Greinar fimmtudaginn 16. maí 1996

Forsíða

16. maí 1996 | Forsíða | 121 orð

Dole afsalar sér þingsæti

BOB Dole, forsetaefni repúblikana í Bandaríkjunum, tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist afsala sér sæti sínu í öldungadeild Bandaríkjaþings til að geta einbeitt sér að baráttunni við Bill Clinton forseta fyrir kosningarnar í nóvember. Meira
16. maí 1996 | Forsíða | 245 orð

Kínverjum hótað refsitollum

STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og Kína bjuggu sig í gær undir viðskiptastríð vegna deilu þeirra um höfundarrétt og kynntu lista yfir vörur sem þau hyggjast setja refsitolla á verði deilan ekki leyst á næstunni. Fréttaskýrendur töldu þó að ríkin næðu samkomulagi án þess að til viðskiptastríðs kæmi. Meira
16. maí 1996 | Forsíða | 60 orð

Kvótarnir afnumdir

FÆREYSKA lögþingið samþykkti í gær að afnema kvótakerfið og taka upp veiðidagakerfi og sóknarstýringu. Þessi nýja skipan fiskveiðistjórnunar tekur gildi 1. júní og stefnt er að því að farið verði eftir ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Veiðidagakerfið nær til veiða á þorski, ýsu, ufsa og karfa en eins og í kvótakerfinu verða veiðar á öðrum tegundum ekki takmarkaðar. Meira
16. maí 1996 | Forsíða | 311 orð

Nýja stjórnin sögð verða skammlíf

FORSETI Indlands fól í gær Atal Bihari Vajpayee, leiðtoga Bharatiya Janata, flokks þjóðernissinnaðra hindúa, að mynda nýja stjórn skömmu eftir að forystumenn Congress-flokksins ákváðu að styðja hugsanlega stjórn bandalags vinstri- og kommúnistaflokka. Talsmaður Congress-flokksins sagði að litlar líkur væru á því að stjórn Bharatiya Janata (Þjóðarflokks Indlands) fengi nauðsynlegan stuðning á Meira
16. maí 1996 | Forsíða | 110 orð

Samstöðuleiðtogi handtekinn í Minsk

LÖGREGLAN í Minsk í Hvíta- Rússlandi handtók í gær Marian Krzaklewski, leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar Samstöðu í Póllandi, og vísaði honum úr landi eftir að hafa haldið honum í fangelsi í fimm klukkustundir. Stjórn Hvíta-Rússlands sakaði Krzaklewski um að hafa skipulagt mótmæli í Minsk. Meira
16. maí 1996 | Forsíða | 111 orð

"Tilraun til valdaráns" mótmælt

RADOVAN Karadzic, "forseti" lýðveldis Bosníu-Serba, kvaðst í gær hafa vikið Rajko Kasagic forsætisráðherra frá en Carl Bildt, sem stjórnar uppbyggingarstarfinu í Bosníu, lýsti yfirlýsingunni sem "tilraun til valdaráns". Meira

Fréttir

16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

10 ára afmæli Grandaskóla

GRANDASKÓLI heldur upp á tíunda starfsár sitt 18. maí nk. Skólinn verður opinn öllum milli kl. 11­16. Til sýnis verða verk nemenda sem unnin hafa verið í vetur. Í tilefni af þessum tímamótum var efnt til hugmyndasamkeppni um gerð kennsluforrits. Á skólasafni skólans verða sýndar þær hugmyndir sem bárust í samkeppnina. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

14 milljónir í húsvernd

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu umhverfismálaráðs um að veita sex aðilum samtals 14.143.875 króna lán úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur árið 1996. Samþykkt var að veita Ingibjörgu Sigurðardóttur og Eygló Sigurðardóttur, 4,6 milljóna króna lán vegna Bræðraborgarstígs 20, kr. 3.373.875 lán til verkmannabústaða við Hringbraut og Hofsvallagötu, kr. 2.450. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 175 orð

28.000 t að landi

BÚIÐ var að tilkynna löndun á tæplega 28.000 tonnum af síld úr norsk-íslenska síldarstofninum fyrir hádegi í gær til Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). Júpíter var væntanlegur í nótt með 1.300 tonn og þá voru Hákon, Albert og Víkurberg á leið til lands með um 2.300 tonn, að sögn Lárusar Grímssonar, skipstjóra á Júpíter. Erlend skip hafa landað rúmlega 7.000 tonnum. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 274 orð

300-500 millj. sparast verði opinber þjónusta boðin út

EINKAVÆÐINGARNEFND vinnur nú að nýrri verkefnaáætlun fyrir ríkisstjórnina í samræmi við verklagsreglur sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Nefndinni verður falin umsjón með útboðum á ýmiss konar þjónustu og verkefnum sem ríkið hefur fram til þessa innt af hendi, auk hefðbundinna einkavæðingaráforma. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 356 orð

800 milljóna kr. lán vegna snjóflóðavarna

OFANFLÓÐASJÓÐI verður breytt í Forvarnasjóð sem fær heimild til að taka 800 milljónir króna að láni á þessu ári til að standa straum af kostnaði við snjóflóðavarnir í sumar, samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt var fram á Alþingi á þriðjudag. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Afhenti skjöl um meint brot ráðherra

Í GÆR afhenti Elías Davíðsson forseta Alþingis skjöl um meint brot utanríkisráðhera, Halldórs Ásgrímssonar, á íslenskum og alþjóðalögum, með áskorun um að Alþingi beiti ákæruvaldi sínu í þessu máli, í samræmi við 14. gr. stjórnarskrár. Brotin sem um ræðir eru stuðningur við aðgerðir sem fela í sér manndráp, alþjóðleg hryðjuverk og stríðsglæpi, segir í fréttatilkynningu. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 265 orð

Athugasemd frá Orkustofnun

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Jakobi Björnssyni, orkumálastjóra: "Í frétt í Morgunblaðinu miðvikudaginn 15. maí sl. er haft eftir iðnaðarráðherra að hann hafi sagt í umræðum á Alþingi að tilgangurinn með ráðgerðum breytingum á Orkustofnun væri m.a. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 618 orð

Áhugi á að eðlilegar lyktir fáist hið allra fyrsta

Á FUNDI með Ólafi Egilssyni, sendiherra Íslendinga í Tyrklandi, sýndi dómsmálaráðherra Tyrklands skýran áhuga á því að eðlilegar lyktir fengjust í forræðismáli Sophiu Hansen hið allra fyrsta. Ólafur segir að dómsmálaráðherrann hafi vakið athygli á lagalegum úrræðum við málareksturinn og heitið fullum stuðningi við réttarframkvæmdina. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 560 orð

Ákvarðanir í samráði við foreldra og kennara

Á ALMENNUM kynningarfundi undirbúningsnefdar um flutning grunnskólans í Hafnarfirði frá ríki til sveitarfélaga kom fram gagnrýni frá fulltrúum foreldrafélaga vegna hugmynda um einsetningu skólanna en allir skólar eiga að vera einsetnir árið 2003. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri sagði að engar ákvarðanir yrðu teknar nema í samráði við foreldra, kennara og skólastjóra. Meira
16. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 161 orð

Árni ráðinn framkvæmdastjóri

ÁRNI Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri frystihúss KEA í Hrísey og tekur hann við starfinu af Magnúsi Helgasyni einhvern næstu daga. Árni er fæddur á Akureyri árið 1970, hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1990 og stundað síðan nám við fiskvinnsluskólann á Dalvík. Meira
16. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Á róló

ÞAÐ er kominn vorhugur í félagana Hinrik, Árna Snæ og Sigurð Sævar sem voru úti að róla sér á leikvellinum í Grímsey á dögunum. Til stendur seinna í vor að betrumbæta leikvöllinn og smíða ný leiktæki, sem eflaust gleður börnin í eynni. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ástþór Magnússon hlýtur Gandhi-mannúðarverðlaun

ÁSTÞÓR Magnússon, formaður Friðar 2000, hlaut á þriðjudag Gandhi-mannúðarverðlaunin, en þau veitir Gandhi-stofnunin í Bandaríkjunum. Í fréttatilkynningu frá stofnuninni segir að Ástþóri séu veitt mannúðarverðlaunin fyrir störf hans að friðarmálum, m.a. flug með gjafir, lyf og mat til barna í Hvíta-Rússlandi og Bosníu. Meira
16. maí 1996 | Erlendar fréttir | 112 orð

Borgarfulltrúi tengist heróínmáli

NORSKA og danska eiturlyfjalögreglan komu í gær upp um eitt stærsta eiturlyfjamál sem upp hefur komið í Noregi. Lagt var hald á þrjú kíló af heróníni, að andvirði tugmilljóna króna. Tengist borgarfulltrúi í Ósló málinu og er nú í gæsluvarðhaldi ásamt þremur hollenskum konum. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 280 orð

Braut glugga og náði börnunum út

FAÐIR bjargaði tveimur börnum sínum, 1 og 5 ára gömlum, úr brennandi húsi við Nönnugötu í fyrrinótt eftir að hann og móðir barnanna höfðu komist út af sjálfsdáðum. Maðurinn, Guðni Ragnar Þórhallsson, komst ekki inn í húsið að nýju og braust inn um glugga og náði í börnin, tvo drengi, Daníel Aron og Sverri Frans. Meira
16. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Brunninn eftir að olía spýttist yfir hann

KARLMAÐUR á sjötugsaldri, starfsmaður Krossanesverksmiðjunnar, liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir að sjóðheit olía spýttist yfir hann. Slysið varð skömmu eftir miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Maðurinn var einn við vinnu sína í vinnslusal verksmiðjunnar, en vinnufélagar hans komu þegar á vettvang. Meira
16. maí 1996 | Erlendar fréttir | 173 orð

Chirac vill Breta í EMU

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, ávarpaði báðar deildir brezka þingsins í gær og hvatti meðal annars til þess að Bretland tæki áfram fullan þátt í evrópsku samstarfi og yrði stofnríki Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) árið 1999. Meira
16. maí 1996 | Miðopna | 818 orð

Dole reynir að höfða til kvenna Eigi Bob Dole að geta sigrað í bandarísku forsetakosningunum í haust verður hann að auka fylgi

EITT stærsta vandamál Bob Dole, sem að öllum líkindum verður forsetaefni repúblikana í bandarísku forsetakosningunum í haust, er að hann á ekki mjög auðvelt með að höfða til kvenkjósenda. Vandinn sem Dole stendur frammi fyrir er ekki svo lítill. Meira
16. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Einn brunavörður inni

EINN slökkviliðsmaður var inni þegar beðið var um aðstoð vegna töluverðs sinubruna við bæinn Þórustaði í Eyjafjarðarsveit síðdegis á þriðjudag. Aðrir á vaktinni voru að sinna sjúkraflutningum. Verið var að brenna rusl við bæinn þegar eldurinn komst í sinu. Mikill trjágróður er í landinu og var óttast að hann skemmdist. Meira
16. maí 1996 | Erlendar fréttir | 214 orð

Ekki öll deilumál þjóðanna leyst

LEIÐTOGAR Bosníu-Króata og múslima náðu á þriðjudag samkomulagi um að sameina heri sína. Þar með er rutt úr vegi einni stærstu hindruninni fyrir því að þeir fái alþjóðlega styrki til þjálfunar hermanna og endurnýjun hergagna. Samkvæmt samkomulaginu verða herirnir sameinaðir í næstu viku, þann 21. maí. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 444 orð

Fannst látin í hlíðum Búrfells

LÍK ungversku stúlkunnar Angelu Cseho, sem leitað hefur verið undanfarna daga, fannst í suðvesturhlíðum Búrfells í fyrrinótt. Talið er að hún hafi hrapað í fjallinu og látist samstundis. Lík konunnar var flutt til Selfoss. Starfsmenn í Búrfellsvirkjun fundu bíl Angelu fastan í aurbleytu á vegarslóða í Búrfellsskógi í Þjórsárdal. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 374 orð

FÍB krefst lækkunar vörugjalda af bifreiðum

FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda skorar á fjármálaráðherra og Alþingi að beita sér nú þegar fyrir breytingu á vörugjaldi bifreiðainnflutnings á þann hátt að fækka gjaldflokkum og lækka skattlagningu. Árni Sigfússon, formaður FÍB, segir að lægri gjaldtaka sé fallin til að auka öryggi í umferðinni, bæta hag stórra fjölskyldna, auka hagkvæmni í rekstri bifreiða, Meira
16. maí 1996 | Erlendar fréttir | 793 orð

Flugslysið í Flórída vekur umræður um öryggi háloftanna

GRUNUR leikur á að sprenging hafi orðið í fremra flutningarými DC-9 farþegavélar bandaríska flugfélagsins ValuJet og valdið því að hún hrapaði í Flórída með þeim afleiðingum að 110 manns létu lífið. Miklar umræður hafa vaknað um öryggi í farþegaflugi í Bandaríkjunum eftir slysið, Meira
16. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 216 orð

Fundir norðanlands og raðganga

Í TILEFNI af 20 ára afmæli Gigtarfélags Íslands á þessu ári ætla félagar í gigtarfélaginu á Akureyri að heimsækja Húsvíkinga næstkomandi laugardag, 18. maí, og efna þar til fundar sem hefst kl. 14. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni á Akureyri kl. 11 og þurfa þátttakendur að tilkynna sig hjá Ingibjörgu Sveinsdóttur á Akureyri eða Guðrúnu Guðmundsdóttur á Hallandi. Meira
16. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Fundur Íslenskrar ættleiðingar

FUNDUR félagsins Íslensk ættleiðing, þar sem fulltrúar stjórnar koma til Akureyrar og hitta félagsmenn búsetta á Norðurlandi, verður næstkomandi laugardag á Hótel KEA og hefst hann kl. 14. "Gamlir" félagar sem vilja endurnýja tengsl við félagið svo og aðrir kjörforeldrar eru boðnir velkomnir og einnig er fundurinn opinn nýjum félagsmönnum. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 154 orð

Fundur um forgangsröðun áherslusviða í rannsóknum

HÁSKÓLI Íslands og Rannsóknarráð Íslands með stuðningi "The British Council" boða til fundar um forgangsröðun áherslusviða í rannsóknum föstudaginn 17. maí. Eftir því sem hlutverk vísinda í hagsæld og bættri félagslegri stöðu þjóða hefur verið skilgreint skýrar hafa raddir um forgangsröðun í vísindum orðið æ háværari. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

Fundur um gæludýr í þéttbýli

DÝRAVERNDARFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir borgarafundi um gæludýrahald í þéttbýli sunnudaginn 19. maí nk. kl. 14 að Hótel Borg. Á borgarafundinum mun gæludýraeigendum gefinn kostur á að spyrja ýmsa þá aðila sem koma að málefninu með ýmsum hætti. Sigurður H. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 231 orð

Ganga á Reykjavegi

FERÐAFÉLÖGIN Ferðafélag Íslands og Útivist hafa ákveðið að sameinast um 8 ferða raðgöngu til kynningar á gönguleið er nefnd hefur verið Reykjavegur og liggur frá Reykjanesvita um og meðfram Reykjanesfjallgarði og Hengli til Þingvalla. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

Gleðjast yfir góðum fréttum

"VIÐ ERUM mjög glaðar yfir því að fá að verða íslenskir ríkisborgarar. Fréttirnar koma á óvart og á skemmtilegum tíma af því að nú er að koma stórhátíð í kirkjunni," sagði móðir Viktima, príorinna í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði, þegar henni voru færðar fréttir af því að gert væri ráð fyrir að ellefu Karmelsystur í Hafnarfirði fengju ríkisborgararétt. Meira
16. maí 1996 | Smáfréttir | 50 orð

