Greinar miðvikudaginn 17. apríl 1996

Forsíða

17. apríl 1996 | Forsíða | 339 orð

Bandaríkjamenn reyna að miðla málum

RAFIK al-Hariri, forsætisráðherra Líbanons, ræddi í gær við ráðamenn í Saudi-Arabíu um möguleika á að stöðva árásir Ísraela á landið og hélt síðan heimleiðis til fundar við Henri de Charette, utanríkisráðherra Frakklands, í Beirút. Bandaríkjamenn lögðu í gær fram tillögur að samningum Ísraela og Líbana um að binda enda á átökin. Meira
17. apríl 1996 | Forsíða | 379 orð

Hafnar tillögum Rússa um NATO

Solana hafnaði þeim hugmyndum rússneskra stjórnvalda að fyrrverandi Varsjárbandalagsríki fengju aðeins pólitíska aðild að NATO ef þeim yrði veitt innganga og ættu engan þátt í hernaðarstarfi bandalagsins. "Ég útiloka þetta vegna þess að ég veit ekki hvað það merkir," sagði Solana í samtali við Reuter-fréttastofuna við upphaf heimsóknar sinnar til Litháens. Meira
17. apríl 1996 | Forsíða | 71 orð

Mannfall í Monróvíu

LIÐSMENN líberíska stríðsherrans Charles Taylors í höfuðborginni Monróvíu skjóta á menn annars leiðtoga, Roosevelts Johnsons, af Krahn-ættbálki sem hafa komið sér upp vígi í einni helstu herbækistöð borgarinnar. Innan múra stöðvarinnar hafa allt að 20.000 óbreyttir borgarar leitað skjóls en komast nú hvergi vegna átakanna. Meira
17. apríl 1996 | Forsíða | 200 orð

Rauði fáninn að hún

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, gaf í gær út tilskipun um að nota bæri rauðan fána Sovétríkjanna á hátíðisdögum af tilefni sigursins yfir þýskum nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Samkvæmt tilskipuninni verður fáninn þó ekki með hamarinn og sigðina, tákn sovéskra kommúnista. Meira
17. apríl 1996 | Forsíða | 132 orð

Varað við hitabuxum

ÍÞRÓTTAMENN, sem nota svonefndar "hitabuxur" eiga á hættu að fá blóðtappa af völdum þeirra, segir í breska tímaritinu Postgraduate Medical Journal í gær. Buxurnar eru mjög þröngar og klæddar innan með efni sem nuddar húðina, auk þess sem margir íþróttamenn telja þær draga úr vöðvameiðslum. Meira

Fréttir

17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 147 orð

155 fengu styrki til viðhalds á gömlum húsum

HÚSFRIÐUNARNEFND ríkisins hefur samþykkt styrkveitingar úr Húsfriðunarsjóði fyrir árið 1996. Veittir voru 155 styrkir samtals að upphæð 43.450.000 kr. aðallega til endurbyggingar og viðhalds gamalla húsa um land allt. Meira
17. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 501 orð

Allt er betra en að halda fyrirtækinu í óvissu

ENGAR SKÝRAR línur um afstöðu bæjarstjórnar Akureyrar varðandi sölu á hlutabréfum sínum í Útgerðarfélagi Akureyringa liggja fyrir aðalfund ÚA sem haldinn verður næstkomandi mánudag. Bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn telja miður að engar ákvarðandi liggi fyrir fundinum um hvað Akureyrarbær ætli sér og segja bæjarstjórn valda félaginu mikilli óvissu. Meira
17. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 192 orð

Andrés og Fergie skilja

ANDRÉS prins, næstelsti sonur Elísabetar Bretadrottningar, og umdeild eiginkona hans, Sarah Ferguson, ætla að sækja um lögskilnað, að sögn lögfræðinga þeirra í gær. Andrés og Fergie, eins og hún er nefnd í breskum fjölmiðlum, voru gefin saman með viðhöfn árið 1986 og fengu titlana hertoginn og hertogaynjan af Jórvík. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 335 orð

Atlanta fækkar um eina vél

ATLANTA-flugfélagið, sem annast pílagrímaflug frá Nígeríu til Jedda í Sádí-Arabíu, hefur orðið að finna annarri Boeing 747-þotu sinni, sem notuð hefur verið á flugleiðinni, önnur verkefni. Ástæðan er sú að Sádí-Arabar hafa takmarkað pílagrímaflutninga frá fjórum múslimaríkjum í Vestur-Afríku, þar á meðal Nígeríu, vegna mannskæðs heilahimnubólgufaraldurs, sem geisað hefur þar að undanförnu. Meira
17. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

Ágæt bleikjuveiði á Pollinum

AKUREYRINGAR nota veðurblíðuna til útivistar og í gær var til að mynda hópur fólks að reyna við silung á stöng á Pollinum, sunnan Leiruvegar. Aflabrögð voru ágæt og voru menn að fá allt upp í þriggja punda sjógenginn silung. Einnig var nokkuð um niðurgöngufisk en veiðimennir gerðu minna af því að hirða hann, enda er sá silungur frekar magur. Meira
17. apríl 1996 | Miðopna | 699 orð

Án rafmagns, vatns og hita

EDINA Djulic er ein af tæplega fjögur hundruð þúsund, sem voru innilokuð í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, öll árin, sem stríðið geisaði þar. Hún fékk að kynnast því hvernig er að lifa án vatns, rafmagns og húshitunar og í stöðugum ótta við leyniskyttur. Hún er yfirhjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi í Sarajevo og starfaði þar öll stríðsárin. Meira
17. apríl 1996 | Landsbyggðin | 153 orð

Árshátíð Grunnskólans í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Árshátíð Grunnskólans í Stykkishólmi var haldin 28. og 29. mars sl. Árshátíðin var tvískipt. Fyrst komu yngri bekkirnir fram og skemmtu fyrra kvöldið en þeir eldri seinna kvöldið. Kennararnir reyna að fá sem flesta nemendur upp á sviðið og er það greinilega auðveldara hjá þeim yngri. Meira
17. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 361 orð

Ástkona Pavarottis þolir ekki óperur

NICOLETTA Mantovani, hin unga ástkona Lucianos Pavarottis, sagði í viðtali, sem birtist í ítalska dagblaðinu Corriere della Sera, að stórsöngvarinn hefði laðað hana að sér með aðdráttarafli sínu, en leyndarmálið, sem tryggi samband þeirra, sé að hún þoli ekki óperur og hafi aldrei dýrkað tenórinn. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 366 orð

Áætlað að endurreisn Bessastaða kosti 920 millj.

ÁÆTLAÐUR kostnaður við framkvæmdir á Bessastöðum til verkloka miðað við núgildandi verkáætlun er rúmar 920 milljónir króna, en upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaðurinn yrði 240 milljónir. Vonast er til að framkvæmdum ljúki að hausti 1998, Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Björgun með lægsta tilboð

BJÖRGUN ehf. á lægsta tilboðið í dýpkun hafnanna á Rifi og í Ólafsvík. Býðst fyrirtækið til að vinna verkið fyrir 14,8 milljónir króna sem er 68% af kostnaðaráætlun, er hljóðar upp á 21,7 milljónir króna. Vita- og hafnamálastofnun býður verkið út. Dýpka á í hafnarmynninu á Rifi og í Ólafsvík á að dýpka innan við nýja grjótgarðinn. Meira
17. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 644 orð

Boðar til fjögurra ríkja viðræðna um Kóreuskagann

BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Ryutaro Hashimoto, forsætirsráðherra Japans, gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í Tókýó í gær þar sem sagði að Bandaríkjamenn hygðust halda hundrað þúsund manna herliði í Asíu og bandarískt herlið í Japan yrði miðað við núverandi hermannafjölda. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 136 orð

Breskt gæludýrafóður bannað

Evrópusambandið hefur bannað útflutning á nautgripaafurðum og unnum vörum með sláturafurðum frá Bretlandi vegna ótta við riðusmit og segir Brynjólfur að umsækjandinn hafi ætlað flytja til landsins breskt dýrafóður með innfluttum sláturafurðum. Meira
17. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 364 orð

Bretar í mál vegna útflutningsbanns

JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, skýrði breska þinginu frá því í gær að breska stjórnin myndi kæra útflutningsbann Evrópusambandsins á breskar nautgripaafurðir til Evrópudómstólsins. "Ástæður útflutningsbanns Evrópusambandsins má fyrst og fremst rekja til hagsmuna annarra ríkja frekar en hagsmuna almennings," sagði Major. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 299 orð

Dómur veldur ekki kollsteypu

BANKAEFTIRLITIÐ vinnur nú að athugun á áhrifum þess á banka og sparisjóði að réttaróvissa ríkir um tryggingu lána með veði í fiskveiðiheimildum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, um að aflahlutdeild skips geti hvorki talizt fylgifé þess né veðandlag, valdi þó engri kollsteypu, því að fjármálastofnanir hafi verið við slíkum dómi búnar. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Edda Borg á Kringlukránni

DJASSTRÍÓ Eddu Borg leikur í kvöld, miðvikudagskvöld, á Kringlukránni. Tríóið skipa, auk Eddu Borg, sem syngur, þeir Björn Thoroddsen á gítar og Bjarni Sveinbjörnsson á kontrabassa. Tríóið leikur djassperlur liðinna tíma í eigin útsetningum eftir þá Gershwin, Ellington, Monk, Rodgers/Hart o.fl. Leikurinn hefst um kl. 22 og eru allir velkomnir. Meira
17. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Enn eitt bikarmótið flutt til Akureyrar

SKÍÐASTAÐATRIMM - Íslandsgangan 1996 fer fram í Hlíðarfjalli laugardaginn 20. apríl nk. og hefst gangan við Strýtu kl. 14. Þátttakendur geta valið um tvær vegalengdir, 5 eða 20 km. Skráning fer fram í Skíðahótelinu á keppnisdag milli kl. 12 og 13.30. Þátttökugjald er kr. 1000 fyrir keppendur og kr. 500 fyrir aðra þátttakendur en ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Erindi um sérkennslu

SVANHILDUR Svavarsdóttir, sérkennari og boðskiptafræðingur, verður með erindi um TEACCH-skipulagið í sérkennslu í Æfingaskóla Kennaraháskóla Íslands á horni Bólstaðarhlíðar og Háteigsvegar miðvikudaginn 17. apríl kl. 20.30. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 347 orð

Fagsýning matvælagreina í Kópavogi um næstu helgi

SÝNINGIN Matur '96 verður opnuð á föstudag. Sýningin fer fram í Smáranum í Kópavogi (Íþróttahúsi Breiðabliks) dagana 19.­21. apríl og er opin frá kl. 13­19 föstudag, laugardag og sunnudag. Sýningin Matur '96 er önnur í röð sýninga undir yfirskriftinni matur, síðast var sýningin haldin í maí 1994. Sýningin er öllum opin enda eitthvað fyrir alla. Meira
17. apríl 1996 | Landsbyggðin | 212 orð

Fellur sjaldan verk úr hendi

Borgarnesi-Hann slær ekki vindhöggin hann Björn Guðmundsson, kallaður Bjössi smiður, þótt hann sé orðinn 85 ára gamall og fluttur í þjónustuíbúðir aldraðra í Borgarnesi. Hann er óþreytandi að betrumbæta umhverfi sitt. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 54 orð

Féll af baki

Rannsóknadeild lögreglunnar í Hafnarfirði óskar eftir að hafa tal af ökumanni, sem ók bíl sínum á hest á Kaldárselsvegi í lok mars. Knapi var að koma á hesti sínum að hesthúsum Hafnfirðinga í Hlíðarþúfum undir miðnætti miðvikudagsins 27. mars, þegar hann varð fyrir bíl. Hann féll af baki og meiddist nokkuð. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 40 orð

Féll afvinnupalli

STARFSMAÐUR Nóa-Síríus féll af vinnupalli innan dyra í verksmiðju fyrirtækisins við Hestháls á mánudag. Maðurinn féll aftur fyrir sig og pallurinn ofan á hann. Maðurinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl, en var talinn óbrotinn og meiðsli hans minniháttar. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Fiskflutningar eru meginverkefnið

VÖRUFLUTNINGAR Ragnars og Ásgeirs í Grundarfirði er 25 ára á þessu ári. Á þessum aldarfjórðungi hefur fyrirtækið stækkað og dafnað og verkefnin hafa breyst mikið. Í upphafi var fyrst og fremst um vöruflutninga að ræða en upp á síðkastið er fiskur u.þ.b. 80% af því sem flutt er. Bílakosturinn er líka miðaður við þessi breyttu verkefni. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 261 orð

Fjáröflun með Víkingalottó á alnetinu

"VÍÐA erlendis þekkist fjáröflun af svipuðu tagi og við töldum okkur ekki þurfa heimild Íslenskrar getspár til þessa. Við munum að sjálfsögðu leita eftir samþykki þar ef ástæða er til," sagði Stefán Pálsson, hjá samtökunum Friði 2000. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 799 orð

Fjölmenni á fyrsta fundi frambjóðenda

FÉLAG stjórnmálafræðinema gekkst fyrir fundi með forsetaframbjóðendum í Lögbergi í gær, og var þetta fyrsti sameiginlegi fundurinn sem haldinn hefur verið með frambjóðendum. Fundurinn var fjölsóttur. Meira
17. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Formannafundur aldraðra

LANDSSAMBAND aldraðra stendur fyrir formannafundi á Akureyri á morgun fimmtudag og á föstudag. Fundurinn sem fram fer í Húsi aldraðra hefst kl. 13 á morgun. Fjölmörg erindi verða flutt á fundinum og á meðal fyrirlesara er Ólafur Ólafsson, landlæknir sem mun hefja sitt mál kl. 10 á föstudag. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

Framkvæmdastjóri OECD í heimsókn

JEAN-CLAUDE Paye, aðalframkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, kom til Ísland í gærkvöldi í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. Aðalframkvæmdastjórinn mun í dag eiga fundi með forsætisráðherra, utanríkisráðherra og öðrum ráðherrum er fjalla um afmörkuð málefni OECD. Meira
17. apríl 1996 | Landsbyggðin | 172 orð

