Greinar þriðjudaginn 16. apríl 1996

Forsíða

16. apríl 1996 | Forsíða | 157 orð

Jeltsín tvöfaldar ellilífeyri

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, undirritaði í gær tilskipun um að greiðslur til fátækustu ellilífeyrisþeganna yrðu tvöfaldaðar og sagði þá þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Lágmarkslífeyririnn var hækkaður í 150.000 rúblur, jafnvirði rúmra 2.000 króna, úr 75.000 rúblum á mánuði. Meira
16. apríl 1996 | Forsíða | 138 orð

Pólitískir glæpir afhjúpaðir

28 VITNI koma á næstu dögum fyrir 17 manna nefnd, sem þjóðstjórnin í Suður-Afríku hefur skipað til að rannsaka pólitísk dráp og aðra glæpi sem voru framdir þegar aðskilnaðarstefnan var við lýði. Fyrstu yfirheyrslurnar hófust í gær en gera varð hlé á þeim í hálfa klukkustund vegna sprengjuhótana. Meira
16. apríl 1996 | Forsíða | 402 orð

Segja ótímabært að ræða vopnahlé

ÍSRAELAR gerðu rafveitu í Bsaleem, skammt frá Beirút, óvirka í loftárás í gær og réðust á úthverfi í suðurhluta Beirút með flugskeytum fjórða sinni á þeim fimm dögum, sem aðgerðir Ísraelshers gegn Hizbollah-hreyfingunni í Líbanon hafa staðið yfir. Líbanar segja að mikill vandi sé kominn upp vegna nokkur hundruð þúsunda flóttamanna og segja að þörf sé á erlendri aðstoð. Meira
16. apríl 1996 | Forsíða | 134 orð

Trójugullið til sýnis

OPNUÐ hefur verið í Moskvu sýning á 259 fornum dýrgripum sem Þjóðverjinn Heinrich Schliemann gróf upp í Tyrklandi á 19. öld og taldi að væru úr eigu Príamosar, konungs hinnar fornfrægu Trójuborgar Grikkja. Sérfræðingar segja dýrgripina hins vegar smíðaða um 1.300 árum fyrir daga Príamosar, eða um 2.500 fyrir Krist. Meira

Fréttir

16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

2.300 miðar seldir

EINS OG kunnugt er fara fram tónleikar með breska popparanum David Bowie á Listahátíð í sumar. Miðasala á tónleika David Bowie, sem verða á Listahátíð 20. júní, hófst í gærmorgun. Klukkan 17 í gær höfðu 2.300 miðar selst og að sögn Ingvars Þórðarsonar hjá fyrirtækinu Tin seldist upp í sæti, alls 700 miðar, á 29 mínútum. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

60 skátar fengu forsetamerkið

FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, sæmdi 60 skáta á aldrinum 17 til 25 ára forsetamerkinu á Bessastöðum sl. laugardag. Aldrei hefur jafn stór hópur skáta verið sæmdur forsetamerkinu í sama skiptið. Forsetamerkið er æðsta þjálfunarmerki skáta. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

AÐALFUNDUR Kvenréttindafélags Íslands verður haldinn í kjallara

Kvenréttindafélags Íslands verður haldinn í kjallara Hallveigarstaða þriðjudaginn 16. apríl kl. 17.30. Á fundinum fer fram stjórnarkjör auk þess sem fulltrúar verða kjörnir á landsfund félagsins, sem haldinn verður dagana 27.-28. september nk. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 436 orð

Aflahlutdeild er hvorki fylgifé skips né veðandlag

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur telur að aflahlutdeild skips teljist ekki til eignarréttinda og geti af þeirri ástæðu ekki verið fylgifé með skipi eða veðandlag ásamt skipinu. Dómurinn hefur því sýknað útgerðarmenn af kröfu fyrirtækis, sem taldi sig eiga veð í kvóta skips. Skipið var selt nauðungarsölu og dugði andvirði þess ekki fyrir skuldum, en kvótinn hafði áður verið seldur. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 211 orð

Ammoníaksleki í Sundahöfn

SLÖKKVILIÐ og lögregla höfðu talsverðan viðbúnað þegar tilkynning barst frá athafnasvæði Eimskipafélagsins í Sundahöfn um ammóníaksleka á tíunda tímanum í gærmorgun. Að sögn slökkviliðs höfðu starfsmenn Eimskips verið að vinna við þrýstivökvapressu á frystigámi þegar losaði um bolta þannig að hann fór að leka ammoníaki. Meira
16. apríl 1996 | Óflokkað efni | 171 orð

Augað er spegill sálarinnar

DR. MITCHELL Cassell er augnlæknir stjarnanna í Hollywood. Sérgrein hans er sérstakar snertilinsur og augnabrellur fyrir kvikmyndir. Hann handmálaði linsur Toms Cruise í myndinni "Days of Thunder" og lét líta út fyrir að augu hans væru blóðhlaupin og stórskemmd eftir bílslys. Meira
16. apríl 1996 | Miðopna | 285 orð

Ákvörðun tekin með hliðsjón af niðurstöðu Hafrannsóknarstofnunar

HÉR fer á eftir í heild fréttatilkynning sjávarútvegsráðuneytisins vegna ákvörðunar um óbreyttan heildarafla: Sjávarútvegsráðherra hefur í dag ákveðið að fyrri ákvörðun um leyfðan heildarafla af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári skuli óbreytt standa. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 540 orð

Áminningin hefur enn ekki borist séra Flóka

SR. Flóki Kristinsson, sóknarprestur í Langholtskirkju, segir að sér hafi hvorki borist munnleg né skrifleg áminning frá sr. Ragnari Fjalari Lárussyni prófasti vegna ummæla um Jón Stefánsson organista í útvarpsþættinum Þriðja manninum fyrir skömmu. Sr. Ragnar Fjalar segir að bréfið hafi farið í almennan póst á miðvikudag eða fimmtudag í síðustu viku. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

Bannað að hjóla á á gangstéttum

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um að bannað verði að hjóla á gangstéttum á Laugavegi frá Hlemmi, niður Bankastræti að Lækjargötu. Í bókun formanns umferðarnefndar kemur fram að hjólreiðar séu heimilar á gangstéttum og göngustígum þegar það er ekki til hættu eða óþæginda fyrir gangandi vegfarendur. Meira
16. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Bílvelta í Eyjafjarðarsveit

BÍLVELTA varð við bæinn Hvamm í Eyjafjarðarsveit um áttaleytið á sunnudagsmorgun. Ökumaðurinn sem var einn í bílnum hlaut áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild FSA. Hann var grunaður um ölvun við akstur. Bíllinn skemmdist mikið og var dreginn í burtu með kranabíl. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Björns Pálssonar minnst á Alþingi

BJÖRNS Pálssonar, fyrrverandi alþingismanns, var minnst á Alþingi í gær en Björn lést 11. apríl sl. á 92. aldursári. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, rakti æviferil Björns og sagði meðal annars að honum hefði ekki verið eiginlegt að fara troðnar slóðir í búskap og þjóðmálum en myndað sér sjálfur skoðanir. Meira
16. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 297 orð

Clinton til Asíu og Rússlands BILL

BILL Clinton Bandaríkjaforseti lagði upp í vikuför til Asíulanda og Rússlands í gær og var fyrsti viðkomustaðurinn Suður-Kórea. Þar mun hann ræða við ráðamenn um erfiðleika í sambúðinni við kommúnistastjórn Norður-Kóreu en heldur síðan til Japans. Er ætlunin að staðfesta með nýjum samningi í Tókýó áratuga samstarf ríkjanna í varnar- og öryggismálum. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 560 orð

Fá innbrot og engin líkamsmeiðing

HELGIN var tiltölulega róleg. "Einungis" var tilkynnt um 11 innbrot og 10 þjófnaði. Í nokkrum þjófnaðartilvikunum var um hnupl að ræða. Engin líkamsmeiðing var tilkynnt að þessu sinni. Vista þurfti 23 í fangageymslunum, en það telst fátt yfir helgi. Afskipti voru höfð af 30 manns vegna ölvunarástands á almannafæri og 7 ökumenn eru grunaðir um ölvunarakstur. Meira
16. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Féll út úr bíl sínum

Atburðinn átti sér stað að næturlagi á gatnamótum Skógarlundar og Birkilundar. Samkvæmt því sem næst verður komist var ökumaðurinn að sýna fífldirfsku er óhappið var. Þykir mesta mildi að ekki varð þarna stórslys. Félagi ökumannsins í framsæti náði að stöðva bílinn. Meira
16. apríl 1996 | Miðopna | 947 orð

Forsætisráðherra segir ekki um ágreining að ræða

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir tvennt hafa komið til greina, að auka þorskafla strax og þá minna í haust, eða auka hann einvörðungu á næsta fiskveiðiári. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra stangist ekki á við hugmyndir sínar þar að lútandi. "Meginatriðið er það að engin hætta var fólgin í því að auka afla nokkuð nú í vor og heldur minna í haust. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Fræðslufundur um kumlið í Skriðdal

FRÆÐSLUFUNDUR Minja og sögu verður haldinn í Þjóðminjasafni Íslands þriðjudaginn 16. apríl nk. og hefst kl. 17.15. Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, flytur fyrirlestur um rannsóknir sínar á Þórisárkumlinu í Skriðdal og sýnir mikinn fjölda litskyggna frá rannsóknunum og munum og minjum sem þar fundust. Steinunn nefnir fyrirlesturinn Þórisárkumlið. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

FRÆÐSLUNÁMSKEIÐ um dulsálfræði verður haldið dagana 16. og

um dulsálfræði verður haldið dagana 16. og 18. apríl kl. 20­23 í Síðumúla 33. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað vísindamenn segja um vísindalegar rannsóknir um dulskynjun (ESP), hugarorku, firðhræringar (plotergeist), árur og líkurnar á lífi eftir dauðann. Umsjón hefur Loftur Reimar Gissurarson, sálfræðingur, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Fundur með frambjóðendum

FÉLAG stjórnmálafræðinema heldur fund með forsetaframbjóðendum í Lögbergi, stofu 101, þriðjudaginn 16. apríl kl. 12.10. Yfirskrift fundarins er Forsetaembættið og framtíðarsýn og er tilgangur hans að kynna fyrir háskólanemum framkomna frambjóðendur til embættis forseta Íslands, sýn þeirra á embættið og framtíðina. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fyrsti fundur stendur yfir

FYRSTI sameiginlegi fundur Norðurlandaráðs og Þingmannasamtaka Eystrasaltsríkjanna stendur nú yfir í Vilnius í Litháen. Fundinn sækja m.a. sex íslenskir alþingismenn, ásamt Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda. Meira
16. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 229 orð

Gagnlegt uppeldismálaþing kennara

"MÉR fannst þingið afar gagnlegt og það var mjög vel sótt," sagði Guðmundur Heiðar Frímannsson forstöðumaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri um uppeldismálaþing sem haldið var í Verkmenntaskólanum á Akureyri um helgina. "Ég vonast til að kennarar og þeir sem sóttu þingið hafi haft af því umtalsvert gagn og gaman. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 354 orð

Gagnstætt siðareglum og sennilega ólöglegt

ODDUR Benediktsson, prófessor í tölvunarfræðiskor við Háskóla Íslands, hefur sent Bjarna Júlíussyni framkvæmdastjóra Tákns hf., orðsendingu þar sem hann segir að tilboð Bjarna til tölvunarfræðinema um að brjótast inn í tölvukerfi sitt sé gagnstætt öllum siðareglum og sennilega ólöglegt. Bjarni segir þessi viðbrögð Odds á misskilningi byggð. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

Grafið við Hvalfjörð

UNNIÐ er að því að grafa niður að gangnamunna Hvalfjarðarganga beggja vegna fjarðarins. Grafið er niður fyrir klöpp. Þarna verða steyptir upp vegskálar en áður þarf að fjarlægja verulegt magn af jarðvegi. Áætlað er að komið verði niður á lóðréttan hamravegg nálægt mánaðamótunum maí-júní. Þá verður byrjað að sprengja fyrir göngunum sjálfum. Meira
16. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 166 orð