Gloucester kemur í vináttuheimsókn til Reykjavíkur

Gloucester kemur í vináttuheimsókn til Reykjavíkur í dag að því er segir í fréttatilkynningu frá Brezka sendiráðinu í Reykjavík. Skipið verður í Reykjavíkurhöfn frá 16. maí til 20 maí, en skipherrann er T. A. Cunningham. Skipið verður til sýnis almenningi laugardaginn 18. maí á tímabilinu frá klukkan 14 til 16:30. Meira
16. maí 1996 | Landsbyggðin | 58 orð

Grundarfjarðarhöfn gefin björgunarvesti

Grundarfirði-Rúnar S. Magnússon, skipstjóri, færði Grundarfjarðarhöfn fimm björgunarvesti að gjöf fyrir hönd Soffaníasar Cecilssonar hf. Tilgangurinn með gjöfinni er að börn og unglingar sem eru að leik við höfnina komi á hafnarvogina og fái björgunarvestin til að nota á meðan þau dvelja á hafnarsvæðinu, til að fyrirbyggja slys. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

Háskólafyrirlestur um dægurmenningu í Kanada

DR. SUSAN Warwick, dósent við enskudeild York-háskóla í Ontario í Kanada, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands föstudaginn 17. maí kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: "Popular Culture in Canada" og verður fluttur á ensku. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð

Hátíðarhöld Norðmanna

Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI Norðmanna hinn 17. maí ár hvert minnast þeir viðtöku stjórnarskrár Noregs er fram fór á Eidsvoll hinn 17. maí 1814. Fjöldi Norðmanna koma jafnan saman og halda daginn hátíðlegan. Konurnar skarta þjóðbúningum héraða sinna og Nordmannslaget í Reykjavík, félag Norðmanna og vina þeirra á Íslandi, efnir jafnan til hátíðardagskrár hinn 17. maí ár hvert. Meira
16. maí 1996 | Erlendar fréttir | 318 orð

Heittrúaðir krefjast afsagnar Yilmaz

VELFERÐARFLOKKURINN í Tyrklandi, samtök heittrúarmúslima, krafðist þess í gær að samsteypustjórn tveggja hægriflokka segði af sér í kjölfar þeirra niðurstöðu hæstaréttar landsins á þriðjudag að atkvæðagreiðsla í mars um traust á stjórnina hefði verið ólögleg vegna mistaka. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 346 orð

Húsið fullt af timbri og fuðraði upp á svipstundu

TUGA milljóna króna tjón varð í stórbruna í Glugga- og hurðasmiðju Sigurðar Bjarnasonar við Dalshraun 17 í Hafnarfirði í gærkvöldi. Húsið, sem er eitt stærsta trésmíðaverkstæði bæjarins og var fullt af timbri, fuðraði upp á svipstundu og fengu slökkviliðsmenn úr Hafnarfirði og Reykjavík ekki við neitt ráðið. Mikill eldsmatur var einnig í lakk- og límbirgðum. Eldsupptök eru ókunn. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

Júróvisjónfólk hittist

TÍU ár eru nú liðin frá því Íslendingar tóku fyrst þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en keppnin var þá haldin í Bergen og framlag Íslendinga var Gleðibankinn eftir Magnús Eiríksson í flutningi Icy-tríósins. Meira
16. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Katla átti lægsta tilboð

FIMM tilboð bárust í framkvæmdir við steyptan kant og polla í Krossanesi en tilboðin voru opnuð hjá Akureyrarhöfn í gær. Katla ehf. átti lægsta tilboðið en aðeins tvo þeirra voru undir kostnaðaráætlun Hafnarmálastofnunar. Katla bauðst til að vinna verkið fyrir kr. 4.084.551.- eða tæp 82% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á kr. 4.997.587.-. Þorgils Jóhannesson bauð kr. 4.530.007. Meira
16. maí 1996 | Erlendar fréttir | 166 orð

Kevorkian sýknaður fimmta sinni

JACK Kevorkian læknir var á þriðjudag sýknaður af ákæru um að hafa hjálpað tveimur konum með ólæknandi sjúkóma að svipta sig lífi árið 1991. Kevorkian hefur verið í þungamiðju deilunnar um líknarmorð í Bandaríkjunum. Hann hefur hjálpað 28 manns að svipta sig lífi, fimm sinnum verið sýknaður fyrir bandarískum dómstólum og aldrei verið dæmdur. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 221 orð

Krakkar eiga ekki að klifra í klettum

Níu ára drengur hrapaði í klettum "Indíánagils" Krakkar eiga ekki að klifra í klettum "MÉR finnst að krakkar ættu ekki að klifra í klettunum," sagði Sölvi Guðbrandsson, þegar hann kom í "Indíánagil" í Elliðaárdalnum í gær, þar sem fjöldi barna var við leik. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 258 orð

Kröfur um sérstakan kjarasamning kynntar Fossvirki

VERKALÝÐSFÉLÖG starfsmanna við Hvalfjarðargöng hafa samræmt kröfugerðir um kaup og kjör. Kröfugerðirnar voru kynntar Fossvirki, sem annast gerð ganganna, í gærmorgun. Loftur Árnason yfirverkfræðingur staðfesti við Morgunblaðið í gær að kröfugerðin hefði verið afhent og sagði að hún væri til skoðunar hjá Vinnuveitendasambandi Íslands. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Landsbankahlaupið á laugardag

HIÐ árlega Landsbankahlaup fer fram í ellefta sinn laugardaginn 18. maí 1996. Landsbanki Íslands stendur fyrir hlaupinu í samvinnu við Frjálsíþróttasambandið. Hlaupið er fyrir 10­13 ára krakka (fæddir 1983­1986). Meira
16. maí 1996 | Erlendar fréttir | 183 orð

Leitað að þýfi SAMEINUÐU þjóðirnar hafa krafi

SAMEINUÐU þjóðirnar hafa krafist þess að hafin verði leit í nígeríska farþegaskipinu sem flutti um 2.000 flóttamenn í Takoradi í Ghana, vegna gruns um að þýfi frá Líberíu sé um borð. Stofnanir SÞ í Líberíu hafa verið rændar skipulega á meðan borgarastyrjöldinni hefur staðið. Meira
16. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 455 orð

Lengsta einstaka háspennulögn landsins

LENGSTA einstaka háspennulögn sem lögð hefur verið hér á landi verður lögð í sumar þegar 33 kW jarðstrengur verður lagður frá Kópaskeri að Brúarlandi í Þistilfirði, en hann er alls 52 kílómetrar að lengd. Strengurinn kemur í stað núverandi línu sem liggur svipaða leið og strengurinn. Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er 130 milljónir króna. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Loforð fyrir 12 milljónir

ALLS hefur verið safnað loforðum fyrir framlög að verðmæti um 12 milljónum króna til styrktar Sophiu Hansen frá því sl. föstudag. Landssöfnun vegna forræðismáls Sophiu í Tyrklandi fór fram á öllum útvarpsstöðvunum þann dag. Meira
16. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Lýkur 8. stigi í fiðluleik

ÞRÚÐUR Gunnarsdóttir heldur útskriftartónleika á sal Tónlistarskólans á Akureyri á laugardag, 18. maí, og hefjast þeir kl. 17. Þrúður er að ljúka lokaprófi frá skólanum með 8. stig í fiðluleik. Á tónleikunum leikur hún verk eftir J.S. Bach, Beethoven, César Franck, Pablo de Strasate og Þorkel Sigurbjörnsson. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur með á píanó. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 262 orð

Löggjöf sett um tæknifrjóvgun

ALÞINGI samþykkti í gær löggjöf um tæknifrjóvgun en slík löggjöf hefur ekki verið sett hér á landi fyrr. Samkvæmt lögunum má aðeins framkvæma tæknifrjóvgun á konu sem er samvistum við karlmann og þau hafi bæði samþykkt skriflega. Meira
16. maí 1996 | Landsbyggðin | 280 orð

Mengunarsjóræningjarnir umhverfisverkefni í Brúarásskóla

Vaðbrekku, Jökuldal-Nemendur Brúarásskóla hafa í vetur verið að vinna að umhverfisverkefni um lífið í sjónum er nefnist Mengunarsjóræninginn eftir lagi er Nina Hagen gaf út á plötu á sínum tíma og fjallar lagið eins og nafnið gefur til kynna um mengun. Meira
16. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 17 orð

MESSUR

MESSUR HJÁLPRÆÐISHERINN: Lofgjörðarsamkoma í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.30. Barnastarf á föstudag, 11+ kl. 17.30 og unglingaklúbbur kl. 19.30. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Morgunblaðið/Hallgrímur Verksmiðja

UM þessar mundir standa yfir flutningar á vélum og búnaði Vestdalsmjöls hf. á Seyðisfirði til Þorlákshafnar en mikið tjón varð á verksmiðjunni í snjóflóði síðastliðinn vetur. Að sögn Péturs Kjartanssonar stjórnarformanns hefur verið stofnað nýtt félag um verksmiðjuna í Þorlákshöfn með þátttöku heimamanna, sem munu endurreisa og reka verksmiðjuna. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

MTV fylgir Bowie

FJÖLMENNT tökulið frá sjónvarpsstöðinni MTV kemur til landsins í sumar og fjallar um tónleika Davids Bowie 20. júní. Vífilfell stendur að heimsókninni, en Coca Cola er einn helsti styrktaraðili MTV-stöðvarinnar í Evrópu. Meira
16. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

NÁMSKEIÐ fyrir svæðanuddara verður haldið á Akureyri

NÁMSKEIÐ fyrir svæðanuddara verður haldið á Akureyri dagana 17., 18. og 19. maí. Þar verða punktar sænska svæðanuddarans MajLis Hagenmalm kenndir ásamt upprifjun á hefðbundnu svæðanuddi. Einnig verður kennt hvernig hægt er að sameina svæðanudd og orkubrautir líkamans með flæðipunktum. Meira
16. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 36 orð

Nemendasýning

SÝNING á verkum nemenda Arnar Inga verður í Klettagerði 6 á Akureyri næstkomandi laugardag, 18. maí frá kl. 14 til 18. Sýnd verða verk unnin með olíulitum, akrýllitum, pastellitum og leikverk eftir börn og fullorðna. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Nýr skemmtistaður

NASHVILLE bar & grill er nýr skemmtistaður sem staðsettur er á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Staðurinn verður opnaður í kvöld, fimmtudaginn 16. maí, kl. 22. Skemmtistaðurinn kemur til með að bjóða upp á innflutta ósvikna bandaríska kántrítónlist beint frá Nashville og fyrstir til að ríða á vaðið eru söngvarinn J.T. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 848 orð

Okkur getur alltaf liðið betur

HEILSUBÓTARDAGAR á Reykhólum hefjast nú níunda sumarið í röð, 23. júní næstkomandi, og verða út júlímánuð. Sem fyrr eru það hjónin Sigrún Olsen myndlistarmaður og Þórir Barðdal myndhöggvari sem sjá um og skipuleggja námskeiðin, en hvert námskeið stendur yfir í sjö daga. Haft var samband við Sigrúnu Olsen og hún beðin um að segja nánar frá starfseminni. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 49 orð

Opið í Kolaportinu

KOLAPORTSFÓLK hefur að undanförnu haft opið alla frídaga auk venjulegra markaðsdaga um helgar og hefur það tekist mjög vel. Kolaportið verður opið á fimmtudaginn, uppstigningadag kl. 11­17. Þessi markaðsdagur verður sérstaklega ætlaður fjölskyldufólki og fjöldi skemmtilegra tívolítækja á staðnum s.s. Geimsnerillinn, Teygjubyssan, Púmabrautin, Blöðruhúsið og Hoppikastali. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð

Óbein fjárfesting leyfð í sjávarútvegi

ALÞINGI samþykkti í gær að breyta lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri þannig að óbein erlend fjárfesting í íslenskum sjávarútvegi verður heimil. Verður erlendum aðilum nú heimilt að eiga allt að 33% hlut í fyrirtækjum sem aftur eiga fyrirtæki sem stunda útgerð eða fiskveiðar hér við land. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 231 orð

Ómarktæk skoðanakönnun

ARI Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að skoðanankönnun ÍM- Gallup, sem gerð var fyrir félagsmálaráðuneytið, sé í veigamiklum atriðum gölluð og segi í reynd ekkert um skoðanir almennings á vinnulöggjöfinni eða frumvarpi um breytingar á henni. Hann segir að það sé alvarlegt að félagsmálaráðherra skuli nota svona aðferðir til að blekkja almenning. Meira
16. maí 1996 | Miðopna | 1861 orð

ÓSKADRAUMUR SÖLUMANNA Eftir því sem sjónvarpsstöðvum hefur fjölgað hefur samkeppnin aukist og framboð efnis að sama skapi en

Harðnandi samkeppni sjónvarpsstöðva um íþróttaefni ÓSKADRAUMUR SÖLUMANNA Eftir því sem sjónvarpsstöðvum hefur fjölgað hefur samkeppnin aukist og framboð efnis að sama skapi en íslensku sjónvarpsstöðvarnar sýna íþróttir í meira en 1.000 klukkustundir á ári. Meira
16. maí 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Rauði kross Íslands leggur minningarblómsveig á Flateyri

Flateyri-Falleg og látlaus athöfn átti sér stað á Flateyri núna fyrir skemmstu þegar Rauði kross Íslands lagði minningarblómsveig á grasið fyrir framan Flateyrarkirkju í minningu þeirra sem létust í snjóflóðinu. Með þessu vildi allar deildir innan Rauða kross Íslands votta þeim látnu hluttekningu sína og samúð. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 248 orð

Ráðherrar við stofnfund í júlí

UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bandaríkjanna og Rússlands, þeir Warren Christopher og Jevgeníj Prímakov, munu að öllum líkindum sækja stofnfund Norðurheimskautsráðsins, sem nú er ákveðið að verði í Ottawa í Kanada 9.-10. júlí. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem er í vinnuheimsókn í Kanada, segir að stofnun ráðsins muni nú ekki frestast frekar. Meira
16. maí 1996 | Landsbyggðin | 98 orð

Ráðstefna um skóla og atvinnulíf

Ísafirði-Haldin verður ráðstefna á laugardag í Framhaldsskóla Vestfjarða um tengsl framhaldsskólastigsins við atvinnulífið undir yfirskriftinni: Hvað á framhaldsskólinn að gera fyrir atvinnulífið? Meira
16. maí 1996 | Erlendar fréttir | 200 orð

Réttað að nýju yfir Andreotti RÉTTARHÖLD hófu

RÉTTARHÖLD hófust í gær að nýju yfir Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, en hann er sakaður um mafíutengsl. Hófust réttarhöldin á því að saksóknari óskaði leyfis að kalla fyrir réttinn 91 mann til að bera vitni gegn Andreotti. Hætta varð við fyrstu réttarhöldin í máli Andreottis vegna veikinda eins dómaranna í máli hans. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 803 orð

Réttur til heilbrigðisþjónustu skertur?

