guðrún Óskarsdótir, þjálfari. Fremri röð f.v.: Elfa Björk Erlingsdóttir, fyrirliði, Sigrún Birgisdóttir, Kristín J. Clausen, Guðrún Viðarsdóttir. KA sigraði hjá B-liðum. Efri röð f.v: Erlingur Kristjánsson, þjálfari, Edda L. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 116 orð | ókeypis

Karate

Íslandsmeistaramót unglinga í kumite fór fram í íþróttahúsi Viðistaðaskóla laugardaginn 16. mars. Keppendur voru sextíu frá tíu félögum. Úrslit voru sem hér segir: Stúlkur fæddar 1977 til '79: Björk ÁsmundsdóttirÞórshamri Inga EmilsdóttirKFR Telpur fæddar 1980 til '83: Sólveig K. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 135 orð | ókeypis

Keflvíkingar með fyrsta golfmótið

FORRÁÐAMENN Golfklúbbs Suðurnesja hafa ákveðið að halda opið golfmót í Leirunni á laugardaginn. Þar sem stutt er til mánaðamóta skal tekið fram að þetta er ekki aprílgabb. Þar sem veturinn hefur verið kylfingum ótrúlega hagstæður og ekkert frost er í jörðu þessa dagana könnuðu GS-menn málið. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 148 orð | ókeypis

Keppnisbanni Modahl aflétt

Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur aflétt fjögurra ára keppnisbanni yfir bresku hlaupakonunni Diane Modahl. Hún var dæmd í fjögurra ára keppnisbann árið 1994 eftir að þvagsýni hennar hafði reynst innihalda hátt hlutfall karlhormóna. Modahl hélt fram sakleysi sínu frá upphafi og lagði út í kostnaðarsaman málarekstur í þeim tilgangi að sanna sakleysi sitt og fá banninu aflétt. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 214 orð | ókeypis

Knattspyrna

Vináttuleikir Nitra, Slóvakíu: Slóvakía - Hvíta-Rússland4:0 Simon (24.), Timko (32.), Uljaky (61.), Juriga (83.). 3.000. Belgrad, Júgóslavíu: Júgóslavía - Rúmenía1:0 Stojkovic (51.). 25.000. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 334 orð | ókeypis

KRISTJÁN Brooks,

PORTO hefur fengið markvörðinn Jorge Silva lánaðan frá Salgueiros út keppnistímabilið, eftir að Silvino Louro meiddist um sl. helgi. Louro tók stöðu Vitors Baia, sem er í tveggja mánaða leikbanni. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 167 orð | ókeypis

Kunnir kappar þrykktir á frímerki

Kunnir kappar þrykktir á frímerki FIMM kunnur knattspyrnukappar á árum áður á Bretlandseyjum verða þrykktir á frímerki í tilefni Evrópukeppni landsliða, sem hefst í Englandi 8. júní. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 35 orð | ókeypis

Körfuknattleikur

Toronto - Atlanta111:114 Cleveland - Washington89:96 Detroit - Vancouver86:75 Indiana - Boston103:96 Orlando - LA Lakers91:113 Houston - New York74:83 Denver - Charlotte112:119 Phoenix - Sacramento102:98 Golden State - Seattle102:114 LA Clippers - Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 363 orð | ókeypis

Lakers stöðvaði sigurgöngu Orlando

Það hlaut að koma að þessu ­ því miður," sagði Brian Hill þjálfari Orlando eftir að lið hans hafði tapað á heimavelli, 113:91, fyrir LA Lakers. Þar með er ljóst að Orlando nær ekki meti Chicago síðan í fyrra, en þá sigraði liðið í fyrstu 34 heimaleikjum sínum og alls í 41 heimaleik í röð. Orlando vann fyrstu 33 heimaleiki þessa tímabils og alls 40 í röð. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 503 orð | ókeypis