Framúrskarandi fyrirtækjum veittar viðurkenningar

Hellu-Á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem haldinn var nýlega á Hvolsvelli, voru viðurkenningarskjöl veitt til nokkurra eftirlitsskyldra aðila, sem skarað hafa framúr á sviði heilbrigðis- og umhverfismála. Viðurkenningarnar voru veittar í tengslum við verkefnið Hreint Suðurland". Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 178 orð

Frekara mat á umhverfisáhrifum

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur úrskurðað að fram skuli fara frekara mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar gerðar miðlunarlóns í Köldukvísl við Hágöngur. Er það gert til að hægt sé að fjalla um framkvæmdina á nýjan leik í ljósi frekari rannsókna og ýtarlegri upplýsinga. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 26 orð

Fræðasetur fær bækur

Fræðasetur fær bækur BREZKI sendiherrann á Íslandi, Michael Hone, afhenti nýlega bókagjöf til Fræðasetursins í Sandgerði. Það var Kristín Hafsteinsdóttir, forstöðukona fræðasetursins, sem tók við bókagjöfinni. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Fræðslufundur Fuglaverndarfélagsins

SÍÐASTI fræðslufundur Fuglaverndarfélags Íslands í vetur verður haldinn í Lögbergi, stofu 101, fimmtudaginn 18. apríl kl. 20.30. Arnþór Garðarsson, prófessor og formaður Náttúruverndarráðs, heldur erindi um votlendisvernd. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 229 orð

Fyrirlestur um félagslega færni tíu ára barna

DR. GUÐRÚN Kristinsdóttir við endurmenntunardeild Kennaraháskóla Íslands flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskólans fimmtudaginn 18. apríl kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: Félagsleg færni tíu ára barna. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 182 orð

Fyrirlestur um kísilþörung á vatnasviði Hvítár

GUNNAR Steinn Jónsson, líffræðingur á Hollustuvernd ríkisins, heldur fyrirlestur á vegum Líffræðifélagsins fimmtudaginn 18. apríl nk. Hann fjallar um vöxt kísilþörungategundarinnar Didymosphenia geminata á vatnasviði Hvítár í Borgarfirði. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Fyrirlestur um Þórisárkumlið

FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðingi í Þjóðminjasafninu miðvikudagskvöldið 17. apríl kl. 20.30. Steinunn er forstöðumaður Minjasafns Austurlands á Egilsstöðum. Í erindi sínu segir hún frá rannsókn sinni á kumli sem fannst við Þórisá í Skriðdal, S-Múlasýslu, síðastliðið haust. Kumlið er eitt af merkari kumlum sem fundist hafa á Íslandi. Meira
17. apríl 1996 | Landsbyggðin | 196 orð

Gaf milljón til að stækka Hagavatn

Keflavík-"Þetta er kærkomið og jafnframt fyrsta framlagið sem veitt er til þessa verkefnis og ég vona að fleiri eigi eftir að fylgja í kjölfarið," sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri þegar hann tók við framlagi frá Íslenskum markaði hf., einni milljón, til stuðnings uppgræðslu á örfoka landsvæðum. Meira
17. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 146 orð

Gagnrýni á samning um kjarnakljúfa

ALEXEI Jablokov, ráðgjafi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta í umhverfismálum, sagði rússnesku fréttastofunni Interfaxað áætlanir Rússa um að selja Írönum tvo kjarnakljúfa gætu stefnt öryggi Rússlands í hættu því að það mundi auðvelda írönskum ráðamönnum smíði kjarnorkuvopna. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 42 orð

Gengið um Rauðarár og Arnarhólsholt

Í GÖNGUFERÐ Hafnargönguhópsins í kvöld, miðvikudagskvöldið 17. apríl, verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengið með Sundum inn í Rauðarárvík og þaðan upp á Rauðarárholt og yfir gömlu Arnarhólsmýrina og Arnarhólsholtið niður í Grófina. Allir velkomnir. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

Gul gormadýr á dimission

FRAMHALDSSKÓLANEMAR í skrýtnum búningum setja um þessar mundir svip á miðborg Reykjavíkur. Kennslu er að ljúka í skólunum og nemar efstu bekkja "dimittera", kveðja skólann áður en síðasta próflestrartörnin hefst. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Hrina innbrota í Grafarvogi

FIMMTÁN innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík á mánudag. Oftast var brotist inn í bíla og voru flestir þeirra í Rima- og Hamrahverfi í Grafarvogi. Lögreglunni var tilkynnt um innbrot í Bústaðaskóla, en þar var tekið myndbandstæki og prentari. Meira
17. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 131 orð

Illugi flytur fyrirlestur

LISTAMAÐURINN og arkitektinn Illugi Eysteinsson, eða illur eins og hann kallar sig heldur fyrirlestur í Deiglunni á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöldið 17. apríl, kl. 20. Sama dag frá kl. 17 mun vinnubók hans vera til sýnis í anddyri Deiglunnar. Meira
17. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 151 orð

Innbæingar mótmæla lokun gæsluvallar

ÍBÚAR í Innbæ Akureyrar hafa mótmælt þeirri ákvörðun að loka gæsluvelli í hverfinu, en til stendur að gera það í haust. Fulltrúar Innbæjarsamtakanna, Einar Sveinn Ólafsson og Freyja Axelsdóttir, afhentu Jakobi Björnssyni mótmæli íbúanna við lokuninni og bentu m.a. á að mikið væri um að ungt barnafólk væri að flytja í hverfið og því slæmt að missa gæsluvöllinn. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 305 orð

Í samræmi við stjórnarskrá

Í LÖGFRÆÐIÁLITI um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna er komist að þeirri niðurstöðu að í öllum meginatriðum séu drög að frumvarpi til breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í samræmi við jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þó er gerð athugasemd við ákvæði frumvarpsdraganna um skerðingu á örorkulífeyri. Meira
17. apríl 1996 | Miðopna | 573 orð

Ísland leiðandi á ýmsum sviðum heilsuþjónustu

Hjúkrunarfræðingar víðs vegar að úr heiminum sátu í lok síðustu viku undirbúningsfund í Reykjavík fyrir ráðstefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar sem fjalla á um endurbætur í heilbrigðisþjónustu. Sigurjón Pálsson ræddi við tvo hjúkrunarfræðinganna. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 185 orð

Kennarar koma að vinnu við grunnskóla

STJÓRNIR KÍ og HÍK samþykktu í gær að fulltrúar kennara hefji vinnu aftur í nefndum sem vinna að flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagði að á fundi í samráðsnefndinni, sem vinnur að endurskoðun laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, hefði verið staðfest að nefndin myndi vinna að málinu í samræmi við yfirlýsingar forsætisráðherra, Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 59 orð

Kvöldvaka um Laugaveginn

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til kvöldvöku í Mörkinni 6 (stóra salnum) í kvöld, miðvikudaginn 17. apríl. Sagt verður frá fyrstu ferð um "Laugaveginn", byggingaframkvæmdum og stikun leiðarinnar. Tómas Einarsson hefur umsjón með flutningi efnis. Í lokin verður myndasýning af leiðinni í heild. Meira
17. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 157 orð

Lesið í ísinn

"LESIÐ í ísinn" er heiti á sýningu sem opnuð verður í Ketilhúsinu við Kaupvangsstræti næstkomandi laugardag, 20. apríl, kl. 14. Þar verða sýndir borkjarnar úr Grænlandsjökli sem vísindamenn á vegum Vísindasjóðs Evrópu boruðu árin 1990-'92. Djúpt í Grænlandsjökli leynast margháttaðar upplýsingar sem fram að þessu hafa verið huldar mönnum en líta nú fyrst dagsins ljós. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Listavaka leikskóla í Ráðhúsinu

LISTAVIKA leikskóla miðsvæðis í Reykjavík hefst í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um helgina. Listavikan hefst laugardaginn 20. apríl Tjarnarsal nk. kl. 14.00 með opnun listsýningar. Sýningin verður opin til 26. apríl frá kl. 8.00 til 19.00 virka daga og frá 12.00 til 18.00 um helgar. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 273 orð

Líklega í mál vegna salmonellusýkingar

GUÐMUNDUR G. Þórarinsson, stjórnarformaður Ríkisspítalanna, segir að margt bendi til að spítalinn muni fara í mál við Samsölubakarí vegna salmonellu-sýkingar meðal sjúklinga og starfsmanna en bakaríið sá spítalanum fyrir rjómabollum á bolludaginn. Kristín Guðmundsdóttir, formaður sjúkraliðafélagsins, segir að félagið muni krefjast þess að ríkisspítalar skoði málið. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 227 orð

Mannabein við þjóðveg í Jökuldal

MANNABEIN fundust við bæinn Hrólfsstaði á Jökuldal um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Ármann Halldórsson gröfumaður var á ferð á traktorsgröfu, þegar hann kom auga á beinin, þr sem þau liggja rétt við þjóðveginn, skammt frá Sandhóli við Hrólfsstaði. Að sögn Ármanns var hann að keyra eftir veginum þegar hann sá hvítan blett í stóru flagi við veginn. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Málþing um umburðarlyndi og fordóma

SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands gengst fyrir málþingi um umburðarlyndi og fordóma laugardaginn 20. apríl í Odda, stofu 101. Fundarstjóri er sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Frummælendur verða eftirtaldir: Hjördís Hákonardóttir, héraðsdómari og nefnist erindi hennar: Lög og umburðarlyndi, Ágúst Þór Árnason, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, Meira
17. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 156 orð

Mikil aðsókn á sýningar

GREINILEGT er að sýningarnar tvær í Listasafninu á Akureyri, þar sem kvenlíkaminn er í öndvegi, höfða til bæjarbúa og gesta, en um 600 manns lögðu leið sína í safnið um helgina. Annars vegar eru sýndar á fjórða tug módelmynda eftir Gunnlaug Blöndal undir yfirskriftinni "Konan og nekt hennar" og hins vegar ljósmyndir eftir bandaríska ljósmyndarann Bill Dobbins, Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Nefbrotinn og marinn eftir árás

RÁÐIST var á 15 ára pilt á lóð Hlíðaskóla síðdegis á mánudag. Hann var sleginn í andlit og sparkað í höfuð hans. Árásarmennirnir voru jafnaldrar piltsins. Lögreglunni var tilkynnt um atburðinn skömmu fyrir kl. 15. Pilturinn, sem er nemandi í Hlíðaskóla, varð fyrir árás jafnaldra sinna úr öðrum skóla. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Nýtt apótek við Þönglabakka

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Krístínu Hlíðberg lyfsöluleyfi að Þönglabakka 6 í Breiðholti. Í umsögn borgarlögmanns er lagt til að borgarráð samþykki fyrir sitt leyti að mæla ekki gegn umsókninni um lyfsöluleyfið enda uppfylli umsækjandi öll skilyrði lyfjalaga og að leyfið verði í samræmi við þá heilbrigðisstefnu sem þar er mörkuð. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 172 orð

Óttast ásókn í grásleppu

ÆÐARBÆNDUR innan Æðarræktarfélags Vesturlands óttast að grásleppukarlar úr Breiðafirði ætli sér á veiðar út af Mýrum, þegar vertíð hefst 20. apríl. Frést hafi af því að grásleppukarlar hafi leitað eftir aðstöðu á Akranesi til að verka aflann. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 492 orð

Pétur Kr. Hafstein í kjöri til forsetaembættis

PÉTUR Kr. Hafstein hæstaréttardómari tilkynnti í gær að hann byði sig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fram fara 29. júní. Pétur sagði á blaðamannafundi, þar sem m.a. voru viðstaddir allmargir stuðningsmenn hans, að æðsta skylda forseta væri við íslenskan veruleika. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

Rússi eyðilagði troll íslensks togara

FRYSTITOGARINN Baldvin Þorsteinsson EA varð fyrir verulegu tjóni, þegar rússneskur verksmiðjutogari eyðilagði veiðarfæri hans á úthafskarfamiðunum í fyrrinótt. Sá rússneski dró eigið troll þvert yfir troll Baldvins og hreinlega klippti það aftan úr honum. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 191 orð

Samherji slítur samstarfinu við Ísberg

SAMHERJI á Akureyri hefur nú slitið samstarfi sínu við fyrirtækið Ísberg í Hull. Ísberg hefur undanfarin 10 ár selt mikinn hluta afurða Samherja, einkum sjófrystan fisk. Samherji hefur í hyggju að stofna nýtt fyrirtæki um sölu afurða sinna. Ekki er ljóst hvernig eignaraðild að því verður, en þó er ljóst að Samherji mun þar eiga meirihlutann. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Samkomulag samþykkt

BORGARRÁÐ hefur samþykkt samkomulag um störf slökkviliðsmanna við símsvörun fyrir neyðarsíma 112. Samkomulagið gerir ráð fyrir að tveir slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Reykjavíkur starfi að jafnaði á hverri vakt. Samninginn skal taka til endurskoðunar eigi síðar en 1. september 1997. Meira
17. apríl 1996 | Landsbyggðin | 369 orð

Samstarf prófastsdæma í Húnaþingi

Hvammstanga-Nú er í undirbúningi samstarf milli prestakalla í Kjalarness- og Húnavatnsprófastsdæma en stefnt er að miklum samskiptum milli einstakra safnaða á þessu ári og því næsta. Hugmyndin kom fram hjá sr. Braga Friðrikssyni, prófasti og presti í Garðabæ og var kynnt á Héraðsfundi Húnavatnsprófastsdæmis á liðnu hausti. Meira
17. apríl 1996 | Landsbyggðin | 122 orð

Selfosskirkju færðar gjafir á 40 ára afmæli

FJÖLMENNI var við hátíðarmessu í Selfosskirkju þegar þess var minnst að 40 ár eru liðin frá því kirkjan var vígð. Við messuna var kirkjunni færð gjöf frá kvenfélagi kirkjunnar, altarisbúnaður með hökli. Þá afhenti Steingrímur Ingvarsson fyrstu veggskildina sem gerðir hafa verið af kirkjunni. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Sextán umsækjendur