"Nýlega var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um réttindi sjúklinga en markmið þess er "að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni og styðja trúnaðarsambandið sem ríkja ber milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna" (1. grein). Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 28 orð

Samband við Bosníu-Hersegóvínu

Samband við Bosníu-Hersegóvínu ÍSLAND og Bosnía-Hersegóvína hafa ákveðið að stofna til stjórnmálasambands og að skiptast á sendiherrum. Yfirlýsing þar um var undirrituð af fastafulltrúum ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Saumað á skinni og kniplað á skríni

SÍÐASTI fyrirlestur á vegum Heimilisiðnaðarskólans á þessu starfsári verður í Norræna húsinu laugardaginn 18. maí 1996 kl. 14. Fyrirlesari er Elsa E. Guðjónsson M.A. textíl- og búningafræðingur. Fyrirlestur Elsu er um skinnsaum og knipl á Íslandi á 18. og 19. Meira
16. maí 1996 | Erlendar fréttir | 175 orð

Simpson vel tekið í Oxford

Simpson vel tekið í Oxford Oxford. Reuter. O.J. Simpson, sem sýknaður var á síðasta ári af ákæru um að hafa myrt eiginkonu sína og vin hennar, fékk á þriðjudag hlýjar móttökur nemenda í Oxford. Ræddi hann við þá í hálfa aðra klukkustund og var honum fagnað með langvinnu lófataki í lokin. Meira
16. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Skák og mát

STJÖRNUDAGUR var í Síðuskóla nýlega, en það er Foreldra- og kennarafélag skólans sem fyrir honum stóð. Farin var skrúðganga um hverfið og þá var gestum boðið að fá andlit sitt málað í öllum regnbogans litum, spákona var á svæðinu, keppt var í götukörfubolta og farið í ýmsa leiki, en auk þess voru lögreglumenn á staðnum og skoðuðu reiðhjól barnanna. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Sólin eykur framleiðslu

GRÍÐARLEG grænmetisframleiðsla er í gróðurhúsum þessa dagana vegna sólar. Verð á kílói af tómötum og gúrkum er nú 50% lægra en á sama tíma í fyrra, að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Kolbeinn segir að mikið berist að af gúrkum og þó sérstaklega tómötum vegna bjartviðrisins og enn meira sé á leiðinni. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 462 orð

Stjórnarandstaða andvíg afgreiðslu

FRUMVARPI um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins var í gær vísað til þriðju umræðu á Alþingi eftir atkvæðagreiðslu um einstakar greinar frumvarpsins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu allir atkvæði gegn því að vísa frumvarpinu áfram. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 593 orð

Sýkna og málskostnaður felldur á stefnendur

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Hjalta Jón Sveinsson, Björn Eiríksson og Bókaútgáfuna Skjaldborg hf. af öllum kröfum Reynis Sigursteinssonar og Halldórs Gunnarssonar sem höfðu krafist ómerkingar á fjölmörgum ummælum sem birtust í tímaritinu Hesturinn okkar í mars 1995. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

Sýning í tilefni afmælis póstþjónustunnar

Í PÓST- og símaminjasafninu að Austurgötu 11 í Hafnarfirði hefur verið sett upp sérstök sýning í tilefni þess að 220 ár eru nú liðin frá því að póstþjónusta á Íslandi var stofnsett. Á sýningunni má m.a. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 64 orð

Söngur aldraðra í Digraneskirkju

SAMSÖNGUR verður laugardaginn 18. maí klukkan 16 í Digraneskirkju í Kópavogi. Þar syngja fjórir kórar aldraðra; Söngvinir í Kópavogi, Kór FEB í Reykjavík og nágrenni, Kór Félagsstarfs aldraðra í Reykjavík og Vorboðar í Mosfellsbæ. Þrír kóranna eiga tíu ára afmæli á þessu ári. Kórarnir syngja einir sér og einnig saman. Efnisskráin er fjölbeytt. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 62 orð

Taktu mynd af mér!

Sjaldan er reynt að koma í veg fyrir að ljósmyndarar Morgunblaðsins vinni störf sín. Þessi köttur, sem varð á vegi Ásdísar Ásgeirsdóttur, var þó ekki á því að hleypa henni framhjá, heldur velti sér við fætur hennar, þar til hún lét undan og smellti af honum mynd. Þá stóð hann upp, sperrti rófu og gekk keikur á brott. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 345 orð

Tekið er fyrir tvöfaldan biðlaunarétt

SAMGÖNGUNEFND Alþingis hefur afgreitt frumvarp um að Póst- og símamálastofnun verði breytt í hlutafélag í eigu ríkisins. Meirihluti nefndarinnar leggur til ýmsar breytingar á frumvarpinu, sem varða meðal annars biðlaunarétt starfsmanna Póst- og símamálastofnunar. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 154 orð

Tillögum um Heilsuverndarstöð mótmælt

HJÚKRUNARFRÆÐINGAR og ljósmæður Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur hafa kynnt sér tillögur stjórnar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og eru sammála um eftirfarandi: "Þeir eru mótfallnir tillögu um að leggja stöðina niður í núverandi mynd. Sú starfsemi sem þar fer fram hefur breyst með tilkomu heilsugæslustöðvanna en verður ekki lögð niður. Meira
16. maí 1996 | Landsbyggðin | 167 orð

Tíundi bekkur til Finnlands

Hvammstanga-Allir nemendur 10. bekkjar í Grunnskóla Hvammstanga lögðu upp í Finnlandsferð þann 1. maí og dvelja með finnskum ungmennum í tvær vikur. Ferðin er vandlega undirbúin og hafa ungmennin lagt hart að sér með að afla fjár. Ein leiðin var að afla áheita fyrir maraþonsund en þar safnaðist verulegur sjóður meðal staðarbúa og fyrirtækja. Meira
16. maí 1996 | Smáfréttir | 61 orð

TÖLVUSÝNING verður í Miðbæ í Hafnarfirði föstudaginn 17.

verður í Miðbæ í Hafnarfirði föstudaginn 17. og laugardaginn 18. maí. Þar mun Tæknival sýna t.d. nýjustu Multimedia frá Hyundai ásamt því að sýnt verður hvernig tengja má Husqvarna saumavél við tölvu og vinna á hana þannig. Tvær nýjar verslanir hefja nú starfsemi sína í Miðbæ. Meira
16. maí 1996 | Erlendar fréttir | 286 orð

Umbóta krafizt í Króatíu

EVRÓPURÁÐIÐ undirbýr nú lista yfir þær kröfur, sem stjórn Franjos Tudjman, forseta Króatíu, verður að uppfylla til þess að landið getið öðlazt aðild að ráðinu. Fastafulltrúar aðildarríkja Evrópuráðsins komu sér saman um það á þriðjudag að fresta aðild Króatíu að ráðinu um óákveðinn tíma. Stjórn Tudjmans hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu vegna ákvörðunarinnar. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 424 orð

Umframhækkanir opinberra starfsmanna áhyggjuefni

AÐALFUNDUR Vinnuveitendasambandsins samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun: "Á síðustu sex árum hefur tekist að yfirvinna djúpstæða kreppu í íslensku efnahagslífi. Hún orsakaðist af aflasamdrætti eftir óhóflega sókn í fiskistofna, lítilli framleiðni og nýsköpun í atvinnurekstri vegna lítillar arðsemi og almennu aðhaldsleysi í stjórn efnahagsmála. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 314 orð

Umsvifamesta sjónvarpsstöð heims gerir þætti um Ísland

JAPANSKA ríkissjónvarpið, NHK, umsvifamesta sjónvarpsstöð í heimi, vinnur nú að gerð fimm þátta um Ísland sem sýndir verða á sérstakri tilraunarás fyrir háskerpusjónvarp í Japan. Gert er ráð fyrir að þættirnir verði tilbúnir til sýningar í haust. Um 130. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Útvarpsréttarnefnd fundar

ÚTVARPSRÉTTARNEFND kom saman til fundar síðastliðinn þriðjudag. Kjartan Gunnarsson, formaður nefndarinnar, varðist allra fregna um það hvaða mál hefðu verið tekin fyrir á fundinum þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Næsti fundur nefndarinnar hefur ekki verið ákveðinn. Meira
16. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 169 orð

Vorsýningin hafin

ÁRLEG vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri verður opnuð í dag, fimmtudag, kl. 14 í húsakynnum skólans í Kaupvangsstræti 16. Að þessu sinni verður áhersla lögð á að kynna hið yfirgripsmikla starf sem unnið er í skólanum, í dagdeildunum þremur og á margvíslegum námskeiðum. Í vetur stunduðu 38 nemendur nám í dagdeildum, fornámsdeild, málunardeild og grafískri hönnun. Meira
16. maí 1996 | Smáfréttir | 90 orð

Warwick,

Warwick, dósent við enskudeild York Háskóla í Ontario í Kanada, flytur opinberan fyrirlestur, í boði Íslandsdeildar Norræna félagsins og heimspekideildar Háskóla Íslands föstudaginn 17. maí kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist "Popular Culture in Canada" og verður fluttur á ensku. Dr. Meira
16. maí 1996 | Smáfréttir | -1 orð

West

West hefur hringferð sína um landið með námskeiði í umbreytingardansi helgina 17.­19. maí. Fyrsta námskeiðið verður í Reykjavík, 31. maí verður hann á Akureyri. Meira
16. maí 1996 | Erlendar fréttir | 462 orð

Zjúganov lofar blönduðu hagkerfi og lýðræði

HELSTU keppinautarnir í væntanlegum forsetakosningum í Rússlandi, Borís Jeltsín forseti og Gennadí Zjúganov, frambjóðandi kommúnista, reyndu í gær ákaft að höfða til kjósenda sem vilja hvorki kommúnisma né kapítalisma heldur einhvers konar þriðju leið, milliveg. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 240 orð

Þjóðverjar sóttir á Kaldadal

BJÖRGUNARSVEIT sótti þýsk hjón með 4-5 ára gamalt barn á Kaldadal í fyrrakvöld. Fólkið hafði fest bílaleigubíl í aurbleytu við veginn sem það vissi ekki að væri lokaður almennri umferð. Þjóðverjarnir höfðu tekið Suzuki- jeppa á leigu til dagsferðar og ekið inn á Uxahryggjaveg frá Þingvöllum. Meira
16. maí 1996 | Erlendar fréttir | 214 orð

Þýskaland uppfyllir ekki EMU-skilyrðin

ÞÝSKALAND stenst ekki kröfur Maastricht-sáttmálans vegna þátttöku í hinum peningalega samruna Evrópuríkja (EMU) vegna of mikils fjárlagahalla. Kom þetta fram hjá heimildarmönnum innan framkvæmdastjórnar ESB í gær. Meira
16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 6 orð

(fyrirsögn vantar)

16. maí 1996 | Innlendar fréttir | 12 orð

(fyrirsögn vantar)

16. maí 1996 | Smáfréttir | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

16. maí 1996 | Staksteinar | 323 orð

»Atvinnulausum fækkar um 3200! TÍMINN segir í forystugrein í fyrradag að atv

TÍMINN segir í forystugrein í fyrradag að atvinnulausum hafi fækkað um 3200 frá sama tíma á fyrra ári. Árangur rekstrarbata fyrirtækja og fjölgunar starfa er m.a. rakinn til þess stöðugleika sem ríkt hefur í efnahagsmálum síðustu árin. Mikill bati milli ára Meira
16. maí 1996 | Leiðarar | 569 orð

SKÝR AFSTAÐA IÐURSTÖÐUR skoðanakönnunar Gallup um kjaras

SKÝR AFSTAÐA IÐURSTÖÐUR skoðanakönnunar Gallup um kjarasamninga og stéttarfélög, sem birtar voru í Morgunblaðinu í gær, eru mjög athyglisverðar, ekki síst í ljósi þeirra umræðna sem átt hafa sér stað um þessi mál að undanförnu. Meira

Menning

16. maí 1996 | Menningarlíf | 153 orð

Einleikstónleikar í Hallgrímskirkju

EINLEIKSTÓNLEIKAR verða haldnir í Hallgrímskirkju á uppstigningardag, fimmtudag 16. maí, kl. 17. Douglas Brotchie kemur fram og þreytir einleikarapróf á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar. "Douglas var virkur í tónlistarlífi í Skotlandi á námsárunum þar. Meira
16. maí 1996 | Fólk í fréttum | 166 orð

Fimleikahetjur ganga í hjónaband

NADIA Comaneci sneri aftur til heimalands síns, Rúmeníu, til að giftast bandaríska fimleikamanninum Bart Conner, 20 árum eftir að þau hittust í fyrsta skipti. Hann var 18 ára og hún 14 þegar þau kepptu á sama móti í New York, nokkrum mánuðum áður en hún hlaut þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Montreal og varð fyrst til að hljóta 10 í einkunn í fimleikum. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 45 orð

Fjórir kórar að Laugalandi

FJÓRIR kórar koma fram í Laugalandi í Holta- og Landssveit næstkomandi laugardag kl. 15. Kórarnir eru Samkór Oddakirkju, Karlakór Rangæinga, Kvennakór Hafnarfjarðar og Kór eldri Þrasta. Kórarnir eiga það allir sameiginlegt að vera stjórnað af Halldóri Óskarssyni. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 61 orð

"Gallerí Greip í átta daga"

GUNNAR Andrésson opnar sýningu í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82, laugardaginn 18. maí kl. 16. "Hér er um ræða hljóðinnsetningu sem byggir á setningum og samtalsbrotum sem Gunnar hefur "hlerað" víðsvegar að úr umhverfinu", segir í kynningu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18 nema mánudaga. Sýningin stendur aðeins í átta daga eða til 26. maí. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 87 orð

Grísku kvöldunum að ljúka

ZORBAHÓPURINN hefur nú flutt ljóðadagskrána "Vegurinn er vonargrænn" fyrir fullu húsi frá frumsýningu sem var 20. janúar s.l. í Kaffileikhúsinu. Næstu sýningar verða föstudaginn 17. maí, 25. maí og 1. júní sem verður 30. sýning hópsins og jafnframt sú síðasta. Meira
16. maí 1996 | Fólk í fréttum | 119 orð

Hafa þau fengið á sig hnapphelduna?

BRESKA dagblaðið The Sun sagði frá því í gær að Antonio Banderas og Melanie Griffith hefðu gengið í hjónaband við 15 mínútna látlausa athöfn í London. Antonio var staddur þar í borg við tökur á myndinni Evítu og að sögn dagblaðsins breska ákvað leikaraparið að nota tækifærið þegar Melanie kom í heimsókn á dögunum. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 299 orð

Hátíðasöngvar Bjarna Þorsteinssonar

HÁTÍÐASÖNGVAR séra Bjarna Þorsteinssonar hafa fram að þessu ætíð verið gefnir út í einni bók. Þetta þýddi það fyrir söngfólk að miklar flettingar voru fram og aftur í bókinni hvort sem um var að ræða jól eða páska eða aðrar hátíðir ársins. Nú hefur verið tekin upp sú nýbreytni að gefa hverja hátíð út sérstaklega og nú fyrir jólin komu út fjórar slíkar. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 189 orð

Heimsfrumsýningin hér í sumar

ÆFINGAR eru hafnar á nýjasta verki breska leikskáldsins Jims Cartwright, "Stone Free", sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu 12. júlí. Uppfærsla verksins hér er sú fyrsta í heiminum og hefur höfundur sýnt henni sérstakan áhuga að sögn aðstandenda Borgarleikhússins. Meira
16. maí 1996 | Myndlist | -1 orð

Innsetningar

Tumi Magnússon, Stefán Rohner, Magnea Þ. Ásmundsdóttir, Illugi Jökulsson. Opið alla alla daga frá 14-18. Til 19 maí. Aðgangur ókeypis. INNSETNINGAR (installation), ásamt nákvæmum útlistunum á samsetninum myndverka, virðist efst á baugi meðal ungra í dag. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 117 orð

Kammersveit menningarskóla Örebro í heimsókn

TVENNIR tónleikar með Örebro kulturskolas kammarorkester frá Svíþjóð verða haldnir laugardaginn 18. maí kl. 14 í Seltjarnarneskirkju og sunnudaginn 19. maí kl. 17 í Háteigskirkju. Hljómsveitin var stofnuð á sjöunda áratugnum og eru meðlimir flestir á menntaskólaaldri. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Katarina-barnakórinn syngur í Norræna húsinu

Í DAG, uppstigningardag kl. 16 verða tónleikar í fundarsal Norræna hússins. Það er Katarina- barnakórinn frá Katarina-kirkjunni í Stokkhólmi sem syngur. Í kórnum eru 30 stúlkur á aldrinum 10­14 ára. Kórstjóri er Gunnel Nilsson. Efnisskráin er fjölbreytt. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 86 orð

Kirkjukór Húsavíkur í Reykjavík

KIRKJUKÓR Húsavíkurkirkju heimsækir Kirkjukór Víðisstaðakirkju næstkomandi sunnudag og munu kórarnir halda sameiginlega tónleika í Víðistaðakirkju kl. 17. Á efnisskrá eru meðal annars verk eftir Mendelssohn og Mozart, auk nokkurra laga í stærra formi, sem kórarnir flytja sameiginlega. Einsöngvarar verða Signý Sæmundsdóttir og Natalía Chow. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 310 orð

Listviðburður í Washington D.C.