Leikur Englendinga lofar góðu fyrir EM

LES Ferdinand skoraði eina markið á Wembley-leikvanginum í gærkvöldi er Englendingar unnu verðskuldaðan sigur á Búlgaríu í vináttulandsleik. Sigurmark Ferdinands kom á 7. mínútu leiksins eftir sendingu frá besta leikmanni enska liðsins, Teddy Sheringham. Leikur Englendinga þykir lofa góðu fyrir Evrópukeppnina í sumar. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 49 orð | ókeypis

Logi í Bolton LOGI Ólafsson, la

LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari íknattspyrnu, sem sá leik Makedóníu og Möltu í gærkvöldi, heldurfrá Makedóníu til Englands, þarsem hann mun sjá Guðna Bergsson, fyrirliða landsliðsins, leikaþýðingarmikinn leik með Boltongegn Manchester City í Bolton álaugardaginn. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 140 orð | ókeypis

Makedónía með gott lið

LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, fylgdist með leik Makedóníu og Möltu í bænum Skopje í Makedóníu í gær. Heimamenn sigruðu 1:0 og sagði Logi að Makedónía væri með gott lið og hefði átta að vinna með miklu meiri mun. "Þjálfari Makedóníu tefldi fram sex nýliðum í leiknum, þar af voru þrír í byrjunarliðinu. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 229 orð | ókeypis

Margar byltur þeirra yngstu

Tilþrifin hjá yngstu krökkunum í íshokkí lofa góðu en skiljanlega eiga margir erfitt með að standa í fæturna í þessum miklu búningum á fleygiferð um svellið. Bylturnar voru því allmargar en öryggishjálmar og hlífðarbúningar draga úr högginu þannig að slysahættan er ekki svo mikil. Lið Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar léku til úrslita í 4. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 63 orð | ókeypis

Meistaramótið á skíðum UNGLINGAMEISTARAMÓT

UNGLINGAMEISTARAMÓT Íslands á skíðum hefst í kvöld klukkan tuttugu með mótssetningu í Akureyrarkirkju. Keppni fer síðan á fulla ferð klukkan níu í fyrramálið með svigi og stórsvigi. Göngukeppnin verður við Stórhæð en aðrar greinar verða í Hlíðarfjalli og við Strýtu. Framkvæmdaaðili er Skíðaráð Akureyrar. Keppt verður í flokkum 13 og 14 ára annars vegar og 15 og 16 ára hins vegar. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 84 orð | ókeypis

Meistaramótið bíður MEISTARAMÓT Íslands 12 til 14 ár

MEISTARAMÓT Íslands 12 til 14 ára í frjálsíþróttum fór fram í Laugardalshöll um síðastliðna helgi. Tókst mótið vel í alla staði en í fyrsta skipti var það allt haldið á einum og sama staðnum en ekki skipt á milli Baldurshaga og einhverra stóru íþróttahúsanna í Reykjavík. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 294 orð | ókeypis

Mikill undirbúningur hjá Írum

ÍRAR hófu undirbúning sinn fyrir heimsmeistarakeppnina 1998 í Frakklandi með því að leika vináttulandsleik gegn Rússum á Lansdowne Road í gærkvöldi - fyrsti landsleikurinn sem nýr þjálfari, Mick McCarthy, stjórnaði. Áhuginn er miklu meiri á landsliði Írlands nú eftir að Jack Charlton var landsliðsþjálfari, þegar hann stjórnaði sínum fyrsta leik 1986 komu aðeins 16. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 233 orð | ókeypis

Mættum vera fleiri

Ekki er keppt í kynjaskiptum flokkum í íshokkí en í sumum liðunum eru nokkrar stelpur með strákunum. Lítið fer fyrir kvenfólki í meistaraflokki en hjá þeim yngri kljást kynin saman líkt og í leikfimi og ýmsum íþróttagreinum. Hildur Hörn Stefánsdóttir í sigurliði Bjarnarins í 2. flokki er nýlega byrjuð að æfa. "Ég byrjaði bara að æfa núna um jólin. Þetta er rosalega gaman. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 205 orð | ókeypis

Ná Guðni og félagar að bjarga sér?

