Greinar þriðjudaginn 14. maí 1996

Forsíða

14. maí 1996 | Forsíða | 309 orð

Grannríki veiti flóttafólkinu landvist

SKIP með nærri 4.000 líberíska flóttamenn um borð, er fór frá Ghana á sunnudag, sneri í gær aftur til hafnar í bænum Takoradi vegna vélarbilunar en var skipað að sigla brott á ný í gærkvöldi. Fréttamaður Reuters sá skipið halda úr höfn en ekki var vitað hvert ferðinni var heitið að þessu sinni. Evrópusambandið, ESB, hvatti í gær grannþjóðir Líberíumanna til að veita flóttafólkinu a.m.k. Meira
14. maí 1996 | Forsíða | 132 orð

Nýja Silkileiðin opnuð

ÚLFALDAREKI í borginni Sarakhs á landamærum Túrkmenistans og Írans heldur í farskjóta sinn, í baksýn sést Stolt, fyrsta járnbrautarlestin á nýrri leið milli Túrkmenistan og Írans, aka framhjá. Nýju brautinni, em er 300 km, er ætlað að auka samskipti milli Asíu og Evrópu og endurlífga gömlu Silkileiðina svonefndu. Meira
14. maí 1996 | Forsíða | 331 orð

Óskar eftir stuðningi fjölmiðlanna

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, skoraði í gær á fjölmiðla landsins að fylkja sér um hann til að afstýra því að frambjóðandi kommúnista, Gennadí Zjúganov, kæmist til valda í komandi forsetakosningum. Forsetinn kvaðst einnig vona að nokkrir af frambjóðendunum féllust á að ganga til liðs við sig og mynda bandalag gegn Zjúganov. Meira
14. maí 1996 | Forsíða | 87 orð

Öryggi í flugi aukið

BILL Clinton Bandaríkjaforseti fyrirskipaði samgönguráðuneyti landsins í gær að útvíkka rannsókn á brotlendingu DC-9 þotu ValuJet á Everglades-fenjasvæðinu í Flórída á laugardag svo "tryggt verði að öll flugfélögin okkar verði rekin með hámarksöryggi í fyrirrúmi". Meira

Fréttir

14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

155 ungmenni í sumarvinnu hjá Kirkjugörðunum

Í SUMAR verða 155 ungmenni ráðin til starfa hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, flest skólanemar á aldrinum 17­25 ára og er fjöldi þeirra svipaður og á síðasta sumri, segir í frétt frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Meira
14. maí 1996 | Landsbyggðin | 237 orð

30 ára afmælishátíð Laugagerðisskóla

ÞESS var minnst 4. maí sl. að Laugagerðisskóli var vígður 13. nóvember 1965. Höskuldur Goði Karlsson, núverandi skólastjói, setti samkomuna og bauð gesti velkomna og stjórnaði henni. Sr. Gísli Kolbeins, þjónandi sóknarprestur í Staðastaðarprestakalli flutti hugleiðingu og blessunarorð. Þá söng Kór Laugagerðisskóla undir stjórn Steinunnar Pálsdóttur, tónlistarkennara skólans. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 500 orð

45 árekstar í Reykjavík um helgina

Helgin var tiltölulega friðsöm. "Einungis" var tilkynnt um sjö innbrot og 15 þjófnaði. Í nokkrum þjófnaðartilvikunum var um hnupl að ræða. Tvær líkamsmeiðingar voru tilkynntar að þessu sinni. Tilkynnt eignarspjöll voru níu talsins. Vista þurfti 35 í fangageymslunum. Afskipti voru höfð af 33 vegna ölvunarástands á almannafæri og sex ökumenn eru grunaðir um ölvunarakstur. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 176 orð

46% nema í HÍ styðja Ólaf Ragnar

Í NIÐURSTÖÐU skoðanakönnunar á vegum Stúdentablaðsins á fylgi forsetaframbjóðenda kemur fram að 46% styðja Ólaf Ragnar Grímsson, 27% styðja Guðrúnu Pétursdóttur, 12,9% Pétur Kr. Hafstein, 8,9% Guðrúnu Agnarsdóttur og 0,6% Rafn Geirdal en 4,6% ætla ekki að kjósa eða hyggjast skila auðu. Könnunin náði til 604 háskólanema og svöruðu 73,2%. Þar af voru óákveðnir 43,9%. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 139 orð

Aðalfundur Alliance Francaise

ALLIANCE Francaise í Reykjavík heldur sinn árlega fund í franska bókasafninu, Austurstræti 3, þriðjudaginn 14. maí kl. 20.30. Alliance Francaise er íslenskt menningarfélag og er stjórn þess kosin á aðalfundi, hana skipa fimm aðalmenn og tveir varamenn. Alliance Francaise var stofnað í Reykjavík 1911. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Aðalfundur VSÍ í dag

AÐALFUNDUR Vinnuveitendasambands Íslands verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu í dag kl. 11.50-15. Fundurinn hefst með kjörfundi beinna meðlima. Eftir fundarsetningu fer fram kjör fundarstjóra og fundarritara. Þá flytur Ólafur B. Ólafsson, formaður VSÍ, ræðu. Að loknum hádegisverði flytur Davíð Oddsson forsætisráðherra ræðu og síðan fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Meira
14. maí 1996 | Erlendar fréttir | 159 orð

Aðild Króatíu að Evrópuráði frestað?

EVRÓPURÁÐIÐ kann að fresta því í vikunni að taka Króatíu í hóp aðildarríkja sinna. Ástæðan er áhyggjur aðildarríkjanna af nýlegum ákvörðunum Franjos Tudjman forseta í málum, sem snerta borgaraleg réttindi í landinu. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 378 orð

A-listi og D-listi hófu viðræður í gærkvöldi

FULLTRÚAR allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins komu saman til fundar í gærkvöldi þar sem ræða átti hugsanlegt meirihlutasamstarf flokkanna. Fyrri fundur flokkanna var á sunnudag en áður hafði bæjarfulltrúi Alþýðuflokks fundað með sjálfstæðismönnum um hugsanlegt meirihlutasamstarf. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Auglýsingar Friðar 2000 stöðvaðar

EUREKA hf. hefur rift auglýsingasamningi við fyrirtækið Friðarland hf., sem sér um auglýsingaherferð fyrir Ástþór Magnússon hjá Friði 2000. Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Eureka, segir að ástæða riftunarinnar séu vanefndir af hálfu Friðarlands. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Á leið til Ósló

STRANGAR æfingar voru í gær hjá Önnu Mjöll Ólafsdóttur sem er fulltrúi Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Anna Mjöll syngur lagið Sjúbídú á úrslitakvöldinu í Ósló næstkomandi laugardag en það var faðir hennar, Ólafur Gaukur, sem samdi lagið. Fjórir bandarískir söngvarar sjá um bakraddir, f.v. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Banaslys á Sauðárkróki

ÁTJÁN ára gömul stúlka lézt í hörðum árekstri á Strandvegi, nokkru austan Hegrabrautar á Sauðárkróki, um kl. 17 í gær. Vörubifreið, hlaðin áburði, var á leið austur Strandveginn, en stúlkan ók fólksbifreið á leið til Sauðárkróks. Ekki er vitað hvernig óhappið varð, en talið er að stúlkan hafi látizt samstundis. Ekki er hægt að greina frá nafni stúlkunnar að svo stöddu. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 419 orð

Beðnir um að breyta skýrslum

NIÐURSTÖÐUR könnunar Gísla Guðjónssonar, réttarsálfræðings, fyrir breska sálfræðifélagið gefa til kynna að meira en fjórðungur sálfræðinga, sem borið hafa vitni fyrir breskum dómsstólum sl. fimm ár, hafi verið beðinn um að breyta skýrslum sínum skjólstæðingi viðkomandi í hag. Sunday Times greindi frá niðurstöðum Gísla um helgina. Könnunin náði til 500 breskra sálfræðinga. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 256 orð

Bréf undirritað af Jóni forseta

BRÉF undirritað af Jóni Sigurðssyni forseta fannst við viðgerðir á gömlu húsi á bænum Árkvörn í Fljótshlíð fyrir helgina. Einar Laxness, skjalavörður á Þjóðskjalasafninu, segir að útaf fyrir sig sé alltaf gaman að finna bréf undirritað af Jóni. Bréfið verði hins vegar ekki talið sérstaklega merkur fundur enda séu sams konar bréf væntanlega til víða. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Dagur aldraðra í Bústaðakirkju

UPPSTIGNINGARDAGUR hefur um árabil verið sérstaklega helgaður starfi aldraða. Í Bústaðakirkju verður guðsþjónusta kl. 14 þar sem Páll Gíslason, læknir prédikar. Þá mun Kór Kvenfélags Bústaðakirkju syngja í messunni ásamt kirkjukór. Sr. Arnfríður Guðmundsdóttir, dr. theol, þjónar fyrir altari. Meira
14. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Dekkin loguðu

BETUR fór en á horfðist þegar tvö börn sem voru að fikta með eld og olíu í dekkjastafla við bæjarskemmuna við Námuveg í Ólafsfirði kveiktu óvart í dekkjunum. Eldurinn náði að breiðast út og í skemmuna. Atvikið varð um kl. 21.30 á laugardagskvöld. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Djass á Austfjörðum

HLJÓMSVEITIN Rek-Höfn heldur þrenna djasstónleika á Austfjörðum dagana 15. til 18. maí. Þeir fyrstu verða miðvikudagskvöldið 15. maí á veitingastaðnum Víkinni, Höfn í Hornafirði, síðan í Egilsbúð, Neskaupstað, föstudagskvöldið 17. maí og lokatónleikarnir verða á Pizza 67 á Egilsstöðum laugardagskvöldið 18. maí. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 550 orð

Ekki gert ráð fyrir vörn við Sólbakka

Á BORGARAFUNDI á Flateyri fyrir skemmstu voru kynntar teikningar af snjóflóðagörðum fyrir ofan byggðina, en alls verða garðarnir um 1.550 metrar á lengd. Ekki er gert ráð fyrir að húsið Sólbakki við Skollahvilft verði varið sérstaklega. Það er Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, VST, sem hefur hannað snjóflóðavarnirnar í samstarfi við snjóflóðadeild norsku jarðtæknistofnunarinnar. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 172 orð

Ekki tókst að fjarlægja kúluna í gær

PILTUR á 19. ári liggur á Borgarspítalanum eftir að hafa orðið fyrir skoti úr riffli í húsi í Mosfellsbæ á laugardagskvöld. Pilturinn var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem hann var í fyrstu talinn í lífshættu. Hann gekkst undir aðgerð á Borgarspítalanum í gær til að fjarlægja kúlu úr brjóstholi hans. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

ESB svarar boði á næstu dögum

EVRÓPUSAMBANDIÐ mun svara því á næstu dögum hvort það þekkist boð Íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja um að efna til viðræðna um nýtingu norsk-íslenzka síldarstofnsins. Fulltrúar síldveiðilandanna fjögurra áttu í gær fund með embættismönnum úr utanríkis- og sjávarútvegsdeildum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 122 orð

Fékk haglaskot í höndina

TVÍTUGUR maður fékk haglaskot í höndina á Höfn í Hornafirði á laugardagskvöld. Hann liggur á sjúkrahúsi í Reykjavík og hefur gengist undir aðgerð. Maðurinn var í samkvæmi í húsi á Höfn og að sögn lögreglu mikið ölvaður þegar hann gekk út úr húsinu með haglabyssu og skaut einu skoti upp í loftið. Síðan hljóp annað skot úr byssunni og í vinstri hönd mannsins. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 207 orð

Framlög til rannsókna á augnsjúkdómum

ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna Sjónverndarsjóð Íslands til að stuðla að rannsóknum og þróunarstarfi á sviði sjónverndarmála. Unnið hefur verið að stofnun sjóðsins um skeið og nú hefur safnast nægilegt fé til þess að af stofnun sjóðsins geti orðið. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 1068 orð