ÞAÐ var mikið um dýrðir í Martin Luther King-safninu í Washington 2. maí sl., en þá var opnuð sýningin "Building bridges - The Reykjavik Summit, Ten years Later", sem útleggst "Brúarsmíði - Reykjavíkurfundurinn, 10 árum síðar". Af því tilefni efndu sendiráð Íslands og Rússlands til móttöku í safninu og voru hátt í tvö hundruð manns viðstaddir. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 184 orð

Ljósmyndasýning í Úmbru

Í DAG verður opnuð í Galleríi Úmbru á Bernhöfstorfu sýning bandaríska ljósmyndarans Lauren Piperno. Á sýningunni eru verk úr ljósmyndaseríu hennar "The Cigarette Girls" sem hlotið hefur athygli á sýningum í Bandaríkjunum og þar sem hún hefur birst í bókum eða tímaritum. "Verkin sýna stúlkur sem hafa þann starfa að selja sælgæti, sígarettur og vindla í klúbbum og krám. Meira
16. maí 1996 | Bókmenntir | 1152 orð

Lögmálið og fagnaðarerindið

eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson: Hver er Jesús? Fimm greinar um nútíma hugmyndir um Jesús frá Nasaret. Skálholtsútgáfan 1996. Sami höfundur: Tveir lestrar um Lúther. Reiði Guðs í guðfræði Marteins Lúthers og Werners Elerts; Lúther, bænin og við. Rannsóknarritgerðir Guðfræðistofnunar. Háskóli Íslands, 1996. Meira
16. maí 1996 | Fólk í fréttum | 220 orð

Malkovich í leikstjórastólinn

BANDARÍSKI leikarinn John Malkovich hefur tekið að sér að leikstýra tveimur myndum. Hann sest í fyrsta skipti í leikstjórastólinn í október, þegar hann leikstýrir myndinni "The Dancer Upstairs". Myndin er byggð á sannri sögu um leit að leiðtoga skæruliðahreyfingar í Perú. Meira
16. maí 1996 | Tónlist | 421 orð

Með hamsleysi og krafti

Tríó Reykjavíkur lék verk eftir Beethoven, Jónas Tómasson og Tchaikovsky. Sunnudagurinn 12. maí,1996. TRÍÓ Reykjavíkur hélt sína síðustu tónleika á þessum starfsvetri og tileinkaði þá forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Gunnar Kvaran ávarpaði forsetann og þakkaði 16 gifturík ár. Tónleikarnir hófust með þriðja píanótríóinu (op.1, nr. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 201 orð

Mig dreymir ekki vitleysu

MIG DREYMIR ekki vitleysu, einþáttungur eftir Súsönnu Svavarsdóttur, verður fluttur í Höfundasmiðjunni í Borgarleikhúsinu næstkomandi laugardag, 18. maí. Að sögn Súsönnu fjallar leikritið um kærleikann, raunveruleikann og skuldbindingar í heimi skipulags, forsjárhyggju og hæfni. Meira
16. maí 1996 | Fólk í fréttum | 60 orð

Molly í nýrri mynd

Molly í nýrri mynd MOLLY Ringwald, Carol Kane og Jeanne Tripplehorn hafa tekið að sér að leika í myndinni "Office Killer" í leikstjórn Cindy Sherman, sem hefur getið sér gott orð sem ljósmyndari. Meira
16. maí 1996 | Fólk í fréttum | 57 orð

Mæðgur leika saman

EMMA Thompson hefur, ásamt móður sinni, Phyllida Law, tekið að sér að leika í myndinni "Winter Guest", eða Vetrargestur. Alan Rickman leikstýrir Vetrargesti, en hann hefur ekki áður sest í leikstjórastólinn. Myndin byggir á samnefndu leikriti Skotans Sharman Macdonalds sem fjallar um kynslóðabilið í skoskum smábæ. Líklegt er að tökur hefjist í Skotlandi í haust. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 81 orð

Norræn ljósmyndun í Lillehammer

Í SUMAR verður haldin norræn ljósmyndasýning í Kulturhuset Banken í Lillehammer í Noregi. Lögð er sérstök áhersla á listræna ljósmyndun og verða því myndir á sýningunni sem að öllu jöfnu sjást ekki í dagblöðum og tímaritum. Fimm ljósmyndarar taka þátt í sýningu fyrir hönd Noregs en fjórir frá Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Íslandi. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 173 orð

Nýjar bækur

ÚT er komið fjórða ráðstefnurit Vísindafélags Íslendinga og fjallar um Íslendinga, hafið og auðlindir þess. Ritstjóri bókarinnar er Unnsteinn Stefánsson fyrrv. prófessor. Snemma árs 1992 ákvað stjórn Vísindafélagsins að efna til almennrar ráðstefnu um þetta efni og var hún haldin 19. september sama ár. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 62 orð

Nýjar bækur SÖNGLJÓÐ

SÖNGLJÓÐ heitir nýútkomin bók eftir Auðun Braga Sveinsson með ljóðum við vinsæl og þekkt lög. Í undanfara að bókinni segir höfundur að ljóðin í þessari bók séu að mestu frumort við lög, sem hann hefur hrifist af á löngum tíma. Fáein ljóð í bókinni eru þýdd og nokkur ljóð eru ort á dönsku. Höfundur gefur bókina út og Skemmuprent prentar hana. Meira
16. maí 1996 | Myndlist | 627 orð

Ný kynslóð

Útskriftarnemar M.H.Í. Opið daglega kl. 13-19 til 19. maí. Aðgangur ókeypis VORSÝNING útskriftarnema Myndlista- og handíðaskóla Íslands er nú fyrr á ferðinni en á síðasta ári, og gefst því nokkuð tóm til að skoða verk þeirra sem eru nýkomnir að listinni áður en Listahátíð rennur í hlað með sínum alþjóðlegu stjörnum. Meira
16. maí 1996 | Fólk í fréttum | 150 orð

Ný lög fyrir Ísland

NÚ STYTTIST óðum í tónleika Davids Bowie á Listahátíð í Reykjavík, en þeir verða haldnir 20. júní næstkomandi eins og flestum er kunnugt. Bowie hefur æft tæplega 30 lög fyrir hljómleikaferð sína en Morgunblaðinu bárust nýlega þau gleðitíðindi að hann hefur bætt fimm lögum við efnisskránna. Meira
16. maí 1996 | Tónlist | 581 orð

Raddir vorsins

Verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jón Leifs, Þorkel Sigurbjörnsson, Gísla Magnason og Egil Gunnarsson. Margrét Sigurðardóttir sópran, Hera Björk Þórhallsdóttir sópran, Ólafur Rúnarsson baríton, Hanna Björk Guðjónsdóttir sópran. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó. Sönghópur u. stj. Egils Gunnarssonar. Meira
16. maí 1996 | Fólk í fréttum | 226 orð

Regnboginn sýnir myndina Apaspil

KVIKMYNDAHÚSIÐ Regnboginn hefur hafið sýningar á barna- og fjölskyldumyndinni Apaspil. Í aðalhlutverkum eru Jason Alexander, Faye Dunaway og Eric Lloyd. Leikstjóri er Ken Kwapis. Myndin gerist á Majestic glæsihótelinu þar sem hótelstjórinn (Jason Alexander) er reiðubúinn að ráða fram úr hvaða vandamáli sem hugsanlega getur komið upp. Meira
16. maí 1996 | Fólk í fréttum | 182 orð

Sambíóin frumsýna Hættuleg ákvörðun

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga kvikmyndina Hættuleg ákvörðun eða "Executive Decision" en hún er nýjasta spennumyndin frá Hollywood með Kurt Russel í aðalhlutverki. Myndin segir frá hvernig ein alræmdustu hryðjuverkasamtök heimsins ná yfirráðum yfir bandarískri DC-10 þotu á leið til Washington. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 20 orð

Sigga Vala sýnir á 22

Sigga Vala sýnir á 22 SIGGA Vala opnar sýningu á veitingahúsinu Laugavegi 22 laugardaginn 18. maí kl 17. Allir velkomnir. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 87 orð

Snorri Freyr sýnir í Galleríi Horninu

SNORRI Freyr Hilmarsson opnar sýningu á drögum að umhverfislistaverki fyrir Listahátíð í Reykjavík 1996 í Galleríi Horninu að Hafnarstræti 15. Sýningin ber yfirskriftina "Þar sem er reykur, þar er eldur undir" og samanstendur af tillögum að reykháfum á þrjár stórbyggingar í Reykjavík; Þjóðleikhúsið, aðalbyggingu Háskólans og verksmiðjuhús Kletts í Laugarnesi. Meira
16. maí 1996 | Fólk í fréttum | 45 orð

Sokkalaust par

VOR ER í lofti víðar en á Íslandi þessa dagana. Elle Macpherson og ónefndur félagi hennar sáu ekki ástæðu til að klæðast sokkum í veðurblíðunni í London fyrir skömmu. Hins vegar voru þau bæði með dökk gleraugu, eins og stórstjarna er háttur á almannafæri. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 61 orð

Sýningu Gunnlaugs Stefáns að ljúka

GUNNLAUGUR Stefán Gíslason hefur að undandförnu sýnt vatnslitamyndir sínar í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Myndirnar eru allar málaðar á undanförnum mánuðum. Sýningunni lýkur á sunnudag. Þá lýkur einnig kynningu á olíumyndum Ingibjargar Hauksdóttur sem verið hefur í kynningarhorni gallerísins. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 55 orð

Sýningu Ingibjargar að ljúka

SÝNINGU á verkum Ingibjargar Vigdísar Friðbjörnsdóttur í sýningarsalnum við Hamarinn, Strandgötu 50 í Hafnarfirði lýkur nú um helgina. Ingibjörg er fædd 22. janúar 1954. Hún er Kópavogsbúi, en auk þess hefur hún dvalið lengi í Grænlandi. Myndirnar eru allar unanr á fimm síðustu árum á verkstæði Ingibjargar að Álafossi í Mosfellssveit. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 150 orð

Tjarnarkvartettinn í Gerðubergi

TJARNARKVARTETTINN heldur tónleika í Gerðubergi næstkomandi laugardag kl. 17. Á efnisskránni eru meðal annars ný sönglög eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson samin fyrir kvartettinn og einnig ýmsar nýstárlegar útsetningar á íslenskum söng- og dægurflugum allt frá Sigvalda Kaldalóns til Spilverks þjóðanna. Allt efni er flutt án undirleiks "a capella". Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 99 orð

Tónleikar hjá Fíladelfíu

Í KVÖLD kl. 20 verða vortónleikar Lofgjörðarhóps Fíladelfíu í Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2. Hópurinn samanstendur af um 20 manns og hafa þau komið víða við í vetur. Hópurinn sér um alla almenna tónlist í Fíladelfíukirkjunni en auk þess hafa þau meðal annars komið fram í poppmessu í Vídalínskirkju og einnig tekið þátt í messu í Óháða söfnuðinum. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 111 orð

Tónleikar og kaffisala í Stapa

Á UPPSTIGNINGARDAG munu lúðrasveitir og Léttsveit Tónlistarskólans í Keflavík halda tónleika í Stapanum og hefjast þeir kl. 15. Foreldrafélag Léttsveitarinnar mun verða með kaffisölu og rennur ágóðinn í ferðasjóð sveitarinnar. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 60 orð

Tónleikar Tónlistarskóla Njarðvíkur

FJÓRÐU og síðustu vortónleikar Tónlistarskóla Njarðvíkur á þessu starfsári verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, laugardaginn 18. maí, kl. 17. Þá koma fram nemendur með blandaða efnisskrá sem samanstendur af bæði einleiks- og samleiksatriðum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Skólaslit verða sunnudaginn 19. maí kl. 14 í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 123 orð

Valdar andlitsmyndir

SÝNINGU Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á völdum andlitsmyndum lýkur nú á sunnudag. "Sýningin veitir einstakt tækifæri til að bera saman þrívíðar, mótaðar andlitsmyndir Sigurjóns við málverk af nokkrum þjóðkunnum Íslendingum eftir eldri meistara á borð við Ásgrím Jónsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson og Kristján Davíðsson. Meira
16. maí 1996 | Fólk í fréttum | 148 orð

Vel heppnuð ferð

AÐ SÖGN félagsmanna Íslendingafélagsins í London hefur góður andi og samstaða löngum einkennt starfsemi þess. Núna á vordögum, helgina 26.-29. apríl, brugðu rúmlega 80 Íslendingar sér í ferð til Henfords Mar í Wiltshire á Englandi og áttu þar góðar stundir. Gist var í 12 gistiskálum og má segja að Íslendingar hafi lagt undir sig svæðið. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 387 orð

Verk eftir Þorkel, Haydn og Sibelius

Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói á morgun föstudag kl. 20 verða flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Josef Haydn og Jean Sibelius. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari. Einleikari Manuela Wiesler. Meira
16. maí 1996 | Kvikmyndir | 337 orð

Viðvaningur í vondum málum

Leikstjóri: Bill Bennett. Handrit: Denis Leary og Mike Armstrong. Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Denis Leary, Yaphet Kotto, Steven Dillane. Warner Bros. 1996. BANDARÍSKA gamanmyndin Stolen Hearts" (ekki er haft fyrir því að þýða titilinn) segir af kærustupari, Denis Leary og Söndru Bullock, Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 202 orð

"Vokalensemble" í Bústaðakirkju

KÓR ERIKS Westberg, Vokalensemble, heldur tónleika í Bústaðakirkju á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík á uppstigningardag kl. 20.30. Á efnisskránni verða verk frá 15. og 16. öld eftir J.S. Bach, Knut Systedt, Jan Sandström, Sven-Erik Back og Anders Nilsson. Meira
16. maí 1996 | Fólk í fréttum | 59 orð

Þorrablót í Kaliforníu

ÞORRABLÓT Íslendingafélagsins í Norður-Kaliforníu var haldið rétt utan San Francisco nýverið. Þrátt fyrir að ekki hafi íslenskir hljómlistarmenn komið að skemmta Íslendingum að þessu sinni vantaði ekki fjörið, en um 180 manns mættu á blótið. Þórarinn Guðlaugsson og Þóra Davíðsdóttir voru kokkar kvöldsins. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 48 orð

Þórður frá Dagverðará sýnir

ÞÓRÐUR frá Dagverðará opnar sýningu í Rarik-salnum, Þverklettum 2-4 á Egilsstöðum, föstudaginn 17. maí. Sýningin stendur yfir í tvo daga, henni lýkur 19. maí. Sýningin er opin frá kl. 16-21 á föstudag, en laugardag og sunnudag verður opið frá kl. 10-18. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 82 orð

Öskuhaugur í salnum

ÞEIR leikhúsgestir sem leggja leið sína í Theatre Royal í Stratford á næstunni verða óþyrmilega varir við hvert sögusvið verksins Þvílíkt bölvað frelsi" er. Það gerist á öskuhaugum og hefur myndarlegum hrauk verið komið fyrir á sviðinu, sem lyktar eins og verslun góðgerðarsamtaka á rökum vetrardegi" svo að ekki sé tekið dýpra í árinni. Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 121 orð

(fyrirsögn vantar)

FARÐU í skrúðgarð að vorlagi eða um sumar, tíndu þar blóm, dýfðu því í málningu með hvaða lit sem þér sýnist, dýfðu lófanum á þér í málningu af öðrum lit, legðu blómið í lófann, búðu til afþrykk á pappír af lófanum og blóminu, þektu afþrykkið með sólblómaolíu þegar liturinn á því er þornaður, settu síðan blaðið í plastbakka með tæru vatni, Meira
16. maí 1996 | Menningarlíf | 259 orð

(fyrirsögn vantar)

HOLLENSKUR sérfræðingur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að óundirrituð teikning af konu sem gengur með barn í fangi eftir vegarslóða í roki, sé eftir Vincent van Gogh. Meira

Umræðan

16. maí 1996 | Aðsent efni | 1039 orð

Blindraletur á Íslandi Hlutur Vinafélags Blindrabókasafns Íslands í vexti og viðgangi þess

BLINDRALETUR hefur þá sérstöðu að einungis örfámennur hópur í hverju þjóðfélagi les það. Það var fundið upp í Frakklandi árið 1825 og hefur staðist tímans tönn. Stöðugt er verið að bæta aðstöðu til bókagerðar á blindraletri og hafa ýmsir lagt hönd á plóginn til þess að Blindrabókasafn Íslands verði í fremstu röð framleiðenda blindraleturs í Evrópu. Meira
16. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 299 orð

Dr. philos. Högni Egilsson

Í FRAMHALDI af ágætri frétt Mbl. þann 10. maí sl. af doktorsvörn Högna Egilssonar við Óslóarháskóla fyrr á þessu vori langar mig að bæta við örfáum orðum - vegna þess að ég var þar til staðar. Högni er Vestfirðingur, frá Suðureyri við Súgandafjörð, og starfaði að mörgu áður en hann fór til Noregs 1969. Meðal annars kenndi hann við Kennaraskólann og var skólastjóri við Skóla Ísaks Jónssonar. Meira
16. maí 1996 | Aðsent efni | 358 orð

Forsetaframboð!