ÞEGAR Guðni Bergsson og félagar hans hjá Bolton náðu að leggja Sheffield Wed. að velli, 2:1, á laugardaginn var á sama tíma og leikmenn QPR höfðu ekki heppnina með sér gegn Chelsea - voru betri, fór Bolton af botninum í fyrsta skipti frá því í desember. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 162 orð | ókeypis

Sigurður íhugar tilboð Stjörnunnar

STJARNAN í Garðabæ hefur áhuga á að fá Sigurð Gunnarsson, sem þjálfaði norska liði Bodö í vetur, sem þjálfara fyrir meistaraflokk karla næsta vetur. Bodö féll niður í 2. deild og Sigurður er laus allra mála hjá félaginu og hefur hug á að flytjast heim í vor. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 175 orð | ókeypis

Skíði

Vestfjarðamótið í göngu Stúlkur 9 ára og yngri, 1,5 km:mín.Dagný Hermannsdóttir, Ísafirði9,49 Gerður Geirsdóttir, Ísafirði10,10 Kristín Ólafsdóttir, Ísafirði10,34 Drengir 9 ára og yngri, 1,5 km:mín. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 104 orð | ókeypis

Skíði Bikarkeppni SKÍ í alpagreinum

Bikarkeppni SKÍ í alpagreinum Staðan bikarkeppninni: Stúlkur 13 - 14 ára:stig Helga J. Jónasardóttir, Seyðisf.45 Harpa R. Heimisdóttir, Dalvík28 Lilja R. Kristjánsdóttir, KR25 Drengir 13 - 14 ára: Helgi S. Andrésson, S40 Kristinn Magnússon, Ak40 Arnar G. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 731 orð | ókeypis

Sterkustu vígi eiga eftir að falla

Þegar liðin mættust í úrslitarimmunni í fyrra, voru síðustu danssporin stigin að Hlíðarenda, í fimmtu viðureign þeirra - sigurdans Valsmanna, eftir að KA-menn höfðu fært þeim meistaratitilinn á silfurfati. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 115 orð | ókeypis

Tvær umferðir í forkeppni UEFA

VEGNA þess hve fjöldi liða er mikill, eða 117 talsins, hefur Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ákveðið að það fari fram tvær umferðir í forkeppni Evrópumóts félagsliða, UEFA- keppninni, næsta tímabil. Lið frá þeim Evrópuþjóðum sem náð hafa lökustum árangri síðustu fimm árin fara í fyrstu umferð forkeppninnar. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 234 orð | ókeypis

Unglingarnir til Ítalíu

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum átján ára og yngri lék í gær æfingaleik gegn þýskum jafnöldrum sínum í Mersburg í Þýskalandi. Lyktaði leiknum með jafntefli, 1:1, og voru bæði mörin gerð í fyrri hálfleik. Mark Íslands skoraði Heiðar Sigurjónsson leikmaður Þróttar. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 232 orð | ókeypis

Úrvalsdeild 32 12

Úrvalsdeild 32 1240 29-9 Man. Utd. 83530-21 6730 1401 33-7 Newcastle 64522-21 6431 1141 39-10 Liverpool 64521-17 Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 490 orð | ókeypis

Þróttarar fullkomnuðu þrennuna

ÞRÓTTUR úr Reykjavík fullkomnaði þrennuna á þessari leiktíð þegar félagið tryggði sér Íslandsmeistaratitil karla í Ásgarði í gærkvöldi með 3:1 sigri á Stjörnunni í fjórða úrslitaleik liðanna. Þetta er tíundi meistaratitill liðsins frá upphafi. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 224 orð | ókeypis

Öruggur sigur SA

Flestir þátttakendur voru í 3. flokki á Brynjumótinu, þ.e. 10-12 ára. Björninn og SR sendu tvö lið hvort félag og SA eitt. Skrautlegustu tölurnar litu dagsins ljós í þessum flokki, svo sem 17:0 og 18:3, en þær tölur skipta ekki öllu máli. Hinum kappsömu íshokkíspilurum þykir meira um vert að fá að vera með. Meira
28. mars 1996 | Íþróttir | 73 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Þorkell Íslandsmeistarar Þróttar 1996ÞRÓTTUR frá Reykjavík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla með því að sigra Stjörnuna í fjórða leik liðannaí gærkvöldi. Neðri röð frá vinstri: Magnús Aðalsteinsson, Ólafur D. Meira