SEXTÁN sóttu um starf jafnréttisráðgjafa Reykjavíkurborgar. Umsækjendur eru: Aldís Sigurðardóttir, Anna J. Guðmundsdóttir, Guðrún Á. Guðmundsdóttir, Guðrún Hálfdánardóttir, Guðrún Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Hreinn Hreinsson, Jakobína I. Ólafsdóttir, Jón G. Jónsson, Magnea Marínósdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Sigrún E. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Síðdegi gegn vímu á Astró

ÆSKUÐLÝÐSSAMBAND Íslands í samvinnuy við Mótorsmiðjuna og Jafningjafræðsluna gengst fyrir síðdegis uppákomu á Astró í Austurstræti miðvikudaginn 17. apríl nk. á milli kl. 17 og 19. Yfirskrift síðdegisins er: Vímill, vímuefni eru góð ef þú vilt viðhalda vondu ástandi. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 225 orð

Sjóferðum 11 ára barna frestað

EKKERT verður af sjóferðum 11 ára barna á höfuðborgarsvæðinu með víkingaskipi Gunnars Marels Eggertssonar skipasmiðs á þessu skólaári. Ferðirnar áttu að hefjast í gær og segir Gunnar Marel að dregist hafi úr hömlu að fá mastur og reiða frá Noregi sem átti að hafa borist fyrir sex vikum. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

Skuldabyrði heimilanna sexfaldast

SKULDASÖFNUN íslenskra heimila hefur sexfaldast á undanförnum 15 árum og er hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum heimila hér á landi með því hæsta sem gerist innan ríkja OECD, eða 120%. Í fréttabréfi verðbréfafyrirtækisins Handsals kemur m.a. fram að frá því í byrjun 9. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 44 orð

Sleppt eftir grásleppuþjófnað

LÖGREGLAN handtók tvo menn í Tryggvagötu síðdegis á mánudag, en þeir freistuðu þess að stela siginni grásleppu. Mennirnir tveir voru báðir búnir að fá sér einn gráan, þegar grásleppulöngunin kom yfir þá. Eigandi grásleppunnar vildi ekki kæra atburðinn og var mönnunum sleppt. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 233 orð

Smugan stækkar ef sýknudómur fellur

MÁLFLUTNINGUR í máli tveggja íslenzkra togara, sem staðnir voru að meintum ólöglegum veiðum á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða haustið 1994, hófst fyrir Hæstarétti í Noregi í gær. Ekki er búizt við dómi í málinu fyrr en í næsta mánuði. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Spilliefni til íkveikju

ELDUR kom upp í blaðagámi við hús Sorpu á Sævarhöfða snemma í gærmorgun. Í ljós kom að einhver hafði farið í gám, þar sem spilliefni eru geymd, tekið slík efni, sullað þeim yfir blaðagáminn og kveikt í. Eldurinn var fljótslökktur. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Sprenging við borun í olíutank

SPRENGING varð um borð í Jóni Sigurðssyni GK 62 í gærmorgun, þar sem báturinn lá við Ægisgarð. Iðnaðarmenn voru að bora gat á olíutank, þegar sprengingin varð. Eldur blossaði upp, en menn um borð slökktu hann fljótt. Engin slys urðu á mönnum og skemmdir nær engar á bátnum. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Stálkonur á Íslandi

BANDARÍSKI ljósmyndarinn Bill Dobbins áritaði nýjustu bók sína, Stálkonuna, í verslun Máls og menningar í gær. Bókina prýða myndir af vaxtarræktarkonum og með Dobbins í för eru atvinnustálkonurnar Erica Kern, til vinstri á myndinni, og Melissa Coates. Ljósmyndir Dobbins eru sem stendur til sýnis á Akureyri og munu verða hengdar upp í Kringlunni í byrjun maí. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 42 orð

Stolið og ekið út í sjó

MANNLAUS bíll fannst í sjónum við Nauthólsvík síðdegis í gær. Í ljós kom að bílnum hafði verið stolið í Reykjavík og að sögn lögreglu lítur út fyrir að þjófurinn hafi ekið bílnum út í sjó. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 269 orð

Styrkúthlutun kærð til Samkeppnisráðs

HÓTELSTJÓRINN í hótel Reynihlíð við Mývatn hefur óskað eftir því við Samkeppnisráð að það rannsaki hvernig staðið var að úthlutun á 20 milljónum króna úr ríkissjóði til að efla starfsemi heilsárshótela á landsbyggðinni. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 1189 orð

Tekjujöfnun eða gjafir til fjármagnseigenda

FYRIR Alþingi liggja tvö frumvörp um fjármagnstekjuskatt. Annað er lagt fram sem stjórnarfrumvarp en var samið af nefnd sem fulltrúar allra þingflokka og aðila vinnumarkaðar áttu sæti í, en hitt var lagt fram af formönnum Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Þjóðvaka. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Texas Jesús á 22

TEXAS Jesús heldur tónleika ásamt The Bags of Joys í kvöld, miðvikudagskvöldið 17. apríl, á veitingastaðnum 22 við Laugaveg. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30. Texas Jesús heldur til Danmerkur og Finnlands í maí nk. og eru tónleikar þessir hugsaðir sem generalprufa á utanferðarefnisskrá hljómsveitarinnar. Einnig verður kynntur nýr gítarleikari. Meira
17. apríl 1996 | Miðopna | 1498 orð

Tímamótatillaga eða áhrifalaust plagg?

"Ástandið í kirkjunni" var yfirskrift fjölmenns prestafundar í safnaðarheimili Dómkirkjunnar á mánudag. Þótt sjaldan eða aldrei hafi jafnmargir prestar talað af jafnmikilli hreinskilni um viðkvæm mál á fundum félagsins var aðeins samþykkt ein tillaga. Anna G. Ólafsdóttir kynnti sér málið. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Tvær sveðjur teknar

LÖGREGLAN lagði í gærmorgun hald á tvær sveðjur, sem ökumaður var með í fórum sínum. Lögreglan hafði ástæðu til að gruna ökumanninn um að vera ekki sá löghlýðnasti og stöðvaði för hans á Skothúsvegi. Við leit í bílnum fundust sveðjurnar, sem lögreglan hirti, en ökumanninum var sleppt. Sveðjueign er ekki í samræmi við ákvæði laga um bann við innflutningi á ákveðnum tegundum vopna. Meira
17. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 340 orð

Útlegð Habsborgara lýkur

AUSTURRÍKI batt í gær enda á 80 ára útlegð Habsborgara, sem sett var í lög árið 1919 eftir ósigur Austurríkis-Ungverjalands í heimsstyrjöldinni síðari. Síðasti keisari Austurríkis-Ungverjalands, Karl I., flúði í útlegð með fjölskyldu sinni 1918. Meira
17. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 678 orð

Verkamenn gera hróp að forsetanum og mótmæla

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hóf í gær kosningaferðalag um suðurhluta landsins og fékk kuldalegar móttökur á fyrsta viðkomustaðnum, borginni Krasnodar. Forsetinn sagði að efnahagsumbætur hans væru farnar að bæta kjör landsmanna, en óánægðir verkamenn gerðu hróp að honum og púuðu á hann. Meira
17. apríl 1996 | Akureyri og nágrenni | 150 orð

Vörumiðar flytja í nýtt húsnæði

VÖRUMIÐAR hf. á Akureyri fluttu starfsemi sína nýlega að Hvannavöllum, en þar eru húsakynni mun rýmri en fyrirtækið hafði áður til umráða. Fjórir starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu, en í lok janúar síðastliðins keypti það þá deild Umbúðamiðstöðvarinnar hf. sem sá um límmiða og smámiðaprentun. Við þau kaup urðu til tvö störf hjá Vörumiðum. Meira
17. apríl 1996 | Erlendar fréttir | 341 orð

Þarf að breyta nokkrum lagaákvæðum

BREYTA verður nokkrum atriðum í íslenzkri löggjöf ef Ísland gerist aðili að Schengen-vegabréfasamkomulaginu, að því er fram kemur í skýrslu utanríkis- og dómsmálaráðherra, sem Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra flutti á Alþingi í fyrradag. Samkvæmt skýrslu ráðherranna þarf að endurskoða lögin um útlendingaeftirlit í heild, ásamt reglugerðum samkvæmt þeim. Meira
17. apríl 1996 | Innlendar fréttir | 780 orð

Þróunin í matargerðinni er spennandi

STURLA Birgisson, yfirkokkur í Perlunni, er fulltrúi Íslands á fyrsta Norðurlandamótinu í matreiðslu, sem haldið verður í Ålesund í Noregi dagana 2.-4. maí. Upp á hvaða rétti ætlar þú að bjóða í keppninni? Samkvæmt reglum keppninnar verður að styðjast við fyrirfram ákveðin hráefni. Meira

Ritstjórnargreinar

17. apríl 1996 | Staksteinar | 289 orð

Heimili á skuldaklafa

SKULDABYRÐI heimilanna hefur sexfaldast á síðustu fimmtán árum. Þetta kemur fram í fréttabréfi Handsals hf. Sexföldun Í UPPHAFI greinar í fréttabréfinu um skuldir heimila segir: "Skuldasöfnun hefur einkennt fjármál heimila um langt árabil. Skuldirnar hafa aukist ár frá ári undanfarin fimmtán ár. Meira
17. apríl 1996 | Leiðarar | 640 orð

leidari TVÍBENTU VOPNI BEITT EILUR þjóðanna fyrir botni Mi

leidari TVÍBENTU VOPNI BEITT EILUR þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs hafa öldum saman tekið mið af hinu forna lögmáli auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Ísraelar hafa á undanförnum dögum haldið uppi hörðum árásum á skotmörk í suðurhluta Líbanon og Beirút. Með því eru þeir að svara eldflaugaárásum Hizbollah-skæruliða á Norður-Ísrael. Meira

Menning

17. apríl 1996 | Menningarlíf | 62 orð

Áttunda stigs tónleikar

TAKAKÓ Inaba Jónsson sópran heldur tónleika í sal Tónlistarskólans í Hamraborg 11, jarðhæð, á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Tónleikarnir eru hluti af lokaprófi hennar í áttunda stigi. Á efnisskránni eru meðal annars aríur, japönsk og íslensk lög og lagaflokkurinn Brúðarljóð eftir Peter Cornelius. Meðleikari á píanó er Jóhannes Andreasen. Aðangur er ókeypis og öllum heimill. Meira
17. apríl 1996 | Myndlist | 586 orð

Á vit göngunnar

Hamish Fulton. Opið kl. 14-18 alla miðvikudaga (eða eftir samkomulagi) til 22. maí. Aðgangur ókeypis. "SÚ líkamlega áreynsla sem fylgir því að ganga gerir menn móttækilega fyrir landslagi. Ég geng á jörðu til að samsamast náttúrunni. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 61 orð

Bellmann- kvöld

LISTAKLÚBBUR Þjóðleikhúskjallarans stóð fyrir Bellmann-kvöldi síðastliðinn mánudag. Þar söng Martin Bagge, einn vinsælasti Bellmann-söngvari Svía, fjölmörg laga tónskáldsins. Martin er kominn hingað í tilefni sænskra daga, sem nú fara í hönd í Reykjavík. Meira
17. apríl 1996 | Myndlist | -1 orð

"Blóð Krists"

Steingrímur Eyfjörð, Sara Björnsdóttir, Börkur Arnarson, Svanur Kristbergsson. Opið frá 14-18 alla daga nema mánudaga. Til 28 apríl. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ ER að vonum, að aðstandendur sýningarsalarins litla að Ingólfsstræti 8 marki honum stærð eftir vexti og leggi öllu meiri áherslu á innsetningar og tilvísanir en ábúðarmikil og kröftug verk. Meira
17. apríl 1996 | Fjölmiðlar | 103 orð

Brezkt útvarp kaupir stöð á Nýja Sjálandi

BREZKA einkaútvarpsfyrirtækið GWR Group Plc stefnir að því að komast yfir RNZ-útvarpið á Nýja Sjálandi fyrir í mesta lagi 37.9 milljónir punda. GWR kveðst einnig hafa samþykkt að kaupa East Anglian Radio á Austur-Englandi fyrir 24.3 milljónir punda. GWR er eitt helzta einkaútvarpsfyrirtæki Bretlands og hefur 28 útvarpsleyfi. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 46 orð

Brosmildir leikarar

BRESKI leikarinn Richard E. Grant fylgdi Winonu Ryder til frumsýningar myndarinnar "Sgt. Bilko" í Los Angeles á dögunum. "Sgt. Bilko" byggir á samnefndum sjónvarpsþáttum frá sjötta áratugnum. Þá var Phil Silvers í aðalhlutverki, en nú eru Steve Martin, Dan Aykroyd og fleiri háðfuglar í aðalhlutverkum. Meira
17. apríl 1996 | Fjölmiðlar | 27 orð

Christian Science Monitor fær Pulitzer

Christian Science Monitor fær Pulitzer New York. Reuter. DAVID ROHDE, blaðamaður Christian Science Monitor, hefur fengið Pulitzer-verðlaunin í alþjóðafréttum fyrir skrif um morð á bosnískum múhameðstrúarmönnum í Srebrenica. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 52 orð

Clint og Dina skála í hamingju

SAMEIGINLEGUR fögnuður þessara nýbökuðu hjóna, Clints Eastwoods og Dinu Cruz, stóð ekki lengi. Þau gengu í það heilaga í Las Vegas fyrir stuttu, en fresta varð brúðkaupsferðinni þar sem Dina þurfti að snúa aftur til vinnu. Hún er sjónvarpskona. Clint gamli er 65 ára, en Dina þrítug. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 151 orð

Coppola leikstýrir lögfræðidrama

FRANCIS Ford Coppola mun leikstýra næstu kvikmynd sem byggð verður á bók Johns Grisham, "The Rainmaker". Sagan er um fátækan, ungan lögmann sem flækist í umtöluð málaferli þegar hann fer í mál við voldugt stórfyrirtæki vegna tryggingasvika. Talið er að tökur muni hefjast í haust. Meira
17. apríl 1996 | Kvikmyndir | 547 orð