ÞAÐ eru margir sem velta fyrir sér þessa dagana hvern þeir vilja fá sem næsta forseta íslenska lýðveldisins. Það ætti ekki að vera vandasamt að velja sér forseta úr þeim hópi sem nú hefur tilkynnt framboð sitt. Það hefur öllum forsetaframbjóðendunum verið gefinn kostur á að koma fram í smáyfirheyrslu í Dagsljósi sjónvarpsins. Miðvikudaginn 17. Meira
16. maí 1996 | Aðsent efni | 710 orð

Grænmeti, ávextir og heilbrigði kransæða

ALLT frá því að fyrstu rannsóknir voru gerðar á algengi, nýgengi og útbreiðslu kransæðasjúkdóma hafa menn veitt því athygli að ríkuleg neysla grænmetis og ávaxta virðist veita vissa vernd gegn kransæðaáföllum. Þessi grunur hefur styrkst og orðið að vissu með víðtækum rannsóknum á ýmsum sviðum; faraldsfræði, næringarfræði lyflæknis- og hjartasjúkdómafræði og meinafræði. Meira
16. maí 1996 | Kosningar | 236 orð

Guðrún Agnarsdóttir sameinar kosti allra frambjóðenda

VALUR Pálson, leiðandi kontrabassaleikari í Fílharmoníunni okkar hér í Stokkhólmi, skrifaði í bréfi til blaðsins fyrir nokkru að hann styddi Guðrúnu Agnarsdóttur til forseta íslands öðrum fremur, vegna þess að hún væri eini frambjóðandinn sem hefði pólitíska reynslu án þessa að vera bundin á þann hægri- vinstri bás sem skipað hefur þjóðinni í fylkingar í ára tugi. Meira
16. maí 1996 | Aðsent efni | -1 orð

Hagsmunir sjúklinga bornir fyrir borð!

FRUMVARP til laga um réttindi sjúklinga liggur nú fyrir til afgreiðslu á Alþingi. Í frumvarpinu segir að markmið þess sé "að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni og styðja trúnaðarsambandið sem ríkja ber á milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Meira
16. maí 1996 | Aðsent efni | 1156 orð

Hvalveiðar? Við eigum að ákveða formlega, segir

NÝLEGA voru hvalveiðar ræddar á Alþingi, í umræðu sem fékk mjög takmarkaðan tíma, samkvæmt þingsköpum. Miklu skiptir hvernig haldið er á þessu máli, því þar undir eigum við bæði hagsmuni og rétt gagnvart alþjóðasamþykktum. Hagsmunaárekstrar Hagsmunir okkar eru margslungnir. Við hvalveiðar voru talsverð umsvif þar til bann alþjóða hvalveiðiráðsins (IWC) hófst 1986. Meira
16. maí 1996 | Aðsent efni | 687 orð

Lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna

Í fyrri grein minni fjallaði ég um vanda ríkissjóðs gagnvart Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins. Ógreidd skuldbinding ríkis og sveitarfélaga er um 90 milljarðar króna eða um 600 þ.kr. á hvern vinnandi mann í landinu. Með öðrum orðum. Hver vinnandi einstaklingur skuldar opinberum starfsmönnum 600 þ.kr. eða 4 til 5 mánaðarlaun! Þessi skuld hækkar um 10 m.kr. á dag. Meira
16. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 370 orð

Lífræn ræktun er framtíðin

LÍFRÆN ræktun - hvað er nú það? spyr Pálmi Stefánsson efnaverkfræðingur í Ósló í bréfi til blaðsins sunnudag 12. maí sl. Hann dregur í efa að lífræn matvæli á borð við grænmeti séu hollari en önnur og gefur í skyn að markaðssetning lífrænt vottaðra afurða sé sölubrella. Meira
16. maí 1996 | Aðsent efni | 927 orð

Nýjar leiðir í iðjuþjálfun geðsjúkra

IÐJUÞJÁLFUN er mikilvægur þáttur í meðferð og endurhæfingu geðsjúkra. Iðjuþjálfun geðsjúkra og einstaklinga sem eiga við sálfélagsleg vandamál að stríða hefur hingað til eingöngu verið bundin við geðdeildir sjúkrahúsanna og Reykjalund. Eingöngu þeir sem leggjast inn eða eru í tengslum við sjúkrahúsin hafa átt kost á iðjuþjálfun. Meira
16. maí 1996 | Aðsent efni | 625 orð

Oft var þörf en nú er nauðsyn

LAUNAFÓLK á Íslandi hefur á umliðnum árum axlað mikla byrði. Það hefur kveðið niður verðbólgudrauginn, Þorgeirsbola samtímans. Það hefur rétt við hag fyrirtækja með því nánast að gefa vinnu sína með þeim afleiðingum að laun eru hér á landi miklu lægri en í þeim löndum sem við berum okkur saman við á hátíðarstundum. Meira
16. maí 1996 | Aðsent efni | 932 orð

Ofursægreifar kasta af sér klæðunum

UNDANFARNAR vikur hafa landsmenn orðið varir við félagsskap er kennir sig við útvegsbændur eða útvegsmenn afmarkaða víðs vegar um landið. Hefur félagsskapurinn látið mjög ófriðlega, raunar svo ófriðlega að landsmenn eru farnir að spyrja: "Hvað er að hjá þeim?" "Hvers vegna eru þeir svona reiðir?" Svarið er einfalt: Þeir hafa verið minntir rækilega á að þeir eiga ekki fiskinn í sjónum. Meira
16. maí 1996 | Aðsent efni | 203 orð

SÁ-álfur vinnur fyrir okkur öll

GÓÐIR Íslendingar! Það er nöturleg staðreynd, en vímuefnaneysla íslenskra ungmenna hefur aldrei verið jafnmikil og útbreidd og á síðastliðnu ári. Tískuefnin hafa heldur aldrei verið eins skaðleg, og í vetur gerðu fréttir um sjálfsvíg, grófar líkamsmeiðingar, skipulagða glæpastarfsemi og aðra dapurlega fylgifiska vímugjafanna skammdegið enn myrkara en við eigum að venjast. Meira
16. maí 1996 | Aðsent efni | 1180 orð

Skógræktarsjóður Húnavatnssýslu

HEIMILDIR úr annálum benda til þess að kjarr og skógar hafi vaxið á 18. öld á um helmingi býla í Húnavatnssýslu eins og kom fram í erindi Grétars Guðbergssonar á ráðstefnu um birkiskóga landsins 19. apríl síðastliðinn. Samkvæmt heimildum vex þar náttúrulegt birki einungis á 6 stöðum. Húnavatnssýslur hafa lengi vel ekki mikið verið orðaðar við skógrækt. Meira
16. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 418 orð

Stöðvum söluna

ÞAÐ er ein vara sem hefur mikla sérstöðu, hún fæst víðar en nokkur önnur vara og er jafnframt löglegt fíkniefni. Það er að segja fyrir þá sem eru eldri en 16 ára en þeir sem eru yngri virðast í engum vandræðum með að kaupa efnið. Í tveimur könnunum æskulýðsráðs Hafnafjarðar í janúar og mars sl. reyndust yfir níutíu prósent sölustaða selja unglingum undir lögaldri tóbak. Meira
16. maí 1996 | Aðsent efni | 856 orð

Vandræðalausn á vörugjaldsmálinu

UM ÞESSAR mundir er til meðferðar á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á vörugjaldskerfinu. Löngu var orðið tímabært að taka þessa löggjöf til endurskoðunar, enda er um að ræða óréttláta skattlagningu, sem þar að auki fer í bága við skuldbindingar Íslendinga gagnvart öðrum Evrópuþjóðum. Meira
16. maí 1996 | Aðsent efni | 647 orð

Við byggjum okkar kirkju

GRAFARVOGUR er nýjasta og um leið stærsta hverfi Reykjavíkur og er enn í vexti. Á árinu 1991 var hafin bygging kirkju í Grafarvogi. Byggingu kirkjunnar miðaði vel og var ákveðið að byggja kirkjuna upp og útibyrgja hana þannig að allir gluggar eru glerjaðir, en kirkjan að öðru leyti fokheld. Meira

Minningargreinar

16. maí 1996 | Minningargreinar | 394 orð

Birgir Steindórsson

Góður vinur er látinn, það er erfitt fyrir okkur sem eftir lifum að horfast í augu við þá staðreynd, en við verðum að gera það engu að síður. Biggi er horfinn frá okkur og kemur ekki aftur. En við eigum minningarnar, bæði margar og góðar, og við þær getum við yljað okkur um ókomin ár. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 349 orð

Birgir Steindórsson

Látinn er skólabróðir okkar, Birgir Steindórsson, langt um aldur fram. Á slíkri stundu rifjast upp í huga okkar úr Árgangi '50 margar minningar, flestar ljúfar, sumar sárar. Á Siglufirði, þar sem blámóðan sveipar fjöll, ólumst við upp, upplifðum bernsku- og unglingsárin í frjálsum leik milli fjalls og fjöru, unnum í síldinni á sumrin, gengum í skóla á vetrum. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 328 orð

Birgir Steindórsson

Ævidegi vinar míns, Birgis Steindórssonar, er lokið. Degi hans lauk löngu áður en kom að ævikvöldi. Eigi að síður var hvíldin kær, því ekkert var lengur framundan í þessum heimi annað en meiri þrautir þess sjúkdóms, sem svo marga leggur að velli. Einnig í þeirri baráttu nutu sín hans góðu kostir, sem birtust í raunsæi, yfirvegun og kjarki. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 285 orð

Birgir Steindórsson

Afi er dáinn, farinn og ég, sem er bara fimm ára, á svolítið erfitt með að skilja þetta. Þú sem varst svo góður við mig. Oftast kom ég með mömmu og pabba í heimsókn til ykkar ömmu á Lindargötuna um helgar og þá var svo spennandi þegar við skruppum á rúntinn og komum við í búðinni, bara við tvö, og ekki spillti það ánægjunni þegar Doddi vildi koma með okkur. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 180 orð

Birgir Steindórsson

Biggi afi er dáinn. Ég minnist þín með söknuði. Þú varst afi hennar Ástu frænku minnar sem var einu ári eldri en ég og ég fékk að kalla þig afa líka eins og hún. Ég minnist þeirra mörgu sunnudaga sem ég beið í glugganum heima eftir að þú kæmir að ná í mig til að fara með mig í sunnudagaskólann. Þá varstu búinn að ná í Ástu frænku mína og við fórum öll saman. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 456 orð

Birgir Steindórsson

Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber steinar tali og allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér Kæri vinur og skólabróðir. Þetta litla ljóð skrifaðir þú í minningabókina mína þegar við vorum aðeins 12 ára börn sem áttum lífið framundan. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 228 orð

Birgir Steindórsson

Vinur okkar og nágranni, Birgir Steindórsson, er látinn, aðeins 45 ára að aldri. Við spyrjum okkur hver sé tilgangurinn að leggja á fólk slíka raun sem illkynja sjúkdómur er. Er sá sem öllu stýrir að reyna á þolrifin í mannanna börnum? Ef svo er hefur Birgir Steindórsson staðist hverja þraut. Æðruleysi hans og hetjuskapur í baráttu hans við ólæknandi sjúkdóm vakti aðdáun og virðingu okkar. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 326 orð

Birgir Steindórsson

Mitt í veðurblíðunni barst sorgarfregnin frá Siglufirði, Birgir Steindórsson var látinn. Illvígur sjúkdómur hafði lagt hann að velli í blóma lífsins, aðeins 45 ára að aldri. Það dimmdi í huga mínum. Svo mun fleirum hafa farið. Kynni okkar Birgis hófust skömmu eftir að hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ástu Gunnarsdóttur. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 292 orð

Birgir Steindórsson

Fallinn er frá á besta aldri Birgir Steindórsson. Allur aldur er góður aldur ef menn nýta hann vel. Æviskeiðið frá þrjátíu og fimm ára til fimmtugs er mörgum notadrjúgt í þjónustu fyrir samfélagið. Birgir Steindórsson var einn þeirra sem utan dagslegs vinnutíma lét samfélagsmál til sín taka af áhuga og virkri þátttöku. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 418 orð

Birgir Steindórsson

Birgir Steindórsson kaupmaður er látinn á Sjúkrahúsi Siglufjarðar eftir stutta legu, en hann greindist með krabbamein fyrir örfáum mánuðum. Birgir ólst upp á Siglufirði og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Hugur hans stóð strax til verslunarstarfa, enda varði hann miklum tíma í versluninni hjá Kristínu Hannesdóttur. Hann fór ungur til Kaupmannahafnar, þar sem hann stundaði verslunarstörf og lærði m. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 114 orð

Birgir Steindórsson

Kveðja frá Sjálfstæðisfélögunum í Siglufirði Mann brestur orð þegar maður heyrir svo váleg tíðindi sem þau að hann Birgir Steindórsson sé látinn, aðeins 45 ára. Mín fyrstu kynni af Birgi voru þegar við byrjuðum að starfa saman fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1981. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 466 orð

Birgir Steindórsson

Það eru innan við þrír mánuðir frá því við Birgir Steindórsson hittumst á biðstofu læknis á Sjúkrahúsi Siglufjarðar og fórum að tala um erindi okkar þar og sagði Birgir mér þá að eitthvað hefði sést óeðlilegt í maga hans og ætti hann að fara í myndatöku. Stuttu seinna sagði hann mér að þetta hefði reynst illkynja og ætti hann að fara í frekari rannsóknir. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 176 orð

BIRGIR STEINDÓRSSON

BIRGIR STEINDÓRSSON Birgir Steindórsson fæddist í Siglufirði 8. júlí 1950. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 9. maí síðastliðinn. Birgir var sonur Steindórs Hannessonar, bakarameistara á Siglufirði, og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Eftirlifandi eiginkona Birgis er Ásta Margrét Gunnarsóttir og áttu þau fjóra syni. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 103 orð

Elína Jakobsdóttir Elsku amma mín. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman og allt sem þú hefur gert

Elsku amma mín. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Takk fyrir að leyfa mér að búa hjá þér í Kópavoginum í vetur. Ég mun alltaf muna eftir þér sem yndislegri manneskju sem vildi alltaf hjálpa öðrum. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 789 orð