Úr verinu

28. mars 1996 | Úr verinu | 295 orð | ókeypis

Eitt stærsta fisksölufyrirtæki Bretlands stofnað

ÞRIÐJA stærsta fisksölufyrirtæki Bretlands hefur nú verið formlega stofnað. Það verður til við samruna Icelandic Freezing Plants Ltd. (IFPL) sem er dótturfyrirtæki SH í Bretlandi og Faroe Seafood U.K. fiskréttaverksmiðjunnar, sem var til hálfs í eigu SH á móti fyrirtækinu J.P.J. & Co. Eignarhlutur SH í hinu nýja fyrirtæki verður 75% á móti 25% eignarhlut J.P.S. & Co. Meira
28. mars 1996 | Úr verinu | 483 orð | ókeypis

"Engin spurning að sala á fiski hefur aukist"

SALA á fiski hefur aukist í Bretlandi á sama tíma og sala á nautakjöti hefur snarminnkað vegna ótta almennings við kúariðu í breskum nautgripum. Að sögn Agnars Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Icelandic Freezing Plants Ltd. í Grimsby, gæti þetta haft ákveðið tækifæri í för með sér fyrir íslenska fiskframleiðendur. Meira
28. mars 1996 | Úr verinu | 114 orð | ókeypis

Risahlýri við Ísland

EINN stærsti hlýri, sem veiðst hefur hér við land, veiddist á dögunum. Skepnan vó hvorki meira né minna en 25 kíló. Steingrímur Ólason, fisksali í fiskbúðinni Hafkaup við Sundlaugaveg, heldur hér á fiskinum. Í hinni hendinni heldur hann á venjulegum hlýra sem er 3 kíló. Steingrímur segir að heldur stærri hlýri hafi veiðst í mars árið 1992. Meira

Viðskiptablað

28. mars 1996 | Viðskiptablað | 385 orð | ókeypis

43 milljóna hagnaður í fyrra

HAGNAÐUR húsgagnafyrirtækisins GKS ehf. á síðasta ári nam rúmlega 43 milljónum króna, samanborið við 21 milljón árið 1994. Stór hluti hagnaðarins eða 28,6 milljónir er tilkominn vegna sölu eigna. Velta fyrirtækisins dróst saman um 13% á árinu og nam 321 milljón króna í fyrra samanborið við 363 milljónir árið áður. Þá batnaði eiginfjárstaða fyrirtækisins verulega og var eigið fé þess tæpar 48 Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 576 orð | ókeypis

Allir vildu Lilju kveðið hafa

»YFIRLÝSING frá formanni bankastjórnar Landsbankans á ársfundi bankans fyrir skemmstu um að sameina beri rekstur ríkisbankanna tveggja vakti að vonum mikla athygli. Hann lýsti þar þeirri skoðun sinni að með sameiningu bankanna mætti ná fram nauðsynlegri hagræðingu í bankakerfinu og til yrði öflugur banki sem gæti sinn þörfum fyrirtækja og einstaklinga hvar sem væri á landinu. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 897 orð | ókeypis

Auknar kröfur til stjórnenda

Ný lög um bókhald og ársreikninga munu fyrirsjáanlega hafa víðtæk áhrif Auknar kröfur til stjórnenda Sjónarhorn Síðustu daga og vikur hafa félög verið að birta ársreikninga sína fyrir árið 1995 og framundan eru aðalfundir þeirra fyrir árið 1995. Alexander G. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 1082 orð | ókeypis

Betri afkoma en slök arðsemi Arðsemi eigin fjár olíufélaganna er einungis 6­8% sem ekki telst viðunandi í fyrirtækjarekstri.

AFKOMA olíufélaganna þriggja, Olís, Olíufélagsins og Skeljungs, hefur líklega aldrei verið betri en á síðasta ári. Félögin skiluðu samtals um 561 milljónar króna hagnaði sem er um fimmtungi meiri hagnaður en árið áður. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 117 orð | ókeypis

Borgarráð selur hlut í Mætti hf.