Drottinn blessi heimilið

Leikstjóri Jodie Foster. Handritshöfundur W.D. Richter. Kvikmyndatökustjóri Lajos Koltai. Tónlist Mark Isham. Aðalleikendur Holly Hunter, Robert Downey Jr., Anne Bancroft, Charles Durning, Geraldine Chaplin, Dylan McDermott, Claire Danes, Cynthia Stevenson. Bandarísk. Paramount. 1995. Meira
17. apríl 1996 | Menningarlíf | 157 orð

Fiðlu- og píanóleikur

TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarfélags Ísafjarðar og Norræna félagsins á Ísafirði í Frímúrarasalnum á Ísafirði í kvöld kl. 20.30. Verða þeir endurteknir í Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, föstudaginn 19. apríl. Meira
17. apríl 1996 | Kvikmyndir | 457 orð

Fjölskylda snýst til varnar

Leikstjóri: Barbet Schroeder. Handrit: Ted Tally eftir skáldsögu Rose Ellen Brown. Aðalhlutverk: Meryl Streep, Liam Neeson, Edward Furlong, Alfred Molina. Hollywood Pictures. 1996. NÝJASTA mynd Barbet Schroeders heitir Fyrir og eftir af mjög einfaldri ástæðu. Þetta er fyrir: Meryl Streep leikur virtan lækni í smábæ í Bandaríkjunum. Liam Neeson leikur eiginmann hennar. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 73 orð

Fjör í Fjörgyn

Fjör í Fjörgyn FÉLAGSMIÐSTÖÐVARNAR héldu mikið ball í félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Grafarvogi síðastliðið föstudagskvöld. Páll Óskar Hjálmtýsson og hljómsveitin Reggae on Ice héldu uppi stuðinu, sem stóð yfir fram á nótt. Á að giska 500 unglingar sóttu ballið, sem þótti heppnast vel. Meira
17. apríl 1996 | Menningarlíf | 66 orð

Flaubert og frú Bovary

PÉTUR Gunnarsson flytur fyrirlestur í franska bókasafninu, Alliance Française, Austurstræti 3 í dag miðvikudag kl. 20.30 um Gustave Flaubert og frú Bovary. Fyrir jólin 1995 kom út hjá bókaforlaginu Bjarti í þýðingu Péturs Gunnarssonar saga Gustave Flauberts, Frú Bovary. Pétur talar á frönsku og íslensku og eru allir velkomnir. Meira
17. apríl 1996 | Fjölmiðlar | 233 orð

Frakkar semja um stafrænt sjónvarp

FIMM frönsk sjónvarpsfyrirtæki hafa skýrt frá fjárfestingu upp á 2.5 milljarða franka í stafrænni sjónvarpsþjónustu um Eutelsat gervihnetti fyrir árslok. Keppinautur bandalagsins á markaði frönskumælandi manna verður gervihnattarásin Canalsatéllite, sem í eiga Canal Plus og aðalhluthafinn Havas, og munu sjónvarpssendingar hefjast 27. apríl um Astra gervihnetti. Meira
17. apríl 1996 | Bókmenntir | 1173 orð

Frá sagnaþáttum til heimildaskáldsagna

eftir Magnús Hauksson Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Studia Islandica 52., 1996 ­ 251 síða. BÓKMENNTASAGAN einkennist af þröngu vali sem ákvarðar hvaða höfundar og verk lifa og hverjir verða gleymskunni að bráð. Hinn mexíkóski hattur þagnarinnar varpar skugga á fylgsnamenn og konur sem hin fræðilega hugsun hefur veigrað sér við að taka á. Meira
17. apríl 1996 | Fjölmiðlar | 89 orð

Fréttir frá BBC vestra

HEIMSÚTVARP brezka ríkisútvarpsins, BBC World Service, hefur hafið sendingar á nýjum klukkustundarlöngum fréttaþætti fyrir áheyrendur í Bandaríkjunum. Að útsendingunum standa einnig tveir aðilar, sem njóta opinberra styrkja: Public Radio International í Minneapolis, Minnesota, og WGBH í Boston, Massachusetts. Meira
17. apríl 1996 | Menningarlíf | 178 orð

Fyrsti samlestur á Galdra-Lofti

FYRSTI samlestur á óperu Jóns Ásgeirssonar, Galdra-Lofti, var í húsakynnum Íslensku óperunnar á mánudag. Verður hún frumsýnd í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 1. júní næstkomandi. Galdra-Loftur er önnur ópera Jóns Ásgeirssonar og byggir á samnefndu leikverki Jóhanns Sigurjónssonar en jafnframt eru nokkur ljóð skáldsins felld inn í óperuna. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Geimhöfuð lék í MH

Geimhöfuð lék í MH HLJÓMSVEITIN Spaceheads, skipuð Richard Harrison og Andy Diagram, lék í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð síðastliðið föstudagskvöld. Tónlistarunnendur létu fjölmargir sjá sig og dönsuðu trylltan dans fram á rauða nótt við undirleik Geimhöfðanna. Meira
17. apríl 1996 | Fjölmiðlar | 78 orð

Getty fær Hulton safnið

GETTY Communications, fyrirtæki Getty fjölskyldunnar, hefur keypt Hulton Deutsch safnið, eitt stærsta ljósmyndasafn heims. Safnið, sem hét Hulton Collection þar til Brian Deutsch keypti það af brezka ríkisútvarpinu BBC 1988, hefur að geyma 15 milljónir mynda frá síðustu öld til vorra daga. Verðið er ekki látið uppi. Hulton kemur næst Bettman Archive í New York, safni 16. Meira
17. apríl 1996 | Fjölmiðlar | 220 orð

Granada hagræðir í fjölmiðlarekstri

GRANADA fyrirtækið í Bretlandi hefur skipað fyrrverandi forstjóra fjarskiptafyrirtækisins Mercury Communications, Duncan Lewis, forstjóra Granada Media Group, nýrrar deildar sem mun ná til allra sjónvarps- og fjölmiðlastarfsemi fyrirtækisins. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Gömul kynni endurnýjuð

Gömul kynni endurnýjuð PIERCE Brosnan hitti fyrir gömlu meðleikkonu sína úr sjónvarpsþáttunum "Remington Steele" á Genesis-verðlaunaafhendingunni í Los Angeles fyrir skömmu. Sú heitir Stephanie Zimbalist, en þættirnir voru sýndir í bandarísku sjónvarpi á árunum 1982- 1987. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 77 orð

Hnoss

Hnoss NÝTT gallerí, Gallerí Hnoss, var opnað í Hlaðvarpanum eigi alls fyrir löngu. Sex listamenn standa að því og munu þeir sýna þar og selja handverk sitt í framtíðinni. Margt var um manninn við opnunina, jafnt ungir sem aldnir, eins og við sjáum á meðfylgjandi myndum. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð

Hressar saumaklúbbssystur

KONUR Í saumaklúbbi einum á höfuðborgarsvæðinu ferðuðust saman til Kanaríeyja fyrir skemmstu. Saumaklúbburinn var stofnaður eftir útskrift úr Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1958 og hefur starfað óslitið síðan. Hér sjáum við sex af sjö saumaklúbbssystrum halda upp á afmæli einnar þeirra í umræddri ferð. Meira
17. apríl 1996 | Menningarlíf | 64 orð

Hvernig drepa skal pöddur

EFNIVIÐUR: tvö tréborð, 1x4x18 tommur, kölluð hér tréborð A og B. 1. Setjið pödduna á enda tréborðs A. Ví mynd: paddaW 2. Sláið með tréborði B á það svæði tréborðs A þar sem paddan er. 3. Fjarlægið leifar pöddunnar af báðum borðum og endurtakið eins oft og þörf er á. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 271 orð

Leary á þrjá bíla

Leary á þrjá bíla DENIS Leary er á góðri leið með að verða kvikmyndastjarna. Hann vakti fyrst athygli fyrir gamanmál sín á sjónvarpsstöðinni MTV fyrir nokkrum misserum og hefur síðan leikið í myndum á borð við "Demolition Man" og "Judgement Night". Hann er af írskum ættum, en ólst upp í Boston. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 36 orð

Lent í London

CINDY Crawford, Andre Agassi og Claudia Schiffer lentu á Gatwick-flugvellinum í London fyrir skömmu til að taka þátt í kynningu gosdrykkjarframleiðanda. Flugvélin sem flutti þau þangað var Concorde-gerðar, máluð blá og rækilega merkt gosdrykkjartegundinni. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 41 orð

Madonna er ólétt

POPPSTJARNAN Madonna er ófrísk. Faðirinn er Carlos Leon, einkalíkamsþjálfari hennar. Hún er nú stödd í Búdapest í Ungverjalandi, þar sem tökur á myndinni Evita fara fram. Hérna sjáum við hana, ásamt lífverði, mæta til samkvæmis hjá borgarstjóra Búdapest. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 92 orð

Mannrækt í Tjarnarskóla

NEMENDUR 8. ASÞ í Tjarnarskóla höfðu í nógu að snúast þegar þeir héldu árlegt skemmtikvöld fyrir fjölskyldur sínar fyrir skemmstu. Þeir tóku höndum saman og sömdu leikrit, hönnuðu leikhljóð, sviðsmynd og búninga, auk þess sem þeir bökuðu sjálfir fyrir kvöldið. Húsfyllir var á skemmtikvöldinu, sem var hluti einnar námsgreinarinnar í skólanum. Meira
17. apríl 1996 | Fjölmiðlar | 262 orð

Murdoch stefnir á sjónvarpsmarkaðinn í Kína

STAR TV, sjónvarp News Corp. fyrirtækis Ruperts Murdochs, hefur skýrt frá nýrri sjónvarpsþjónustu fyrir Kínverja, sem vonað er að leiða muni muni til þess að kerfi áskriftarása verði komið á fót í Kína. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 153 orð

Næstum guð

Næstum guð BRESKI furðufuglinn Tricky þykir um margt merkilegur, ekki síst fyrir tónlist sína, en hann hefur líka gaman af að hrella siðvanda með hegðun og yfirlýsingum. Meira
17. apríl 1996 | Fjölmiðlar | 168 orð

Orð eru öflugt vopn

Þrír bandarískir forsetar. Tveimur var rutt úr vegi með ofbeldi. Einum með orðum. Tveir urðu píslarvottar í augum stuðningsmanna sinna. Einn uppgötvaði skyndilega að hann átti enga stuðningsmenn. Meira
17. apríl 1996 | Fjölmiðlar | 101 orð

O'Reilly kaupir 41 útvarpstöð

TONY O'REILLY, hinn kunni írski auðjöfur og stjórnarformaður Heinz matvælafyrirtækisins, hefur keypt 41 af einkastöðvum nýsjálenzka útvarpsins RNZ fyrir 89 milljónir nýsjálenzkra dala. Stjórnvöld seldu stöðvarnar, sem eru 40% útvarpsmarkaðar Nýja Sjálands, fyrirtækjasamtökum undir forystu O'Reillys, New Zealand Radio Network. Meira
17. apríl 1996 | Tónlist | 553 orð

Rangeyskar raddir

Vortónleikar Rangæingakórsins í Reykjavík. Stjórnandi: Elín Ósk Óskarsdóttir. Einsöngvarar: Guðmundur Þ. Gíslason, Kjartan Ólafsson, Björn H. Guðmundsson og Maríanna Másdóttir. Píanóleikur: Lára Rafnsdóttir. Orgelleikur: Pavel Manásek. Einnig kom fram Strengjakvartett úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, laugardaginn 13. apríl kl. 16:30. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 228 orð

Rokksending frá Kanada

ÞEGAR hún var sex ára var hún farin að leika á píanó, tíu ára söng hún inn á fyrstu smáskífuna og þegar hún var sextán ára var gefin út fyrsta breiðskífa hennar. Alanis Morissette er nú tuttugu og tveggja ára og heimsfræg. "Stundum finnst mér ég vera fertug og stundum sex ára," segir hún. Alanis, dóttir tveggja kennara, fæddist í Ottawa í Kanada. Meira
17. apríl 1996 | Menningarlíf | 123 orð

Skólasýning í Safni Ásgríms

ÁRLEG skólasýning hefur verið opnuð í Safni Ásgríms Jónssonar að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík. Að venju eru sýndar myndir sem tengjast þjóðsögum og ævintýrum. Auk mynda Ásgríms Jónssonar eru að þessu sinni einnig verk eftir Guðmund Thorsteinsson, Jóhannes S. Kjarval og Jón Stefánsson sem öll eru í eigu Listasafns Íslands. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 59 orð

Slapp með skrekkinn

Slapp með skrekkinn CHRISTIAN Slater slapp með skrekkinn þegar hann komst út úr brennandi húsi rétt fyrir utan Los Angeles sl. laugardag. Slater sem var gestkomandi hjá vini sínum vaknaði við væl reykskynjarans og högg nágrannans á útidyrnar. Meira
17. apríl 1996 | Menningarlíf | 111 orð

Stofnfundur Hins íslenska kvikmyndafræðafélags

FRAMKVÆMDANEFND sú sem skipuð var á óformlegum stofnfundi félagsskapar áhugafólks um kvikmyndafræði á hundrað ára afmælisdegi kvikmyndarinnar hefur nú lokið störfum. Í nefndinni sátu Anna Sveinbjarnardóttir, Böðvar Bjarki Pétursson, Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Þorvarður Árnason. Meira
17. apríl 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Taylor kynnir ilmvatn

LEIKKONAN Elizabeth Taylor, sem nýlega skildi við eiginmann sinn, Larry Fortensky, situr hér fyrir ásamt hundinum sínum Sykri, eða "Sugar". Tilefnið er kynning á nýju ilmvatni hennar, "Black Pearls", en Elizabeth hefur löngum verið viðriðin ilmvatnsiðnaðinn. Nýja ilmvatninu er lýst sem "nútímalegum ilmi og mjúkum". Meira
17. apríl 1996 | Menningarlíf | 51 orð

Tríó Björns og Egill

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu í dag, miðvikudaginn 17. apríl, mun tríó Björns Thoroddsen og Egils Ólafssonar komar fram. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Handhöfum stúdentaskírteina er boðinn ókeypis aðgangur, en aðgangseyrir fyrir aðra er 300 kr. TRÍÓ Björns Thoroddsen ogEgill Ólafsson. Meira
17. apríl 1996 | Menningarlíf | 480 orð

Um íslenskan hallærisgang

"SÓLEY er þrítug reykvísk kona og fráskilin. Hún var ein af þessum konum sem fóru í jogginggalla og inniskóm út á vídeóleigu, hún horfði jafnvel á Derrik með eiginmanninum. En hún rífur sig uppúr þessu; skilur við kallinn, fer á sjálfsstyrkingarnámskeið og heldur svo útá markaðinn að nýju. Þar hittir hún dónalega íslenska karlmenn sem spyrja hvort þeir megi ekki fara með henni heim. Meira
17. apríl 1996 | Fjölmiðlar | 112 orð

Þekktur þulur BBC látinn

JOHN SNAGGE, hinn kunni fréttaþulur brezka ríkisútvarpsins BBC, sem sagði fyrstur fréttina um innrásina í Normandí 1944, er látinn, 91 árs að aldri. Snagge hóf störf hjá brezka útvarpinu 1924. Hann varð frægur í seinna stríði þegar BBC ákvað að þulir þess segðu til nafns svo fréttasendingum þess yrði ekki ruglað saman við útvarpsáróður Þjóðverja. Meira
17. apríl 1996 | Menningarlíf | 355 orð

Þjóðlegar þúfur

FINNA Birna Steinsson myndlistarmaður sýnir þrjár "Tilraunir um þúfur" í Ásmundarsal. Þá valdi hún og setti upp sýningu á verkum Ásmundar Sveinssonar. Finna vakti athygli fyrir þremur árum þegar hún gerði verkið "1000 veifur í Vatnsdalshólum". Þar gerði hún tilraun til að kasta tölu á hólana í Vatnsdal sem löngum hafa verið taldir óteljandi. Meira
17. apríl 1996 | Leiklist | 294 orð

Þorri blótaður í einmánuði?