Frá Afríku til Íslands á 4 mánuðum

ÍSLENSK fjölskylda, sem hefur verið búsett í Namibíu, er nú á ferðalagi á jeppabifreið yfir endilanga Afríku. Hófst ferðalagið í Höfðaborg í Suður-Afríku 14. apríl og er ætlunin að aka um Afríku allt norður til Evrópu og enda ferðina á Siglufirði síðla sumars eða snemma í haust eftir 4-5 mánaða akstur. Áætluð vegalengd sem þau þurfa að aka er rúmlega 30 þúsund kílómetrar. Meira
14. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 366 orð

Frissa fríska leikarnir haldnir á Akureyri í júní

FRISSA fríska leikarnir í hestaíþróttum fyrir börn og unglinga verða haldnir á Akureyri dagana 7. til 9. júní næstkomandi. Það er hestamannafélagið Léttir og íþróttadeild þess sem stendur fyrir leikunum, sem ekki eru í líkingu við venjubundin hestamannamót heldur er ætlunin að feta í fótspor skíðamanna sem árlega efna til svonefndra Andrésar andarleika í Hlíðarfjalli. Meira
14. maí 1996 | Landsbyggðin | 134 orð

Fullkomin heilsuræktarstöð opnuð

Skagaströnd-Heilsuræktin Hollt og gott hóf starfsemi sína að Fellsbraut 2 27. apríl sl. Heilsuræktin sem er í eigu hjónanna Stefáns Þórs Árnasonar og Karítasar Pálsdóttur samanstendur af verslun með heilsuvörur, trimform, nuddtæki, ljósabekk, æfingatæki, sauna og sturtu. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 40 orð

Fundur um fjármagnstekjuskatt

ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Reykjavíkur heldur opinn fund um fjármagnstekjuskatt að Scandic Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 14. maí kl. 20.30 í Þingsölum 1­3. Frummælendur verða: Jón Baldvin Hannibalsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson og Gunnar Helgi Hálfdánarson. Fundarstjóri er Gunnar Ingi Gunnarsson. Meira
14. maí 1996 | Landsbyggðin | 214 orð

Funklistinn fékk 2 kjörna

Ísafirði-Funklisti, listi framhaldsskólanna kom, sá og sigraði í fyrstu sveitarstjórnarkosningunum í sameinuðu sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum sem fram fóru á laugardag. Meira
14. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 332 orð

Fyrsti áfangi í heildarendurskipulagninu flugstöðvarinnar

NÝ ÁLMA við flugstöðina á Akureyrarflugvelli var tekin í notkun síðastliðinn laugardag, en þar er aðstaða fyrir innritun flugfarþega, afgreiðslustofur flugrekenda, farangurs- og tæknirými og aðstaða fyrir starfsmenn. Álman er rúmir 400 fermetrar að flatarmáli og hefur hún verið í byggingu í um tvö og hálft ár. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Grásleppuvertíð hafin

MIKIL stemmning er búin að vera í höfninni í Stykkishólmi í tilefni nýhafinnar grásleppuvertíðar, en hún hófst 10. maí sl. og mátti þá fara að leggja grásleppunetin við innanverðan Breiðafjörð. Því var betra að hafa allt klárt og vera tilbúinn í tæka tíð. Það er mikið kapphlaup að ná bestu lögnunum og var því mikil spenna í morgunsárið er bátarnir fóru úr höfninni. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Handtekin af húsráðanda

HÚSRÁÐANDI í húsi við Skriðustekk hljóp í fyrrinótt uppi unga stúlku sem hafði brotist inn á heimili hans og stolið veski. Stúlkan kvaðst hafa verið að afla sér peninga til að kaupa fíkniefni. Maðurinn vaknaði klukkan tæplega fjögur í fyrrinótt við umgang við húsið og þegar hann leit út sá hann unga stúlku á leið frá húsinu með kvenmannsveski sem kom honum kunnuglega fyrir sjónir. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 328 orð

Hábungu jökulsins náð

ÞREMENNINGAR undir forystu Einars Torfa Finnsonar komu á hábungu Grænlandsjökuls á sunnudag. Grétar Bjarnason, framkvæmdastjóri Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, segir að hábungunni hafi verið náð eftir um 14 daga göngu. Gangan hafi gengið vel ef frá séu taldir tveir biðdagar vegna veðurs. Fylgst er með göngumönnunum með ARGOS- sendibúnaði frá Flugbjörgunarsveitinni. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Heimsins laun eru ekki alltaf vanþakklæti

BÖRNIN á leikskólanum á Blönduósi hlutu óvænta umbun fyrir hreinsunarátak sitt á íþróttavelli bæjarins ekki alls fyrir löngu. Þúsund krónu seðill leyndist meðal sælgætisbréfa og öldósa sem þau voru að safna saman til að fegra umhverfi sitt. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Innbrot í sumarbústað

TVEIR menn voru handteknir aðfararnótt laugardags grunaðir um innbrot í sumarbústað við Vatnsenda í Kópavogi í fyrradag. Mennirnir stálu m.a. tólf manna kaffistelli. Ekki er talið að þeir hafi unnið spjöll á bústaðnum. Til mannanna sást við sumarbústaðinn og náði lögreglan þeim á grundvelli lýsingarinnar. Meira
14. maí 1996 | Erlendar fréttir | 522 orð

Jeltsín með forskot í þremur könnunum

ÞRJÁR nýjar skoðanakannanir í Rússlandi benda til þess að Borís Jeltsín forseti sé nú með ívið meira fylgi en Gennadí Zjúganov, frambjóðandi kommúnista og helsti andstæðingur hans í komandi forsetakosningum. Meira
14. maí 1996 | Erlendar fréttir | 319 orð

Karl líkir aðferðum Díönu við fjárkúgun

KARL Bretaprins hefur líkt framgöngu Díönu prinsessu í skilnaðarviðræðum þeirra við fjárkúgun og kvartað yfir því að hún sé að etja honum út í "grimmilegasta skilnað Bretlands". Dagblaðið The Sunday Mirror hafði þetta eftir nánum vinum krónprinsins. Skilnaður Karls og Díönu hefur þróast út í hatrammt áróðursstríð þar sem þau berjast um samúð almennings. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 202 orð

Leiðtogafundarins minnst í Washington

OPNUÐ var listsýning í Washington DC 2. maí sl. til þess að minna á 10 ára afmæli leiðtogafundarins í Reykjavík 1986, milli Reagans og Gorbatsjovs. Yfirskrift sýningarinnar er Brúarsmíð: Reykjavíkurfundurinn ­ Tíu árum síðar (Building Bridges: The Reykjavík Summit, Ten Years Later). Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 270 orð

Meðmælendalistarnir yfirfarnir í næstu viku

YFIRKJöRSTJÓRN í Reykjavík stefnir að því að yfirfara á fundi næstkomandi þriðjudag lista væntanlegra forsetaframbjóðenda yfir þá meðmælendur þeirra sem búsettir eru í Reykjavík. Hefur þess verið farið á leit að frambjóðendur, ef unnt er, skili meðmælendalistum með nöfnum meðmælenda úr Reykjavík til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, formanns yfirkjörstjórnarinnar, fyrir þann tíma. Föstudagurinn 24. Meira
14. maí 1996 | Erlendar fréttir | 271 orð

Morð á Vesturbakka áróðursvopn í kosningum

PALESTÍNSKIR skæruliðar skutu Ísraela til bana á Vesturbakkanum í gær og töldu fréttaskýrendur víst að þetta atvik mundi verða vatn á áróðursmyllu harðlínumanna, sem vilja steypa Shimon Peres forsætisráðherra af stalli í kosningunum 29. maí. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 816 orð

"Mývatn" á suðurströnd Englands

OPNUÐ var sýning 10. maí sl. í nátttúruverndarstöðinni í Arundel í Sussex-héraði á suðurströnd Englands undir heitinu Mývatn. Náttúruverndarmiðstöðin í Arundel er staðsett á friðuðu votlendissvæði og er ein af átta sinnar tegundar sem staðsettar eru víðsvegar um Bretlandseyjar. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 322 orð

Mörg skip koma í land með rifnar síldarnætur

MÖRG nótaveiðiskipin, sem eru við veiðar í Síldarsmugunni, hafa orðið fyrir tilfinnanlegu veiðarfæratjóni. Síldin stendur djúpt og eiga skipverjar í miklum erfiðleikum með að fá hæfilega stór köst, sem síldarnæturnar þola. Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpíter, segir að aðstæður á miðunum séu þannig að veiðin sé ekki nema fyrir stór skip með öflugar og góðar nætur. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Námskeið um ferðabúnað til fjalla

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnarfélags Íslands og Ferðafélag Íslands standa fyrir fræðslufundi fyrir almenning um ferðabúnað í göngu- og fjallaferðum miðvikudaginn 22. maí kl. 20. Fyrirlesari verður Helgi Eiríksson. Meira
14. maí 1996 | Erlendar fréttir | 185 orð

Norðursambandið kýs skuggaráðuneyti

NORÐURSAMBANDIÐ, flokkur Umbertos Bossis á Ítalíu, færðist um helgina skrefi nær draumi Bossis um aðskilnað Norður- og Suður- Ítalíu, er hann kaus skuggaráðuneyti og samþykkti áætlun í fimm liðum um aðskilnað. Bossi sagði við þetta tækifæri að tímabært væri að sýna fram á að norðurhlutinn gæti stjórnað sér sjálfur og tæpti auk þess á hugmyndinni um eigin gjaldmiðil svæðisins. Meira
14. maí 1996 | Miðopna | 1592 orð

Nóg af síldinni en hún liggur djúpt

GÍFURLEGT magn er af síld á mjög stóru svæði í síldarsmugunni, en hún reyndist mörgum skipstjórnarmönnum erfið viðureignar fyrstu dagana. Síldin liggur mjög djúpt, á allt að 170 föðmum, og kemur ekki upp á veiðanlegt dýpi fyrr en tekur að skyggja. Þó fékk einstaka skip ágætis afla yfir hábjartan daginn. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

Ný stjórn Barnaheilla

Á LANDSÞINGI Barnaheilla sem haldið var helgina 4.­5. maí sl. á Hótel Sögu, var kjörin ný stjórn samtakanna. Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur, tók við formennsku Barnaheilla af Arthuri Morthens, sem verið hefur formaður sl. fjögur ár. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 658 orð

Opnari samskipti við stjórnvöld

Mannréttindaskrifstofan ásamt aðildarfélögum mun standa fyrir ráðstefnu um hvert sé hlutverk frjálsra félagasamtaka í samfélaginu þann 13. - 15. júní n.k. í Norræna húsinu og í Viðey. Ágúst Þór Árnason framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofunnar hefur skipulagt ráðstefnuna. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 230 orð

Ráðherra getur umbunað frumkvöðlum

NÝTT stjórnarfrumvarp um úthafsveiðar verður lagt fram á Alþingi næstu daga. Þar er meðal annars kveðið á um heimildir til þess að leyfisbinda veiðar utan lögsögu, sé það nauðsynlegt vegna samninga við önnur ríki, og að aflahlutdeild einstakra skipa sé ákvörðuð með tilliti til veiðireynslu í kjölfarið. Einnig getur ráðherra ívilnað útgerðum sem hófu veiðar úr tilteknum stofnum. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Ráðist á tollvörð á bar

RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur nú til rannsóknar líkamsárás sem tollvörður í Reykjavík varð fyrir síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins sat tollvörðurinn inni á Bíóbarnum og var fátt um gesti þegar þrír menn komu inn, þar á meðal maður sem tollvörðurinn hefur haft afskipti af í starfi sínu. Meira
14. maí 1996 | Erlendar fréttir | 333 orð

Reynt að fjarlægja riffilskot úr höfði stúlkubarns

BRESKIR skurðlæknar freista þess í dag að fjarlægja riffilskot úr heila lítillar stúlku, sem fannst í skógum Sierra Leone fyrir rúmu ári. Kúlan er á bak við hægra auga stúlkunnar og telja læknar nauðsynlegt að fjarlægja hana vegna sýkingarhættunnar sem af henni stafar. Kváðust þeir í gær bjartsýnir um árangurinn og telja að stúlkan geti haft fótavist á miðvikudag. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Risavaxnar vinnuvélar keyptar vegna Hvalfjarðarganga