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að selja hlut Reykjavíkurborgar í Mætti hf., fyrir 3,5 milljónir. Kaupandi er Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Iðja, félag verksmiðjufólks, Verkamannafélagið Dagsbrún og Rafiðnaðarsamband Íslands. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 142 orð | ókeypis

DagbókNámstefna um léttefni í skipasmíði

NÁMSTEFNA um ný léttefni í skipasmíðum verður haldin föstudaginn 19. apríl nk. í Reykjavík. Námstefnan er studd af Norræna iðnaðarsjóðnum og er ætluð skipasmiðum, hönnuðum, útgerðarstjórum, fagfólki í málm- og plastiðnaði og öðrum þeim er fást við efnistækni í byggingarefnum. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 270 orð | ókeypis

Danfoss eykur sölu um 19%

SALA danska fjölgreinafyrirtækisins Danfoss jókst um 19% í fyrra, tvisvar sinnum meir en búizt hafði verið við, eða um 1.731 milljón danskra króna í 11.087 milljónir, samkvæmt ársskýrslu fyrirtækisins. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 94 orð | ókeypis

Elísabet til Athygli

ELÍSABET M. Jónasdóttir hefur verið ráðin til Athygli ehf., Lágmúla 5. Hún mun einkum annast útgáfu bæklinga, blaða og annars kynningarefnis. Elísabet hefur starfað að undanförnu sem upplýsingafulltrúi Ferðamálaráðs Íslands. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 1633 orð | ókeypis

Feitt ár framundan eftir mörg mögur

Feitt ár framundan eftir mörg mögur Athygli vakti þegar eitt minkabú sópaði að sér verðlaunum á skinnasýningu á Hótel Sögu á dögunum. Loðdýrabændurnir, Björgvin Sveinsson og Rúna Einarsdóttir, vilja ekki gera mikið með þessar viðurkenningar en segja þær þó létta brúnina í svartasta skammdeginu. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 144 orð | ókeypis

Fræðslu- og gæðastjóri Hótels Sögu

INGA Sólnes hefur verið ráðin fræðslu- og gæðastjóri á Hótel Sögu. Starfið felst í því að hafa umsjón með gæða- og fræðslumálum fyrir starfsfólk hótelsins jafnframt því að vinna að stöðugu umbótastarfi og samvinnu starfsfólks að bættri þjónustu og bættum gæðum. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 285 orð | ókeypis

Gula skráin fyrir Windows

GULA skráin fyrir Windows er fyrirtækja- og þjónustuskrá í formi tölvuforrits sem keyrir á PC-tölvum undir Windows. Gagnagrunnur forritsins er byggður upp af fyrirtækjum sem óska eftir skráningu í Gulu skrána. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 2529 orð | ókeypis

Hve lengi getur hlutabréfaverð haldið áfram að hækka?

Verð á hlutabréfum á Íslandi er nú í marsmánuði 1996 orðið tvöfalt hærra en það var í janúar 1994 fyrir rétt liðlega tveimur árum. Árið 1994 hækkaði hlutabréfaverð um nálægt 21%, árið 1995 um 35% og á tæplega þremur mánuðum ársins 1996 hefur orðið 27% hækkun (sjá efstu myndina til vinstri). Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 471 orð | ókeypis

Kærunefnd útboðsmála sett á fót

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ vinnur nú að nýrri reglugerð um fyrirkomulag opinberra útboða hér á landi. Er reglugerðinni ætlað að kom í stað fjölda laga, reglugerða og vinnureglna sem um þessi mál hafa gilt til þessa, m.a. þær reglur sem gilda um útboð á EES-svæðinu. Í reglugerðardrögunum er m.a. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 557 orð | ókeypis