Grásleppuvertíðin í ár betri en í fyrra

GRÁSLEPPUVERTÍÐIN stendur nú sem hæst, en veiðar hófust 20. mars sl. Fimm bátar stunda grásleppuveiðar frá Grenivík og eru þrír menn á hverjum þeirra. Jón Þorsteinsson skipstjóri á Feng ÞH segir að vertíðin í ár sé snökktum skárri en í fyrra, enda hafi hún verið óvenjulega léleg. Meira
16. apríl 1996 | Landsbyggðin | 143 orð

Guðrún Astrid fegurst kvenna á Vestfjörðum

Ísafirði-Guðrún Astrid Elvarsdóttir, 18 ára Súðvíkingur, var kjörin fegurðardrottning Vestfjarða 1996 í hófi sem fram fór í veitingahúsinu Krúsinni á Ísafirði á laugardagskvöld. Sex stúlkur frá þremur bæjarfélögum á Vestfjörðum tóku þátt í keppninni. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Hátt í 30.000 vilja hert viðurlög við fíkniefnabrotum

ÞÓRLINDUR Kjartansson, inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík, afhenti í gær þeim Ólafi G. Einarssyni, forseta Alþingis, og Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra undirskriftir 28.986 manna, sem vilja herða viðurlög við brotum á fíkniefnalöggjöfinni og flýta dómsmeðferð í slíkum málum. Meira
16. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 139 orð

Hvatt til liðhlaups í Íhaldsflokki

BRESKI Verkamannaflokkurinn hefur skorað á þá þingmenn Íhaldsflokksins, sem eru óánægðir með stjórn John Majors forsætisráðherra, að ganga til liðs við stjórnarandstöðuna. Til þessa hafa þrír þingmenn Íhaldsflokksins sagt skilið við hann en ekki virðast líkur á meira liðhlaupi að sinni. Meira
16. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 326 orð

Hærri skattar og minni bætur

SVÍAR hyggjast spara 22 milljarða sænskra króna (um 200 milljarða ísl.kr.), í viðbót við þann 118 milljarða (1150 milljarða) niðurskurð, sem þegar var búið að ákveða. Erik Åsbrink fjármálaráðherra Svía segir að takist að bæta stöðu ríkisútgjalda með þessum aðgerðum verði Svíar heimsmeistarar í niðurskurði. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 501 orð

Ísfirðingar eiga fulltrúa í stjórninni

EIRÍKUR Finnur Greipsson formaður stjórnar Orkubús Vestfjarða segir að Ísfirðingar eigi fulltrúa í stjórn Orkubús Vestfjarða og hafi átt undanfarin ár, þar sem Ísfirðingur hafi verið annar tveggja fulltrúa í fimm manna aðalstjórn fyrirtækisins sem iðnaðar- og fjármálaráðherra skipi. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

ÍSLENSKA lestrarfélagið og Lestrarmiðstöð Kennaraháskó

lestrarfélagið og Lestrarmiðstöð Kennaraháskóla Íslands standa fyrir tveim opnum fyrirlestrum fimmtudaginn 18. apríl í húsnæði Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Annan fyrirlesturinn flytur Anna Lena Ostern, prófessor við kennaraháskólann í Vasa í Finnlandi. Hún mun fjalla um hvernig nota má látbragð og líkamstjáningu í kennslu byrjenda. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Jakob Þ. Möller í mannréttindaráð

RÁÐHERRANEFND Evrópuráðsins hefur samkvæmt ákvæðum Dayton- samkomulagsins tilnefnt átta menn til setu í mannréttindaráði Bosníu- Hersegovínu og er Jakob Þ. Möller, ritari mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf, einn þeirra. Auk fulltrúa Evrópuráðsins eiga fjórir fulltrúar múslima og Króata og tveir fulltrúar Serba sæti í mannréttindaráðinu. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 225 orð

Kannað hvernig Ísland komi bezt að liði

RÁÐSTEFNU 48 ríkja og 24 alþjóðastofnana um framlög til uppbyggingarstarfsins í Bosníu-Herzegóvínu var haldin í Brussel um helgina. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat ráðstefnuna af Íslands hálfu og tilkynnti hann þar ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja 110 milljónir króna til endurreisnarstarfsins. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 719 orð

Kemur gjörsamlega í opna skjöldu

HALLDÓR Björnsson, formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sagði að tillögur um gerð kjarasamnings til langs tíma kæmu sér gjörsamlega í opna skjöldu og hann skildi þær ekki. Hann héldi að verkalýðshreyfingin hefði aðra reynslu af löngum samningum en þá að rætt yrði um kjarasamninga fram á næstu öld, eins og Örn Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna, Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 372 orð

Kostir kjarasamninga fara eftir efni þeirra

HANNES G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands, segir að það sé mjög jákvætt að menn vilji hugsa og gera samninga til langs tíma. Kostir slíkra samninga fari þó eftir efni þeirra og hvort þeir séu raunverulega til langs tíma eða hvort þeir séu með fjöldanum öllum af opnunum og fyrirvörum sem geri það að verkum að þeir séu raunverulega skemmri tíma samningar. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Kynning á Háskólanum í Skövde

FULLTRÚI frá Háskólanum í Skövde í Svíþjóð verður á Íslandi frá 15. apríl til 29. apríl nk. Hann mun kynna tölvunám skólans, jafnframt því sem hann mun veita upplýsingar um annað nám erlendis. Fulltrúi frá Skövde verður í Upplýsingastofu um nám erlendis að Neshaga 16 sem hér segir: Þriðjudag 16. apríl kl. 13­15.30, miðvikudag 17. apríl kl. 13­17 og mánudag 29. apríl kl. 13­17. Föstudaginn 19. Meira
16. apríl 1996 | Óflokkað efni | 141 orð

Léleg þjónusta Ríkissjónvarps

GUÐRÚN Einarsdóttir hringdi til að kvarta yfir lélegri þjónustu Ríkissjónvarpsins hvað varðar að tímasetningar dagskrárliða í auglýstri dagskrá. Tímasetningar standast yfirleitt ekki og minnast þulurnar hvorki á það né biðja afsökunar á því. Sýndir hafa verið tólf þættir Kontrapunkts í vetur og hafa aðeins tveir þeirra verið á auglýstum tíma. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Lægstur í Kálfastrandarvogum

JÓN Oddur Jónsson á Djúpavogi átti lægsta tilboð í lagningu liðlega 4 km kafla á Hringveginum, um Kálfastrandarvoga og Markhraun við Mývatn. Býðst verktakinn til að vinna verkið fyrir 22,7 milljónir kr., þ.e. 76% af kostnaðaráætluninni sem hljóðar upp á liðlega 30 milljónir kr. Verkinu á að vera lokið 1. október næstkomandi. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 176 orð

Margir tóku til máls

EFTIRFARANDI fréttatilkynningu sendi Prestafélagið eftir hinn langa félagsfund í gær: FUNDI Prestafélags Íslands, sem haldinn var í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í dag, lauk kl. 19.30. Fundurinn var fjölsóttur af prestum víða af landinu. Fundarstjóri var sr. Jón Bjarman og honum til aðstoðar var sr. Valgeir Ástráðsson. Meira
16. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 198 orð

Meinvörpum eytt með leysilampa

BRESKIR læknar og vísindamenn segja að þeir hafi náð mjög góðum árangri við að eyða húðkrabbameini með nýjum leysilampa. Telja þeir, að hugsanlega sé um að ræða tímamót í baráttunni við sjúkdóminn. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 775 orð

Mikilvæg efni tapast úr jarðvegi við sinubruna

MEÐ reglugerð frá árinu 1993 hefur sinubruni verið takmarkaður verulega frá því sem áður var. Til dæmis er óheimilt að brenna sinu nema á jörðum sem eru í ábúð eða eru nýttar af ábúendum lögbýla og þá samkvæmt leyfi sýslumanns. Þá má hvergi brenna sinu eftir 1. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 172 orð

Minkagjöf ekki til minnkunar

ÞÓTT stjórn Byggðastofnunar hafi samþykkt að færa hópi bænda minkalæður að gjöf segist Davíð Oddsson forsætisráðherra sannfærður um að stjórnarmenn stofnunarinnar muni ekki gera neitt sem verði þeim til minnkunar. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Morgunblaðið/Einar Falur Hornsílaveiðar

VORSTÖRF verða æ meira áberandi um þessar mundir. Ekki aðeins hjá þeim fullorðnu heldur tekur ungviðið að iðka vorleiki eins og það hefur alltaf gert. Hún Hildur litla, 7 ára, sem á heima í Vogum á Vatnsleysuströnd, sýnir hér hróðug þrjú hornsíli sem hún veiddi með matskeið. Meira
16. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 57 orð

Mótmæli við Gorleben

LÖGREGLUMENN sprauta vatni úr háþrýstitækjum á hóp fólks sem lagðist á járnbrautarteina á milli borganna Dannenberg og Gorleben í Þýskalandi á sunnudag. Fólkið mótmælti fyrirhuguðum flutningi á geislavirkum úrgangi frá kjarnorkuverum sem á að endurvinna í stöð er annast slík verkefni í Gorleben. Telja margir að hætta sé á slysum í sambandi við flutningana. Meira
16. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Námskeið um slysavarnir barna

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélag Íslands stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði um slysavarnir barna á Akureyri laugardaginn 20. apríl. Námskeiðið hefst kl. 10.30, stendur til kl. 18 og verður hadið í Lundaskóla. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Net lögð á röngum stað

Landhelgisgæslan hafði afskipti af grásleppukarli í gærkvöldi, en sá hafði lagt net sín utan leyfilegs svæðis. Netin voru lögð vestan við leyfilegt svæði, sunnan Straumsvíkur. Skipstjóri bátsins var skikkaður til að sækja netin og kom hann aftur til Hafnarfjarðar um kl. 21 í gærkvöldi. Hann má eiga von á sekt fyrir tiltækið. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 401 orð

Óhætt að geyma fiskinn á vöxtum í sjónum

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra ákvað í gær að auka ekki þorskkvótann á þessu fiskveiðiári frá því, sem ákveðið var í fyrra. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að þessi ákvörðun stangist ekki á við hugmyndir sínar um aukningu þorskafla. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

Penninn kaupir Eymundsson

PENNINN hefur keypt Eymundsson og í kaupunum eru bókaverslanir Eymundsson í Austurstræti, Kringlu og Borgarkringlu og innflutningur Eymundsson á bókum og blöðum. Prentsmiðjan Oddi á áfram verslanir við Suðurströnd, á Hlemmi og í Mjódd, en Eymundsson-nafnið hverfur af þessum verslunum. Meira
16. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 428 orð

Peres styrkist í Ísrael og Hizbollah í Líbanon

ELDAR loguðu í Beirút í gær eftir árásir Ísraela á Líbanon fimmta daginn í röð. Mörg hundruð þúsund manns hafa yfirgefið heimili sín vegna árásanna. Shimon Peres, forsætisráðherra Ísraels, nýtur fulls stuðnings heima fyrir til að grípa til vopna til að svara sprengjuárásum Hizbollah-skæruliða á norðurhluta Ísraels. Meira
16. apríl 1996 | Landsbyggðin | 82 orð

Píslarganga kringum Mývatn

Mývatnssveit-Svokölluð píslarganga var gengin kringum Mývatn á föstudaginn langa. Var gönguleiðin tæpir 40 kílómetrar. Alls skráðu sig í gönguna 45 manns og er það talin mjög góð þátttaka. Stjórnendur göngunnar voru Jóhann Gestsson og Snæbjörn Pétursson. Þeir stjórnuðu fleiri göngum um páskana. M.a. var gengið frá Kröflu að Leirhnjúk, upp á Hreindýrahól og víðar. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 216 orð

Ráðstefna um græna ferðamennsku

MÁLEFNI grænnar ferðamennsku er viðfangsefni viðamikillar ráðstefnu er haldin verður á Flúðum þann 19. og 20. apríl nk. Ráðstefnan verður með óvenjulegu sniði því auk lifandi fræðsluerinda verður boðið til grænnar skoðunarferðar, kvöldvöku og hlöðuballs. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð

Ráðstefna um málefni ungmenna í Garðabæ

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Garðabæjar og Vímuvarnanefnd Garðabæjar halda ráðstefnu í Kirkjuhvoli miðvikudaginn 17. apríl um málefni barna og ungmenna. Ráðstefnan ber yfirskriftina: Forvarnir ­ sameiginlegt átak. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