Leikfélag Keflavíkur frumsýndi föstudaginn 12. apríl Sameinaðir stöndum vér! (sundraðir...) eftir Ómar Jóhannsson í Félagsbíó Túngötu. Leikstjóri Þórarinn Eyfjörð. LEIKFÉLAG Keflavíkur frumsýndi föstudaginn 12. apríl Sameinaðir stöndum vér (sundraðir ...). Þar eru atburðir í sveitarfélaginu nýsameinaða skoðaðir í spéspegli í tíu aðskildum hlutum. Meira

Umræðan

17. apríl 1996 | Aðsent efni | 1232 orð

Aukastörf dómara

TALSVERÐ umræða hefur orðið um hvort og að hvaða marki dómurum er heimilt að stunda aukastörf. Samkvæmt 61. gr. stjórnarskrárinnar skulu dómendur í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Gert er ráð fyrir því að dómarar séu sjálfstæðir og óvilhallir í embættisverkum sínum og taki hvorki við fyrirmælum frá stjórnvöldum né öðrum. Meira
17. apríl 1996 | Aðsent efni | 630 orð

Bílastæði fyrir 188 milljónir!

REYKVÍKINGAR vilja gjarnan fá tækifæri til að fjalla um málefni miðborgar sinnar eins og eðlilegt er. Þeim er annt um gamla miðbæinn sinn og viðkvæmir fyrir sérhverjum breytingum sem á honum eru gerðar. Meira
17. apríl 1996 | Aðsent efni | 976 orð

Fagþekking iðjuþjálfa mikilvæg fyrir grunnskóla

JÓI er spenntur og ánægður að vera byrjaður í skóla. Hann er í 6 ára bekk með 20 öðrum börnum. Börnin klippa, líma, lita og eru byrjuð að draga til stafs. Jói finnur fljótlega að verkefnin hans eru ekki jafn fín og hjá hinum. Hann nær ekki að klippa eftir línum, lím klessist út um allt og hann litar alltaf út fyrir. Jói truflar skólafélaga sína vegna þess að hann getur ekki verið kyrr. Meira
17. apríl 1996 | Aðsent efni | 507 orð

Ferðaþjónusta og fiskur

FERÐAÞJÓNUSTA er sú atvinnugrein á Íslandi sem er í hvað örustum vexti og hvað mestri þróun. Stöðugt er unnið að því að gera þjónustuna fjölbreyttari og þróa þannig "vöruna" í samræmi við eftirspurnina. Hingað til höfum við Íslendingar byggt okkar ferðaþjónustu að langstærstum hluta á náttúruauðlindum okkar. Meira
17. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 426 orð

Hryðjuverk og afbrot!

VIÐ LESTUR þessarar fyrirsagnar heldur þú vafalaust að hér eigi að fjalla um átök úti í hinum stóra heimi, t.d. á Balkanskaga, Norður- Írlandi eða Tsjetsjníu. Svo er þó reyndar ekki ­ heldur er með ofangreindum orðum vísað til umfjöllunar í fjölmiðlum um úrskurð sem nýlega var felldur í deilu sóknarprests í Langholtskirkju við söfnuð sinn og samstarfsfólk. Meira
17. apríl 1996 | Aðsent efni | 820 orð

Í Keflavík er ekki lengur allra veðra völlur

Í Morgunblaðinu 28.3. sl. birtist grein í miðopnu blaðsins. Varnarstöðin á Keflavíkurflugvelli nefnist greinin, og er eftir Ólaf Þ. Stephensen. Þar er sagt frá samkomulagi Íslands og Bandaríkjanna um framkvæmd ríkjanna, og ákvæði þessa samkomulags, um að reyna að draga úr kostnaði við rekstur varnarstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Meira
17. apríl 1996 | Aðsent efni | 698 orð

Réttur til fæðingarorlofs

SAMKVÆMT tölum frá jafnréttisráði eru að meðaltali einungis 16 íslenskir karlmenn á ári sem taka fæðingarorlof. Þetta þýðir að aðeins 0,3% þeirra barna sem fæðast á Íslandi njóta fullra samvista við báða foreldra sína á fyrstu mánuðunum. Meira
17. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 704 orð

Samkynhneigð er kynvilla

JÓNA Ingibjörg, sexolog, sendi mér kveðjuna um daginn (28.3.) og benti mér á fordóma, þekkingarskort og fádæma skilningsleysi sem ég hef á málefninu Samkynhneigð. Mig furðar orðalepparnir, því ég hef reynt að tjá mig um þessi mál frá kristnum sjónarhóli og sanngirni. Áður en ég upphóf mál mitt opinberlega, fór ég á Bókasafn Vestmannaeyja og las í öllum kynfræðslubókum safnsins um samkynhneigð. Meira
17. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 568 orð

Tónaflóðið flæddi þar

FYRIR nokkrum árum var ég á Vorvöku á Hvammstanga þar sem meðal annars voru málverkasýningar. Ég var að skoða eina sýninguna sem mér þótti mjög áhugaverð og skemmtileg, þegar einn sýningargesturinn sneri sér að mér og spurði hvernig mér þætti. Ég svaraði með eftirfarandi vísu. Listarinnar lítt ég nýt listina þarf að meta. Meira
17. apríl 1996 | Aðsent efni | 835 orð

Um íslenskt mál og ríkisútvarpið

Þú ástkæra, ýlhýra málið, og allri rödd fegra, blíð sem að barni kvað móður á brjósti svanhvítu; móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndi að veita. Þannig kvað Jónas forðum og allir vildu Lilju kveðið hafa. Meira
17. apríl 1996 | Bréf til blaðsins | 517 orð

Þakkir til Ingvars Helgasonar hf.

Í NÓVEMBERMÁNUÐI á sl. ári lagði ég leið mína í nokkur bifreiðaumboð þeirra erinda að reyna að yngja upp ökutækjakost minn sem var orðinn verulega við aldur. Hvar sem mig bar niður var erindi mínu vel tekið í fyrstu eða þangað til að því kom að ég benti á minn bíl sem greiðslu upp í nýrri. Þá var eins og sölu- og þjónustuáhugi starfsmanna umboðanna fuðraði upp í einu vetfangi. Meira

Minningargreinar

17. apríl 1996 | Minningargreinar | 529 orð

Ásdís Guðrún Magnúsdóttir

Næm, skynsöm, ljúf í lyndi lífs meðan varstu hér, eftirlæti og yndi ætíð hafði ég af þér, í minni muntu mér, því mun ég þig með tárum þreyja af huga sárum, heim til þess héðan fer. (Hallgr. Pét. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 128 orð

Ásdís Guðrún Magnúsdóttir

Elsku systir mín. Ég beið eftir vori en frétti af andláti þínu. Vina nú ertu farin áður en vorið kom með sinn hlýja væng, dögg á grasi og vonina um mildi daganna sam framundan eru með sól, regn og ilm af öllu í endalausri birtu daga og nátta um stund. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 192 orð

ÁSDÍS GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR

ÁSDÍS GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR Ásdís Guðrún Magnúsdóttir eða Día eins og margir þekktu hana fæddist í Hergilsey á Breiðafirði 6. febrúar 1940. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt 11. apríl. Ásdís var yngst sex systkina, dóttir Magnúsar Einarssonar, f. 2.7. 1905, og Bentínu Kristínar Jónsdóttur, f. 30.10. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 55 orð

Ásdís Guðrún Magnúsdóttir Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér

Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku besta systir mín, ég kveð þig með söknuði. Hvíl í friði og megi góður Guð vaka yfir þér. Guðlaug. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 180 orð

Áslaug Jónsdóttir

Mín kæra æskuvinkona, ævi þín varð ekki löng og ég harma það nú, hve samverustundir okkar á seinni árum voru fáar. Ég á margar yndislegar minningar frá æskuárum okkar úr Miðbænum. Þú varst svo fjörug, uppátektasöm og heillandi ­ svo full af lífsorku og gleði. Við Auður rifumst um að fá að leika með þér. Það er gott að eiga fallegar minningar á þessari stundu, draga þær fram og brosa gegnum tárin. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 297 orð

Áslaug Jónsdóttir

Elskuleg vinkona mín, Áslaug Jónsdóttir píanókennari, er látin. Hún fæddist í Reykjavík 5. maí 1948 og átti tvo drengi, Bjarna Jónsson og Andrés Jón Esrason, sem nú eru 13 og 9 ára gamlir. Hún var þeim ekki aðeins ástrík og góð móðir, heldur líka mikill vinur. Áslaug var mjög hæfur og vinsæll kennari og ég veit, að nemendur hennar sakna hennar mjög. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 335 orð

Áslaug Jónsdóttir

Nú þegar sól hækkar á lofti og vorið er í nánd með nýju lífi og fuglasöng, daprast hjörtu náinna ástvina, samkennara og nemenda Áslaugar Jónsdóttur píanókennara. Hún lést að morgni föstudagsins langa, langt um aldur fram. Áslaug kynntist ég fyrst fyrir rúmum 20 árum er ég varð kennari hennar í píanóleik. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 332 orð

Áslaug Jónsdóttir

Við Áslaug hófum okkar vinskap kornungar. Hún var ekki nema þrettán ára og hálfgerður ærslabelgur. Ég var sextán ára og þóttist vera fullorðin. Hún átti heima í tignarlegu gömlu timburhúsi við Lækjargötuna. Mér fannst það risastórt og dularfullt. Málverk þöktu veggina og aragrúi var af fjölskyldumyndum í fallegum gömlum römmum. Ég kunni sérstaklega vel við mig í þessu hefðbundna umhverfi. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 591 orð

Áslaug Jónsdóttir

Í dag er frænka mín, Áslaug Jónsdóttir, borin til grafar. Tónlistin hennar er þögnuð og strengur er brostinn. Anna Bjarnadóttir móðir hennar og frænka mín hefur misst einkadóttur sína og drengirnir hennar, Bjarni og Andrés Jón, móður sína. Jón faðir Áslaugar og systir hans Helga og dóttir hennar Ingibjörg hafa misst mikið. Samúð okkar er með þeim öllum. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 438 orð

Áslaug Jónsdóttir

Elskuleg vinkona mín Áslaug Jónsdóttir lést í Reykjavík 5. apríl. Minningar æskuáranna væru fátæklegar án Áslaugar, því við vorum óaðskiljanlegar vinkonur öll æskuárin og fram til þessa dags. Áslaug ólst upp hjá móður sinni á miklu menningarheimili í húsi ömmu sinnar og afa í Lækjargötu 12b. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 443 orð

Áslaug Jónsdóttir

Hún Áslaug mín er dáin. Áslaug var elsta vinkona móður minnar. Þær kynntust þegar þær voru litlar stúlkur og bjuggu hlið við hlið, á horni Vonarstrætis og Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur. Vinskapur Áslaugar og móður minnar var ævilangur og þær ræddust við vikulega alla tíð eins og systur. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 409 orð

Áslaug Jónsdóttir

Í dag verður jarðsungin frænka mín og vinkona Áslaug Jónsdóttir. Hún lést á föstudaginn langa, daginn sem okkur fannst sem börnum svo óendanlegur og eyddum oftast saman. Við Áslaug vorum systkinadætur og það var aðeins eitt ár á milli okkar. Við vorum því mikið saman strax í æsku en vináttan óx með aldrinum og síðustu 15 árin höfum við verið meira eins og systur en frænkur. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 675 orð

Áslaug Jónsdóttir

Sum blóm eru öðrum fegurri og skarta sínu fegursta Guði til dýrðar og öllum til yndis. Eðli slíkra skrautjurta er að vera viðkvæmari en lággróðursins í kalviðri og hreti mannlífsins. Vinkona mín, Áslaug Jónsdóttir, var slík skrautjurt í víngarði Skaparans allra gæða og öllum til gleði. Hún var góðum gáfum gædd, miklum listrænum hæfileikum, fáguð í framkomu og kímnigáfan óbrigðul. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 155 orð

ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR

ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR Áslaug Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 5. maí 1948. Hún lést í Reykjavík 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Bjarnadótir, f. 23. júlí 1927, dóttir hjónanna Áslaugar Ágústsdóttur og séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups, og Jón Eiríksson, f. 29. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 489 orð