Elín Jakobsdóttir

"Hafðu samt enga væmni í henni," sagði Elín tengdamóðir mín við mig fyrir skömmu þegar hún vissi að ég var að skrifa minningargrein um mann sem var mér kær. Nú þegar ég set á blað nokkur minningarorð um hana langar mig satt að segja til að brjóta gegn þessu viðhorfi hennar til minningarorða og skrifa um hana á þann hátt sem hún kallaði væminn. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 566 orð

Elín Jakobsdóttir

Heimili ömmu og afa hefur alltaf verið fastur punktur í lífi mínu. Ég nánast fæddist þar, ólst þar upp að verulegum hluta og dvaldi þar langdvölum langt fram eftir aldri. Í raun og veru vildi ég hvergi annars staðar vera en hjá ömmu. Svo rammt kvað að þessu að ég hélt því staðfastlega fram þegar ég sem lítill strákur bjó erlendis að Ísland væri hvergi annars staðar en hjá ömmu og afa. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 478 orð

ELÍN JAKOBSDÓTTIR

Elín Jakobsdóttir fæddist í Grímsey 24. október 1932. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Helgason, f. 1904 í Svarfaðardal, d. 1970, og Svanfríður Bjarnadóttir, f. 1905 í Fjörðum, d. 1984. Elín var fjórða barn þeirra. Elstur var Willard, f. 1926, d. 1945, þá Helgi, f. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 445 orð

Friðrik Þórarinn Jónsson

Snemma á föstudagsmorgun hringdi amma í mig til að segja mér að afi hefði verið fluttur á spítala kvöldið áður. Mér brá að sjálfsögðu mjög mikið og ég held að ekkert okkar hafi grunað að veikindi afa væru það alvarleg að hann mundi ekki lifa af. Þegar ég var lítil bjuggu afi og amma á Tómasarhaga og voru að sjálfsögðu "afi og amma á Tómó". Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 269 orð

Friðrik Þórarinn Jónsson

Okkur langar til að kveðja elsku afa með nokkrum orðum. Við vitum öll að enginn er eilífur, en það er samt erfitt að sætta sig við svo snöggan viðskilnað. Afi hefði orðið 76 ára 18. maí nk. og við vorum nýbúin að kaupa afmælisgjöf handa honum þegar við fengum þessar sorgarfréttir. Við höfum ætíð haft mikið samband við ömmu og afa og það var alltaf glatt á hjalla þegar við heimsóttum þau. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 220 orð

Friðrik Þórarinn Jónsson

Mig langar til að minnast Friðriks í örfáum orðum, en ég var hálfgerður heimalingur hjá þeim Gógó á mínum yngri árum. Gugga sonardóttir þeirra, sem ólst upp hjá þeim, og ég vorum óaðskiljanlegar frá átta ára aldri. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 348 orð

Friðrik Þórarinn Jónsson

Í dag verður kvaddur frá Víðistaðakirkju afi minn, Friðrik Þ. Jónsson. Það er erfitt að trúa því að hann elsku afi minn sé dáinn. Hann sem lék við hvern sinn fingur í heimsókn hjá okkur helgina á undan, ræddi um landsins gagn og nauðsynjar, og var hann svo sannarlega inni í dægurmálum líðandi stundar. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 306 orð

Friðrik Þórarinn Jónsson

Elsku Fíi frændi. Ekki datt okkur systrunum í hug að við ættum eftir að sitja og skrifa minningargrein um þig svona fljótt, það er svo stutt síðan við hittumst í afmæli og varst þú manna kátastur þar. Friðrik Jónsson eða Fíi frændi eins og við systurnar kölluðum hann var kvæntur föðursystur okkar henni Guðbjörgu Guðmundsdóttur eða Gógó eins og við kölluðum hana. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 164 orð

FRIÐRIK ÞÓRARINN JÓNSSON

FRIÐRIK ÞÓRARINN JÓNSSON Friðrik Þórarinn Jónsson var fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð 18. maí 1920. Hann lést í Landspítalanum að kvöldi 10. maí síðastliðins. Foreldrar hans voru Arnfríður Guðmundsdóttir frá Laugum við Suðureyri og Jón Hálfdán Guðmundsson bóndi frá Gelti við Súgandafjörð. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 128 orð

Friðrik Þórarinn Jónsson Með fáeinum orðum langar mig að minnast Friðriks. Þegar Gugga vinkona bjó á Hrísateignum niðri hjá

Með fáeinum orðum langar mig að minnast Friðriks. Þegar Gugga vinkona bjó á Hrísateignum niðri hjá þeim sæmdarhjónum, kynntist ég þeim hjónum fyrst. Ég fann það strax að inn á heimili þeirra hjóna var gott að koma og fékk ég tregatilfinningu að hafa ekki átt afa og ömmu sem ég kynntist. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 152 orð

Kristján Jónsson

Nú þegar stundin er komin vitum við að þú hefur hlotið þá hvíld sem þú áttir skilið. Þó erfitt sé að sætta sig við þetta, er þetta endir okkar allra. Hugsunin beinist að minningunum sem við eigum um húsið hans afa í Hólminum, lömbunum okkar og fjárhúsunum. Tilhlökkunin um að fara út á flugvöll að sækja afa í sveitinni, sem svo ósjaldan eyddi hátíðisdögum sem öðrum hér hjá okkur í bænum. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 391 orð

Kristján Jónsson

Eftir að hafa háð sína lokaorrustu við Elli kerlingu er nú allur Kristján Jónsson frá Stykkishólmi, farinn á fund feðra sinna, þangað sem lúnir menn sækja sína hvíld að jarðvist lokinni. Kristján stundaði mestan hluta ævi sinnar sjómennsku, þar sem hann starfaði sem matsveinn á Flóabátnum Baldri. Á uppvaxtarárum okkar Helga voru "Rútan" og Baldur helstu tengiliðir Hólmara við umheiminn. Meira
16. maí 1996 | Minningargreinar | 142 orð

KRISTJÁN JÓNSSON

KRISTJÁN JÓNSSON Kristján Jónsson var fæddur í Stykkishólmi 3. desember 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Stykkishólms 10. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón G. Jónasson frá Helgafelli í Helgafellssveit, f. 1.11. 1879, d. 1957, og Margrét Andrésdóttir frá Búðanesi við Stykkishólm, f. 15.7. 1877, d. 1963. Meira

Daglegt líf

16. maí 1996 | Neytendur | 143 orð

Borðum fimm skammta af ávöxtum og grænmeti

FIMM skammtar af ávöxtum og grænmeti er kjörorð átaks sem Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð hafa sameinast um. Með yfirskriftinni er átt við að æskilegt sé að borða að minnsta kosti 5 skammta af grænmeti, ávöxtum og kartöflum á dag. Hver skammtur er skilgreindur sem einn meðalstór ávöxtur, 1 dl af grænmeti, 2-3 kartöflur eða 1 glas af hreinum ávaxtasafa. Meira
16. maí 1996 | Neytendur | 85 orð

Gámaútsala hjá Bónusi, Rúmfatalagernum og Ikea

Á MORGUN, föstudaginn 17. maí, hefst gámaútsala á sumarvörum hjá Bónusi, Rúmfatalagernum og Ikea í Holtagörðum. Þetta eru að miklu leyti nýjar vörur sem verða seldar beint úr gámunum með 30-70% afslætti. Þarna verða seldar tvöfaldar barnarólur, sandkassar, grill frá 400 krónum, ýmiskonar plastvörur, tágakörfur, sólstólar og svo framvegis. Meira
16. maí 1996 | Neytendur | 599 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
16. maí 1996 | Neytendur | 79 orð

Suðræn útiker og styttur

HAGKAUP hóf nýlega innflutning á útikerum í mörgum stærðum og gerðum. Kerin sem koma frá Portúgal geta staðið úti yfir veturinn og safna ekki í sig vatni sem getur sprungið í frosti. Þá eru einnig til sölu gosbrunnar og styttur í garða. Stytturnar eru bæði stórar og litlar, grískar meyjar, ungir drengir og ljón. Meira
16. maí 1996 | Neytendur | 157 orð

Verndandi áburður fyrir húðina

DERMAPROTEKT heitir nýr húðáburður sem kominn er á markað hér á landi. Áburðinn má bera á allan líkamann en þar sem hendur eru þeir líkamshlutar sem eru undir mestu áreiti frá umhverfinu nýtist hann best þar. Dermaprotekt myndar þunna filmu á húðinni sem öll algengustu þvotta-, og eiturefni eiga ekki að vinna á s.s. Meira
16. maí 1996 | Neytendur | 335 orð

Vænt og grænt ­ nýr veitingastaður

ALLT er vænt sem vel er grænt er hugmyndin að baki nafninu Vænt og grænt sem er heitið á nnýjum veitingastað sem Steinunn Bergsteinsdóttir opnaði í gær, miðvikudag. Staðurinn, sem er til húsa í Veltusundi 1, er á annarri hæð í gömlu húsi með útsýni yfir torgið, andrúmsloftið notalegt og verðið á réttunum viðráðanlegt. Steinunn er bjartsýn með nýja staðinn sinn. Meira

Fastir þættir

16. maí 1996 | Dagbók | 2704 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 10.-16. maí, að báðum dögum meðtöldum verða Ingólfs Apótek, Kringlunni s. 568-9970 og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4 s. 557-4970 opin til kl. 22. Sömu daga frá kl. 22 til morguns annast Ingólfs Apótek næturvörslu. Meira
16. maí 1996 | Fastir þættir | 130 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson BridsdeildFélag

SPILAÐUR var Mitchell tvímenningur þriðjudaginn 7. maí. Þátttakan var góð að venju en 26 pör spiluðu. Úrslit urðu þessi í N/S riðlinum: Jón Stefánson - Þorsteinn Laufdal 398 Sæmundur Björnsson - Böðvar Guðmundsson 376 Jón Andrésson - Valdimar Þórðarson363 Garðar Sigurðsson - Hörður Davíðsson338 A-V: Gunnar Sigurbjörns. Meira
16. maí 1996 | Í dag | 195 orð

DEMANTSBRÚÐKAUP.

ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 16. maí, er níutíu og fimm ára frú Guðrún Sigurðardóttir, sjúkrahúsinu í Bolungarvík. Hún og maður hennar Guðmundur Salomonsson, bjuggu lengst af á Folafæti og síðar í Bolungarvík. Varð þeim tólf arna auðið. Guðmundur er látinn fyrir allmörgum árum. Guðrún dvelur nú í sjúkrahúsinu í Bolungarvík. Meira
16. maí 1996 | Fastir þættir | 25 orð

Ferming á uppstigningardag

FERMING í Kristskirkju, Landakoti kl. 10.30. Fermdir verða: Fáfnir Árnason, Sólvallagötu 50. Haukur Bent Sigmarsson, Holtsgötu 37. Matthías Nardeau, Digranesvegi 32, Kóp. Meira
16. maí 1996 | Í dag | 448 orð

ÍKVERJA var bent á það í tilefni frétta af Óslóa

ÍKVERJA var bent á það í tilefni frétta af Óslóarferð Önnu Mjallar Ólafsdóttur, söngkonu, að það væri tímanna tákn að skömmu eftir að við fögnuðum því að 25 ár voru frá heimkomu handritanna, sendi ríkissjónvarpið íslenzka til keppni lag, sem heitir Sjúbídú. Meira
16. maí 1996 | Dagbók | 121 orð

Krossgáta 2LÁRÉTT:

Krossgáta 2LÁRÉTT: 1 ragur, 8 fen, 9 tekur, 10 háð, 11 byggja, 13 fiskar, 15 spaug, 18 sjaldgæft, 21 kjána, 22 fallegur, 23 skattur, 24 ísaumur. Meira
16. maí 1996 | Í dag | 83 orð

LEIÐRÉTT

Slæm villa slæddist inn í minningargrein Matthíasar Bjarnasonar um Ólaf heitinn Guðbjartsson, sem birt var á bls. 35 hér í blaðinu í gær. Þar stóð Guðbjörnsson í stað Guðbjartsson sem vera átti og rétt er. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Meira
16. maí 1996 | Fastir þættir | 885 orð

MESSUR Á UPPSTIGNINGARDAG Dagur aldraðra

MESSUR Á UPPSTIGNINGARDAG Dagur aldraðra Guðspjall dagsins: Hann er upp risinn. . (Mark. 16.) »ÁSKIRKJA: Dagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 14. Guðrún Tómasdóttir syngur einsöng. Eldri borgurum boðið til kaffisamsætis í safnaðarheimili Áskirkju að lokinni guðsþjónustu. Meira
16. maí 1996 | Dagbók | 649 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Úranus

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Úranus og út fóru Brúarfoss, Örfirisey og Páll Pálsson. Jón Baldvinsson er væntanlegur fyrir hádegi og breska herskipiðGloucester kemur kl. 9. Bakkafoss fer út í dag og Þerney er væntanleg á morgun. Meira
16. maí 1996 | Í dag | 476 orð

Velvakandi, format 31,7

Velvakandi, format 31,7 Meira
16. maí 1996 | Fastir þættir | 598 orð

Þörf breyting en ekki gallalaus

Samkvæmt samþykkt síðasta ársþings HÍS er heimilt að hafa allt að þrjá keppendur inn á velli Í senn í forkeppni. Þessi heimild var nýtt á íþróttamótum um síðustu helgi Á Reykjavíkurmeistaramótinu hjá Fáki voru tveir inn á, en þrír hjá Herði á móti í Mosfellsbænum. Meira

Íþróttir

16. maí 1996 | Íþróttir | 63 orð

Annar kossinn!