RKÍ

RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 17. apríl. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Ármúla 34, 3. hæð. Kennt er á kvöldin. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Þeir sem hafa áhuga á að komast á þetta námskeið geta skráð sig hjá Reykjavíkurdeild RKÍ. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Sala eins og um áramót

"ÉG HUGSA að helst megi líkja útsölunni við söluna fyrir hádegi á gamlársdag. Búðin fylltist einn, tveir og þrír og mest seldist fyrstu klukkutímana," sagði Einar Jónatansson, verslunarstjóri ÁTVR í Kringlunni, um útsölu í versluninni í gær. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 195 orð

Salmonella á þátt í dauðsfalli

EINN sjúklingur hefur látist á Landspítalanum, að hluta til af völdum salmonellu-sýkingar, að sögn Karls G. Kristinssonar, formanns sýkingavarnanefndar spítalans, og tveir eru mikið veikir. Alls sýktust 124 af völdum salmonellu í rjómabollum á Landspítalanum í febrúar. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Samtakanna Lífsvogar

Samtakanna Lífsvogar verður haldinn 17. apríl nk. í sal kvennadeildar Slysavarnafélagsins, Sigtúni 9, og hefst hann kl. 20 með venjulegum aðalfundarstörfum og kosningu stjórnar. Um kl. 20 er fyrirhugað að kynna og ræða um framkomið frumvarp um réttindi sjúklinga. Munu samtökin bjóða þingmönnum til þess að taka þátt í þeirri umræðu. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 811 orð

Sjórinn greiðir hærri vexti en bankarnir nú

Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði í umræðunum að mjög ríkar ástæður þyrfti til að gera breytingar á miðju fiskveiðiári. Ákvörðun um hámarksafla í þorski væri byggð á veiðireglu sem ríkisstjórnin samþykkti í fyrra, um að leyfa veiði á 25% af veiðistofninum á hverju ári. Meira
16. apríl 1996 | Landsbyggðin | 136 orð

Sjúkrahúsi Vestmannaeyja gefið fæðingarrúm

Vestmannaeyjum-Kvenfélag Landakirkju afhenti fyrir skömmu Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að gjöf mjög fullkomið fæðingarrúm. Rúmið var afhent á fæðingarstofu Sjúkrahússins og að afhendingu lokinni var notagildi rúmsins sýnt. Stjórn Kvenfélagsins var viðstödd afhendinguna en María Gunnarsdóttir, formaður félagsins, flutti stutt ávarp þar sem hún afhenti rúmið. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Sotheby's lánar dýra fiðlu á Listahátíð

UPPBOÐSFYRIRTÆKIÐ Sotheby's ætlar að lána Listahátíð Amati-fiðlu sem leikið verður á við setningarathöfnina í Reykjavík í júní. Fiðlan er metin á 13-15 milljónir króna, að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur fulltrúa Sotheby's á Íslandi, og verður til sýnis í Listasafni Íslands að tónleikunum loknum, að öllum líkindum. Meira
16. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 167 orð

Sparisjóður Mývetninga flytur í Skjólbrekku

Sparisjóður Mývetninga hefur flutt afgreiðslu sína frá Helluvaði, þar sem hann hefur verið til húsa frá stofnun, í Skjólbrekku. Af því tilefni bauð Sparisjóðurinn Mývetningum og öðrum gestum léttar veitingar í hinum nýju húsakynnum sínum. Alls mættu rúmlega 100 manns. Þá var einnig yngstu kynslóðinni boðið í ratleik. Meira
16. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 178 orð

Staða skipasmíðastöðva skoðuð

ATVINNUMÁLANEFND Akureyrarbæjar samþykkti ályktun á fundi sínum nýlega, þar sem skorað er á sjávarútvegs- og iðnaðarráðherra að við væntanlega uppbyggingu nótaveiðiflotans verði staða íslenskra skipasmíðastöðva skoðuð sérstaklega með það að markmiði að þær geti með eðlilegum hætti komið að því verkefni sem fyrir höndum er. Meira
16. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 229 orð

Starfsmenn ákærðir?

YFIRMENN flugvallarins í D¨usseldorf sögðu í gær að alls óvíst væri hvenær hægt yrði að opna farþegasali flugstöðvarinnar en þar fórust 16 manns í eldsvoða í liðinni viku. Rannsóknarmenn kanna nú hvort rétt sé að ákæra starfsmenn fyrir glæpsamlega vanrækslu er valdið hafi slysinu. Meira
16. apríl 1996 | Landsbyggðin | 210 orð

Sveinsbréf í húsasmíði afhent

Hellu-Sunnlenska iðnfélagið sem er félag sveina í byggingagreinum afhenti nýlega tvö sveinsbréf í húsasmíði. Við athöfnina flutti formaður félagsins, Ármann Ægir Magnússon, ávarp þar sem fram kom að á því rúma ári sem félagið hefur starfað hefur það stutt á margan hátt við félagsmenn sína, haldið endurmenntunarnámskeið og komið upp orlofshúsi. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 389 orð

Synjun ekki brot en setja þarf reglur

REKTOR Menntaskólans í Reykjavík gat synjað tveimur piltum úr Garðabæ um skólavist. Synjun á grundvelli búsetu felur ekki í sér brot á jafnræðisreglu, en hins vegar var samræmis og jafnræðis ekki fyllilega gætt við val þeirra umsækjenda, sem búsettir voru utan umdæmis skólans. Þar miðaði rektor m.a. Meira
16. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 229 orð

Tákn ríkja sett á evró-myntina

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í Verona um helgina að heimila ríkjum, sem taka upp hina sameiginlegu Evrópumynt, evró, að setja eigin tákn á bakhlið myntarinnar. Þetta þýðir til dæmis að konungdæmin sjö, sem eiga aðild að ESB, geta haldið áfram að slá andlitsmyndir konunga og drottninga á mynt sína Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 506 orð

Tillaga um viðhorfskönnun tekin til baka

TILLÖGUR um að fram færi póstkönnun á því hvort prestar teldu að biskup ætti að víkja eða ekki og vantrauststillaga á stjórn Prestafélags Íslands voru dregnar til baka og breytingartillaga, sem málamiðlun við báðar, felld á lokuðum fundi Prestafélags Íslands um "Ástandið í kirkjunni" í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í gær. Fundinn sóttu um 100 prestar alls staðar af landinu. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 162 orð

Tvö félög innan félags tæknifræðinga

AÐALFUNDUR Tæknifræðingafélags Íslands var haldinn 22. mars sl. Á fundinum var samþykkt að stofna tvö ný hagsmunafélög innan Tæknifræðingafélags Íslands. Annars vegar Kjarafélag tæknifræðinga, sem verður sameiginlegt hagsmunafélag launþega innan Tæknifræðingafélags Íslands, og hins vegar Félags stjórnenda og sjálfstætt starfandi tæknifræðinga í Tæknifræðingafélagi Íslands. Meira
16. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 75 orð

Tvö tilboð í steinefni

TVÖ tilboð bárust í steinefni til malbikunar á vegum Akureyrarbæjar og Flugmálastjórnar, en alls er um að ræða 19.100 tonn. Tilboð Arnarfells var 11.390 þúsund krónur, en tilboð frá Möl og sandi hljóðaði upp á tæplega 15.982 þúsund krónur. Þá voru opnuð tilboð í efra burðarlag á öryggissvæði á Akureyrarflugvelli og bárust þrjú tilboð. Meira
16. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Unga fólkið og skattarnir

"UNGA fólkið og skattarnir ­ eru börnin féþúfa Friðriks?" er heiti á fyrirlestri Finns Birgissonar sem fluttur verður á umræðufundi um skattamál á vegum Lýðveldisklúbbsins í Deiglunni á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöldið 16. apríl kl. 20.30. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 260 orð

Viðamikil rannsókn á verkjaeinkennum skólabarna

LÆKNARNIR Ólafur Mixa heilsugæslulæknir og Pétur Lúðvígsson barnalæknir standa nú að viðamikilli rannsókn á verkjaeinkennum í börnum í reykvísum skólum, en rannsóknin er gerð til að reyna að varpa ljósi á tíðni verkjaeinkenna í börnum og hvort eitthvert samhengi sé við persónuleika barnanna og félagsaðstöðu. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 164 orð

Viðskiptaumhverfi og samkeppnisstaða

ÞRJÁ næstu þriðjudaga í apríl munu málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins standa fyrir fundaröð um samkeppnisstöðu Íslands undir yfirskriftinni: Ísland á 60 mínútum. Fundirnir eru öllum opnir. Þeir verða haldnir á Hótel Borg og hefjast kl. 17.15 og standa í eina klukkustund. Meira
16. apríl 1996 | Miðopna | 749 orð

Vilja stofna Listasafn Svavars Guðnasonar Hornfirðingar hafa fengið að gjöf 30 listaverk eftir Svavar Guðnason listmálara, úr

LISTAVERKAGJÖF TIL HORNAFJARÐAR Vilja stofna Listasafn Svavars Guðnasonar Hornfirðingar hafa fengið að gjöf 30 listaverk eftir Svavar Guðnason listmálara, úr safni dansks vinar hans. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

Vill breyta vinnureglu Húsnæðis stofnunar

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að Húsnæðisstofnun breyti vinnureglum um að vaxtadagur húsbréfalána miðist við dagsetningu tilboðs en ekki kaupsamnings. Gísli S. Einarsson, þingmaður Alþýðuflokks, gerði það að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi, að Húsnæðisstofnun miðar upphafsvaxtadag á húsbréfaláni við dagsetningu tilboðs en ekki kaupsamnings. Meira
16. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 491 orð

Zjúganov með forystu en Jeltsín sækir á

RÚSSNESKI umbótasinninn Grígorí Javlínskí hvetur Borís Jeltsín Rússlandsforseta til að draga sig í hlé þannig að ný kynslóð umbótasinna geti bjargað Rússlandi frá stríði, kommúnisma og mafíunni. Það má þó telja ólíklegt að forsetinn verði við þessari beiðni, þar sem að hann hefur á undanförnum dögum hert kosningabaráttu sína til muna. Meira
16. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 430 orð

Þrýst á um aðild Breta að gengissamstarfinu

BRETUM voru settir úrslitakostir á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsins í Verona á Ítalíu um helgina. Var þess krafist að þeir tækju að nýju þátt í Gengissamstarfi Evrópu (ERM) í breyttri mynd fyrir áramót, ella ættu þeir enga möguleika á aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) árið 1999. Meira
16. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Þumalína 20 ára

BARNA- og heilsuvöruverslunin Þumalína er 20 ára um þessar mundir. Verslunin, sem hefur lengst af verið til húsa á Leifsgötu 32, er nú flutt í Pósthússtræti 13 við Skólabrú. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur í versluninni en þeir sem versla í Þumalínu um þessar mundir fá gefins túpu af salttannkremi, túpu af gulrótarandlitsmaska, Meira

Ritstjórnargreinar

16. apríl 1996 | Staksteinar | 371 orð

Boðið í dans

RÍKISSTJÓRNIN hefur boðið verkalýðshreyfingunni og vinnuveitendum upp í dans um setningu nýrra reglna á vinnumarkaði. Þetta segir í forustugrein Tímans. Ekki bylting TÍMINN sagði m.a. í leiðara sl. Meira
16. apríl 1996 | Leiðarar | 525 orð

LeiðariSKYNSAMLEG UPPBYGGING ÞORSKSTOFNSINS ANGTÍMASJÓNARM

LeiðariSKYNSAMLEG UPPBYGGING ÞORSKSTOFNSINS ANGTÍMASJÓNARMIÐ um skynsamlega uppbyggingu fiskistofnanna voru tekin fram yfir sókn eftir skammtímagróða er Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ákvað í gær að auka ekki við þorskkvótann á þessu fiskveiðiári, þrátt fyrir háværar kröfur um slíkt, ekki sízt á meðal þingmanna stjórnarflokkanna. Meira

Menning

16. apríl 1996 | Menningarlíf | 941 orð

Allt hold er sem gras

Flutt var þýsk sálumessa eftir Brahms. Flytjendur voru Sólrún Bragadóttir, Loftur Erlingsson, Kór Langholtskirkju og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kórstjóri: Jón Stefánsson. Hljómsveitarstjóri: Takou Yuasa. Laugardagurinn 13. apríl 1996. Meira
16. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 83 orð