FJÓRAR risavaxnar vinnuvélar, sem nota á til grjótflutnings vegna smíði Hvalfjarðarganganna, hafa verið fluttar til landsins. Tvö tækjanna eru ný og kostar hvort um sig 25 milljónir króna. Þetta eru sérhannaðar Euclid-grjótflutningsvinnuvélar, sem eru 32 tonn að þyngd og geta borið 23 tonn af grjóti. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 197 orð

Rúmlega 87% fylgjandi hvalveiðum

RÚMLEGA 87% svarenda sem tóku afstöðu í skoðanakönnun, sem ÍM- Gallup gerði fyrir félagið Sjávarnytjar helgina 11.-12. maí, eru fylgjandi því að hvalveiðar verði hafnar á ný. Í könnuninni var spurt hvort menn væru fylgjandi því að Íslendingar hæfu hvalveiðar eða ekki. Rúmlega 97% svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Samið við Stofnfisk um kynbætur á laxi

LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur gert samning við Stofnfisk hf., sem er hlutafélag í eigu ríkisins, um að það yfirtaki að fullu framkvæmd kynbóta á laxi. Með þessum samningi eru verkefni færð frá Veiðimálastofnun, og tekur Stofnfiskur við rekstri kynbótastöðvarinnar í Kollafirði. Meira
14. maí 1996 | Erlendar fréttir | 312 orð

Simpson fær blendnar móttökur BANDARÍSKA ruðn

BANDARÍSKA ruðningshetjan O.J. Simpson, sem sýknaður var á síðasta ári af ásökunum um aðhafa myrteiginkonusína og vinhennar, hefurfengið heldurblendnarmóttökur íBretlandi.Hann komþangað ásunnudag og mun m.a. ræða við nemendur í Oxford og koma fram í sjónvarpi. Hafa fjölmiðlar fjallað töluvert um komu hans og þá að mestu á neikvæðum nótum. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Sina brennd fyrir golfvöll

STOFNFUNDUR Golfklúbbs Seyðisfjarðar verður haldinn í næstu viku og er vonast til að minnsta kosti 50 manns láti skrá sig, segir Jónas A. Jónsson, kylfingur og fulltrúi á skrifstofu sýslumanns. Ráðgert er að búa til 9 holu golfvöll í firðinum og kom í ljós þegar völlurinn var stikaður á fimmtudag í síðustu viku að þyrfti að brenna sinu á svæðinu. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 304 orð

Stóri bróðir býsna nærri

DÓMSMÁLARÁÐHERRA var hvattur til þess á Alþingi í gær að fjalla nánar um heimild sem tölvunefnd hefur veitt Pósti og síma til að skrá öll símtöl sem fram fara í landinu. "Stóri bróðir er satt að segja býsna nærri," sagði Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalags. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 55 orð

Særokið hafði betur

VÍÐA við ströndina er erfitt að koma til trjágróðri vegna særoks og seltu. Þannig háttar t.d. til við Ægisíðu í Reykjavík og var þessi maður í óða önn að saga niður afklipptar trjágreinar og fjarlægja, er ljósmyndarann bar að. Vonandi er unnt að planta tegundum í stað þessara, sem betur þola seltuna. Meira
14. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Söng- og hagyrðingakvöld

KÓR Akureyrarkirkju efnir til söng- og hagyrðingakvölds í veitingastaðnum Oddvitanum annað kvöld, miðvikudagskvöldið 15. maí, og hefst dagskráin kl. 21. Kórinn syngur nokkur lög undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar, "Jón granni og gerræðiskórinn", tíu manna kór skipaður félögum úr Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Leifssonar, tekur lagið, Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 267 orð

Umfangsmikil en árangurslaus leit

Geir Jón segir að Rannsóknarlögregla ríkisins hafi fylgst með gangi málsins til þessa. Ekkert liggi hins vegar fyrir um að afbrot hafi verið framið. Í gær var ekki leitað en dregnar voru saman upplýsingar og skýrslur og unnið að undirbúningi þess að ákveða næstu skref í leitinni. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Ungbændaráðstefna um ferðaþjónustu

UNGBÆNDARÁÐSTEFNA NSU um verkefnið Ferðaþjónusta og landnýting ferðamennskunnar verður að þessu sinni haldin að Höfðabrekku í Mýrdal. Hefst hún miðvikudaginn 15. maí nk. og lýkur sunnudaginn 19. maí. 24 einstaklingar frá útlöndum hafa skráð sig og verður búist við að minnsta kosti 35­40 manna hópi. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 304 orð

Útgerðin fær nokkurra daga frest

SÝSLUMAÐURINN í Hafnarfirði ætlar að veita Eyvör ehf., eiganda útgerðar úthafstogarans Heinaste, sem er á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg, nokkurra daga frest til þess að afla gagna sem lúta að lögskráningarmálum skipsins. Guðmundur Sophusson sýslumaður segir að nauðsynlegt sé að lög um lögskráningu sjómanna verði endurskoðuð og þau gerð skýrari en nú er. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð

Valborgarmessuhátíð í Viðey

ÍSLENSK-SÆNSKA félagið efndi til Valborgarmessuhátíðar í Viðey fyrir nokkru í tilefni fimmtugsafmælis Carls Gustavs sextánda Svíakonungs. Í eyjunni var boðið upp á Valborgarsúpu og ávaxtafylltar grísalundir. Gunnar Gunnarsson rithöfundur flutti hátíðarræðu og Jan-Olov Andersson skemmti með vísnasöng. Valborgarmessuhátíðinni lauk með brennu. Meira
14. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 166 orð

Viðræður að hefjast

FYRSTI eiginlegi viðræðufundur fulltrúa Akureyrarbæjar, Útgerðarfélags Akureyringa og Samherja um hugsanlega sameiningu þriggja dótturfyrirtækja Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa verður á morgun, miðvikudag. Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar hefur lýst yfir vilja til að selja hlutabréf sín í Útgerðarfélagi Akureyringa en bærinn á um 53% hlut í fyrirtækinu. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Vilja einstefnu á Laufásveg

ÍBÚAR við Laufásveg milli Skálholtsstígs og Skothúsvegar hafa óskað eftir því við borgarráð að einstefna verði sett á þennan hluta götunnar. Undirskriftarlistar íbúanna hafa verið lagðir fram í borgarráði. Bent er á að brýnt sé að einstefnan verði sett á hið fyrsta vegna framkvæmda við fyrirhugað hringtorg á gatnamótum Hellusunds, Þingholtsstrætis, Skothúsvegar og Laufásvegar. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

Vill beita dagsektum

SLÖKKVILIÐSSTJÓRINN í Reykjavík hefur óskað eftir því við borgarráð að fimmtán aðilar verði beittir dagsektum frá og með 3. júní, þar sem þeir hafi ítrekað látið hjá líða að sinna kröfum Eldvarnareftirlitsins. Í erindi slökkviliðsstjóra kemur fram að dagsekt er 3 þús. krónur hvern virkan dag. Þeir aðilar sem um er að ræða eru: P.S. Pétursson vegna Skútuvogar 13, Ármannsfell hf. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 178 orð

VISA kostar auglýsingar

VISA Ísland hefur tekið höndum saman við Samvinnuferðir- Landsýn um ódýrar flugferðir til sjö borga í Evrópu í sumar. Sem dæmi má nefna að flugfar til og frá Kaupmannahöfn kostar með sköttum 19.480 kr. 500 ferðir eru í boði og er grunnverðið 16.900 kr. Meira
14. maí 1996 | Erlendar fréttir | 899 orð

Þotunni nauðlent sjö sinnum vegna bilana

ÞOTA ValuJet-flugfélagsins, sem fórst á Everglades-blautlendinu í Flórída á laugardag, hafði á síðustu tveimur árum orðið að snúa sjö sinnum til næsta flugvallar og lenda þar vegna bilana sem vörðuðu flugöryggi hennar. Enn þykir ekkert benda til að aldur hennar hafi ráðið einhverju um að hún fórst en þotan, sem var af gerðinni McDonnell Douglas DC-9, var 27 ára gömul. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 237 orð

ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON

ÞÓRARINN Þórarinsson, fyrrverandi ritstjóri og alþingismaður, lést í gær, 81 árs að aldri. Þórarinn var um áratugaskeið afkastamikill blaðamaður, ritstjóri Tímans í nærri hálfa öld, og einn af forystumönnum Framsóknarflokksins. Meira
14. maí 1996 | Innlendar fréttir | 339 orð

Þröskuldar lækka og ekki vísað til fjöldauppsagna

FÉLAGSMÁLANEFND Alþingis afgreiddi í gærkvöldi frumvarpið um stéttarfélög og vinnudeilur. Nefndin gerði tvær breytingar á frumvarpinu frá því, sem þegar var orðið. Annars vegar eru "þröskuldar", þ.e. hlutfall félagsmanna í stéttarfélagi sem þarf að taka þátt í atkvæðagreiðslu til að fella kjarasamning eða boða til verkfalls, lækkaðir úr fjórðungi í fimmtung. Meira
14. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 362 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Kristján SÚLAN EA fékk síðustu kílóin úr nótinni hjá Þórði Jónassyni EA sem hafði fyllt sig skömmu áður. Ámyndinni er verið að dæla síldinni í lestar Súlunnar. Skipin héldu svo fullhlaðin til hafnar. Meira

Ritstjórnargreinar

14. maí 1996 | Leiðarar | 573 orð

ÁHÆTTUSAMAR HVALVEIÐAR

leiðari ÁHÆTTUSAMAR HVALVEIÐAR JÖLDI þingmanna hvatti í utandagskrárumræðum á Alþingi í síðustu viku til að hvalveiðar yrðu hafnar að nýju. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir í umræðunum að ekki væri spurning um hvort heldur hvenær Íslendingar hæfu hvalveiðar. Meira
14. maí 1996 | Staksteinar | 293 orð

»Niðurgreiddir unglingar REYKJAVÍKURBORG hefur, segir Vísbending, ákveðið að

REYKJAVÍKURBORG hefur, segir Vísbending, ákveðið að vinna gegn atvinnuleysi ungs fólks með því að styrkja þá atvinnurekendur, sem ráða fólk á 16., 17. og 18. ári í vinnu, um 3/4 launakostnaðar. Markmiðið er gott, segir blaðið, en meðalið er vafasamt. Hefð fyrir unglingavinnu Meira

Menning

14. maí 1996 | Skólar/Menntun | 749 orð

Aðstöðumunur skólabarna vegna skorts á uppeldi

HRÓPLEGUR aðstöðumunur er meðal 6 ára barna við upphaf skólagöngu, að mati Sigrúnar Gísladóttur skólastjóra Flataskóla og forseta bæjarstjórnar í Garðabæ. Á fundi um skólamál fyrir skömmu kom fram að hún telur að þarna megi sjá hina eiginlegu stéttaskiptingu nútímans á Íslandi. Meira
14. maí 1996 | Menningarlíf | 268 orð

Afmælisbragur á Hljómskálakvintettinum

HLJÓMSKÁlAKVINTETTINN er tuttugu ára gamall um þessar mundir og hyggjast félagar í honum halda upp á afmælið með tónleikum í Listasafni Íslands þann 15. maí næstkomandi kl. 20. Auk kvintettsins koma fram á tónleikunum tveir af stofnendum hans, Meira
14. maí 1996 | Menningarlíf | 735 orð

Á elleftu stundu

TVEIR EINLEIKIR verða frumsýndir í Kaffileikhúsinu á miðvikudaginn, 15. maí, undir heitinu Á elleftu stundu. Sýningin er liður í einleikjaröð Kaffileikhússins þar sem ungir leikarar flytja einleiki í leikstjórn þekktra og reyndra leikstjóra. Meira
14. maí 1996 | Tónlist | 527 orð

"Á leiðinni út í lönd"

Kvennakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Undirleikari: Svana Víkingsdóttir. Laugardagurinn 11. maí, 1996. ALLTAF eru konurnar okkur körlunum fremri þegar treysta þarf á drift til stórra framkvæmda og er Kvennakór Reykjavíkur eitt af skemmtilegustu ævintýrum hér á síðari árum. Meira
14. maí 1996 | Myndlist | -1 orð

Danskar hefðir

Henrik Have Sys Hindsbo. Opið daglega frá 14-19. Til 26 maí. Aðgangur ókeypis. HENRIK Have (f.1946) nefnir óstýrilát ferðalög sín inn í ríki myndflatarins gjarnan "Circonvolition//Contorsion" (Snúning//skæling) og er það um flest réttnefni. Nafnið er utan á sýningarskrá/bók, sem gefin var út af Danska húsinu í París í tilefni sýningar í húsakynnum þess 1994. Meira
14. maí 1996 | Fólk í fréttum | 69 orð

Fjörugir Furstar

HLJÓMSVEITIN Furstarnir hélt uppi fjöri í Ártúni um síðustu helgi. Þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði dunaði dansinn, en Furstarnir eru: Reynir Jónasson, Carl Möller, Árni Scheving, Guðmundur Steingrímsson, Hjálmfríður Þöll Guðnadóttir og Geir Ólafsson. Meira
14. maí 1996 | Menningarlíf | 124 orð

Fræðirit

FÉLAG þjóðfræðinema við Háskóla Íslands sem ber nafnið Þjóðbrók, eftir skessu norður á Ströndum, hefur gefið út nýtt fræðirit sem ber nafnið Slæðingur. Ritið samanstendur af greinum eftir nemendur og kennara í þjóðfræði um ólík efni, jafnt þjóðsagnir og þjóðlíf, samtíð og fortíð. Meira
14. maí 1996 | Skólar/Menntun | 164 orð

Greiðar strætisvagnaleiðir að Borgarholtsskóla

ENGIN vandkvæði verða að komast frá öllum borgarhlutum í Borgarholtsskóla í Grafarvogi, að sögn Þórhalls Arnar Guðlaugssonar forstöðumanns markaðs- og þróunarsviðs Strætisvagna Reykjavíkur. "Með nýju leiðarkerfi í ágúst verður tekin í notkun ný skiptistöð í Ártúni og þaðan ganga strætisvagnar á 10 mínútna fresti nánast að dyrum skólans á annatímum á morgnana og síðari hluta dags, Meira
14. maí 1996 | Fólk í fréttum | 85 orð

Gull og silfur í Garðinn

Um helgina var haldin glæsileg hátíð hjá knattspyrnufélaginu Víði í Garði í tilefni 60 ára afmælis félagsins. Meðal gesta var Magnús Oddsson varaforseti ÍSÍ. Hann hvatti menn til dáða og afhenti Finnboga Björnssyni og Sigurði Ingvarssyni gullmerki sambandsins fyrir vel unnin störf í þági íþróttahreifingarinnar. Auk þess sæmdi hann Hrönn Edwinsdóttur og Heiðar Þorsteinsson silfurmerki sambandsins. Meira
14. maí 1996 | Menningarlíf | 87 orð

Hvammur skreyttur listaverki

ÞAÐ TÍÐKAST nú mjög að opinberar byggingar eru skreyttar listaverkum og í tilefni af 15 ára afmæli Hvamms - heimilis aldraðra á Húsavík, fékk stjórn þess Tryggva Ólafsson myndlistarmann til að gera listaverk, sem staðsett yrði í samkomusal heimilisins. Meira
14. maí 1996 | Fólk í fréttum | 34 orð

Jackson í Þýskalandi

Jackson í Þýskalandi MICHAEL Jackson heimsótti skemmtigarðinn Fantasíuland nálægt Köln á sunnudaginn. Þar var "The Michael Jackson Thrill Ride"-rússíbaninn vígður með mikilli viðhöfn. Hér sjáum við kappann, grímulausan aldrei þessu vant, brosa til barnanna. Meira
14. maí 1996 | Menningarlíf | 59 orð

Kanadískar bókmenntir

SIGURÐUR A. Magnússon og Franz Gíslason munu kynna v- íslensku rithöfundana David Árnason og Paul A. Sigurdson og þýðendatímaritið Jón á Bægisá í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands, miðvikudagskvöldið 15. maí. kl. 20. Meira
14. maí 1996 | Fólk í fréttum | 93 orð

Kona eigi einsömul

SKAUTADROTTNINGIN Nancy Kerrigan stefnir hraðbyri í móðurhlutverkið. Hún á von á sínu fyrsta barni í desember með eiginmanni sínum og umboðsmanni, Jerry Solomon, en þau giftu sig í september. Kerrigan er á sýningarferðalagi með öðrum skautaverðlaunahöfum og hyggst halda sig á svellinu þar til ferðalagið er búið um miðjan júlí. Meira
14. maí 1996 | Menningarlíf | 195 orð

Leiklistarhátíð í Logalandi

BANDALAG íslenskra leikfélaga og Umf. Reykdæla standa fyrir leiklistarhátíð í Logalandi 16. og 17. maí næstkomandi. Hátíðin er haldin í tengslum við aðalfund Bandalagsins og þar sýna níu leikfélög úr öllum landsfjórðungum tíu einþáttunga. Meira
14. maí 1996 | Fólk í fréttum | 165 orð

Maímet

SPENNUMYNDIN "Twister" setti maímet í aðsókn þegar hún var frumsýnd um helgina. Myndin halaði inn hvorki meira né minna en 37,5 milljónir dollara, sem svarar til rúmlega tveggja og hálfs milljarðs króna. Það er sjöunda mesta aðsókn að einni mynd fyrstu helgina sem hún er sýnd. Meira
14. maí 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Margur er knár...

MICHAEL Fox verður seint talinn til hávaxnari manna. Hann lét smæð sína þó ekki aftra sér frá því að taka þátt í körfuknattleik í New York fyrir skömmu. Allur ágóði leiksins rann til Kvikmyndasafns Bandaríkjanna. Fox, sem ekki hefur leikið í sjónvarpsþáttum um langt skeið, hyggst leika í þáttunum "Spin", sem fara í loftið ytra seinna á þessu ári. Meira
14. maí 1996 | Menningarlíf | 168 orð

Málar á íslenska steina

BIRNA Jóhannsdóttir, bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal, hefur undanfarin þrjú ár málað akrílmyndir á íslenskt grjót, aðallega landslagsmyndir. Birna týnir flögugrjót í landareign sinni, þvær upp og málar á það myndir með akríllitum og lakkar síðan yfir með glæru möttu lakki og þá heldur bæði akrílmálningin og upprunalegar skófir vel áferð sinni. Meira
14. maí 1996 | Menningarlíf | 123 orð

Myndlist í Leifsstöð

FÉLAG íslenskra myndlistarmanna, FÍM hefur sett upp myndir eftir Kristján Davíðsson listmálara í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Kristján Davíðsson er fæddur 1917 og er heiðurslistamaður FÍM. Hann er fyrsti listamaðurinn sem félagið kynnir á þennan hátt. Meira
14. maí 1996 | Fólk í fréttum | 83 orð

Nóbelsverðlaun í tónlist

KANADÍSKA rokk- og þjóðlagasöngkonan Joni Mitchell og franski tónsmiðurinn Pierre Boulez fengu Nóbelsverðlaunin í tónlist, Polar- verðlaunin, og afhenti Gústaf Svíakonungur þeim verðlaunin sl. þriðjudag. Nóbelsverðlaun þessi fyrir tónlist hafa nú verið veitt fimm sinnum. Joni Mitchell er þekkt fyrir sérstaka rödd sína og beitta texta á plötum eins og "Court and Spark", "Mingus" o. Meira
14. maí 1996 | Fólk í fréttum | 155 orð

Réttó 40 ára

Réttó 40 ára STARFSFÓLK og nemendur Réttarholtsskóla héldu upp á 40 ára afmæli skólans um helgina. Á laugardaginn var mikið á dagskránni, svo sem sýning á afrakstri þemaverkefnisins Tíðarandinn í 40 ár, sem nemendur unnu. Skáksveit skólans bauð upp í skák og haldin var reiðsýning við íþróttahúsið. Meira
14. maí 1996 | Fólk í fréttum | 188 orð

Sambíóin forsýna myndina Hættuleg ákvörðun

SAMBÍÓIN forsýna í kvöld, þriðjudaginn 14. maí, kvikmyndina Hættuleg ákvörðun eða "Executive Decision" en hún er nýjasta spennumyndin frá Hollywood með Kurt Russel í aðalhlutverki. Myndin segir frá hvernig ein alræmdustu hryðjuverkasamtök heimsins ná yfirráðum yfir bandarískri DC-10 þotu á leið til Washington. Meira
14. maí 1996 | Skólar/Menntun | 264 orð

Samræmt dönskupróf í athugun

LJÓST verður í lok vikunnar hvernig brugðist verður við kvörtunum varðandi framkvæmd samræmds prófs í dönsku, að sögn Einars Guðmundssonar deildarstjóra hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála (RUM). "Þá verður yfirferð og innslætti lokið. Á grundvelli þess verður ákveðið hvað verður gert með einn hluta prófsins," sagði Einar. Meira
14. maí 1996 | Skólar/Menntun | 257 orð

Sveigjanlegra nám

SAMKVÆMT tillögum nefndar sem skipuð var til að ganga frá nýrri námskrá fyrir iðnsveina til meistaraprófs skiptist meistaranámið í þrjú meginsvið, almennt bóknám, nám í stjórnunar- og rekstrargreinum og fagnám. Nefndin leggur til að almennt bóknám ásamt stjórnunar- og rekstrarnámi skiptist í kjarna eða skyldunám annars vegar og valnám hins vegar. Meira
14. maí 1996 | Menningarlíf | 123 orð

Tímarit

MIKLAR breytingar eru fyrirhugaðar á útgáfu Menningarhandbókarinnar sem komið hefur út undanfarna mánuði. Blaðið hefur fyrst og fremst flutt fréttir af menningarviðburðum og því hefur verið dreift í öll hús á höfuðborgarsvæðinu. Fregnir af menningaratburðum munu eftir sem áður koma út í almennu dreifiriti, en auk þess kemur nú út mánaðarrit um menningu, tíðaranda og listir. Meira
14. maí 1996 | Menningarlíf | 198 orð

Tónlistarvor í Fríkirkjunni

AÐRIR tónleikar í tónleikaröðinni Tónlistarvor í Fríkirkjunni verða haldnir í dag þriðjudag. Þessir tónleikar eru helgaðir 70 ára afmæli kirkjuorgelsins og mun Niels Henrik Nielsen dómorganisti við Frúarkirkjuna í Kaupmannahöfn koma til landsins og leika á orgel Fríkirkjunnar af þessu tilefni. Meira
14. maí 1996 | Menningarlíf | 216 orð

Uppskeruhátíð tónfræðadeildar

TÓNFRÆÐADEILD Tónlistarskólans í Reykjavík er ein fimm deilda skólans sem útskrifa nemendur með lokapróf að loknu þriggja ára námi á háskólastigi, en prófið jafngildir B.Mus. gráðu í bandarískum tónlistarháskólum. Meira
14. maí 1996 | Fólk í fréttum | 646 orð

Vandræðabörn

EKKI hefur verið hörgull á svokölluðum vandræðabörnum í leikaraheiminum ytra. Vandræðabörn þessi hafa, samkvæmt sögusögnum, stundað skemmtanalífið ótæpilega og átt fjölda ástmanna eða -kvenna. Flest þeirra hafa tekið sig á síðustu árin og blómstrað sem leikarar, eftir margra ára misnotkun á áfengi eða öðrum fíkniefnum. Meira
14. maí 1996 | Myndlist | 418 orð

Við ströndina

Gunnlaugur Stefán Gíslason. Opið mánud.-laugard. 10-18 og sunnud. 14-18 til 19. maí. Aðgangur ókeypis. ÞEIR miðlar sem listamenn kjósa að vinna í segja oft nokkuð um viðhorf þeirra til listanna og hlutverks þeirra. Þeir sem eru stöðugt að gera tilraunir með ný efni og samsetningar eru oftar en ekki einnig að brydda upp á nýjum viðfangsefnum og leita eftir nýrri sýn á heiminn. Meira
14. maí 1996 | Skólar/Menntun | 640 orð