Eiríkur Hamall Þorsteinsson

Við viljum minnast vinar okkar, Eiríks Hamals Þorsteinssonar, sem lést 8. apríl síðastliðinn. Við kynntumst Eiríki árið 1979 þegar við hófum nám við Menntaskólann í Reykjavík. Eiríkur var fullur lífsgleði og átti ánægjuleg námsár. Hann var forvitinn og áhugasamur í námi og góður félagi. Eiríkur var einlægur vinur og ávallt reiðubúinn að hjálpa félögum sínum. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 537 orð

Eiríkur Hamall Þorsteinsson

Eiríkur Hamall Þorsteinsson var með allra hugljúfustu mönnum sem ég hef kynnst. Hann var afburða næmur og greindur vel, háttvís og velviljaður. Aldrei varð ég þess var að hann bæri kala til nokkurs manns. Ég kynntist honum fyrst sem ungum dreng í sveitinni hjá ömmu og afa, er hann dvaldist þar að sumarlagi. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 28 orð

EIRÍKUR HAMALL ÞORSTEINSSON

EIRÍKUR HAMALL ÞORSTEINSSON Eiríkur Hamall Þorsteinsson fæddist í Ósló 16. september 1964. Hann lést 8. apríl síðastliðinn og fór minningarathöfn um hann fram í Reykholtskirkju 13. apríl. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 486 orð

Elín Inga Karlsdóttir

Æskuheimili Elínar var á Brekkustíg 3 a. Þar ólst hún upp við mikið ástríki foreldra sinna. Heimilið á Brekkustíg var mikið fyrirmyndarheimili. Þar áttu ættingjar og vinir alla tíð öruggt skjól, hvort sem var í skemmri eða lengri tíma. Ungur lærði Karl A. Jónasson, faðir Elínar, prentiðn hjá Ísafoldarprentsmiðu. Allan starfsaldur sinn var hann prentari við Morgunblaðið. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 223 orð

Elín Inga Karlsdóttir

Elsku Ella. Víst er tíminn afstætt hugtak og þegar dauðans er beðið er án efa hver dagur sem þúsund ár ­ en síðan ­ þessi þúsund ár dagur ei meir. Við brottför vinar læsir þetta eldfima hugtak, reiðin, í okkur klónum. Sum okkar hafa þó öðlast þann þroska að aðskilja ekki lífið og dauðann, en skynja það hið fullkomna listaverk sköpunarinnar sem þetta tvennt málar. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 435 orð

Elín Inga Karlsdóttir

Enn einu sinni er höggvið skarð í hópinn okkar. Nú þegar elskuleg vinkona okkar, Elín Inga Karlsdóttir, er fallin í valinn. Það er óhjákvæmilegt að á þessari stundu rifjast upp margar minningar, því árin eru orðin æði mörg frá því við kynntumst fyrst. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 308 orð

ELÍN INGA KARLSDÓTTIR

ELÍN INGA KARLSDÓTTIR Elín Inga Karlsdóttir var fædd í Reykjavík 28. desember 1928. Hún lést í Reykjavík 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Þórarinsdóttir, f. í Vík í Mýrdal 2. desember 1904 og Karl A. Jónasson, f. í Reykjavík 27. nóv. 1900.Foreldrar Ragnhildar voru hjónin Elín Jónsdóttir f. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 597 orð

Ingigerður Sigmundsdóttir

Kær vinkona er látin eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Árið 1940 var Inga 19 ára og bjó í foreldrahúsum. Hún var ljóshærð, grönn og falleg stúlka og leit björtum augum til framtíðar, þó ástandið í Evrópu væri ekki gæfulegt um þessar mundir var ungt fólk uppi á Íslandi ekkert að velta sér upp úr því. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 26 orð

INGIGERÐUR SIGMUNDSDÓTTIR Ingigerður Sigmundsdóttir fæddist í Reykjavík 10. mars 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 23. mars

INGIGERÐUR SIGMUNDSDÓTTIR Ingigerður Sigmundsdóttir fæddist í Reykjavík 10. mars 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 23. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Keflavíkurkirkju 29. mars. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 655 orð

Sigurbjörn Einarsson

Guð gefur og Guð tekur. Sennilega verður maður aldrei eins áþreifanlega minntur á þessi sannindi eins og þegar einhver deyr ungur. Sleginn yfir stuttri ævi, sleginn yfir þeirri staðreynd að dauðinn í öllum sínum myndum er einnig í nánasta umhverfi manns og sleginn yfir þeirri staðreynd að menn hafa mismikinn meðvind eða mótvind um ævi sína. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 146 orð

Sigurbjörn Einarsson

Aðfaranótt 8. mars kvaddi Sigurbjörn Einarsson þennan heim öllum til mikillar sorgar. Sigurbjörn var mjög harður af sér þó að hann hafi gengið í gegnum marga hörmulega atburði. Hann var mjög duglegur og hafði ákveðin framtíðaráform. Sigurbjörn kom í þennan skóla, heimavistarskólann að Laugum í Sælingsdal, 4. september 1995. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 28 orð

SIGURBJÖRN EINARSSON Sigurbjörn Einarsson var fæddur í Reykjavík 6. apríl 1981. Hann lést í Laugaskóla í Sælingsdal 8. marz

SIGURBJÖRN EINARSSON Sigurbjörn Einarsson var fæddur í Reykjavík 6. apríl 1981. Hann lést í Laugaskóla í Sælingsdal 8. marz síðastliðinn og fór útförin fram frá Fossvogskirkju 14. mars. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 506 orð

Sigurlaug Ragnheiður Karlsdóttir

Ótímabært andlát vinkonu minnar, Sigurlaugar R. Karlsdóttur, (Sillu) kemur mér til þess að staldra við og láta hugann reika aftur í tímann þegar við hittumst í fyrsta sinn. Það var fyrir þrátíu og fimm árum að unnusti minn og síðar eiginmaður kynnti mig fyrir Sillu og ungum manni, Páli B. Helgasyni læknanema, sem stuttu síðar varð eiginmaður hennar. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 206 orð

Sigurlaug Ragnheiður Karlsdóttir

Sigurlaug Ragnheiður Karlsdóttir Í kvöldrauð gljúfur hrynur dauðahljótt hið hvíta ljós, er skein á runni og bárum. Því vorið hefur mælt sér mót í nótt við mánaskin frá löngu horfnum árum. Og það er eins og elfan skipti um róm. Svo ástúðlegum hreimi fossinn niðar sem varist hann að vekja kvöldsvæf blóm. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 310 orð

Sigurlaug Ragnheiður Karlsdóttir

Elsku Silla mín. Fáein kveðjuorð. Þegar lokastundin er liðin þá finnur maður best hvað fölnar og deyr og hvað lifir og veitir huggun, gleði og hljóðan mátt. Mitt í minningarathöfn frelsarans háðir þú þitt lokastríð. Nálægð gæsku og gleði, ræktun hugar og handar var þér mikils virði. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 1844 orð

Sigurlaug Ragnheiður Karlsdóttir

Eiginkona mín, Sigurlaug Ragnheiður Karlsdóttir, betur þekkt undir gælunafninu Silla, er lögð til hinztu hvílu í dag. Mig langar til að senda henni kveðju frá börnum okkar, ættingjum, vinum og mér sjálfum. Það hefði kannski farið betur, að aðrir sendu henni kveðjuorð. Meira
17. apríl 1996 | Minningargreinar | 611 orð

SIGURLAUG RAGNHEIÐUR KARLSDÓTTIR

SIGURLAUG RAGNHEIÐUR KARLSDÓTTIR Sigurlaug Ragnheiður Karlsdóttir (Silla) fæddist í Reykjavík 20. júní 1943. Hún lézt á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, á páskadagsmorgun, hinn 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Karl Guðmundsson, lögreglumaður, f. 16. júní 1895, d. 13. Meira

Viðskipti

17. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 196 orð

Apple missir hæfan mann til AT&T

APPLE tölvufyrirtækið hefur misst mikilsvirtan rannsóknarstjóra sinn, David Nagel, til fjarskiptarisans AT&T og sala fyrirtækisins heldur áfram að minnka samkvæmt óháðri könnun. Nagel var einn sex æðstu yfirmanna Apples og verður forstjóri rannsóknardeildar AT&T. Að sögn rannsóknarfyrirtækisins Computer Intelligence InfoCorp. Meira
17. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Hlutafé aukið um 80 milljónir

Á AÐALFUNDI Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað sl. laugardag var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 10% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Jafnframt var stjórn félagsins veitt heimild til þess að auka hlutafé fyrirtækisins um 48 milljónir til viðbótar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Síldarvinnslunni hf. Meira
17. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 382 orð

Íslensk heimili með þeim skuldugustu innan OECD

SKULDASÖFNUN íslenskra heimila hefur verið mjög mikil á undanförnum 15 árum og er nú svo komið að skuldir heimilanna hér á landi, sem hlutfall af ráðstöfunartekjum þeirra, eru meðal þess hæsta sem gerist innan ríkja OECD. Í fréttabréfi verðbréfafyrirtækisins Handsals er þessi skuldasöfnun heimilanna gerð að umræðuefni og kemur þar m.a. fram að frá því í byrjun 9. Meira
17. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 90 orð

Útboð á ríkisvíxlum staðfestir vaxtalækkun

VAXTALÆKKUN sú sem varð á skammtímabréfum í liðinni viku var staðfest í útboði Lánasýslu ríkisins á ríkisvíxlum í gær. Ávöxtunarkrafa 3, 6 og 12 mánaða ríkisvíxla lækkaði um 0,73-0,76%, eða sem svarar til þeirrar lækkunar sem Seðlabankinn gerði á kaupkröfu sinni á ríkisvíxlum á miðvikudag í síðustu viku. Alls var tekið tilboðum í víxla að fjárhæð 2.145 milljónir króna. Meira
17. apríl 1996 | Viðskiptafréttir | 221 orð

Yfir 200 millj. hagnaður

ÁÆTLAÐ er að rúmlega 200 milljóna króna hagnaður hafi orðið af rekstri Íslenska járnblendifélagsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þessi afkoma er enn betri en afkoma ársins 1995, en hagnaður ársins nam 520 milljónum króna. Ástæða þessa er hátt og stöðugt verðlag á járnblendi og er útlit fyrir framhald á því svo langt sem séð verður. Þetta kom fram í ræðu dr. Meira

Fastir þættir

17. apríl 1996 | Dagbók | 2746 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 12.-18. apríl, að báðum dögum meðtöldum er í Háaleitis Apóteki, Háaleitisbraut 68. Auk þess er Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22 opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
17. apríl 1996 | Í dag | 71 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 17. apríl, er n

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 17. apríl, er níutíu og fimm ára Halldór J. Þórarinsson, Hrafnistu, Hafnarfirði. Hann tekur á móti gestum í dag milli kl. 15 og 17 í sal Hrafnistu, Hafnarfirði, 5. hæð, gengið inn að sunnan. ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 17. Meira
17. apríl 1996 | Dagbók | 587 orð

Bóksala Félags kaþólskra leikmanna

Bóksala Félags kaþólskra leikmanna er opin að Hávallagötu 14 kl. 17­18. Mannamót Vesturgata 7. Á morgun fimmtudag verður bænastund kl. 11 í umsjá sr. Hjalta Guðmundssonar. Hæðargarður 31. Kl. 9 morgunkaffi, kl. 9-16.30 vinnustofa, tréútskurður, kl. 10-11.30 viðtalstími forstöðumanns, 9-16. Meira
17. apríl 1996 | Fastir þættir | 287 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppni Bridssamband

Eins og síðustu ár verður dregið í fyrstu umferð í bikarkeppni Bridssambands Íslands í lok paratvímenningsins 12. maí nk. Skráning er hafin á skrifstofu BSÍ og eru allir spilarar alls staðar á landinu hvattir til að láta skrá sig í þessa skemmtilegu keppni. Síðasta ár hófu 56 sveitir keppni sem endaði með sigri +Film sl. haust. Tímamörkin fyrir umferðirnar verða þannig að 1. Meira
17. apríl 1996 | Fastir þættir | 558 orð

Er vorið komið?