Á leið til Sidney

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra hélt afreksfólki í frjálsum íþróttum hádegisverðarboð í Ráðherrabústaðnum á sunnudaginn var, en hópurinn var í æfingabúðum þá helgi. Markmið þessa hóps er að taka þátt í Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000, en skipan hópsins breytist eftir árangri íþróttamannanna. Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 37 orð

Áletrun á stein

Eftirfarandi ljóð Jóns úr Vör er skráð á minnismerki drukknaðra sjómanna á Patreksfirði. Ljóðið sem er nýlegt hefur ekki birst fyrr á prenti. Þeir, Sem Hurfu ÍDjúpin,Hvíla Ekki Þar,Heldur Í BrjóstumÁstvina Sinna. Meira
16. apríl 1996 | Skólar/Menntun | 394 orð

Á Víðivöllumeiga allir sitt tákn

Á LEIKSKÓLANUM Víðivöllum í Hafnarfirði á hvert barn og hver starfsmaður sitt tákn og hafa engir tveir sama táknið. "Við reynum alltaf að finna tákn sem tengist barninu á einhvern hátt, t.d. ef það er með spékoppa þá er táknið að pota í kinnina eða ef barnið er með eyrnalokka þá er togað í eyrnasnepilinn," sagði Svava Guðmundsdóttir leikskólastjóri í spjalli við Morgunblaðið. Meira
16. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 176 orð

Clinton í kvikmynd

NÚ MEGA kvikmyndastjörnur eins og Tom Hanks, Robert Redford og aðrir fara að verða varir um störf sín því allt bendir til að Clinton Bandaríkjaforseti muni leika sjálfan sig í sjónvarpskvikmynd á næstunni. Myndin kallast "A Child's Wish" og mun Clinton leika sjálfan sig uppfylla ósk deyjandi barns um að hitta forseta Bandaríkjanna. Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 323 orð

Dauflegir tónleikar

Tapani Yrjölä fiðluleikari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari fluttu tónverk eftir Beethoven, Sibelíus, Jón Nordal og Grieg. Sunnudaginn 14. apríl 1996. Á NORÐURLÖNDUNUM tíðkast það að styrkja tónlistarmenn til tónleikaferða og hafa Tapani Yrjölä og Guðríður St. Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 83 orð

Einleikarapróf í Listasafni Íslands

TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Listasafni Íslands miðvikudaginn 17. apríl kl. 20.30. Tónleikarnir eru síðari hluti einleikaraprófs Gústavs Sigurðssonar klarínettuleikara frá skólanum. Kristinn Örn Kristinsson leikur með á píanó. Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 70 orð

Ensk útgáfa Íslendingasagna styrkt

NORRÆNI menningarsjóðurinn hefur heitið yfir 80 verkefnum styrk til menningarstarfsemi á þessu ári. 7,6 millj. danskra króna verður úthlutað í fyrstu, en fjárveiting ársins verður alls 22 millj. danskra króna. Meðal íslenskra verkefna sem njóta styrks að þessu sinni er útgáfa Íslendingasagna á ensku (400.000 d. kr.) og sviðsetning óperunnar Rhodymenia Palmata (125.000 d. kr.). Meira
16. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 93 orð

Fagrar konur safnast saman

HÓPUR kvenna kom saman í Ártúni fyrir skemmstu í þeim tilgangi að skemmta sér og rannsaka heim tískunnar. Heiðar Jónsson snyrtir kenndi konunum að daðra, haldin var kynning á snyrtivörum og einnig var haldin tískusýning. Undirtektir voru góðar, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Meira
16. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 149 orð

Fegurð reykvískra kvenna

MIKIÐ var um að vera á Hótel Íslandi síðastliðið föstudagskvöld, þegar fegurðarsamkeppni Reykjavíkur 1996 fór fram. Harpa Rós Gísladóttir, 18 ára Garðbæingur, var kjörin fegurðardrottning Reykjavíkur, auk þess að vera valin ljósmyndafyrirsæta keppninnar. Bergljót Þorsteinsdóttir úr Reykjavík varð í öðru sæti, en hún var líka kjörin vinsælasta stúlkan. Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 70 orð

Fiðrildi á Mokka

DAGANA 17. apríl til 9. maí heldur Tomas Ponzi myndlistarsýningu á Mokka á Skólavörðustíg. Sýningin ber yfirskriftina "Fiðrildi" og samanstendur af 50 smámyndum sem unnar eru með hjálp tölvu. Myndirnar sem eru mjög litskrúðugar eru allar unnar á þessu ári. Þetta er fyrsta einkasýning Tómasar, en hann hefur fengist við myndlist og ýmislegt tengt myndsköpun gegnum tíðina. Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 111 orð

Flaubert og frú Bovary

PÉTUR Gunnarsson flytur fyrirlestur í franska bókasafninu, Alliance Française, Austurstræti 3, í dag, miðvikudag, kl. 20.30, um Gustave Flaubert og frú Bovary. Fyrir jólin 1995 kom út hjá bókaforlaginu Bjarti í þýðingu Péturs Gunnarssonar saga Gustave Flauberts, Frú Bovary. Í kynningu segir: "Skáldsagan Frú Bovary er eitt frægasta og umtalaðasta skáldverk seinni tíma. Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 94 orð

Fyrirmæli dagsins EFTIR DAN GRAHAM

HÚSEIGANDI kaupi sér örk af tvíspeglandi filmu (mylar) sem sett er á glugga til að verjast sólarljósi og augum vegfarenda að degi til. Filman skal sett á stofugluggann. Í sterku sólarljósi er filman gagnsæ innanfrá en einsog spegill utanhúss. Meira
16. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 50 orð

Gere heldur velli

MYNDIRNAR "Primal Fear" og "James and the Giant Peach" börðust um toppsæti bandaríska aðsóknarlistans um seinustu helgi. Sú fyrrnefnda hafði betur, en í henni leikur Richard Gere aðalhlutverkið. "James and the Giant Peach" er sambland leikinnar myndar og teiknimyndar frá Disney- fyrirtækinu. Á hæla hennar kemur myndin "Fear". Meira
16. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 201 orð

Háskólabíó frumsýnir Neðanjarðar

HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Underground (Neðanjarðar) eftir leikstjórann Emir Kusturica sem kunnastur er fyrir kvikmyndirnar "Arizona Dream" og "Time of The Gypsies". Neðanjarðar hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið vor. Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 274 orð

Hátíð þjóðlegra listgreina

"BALTICA-96" nefnist alþjóðleg hátíð, sem haldin verður í níunda sinn í Vilnius, höfuðborg Litháens, dagana 2.­7. júlí nk. Þessi hátíð þjóðlegra listgreina og handverks verður í sumar í fyrsta sinn helguð löndunum við Eystrasalt og Norðurlöndunum öllum, margbreytilegri menningararfleifð og hefðum þjóðanna sem löndin byggja. Meira
16. apríl 1996 | Skólar/Menntun | 347 orð

Hrepptu mánaðardvöl í Þýskalandi

RÍKARÐUR Ríkarðsson nemandi í 5-X í Menntaskólanum í Reykjavík og Finnbogi Óskarsson nemandi á öðru ári í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði urðu hlutskarpastir í Þýskuþraut 1996. Keppnin er ekki sú eina sem þeir hafa tekið þátt í, Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 494 orð

Húslestrar í hæfilegum skammti

Kristilegar hugleiðingar fyrir hvern dag ársins eftir Carl Fr. Wisløff. Útg. Salt, Reykjavík 1995. Þýðandi Benedikt Arnkelsson. ALVEG fram á okkar öld voru postillur og predikunarsöfn til á hverju heimili og þær voru meira lesnar en sjálf Biblían. Kvöldvökur í sveitum enduðu á lestri úr þessum bókum og stóð svo þangað til útvarpið kom til sögunnar. Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 204 orð

Laglínur lifna

Trio Borealis (Anna Guðný Guðmundsdóttir, Richard Talkowsky og Einar Jóhannesson) ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara léku á tónleikum í Danmörku og Svíþjóð nú í lok mars. Gagnrýnandinn Jan Jacoby skrifar í Politiken (29. 3.) um tónleika sem haldnir voru í Örkinni, listhúsinu nýja í nágrenni Kaupmannahafnar. Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 161 orð

Listamaður mánaðarins

ÞESSA dagana kynna verslanir Skífunnar fiðluleikarann Anne Sophie Mutter sem Listamann mánaðarins í klassískri tónlist. Í kynningu segir: "Listamaður mánaðarins kemur ávallt úr fremstu röð listamanna og tónskálda og eru fjölbreyttar geislaplötur með verkum viðkomandi boðnar með 20% afslætti. Meira
16. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 76 orð

Lognið á undan storminum

Á FERÐUM sínum um borgina um síðustu helgi hitti ljósmyndari Morgunblaðsins fyrir þennan hóp fagurra kvenna á veitingastaðnum Naustinu. Þær hafa þann starfa að taka á móti gestum á Hótel Esju og bjuggu sig undir aðal ferðamannatímabilið með því að láta Vilhelm Björnsson, þjón á Naustinu, stjana við sig. Meira
16. apríl 1996 | Skólar/Menntun | 531 orð

Markmið að nemendur kynnist landi og þjóð

EITT hundrað og þrjátíu nemendur á aldrinum 16-18 ára tóku þátt í þýskuþraut framhaldsskólanema að þessu sinni. Er þetta í fjórða sinn sem Félag þýskukennara efnir til slíkrar samkeppni í samvinnu við þýsk yfirvöld. Tveir nemendur hrepptu mánaðardvöl í Þýskalandi fyrir frammistöðu sína og 16 nemendur aðrar viðurkenningar. Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 275 orð

Málþing í Skálholti

MÁLÞING verður haldið miðvikudaginn 24. apríl, síðasta vetrardag, og fimmtudaginn 25. apríl sumardaginn fyrsta, í Skálholti er ber yfirskriftina Málþing um tónlist og skáldskap 17. aldar. Hefst málþingið kl. 17 síðasta vetrardag en því lýkur kl. 13 á sumardaginn fyrsta. Málþingið er opið öllum sem áhuga hafa og er matur og gisting í Skálholtsskóla. Meira
16. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 205 orð

Nýskilinn en trúaður

CHARLIE Sheen hefur sagt skilið við eiginkonu sína og tekið trú. Samkvæmt maíheftiUS Magazine sagðist hinn þrítugi leikari hafa heyrt raddir sem sögðu honum að samband hans við eiginkonuna Donnu Peele myndi aldrei ganga, en þau höfðu verið gift í rúma fimm mánuði. Meira
16. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 137 orð

Plötusnúðakeppni í Frostaskjóli

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Frostaskjól stóð nýlega fyrir plötusnúðakeppni félagsmiðstöðvanna, sem er árlegur viðburður. Þetta var í tíunda skipti sem Frostaskjól stóð fyrir keppni af þessu tagi. Í þetta sinn voru keppendur 11 og var tónlist þeirra eins mismunandi og þeir voru margir. Eftir fjögurra tíma skífuþeytingar og harða keppni lágu úrslitin fyrir. Meira
16. apríl 1996 | Skólar/Menntun | 279 orð

Samræmd próf 4. og 7. bekkja verða næsta haust

EKKI hefur endanlega verið ákveðið hvenær samræmd próf verða hjá 4. og 7. bekkjum grunnskóla. En samkvæmt grunnskólalögum frá 1995 skulu slík próf fara fram í kjarnagreinum hjá þessum árgöngum. Einar Guðmundsson deildarstjóri hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála taldi líklegt í samtali við Morgunblaðið að þau yrðu í fyrstu viku nóvember. Meira
16. apríl 1996 | Skólar/Menntun | 236 orð

Sjónvarpsþáttaröð um myndlistarkennslu

NÝ ÞÁTTARÖÐ um myndlist barna og unglinga og myndlistarkennslu í grunnskólum hefur göngu sína í sjónvarpinu annað kvöld. Eru þættirnir unnir í samvinnu Félags íslenskra myndlistarkennara (FÍMK) og Ríkisútvarps/Sjónvarps. Að sögn Grétu Mjallar Bjarnadóttur formanns FÍMK er hugmyndin á bak við þættina sú að vekja athygli almennings á gildi listkennslu. Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 363 orð