Vinsælustu iðngreinarnar Yfirlit yfir gi

Vinsælustu iðngreinarnar Yfirlit yfir gildandi iðnnámssamninga í ársbyrjun 1996 í löggiltum iðngreinum Meira
14. maí 1996 | Skólar/Menntun | 127 orð

Þrettán tillögur bárust

ÞRETTÁN tillögur bárust í hugmyndasamkeppni um kennsluforrit í íslensku, raungreinum eða dönsku, sem Grandaskóli efndi til fyrir skömmu, en skiladagur var 10. maí sl. "Þetta eru jafnvel heldur fleiri tillögur en menn gerðu ráð fyrir," sagði Örn Halldórsson aðstoðarskólastjóri eftir fyrsta fund dómnefndarinnar. Meira

Umræðan

14. maí 1996 | Aðsent efni | 441 orð

Að byggja upp barn

MIKIÐ er rætt og ritað um leiðir til árangurs í uppeldi. Hér verður fjallað um uppeldi til árangurs á trúarlegum grunni og verður það gert með því að kynna þær uppeldisfræðilegu áherslur sem lagðar eru til grundvallar í sumarbúðastarfi Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum (ÆSKR) í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Það er manninum eiginlegt að eiga sér vonir, drauma og þrár. Meira
14. maí 1996 | Aðsent efni | 742 orð

Auðlind í óbyggðum

Í REYKJAVÍKURBRÉFI Morgunblaðsins 14. janúar sl. mátti m.a. lesa þessi orð: Í óspilltri náttúru Íslands felst gífurleg eign íslensku þjóðarinnar, mesta eignin ásamt auðlindum hafsins og ekki auðvelt að meta hvor eignin er verðmeiri. Meira
14. maí 1996 | Aðsent efni | 717 orð

Borðum grænmeti og ávexti ­ 5 á dag!

HJARTAVERND, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð hvetja landsmenn til aukinnar grænmetis- og ávaxtaneyslu undir yfirskriftinni Borðum grænmeti og ávexti ­ 5 á dag! Tilefni þessa átaks er ærið því Íslendingar borða allt of lítið af þessum hollustuvörum, hvort heldur miðað er við ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar eða innlend manneldismarkmið. Meira
14. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 274 orð

Flutningur iðnfræðsludeilda Fjölbrautaskólans í Breiðholti

FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breiðholti er fyrsti fjölbrautaskólinn í landinu, og er því brautryðjandi á því sviði. Undir stjórn Guðmundar Sveinssonar, fyrrum skólameistara, og núverandi skólameistara, Kristínar Arnalds, og þeirra ágætu kennara, sem þau fengu til samstarfs, var lyft grettistaki í starfsemi skólans og fjölbreytt skólastarf byggt upp, sem hefur borið hróður skólans til annarra landa, Meira
14. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 320 orð

Hvað borga lífeyrisþegar fyrir slysahjálp?

Í BRÉFI sínu til Velvakanda sem birtist 27. apríl spurði Sigrún Þórarinsdóttir um komugjöld fyrir lífeyrisþega á slysadeild. Hún hafði greitt 940 kr. fyrir komu á heimsókn á slysadeild auk 300 kr. fyrir röntgenmyndatöku. Hún spurði um lágmarksgjald fyrir lífeyrisþega og sagði "Á spjaldi við lúguna stóð hins vegar að lágmarksgjald fyrir komu væri 500 kr. Meira
14. maí 1996 | Kosningar | 409 orð

Hverjir spila á skammtímaminni fólks?

ÞAÐ ER ágætis grein í Dagbók Morgunblaðsins þann 4. maí síðastliðinn eftir Guðrúnu Egilson, þá ágætis konu, sem margt gott lætur frá sér fara. Þetta er Rabb Lesbókarinnar og ber yfirskriftina "Spilað á skammtímaminnið". Já, ef ég mætti vitna í þessa ágætu grein frú Guðrúnar Egilson, þar sem hún bendir á þá kunnáttumenn, sem spila á þennan veikleika fólks. Meira
14. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 270 orð

Lýðskóli á Íslandi

Á TÍMABILINU febrúar-maí hefur verið starfræktur Lýðskóli í Norræna húsinu í Reykjavík. Skólinn hefur verið styrktur af Norræna húsinu, Tómstundaráði og Reykjavíkurborg og ætlaður atvinnulausum ungmennum sem flosnað hafa upp úr skóla. Það er mat foreldra þeira barna sem verið hafa í skólanum í vetur að einstakt starf hafi verið unnið. Meira
14. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 604 orð

Mannanafnalögin og moðreykur um menningu

Í FYRRI grein minni nefndi ég moðreyk um menningu og vil skilgreina það nokkru nánar. Að bendla menningu við mannanafnalögin en misnotkun á henni og ætti að varða við lög eins og önnur misnotkun. Þá á ég ekki við fyrirbrigðið Íslensk menning hf. sem lítill hluti þjóðarinnar telur sig eiga, og ráða yfir, og skyldar hinn hluta þjóðarinnar til að fjármagna. Meira
14. maí 1996 | Kosningar | 433 orð

Opið bréf til ritstjóra Morgunblaðsins

UM ÁRABIL, hefur því verið haldið því fram, með réttu, að Morgunblaðið geti státað af betra fjölmiðla siðgæði, en flestir aðrir fjölmiðlar á landinu. Sjálfur er ég þeirrar sömu skoðunar, þó að þar séu auðvitað undantekningar á. Í Morgunblaðinu eiga flest sjónarmið möguleika á umfjöllun, innan eðlilegra siðgæðismarka. Meira
14. maí 1996 | Aðsent efni | 510 orð

Um lausnarhraða og loftsteina

Í MORGUNBLAÐINU 28. apríl er grein sem ber heitið "Uppruni hrapsteina". Höfundur fjallar þar um mælingar á hraða loftsteina og samanburð við svonefndan lausnarhraða. "Lausnarhraða jarðar" skýrir höfundur sem þann hraða, sem gervihnöttur þurfi að hafa í upphafi til þess að honum takist að "yfirgefa þyngdarsvið jarðarinnar", eins og höfundur orðar það. Þarna er eflaust um pennaglöp að ræða. Meira
14. maí 1996 | Aðsent efni | 1095 orð

Um stjórnarhætti, réttindi og skyldur

NÚ ER blessað vorið komið og 1. maí nýliðinn. Sá dagur var óvenju hlýr hér á suðvesturhorninu og óvenju margir tóku þátt í kröfugöngu stéttarfélaganna í Reykjavík þar sem mótmælt var kröftuglega frumvörpum ríkisstjórnarinnar um samskiptareglur á vinnumarkaði og um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en þar er vegið harkalega að réttindum og kjörum launafólks. Meira
14. maí 1996 | Aðsent efni | 546 orð

Önnum kafinn sjávarútvegsráðherra

Í VETUR hefur Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra haft í nógu að snúast. Samningar um skiptingu afla úthafskarfa og norsk-íslenskrar síldar hafa tekið sinn tíma. Fyrir Alþingi liggja frumvörp um umgengni um auðlindir sjávar, um veiðar fullvinnsluskipa og fleiri mál sem lúta að verndun fiskimiða og stjórnun veiðanna. Nú þegar líður að þinglokum er álagið á ráðherrann meira en nokkru sinni. Meira

Minningargreinar

14. maí 1996 | Minningargreinar | 369 orð

Elísabet Sveinsdóttir Björnsson

Elsku amma, þegar atburðirnir gerast svona snöggt gefst enginn tími til að segja allt sem segja þyrfti. Það er svo margt sem ég átti eftir að segja þér og margt sem ég átti eftir að þakka þér fyrir. Þú varst alltaf svo góð og skilningsrík, ég minnist þess nú, hversu oft ég gat leitað til þín með vandamál mín og aðra hluti sem voru mér hjartfólgnir. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 130 orð

Elísabet Sveinsdóttir Björnsson

Í dag kveðjum við ömmu okkar Elísabetu Sveinsdóttur hinstu kveðju. Í hugann koma minningar frá fjölskylduboðum í Þingholtsstrætinu og síðar á Bauganesi þar sem amma veitti af mikilli rausn og passaði upp á að allir fengju nóg. Henni var mjög annt um velferð okkar og fylgdist vel með sínu fólki. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 201 orð

Elísabet Sveinsdóttir Björnsson

Fyrsta minning mín um Betu frænku er í húsinu við Þingholtsstræti, sem var í augum smárrar hnátu húsið með stóru tröppurnar. Er ég var orðin nógu gömul til að fara í strætó niður á Tjörn á skauta, var gott að koma við hjá frænku á Þingholtsstrætinu. Eftir mikil hlaup á skautum tók Beta á móti tveimur litlum hnátum með heitt súkkulaði og kaffibrauð. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 325 orð

Elísabet Sveinsdóttir Björnsson

Gengin er góð kona og merk, Elísabet Sveinsdóttir Björnsson. Kona sem laðaði að sér alla aldurshópa, unga sem aldna, með sinni mildu glaðværð, víðsýni og stóisku ró. Heimili hennar og Davíðs, móðurbróður míns, hefur verið kjölfesta margra í hálfa öld. Þar var móðirin sem alltaf var stoðin og styttan. Þar var hinn óbilandi vinur og þar var húsmóðirin og heimsdaman. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 589 orð

Elísabet Sveinsdóttir Björnsson

Mæt kona er fallin í valinn. Lát hennar kom eins og reiðarslag fyrir ástvini hennar. Þetta bar svo óvænt að. Elísabet var ein af þeim sem kvartaði ekki og var ekki alltaf hjá læknum. Hún átti nokkra skjólstæðinga og var stoð margra. Þó er mér ekki kunnugt um, að hún væri í neinu líknarfélagi. Hún vann í kyrrþey, það var hennar háttur. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 403 orð

Elísabet Sveinsdóttir Björnsson

Hverjir eru þeir skólafélagar sem, skila mestu á lífsleiðinni að loknu dagsverki? Eru það þeir, sem mikið ber á og komast til mestra metorða? Eða eru það þeir, sem gera öðrum gagn í hógværð sinni, stuðla að velferð annarra og láta gott af sér leiða. Þessi spurning verður ofarlega í huga, þegar kvödd er Elísabet Sveinsdóttir Björnsson, eða Beta eins og við skólasystkinin kölluðum hana. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 358 orð

ELÍSABET SVEINSDÓTTIR BJÖRNSSON

ELÍSABET SVEINSDÓTTIR BJÖRNSSON Elísabet Sveinsdóttir fæddist í Kaupmannahöfn hinn 22. júní 1922. Hún lést á hjartadeild Borgarspítalans hinn 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Björnsson sendiherra og síðar forseti og Georgía Björnsson, f. Hoff-Hansen. Systkini Elísabetar voru þau Björn Sv. Björnsson, f. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 1095 orð

Finnbogi Ásbjörnsson

Sæunnargatan í Borgarnesi lætur ekki mikið yfir sér. Hún er ekki breiðgata í stórborg eða á heimsmælikvarða, lætur lítið yfir sér en við hana hafa búið mörg stórmenni, fólk með gott hjartalag og hógvært. Þetta fólk með gullin hjörtu hefur verið að týna tölunni á síðustu misserum og árum, en nábýlið var gott, og þetta aldna fólk setti svo sannarlega svip á bæinn Borgarnes. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 94 orð

FINNBOGI ÁSBJöRNSSON

FINNBOGI ÁSBJöRNSSON Finnbogi Ásbjörnsson fæddist á Valbjarnarvöllum í Borgarhreppi hinn 15. júlí 1911. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness hinn 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásbjörn Guðmundssson, f. 22.4. 1872, d. 17.12. 1962, og Valbjörg Jónsdóttir frá Valbjarnarvöllum, f. 21.5. 1895, d. 19.2. 1971. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 457 orð