Lánakerfi iðnaðar sinni kvikmyndagerð

OF MIKILL greinarmunur á atvinnugreinum og of rótgróin skipting á milli þeirra hafa gert mörgum atvinnugreinum erfitt um vik við að eflast og dafna. Mikilvægt er að gefa greinum eins og hugbúnaðarframleiðslu og menningariðnaði aukinn gaum og skjóta traustari stoðum undir þær. Til dæmis þarf lánakerfi iðnaðarins í auknum mæli að taka mið af kvikmyndagerð sem arðvænlegri framleiðslu. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 157 orð | ókeypis

Lánasýslan

LITLAR breytingar urðu á ávöxtunarkröfu spariskírteina ríkissjóðs til 10 og 20 ára í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Lækkaði krafan í hvoru tilviki um 0,01% og nam 5,71% á 10 ára bréfum en 5,66% á 20 ára bréfum. Ávöxtunarkrafa 10 ára árgreiðsluskírteina lækkaði hins vegar um 0,09% í 5,76%. Alls var tekið tilboðum að fjárhæð 549 milljónir króna í þessa flokka. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 230 orð | ókeypis

Lufthansa í samstarf með Air Canada

LUFTHANSA flugfélagið hefur gert samstarfssamning við Air Canada og sameiginlegt hefst í júní. Sameiginleg flugnúmer verða tekin upp 15. júní á leiðunum Frankfurt, Calgary og Vancouver og hefur Lufthansa þar með lokið gerð samninga við nokkur erlend flugfélög -- United Airlines í Bandaríkjunum, SAS, Thai Airways International, Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 504 orð | ókeypis

Manchester og Changi beztu flugvellir heims

MANCHESTER á Norðvestur-Englandi og Changi í Singapore eru beztu flugvellir heims samkvæmt könnun á skoðunum farþega stóru flugfélaganna að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA. Schiphol-flugvöllur í Amsterdam lenti í þriðja sæti í könnuninni, sem náði til 43 stórra flugvalla í Evrópu, Norður-Ameríku, Miðausturlöndum og á Asíu- Kyrrahafssvæðinu. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 289 orð | ókeypis

Mannabreytingar hjá Plastprenti

PLASTPRENT hf. hefur ákveðið að breyta áherslum í sölustarfi fyrirtækisins. Auk núverandi sölusviða, sjávarútvegs-, matvæla-, iðnaðar- og verslunarsviðs verða stofnuð tvö ný svið; útflutningssvið og heildsölusvið. Skipulagsbreytingarnar hafa leitt til eftirfarandi manna- og stöðubreytinga: Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 467 orð | ókeypis

Markaðssetning hugbúnaðar æ ríkari þáttur

SALA á hugbúnaði hefur á síðustu misserum orðið æ ríkari þáttur í starfsemi Nýherja hf. og hefur fyrirtækið nú ákveðið að setja á fót sérstaka hugbúnaðardeild sem mun sérhæfa sig í þróun og markaðssetninug á Lotus Notes, Concorde og launakerfum. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi Nýherja sem haldinn var í gær. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 861 orð | ókeypis

Microsoft í vefsókn

SLAGURINN um veraldarvefinn eða réttara sagt slagurinn um vefbúnað fer harðnandi og ekki útséð með hver ber sigur úr býtum. Netscape skaut Microsoft ref fyrir rass með Navigator-vefrýni sínum sem er lang vinsælastur slíkra forrita, líklega með 70­80% markaðshlutdeild. Microsoft hefur nú brugðist við af krafti og ekki verður annað séð en fyrirtækið standi býsna vel að vígi. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 90 orð | ókeypis

Námskeið vegna matvælasýningar

NÁMSKEIÐ og upplýsingafundur vegna matvælasýningarinnar í Smáranumæ, Matur '95 verður haldið fimmtudaginn 28. mars kl. 15.00­17.00 í íþróttahúsi Breiðabliks, Dalsmára 5 í Kópavogsdal,þar sem sýningin verður haldin. Dagskrá námskeiðsins: Kl. 15.00. A. Fagsýningin Matur '96 ­ Dagskrá sýningardagana. B. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 202 orð | ókeypis