BLIKASTÚLKURNAR fögnuðu sínum öðum sigri á stuttum tíma, þegar urðu meistarar meistaranna á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi ­ lögðu bikarmeistara Vals 3:0. Margrét Sigurðardóttir, fyrirliði, kynnir hér bikarinn sem Blikastúlkunar tryggðu sér. Þær tryggðu sér sigur í deildarbikarkeppninni á Ásvöllum í sl. viku. Meira
16. maí 1996 | Íþróttir | 278 orð

Blásið til nýrrar sóknar

Ásgerður Halldórsdóttir, deildarstjóri hjá Tryggingamiðstöðinni og fyrrverandi formaður Gróttu, og Guðmundur Á. Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni hf. og formaður landsliðsnefndar HSÍ, gefa kost á sér til formanns HSÍ í staðinn fyrir Ólaf B. Schram, sem hættir. Jóhanna Á. Meira
16. maí 1996 | Íþróttir | 160 orð

Breiðablik - ÍA1:3

Kaplakriki, úrslitaleikur Deildarbikarkeppni KSÍ í karlaflokki miðvikud. 15. maí 1996. Aðstæður: Logn og blíða sumar og sól eða því sem næst en eðlilega var farið að kólna er leið á. Völlurinn í fínu ásigkomulagi. Mark Breiðabliks: Kjartan Einarsson (86.). Mörk ÍA: Ólafur Adolfsson 2 (43., 117.), Mihajlo Bibercic (99. Meira
16. maí 1996 | Íþróttir | 134 orð

EINAR Björnsson

Á aðalfundi Stjörunnar í vikunni kom fram í reikningum félagsins að rúmlea 276 þúsund króna hagnaður var af rekstri handknattleiksdeildarinnar sl. starfsár. Meira
16. maí 1996 | Íþróttir | 284 orð

Enn sigra Blikastúlkur

ÓTRAUÐAR halda Blikastúlkur, Íslandsmeistararnir 1995, áfram sigurgöngu sinni og í gærkvöldi urðu þær meistarar meistaranna með 3:0 sigri á bikarmeisturum Vals á gervigrasinu að Ásvöllum í Hafnarfirði. Kópavogsbúarnir eru þegar Íslandsmeistarar innanhúss og deildarbikarmeistarar og stefna á að vinna allt sem í boði er. Meira
16. maí 1996 | Íþróttir | 363 orð

HSÍ skuldar 74 milljónir en á útistandandi 36 milljónir

Handknattleikssamband Íslands skuldar 74,3 millj. kr. en á útistandandi tæplega 36 milljónir króna og þar af um 33 millj. kr. vegna Heimsmeistarakeppninnar í fyrra. Höfuðstóllinn er neikvæður um 35,3 millj. kr. en í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er gert ráð fyrir tæplega 500 þús. kr. hagnaði og engum niðurgreiðslum lána. Meira
16. maí 1996 | Íþróttir | 244 orð

Klinsmann og Bayern á spjöld UEFA-sögunnar

J¨URGEN Klinsmann og Bayern M¨unchen skráðu nafn sitt á spjöld sögu UEFA-bikarkeppninnar í Bordeaux í Frakklandi í gærkvöldi, þar sem Bæjarar tryggðu sér UEFA-bikarinn með því að leggja Bordeaux að velli, 1:3. Klinsmann skoraði eitt mark og setti markamet og Bayern varð fjórða liðið til að fagna sigri í öllum þremur Evrópukeppnunum. Meira
16. maí 1996 | Íþróttir | 79 orð

Kristófer vill frá KR

KRISTÓFER Sigurgeirsson, sem skipti úr knattspyrnuliði Breiðabliks í KR í vetur, vill fara frá KR samkvæmt heimildum blaðsins. Breiðabliksmenn vilja fá hann til baka en KR-ingar vilja halda honum. Kristófer gerði eins árs samning við KR og getur því ekki gengið á nýjan leik til liðs við Breiðablik nema með samþykki KR-inga. Meira
16. maí 1996 | Íþróttir | 60 orð

Lárus Orri og félagar ekk

LÁRUS Orri Sigurðsson og félagar hans hjá Stoke náðu ekki að tryggja sér farseðilinn á Wembley, til að leika um sæti í úrvalsdeildinni. Stoke tapaði í gærkvöldi heima fyrir Leicester, 0:1, eftir markalaust jafntefli á Filbert Street. Leicester mætir Crystal Palace á Wembley, þar sem Crystal Palas vann Charlton heima 1:0 og samanlagt 3:1. Meira
16. maí 1996 | Íþróttir | 82 orð

"Magic" Johnson er hættur með Laker

EARVIN "Magic" Johnson, sem byrjaði að leika með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrir þremur mánuðum, er hættur á ný. Johnson hætti fyrst fyrir fjórum árum, þegar hann greindist HIV- jákvæður. Kom til baka í janúar sl. og hjálpaði Lakers til að komast í úrslitakeppnina. Liðið féll út í fyrstu umferð, tapaði fyrir meisturum Houston Rockets í fimm leikja viðureign. Meira
16. maí 1996 | Íþróttir | 281 orð

New York úr leik

Michael Jordan gerði 35 stig þegar Chicago sigraði New York 94:81 í fyrrinótt og tryggði sér um leið sæti í úrslitum Austurdeildar. Þar mætir Chicago annað hvort Orlando eða Atlanta en í þeirri viðureign stendur Orlando betur og hefur yfir 3:1. Meira
16. maí 1996 | Íþróttir | 610 orð

Reynslan reið baggamuninn

ÍSLANDSMEISTARAR ÍA urðu í gærkvöldi fyrstu deildarbikarmeistarar karla í knattspyrnu er þeir lögðu Breiðablik, 3:1, í skemmtilegum og framlengdum úrslitaleik. Það var reynsla Skagamanna sem fleytti þeim áfram í framlengingunni, orðnir einum manni undir, en Breiðabliksmenn veittu þeim harða og verðuga mótspyrnu allan tímann í leik sem lofar góðu fyrir knattspyrnuvertíðana sem framundan er. Meira
16. maí 1996 | Íþróttir | 237 orð

Stoudamire best nýliðinn

DAMON Stoudamire, leikstjórnandi Toronto Raptors, var í gær útnefndur best nýliði NBA-deildarinnar í vetur, hlaut 76 atkvæði í 113 manna dómnefnd sem skipuð er blaða- og fréttamönnum í Bandaríkjunum og Kanada. Stoudamire var stigahæstur leikmanna Toronto og varð fimmti á lista yfir þá sem sendu flestar stoðsendingar í deildinni. Meira
16. maí 1996 | Íþróttir | 96 orð

Tryggva boðið til Kína

TRYGGVA Nielsen, Íslandsmeistara í badminton, barst í gær boð um tveggja vikna dvöl í æfingabúðum í Kína fyrir badmintonmenn 21 árs og yngri, á vegum Evrópusambandsins í badminton. Badmintonsamband Evrópu (EBU) velur 16 manna hóp til ferðarinnar og þar af er sex bestu Evrópuþjóðunum úthlutað 12 sætum fyrirfram. Meira
16. maí 1996 | Íþróttir | 372 orð

Var erfitt að segja nei

Meðan ég er leikmaður vil ég vera í baráttunni um titlana. Reyndar hafði ég hugleitt að fara aftur heim til Vals en þegar mér bauðst að taka við Stjörnunni fannst mér að viss ögrun felast í því og reyna að vera fyrsti þjálfarinn til að vinna meistaratitil í meistaraflokki karla í Garðabæ. Meira
16. maí 1996 | Íþróttir | 467 orð

Vonandi ekki það sem koma skal

NORÐMENN unnu Íslendinga, 75:72, í síðari vináttulandsleik þjóðanna í íþróttahúsinu við Strandgötu í gærkvöldi. Íslenska liðið náði sér aldrei á strik og nú vona menn bara að leikurinn hafi ekki verið dæmi um það sem koma skal í næstu viku þegar liðið tekur þátt í Evrópukeppninni. Íslenska liðið lék fyrri hálfleikinn álíka illa og og í fyrri leiknum. Meira

Fasteignablað

16. maí 1996 | Fasteignablað | 1633 orð

Allt eins líklegt, að húsaleiga hækki í takt við verðbólgu

HÚSALEIGA fyrir atvinnuhúsnæði hefur verið að hækka að undanförnu. Því valda m. a. hækkanir á bygggingavísitölu, en flestir leigusamningar um atvinnuhúsnæði eru bundnir við hana. Á undanförnum árum hefur byggingavísitalan staðið mjög í stað og húsaleigan þar af leiðandi líka. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 216 orð

Fallegt einbýlis hús í Mosfellsbæ

HJÁ fasteignasölunni Fold er nú til sölufallegt einbýlishús að Reykjarbyggð 32 í Mosfellsbæ. Húsið er rúmir 270 ferm. að stærð með innbyggðum 31 ferm. bílskúr. Að sögn Ævars Dungal hjá Fold er húsið sérlega vel staðsett á eignarlóð og útsýni frábært. Franskir gluggar prýða húsið svo og 30 ferm. garðskáli. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 27 orð

Fallegur leðursófi

Fallegur leðursófi Þessi fallegi leðursófi er sannarleg prýði á hverju heimili. Hann er sérstakur fyrir stólinn sem fylgir honum og sýnilega er líka hægt að nota sem fótaskemil. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 994 orð

Fangar kerfisins

ÞEGAR eigandi félagslegrar eignaríbúðar hyggst innleysa eða selja eign sína verður hann að sæta afar sérstökum reglum. Innlausnarskylda framkvæmdaraðila (sveitarfélags) á félagslegri eignaríbúð er fyrir hendi í ýmist 10 eða 15 ár á íbúðum sem byggðar eru eftir 1980. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 293 orð

Góð aðsókn að Byggingadögum

GÓÐ aðsókn var að Byggingadögum, sem Samtök iðnaðarins gengust fyrir um síðustu helgi, en mörg þúsund manns heimsóttu þátttökufyrirtækin. Byggingadagar voru að þessu sinni haldnir undir kjörorðinu Fé og framkvæmdir" og áherzla lögð á að fræða gesti um fjármögnun framkvæmda. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 239 orð

Húsi Charles Darwin bjargað

HÚSIÐ Down House í Kent á Englandi, þar sem Charles Darwin setti fram hugmyndir sínar um náttúrvalið, hefur nú verið keypt fyrir stofnunina English Heritage. Húsið var í niðurníðslu sökum viðhaldsleysis. Sérstakur sjóður lagði fram fé til kaupa á húsinu og innbúi þess, en húsinu fylgdi einnig stórt landsvæði umhverfis. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 393 orð

Hús til sölu fyrir 2,5 milljarða kr.

AUGLÝST hefur verið til sölu sveitasetur steinsnar frá einhverjum bestu veitingahúsum og kvikmyndahúsum Lundúna og neðanjarðarjárnbrautinni. Aubrey House heitir setrið og stendur á einum hektara lands efst í Campden Hill í Kensington. Söluverðið er 25 milljónir punda eða rúml. 2,5 milljarðar ísl. kr. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 348 orð

Hús William Morris í hættu

FÉLAG kennt við William Morris, hinn kunna enska hönnuð, rithöfund, sósíalista, Íslandsvin o.fl. á Viktoríutímanum óttast að það muni missa umráð yfir húsi, sem hann gerði frægt, þegar Christopher Hampton -- hinn kunni leikritahöfundur -- selur leiguumráð sín yfir húsinu. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 93 orð

Íbúð fyrir barnafólk í Spóahólum

HJÁ fasteignasölunni Borgareign er til sölu mjög góð fjögurra herbergja íbúð í Spóahólum, en íbúðinni fylgir 35 ferm. tvöfaldur bílskúr. Íbúðin er í þriggja hæða fjölbýli sem var byggt árið 1978. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 137 orð

Nýjar íbúðir við Funalind

HJÁ fasteignasölunni Kjöreign eru nú til sölu íbúðir í byggingu við Funalind 3 í Kópavogi. Húsið er fjórar hæðir, steinsteypt með kerfismótum. Þrjár íbúðir eru á hæð nema á fjórðu hæð, en þar er ein séríbúð og efri hæð annarar íbúðar, sem er á tveimur hæðum. Sérþvottahús fylgir hverri íbúð. Byggingaraðili er Eykt, en Teiknistofan Ármúla 6 hannaði íbúðirnar. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 286 orð

Nýleg glæsihæð í Hlíðunum

TIL sölu er hjá fasteignasölunni Framtíðinni fullbúin 177 ferm. íbúð á efri hæð í nýlegu húsi í Hörgshlíð 2 í Reykjavík. Að sögn Guðmundar Valdimarssonar hjá Framtíðinni er þarna um að ræða sérlega glæsilega eign, sérhannaða og með sérinnfluttum innréttingum. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 928 orð

Of stuttir bitar

Þeir sem lesið hafa hina kunnu sögu eftir Gunnar Gunnarsson um Ugga Greipsson og margar eftirminnilegar persónur í sögunni Fjallkirkjan, hljóta að hafa hlegið öðru hverju við lesturinn. Þar er sagt frá skemmtilegum atburðum og persónum sem koma okkur skemmtilega á óvart. Einn þeirra er smiðurinn. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 725 orð

Samskipti kaupenda og seljenda

Fasteignaviðskipti eru viðskipti milli tveggja aðila, kaupenda og seljenda. Í umræðum um húsnæðismál gleymist þetta oft. Umræðan beinist oftar en ekki að öðrum aðilanum, þ.e. kaupandanum. Þetta er á vissan hátt eðlilegt, því það hefur áhrif á þjóðfélagið í heild hve auðveld eða erfið íbúðakaup eru á hverjum tíma. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 233 orð

Talsverðar hækkanir á byggingar vísitölu og húsaleiguvísitölu

BYGGINGARVÍSITALAN hefur yfirleitt verið hægstíg undanfarin ár. Hið sama má segja um húsaleiguvísitöluna. Á tímabilinu janúar-apríl í ár hefur byggingarvísitalan hins vegar stigið skref upp á við og hækkað um 2%. Á sama tíma hefur húsaleiga hækkað um 3,9%. Byggingarvísitalan er samsett af kostnaðarþáttum nýbygginga en húsaleiguvísitalan fer eftir breytingum á launum. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 34 orð

Turn Hemingways ÞENNAN flotta turn, sem er

ÞENNAN flotta turn, sem er að finna á Kúbu, notaði Ernest Hemingway í þrennum tilgangi. Neðsta hæðin var ætluð köttum skáldsins, miðhæðin var fyrir fiskigræjur og á efstu hæð var bókasafn og vinnuaðstaða. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 153 orð

Tækifæri fyrir hestafólk, útivistarfólk og skógræktarfólk

JÖRÐIN Eyri í Andakílshreppi í Flókadal er nú til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Jörðin er 878 ha. að stærð, án bústofns, véla og framleiðsluréttar. Byggingar eru íbúðarhús frá 1910, fjárhús fyrir 280 fjár, lítið fjós, ásamt hlöðu, en einnig er á jörðinni geymsluhúsnæði. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 159 orð

Vandað raðhús á Seltjarnarnesi

HJÁ Fasteignasölunni Gimli er nú til sölu raðhús að Tjarnarmýri 29 á Seltjarnarnesi. Húsið er 252 ferm. tvær hæðir, kjallari og 30 ferm. innbyggður bílskúr, byggt 1992, og skiptist í 5-6 svefnherbergi, eldhús og stórar stofur. Að sögn Ólafs Blöndals, sölustjóra hjá Gimli, eru innréttingar í húsinu mjög glæsilegar. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 118 orð

Vel skipulagt einbýli í Grafarvogi

FASTEIGNASALAN Þingholt hefur fengið í sölu glæsilegt einbýlishús að Stakkhömrum 18 í Grafarvogi. Húsið er sérstaklega skemmtilegt og vel skipulagt. Í eldhúsi eru innréttingar úr beyki, flísar á milli skápa og korkur á gólfi. Þvottahús og búr eru inn af eldhúsi og þaðan er hægt að ganga út á lóð. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 495 orð

Það er hægt að vernda umhverfið

MIKLAR umræður og stundum heiftúðlegar hafa verið um stóriðju hérlendis og hatrömmust var hún þegar álverið í Straumsvík var í undirbúningi en sem betur fer hefur umræðan þróast á hófstilltari nótur. Það er lærdómsríkt að ferðast um iðnaðarhéruð Svíþjóðar, sem er meirihluti landsins, og sjá hvernig góð sátt hefur náðst á milli iðnaðarframleiðslu og umhverfis. Meira
16. maí 1996 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

16. maí 1996 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

16. maí 1996 | Úr verinu | -1 orð

Fyrsta síldin til Eyja

Vestmannaeyjum-Fyrsta síldin sem berst til Eyja úr norsk-íslenska síldarstofninum á þessari vertíð var landað í fyrrinótt. Kap VE kom þá með fullfermi og í gær kom nýi Sighvatur Bjarnason með sinn fyrsta farm til Eyja. Sighvatur var með um 1. Meira
16. maí 1996 | Úr verinu | 478 orð

Gengur að íslenskri úthafsútgerð dauðri

SNORRI Snorrason, formaður Félags úthafsútgerða, segir að félagið hafi ekkert tækifæri fengið til að fjalla um stjórnarfrumvarp um úthafsveiðar sem ætlunin sé að leggja fram á Alþingi á næstu dögum þó það sé helsti hagsmunaaðili, sem frumvarpið beinist að. Félagið krefst þess að fá frumvarpið til umfjöllunar og ráðrúm til að gera athugasemdir til sjávarútvegsnefndar þingsins. Meira

Viðskiptablað

16. maí 1996 | Viðskiptablað | 195 orð

Ársveltan áætluð um 2 milljarðar

STEFNT er að því að sameining Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. og Höfða hf. muni taka gildi þann 1. september nk. eða í upphafi nýs reikningsárs hjá fyrirtækinu. Á næstu vikum verður unnið að stefnumótun og nýju starfsskipulagi sem tekur gildi við sameiningu fyrirtækjanna síðar á þessu ári. Þá hefur Einar Svansson verið ráðinn framkvæmdastjóri, eins og komið hefur fram. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 120 orð