Guðrún Jónsdóttir

Mig langar til að minnast kærrar vinkonu minnar, Guðrúnar Jónsdóttur frá Prestbakka. Við kynntumst þegar ég byrjaði í mannfræði haustið 1989. Guðrún vakti strax athygli mína vegna þess hversu fróð hún var um alla hluti, hún gat alltaf bætt einhverju við orð kennaranna. Auk þess var hún elst nemendanna og þyrsti í lærdóm. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 35 orð

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Guðrún Jónsdóttir frá Prestbakka var fædd á Staðarhóli í Saurbæ í Dalasýslu 18. júlí 1916. Hún lést á Landakotsspítala 5. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kristskirkju í Landakoti 13. maí. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 143 orð

Hallbera Petrína Hjörleifsdóttir

Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu' og huggaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Nú er lokið löngu dagsverki ömmu Petu. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 435 orð

Hallbera Petrína Hjörleifsdóttir

Á mánudaginn í síðustu viku dó mikil heiðurskona. Ég er sannfærð um að fárra er eins sárt saknað og fáum hef ég kynnst sem eru eins elskaðir og virtir af sínum nánustu. Enda uppsker maður eins og maður sáir. Ég kynntist fyrst ömmu Petu sumarið 1993 er ég fór með unnusta mínum þangað í heimsókn. Það var gaman að hitta þessa yndislegu gömlu konu sem allir töluðu svo mikið um. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 292 orð

Hallbera Petrína Hjörleifsdóttir

Núna ertu farin, elsku amma. Þú varst nú farin að vonast eftir því, en mikið eigum við eftir að sakna þín. Við höfum þó alltaf allar minningarnar um þig. Hugurinn hvarflar að svo mörgu, sem við fáum að geyma í huga okkar og getum svo sagt afkomendum okkar frá síðar. Sögur sem sýna glögglega góðmennsku þína og hjartagæsku. Við minnumst meðal annars heimsóknanna á sunnudögum með pabba og mömmu. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 103 orð

HALLBERA PETRÍNA HJÖRLEIFSDÓTTIR Hallbera Petrína Hjörleifsdóttir fæddist á Litlu Háeyri á Eyrabakka 5. ágúst 1904. Hún lést á

HALLBERA PETRÍNA HJÖRLEIFSDÓTTIR Hallbera Petrína Hjörleifsdóttir fæddist á Litlu Háeyri á Eyrabakka 5. ágúst 1904. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi hinn 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hjörleifur Hákonarson og Guðbjörg Gunnarsdóttir. Systkini hennar voru Gunnar, Bergsteinn og Vígkon. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 169 orð

Steingrímur Elíasson

Steini tengdafaðir minn er látinn. Margar minningar sækja á hugann við fráfall hans. Það sem tengdi okkur mest saman var áhugamál okkar beggja, hestamennskan, sem ég óbeint kom honum í. Hann hóf að stunda hana orðinn fullorðinn og ég held að það hafi gefið honum heilmikið að umgangast hestana. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 141 orð

STEINGRÍMUR ELÍASSON

STEINGRÍMUR ELÍASSON Steingrímur Elíasson fæddist á Oddhól á Rangárvöllum 7. maí 1920. Hann lést í Reykjavík 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Elías Steinsson, f. 3.2. 1884, d. 16.1 1957, og Sveinbjörg Bjarnadóttir, f. 18.10. 1897, d. 21.2. 1984. Systkini Steingríms eru Kristín, f. 1918, Bjarnhéðinn, f. 1921, d. 1992, Arnheiður, f. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 189 orð

Steingrímur Pálsson

Afi Steini á Öldugötunni, maðurinn hennar Huldu ömmu, verður í dag lagður til hinstu hvíldar. Þegar við rifjum upp árin með afa minnumst við manns með ákveðnar skoðanir. Rétt var rétt - rangt var rangt. Enda kom það vel fram í hans pólítísku skoðunum. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 255 orð

Steingrímur Pálsson

Fátítt er að stórvinur verði ánægður að heyra andlát vinar síns. Það gerðist þegar mér var tilkynnt að Steini væri allur, en hann hafði átt við erfið veikindi að stríða síðastliðin tvö ár. Þegar ég hugsa til baka, hef ég aldrei í lífinu átt betri vini en Huldu og Steina. Ég kynntist Steina þegar ég var 19 ára gamall þegar við vorum saman á Freyju RE með Ragnari skipstjóra. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 153 orð

Steingrímur Pálsson

Í dag er borinn til grafar tengdafaðir minn Steingrímur Elíasson. Blessuð sé minning hans. Fyrir rúmum 25 árum kynntist ég Steingrími fyrst og höfum við verið samferðamenn æ síðan. Hann tók mér frekar fálega í byrjun eins og hann var vanur að gera í samskiptum við fólk sem hann þekkti ekki, en með árunum tókst með okkur vinátta sem aldrei féll skuggi á. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 405 orð

Þorbjörg Einarsdóttir

Nú þegar amma okkar er dáin leita á hugann margar minningar. Alltaf var gott að koma til ömmu. Okkar fyrstu minningar voru þegar hún og afi bjuggu á Laugalæknum. Alltaf höfðu þau tíma fyrir okkur systkinin og oft var kapphlaup um að vera fyrri til að hringja á föstudegi til að fá að sofa hjá þeim eina nótt eða tvær. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 230 orð

Þorbjörg Einarsdóttir

Elsku Tobba frænka. Kallið kom og nú ert þú farin frá okkur. Það eru margar og góðar minningar sem ég á um þig, elsku frænka. Það var alltaf gott að koma til þín og tala við þig því þú hafðir svo margt að gefa og varst mér svo mikils virði. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 296 orð

ÞORBJÖRG EINARSDÓTTIR

ÞORBJÖRG EINARSDÓTTIR Þorbjörg Einarsdóttir fæddist 1. október árið 1920 á Hreimsstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 6. maí. Foreldrar hennar voru Einar Vigfússon frá Dalsmynni í Norðurárdal og Ragnhildur Jóhannesdóttir frá Manheimum á Skarðsströnd. Meira
14. maí 1996 | Minningargreinar | 119 orð

Þorbjörg Einarsdóttir Nú þegar sólin hækkar á lofti og allt fer að blómstra, kveðjum við kæran vin. Hjá Tobbu, sem var

Nú þegar sólin hækkar á lofti og allt fer að blómstra, kveðjum við kæran vin. Hjá Tobbu, sem var tengdamóðir systur okkar, vorum við ávallt velkomnar og áttum með henni góðar stundir. Hún var einstök kona, góðvild hennar og blíðu fá vanmáttug orð okkar ekki lýst. Við minnumst Tobbu með hlýju og söknuði. Blessuð sé minning hennar. "Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Meira

Viðskipti

14. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Hlutafjáraukning samþykkt hjá Softis

HLUTHAFAR Softis hf. veittu stjórn félagsins heimild til þess að auka hlutafé þess í allt að 65 milljónir króna að nafnvirði, eða um rúmar 22 milljónir, á aðalfundi Softis í gær. Nokkrar umræður spunnust um þetta ákvæði þar sem tillögur stjórnar gerðu ráð fyrir því að heimildin gilti til tæpra 5 ára eða 31. desember 2000 og að núverandi hluthafar hefðu ekki forkaupsrétt. Meira
14. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 212 orð

Luxemborg valið sölusvæði ársins hjá Flugleiðum

FLUGLEIÐIR hafa útnefnt Lúxemborg sölusvæði ársins 1995. Á síðasta ári jukust tekjur vegna farmiðasölu um 23% á svæðinu og hvergi jókst sala á Saga Class- farmiðum eins mikið, að því er segir í frétt frá Flugleiðum. Meira
14. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 488 orð

Ríkisfyrirtæki í nýsköpun með einkaaðilum

FJÖLDI ríkisfyrirtækja og stofnana telja sig eiga möguleika á að flytja út sérhæfða þekkingu sína, annaðhvort í samstarfi við einkaaðila eða með því stofna fyrirtæki erlendis með útlendingum. Jafnframt hafa einkafyrirtæki, ekki síst á sviði hugbúnaðar, sýnt áhuga á samstarfi við ríkisstofnanir um útflutning. Meira
14. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 188 orð

Sainsburys með minni hagnað

HAGNAÐUR Sainsbury verzlanakeðjunnar í Bretlandi hefur minnkað í fyrsta skipti í 22 ár, en hlutabréf í fyrirtækinu hafa hækkað í verði af því að vonað er að afkoman batni. Sainsbury hefur verið voldugasta verzlanakeðjan í Bretlandi, en varð að víkja úr því sæti fyrir Tesco seint á síðasta ári. Sainsburys segir að hagnaður fyrir skatta á síðasta fjárhagsári til 9. Meira
14. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Statoil með minni hagnað

HAGNAÐUR Statoil eftir skatta minnkaði á fyrsta ársfjórðungi í 1.2 milljarða norskra króna úr 1.8 milljörðum á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir skatta minnkaði í 3.8 milljarða norskra króna úr 5.3 milljörðum. Rekstrartekjur jukust í 24.3 milljarða króna úr 21.2 milljörðum. Bandaríkjadollar hækkaði gegn norskri krónu fyrstu þrjá mánuði 1966, segir í tilkynningu frá Statoil. Meira
14. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 348 orð

Verðbólga undanfarinna þriggja mánaða 4%

VERÐLAG tók kipp upp á við í apríl og vega þar þyngst þær miklu hækkanir sem urðu á bensínverði í mánuðinum, en þær námu 5,6%. Bensínhækkanirnar ollu um 0,23% hækkun á vísitölu neysluverðs, en alls hækkaði vísitalan um 0,6% í apríl. Þessi hækkun svarar til rösklega 7% verðbólgu á ársgrundvelli. Meira

Fastir þættir

14. maí 1996 | Dagbók | 2704 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 10.-16. maí, að báðum dögum meðtöldum verða Ingólfs Apótek, Kringlunni s. 568-9970 og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4 s. 557-4970 opin til kl. 22. Sömu daga frá kl. 22 til morguns annast Ingólfs Apótek næturvörslu. Meira
14. maí 1996 | Í dag | 90 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 14. maí,

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 14. maí, er áttræður Ársæll Jóhannesson, fyrrum bóndi að Lágafelli, Miklaholtshreppi, nú búettur á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi. Eiginkona hans varJóhanna Óladóttir, en hún lést árið 1993. Meira
14. maí 1996 | Í dag | 63 orð

FIMMTÁN ára Ghanastúlka með margavísleg áhugamál:

FIMMTÁN ára Ghanastúlka með margavísleg áhugamál: Augustine Oberg, Moses School of Accountancy, P.O. Box 245, Koforidua E/R, Ghana. ELLEFU ára bandarísk stúlka með margvísleg áhugamál: Rielle Navitski, P.O. Box 663, West Brookfield, MA 01585, U.S.A. Meira
14. maí 1996 | Fastir þættir | 431 orð

Góð byrjun hjá Guðmari

Harðarmenn í Kjósarsýslu héldu sitt árlega íþróttamót um helgina að Varmárbökkum í Mosfellsbæ. Góð þátttaka var í opnum flokki á mótinu eins og í flestum mótum félagsins en lakari í yngri flokkunum. Í forkeppni voru þrír keppendur inni á vellinum í senn. Meira
14. maí 1996 | Fastir þættir | 690 orð

Hafliði og næla á toppnum í töltinu

Reykjavíkurmeistaramótið í hestaíþróttum var haldið um helgina að Víðivöllum, félagssvæði Fáks. Mótið hófst á föstudag og var sú nýbreytni viðhöfð að tveir keppendur voru inni á vellinum í senn í forkeppni. Úrslit fóru fram á sunnudag. Meira
14. maí 1996 | Í dag | 361 orð

ÍKVERJI hefur furðað sig á því undanfarnar vikur, hvað

ÍKVERJI hefur furðað sig á því undanfarnar vikur, hvað mikið er um endursýningar á Stöð 2 og á hvaða tímum vikunnar þær eru. Þetta veldur mikilli óánægju þeirra, sem á annað borð horfa á sjónvarp eitthvað að ráði. Meira
14. maí 1996 | Fastir þættir | 883 orð