Skrjáfið í stjörnunum

eftir Óskar Árna Óskarsson, Mál og menning, 1996 - 47 bls. ÓSKAR Árni Óskarsson er ekki skáld margra orða eða mikilla yfirlýsinga. Lífsgátan er ekki leyst í kvæðum hans né ráðist í uppskurð á máli eða myndum. Ljóð hans eru eins og kyrrlátt kvöld. Veruleikinn fer sínu fram. Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 671 orð

Stórfengleg myndbönd

Steina Vasulka. Opið kl. 10-18 alla daga til 12. maí. Aðgangur kr. 300 (gildir á allar sýningar). Sýningarskrá 900 kr. ÞAÐ eru ekki mörg ár síðan fyrstu kynningar á þessu nýja listformi fóru fram hér á landi, þó miðillinn hafi tekið að hasla sér völl innan myndlistarinnar fyrir meira en aldarfjórðungi; þannig hafa Íslendingar á stundum verið undarlega aftarlega á merinni, Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 553 orð

Styrkjum úthlutað

ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum úr Menningarsjóði útvarpsstöðva. Auglýst var eftir styrkjum í janúar sl. og bárust umsóknir um styrki til 212 verkefna. Styrkumsóknirnar námu samtals tæpum 500 milljónum króna og heildarkostnaðaráætlanir verkefnanna námu u.þ.b. 1.100 milljónum króna. Úthlutað var kr. 65.220.000, en þar af var endurúthlutað kr. 5.650.000. Meira
16. apríl 1996 | Skólar/Menntun | 35 orð

Svör við þýskuþraut

Lesskilningur: 1) d ­ 2) b ­ Málfræði og orðaforði: 1) denn ­ 2) b,c,e,a,f,d ­ Landeskunde: 1) Straburg. Textar með eyðum: meinem, noch, öffnete, junger, an, ich, gr¨uten, Sie, Mann, Stuhl, bestellte. Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 649 orð

Tveir menn og þrjár konur í einu tjaldi

FINNSKA tveggja manna leikhúsið Theater Kennedy kom hingað til lands fyrir milligöngu Frú Emelíu og bauð upp á tæpra tveggja tíma grátbroslega sýningu á leikverki sem þeir frumsýndu fyrir nákvæmlega tveimur árum í Svenska Teatern í Helsinki og hafa síðan sýnt víða um heimaland sitt og á öðrum Norðurlöndum. Meira
16. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 113 orð

Úr kjól í buxur

WESLEY Snipes mun leika aðalhlutverk í nýrri mynd sem nefnist "Executive Privilege" og er áætlað að tökur hefjist í sumar. Hlutverkið er ekki ósvipað því sem hann hafði í "Rising Sun", en hann leikur lögreglumann sem rannsakar dauðsfall í Hvíta húsinu. Leyniþjónustan reynir að hindra rannsókn hans þegar grunur fellur á fjölskyldumeðlim forsetans. Meira
16. apríl 1996 | Skólar/Menntun | 216 orð

Veggspjald með tölustöfum

ÚT ER komið á vegum forlagsins Himbrima veggspjald, sem sýnir tölustafina 0­10 ásamt táknmyndum og er þar um að ræða villt íslensk spendýr og fugla. Prentað er beggja vegna á spjaldið og er margföldunartafla á bakhliðinni. Tölurnar eru merktar með mismunandi litum þannig að börnin læra víxlregluna svokölluðu, þ.e. að 3x5=15 og 5x3= 15, o.s.frv. Eru samsvarandi tölur með sömu litum. Meira
16. apríl 1996 | Menningarlíf | 619 orð

Það nýjasta nýja og tengsl frá víkingaöld

ÞRJÁR risastórar sýningar á vegum menningarársins hafa tekið sig á loft undanfarið. ArtGenda er menningarkynning frá löndunum, sem liggja að Eystrasalti, Updateer utangarðslist yngstu kynslóðarinnar og þrjár sýningar tengjast menningu múhameðstrúarþjóða. Meira
16. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 132 orð

Örvæntingarfullur aðdáandi

AUSTURRÍSK stúlka, sem var í öngum sínum vegna þess að breska hljómsveitin Take That lagði upp laupana, kastaði sér út um glugga á þriðju hæð í skóla sínum í Vínarborg sl. fimmtudag. Hún lenti á bíl og er mikið slösuð, segja austurrísk dagblöð. Læknar segja að hin 14 ára stúlka, sem blöðin nefna Katharinu G., muni hugsanlega ekki geta gengið aftur. Meira

Umræðan

16. apríl 1996 | Aðsent efni | 428 orð

90 ára viðureign

ÞRIÐJUDAGINN 21. ágúst árið 1906 var mikill mannfjöldi saman kominn í hinu nýbyggða samkomuhúsi Góðtemplara á Akureyri þeirra erinda að fylgjast með fyrstu kappglímu um Grettisbeltið, sem hlaut nafnið Íslandsglíman. Þarna voru mættir tólf ungir knálegir menn til að keppa um æðstu sigurlaun glímunnar. Átta voru frá Akureyri og fjórir úr Suður-Þingeyjarsýslu. Meira
16. apríl 1996 | Aðsent efni | 617 orð

Eldri borgarar ­ söfnum liði

Í SÍÐASTA mánuði var gert átak til að kynna starf Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Var það gert á "Viku aldraðra" á 10 ára afmæli félagsins, þar sem fjölbreytt dagskrá var hvern dag og málefnin kynnt í fjölmiðlum í meira magni, en áður hefur tíðkast. Þótti þetta takast vel enda nutum við aðstoðar margra bestu listamanna landsins, sem gerðu þetta ógleymanlegt og oft stórkostlegt. Meira
16. apríl 1996 | Aðsent efni | 867 orð

Friðun er líka nýting

ÞAÐ heyrist nú æ oftar, að Íslendingar ættu að gerast forustuþjóð á sviði umhverfismála. Meðal annars kemur það glöggt fram í skýrslu umhverfisráðherra í febrúar 1995 um ástand og þróun umhverfismála á Íslandi. Þar segir m.a. í kafla um viðfangsefni og framtíðaráherslur: "Lögð er áhersla á að Ísland verði um næstu aldamót fyrirmynd annarra vestrænna ríkja í umhverfismálum eða m.ö.o. Meira
16. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 480 orð

Hvað eruð þið að hugsa hjá Stöð 2?

STRANGLEGA bönnuð börnum eða alls ekki við hæfi barna er orðið daglegt brauð í kynningu Stöðvar 2 á því sjónvarpsefni sem stendur áhorfendum til boða klukkan tvö að degi til. Bannaða dagskráin byrjar eftir hádegi þegar krakkar eru að koma heim úr skólanum. Meira
16. apríl 1996 | Aðsent efni | 1029 orð

Hverjir eiga miðhálendið?

MARGT er á huldu um eignar- og umráðarétt einstaklinga jafnt sem opinberra aðila á miðhálendinu og er líklegt að sú óvissa eigi eftir að valda umtalsverðum vandkvæðum í framtíðinni ef eigi verða fundnar hæfilegar lausnir, sem sæmilegur friður skapast um. Meira
16. apríl 1996 | Aðsent efni | 705 orð

Jafnrétti á öllum aldri Konur stunda í auknum mæli

Í ÞJÓÐFÉLAGI okkar verður sífellt algengara að báðir foreldrar vinni úti. Það uppeldishlutverk sem áður var aðallega í höndum foreldra og þá einkum mæðra hefur af þessum sökum í æ ríkari mæli færst yfir til leikskóla og grunnskóla. Meira
16. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 615 orð

Klerkar í klípu

ÞAÐ virðist ljóst að Guð vor hefur í gegnum tíðina verið frekar óheppinn með fulltrúa sína hér á jörð. Í gegnum aldirnar hefur trúin verið notuð sem hagstjórnartæki og svipa kúgunarafla. Á miðöldum kvað svo rammt að þessu, að "sadískir" kirkjunnar þjónar notuðu trúna til að svala óeðli sínu með pyntingum og morðum. Lúterstrúin var innleidd hér á landi með aftökum á biskupi kaþólskra og sonum hans. Meira
16. apríl 1996 | Aðsent efni | 910 orð

Samræmd neyðarsímsvörun

EINS og flestum landsmönnum er eflaust kunnugt er búið að taka í notkun nýtt neyðarnúmer, 112, sem á að leysa öll gömlu neyðarnúmerin af hólmi. Um það gilda "Lög um samræmda neyðarsímsvörun nr. 25/1995". Allir hljóta að vera sammála um að með einu sameiginlegu neyðarnúmeri fyrir alla landsmenn sé verið að stíga stórt skref fram á við í neyðarþjónustu Íslendinga. Meira
16. apríl 1996 | Aðsent efni | 803 orð

Skálholt ­ vanræktur sögustaður

AF SÖGUSTÖÐUM hér sunnanlands ber hæst Þingvelli en að sagnfræðilegum minningum kemur Skálholt næst. Starfandi mun vera sérstök Skálholtsnefnd og búið er að setja niður sérstakan biskup í Skálholti staðnum til uppbyggingar. Meira
16. apríl 1996 | Aðsent efni | 1338 orð

Týndir þorskar og gleymdur floti

MIKLAR sviptingar eiga sér stað um þessar mundir á sviði sjávarútvegs. Í fyrsta lagi og það sem ber hæst er vaxandi þorskgengd. Bendir margt til þess að stofninn sé loksins á uppleið eftir tímabundna lægð. Mikilsvert er að rasa ekki um ráð fram. Sígandi lukka er best en þó má ljóst vera að þorskurinn muni nú skila meiri verðmætum í þjóðarbúið en gerst hefur um langt árabil. Meira
16. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 794 orð

Unga fólkið og siðleysi yfirvalda

SUNNUDAGINN 24. mars sl. birtist hér í blaðinu greinin "Átak gegn yfirgangi og siðleysi", rituð af þrem ungum stúlkum, með fallegt alvöru- og góðvildarblik í augum. Í svip þeirra var ekki gáski æskunnar, enda málefnið mjög alvarlegt sem þær voru að fjalla um. Meira

Minningargreinar

16. apríl 1996 | Minningargreinar | 446 orð

Ásgrímur Halldórsson

Þetta land geymir allt sem ég ann,býr í árniði grunntónn þín lags.Hjá þess urt veit ég blómálf míns brags,milli bjarkanna yndi ég fann. Ber mér útrænan ilminn frá sjó,blærinn angan frá lyngi í mó. Djúpa hugró á fjöllum ég finn.Meðal fólksins er vettvangur minn. Þetta land skamma stund bjó mér stað. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 29 orð

ÁSGRÍMUR HALLDÓRSSON Ásgrímur Helgi Halldórsson fæddist í Bakkagerði á Borgarfirði eystra 7. febrúar 1925. Hann lést í

ÁSGRÍMUR HALLDÓRSSON Ásgrímur Helgi Halldórsson fæddist í Bakkagerði á Borgarfirði eystra 7. febrúar 1925. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. mars og fór útförin fram frá Hafnarkirkju 3. apríl. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 153 orð

Ingólfur Gísli Ingólfsson

Kær vinur og samkennari til margra ára er allur, langt fyrir aldur fram. Kynni okkar Ingólfs hófust fyrir hartnær 17 árum þegar hann sótti um stöðu smíðakennara við listasvið Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem þá var í mikilli mótun undir stjórn Guðmundar Sveinssonar skólameistara. Ingólfur var mikill hugsjónamaður og baráttumaður fyrir uppbyggingu á íslenskri nytjalist og hönnun. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 286 orð

Ingólfur Gísli Ingólfsson

Þrátt fyrir vanheilsu Ingólfs undanfarin misseri hvarflaði varla að nokkrum manni að þessi lífsglaði atorkumaður mundi kveðja þennan heim svo brátt. Söknuður býr víða þegar vinsæll og vel gerður maður fellur frá, og það á við í þessu tilfelli. Aldrei var komið að tómum kofunum þegar sótt var til Ingólfs Gísla, hvorki í vitsmunalegum né veraldlegum skilningi. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 242 orð