Bjór Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur haf

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur hafið framleiðslu á dökkum bjór í margnota flöskum með 3,8% áfengisstyrkleika. Verð á hverri kippu er 640 krónur en kaupendur geta síðan fengið 90 krónur samtals endurgreiddar í söluturnum fyrir glerið. Innihald hverrar flösku kostar því 91 kr. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 134 orð

Duisenberg forseti EMI og evrópsks seðlabanka

HOLLENZKI seðlabankastjórinn Wim Duisenberg verður forseti gengisstofnunar Evrópu, EMI, á næsta ári að sögn hollenzka seðlabankans og búizt er við að hann verði síðan forstöðumaður seðlabanka Evrópu, sem tekur við af EMI. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 152 orð

Fellir niður þóknun af erlendum seðlum

Íslandsbanki Fellir niður þóknun af erlendum seðlum ÍSLANDSBANKI hefur fellt niður þóknun af kaupum og sölu á erlendum seðlum. Jafnframt hefur þóknun vegna kaupa á ferðatékkum verið felld niður og þóknun við sölu á ferðatékkum hefur lækkað. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 775 orð

Fjármögnun sem brýtur blað

SAMNINGAR um fjármögnun Hvalfjarðarganganna fela í sér merkar nýjungar fyrir fjármálalíf Íslendinga ekkert síður en framkvæmdin sjálf fyrir verktakastarfsemi hér á landi. Þar tóku saman höndum íslenskir og erlendir bankar, íslenskir lífeyrissjóðir og bandarískt tryggingafélag. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 360 orð

Forystusveitin horfin að velli

HARÐAR deilur í fyrirtækjasamsteypunni Aker ASA í Noregi leiddu til þess fyrir skömmu að Gerhard Heiberg stjórnarformaður sagði af sér. Hann skipulagði vetrarólympíuleikana í Lillehammer 1994 og þótti gegna því starfi með miklum sóma. Hart hafði verið deilt á Heiberg fyrir að reka vinsælan framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Tom Ruud, litlu áður. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 93 orð

Fyrsta fraktflug ATR 42

NÝ ATR 42-300 vél Íslandsflugs fór í sitt fyrsta fraktflug klukkan fimm á mánudag áleiðis til Englands. Flutti vélin 2 tonn af fiski og 1 tonn af margvíslegum pökkum út og kemur með 2,8 tonn tilbaka. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 438 orð

Færri en stærri verslanir og áhersla á afþreyingu

MIKLAR framkvæmdir verða í og við Borgarkringluna í sumar þegar fyrirkomulag verslana í húsinu verður stokkað upp og heilt kvikmyndahús með þremur sölum byggt við það. Stefnt er að því að opna verslanir Borgarkringlunnar aftur eftir breytingar í byrjun október en kvikmyndasalina um jólin. Eftir breytingarnar verður rekstur Kringlunnar og Borgarkringlunnar sameinaður. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 172 orð

Gengi hækkað um 61% á sl. ári

ÞINGVÍSITALA hlutabréfa á Verðbréfaþingi Íslands hefur hækkað um 61% undanfarna 12 mánuði. Þetta er umtalsvert meiri hækkun en varð á gengi vístölunnar árið 1995, en þá nam hækkunin 36%. Velta á Verðbréfaþingi fyrstu fjóra mánuði þessa árs nam 32 milljörðum króna og hefur hún tvöfaldast frá sama tíma í fyrra. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 286 orð

Hagnaður Loðskinns um 13 milljónir á sl. ári

HAGNAÐUR Loðskinns hf. á Sauðárkróki nam 13 milljónum króna á síðasta ári og er það nokkuð lakari afkoma en árið 1994 er rekstur fyrirtækisins skilaði röskum 40 milljónum króna í hagnað. Velta fyrirtækisins dróst einnig talsvert saman á milli ára, var á síðasta ári 205 milljónir samanborið við 284 milljónir árið 1994. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 293 orð

Hvernig á að koma fram í síma?

VITUND hf. hefur nú á boðstólum nýtt myndband frá Video Arts þar sem fjallað er um vandamál við símsvörun og hvernig megi leysa þau. Myndbandinu er ætlað að auka skilning á hvers vegna fólk sem svarar í síma þarf að fylgja nokkrum einföldum reglum, segir í frétt frá fyrirtækinu. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 162 orð

Icebreaker '96 kynnir Nova Scotia á Íslandi

FULLTRÚAR viðskipta- og ferðamála Nova Scotia fylkis, á austurströnd Kanada, koma til Reykjavíkur 21. maí vegna sýningarinnar Icebreaker '96, sem efnt er til í tilefni þess að Flugleiðir eru að hefja áætlunarflug þangað, að því er segir í frétt. Icebreaker '96 er ferða- og viðskiptasýning sem haldin verður dagana 22.­24. maí í Háskólabíói. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 215 orð

Keyrir út prentfilmur án vökva

MERKISMENN ehf. í Skeifunni hafa fest kaup á nýrri vél frá Calcomp sem Nýherji hf. hefur umboð fyrir, sem keyrir út filmur án þess að þurfa til þess framköllunarvökva. Þessi vél er sögð hin fyrsta sinnar tegundar hérlendis og kemur verkinu á filmuna með nýrri hitatækni. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 203 orð

Mesti hagnaður BP í tíu ár

HAGNAÐUR British Petroleum á á fyrsta ársfjórðungi hefur ekki verið meiri í 10 ár vegna hærra olíuverðs og að sögn olíufélagsins bendir allt til þess að afkoman á árinu í heild batni umtalsvert. Nettóhagnaður jókst um 37% í 633 milljónir punda úr 461 milljón punda á fyrsta ársfjórðungi 1995. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 397 orð

Námstefna um umbætur í stjórnun

NÁMSTEFNA verður haldin dagana 23.­24. maí á vegum Iðntæknistofnunar í þingstofu A, Hótel Sögu. Hún er ætluð ráðgjöfum sem hafa sérhæft sig í umbóta- og stjórnunarverkefnum í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 293 orð

Nýir starfsmenn Strengs SJÖ nýir starfsmenn hafa ráðist til St

SJÖ nýir starfsmenn hafa ráðist til Strengs á síðustu tveimur mánuðum. Matthías E. Matthíasson kerfisfræðingur, 31 árs, búsettur í Reykjavík. Útskrifaðist frá st. Cloud state University, í Bandaríkjunum úr viðskiptafræði árið 1988. Starfaði áður hjá Reiknistofu bankanna, á kerfissviði. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 111 orð

Ný íslensk húsgögn fyrir smáfólkið

NÝ íslensk húsgögn, sérstaklega hönnuð fyrir börn á leikskólaaldri, eru nú komin á markað og hafa þegar verið gerðir sölusamningar við Dagvist barna vegna fjögurra nýrra leikskóla sem á að opna á þessu ári. Húsgögnin nefnast Hnokki og eru hönnuð af Þórdísi Zo¨ega, hönnuði FHI. Framleiðandi þeirra er Smíðastofan ehf. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 71 orð

Nýr framkvæmdastjóri J.S. Helgason

Friðrik Einarsson hefur tekið við framkvæmdastjórastarfi hjá J.S. Helgasyni ehf. Friðrik er fæddur árið 1968 og lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1989 og lýkur nú í vor námi í iðnrekstrarfræði hjá Tækniskóla Íslands. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 179 orð

Nýr McDonald's borgari á 5 milljarða dollara markaði

McDONALD's fyrirtækið vonar að nýir Arch Deluxe" hamborgarar þess muni seljast fyrir einn milljarð dollara á ári og kynnir þá með hjálp skemmtikrafta og með risastórri eftirlíkingu í Los Angeles. Þetta er fyrsta nýja samlokan, sem við höfum framleitt sérstaklega handa fullorðnum," sagði Michael Quinlan stjórnarformaður í hádegisverðarboði á Manhattan. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 90 orð

Nýr útibússtjóri Íslandsbanka

VILHJÁLMUR Vilhjálmssonhefur verið ráðinn útibússtjóri í nýju útibúi Íslandsbanka við Skútuvog 11. Vilhjálmur er þrítugur viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og var með endurskoðun sem kjörsvið. Hann útskrifaðist vorið 1991 og hefur starfað hjá Verðbréfamarkaði Íslandsbanka frá því haustið 1991. Vilhjálmur er kvæntur Svövu B. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 80 orð

Nýr yfirmaður hjá Olíufélaginu

STEFÁN Guðbergsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fasteignadeildar Olíufélagsins hf. og hóf hann störf 1. apríl sl. Stefán er 52 ára gamall og útskrifaðist sem byggingarverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Þrándheimií Noregi. Undanfarin 18 ár hefur hann rekið eigin verkfræðistofu. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 56 orð

Nýr yfirmaður hjá Pennanum og Eymundsson

Ingimar Jónsson hefur verið ráðinn yfirmaður verzlunarsviðs Pennans og Eymundsson. Ingimar er 35 ára og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1988. Hann hóf sama ár störf hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi, sem fjármálastjóri, og hefur gegnt því starfi síðan. Sambýliskona Ingimars er Ingibjörg R. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 371 orð

Nýtt hlutafélag kaupir Glaðni á Siglufirði

NÝTT hlutafélag hefur keypt Glaðni af Siglufjarðarbæ og heitir fyrirtækið nú Glaðnir ­ listminir hf.. Eigendur þess eru þau Guðmundur Þór Þormóðsson, einn af stofnendum Sæplasts á Dalvík, Tryggvi Agnarsson lögmaður í Reykjavík sem er stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis. Helga Lilja Björnsdóttir, markaðsstjóri og Sigurbjörg Sverrisdóttir framkvæmdastjóri þess. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 176 orð

OKI kynnir nýjan geislaprentara

MÍKRÓ ehf., hefur kynnt nýjan og fyrirferðalítinn geislaprentara frá OKI, OKIPAGE 4w fyrir Windows stýrikerfi. Ný samskiptatækni milli tölvu og prentara tryggir fljóta útprentun og 600 dpi prentgæði. Míkró ehf. hefur selt yfir 11 þúsund OKI tölvuprentara á þeim 14 árum sem þeir hafa verið seldir á Íslandi. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 1549 orð

Opinber innkaup vanrækt grein

OPINBER innkaup hafa verið í örri þróun hér á landi á undanförnum árum en enn er þó mikið starf óunnið, að sögn Júlíusar S. Ólafssonar, forstjóra Ríkiskaupa. Hér á landi vanti t.d. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 266 orð

Ráðin til Þinnar verslunar ehf.

PÁLMI Pálmason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þinnar verslunar ehf. og tók hann við starfinu nú í maíbyrjun af Árna Helgasyni, sem mun framvegis einbeita sér að rekstri Catco ehf. Þín verslun ehf. er keðja átján matvöruverslana í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Skrifstofa ÞV sér m.a. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 10 orð

RÍKISKAUPOpinber innkaup vanrækt /4

RÍKISKAUPOpinber innkaup vanrækt /4FJÁRMÁLSamkeppnisstaða og sérstaða þjóða /6HUGBÚNAÐURUngtyrkir vefsins / Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 441 orð

Sala á hlut ríkis og borgar að hefjast

SALA á hlutabréfum ríkissjóðs og Reykjavíkurborgar í Jarðborunum hf. hefst í næstu viku. Í fyrstu lotu verður seldur 10% hlutur Reykjavíkurborgar og 8,5% hlutur ríkissjóðs, samtals að nafnvirði tæpar 44 milljónir króna. Jafnframt liggur fyrir að ríkissjóður muni selja afganginn af hlutabréfum sínum í fyrirtækinu síðar. Þar er alls um að ræða 20% eða rúmar 47 milljónir króna að nafnvirði. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 2295 orð

Samkeppnisstaða þjóða og sérkenni þeirra Fjármál á fimmtudegi Líkur eru á miklum breytingum í atvinnumálum Íslendinga næstu tvo

Síðustu misserin hafa sumar þjóðir, ekki síst Bandaríkjamenn, Bretar, Íslendingar og þjóðir í Suðaustur-Asíu (auk Íslendinga) notið ljómandi hagvaxtar en aðrir, ekki síst Japanir, Þjóðverjar og fleiri Mið-Evrópuþjóðir, hafa mátt sætta sig við minna. Vissar horfur eru á því að þetta sé að breytast. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 216 orð

Sparisjóður Bolungarvíkur með 32 milljóna hagnað

Á aðalfundi sparisjóðsins þann 26. apríl sl. kom fram að þessa bættu afkomu mætti rekja til þess að kostnaður hefði staðið í stað og afskriftir dregist saman. Arðsemi eiginfjár er 10,6%, að því er segir í frétt frá sparisjóðnum. Heildarinnlán Sparisjóðs Bolungarvíkur, að meðtalinni verðbréfaútgáfu, voru 1.091 milljónir króna á liðnu ári og höfðu aukist um 2,3%. Heildarútlán námu í árslok 1. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 282 orð

Strengur stækkar við sig

STRENGUR hf. flutti nýverið alla starfsemi sína í Ármúla 7. en áður var starfsemin á þremur stöðum; í Stórhöfða 15, Tryggvagötu 26 og Hafnarstræti 7. Hið nýja húsnæði er um 2.000 fermetrar að stærð. Að sögn Hauks Garðarssonar, framkvæmdastjóra Strengs hf., þurfti nauðsynlega stærra húsnæði vegna mikillar sölu undanfarið. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 716 orð

Umhverfisstjórnun á erindi við Íslendinga

Ein af ástæðum þess að fyrirtæki huga í auknum mæli að umhverfismálum er að kröfur og viðhorf viðskiptavina eru að breytast. Nú er t.d. ekki nóg að bjóða lægsta vöruverðið eða þá vöru sem endist best, heldur skiptir hegðun fyrirtækisins sem framleiðir vöruna verulegu máli. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 778 orð

UNGTYRKIR VEFSINS

VERALDARVEFURINN er merkasti hluti alnetsins og þar er gróskan mest. Þróunin á vefnum hefur verið ör og skilað sér í ýmsu, ekki síst í hinum almenna tölvuheimi og þannig hefur hugbúnaðarrisinn Microsoft tekið eindregna stefnu í þá átt að fella notendaskil sín og stýrikerfi að vefnum að mörgu leyti, Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 310 orð

Wihlborg rejser sækja um ferðaskrifstofuleyfi

FYRSTA flugvél í áætlunarflugi All Leisure-flugfélagsins kom hingað til lands í gærmorgun. Írska fyrirtækið Storbon Ltd., leigutaki vélanna, hyggst stunda áætlunarflug hingað til lands tvisvar sinnum í viku í sumar. Wihlborg rejser og írskt fyrirtæki, Storbon Ltd., skipuleggja flugið hingað til lands og bjóða þau lægra verð en önnur flugfélög, eða frá 9.900 krónum aðra leiðina. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | 201 orð

Þjóðverjar uppfylla ekki evró- skilyrði

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun væntanlega úrskurða að þar sem of mikill halli hafi verið á ríkisfjárlögum Þjóðverja 1995 séu þeir ekki lengur á skrá um lönd, sem nú uppfylli skilyrði til að eiga aðild að sameiginlegum evrópskum gjaldmiðli. Meira
16. maí 1996 | Viðskiptablað | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

NÝIR vendir sópa best segir máltækið og það vill James Wolfensohn aðalbankastjóri Alþjóðabankans gjarnan að sannist á sér, en hann hefur stjórnað bankanum í tæpt ár. Bankinn hefur löngum verið gagnrýndur fyrir svifaseint skrifræði og misheppnaða baráttu við fátækt og Wolfensohn hefur rekið sig á að þó starfslið bankans styðji viðhorf hans og meti áhuga hans og hugsjónir, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.