Ný bók um fjárhagslegar kennitölur

FRAMTÍÐARSÝN ehf. hefur sent frá sér bókina "Lykiltölur". Bókin fjallar um hvernig unnt er á einfaldan hátt að nýta sér fjárhagslegar kennitölur úr rekstri til markmiðssetningar og eftirlits. Í bókinni eru faglegar stjórnunaraðferðir gerðar aðgengilegar og hagnýtar fyrir hinn almenna stjórnanda í atvinnulífinu, að því er segir í frétt frá útgefanda. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 557 orð | ókeypis

Óþrjótandi möguleikar í steinaframleiðslu

SÉRKENNILEG verslun hefur verið opnuð í kjallara Miðbæjarmarkaðarins, Aðalstrætis 9, eða verslun með íslenska náttúrusteina og vörur unnar úr þeim. Eigendurnir eru þeir Páll Þ. Pálsson og Freyr Baldursson ásamt eiginkonum sínum en þeir hafa á undanförnum árum unnið og þróað ýmsa listmuni og aðra gjafavöru úr íslenskum steinum. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 184 orð | ókeypis

Pappírslaus viðskipti hjá Búr

BÚR ehf., innkaupafyrirtæki kaupfélaganna, Nóatúns og Olíufélagsins, hefur gert samning við Netverk um kaup á sérstökum hugbúnaði til þess að gera pappírslaus viðskipti möguleg við allar verslanir sem tengjast fyrirtækinu, auk þess sem þær fá tölvupóstsamband sín á milli. Gert er ráð fyrir að uppsetningu hjá Búr og um 100 viðskiptavinum þess verði lokið innan tveggja mánaða. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 359 orð | ókeypis

Plastprent á leið á hlutabréfamarkað

EIGENDUR Plastprents hf. hafa tekið ákvörðun um að breyta fyrirtækinu í almenningshlutafélag og verður efnt til hlutafjárútboðs í apríl um leið og félagið verður skráð á Opna tilboðsmarkaðnum. Plastprent var stofnað árið 1957 og var lengst af hreint fjölskyldufyrirtæki í eigu Hauks Eggertssonar og fjölskyldu hans. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 226 orð | ókeypis

Ráðinn forstjóri Reiknistofu bankanna

HELGI H. Steingrímsson hefur verið ráðinn forstjóri Reiknistofu bankanna frá 1. júlí nk., en þá hættir Þórður B. Sigurðsson, núverandi forstjóri eftir langt og farsælt starf. Helgi er fæddur 13. mars 1944. Hann hóf störf hjáLandsbanka Íslands í árslok 1961, fyrst í Austurbæjarútibúi, þar sem hann starfaði í 10 ár, m.a. Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 952 orð | ókeypis

Reiknað með að bandvídd þurfi að 17-faldast fram til aldamóta

MEÐ sívaxandi áhuga almennings á alnetinu hefur umferðin um tenginguna til útlanda aukist til muna. Hér á landi hefur fyrirtækið Internet á Íslandi hf. (INTIS) annast rekstur þessarar tengingar frá miðju síðasta ári, en fyrirtækið var hins vegar stofnað upp úr Surís, Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 73 orð | ókeypis

Stafræn samskiptamiðstöð

SÍMVIRKINN/Símtæki ehf. hafa gefið út 30 síðna kynningarbækling um stafræna samskiptamiðstöð, Nitsuko Venus, sem er til sölu hjá fyrirtækinu. Í bæklingnum er fjallað ýtarlega um kosti og nýtingarmöguleika miðstöðvarinnar, stækkunarmöguleika og tengingar við tölvur og almenna símkerfið. Nýjungar í samskiptatækni Meira
28. mars 1996 | Viðskiptablað | 61 orð | ókeypis

Tryggingastofnun á alnetinu

TRYGGINGASTOFNUN hefur nú sett upplýsingahandbók sína á alnetið og geta viðskiptavinir stofnunarinnar nú leitað svara við ýmsum spurningum þar. Útgáfa handbókarinnar er fyrsta skrefið í upplýsingagjöf Tryggingastofnunar á alnetinu. Fram kemur í frétt að Tryggingastofnun er fyrst norrænna tryggingastofnana til að setja upplýsingaefni á alnetið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.