Ingólfur Gísli Ingólfsson

Ingólfur Gísli Ingólfsson, lektor við Kennaraháskóla Íslands, var góður félagi. Því kynntumst við samstarfsmenn hans á margvíslegan hátt en sérstaklega vel þegar við unnum með honum að lagfæringu íbúðar Kennarafélags Kennaraháskólans að Varmalandi í Borgarfirði. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 432 orð

Ingólfur Gísli Ingólfsson

Ingólfur G. Ingólfsson skilur eftir sig stórt skarð í röðum starfsmanna Kennaraháskólans. Þar starfaði hann sem lektor í handmenntum í réttan áratug. Ég kynntist Ingólfi fyrst þegar hann kom til starfa vorið 1985. Ég var þá kennslustjóri KHÍ og kom það í minn hlut að kynna honum nýtt starf og starfsvettvang. Þá tókst með okkur einlæg vinátta sem haldist hefur síðan. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 542 orð

Ingólfur Gísli Ingólfsson

Þegar flutt er harmafregn er sem dragi ský fyrir sólu og hugurinn lamist um stund. Þannig fór fyrir nemendum smíðadeildar Kennaraháskóla Íslands föstudagsmorguninn 29. mars sl., en þar var ég staddur, þegar rektor skólans kom þangað og sagði nemendum lát kennara þeirra, Ingólfs Gísla Ingólfssonar lektors, sem látist hafði síðdegis daginn áður. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 305 orð

Ingólfur Gísli Ingólfsson

Að morgni 28. mars sl. kom Ingólfur G. Ingólfsson lektor í smíðum við Kennaraháskóla Íslands í heimsókn til okkar á skrifstofu skólans, ljómandi af gleði og bjartsýni. Hann var nýútskrifaður frá Reykjalundi, hress og endurnærður, og vonir bundnar við að sigur væri að vinnast í baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hugurinn var við starfið, framtíðina og þau markmið sem hann hafð sett sér. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 317 orð

Ingólfur Gísli Ingólfsson

Ágætur félagsmaður og samverkamaður, Ingólfur Gísli Ingólfsson lektor í smíðum, er látinn langt fyrir aldur fram. Daginn sem hann lést hafði hann komið í Kennaraháskólann og rætt við sum okkar sem með honum störfuðum. Hann var fullur bjartsýni um að hefja störf á ný eftir páska en veikindi hans höfðu valdið því að hann hafði verið frá vinnu í nokkra mánuði. Síðdegis var hann allur. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 363 orð

Ingólfur Gísli Ingólfsson

Mig langar að minnast samkennara og vinnufélaga til margra ára með nokkrum kveðjuorðum héðan frá New York. Fyrir nokkrum dögum fékk ég þær fréttir að heiman að Ingólfur hefði veikst aftur og hefur hugur minn oft leitað til hans síðustu daga. Því sem maður hræðist og getur ekki hugsað sér ýtir maður frá sér. Fréttin um andlát Ingólfs kom því mjög á óvart. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 28 orð

INGÓLFUR GÍSLI INGÓLFSSON Ingólfur Gísli Ingólfsson lektor var fæddur í Reykjavík 11. nóvember 1941. Hann varð bráðkvaddur 28.

INGÓLFUR GÍSLI INGÓLFSSON Ingólfur Gísli Ingólfsson lektor var fæddur í Reykjavík 11. nóvember 1941. Hann varð bráðkvaddur 28. mars síðastliðinn. Útför Ingólfs fór fram frá Digraneskirkju 11. apríl. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 60 orð

Kristinn Björgvinsson

Kristinn Björgvinsson Kristinn Björgvinsson fæddist í Vestmannaeyjum 5. febrúar 1924. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björgvin Vilhjálmsson og Guðfinna Pétursdóttir. Kristinn fluttist ungur til Borgarfjarðar eystra. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 99 orð

Kristinn Björgvinsson

Elsku afi pabbi, eins og ég var vön að kalla þig þegar ég var lítil. Ég þakka allt það traust og þá virðingu sem þú sýndir mér á mínum uppvaxtarárum. Já, þú stóðst ávallt eins og stytta við hlið mér, afi minn, og það veganesti, sem þú gafst mér út í lífið, er ómetanlegt. Hart þykir mér, að Guð skuli nú taka afa frá mér, og stórt er skarðið eftir fráfall hans. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 295 orð

Kristín Guðmundsdóttir

Hún amma er dáin. Langar mig því að minnast hennar með örfáum orðum og um leið þakka henni þau 23 ár sem við áttum saman. Var hún eina amman sem ég átti um ævina og metur maður mikils að hafa átt hana að, þá sér í lagi á mínum yngri árum. Þá var höfnin og Sementsverksmiðjan oft á tíðum vettvangur ævintýranna. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 497 orð

Kristín Guðmundsdóttir

Í örfáum orðum vil ég minnast elskulegrar ömmu og fósturmóður, Kristínar Guðmundsdóttur, sem lést í hárri elli á Sjúkrahúsi Akraness hinn 8. apríl sl. Hún var fædd á Bakka í Dýrafirði. Foreldrar hennar voru þau Helga Jóna Jónsdóttir frá Botni í Súgandafirði og Guðmundur Bjarni Jónsson, frá Álftamýri í Arnarfirði. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 328 orð

Kristín Guðmundsdóttir

Elsku Kristín amma, mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Það er alltaf sárt að missa einhvern sér nákominn, en ég held að hvíldin hafi verið þér kærkomin. Þú hefðir orðið níræð þann 8. september nk. hefðir þú lifað. Ég vil minnast þín sem glaðlegrar konu, konu sem sífellt var vinnandi, konu sem kvartaði ekki. Ég á frá þér góðar minningar. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 198 orð

KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Kristín Guðmundsdóttir fæddist á Bakka í Dýrafirði 8. september 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar Kristínar voru Helga Jóna Jónsdóttir frá Botni í Súgandafirði og Guðmundur Bjarni Jónsson frá Álftamýri í Arnarfirði. Systkini Kristínar eru Kristján Sigurður, f. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 110 orð

Kristín Guðmundsdóttir Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín,

Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 149 orð

Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allar góðu

Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér, sérstaklega spjallið sem við áttum saman næstum daglega, þar sem þú fylgdist með af áhuga sjómannsins hvernig fiskaðist, hverjir reru og hvernig veðrið var. Þú varst sjómaður í húð og hár, þótt þú rerir ekki síðustu árin. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 268 orð

Ragnheiður Emilía Guðlaugsdóttir

Nú er elsku amma mín farin þangað sem við hittumst öll þegar okkar verkefni er lokið. Og margt var það sem elsku amma mín kom í verk á sinni lífsleið, frá því að vera lítil stúlka á Seyðisfirði, síðan í Vestmannaeyjum og svo í Hafnarfirði, þar sem amma og afi bjuggu alla tíð. Amma var ein af þeim konum sem lét erfiði ekki aftra sér. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 766 orð

Ragnheiður Emilía Guðlaugsdóttir

Friður og ró megi ríkja með yður! Elsku amma Ragna sefur nú vært. Áður þreytt, hvíli hún nú í friði. Amma var allt sitt líf boðin og búin að leggja öðrum lið. Við áttum saman yndislegar stundir. Alltaf var hægt að leita til hennar. Án þess að vera með langa upptalningu, finnst mér nauðsynlegt að gera því örstutt skil sem hún veitti mér og ég þykist vita mörgum öðrum. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 605 orð

Ragnheiður Emilía Guðlaugsdóttir

Nú hefur hún elsku amma mín fengið hvíldina. Það er sárt að kveðja hana en innst í hjarta mínu veit ég að nú líður henni vel og hún er komin á nýjar slóðir, til afa sem lést fyrir tólf árum. Ótal minningar streyma í gegnum hugann; minningar um ömmu sem alltaf var reiðubúin að rétta hjálparhönd til ættingja sem og vandalausra. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 245 orð

Ragnheiður Emilía Guðlaugsdóttir

Okkur langar að minnast ömmu á Hóló, en svo kölluðum við hana ávallt, þar sem hún bjó með Einari afa, heitnum, á Hólabraut 8 í Hafnarfirði. Okkur er minnisstætt hve myndarleg amma var í saumaskap, matargerð og öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 189 orð

RAGNHEIÐUR EMILÍA GUÐLAUGSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR EMILÍA GUÐLAUGSDÓTTIR Ragnheiður Emilía Guðlaugsdóttir var fædd við Þórshöfn á Langanesi hinn 20. nóvember 1916. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Aðalbjörg Þorkelsdóttir og Guðlaugur Helgi Vigfússon. Hún ólst upp í Vestmannaeyjum og á Seyðisfirði. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 1612 orð

Sigurður Axel Skarphéðinsson

Með nokkrum fátæklegum orðum vil ég kveðja tengdaföður minn, Sigurð Skarphéðinsson frá Hróastöðum í Öxarfirði. Sigurður var mér ekki einungis ástkær tengdafaðir heldur einnig raunsannur vinur og uppspretta óþrjótandi fróðleiks af ýmsu tagi og hann opnaði mér sýn til þeirra aðstæðna og kjara sem alþýða þessa lands bjó við á fyrri tugum þessarar aldar. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 222 orð

SIGURÐUR AXEL SKARPHÉÐINSSON

SIGURÐUR AXEL SKARPHÉÐINSSON Sigurður Axel Skarphéðinsson fæddist á Víðihóli á Hólsfjöllum 19. september 1906. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. apríl sl. Foreldrar hans voru þau Gerður Jónsdóttir, f. 30. nóvember 1882, d. 12. júní 1973, og Skarphéðinn Sigvaldason, f. 4. apríl 1876, d. 15. júlí 1970. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 662 orð

Trausti Jónsson

Hann Trausti okkar er kominn heim til guðs. Þar mun hann eiga góða og glaða daga í nýjum og betri heimi. En hjá okkur, sem eftir lifum, skilur hann eftir margar hugljúfar minningar, sorg og söknuð. Þannig er lífsins saga. Trausti Jónsson kom til okkar á Kópavogshælið ungur að árum. Þar hefur hann dvalist meginhluta ævi sinnar. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 184 orð

Trausti Jónsson

Í byrjun febrúar síðastliðins flutti Trausti í nýtt sambýli í Stigahlíð 54, en hann hafði um árabil búið á Kópavogshæli fyrrverandi. Eftir byrjunarörðugleikana fór Trausti að meta það rólega, fámenna og hlýlega umhverfi sem hann var nú fluttur í. Hann tók umtalsverðum framförum á þessum stutta tíma, fór að tala meira, söng oftar og brosti. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 207 orð

Trausti Jónsson

Þessi orð Davíðs Stefánssonar eiga mjög vel við hann Trausta litla því enda þótt hann væri orðinn 27 ára gamall var hann ennþá bara lítill drengur. Ég man eftir litlum ljóshærðum dreng í kerru, ég var sex ára, hann var tveggja ára, ég var stóra systir, hann var litli bróðir, ég var að passa. Meira
16. apríl 1996 | Minningargreinar | 187 orð

Trausti Jónsson

Í lífi manna skiptast á skin og skúrir, sólin verður stundum að víkja fyrir regni og myrkri. Þegar dauðinn knýr dyra skilur hann aðstandendur og vini eftir í sárum sem tíminn einn getur grætt. Ég kynntist Trausta fyrst í maí 1994 er ég hóf störf á deild 18 á Landspítalanum í Kópavogi. Hann tók á móti mér nývaknaður og skælbrosandi. Meira

Viðskipti

16. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 371 orð

25,5 milljóna tap á HöfnÞríhyrningi

TAP af reglulegri starfsemi Hafnar-Þríhyrnings hf. varð 15,7 milljónir á síðasta ári, sem er talsvert verri útkoma en árið áður þegar fyrirtækið skilaði 11,5 milljóna króna hagnaði. Óreglulegir liðir voru fyrirtækinu einnig óhagstæðir og nam heildartap af rekstri þess á síðasta ári 25,5 milljónum króna. Meira
16. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 91 orð

BP spáir að hagnaður aukist um 50% í 5 ár

BRITISH Petroleum býst við að hagnaður fyrirtækisins eftir skatta muni aukast um 50% á næstu fimm árum og arðgreiðslur aukist að sama skapi. John Browne forstjóri sagði á ársfundi að hagnaður eftir skatta yrði um 8% á ári eða meira og að hagnaðurinn ætti að aukast 1.5 milljarða dollara á næstu fimm árum eða svo. Brown sagði að takast ætti að halda skuldum í um 7.0-8. Meira
16. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 248 orð