Karpov og Kamsky tefla HM-einvígi

HEIMSMEISTARAEINVÍGIÐ hefst þann 5. júní. Gata Kamsky hefur fallist á það, með hörðum mótmælum, að mæta Anatólí Karpov í einvígi um heimsmeistaratitil FIDE í Elista. Einvígið verður sett fimmta júní og fyrsta skákin tefld þann sjötta. Verðlaunaféð er 1,1 milljón Bandaríkjadala, eða jafnvirði 74 milljóna ísl. króna. Meira
14. maí 1996 | Í dag | 22 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Röng sjónvarpsdagskrá Vegna mistaka í vinnslu við sjónvarpsdagskrá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, birtist dagskrá laugardags tvisvar. Morgunblaðið biður hlutaðeigendur afsökunar á mistökunum. Meira
14. maí 1996 | Dagbók | 601 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrrinótt komu Brúarfoss

Reykjavíkurhöfn: Í fyrrinótt komu Brúarfoss og Reykjafoss. Í gær kom Andey til löndunar, Bjarni Sæmundsson kom úr leiðangri og Vædderen fór út. Búist var við aðReykjafoss færi út í gærkvöld. Múlafoss er væntanlegur til hafnar í dag. Meira
14. maí 1996 | Fastir þættir | 1367 orð

Tölt - Opinn flokkur

Haldið að Varmárbökkum 10. til 12. maí. Tölt - Opinn flokkur 1. Guðmar Þ. Péturss. á Spuna frá Syðra-Skörðugili, 6,83. 2. Snorri Dal á Greifa frá Langanesi, 6,30. 3. Sævar Haraldsson á Goða frá Voðmúlastöðum, 6,43. 4. Birgitta Magnúsdóttir á Óðni frá Köldukinn, 6,26. 5. Þorvarður Friðbjörnsson á Prinsi frá Keflavík, 6,16. 6. Meira
14. maí 1996 | Í dag | 224 orð

Velvakandi, format 31,7

Velvakandi, format 31,7 Meira

Íþróttir

14. maí 1996 | Íþróttir | 241 orð

Abkashev á Selfoss

Mikael Abkashev, 34 ára gamall Rússi og sonur Boris Abkashevs aðstoðarmanns Þorbjörns Jenssonar landsliðsþjálfara, var í gær ráðinn þjálfari 1. deildarliðs UMF Selfoss í handknattleik. Mikael lauk háskólanámi í íþróttafræðum í heimalandinu með handknattleik sem aðalgrein og hefur mikla reynslu af þálfun. Síðustu árin hefur hann þjálfað yngri flokka hjá Val. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 222 orð

Alþjóðlegt stigamót í Japan

Mótið fór fram í Osaka í Japan á laugardag. Hástökk kvenna:metrar 1. Stefka Kostadinova (Búlgaríu)1.96 2. Tisha Waller (Bandar.)1.88 3. Yoko Ota (Japan)1.84 Spjótkast kvenna: 1. Mikaela Ingberg (Finnlandi)65.66 2. Lei Li (Kína)62.20 3. Lee Young-Sun (S-Kóreu)60. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 188 orð

Anna Kristín og Óli meistarar

Óli Sigurðsson og Anna Kristín Bjarnadóttir urðu um helgina Íslandsmeistarar í pílukasti karla og kvenna. Keppnin fór fram í Garðabæ. Óli vann Þorgeir Guðmundsson í úrslitum og Anna Kristín sigraði Kristínu Sigurðardóttur í úrslitaleik kvenna. Íslandsmeistari öldunga var Gunnar Rósinkranz, en hann sigraði Þorstein Kristjánsson í úrslitum. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 199 orð

Auxerre franskur meistari AUXERRE ger

AUXERRE gerði 1:1 jafntefli við Guingamp og tryggði sér þar með franska meistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta sinn. Liðið, sem vann Nimes 2:1 í bikarúrslitum fyrir 10 dögum, er með fjögurra stiga forystu á PSG, Mónakó og Metz en ein umferð er eftir. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 74 orð

Ágústa leikmaður ársins hjá Ribe

ÁGÚSTA Edda Björnsdóttir, sem er 19 ára, var valin leikmaður ársins hjá handknattleiksliði Ribe sem leikur í 2. deild í Danmörku. Ágústa Edda hóf nám ytra sl. haust og skipti þá úr KR í Ribe. Fyrir tímabilið var talið að liðið ætti í erfiðleikum með að halda sæti sínu í deildinni. Þegar til kom lék það við lið í 1. deild um sæti í efstu deild en tapaði úrslitaleikjunum. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 601 orð

Cantona ætlaði sér alltaf að vera áfram í Englandi

Eric Cantona, kóngurinn á Old Trafford, sagði í viðtali við BBC-sjónvarpsstöðina sem birt var fyrir bikarúrslitaleikinn að eftir að hann var úrskurðaður í átta mánaða keppnisbann í fyrra hefði aldrei annað hvarflað að sér en vera áfram í Englandi. Hann sagði einnig að hann ætlaði að vera áfram í Englandi og gæti hugsað sér að verða knattspyrnustjóri þegar hann hætti að leika. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 471 orð

Dortmund varði titilinn

Dortmund tryggði sér þýska meistaratitilinn í knattspyrnu í fjórða sinn um helgina þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við 1860 M¨unchen og Bayern M¨unchen tapaði 2:1 í Schalke. Dortmund er með fjögurra stiga forystu á Bayern og aðeins ein umferð eftir. Þýski landsliðsmaðurinn Stefan Reuter skoraði fyrir Dortmund á 38. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 185 orð

"Draumurinn er að komast til Frakklands"

"DRAUMURINN er að komast til Frakklands, þar sem úrslitakeppni átta liða verður í júlí. Róðurinn verður erfiður, við þurfum að ná okkar besta leik og rúmlega það," sagði Guðni Kjartansson, þjálfari landsliðs Íslands skipað leikmönnum undir átján ára aldri, sem leikur seinni leik sinn gegn Írum í undankeppni Evrópukeppni unglingalandsliða. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 724 orð

England Enska bikarkeppnin, úrslitaleikur:

England Enska bikarkeppnin, úrslitaleikur: Man. United - Liverpool1:0 Eric Cantona (85.). 79.007. Þýskaland Freiburg - Bayer Leverkusen2:1(Jurcevic 32., Zeyer 40.) - (Sergio 77.). 22.500. Köln - Werder Bremen1:2(Hauptmann 30.) - (Basler 65., 76. vsp.). 40. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 277 orð

Fredericks fór á góðum tíma

FRANKIE Fredericks, spretthlaupari frá Namibíu, náði mjög góðum tíma í 100 metra hlaupi á alþjóðlegu stigamóti (Grand Prix), sem fram fór í Osaka í Japan um helgina. Hann hljóp á 10,09 sek. og sýndi að hann er í mjög góðri æfingu og til alls líklegur á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 133 orð

Færeyjar - Ísland19:29

Þórshöfn í Færeyjum, æfingalandsleikur í handknattleik, laugardaginn 11. maí 1996. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 7, Gústaf Bjarnason 5, Bjarki Sigurðsson 4, Dagur Sigurðsson 3, Rúnar Sigtryggsson 3, Arnar Pétursson 2, Júlíus Gunnarsson 2, Davíð Ólafsson 1, Gunnar Viktorsson 1, Róbert Sighvatsson 1. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 560 orð

Hefur KR-ingurinnGUÐMUNDUR BENEDIKTSSONáður skorað af 50 metra færi? Gaman að sjá hann í netinu

GUÐMUNDUR Benediktsson, sóknarmaður KR-inga, gerði frekar óvenjulegt mark í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu gegn Fylki á Laugardalsvelli á sunnudag. Hann skoraði frá miðju vallarins eða af rúmlega fimmtíu metra færi. Hann skoraði þrjú mörk í leiknum og lagði upp það fjórða og var markahæsti leikmaður Reykjavíkurmótsins annað árið í röð. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 95 orð

Hinrik í raðir KR-inga

HINRIK Gunnarsson frá Sauðárkróki hefur ákveðið að leika með KR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik næsta vetur. Hinrik, sem á nokkra landsleiki að baki, en gat ekki verið með í undirbúningnum fyrir Evrópukeppnina, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann færi í Tækniskólann eftir áramótin en ætlaði sér að vinna í Reykjavík frá miðjum júlí þegar hann kæmi suður. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 186 orð

Íslandsmótið

Mótið fór fram í Garðabæ um helgina. Í sviga eru lyfturnar, ( hnébeygja, bekkpressa, réttstöðulyfta og samanlagður árangur). 75 kg flokkur: Kári Elíson, Reykjavík ( 240 180 270 690) Halldór Eyþórsson, Rvk. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 173 orð

Ísland - Svíþ. (U-20)2:1 Æfingaleikur á Sandgerðisvelli, sunnudaginn 12. maí 1996. Mörk Íslands: Ragna Lóa Stefánsdóttir, Guðrún

Úrslitaleikur: KR - Fylkir4:2 Laugardalsvöllur, úrslitaleikur um Reykjavíkurmeistaratitilinn í meistaraflokki karla, sunnudaginn 12. maí 1996. Mörk KR: Guðmundur Benediktsson 3 (57., 64. 72.), Ólafur Kristjánsson (3.). Mörk Fylkis: Gunnar Þór Pétursson (63.), Kristinn Tómasson 74. - vsp.). Rautt spjald: Enginn. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 61 orð

Íslendingar unnu Svía ÍSLENSKA kvennalandsli

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði unglingalandslið Svía, skipað stúlkum 20 ára og yngri, 2:1 í vináttuleik í Sandgerði á sunnudag. Svíar gerðu eina mark fyrri hálfleiksins en Ragna Lóa Stefánsdóttir jafnaði; skoraði úr þröngu færi eftir að hafa komist í gegnum vörn gestanna. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 41 orð

Jafet formaður BSÍ JAFET Ólafsson var u

JAFET Ólafsson var um helgina kjörinn formaður Badmintonsambands Ísladns, BSÍ. Sigríður Jónsdóttir, sem hefur verið formaður sl. 6 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir í stjórn eru: Ágúst Ágústsson, Halldór Gunnarsson, Hrólfur Jónsson og Þórarinn Einarsson. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 304 orð

Jákvætt skref í Færeyjum

Ísland og Færeyjar léku tvo æfingalandsleiki í handknattleik í Þórshöfn í Færeyjum um helgina. Ísland vann 29:19 á laugardag og 29:20 á sunnudag. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, var ánægður með ferðina og sagði leikina mikilvæga í uppbyggingunni fyrir átök haustsins. "Leikirnir þróuðust eins," sagði hann við Morgunblaðið. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 129 orð

Kaupverð í sameiginlegan sjóð ÞÝSKA knatt

ÞÝSKA knattspyrnusambandið hefur ákveðið að félög sem fá til sín ósamningsbundna leikmenn frá og með haustinu 1997 greiði fyrir þá í ákveðinn sjóð sem verður síðan skipt á milli allra félaga samkvæmt ákveðinni reglu. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 416 orð

KR-INGAR

KR-INGAR fengu 192 þúsund krónur í verðlaun fyrir sigurinn í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. Fylkir, sem varð í öðru sæti, fékk 104 þúsund í sinn hlut. GUÐMUNDUR Benediktssonúr KR var markakóngur Reykjavíkurmótsins annað árið í röð. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 562 orð

KR Reykjavíkurmeistari þriðja árið í röð

KR-INGAR urðu Reykjavíkurmeistarar í meistaraflokki karla í knattspyrnu þriðja árið í röð á sunnudaginn. Þeir sigruðu Fylkismenn 4:2 í skemmtilegum úrslitaleik sem fram fór við frábærar aðstæður á Laugardalsvelli. Guðmundur Benediktsson skoraði þrennu fyrir KR og var markahæsti leikmaður mótsins annað árið í röð. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 135 orð

Landsmót STÍ

FYRSTA landsmót STÍ í haglabyssuskotfimi (Skeet) samkvæmt gildandi mótaskrá fór fram laugardaginn 11. maí. Keppendur voru 21 og skutu á 75 leirskífur hver, en að auki kepptu sex efstu menn Í "finale" þar sem skotið var á 25 skífur að auki. Skotfélag Keflavíkur var mótshaldari. Mótstjóri var Axel Sölvason en keppendur skiptust á um dómarastörf. Keppnin fór fram á skotsvæði SK í góðu veðri. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 108 orð

LEK-mót

Haldið í Grindavík 4. maí. Karlar 55 ára og eldri án forgjafar: 1.Sigurður Albertsson, GS80 2.Karl Hólm, GK81 3.Haraldur Kristjánsson, NK82 Karlar 55 ára og eldri með forg. 1. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 639 orð

Merkilegur áfangi

ERIC Cantona var kjörinn besti leikmaður Englands á fimmtudag. Hann var ekki áberandi í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar en gerði eina markið, glæsilegt mark og minnisstætt, og varð fyrstur erlendra leikmanna til að taka við bikarnum sem fyrirliði. Manchester United varð fyrst liða til að endurtaka sigur í bikar og deild á sama tímabili. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 165 orð

Mæta Keflvíkingar liði Inter?