FYRIR dyrum úti eru mannhæðarháir snjóskaflar og ófært upp að húsinu í fyrsta skipti í vetur. Hver hefði trúað því fyrir tæpri viku, þegar ég bar fram kaffi úti á palli? Við erum oft minnt á að við búum á Íslandi, þar sem aldrei er hægt að treysta á vorið. Meira
17. apríl 1996 | Fastir þættir | 634 orð

Gustur og ungmenni Fáks í aðalhlutverkum

Stórsýning hestamanna var haldin um helgina með kvöldsýningum föstudag og laugardag og sýningu síðdegis á sunnudag. ENN Á NÝ heillaði Gustur frá Grund hestaáhugamenn þegar hann kom fram á stórsýningu hestamanna undir styrkri stjórn hestaíþróttamanns síðasta árs, Sigurðar V. Matthíassonar. Vöktu tilþrif hestsins á brokki mikla athygli og sömuleiðis fótaburður og fas hans. Meira
17. apríl 1996 | Í dag | 201 orð

Léleg þjónusta Ríkissjónvarps

GUÐRÚN Einarsdóttir hringdi til að kvarta yfir lélegri þjónustu Ríkissjónvarpsins hvað varðar að tímasetningar dagskrárliða í auglýstri dagskrá. Tímasetningar standast yfirleitt ekki og minnast þulurnar hvorki á það né biðja afsökunar á því. Sýndir hafa verið tólf þættir Kontrapunkts í vetur og hafa aðeins tveir þeirra verið á auglýstum tíma. Meira
17. apríl 1996 | Í dag | 165 orð

TUTTUGU og eins árs japönsk stúlka með áhuga á póstkortasöfnun, tó

TUTTUGU og eins árs japönsk stúlka með áhuga á póstkortasöfnun, tónlist og bókmenntum: Michi Ito, 405 Kichi-cho, MAtsuyama-shi, Ehime, 791-11 Japan. TUTTUGU og níu ára bandarískur karlmaður með Íslandsáhuga auk áhuga á útivist, íþróttum, o.m.fl.: Brad E. Meira
17. apríl 1996 | Í dag | 405 orð

UNNINGI Víkverja á tvær dætur sem eru í leikskólanum Fo

UNNINGI Víkverja á tvær dætur sem eru í leikskólanum Foldakoti í Grafarvoginum. Nýlega var gerð bragarbót á anddyri leikskólans og við það tækifæri var sérsmíðuð glæsileg skógrind sem stendur vð einn vegginn. Mikið þarfaþing, en arkitektinn virðist því miður hafa gleymt einum mikilvægum hlut þegar hann sat við teikniborðið. Meira

Íþróttir

17. apríl 1996 | Íþróttir | 296 orð

Bæjarar fögnuðu í Barcelona

Leikmenn Bayern M¨unchen fögnuðu sigri í Barcelona fyrir framan 110 þús. áhorfendur á Neu Camp, 2:1, og tryggðu sér þar með rétt til að leika gegn franska liðinu Bordeaux í úrslitum UEFA-keppninnar. Leikið er heima og heiman. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 424 orð

Draumurinn er að leika á Wembley

LÁRUS ORRI Sigurðsson hefur staðið sig mjög vel með Stoke að undanförnu og átt stóran þátt í að liðið á góða möguleika á að tryggja sér rétt til að leika í úrvalsdeildinni næsta keppnistímabil. "Það er nú í okkar höndum, hvort við séum nægilega sterkir til að reka smiðshöggið á að draumurinn rætist - að tryggja okkur rétt til að leika í fjögurra liða úrslitum, komast í úrslitaleikinn á Wembley, Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 53 orð

Duranona áfram hjá KA

KÚBUMAÐURINN Julian Duranona mun að öllum líkindum skrifa undir samning við KA í dag, en fyrirhugað var að skrifa undir í gær. "Það tókst ekki alveg að ljúka samningnum, en það er bara smáatriði eftir og það verður örugglega skrifað undir á morgun," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, í gærkvöldi. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 519 orð

Erfitt hjá Ajax

Seinni leikirnir í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu fara fram í kvöld. Hollenska liðið Ajax, sem á titil að verja, tapaði 1:0 heima gegn gríska liðinu Panathinaikos og reynir að vinna upp muninn í Aþenu. Franska liðið Nantes er í verri stöðu eftir 2:0 tap gegn Juventus frá Ítalíu en á heimaleikinn til góða. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 116 orð

Fer Róbert með Héðni?

HÉÐINN Gilsson, handknattleiksmaður úr FH, fer á föstudaginn til Þýskalands til að skoða aðstæður hjá Fredenbeck, en upphaflega stóð til að hann færi strax eftir páska. Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Héðinn að að ferðinni lokinni tæki hann afstöðu til þess hvort hann gengi til liðs við félagið eður ei. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 101 orð

Framarar fá góðan liðsstyrk NÝL

NÝLIÐAR Fram í 1. deildarkeppninni í handknattleik hafa fengið góðan liðsstyrk. Víkingarnir Reynir Þ. Reynisson, markvörður, og Guðmundur Pálsson, leikstjórnandi, hafa gengið til liðs við Fram og einnig vinstrihandarskyttan Daði Hafþórsson, fyrrum leikmaður Fram, sem hefur leikið með ÍR tvö sl. keppnistímabil. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 95 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIRVala á samning

VALA Flosadóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR og Evrópumeistari í stangarstökki kvenna, og Austurbakki hf., umboðsaðili Nike á Íslandi, undirrituðu fyrir helgi samstarfssamning til eins árs. Hann kveður á um að Vala noti aðeins fatnað og skó frá fyrirtækinu við æfingar og keppni næsta árið. Samningurinn er metin á rúmlega 200.000 krónur. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 117 orð

Geir hefði betur verið í Japan

GEIR Sveinsson, leikmaður Montpellier og landsliðsfyrirliði í handknattleik, meiddist í síðasta leik liðsins í frönsku 1. deildinni um helgina er það tapaði 24:29 fyrir Frakklandsmeisturunum í Marseilles. Geir meiddist eftir aðeins þriggja mínútna leik og var ekki meira með. Læknar telja að Geir verði frá æfingum í tvær til þrjár vikur. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 88 orð

HANDKNATTLEIKURHeim frá Japan

ÍSLENSKA handknattleikslandsliðið kom heim frá Japan í gær, en þar sigraði liðið á átta landa móti, lagði Norðmenn í úrslitum. Í aftari röð frá vinstri eru Davíð Sigurðsson, liðsstjóri, Stefán Carlson læknir, Ólafur Stefánsson, sem valinn var í úrvalslið keppninnar, Sigurður Bjarnason mikilvægasti leikmaður mótsins, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson, Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 577 orð

Herdís ekki með

Í STAÐ þess að hampa bikar að leikslokum, voru Stjörnustúlkur flengdar með 19:23 tapi gegn Haukum í þriðja úrslitaleik úrslitakeppninnar í Garðabænum í gærkvöldi. Garðbæingar léku án Herdísar Sigurbergsdóttur leikstjórnanda síns, sem er handarbrotin og verður ekki meira með, en greinilega sást hve mikilvæg hún er liðinu því fyrir hlé stóð ekki steinn yfir steini í sóknarleiknum, Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 407 orð

Hrafnhildur og Kim Magnús sigruðu mjög örugglega

SÖMU sigurvegarar og í fyrra hömpuðu bikurunum á Íslandsmótinu í skvassi, sem fram fór í sölum Veggsports um helgina. Kim Magnús Nielsen vann áreynslulítið Íslandsmeistaratitilinn fjórða sinn í röð og í kvennaflokki sigraði Hrafnhildur Hreinsdóttir alla sína leiki og stóð uppi sem sigurvegari í þriðja sinn. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 14 orð

Í kvöld

Knattspyrna Reykjavíkurmótið: A-deild: Gervigras:Þróttur - ÍR20.30 B-deild: Leiknisv.:Fjölnir - Víkingur18.30 Leiknisv.:Leiknir - Léttir20. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 85 orð

ÍRÍS Ragnarsdóttir

ÍRÍS Ragnarsdóttir hlaut afreksbikar Veggsports, en hann er veittur þeim er sýnt hefur framfarir og góða ástundun. ÓMAR Guðnason hlaut bikar Veggsports í karlaflokki, fyrir mestu framfarir byrjenda. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 74 orð

Kluivert ekki með Ajax í Aþenu

HOLLENSKI landsliðsmaðurinn Patrick Kluivert mun ekki leika með Ajax seinni Evrópuleikinn gegn Panathinaikos í Aþenu í kvöld ­ hann meiddist á hné í leik gegn RKC Waalwijk um helgina. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Ajax, þar sem Kluivert hefur skorað fimm mörk í Evrópukeppninni í vetur. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 97 orð

KNATTSPYRNAKlinsmann náði ek

J¨URGEN Klinsmann, miðherji Bayern M¨unchen, náði ekki að bæta markametið í UEFA-keppninni í Barcelona í gærkvöldi - hann fagnaði aftur á móti sigri, 2:1, og fær góða möguleika á að bæta markametið í tveimur úrslitaleikjum gegn Bordeaux frá Frakklandi. Franska liðið lagði Slavía Prag að velli 1:0. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 118 orð

Knattspyrna Reykajvíkurmótið A-deild: Fylkir - KR0:0 B-deild: Ármann - KSÁÁ2:1 Guðmundur Þ. Guðmundsson, Stefán Sigtryggsson ­

Reykajvíkurmótið A-deild: Fylkir - KR0:0 B-deild: Ármann - KSÁÁ2:1 Guðmundur Þ. Guðmundsson, Stefán Sigtryggsson ­ Sævar Guðlaugsson. Evrópukeppni Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 17 orð

Körfuknattleikur

Körfuknattleikur NBA-deildin Miami - New Jersey110:90New York - Toronto125:79Houston - Seattle106:112Indiana - Charlotte90:87Denver - Sacramento86:90Portland - San A Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 38 orð

Leiðrétting

Úrslitin á Íslandsmótinu í alpatvíkeppni kvenna, sem birtust á úrslitasíðu í gær, voru ekki rétt. Hrefna Óladóttir var sögð í öðru sæti, en hið rétta er að Theódóra Mathiesen úr KR varð önnur. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 346 orð

Loks komið að Detroit?

DETROIT Red Wings er talið sigurstranglegast í úrslitakeppni NHL íshokkídeildarinnar sem hófst í nótt. Liðið setti nýtt met í sigrum í deildarkeppninni og leikmenn liðsins hafa beðið heilt ár eftir að bæta upp hörmungar lokaúrslita síðasta keppnistímabils. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 114 orð

Man. Utd. í rauðu á Wembley

AÐEINS einum degi eftir að Manchester United ákvað að nota gráa varabúning sinn ekki framar, komu góð tíðindi - liðið vann hlutkesti, þannig að leikmenn þess leika í rauðum peysum og hvítum buxum á Wembley 11. maí, þegar liðið mætir Liverpool í bikarúrslitaleiknum. Hlutkesti var kastað, þar sem búningur Liverpool er einnig rauður. Þess má geta að Man. Utd. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 427 orð

Seattle meistari í Vesturdeild

Seattle vann Houston 112:106 í fyrrinótt og tryggði sér þar með meistaratitilinn í Vesturdeild NBA í annað sinn á þremur árum. Seattle sigraði í öllum fjórum leikjunum gegn meisturum Houston í vetur og hefur haft betur í 16 af síðustu 20 viðureignum liðanna. Gary Payton var í miklu stuði, gerði 31 stig og "stal" boltanum hvað eftir annað. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 132 orð

Stjarnan - Haukar19:23

Íþróttahúsið í Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna, úrslit - þriðji leikur, þriðjudaginn 16. apríl 1996. Gangur leiksins: 0:4, 1:7, 2:12, 4:12, 6:14, 11:19, 13:19, 13:21, 18:21, 18:23, 19:23. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 8/3, Rut Steinsen 5, Guðný Gunnsteinsdóttir 3, Nína K. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 324 orð

TVEIR

TVEIR leikmenn Middlesbrough, hafa verið kallaðir í landsliðshóp Írlands, sem mætir Tékklandi í vináttulandsleik í Prag í næstu viku. Það eru miðvallarspilarinn Alan Moore og bakvörðurinn Curtis Fleming, sem hafa ekki leikið landsleik. Meira
17. apríl 1996 | Íþróttir | 444 orð

Ætla að verða helmingi betri

Kim Magnús er á leið Danmerkur þar sem hann mun fylgjast með og æfa með danska landsliðinu. "Þetta eru forréttindi, en eflaust spilar inn í að ég er hálfur Dani og búinn að kynnast þessum mönnum á mótum í Evrópu. Manni fer ekki mikið fram hér heima og það þarf að fá hingað þjálfara og spilara. Meira

Úr verinu

17. apríl 1996 | Úr verinu | 54 orð

Auglýsa fiskinn

SKYNDIBITASTAÐIR í Bandaríkjunum, sem leggja áherzlu á að þjóna fjölskyldunni, eru nú með auglýsingaherferð í sjónvarpi fyrir sjávarafurðir. Er þar verið að keppa við kjúklinga og hamborgara, en neytendur virðast hafa fengið nóg af slíkum auglýsingum. Fiskseljendur í Evrópu hafa íhugað að fara eins að í ljósi umræðunnar um kúariðuna í Bretlandi. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 451 orð

"Aukning kvótans hefði róað markaðinn mikið"

"ÞÓTT EKKI nema 10 eða 15 þúsund tonn hefðu bæst við þorskkvótann á þessu fiskveiðiári hefði það orðið til að lækka kvótaverð," segir Árni Guðmundsson, sölustjóri Kvótamarkaðarins hf. "Þetta háa verð er komið til út af því að það er svo lítið til af þorskkvóta. Meira af þorskkvóta hefði því orðið til að lækka verðið. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 32 orð

ÁGÆTIS FISKIRÍ

ÁGÆTIS FISKIRÍ ÁGÆTIS fiskirí hefur verið hjá smábátum frá Grundafirði síðustu daga, þrátt fyrir rok á köflum. Bræðurnir Kristinn og Gísli á Birtu SH 55 eru hér að landa þeim gula. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 68 orð

Bretar afla minna

MIKILL samdráttur varð í veiðum Breta í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Nú varð aflinn 55% minni en þá, aðeins 42.000 tonn, en verðmæti hans varð þó aðeins 11%. Meðalverð hækkaði því um 97%. Botnfiskafli jókst um 11% en afli uppsjávarfiska dróst verulega saman. Makríl afli dróst saman um 81% og síldarafli um 54%. Þorskafli varð 3% meir, en meðalverðið lækkaði um 3%. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 188 orð

Bretar flytja minna af fiski inn

BRETAR drógu nokkuð úr innflutningi á ferskum fiski á síðasta ári. Í lok nóvember höðfu þeir alls flutt inn 56.400 tonn af ísuðum og kældum fiski em 63.800 á sama tíma árið áður. Við Íslendingar höfum lengi séð Bretum fyrir mestu af ferska fiskinum, en svo er ekki lengur. Nú er hlutur okkar um 12.000 tonn, en var um 20.600 á sama tíma árið áður. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 168 orð

Bretar kaupa mjölið frá Perú

BRETAR kaupa árlega mikið af fiskimjöli og lýsi til notkunar við landbúnað og fiskeldi. Til loka nóvember í fyrra höfðu þeir flutt inn um 350.000 tonn af þessum afurðum, sem er litlu minna en árið áður. Langmest af mjölinu kaup þeir frá Perú eða um 100.000 tonn. Síðan komum við Íslendingar og Norðmenn á svipuðu róli með um 55.000 og 57.500 tonn. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 368 orð

"Byrjaði fyrir slysni"

FJÓRIR starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum eru kynntir í nýjasta fréttabréfi fyrirtækisins, Vinnslunni. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa byrjað að vinna hjá Fiskiðjunniog fylgt því fyrirtæki yfir til Vinnslustöðvarinnar við sameiningu þeirra. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 23 orð

EFNI Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiksipanna Viðtal 5 Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur

Aflayfirlit og staðsetning fiskiksipanna Viðtal 5 Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur Markaðsmál 6 SH seldi helming karfafla á heimsmarkaði í fyrra Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 649 orð

Flotvinnujakki og neyðarljós

Á næstunni mun koma á markað nýr flotvinnujakki frá 66N sem segja má að sé ný "kynslóð" í flokki flotvinnufatnaðar. Flotvinnujakki þessi er þróaður í samvinnu við Siglingamálastofnun sem 66N hefur lengi haft samskipti við vegna flotvinnubúninga. Kristín Halldórsdóttir, hönnuður 66N, hannaði jakkann. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 561 orð

Framleiðsla Laugafisks verður aukin umtalsvert

GERT ER ráð fyrir að um fjögur ný ársverk skapist hjá Laugafiski hf. á Laugum í Reykjadal eftir að Útgerðarfélag Akureyringa hf. eignaðist meirihluta í fyrirtækinu, en hausavinnslu á vegum ÚA á Akureyri var hætt og hún flutt yfir til Laugafisks. Nú eru 17 ársverk hjá fyrirtækinu en fjölgar væntanlega í 21 á árinu. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 182 orð

Grillaður háfur með tartarsósu

HÁFURINN er fiskitegund, sem ekki hefur átt upp á matborð okkar Íslendinga frekar en ýmislegt annað sælgæti úr sjó. Aflakaupabankinn hefur undanfarin misseri unnið að því að kynna fyrir okkur ýmsar fisktegundir, sem veiðast hér við land, en hafa verið lítið nýttar. Bankinn hefur gefið út uppskriftir að háfi og leitar Verið eftir soðningunni í þann banka. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 1133 orð

"Lykillinn er þrotlaus vinna"

STAKKAVÍK hf. í Grindavík er sú saltfiskverkun sem í hvað mestri sókn hefur verið á undanförnum árum. Fyrirtækið hefur verið í örum vexti og er nú ein stærsta saltfiskverkun landsins og enn er verið að byggja nýtt húsnæði undir starfssemina. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 257 orð

Margir sýna í Brussel

ÞÁTTTAKA íslenzkra útflutningsfyrirtækja á sviði sjávarútvegs í Evrópsku sjávarafurðasýningunni í Brussel eykst stöðugt. Nú sýna 25 fyrirtæki á sameiginlegum íslenzkum bás undir merkjum Útflutningsráðs Íslands. Það er nærri einum tug fleira en á síðustu sýningu og auk þess hefur básinn stækkað töluvert. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 442 orð

Mótmæla samkomulagi við eigendur smábáta

ÚTVEGSMANNAFÉLAG Hornafjarðar hefur sent frá sér ályktun þar sem samkomulagi sjávarútvegsráðherra við smábátaeigendur er mótmælt. Telja útvegsmennirnir að með samkomulagi sem þessu sé veiðum og vinnslu sjávarfangs á Hornafirði stefnt í voða. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 36 orð

RISAVAXNAR RAUÐSÐRETTUR

ÞÆR voru í stærra lagi rauðspretturnar, sem áhöfnin a Arnari ÁR, veiddi við Skaftárós á dögunum. ÞAð er Hallgrímur óskarsson, sem heldur hér á þeim, en sú stærri reyndist 8 kíló að þyngd Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 67 orð

SALTFISKINUM PAKKAÐ

MIKIÐ hefur verið að gera í saltfiskverkun hjá Borgey hf. á Höfn í aflahrotunni hjá netabátum undanfarnar vikur. Sjómennirnir segja að mikið sé af stórum þorski um allan sjó. Bátarnir hafa verið að koma með yfir 50 tonn eftir nóttina. Nú er aftur að hægjast um enda flestir búnir með kvótann og taka því rólega fram að humarvertíð. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 358 orð

Samherji hf. stofnar eigið fisksölufyrirtæki

SAMHERJI á Akureyri hefur nú slitið samstarfi sínu við fyrirtækið Ísberg í Hull. Ísberg hefur undanfarin 10 ár selt mikinn hluta afurða Samherja, einkum sjófrystan fisk. Samherji hefur í hyggju að stofna nýtt sölufyrirtæki um sölu afurða sinna. Ekki er ljóst hvernig eignaraðild að því verður, en þó er ljóst að Samherji mun þar eiga meirihlutann. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 640 orð

Seldi helming karfaafla á heimsmarkaði í fyrra

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna var stærsti einstaki söluaðili á karfa í heimi í fyrra. Þá seldi Sölumiðstöðin tæplega helming af þeim karfaafla sem var til sölu á heimsmarkaðnum. Heildarkarfaafli var í fyrra um 119 þúsund tonn. Þar af voru 30 þúsund tonn af úthafskarfa. Árið áður var metár í karfaveiðum Íslendinga og var karfaaflinn 142 þúsund tonn. Þar af voru 47 þúsund tonn af úthafskarfa. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 417 orð

Síaukin þátttaka í Evrópsku sjávarafurðasýningunni

ÞÁTTTAKA íslenzkra útflutningsfyrirtækja á sviði sjávarútvegs í Evrópsku sjávarafurðasýningunni í Brussel eykst stöðugt. Nú sýna 25 fyrirtæki á sameiginlegum íslenzkum bás undir merkjum Útflutningsráðs Íslands. Það er nærri einum tug fleira en á síðustu sýningu og auk þess hefur básinn stækkað töluvert. Þá verða nokkur fleiri íslenzk fyrirtæki á sýningunni svo sem SÍF, ÍS og SH. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 149 orð

Síldin er einnig okkar

"SKOÐUN okkar er sú, að Íslendingar eigi jafnmikið tilkall til norsk-íslenzku síldarinnar og Norðmenn. Það er í okkar þágu að byggja stofninn upp og ná samkomulagi um nýtingu hans. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 325 orð

Sjósókn er dræm

"SJÓSÓKN er frekar dræm," sagði Ólafur Ársælsson hjá Tilkynningaskyldunni í gær. "Það er mjög lítið á Suðvesturhorninu og fyrir austan og vestan, en þokkaleg sjósókn úti fyrir Norðurlandi. Það eru mest grásleppubátar og svo þessir hefðbundnu togarar og rækjuskip." Ekki voru nema rúmlega þrjú hundruð skip og bátar úti á sjó um tíuleytið í gær. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 205 orð

Skera upp herör gegn svörtum fiski

HÓPUR fiskkaupmanna í Norðaustur-Skotlandi hefur skorið upp herör gegn fisklöndunum framhjá kerfinu eða svartamarkaðsbraski með fisk. Segja þeir, að þessi ólöglegu viðskipti hafi kippt fótunum undan mörgum litlum fiskvinnslum og muni að lokum leiða til verðlækkunar á fiski. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 115 orð

Strandasíld með kínverska frystiskápa

"FRYSTISKÁPARNIR hafa reynst ágætlega þegar búið er að stilla þá af og annað," segir Mikael Jónsson, einn af eigendum Strandasíldar, en fyrirtækið festi á dögunum kaup á tveimur kínverskum frystiskápum. "Þetta hefur í för með sér aukna frystigetu fyrir okkur," segir hann. "Við höfum verið að frysta um 800 kíló í hvorum skáp fyrir sig í einu. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 126 orð

Svíar í síldina

SÆNSK nótaveiðiskip hafa með mestu leynd verið að búa sig veiða í Síldarsmugunni og er talið, að 15 skip haldi þangað á næstunni. Hafa Norðmenn brugðist ókvæða við þessum fréttum og finnst sem Svíarnir hafi komið aftan að sér. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 292 orð

Trollið klippt aftan úr Baldvini Þorsteinssyni

FRYSTITOGARINN Baldvin Þorsteinsson, varð fyrir verulegu tjóni, þegar rússneskur verksmiðjutogari eyðilagði veiðarfæri hans á úthafskarfamiðunum í fyrri nótt. Sá rússneski keyrði Baldvin uppi með trollið í sjó og dró svo eigið troll þvert yfir troll Baldvins og hreinlega klippti það aftan úr honum. Meira
17. apríl 1996 | Úr verinu | 119 orð

Vestmannaeyjum-

Vestmannaeyjum-Stjórn Rannsóknaseturs Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabær hafa undirritað samning við áhugamenn um öryggismál sjómanna í Vestmannaeyjum sem felur í sér að áhugamennirnir fá aðstöðu í Rannsóknasetrinu fyrir vinnu sína. Fá þeir aðgang að fundaraðstöðu og tölvubúnaði til að vinna að verkefnum tengdum öryggismálum. Meira

Barnablað

17. apríl 1996 | Barnablað | 123 orð

Dýraföndur

FÁIÐ ykkur þykkan pappa, klippið svínið og hestinn út og leggið á pappann. Dragið strik eftir útlínum dýranna á pappírinn og klippið síðan út. Límið svínið og hestinn á pappann og fæturna fáið þið í klemmupokanum frammi á baði, í þvottahúsinu eða hvar sem hann er nú geymdur á heimili ykkar. Meira
17. apríl 1996 | Barnablað | 39 orð

Einn fjórði= 25%

NOKKRIR þessara 6 svarthvítu ferhyrninga eru þannig að fjórðungur (1/4 - 25%) þeirra er skyggður með svörtu. Reynið á þolrifin og athyglisgáfuna og finnið hvaða kassar það eru. (Þeir eru þrír talsins.) Lausnina er að finna í... Meira
17. apríl 1996 | Barnablað | 74 orð

Furðulegt kapphlaup

ÞAÐ er gaman og hollt að spretta úr spori, að ekki sé talað um kapphlaup alls konar. En þetta hlaup sést örugglega ekki á íþróttamótum hérlendis og erlendis, eða hvað haldið þið? Það fer þannig fram að þátttakendur hafa bolta á milli hnjánna og hlaupa(!) með hann í mark. Ef keppandi missir boltann skal hann hefja hlaupið að nýju frá rásmarki. Meira
17. apríl 1996 | Barnablað | 163 orð

Fylgist með fuglunum

NÚ þegar vorar færist líf í náttúruna. Farfuglarnir fara að koma til landsins eftir erfitt flug yfir úthafið. Þeir eru örmagna þegar þeir setjast í fjöruna, en eftir nokkra hvíld fá þeir sér eitthvað í gogginn og byrja fljótlega eftir heimkomuna að stíga í vænginn við væntanlega maka og síðan er það hreiðurgerð, varp, útungun og umönnun unganna. Meira
17. apríl 1996 | Barnablað | 58 orð

Haförn

ÉG heiti Atli Valur Arason og er 7 ára gamall og er í Langholtsskóla. Ég teiknaði þessa mynd. Ég skoða allar dýrabækur sem eru á bókasöfnum. - - - Myndin þín er mjög vel gerð, Atli Valur. Það er gott að vita að þú hefur áhuga á dýralífinu, allt líf er svo ósköp viðkvæmt en jafnframt dýrmætt. Meira
17. apríl 1996 | Barnablað | 111 orð

Í bandarískri stórborg

BALDUR Snær Jónsson, 9 ára, Bakkagerði 8, 108 Reykjavík, er þessi líka listateiknari og sendi okkur flotta mynd þar sem allt virðist snúast um útkomu Morgunblaðsins. Hvað er að gerast spyr einhver hægra megin á myndinni og svarað er á miðri mynd að það sé vegna Moggans. Meira
17. apríl 1996 | Barnablað | 60 orð

Kveðjur að vestan

BÍLDUDALUR heitir bæjarfélag á Vestfjörðum. Þar eiga heima meðal annarra Kolbrún Dögg Héðinsdóttir, 10 ára, Tjarnarbraut 7, og Anna Birna Guðlaugsdóttir, Brekkustíg 3. Anna Birna gerði mynd af unga og óskar okkur gleðilegra páska, við þökkum fyrir það þó að páskarnir séu liðnir að þessu sinni. Kolbrún Dögg á heiðurinn að kanínumyndinni. Við þökkum fyrir okkur, krakkar. Meira
17. apríl 1996 | Barnablað | 62 orð

Kveðjur frá Noregi

HÆ, hæ, ég heiti Ingi Björn Friðriksson og er 7 ára. Ég á heima í Holmestrand, Noregi. Mig langar að senda kveðju til ömmu og afa í Engjaselinu og ömmu og afa í Hvassaleitinu. Andrea Ýr, Ester, Halldór F., Íris B. Einar Freyr, Lísa, Binni, Dagný, Ásta María, Ása og allir sem ég þekki fá líka kveðjur. Bless, bless. Meira
17. apríl 1996 | Barnablað | 22 orð

LAUSNIR

LAUSNIR oOo Einn fjórði svart er í kössunum númer eitt, fjögur og sex. oOo Myndir númer þrjú og fjögur eru eins. Meira
17. apríl 1996 | Barnablað | 210 orð

PENNAVINIR

Kæru Myndasögur! Mig langar til að eignast pennavini á aldrinum 9-11 ára. Mynd fylgi helst fyrsta bréfi. Bryndís Dögg Steindórsdóttir Smárarima 96 112 Reykjavík Kæru Myndasögur Moggans! Mig vantar pennavini, bæði stráka og stelpur sem eru fædd á 1983 og 1984. Meira
17. apríl 1996 | Barnablað | 35 orð

Sorgmæddi trúðurinn

MIG langar að senda ykkur mynd af trúði, Sorgmæddi trúðurinn. Sendandi er Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, 11 ára, Ásabraut 1, 240 Grindavík. - - - Myndasögurnar þakka hinni flinku Rannveigu Jónínu fyrir frábæra mynd. Meira
17. apríl 1996 | Barnablað | 221 orð

STÍNA OG BÍNA FARA Í TÍVOLÍ

BOLVÍKINGARNIR Steinunn Bachmann Jósteinsdóttir og Ingunn Lára Magnúsdóttir eru höfundar sögunnar um Stínu og Bínu. - - - Það voru eitt sinn stelpur, sem hétu Stína og Bína og þær voru systur. Stína var 10 ára og Bína var 9 ára. Eitt sinn vildu stelpurnar alveg rosalega mikið fara í tívolí, og þær spurðu mömmu sína hvort þær mættu fara í það. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.