Breytt í almenningshlutafélag

VERÐBRÉFAFYRIRTÆKINU Handsali hefur nú verið breytt í almenningshlutafélag og er stefnt að því að skrá fyrirtækið á Verðbréfaþingi Íslands að lokinni hlutafjáraukningu. Hluthafafundur félagsins samþykkti þessar breytingar nýlega og var í því skyni losað um allar hömlur á sölu hlutabréfa í fyrirtækinu, að því er fram kemur í fréttabréfi Handsals. Meira
16. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Fjárhættuspil í vélum Singapore Airlines

FARÞEGAR flugfélagsins Singapore Airlines (SIA) fá ef til vill að stunda fjárhættuspil í vélum félagsins fyrir árslok 1996. Notað verður gagnvirkt myndbandskerfi, sem félagið hefur þegar komið sér upp að sögn upplýsingafulltrúa SIA, Rick Clements. Meira
16. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 411 orð

Háir tollar setja strik í reikninginn

Myndsímar fyrirferðarmiklir á samnetssýningu Pósts & síma Háir tollar setja strik í reikninginn MYNDSÍMAR voru það sem helst bar fyrir augu á samnetssýningu Pósts & síma, sem lauk á fimmtudaginn. Meira
16. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 597 orð

Hlutafjáraukning og samrunaáætlun samþykkt

AÐALFUNDUR Tollvörugeymslunnar hf. staðfesti í gær aðgerðir stjórnar fyrirtækisins, sem miða að því að sameina það Skipaafgreiðslu Jes Zimsen hf., dótturfyrirtæki Eimskips. Væntanlega verður gengið frá sameiningu félaganna á hluthafafundi 29. apríl og mun Eimskip þá að öllum líkindum eiga meirihluta í hinu nýja félagi. Meira
16. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 201 orð

Talið styrkja vaxtalækkanir

VÍSITALA neysluverðs mældist 175,8 stig miðað við verðlag í aprílbyrjun og hefur hún þá hækkað um 0,2% frá síðasta mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,5% sem samsvarar 2,1% verðbólgu á ári. Viðmælendur Morgunblaðsins á verðbréfamarkaði telja að þessi niðurstaða renni styrkari stoðum undir lækkun Seðlabankans á skammtímavöxtum í síðustu viku. Meira
16. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 199 orð

Ugg um geislun frá farsímum hafnað

FARSÍMAFYRIRTÆKI segja að uggur um að geislun frá farsímum geti verið skaðleg heilsu notenda sé ástæðulaus. Ástæðan er sú að brezkur framleiðandi hefur sett í sölu tæki, sem nefnist Microshield", kostar nokkur þúsund krónur og hægt er að festa á farsíma til draga úr geislun. Meira

Fastir þættir

16. apríl 1996 | Dagbók | 2746 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 12.-18. apríl, að báðum dögum meðtöldum er í Háaleitis Apóteki, Háaleitisbraut 68. Auk þess er Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22 opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
16. apríl 1996 | Í dag | 68 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 16.

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 16. apríl, er sextug Valdís Samúelsdóttir, Skerjabraut 9, Seltjarnarnesi. ÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 17. apríl, verður sextug Edda Sigrún Ólafsdóttir, héraðsdómslögmaður, Skólavörðustíg 3, Reykjavík. Meira
16. apríl 1996 | Fastir þættir | 127 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

HJÖRDÍS Sigurjónsdóttir og Ragnheiður Nielsen höfðu sigur í fyrri hluta keppni um sæti í landsliði kvenna á Norðurlandamótinu í brids, sem haldið verður í Danmörku í júnílok. 12 pör kepptu um helgina um rétt til að mynda sveitir, sem spila einvígisleik um landsliðsætin. Meira
16. apríl 1996 | Fastir þættir | 161 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frá Skagfirðingum o

Fyrsta og eina parakeppni ársins (í félagakeppni) hefst hjá Skagfirðingum og B. kvenna í kvöld, þriðjudagskvöld. Í parakeppni spila kvenspilari og karlspilari, og er slíkt keppnisform viðurkennt og keppt í á landsvísu svo og á alþjóðavettvangi. Þessi parakeppni hefur verið árlegur viðburður hjá Bridsfélagi kvenna um árabil. Meira
16. apríl 1996 | Fastir þættir | 241 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Opna Edenmótið

Edenmótið í brids verður haldið laugardaginn 20. apríl og hefst kl. 10 stundvíslega. Spilað verður í Eden eins og í fyrra, en þá létu spilararnir mjög vel af því að spila í því óvenjulega og fallega umhverfi sem þar er. Þátttökugjald er það sama og í fyrra, kr. 5.000 parið, góð verðlaun. Skráning er þegar hafin og stendur til kl. 10 föstudaginn 19. apríl. Meira
16. apríl 1996 | Í dag | 66 orð

JAPÖNSK kona, 43 ára, með áhuga á bókmenntum, tónlist

JAPÖNSK kona, 43 ára, með áhuga á bókmenntum, tónlist, listum, dýrum, garðyrkju, safnar póstkortum: Masumi Adachi, 431-7 Kitanokubo, Odawara-shi, Kanagawa, 250 Japan. Meira
16. apríl 1996 | Dagbók | 598 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Kyndill ogMúlavoss

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Kyndill ogMúlavoss kom. Hafnarfjarðarhöfn: Þinganesið kom í gærmorgun til löndunar. Rand er væntanlegur fyrir hádegi. Fréttir Magnúsmessa Eyjajarls hin fyrri er í dag. Meira
16. apríl 1996 | Í dag | 162 orð

Salmonella í dýramat HALLDÓRA Gunnarsdóttir hringdi og vild

HALLDÓRA Gunnarsdóttir hringdi og vildi benda fólki á að lítið eftirlit væri með innihaldi dýramatar í dósum, s.s. fyrir hunda og ketti. Þar gæti hugsanlega komið upp salmonella, enda er mikið notað af kjúklingakjöti í kattamatnum. Meira
16. apríl 1996 | Í dag | 538 orð

YRIR nokkru var fjallað í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsi

YRIR nokkru var fjallað í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um ný sjónarmið, sem töluvert hafa verið til umræðu í Bretlandi og Bandaríkjunum um ábyrgð fyrirtækja á velferð starfsmanna og umhverfi sínu og að umbuna ætti þeim fyrirtækjum, sem sýndu slíka ábyrgð í verki. Meira

Íþróttir

16. apríl 1996 | Íþróttir | 108 orð

620.000 kr. fyrir sigurinn í Japan ÍSL

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik vann Noreg 29:24 í úrslitaleik Japanskeppninnar í fyrradag og fékk glæsilegan kristalsvasa í verðlaun. Auk þess fékk liðið milljón yen, um 620.000 krónur, fyrir fyrsta sætið. Norðmennirnir fengu 700.000 yen fyrir annað sætið og Suður-Kórea 500.000 yen fyrir þriðja sæti. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 225 orð

AC Milan er með níu stiga forystu á Juventus

Christian Panucci tryggði AC Milan 1:0 sigur gegn Napólí í ítölsku deildinni og þegar fjórar umferðir eru eftir er AC Milan með níu stiga forystu á Juventus sem tapaði 3:0 fyrir Sampdoria. Varnarmaðurinn Panucci skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Roberto Baggio á 13. mínútu. George Weah lék með AC Milan á ný og liðið var mjög öruggt gegn Napólí. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 17 orð

Aðalfundur hjá FH

FÉLAGSLÍFAðalfundur hjá FH AÐALFUNDUR knattspyrnudeildar FH verður haldinn í Kaplakrika fimmtudaginn 18. apríl og hefst dagskrá kl. 20. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 529 orð

Allt opið upp á gátt

Baráttan um Englandsmeistaratitilinn tók nýja stefnu um helgina þegar Manchester United tapaði í Southampton og Newcastle fagnaði sigri heima gegn Aston Villa. United er með þriggja stiga forystu og með 29 mörk í plús en Newcastle er með 27 mörk í plús og á leik til góða. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 557 orð

Arnór og Sigríður voru í sérflokki

ÍSFIRÐINGAR hirtu öll gullverðlaunin sem í boði voru í alpagreinum á Íslandsmótinu sem lauk í Hlíðarfjalli á sunnudag. Arnór Gunnarsson og Sigríður Þorláksdóttir sáu um gullregnið fyrir Ísafjörð, urðu bæði þrefaldir meistarar; sigruðu í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Kynslóðaskipti eiga sér nú stað í alpagreinunum. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 155 orð

BADMINTONFall í b- keppnina ÍSLENSKA l

ÍSLENSKA landsliðið í badminton féll í gær um deild í liðakeppni Evrópukeppninnar sem fram fer í Danmörku. Íslenska liðið tapaði tveimur leikjum í riðlakeppninni, fyrir Írlandi 5-0 og 2-3 fyrir Wales, en vann Austurríki 3-2. Í gær lék liðið við Finna um 13. sætið, sem er síðasta sætið í a-keppninni, og tapaði 1-4. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 299 orð

Bandaríska meistaramótið (US Masters) Augusta í Georgíu

(US Masters) Augusta í Georgíu: Lokastaðan í mótinu sem lauk á sunnudag. Keppendur bandarískir nema annað sé tekið fram. 276Nick Faldo (Bretlandi) 69 67 73 67 281Greg Norman (Ástralíu) 63 69 71 78 282Phil Mickelson 65 73 72 72 283Frank Nobilo (Nýja Sjálandi) 71 71 72 69 284Scott Hoch 67 73 73 71, Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 380 orð

Daníel stal senunni í göngunni

DANÍEL Jakobsson var í sérflokki í göngukeppninni á Íslandsmótinu sem fram fór í Hlíðarfjalli um helgina, varð fjórfaldur meistari. Svava Jónsdóttir og Lísebet Hauksdóttir skiptu með sér gullinu í kvennaflokki og sama gerðu þeir Þóroddur Ingvarsson og Jón Garðar Steingrímsson í piltaflokknum. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 139 orð

Daníel æfir með danska landsliðinu

DANÍEL Jakobsson, göngumaður, hefur fengið boð að æfa með danska landsliðinu í skíðagöngu sumar. Hann segir að Danir séu að koma upp með gott göngulandslið og það væri þar einn sem væri í svipuðum styrkleikaflokki og hann sjálfur. "Þeir verða með hálfsmánaðar æfingabúðir í Noregi og Austurríki í júlí og ágúst. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 248 orð

Deildarbikarkeppni KSÍ Víðir - Grótta2:0

Víðir - Grótta2:0 Sævar Leifsson (vsp.), Atli Vilhelmsson. Grindavík - Fram1:4 Ólafur Ingólfsson-Valur Fannar Gíslason 2, Þórhallur Víkingsson, Guðmundur Gíslason. KA - ÍBV1:4Bjarni Jónsson - Leifur Geir Hafsteinsson 2, Steingrímur Jóhannesson, Hlynur Stefánsson. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 749 orð

Ekki heimsendir

BRETINN Nick Faldo tryggði sér sigur á Bandaríska meistaramótinu í golfi (US Masters) sem lauk á sunnudaginn, lék á 276 höggum, eða fimm höggum betur en Ástralinn Greg Norman. Þetta var í áttunda sinn sem Norman verður í öðru sæti í einu af stóru mótunum fjórum. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 202 orð

Ekki keppt í yngstu flokkunum á Andrés

Andrésar andarleikarnir verða haldnir í Hlíðarfjalli 25. til 28. apríl þrátt fyrir að lítill snjór sé í fjallinu. Gísli Kr. Lórenzson, formaður Andrésar andar-nefndarinnar, sagði að það hafi verið ákveðið að fella niður keppni í yngstu flokkunum, 7 og 8 ára, vegna aðstæðna í Hlíðarfjalli. Því verður aðeins keppt í flokkum 9 til 12 ára. Eins fellur keppni í stökki niður að þessu sinni. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 750 orð