INTERNAZIONALE frá Mílanó lenti í sjöunda sæti ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu, sem lauk á sunnudag, og gæti því hugsanlega mætt liði Keflvíkinga í Inter-toto Evrópukeppninni í sumar. Keflvíkingar fá heimaleik gegn fyrsta liði frá Ítalíu en reyndar er ekki endanlega ljóst hver mótherjinn verður. Möguleikarnir eru reyndar þrír því mótherjinn gæti einnig orðið Sampdoria eða Vicenza. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 37 orð

NHL-deildin Undanúrslit Vesturdeildar St. Louis - Detroit1:0Detroit - St. Louis2:3Staðan er 3:2 fyrir St. Louis. Colorado -

Undanúrslit Vesturdeildar St. Louis - Detroit1:0Detroit - St. Louis2:3Staðan er 3:2 fyrir St. Louis. Colorado - Chicago4:1Colorado er 3:2 yfir. Undanúrslit Austurdeildar Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 153 orð

Opna spænska meistaramótið Madrid, Spáni:

Madrid, Spáni: 272 Padraig Harrington (Írl.) 70 64 67 71 276 Gordon Brand Jr. (Bretl.) 70 67 71 68 278 Rolf Muntz (Hollandi) 68 71 70 69 279 Eduardo Romero (Argentínu) 70 71 72 66, Sam Torrance (Bretl. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 480 orð

Ólafur hafði betur

ÁRSÞING Körfuknattleikssambandsins, hið 36. í röðinni, var haldið á Akranesi um helgina. Þing þetta var um margt tímamótaþing því tveir sóttust eftir formannssætinu og þurfti þingheimur að kjósa formann í fyrsta sinn í sögu KKÍ. Þá var fyrirkomulag úrvalsdeildarinnar tekið til gagngerrar endurskoðunar og ákveðið var að koma á nýrri keppni, fyrirtækjabikarnum. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 155 orð

Rúnar í 30. sæti

RÚNAR Alexandersson úr Gerplu náði bestum árangri íslensku keppendanna á Evrópumótinu í fimleikum sem lauk í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Hann hafnaði í 30. sæti í fjölþrautinni og stóð sig best í æfingum á svifrá og hlaut þar 9,20 stig í einkunn fyrir æfingar sínar og í hringjum hlaut hann 9,10 stig. Guðjón Guðmundsson, Ármanni, lenti í 49. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 137 orð

Signori og Protti markakóngar GIUSEPP

GIUSEPPE Signori hjá Lazio og Igor Protti hjá Bari urðu markakóngar í ítölsku deildinni að þessu sinni, gerðu sín 24 mörkin hvor. Signori skoraði í 2:0 sigri á móti fallliði Tórínó en Protti, sem var til þess að gera óþekktur í ítölsku knattspyrnunni fyrir tímabilið, gerði bæði mörkin í 2:2 jafntefli gegn Juventus. AC Milan vann Cremonese 7:1 og varð meistari með 73 stig. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 234 orð

SNÓKERKristján öruggur áfram KRISTJÁ

KRISTJÁN Helgason, Íslandsmeistari í snóker, er svo til öruggur um að komast í 16 manna úrslit í Evrópukeppni einstaklinga í snóker sem nú fer fram í Antwerpen í Belgíu. Jóhannes B. Jóhannesson þarf hins vegar líklega að sigra danskan mótherja sinn 4:0 í dag til að komast áfram. Kristján vann Marku Hamalain frá Finnlandi, 4:3, á laugardaginn og lék mjög vel. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 152 orð

Stoke nær Wembley

"VIÐ erum á leiðinni upp, við erum á leiðinni upp," sungu stuðningsmenn Stoke eftir að liðið hafði gert markalaust jafntefli í Leicester í fyrri leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildar um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Ef til vill byrjuðu þeir að fagna of snemma því liðin mætast aftur í Stoke á morgun og árangur Leicester á útivelli var betri en á Filbert Street, 10 sigrar og sex töp. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 444 orð

Styttist í einvígi Orlando og Chicago

Chicago og Orlando eru einum sigri frá því að mætast í úrslitum Austurdeildar NBA í körfuknattleik eftir leiki sunnudagsins. Chicago vann New York 94:91 á útivelli og er 3:1 yfir en Orlando vann 103:96 í Atlanta og er staðan 3:0. Chicago tapaði óvænt fyrir New York á laugardag, fyrsta tap liðsins í úrslitakeppninni, en New York hefur tapað níu leikjum í röð í Chicago. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 445 orð

SUMAR »Laugardalsvöllur errétti vettvangurúrslitaleikjaUm þ

Um þessar mundir fara fram úrslitaleikir í helstu knattspyrnumótum Evrópu. Annars vegar er um að ræða síðustu umferðir í deildarkeppni og bikarúrslitaleiki og hins vegar uppgjör í Evrópumótunum þremur. Venju samkvæmt hefst tímabilið á Íslandi þegar spennan er mest annars staðar í álfunni en að þessu sinni verður varla rætt um dæmigerða vorknattspyrnu heldur sumarleik. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 66 orð

Sunna setti Íslandsmet SUNNA Gestsdótt

SUNNA Gestsdóttir, USAH, setti Íslandsmet í 300 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti HSK um helgina. Hún hljóp á 39,0 sekúndum og bætti met Helgu Halldórsdóttur um 0,3 sekúndur. Markús Ívarsson, Umf. Samhygð, bætti Íslandsmet öldunga í míluhlaupi 40 til 50 ára með því að hlaupa á 6.12,7 mín. Ingvar Garðarsson, Umf. Skeiðamanna, sló HSK-met öldunga í míluhlaupi 30 til 40 ára, hljóp á 5. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 368 orð

Tveir leikir gegn Noregi

Íslenska landsliðið í körfuknattleik leikur tvo vináttulandsleiki við Norðmenn í vikunni. Sá fyrri er í kvöld í Laugardalshöll og hefst kl. 20 en sá síðari á morgun í íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst einnig kl. 20. "Það er mjög mikilvægt að fá þessa leiki áður en við tökum þátt í Evrópukeppninni og sérstaklega er gott að Torgeir Bryn verður með Norðmönnum," sagði Jón Kr. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 52 orð

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit:

Austurdeild, undanúrslit: New York - Chicago102:99 Eftir framlengingu. Chicago - New York94:91 Chicago hefur yfir 3:1. Atlanta - Orlando96:100 Orlando hefur yfir 3:0. Vesturdeild, undanúrslit: Utah - San Antonio105:75 Utah - San Antonio101:86 Utha hefur yfir 3:1. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 229 orð

Úrvalsdeildin í einn riðil ÚRVALSDEILD

ÚRVALSDEILDIN í körfuknattleik verður leikin í einum riðli næsta vetur. Tvöföld umferð verður, heima og að heiman og síðan hefst úrslitakeppni átta efstu liða eins og verið hefur. Áður en undanúrslitin hefjast verður liðunum raðað aftur í samræmi við lokaniðurstöðu í deildarkeppninni og skal það lið sem var efst af þeim liðum sem eftir eru, leika við það sem varð neðst. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 303 orð

Verðum að gera vel í Meistaradeildinni

Manchester United varð Evrópumeistari meistaraliða 1968, fyrst enskra liða, og lék til úrslita ári síðar en hefur ekki síðan verið nálægt því að vinna til æðstu verðlauna sem félagslið í Evrópu á kost á. Eftir bikarsigurinn gegn Liverpool sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, að aðalatriðið væri að gera vel í Meistaradeild Evrópu næsta tímabil. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 286 orð

Örebro tapaði stórt

"ÞAÐ gengur allt á afturfótunum hjá okkur um þessar mundir, fimm leikir án sigurs. Við höfum verið að tapa leikjum á klaufalegan hátt," sagði Arnór Guðjohnsen, eftir að Örebro tapaði stórt á heimavelli fyrir Norrköping í gærkvöldi, 1:4. "Varnarleikur okkar hefur ekki verið nægilega góður ­ leikin er flöt vörn og varnarmenn seinir. Meira
14. maí 1996 | Íþróttir | 40 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuter Fagnað í M¨unchenDORTMUNDARAR höfðubetur í baráttunni við Bayern M¨unchen og fögnuðuþýska meistaratitlinumannað árið í röð. Þeir fögnuðu í M¨unchen og tókustuðningsmenn þeirra þáttí því á Ólympíuleikvanginum, þar sem Dortmund lagði1860 M¨unchen á samatíma og Bayern tapaði útigegn Schalke. Meira

Úr verinu

14. maí 1996 | Úr verinu | 117 orð

Alls veiddust 2.700 tonn

RÆKJUVERTÍÐINNI í Ísafjarðardjúpi lauk formlega í síðustu viku, en alls veiddust 2.700 tonn á vertíðinni. Þrátt fyrir að stórum svæðum hafi verið lokað fyrir veiðum í upphafi vertíðar tókst að veiða allan kvóta sem úthlutað var á haustmánuðum. Meira
14. maí 1996 | Úr verinu | 78 orð

Einar Svansson framkvæmdastjóri

STJÓRN Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. hefur ráðið Einar Svansson framkvæmdastjóra félagsins. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lauk námi frá Fiskvinnsluskólanumárið 1980. Einarhóf störf semverkstjóri í fiskvinnslu á Sauðárkróki árið 1981.Hann var ráðinnframkvæmdastjóri FiskiðjunnarSkagfirðings hf. Meira
14. maí 1996 | Úr verinu | 482 orð

Menn þurftu ekkert að flýta sér í síldina

"ALLAR okkar aðgerðir miðuðust að því að menn gætu stundað síldveiðar úr norsk-íslenska stofninum í rólegheitum og þyrftu ekkert að vera að flýta sér," segir Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, aðspurður um fréttir þess efnis að nótaskipunum hafi verið gert skylt að hefja veiðar fyrir tiltekinn tíma og áður en von er í fitumeiri og verðmeiri síld en þá, Meira
14. maí 1996 | Úr verinu | 74 orð

Mótmælir banni

FARMANNA- og fiskimannasamband Íslands hefur sent sjávarútvegsráðherra ályktun, sem fundur framkvæmdastjórnar sambandsins samþykkti í gær, en þar er mótmælt banni við framsali veiðiheimilda úr norsk-íslenska síldarstofninum. Fundurinn telur að sjávarútvegsráðherra hafi stigið mikilvægt skref með þessari ákvörðun sinni í átt að sjónarmiðum samtaka sjómanna. Meira
14. maí 1996 | Úr verinu | 90 orð

"Steindautt"

Siglufirði - "Steindautt, steindautt," tautaði Sverrir Björnsson þegar fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði innti hann eftir gengi á grásleppunni. Sverrir sagðist hafa farið á grásleppu undanfarin þrjátíu ár, en aflabrögðin hefðu aldrei verið eins slæm og nú í ár. Sverrir og félagar stunda veiðar á Fljótamiðum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.