England

Mánudagur: Arsenal - Tottenham0:0 Sunnudagur: Newcastle - Aston Villa1:0(Ferdinand 64.). 36.510. Laugardagur: Chelsea - Leeds4:1(Hughes 19., 35., 48. vsp., Spencer 20.) - (McAllister 66.). 22.131. Coventry - Queens Park Rangers1:0(Jess 69.). 22.910. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 563 orð

Er skíðadrottninginSIGRÍÐUR ÞORLÁKSDÓTTIRjafn góð í knattspyrnu? Knattspyrnan heillar líka

SIGRÍÐUR Þorláksdóttir frá Ísafirði sló í gegn á Íslandsmótinu á skíðum sem fram fór í Hlíðarfjalli um helgina og er óumdeilanlega skíðadrottning Íslands. Hún varð þrefaldur Íslandsmeistari, sigraði í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Sigríður er 18 ára og hefur verið í skíðamenntaskóla í Terneby í Svíþjóð, heimabæ Ingimars Stenmarks, í vetur og á eftir eitt ár í stúdentsprófið. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 202 orð

Hrefna með fullt hús

Hrefna Óladóttir frá Akureyri sigraði í stórsvigi alþjóðamótsins á sunnudag og var bikarmeistari SKÍ, en þann titil fær sá keppandi sem staðið hefur sig best á bikarmótum SKÍ í vetur. "Ég er mjög ánægð með þetta. Ég vann átta mót í vetur," sagði Hrefna, sem byrjaði að æfa skíði sex ára og hefur verið mjög sigursæl upp í gegnum yngri flokkana. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 20 orð

Í kvöld Handknattleik Úrslitakeppni kvenna, 3. leikur: Ásgarður:Stjarnan - Haukarkl. 20

Handknattleik Úrslitakeppni kvenna, 3. leikur: Ásgarður:Stjarnan - Haukarkl. 20 Knattspyrna Reykjavíkurmótið Gervigras:Fylkir - KRkl. 20.30 Leiknisv.:Ármann - KSÁÁkl. 20. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 194 orð

Ísland - Noregur29:24 Kumamoto, úrslitaleikurinn í Japanskeppninni í handknattleik, sunnudaginn 14. apríl 1996. Mörk Íslands:

Kumamoto, úrslitaleikurinn í Japanskeppninni í handknattleik, sunnudaginn 14. apríl 1996. Mörk Íslands: Patrekur Jóhannesson 8, Ólafur Stefánsson 5, Róbert Sighvatsson 4, Björgvin Björgvinsson 3, Dagur Sigurðsson 3, Sigurður Bjarnason 3, Júlíus Jónasson 2, Valdimar Grímsson 1. Leikur um 3. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 319 orð

Klinsmann var enn bjargvættur Bayern

J¨urgen Klinsmann hefur öðrum fremur séð til þess að Bayern M¨unchen er í baráttunni um meistaratitilinn í Þýskalandi. Þessi frábæri knattspyrnumaður hefur oft tekið af skarið og gert útslagið og um helgina var hann enn bjargvættur liðsins en hann gerði eina markið í 1:0 sigri gegn Stuttgart. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 159 orð

Lárus Orri fékk níu í einkunn

LÁRUS Orri Sigurðsson lék mjög vel með Stoke í 2:1 sigri gegn Portsmouth í 1. deild ensku knattspyrnunnar um helgina og fékk níu í einkunn í þremur enskum dagblöðum. "Frábær í vörninni," sagði Sunum Lárus og valdi hann mann leiksins. "Ég er mjög ánægður með leik minn, náði mér vel á strik. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 264 orð

Logi sá Bjarka skora tvö mörk

Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, brá sér til Þýskalands um helgina til að sjá landsliðsmenn leika. Logi sá Skagamanninn Bjarka Gunnlaugsson skora tvö mörk í fyrsta leik sínum í byrjunarliði Waldhof Mannheim, sem vann Leipzig 2:0. Með þessum sigri lyfti Mannheim sér frá fallhættusvæðinu. "Ég var mjög ánægður að fá tækifæri til að sjá Bjarka í byrjunarliðinu. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 71 orð

"Magic" í bann EARVIN "Magic" John

EARVIN "Magic" Johnson var í gær dæmdur í þriggja leikja bann og 660 þúsund króna sekt fyrir að rekast viljandi í dómara leiks Lakers og Phoenix á sunnudaginn. Magic féllst á úrskurð forráðamanna NBA deildarinnar. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 95 orð

Manchester United ekki aftur í grá

LEIKMENN Manchester United hafa fimm sinnum leikið í gráum treyjum á útivelli og aldrei fagnað sigri í þessum leikjum. Á laugardaginn voru þeir 3:0 undir gegn Southampton í hléi og skiptu um búning, mættu til leiks í bláum og hvítum búningi en það breytti því ekki að liðið tapaði 3:1. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 171 orð

Óbreytt staða efstu liða

Atletico Madrid fékk gullið tækifæri til að auka forystu sína í spænsku deildinni en liðið varð að sætta sig við 1:1 jafntefli heima gegn Real Betis. Betis lék mjög vel í fyrri hálfleik og Alfonso Perez skoraði skömmu fyrir hlé. En gleði gestanna var skammvinn því varamaðurinn Pirri Mori jafnaði innan mínútu. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 37 orð

Róbert með 85% nýtingu

RÓBERT Sighvatsson gerði 17 mörk í 20 tilraunum og var með næst bestu skotnýtingu allra leikmanna keppninnar eða 85%. Bandaríski línumaðurinn Matt Ryan gerði 16 mörk í 18 tilraunum og var með 88,9% nýtingu. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 91 orð

Sigurður, Ólafur og Þorbjörn bestir

SIGURÐUR Bjarnason var kjörinn mikilvægasti leikmaður Japanskeppninnar í handknattleik, Ólafur Stefánsson var útnefndur besti leikmaður Íslands og Þorbjörn Jensson besti þjálfari keppninnar. Þorbjörn sagði við Morgunblaðið að hann hefði notað Sigurð mikið í allar stöður, jafnt í vörn og sókn. "Hann stóð sig mjög vel og sýndi mikla fjölhæfni. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 134 orð

Skíðasambandsmenn til Nýja-Sjálands

ÁRSÞING alþjóða skíðasambandsins, FIS, verður haldið á Nýja- Sjálandi í næsta mánuði. Tveir fulltrúar frá Íslandi sækja þingið; Benedikt Geirsson formaður Skíðasambandsins og Sigurður Sigurðsson, varaformaður þess. Þeir halda utan 5. maí og verða í hálfan mánuð. Á þinginu verður m.a. kosið um það hvar heimsmeistaramótið í alpagreinum á að fara fram árið 2001. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 356 orð

Skíði

Íslandsmótið Haldið í Hlíðarfjalli 7,5 km ganga Svava Jónsdóttir, Ólafsfirði23,35 Lísebet Hauksdóttir, Ólafsfirði23,55 Helga M. Malmquist, Akureyri24,46 Þórhildur Kristjánsdóttir, Ak.28,35 15 km ganga pilta Þóroddur Ingvarsson, Ak38,12 Jón Garðar Steingrímsson, Sigluf. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 52 orð

Skvass

Íslandsmótið í skvassi, haldið í sölum Veggsports 12. og 13. apríl 1996. Karlar: 1. Kim Magnús Nielsen. 2. Jökull Jörgensen. 3. Heimir Helgason. 4. Arnar Arinbjarnar. Konur: 1. Hrafnhildur Hreinsdóttir. 2. Ásta Ólafsdóttir. 3. Rósmunda Baldursdóttir. 4. Þorbjörg Sveinsdóttir. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 40 orð

SKVASS»Morgunblaðið/Jón Svavarsson

»Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hrafnhildur og Kim meistarar HRAFNHILDUR Hreinsdóttir og Kim Magnús Nielsen urðu umhelgina Íslandsmeistarar í skvassi, Kim í fjórða sinn í röðog Hrafnhildur í þriðja sinn. Sigur þeirra var tiltölulega auðveldur. Nánar verður fjallað um mótið hjá okkur á morgun. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 370 orð

Stjörnustelpur skrefi frá Íslandsbikarnum

Stjörnustelpur héldu áfram för sinni í átt að Íslandsmeistaratitlinum er þær sigruðu Haukastelpur í öðrum leik liðanna á laugardag. Haukarnir héldu sér á flugi í 40 mínútur en hröpuðu síðan til jarðar og enduðu 4 mörkum undir 18:22. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 448 orð

TÆPLEGA

TÆPLEGA 3.000 áhorfendur voru á úrslitaleik Íslands og Noregs í Japanskeppninni í handknattleik um helgina. Helmingur þeirra fékk íslenska fána og studdi Ísland en hinir voru með norska fána og á bandi Norðmanna. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 425 orð

UPPLEIÐ »Íslenska karlalands-liðið í handknattleiker á réttri leið

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætti miklum mótbyr í Heimsmeistarakeppninni á Íslandi á liðnu ári. Árangur liðsins, 13. til 16. sæti, var langt frá því sem stefnt var að og fyrir vikið hefur handboltinn ekki notið sömu velvildar og áður. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 351 orð

"Við lékum mjög agað"

Íslendingar unnu Norðmenn 29:24 í úrslitaleik Japanskeppninnar í handknattleik sem lauk í Kumamoto í fyrradag. Leikurinn var lengst af í járnum, Íslendingar höfðu yfirleitt frumkvæðið og náðu mest tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 14:13. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 134 orð

Þrefalt hjá Kenýumönnum í Boston

KENÝUMENN gerðu það gott í hundraðasta Boston- maraþonhlaupinu í gær. Moses Tanui varð sigurvegari og gerði draum landa síns Cosmas Ndeti, um að verða sigurvegari fjórða árið í röð, að engu. Nedeti varð þriðji, Kenýumaðurinn Ezehiel Bitok annar. Tími Tanui var tvær klukkustundir, níu mín. og sextán sek. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 282 orð

Ævintýri líkast

Arnór Gunnarsson var maður mótsins í karlaflokki. Hann sagðist ánægður með árangurinn. "Ég ætlaði að vinna öll fjögur FIS-mótin, en náði þremur og get ekki annað en verið ánægður með það. Það er góð tilfinning að vinna þrefalt. Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 80 orð

(fyrirsögn vantar)

Laugardagur: Atlanta - Milwaukee104:97Boston - Toronto136:108Washington - Minnesota116:106Orlando - Indiana101:111Chicago - Philadelphia112:82Vancouver - Sacramento99:98LA Lakers - Golden State94:81Sunnudagur: Miami New York103:95San Antonio - Seattle84:81Houston - Dallas112:111Indiana - Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 80 orð

(fyrirsögn vantar)

Laugardagur: Detroit - Chicago5:3NY Islanders - Florida1:1NY Rangers - Tampa Bay2:3Winnipeg - Los Angeles5:3Anaheim - Dallas5:3San Jose - Calgary0:6Sunnudagur: New Jersey - Ottawa2:5Hartford - Boston2:0Montreal - NY Islanders5:5Toronto - Edmonton6:3Washington - Buffalo2:3Vancouver - Meira
16. apríl 1996 | Íþróttir | 108 orð

(fyrirsögn vantar)

MAGNÚS Eiríksson frá Siglufirði, sem varð Íslandsmeistari í göngu fyrir 14 árum, var í boðgöngusveit Siglfirðinga með syni sínum Ingólfi. Siglfirska sveitin stóð sig vel og hafnaði í þriðja sæti. Meira

Úr verinu

16. apríl 1996 | Úr verinu | 605 orð

Fiskréttaverksmiðja gæti skapað allt að 400 störf

TALIÐ er að raunhæfir kostir kunni að vera á því að reisa fiskréttaverksmiðju hér á landi. Slík verksmiðja, sem ynni úr 10.000 til 20.000 tonnum af hráefni árlega, gæti skapað 150 til 400 störf. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem Aflvaki hefur látið vinna fyrir sig. Meira
16. apríl 1996 | Úr verinu | 392 orð

Skapa um 1.300 manns vinnu við framleiðsluna

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna, SÍF og Íslenzkar sjávarafurðir reka fiskréttaverksmiðjur í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi, sem veita um 1.300 manns vinnu og vinna úr tugum þúsunda tonna af fiski. Í skýrslunni er meðal annars að finna eftirfarandi yfirliti yfir þá starfsemi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.